Lögberg - 20.06.1935, Blaðsíða 8

Lögberg - 20.06.1935, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG* FIMTUDAGINN 20. JÚNf, 1935 Ur borg og bygð Gleymið ekki spilakvöldun- um í Goodtemplara húsinu á þriðjudögum og föstudögum. Góð verðlaun; gott músík. Inngangur 25c. Allir velkomn- ír. Heklufundur í kvöld (fimtudag). Gefin saman í hjónaband þ. 16. júní s. 1., voru þau Mr. Thorbergur Ilarold Bjarnason, kaupmaður á Ginili, og Miss Ágústina Helga Finnsson, til heimilis hjá foreldrum sínum þar i bæ. Séra Jóhann Bjarnason gifti og fór hjónavígslan fram að heimili hans á Gimli. Á eftir kom saman nokkur hópur nán- ustu vina og ættingja brúðhjónanna, að heimili móður og stjúpföður brúðgumans, þeirra Mr. og Mrs. E. Egilssonn, til að þiggja veitingar og hafa fagnaðarstund með brúðhjón- unum, áður en þau lögðu upp í brúðkaupsferð sina, eins og siður er til í þessu landi. Kirkjuþingserindrekar, sem koma til borgarinnar fyr en á föstudag, eru beðnir að snúa sér til Alberts Wathne, 700 Banning St., Phone 35 663, og mun hann láta þá vita hvar þeir verða til heimilis á meðan á þinginu stendur. Þeir erindrekar, sem koma á föstudagskvöld frá Mountain, eru vinsamlega beðnir að koma rakleið- is til kirkjunnar á Victor St. og verða þar J. G. Jóhannson, O. G. Björnson og Albert Wathne þeim til leiðbeiningar. Athygli skal hér með leidd að þeim hinum mikl^ samsöng, eða ef til vill réttara sagt þeirri miklu sönghátíð, sem söngflokkur Fyrsta lúterska safnaðar efnir til í kirkj- /unni á mánudagskvöldið þann 24. þ. m. í tilefni af júbílafmæli kirkju- félagsins. Er svo vandað til þess- arar söngsamkomu að minnistætt mun verða þeim, er á hlýða. Mr. Paul Bardal bæjarfulltrúi stjórnar söngflokknum, en til aðstoðar verða Mrs. B. H. Olson, Mr. Frank Thorolfson og Trio,—Miss Snjó- laug Sigurðsson, Mr. Pálmi Pálma. son og Mr. Henry Benoist. Sungnir verða að þessu sinni is- lenzkir Vikivakar og þjóðsöngvar, er aldrei hafa heyrst hér áður. Við orgelið verður próf. S. K. Hall. Þetta verður alveg vafalaust eftir- minnilegasta sönghátíðin, sem háð hefir verið meðal Vestur-íslendinga í háa herrans tíð. OFURLITIL SKÝRING Þegar Mrs. Guðrún Skúlason, í Hlíð í Geysisbygð, andaðist í vor, mintist Mrs. Halldóra Tómasson, sem nú er matreiðslukona á Betel, á það við Lárus Árnason, blindan, hagorðan vistmann þar, að hann gerði fallegt stef um Guðrúnu, fyrir sína hönd, í tilefni af því hve góð 1 hún hefði verið dreng Halldóru, Guðmundi Tómassyni, er uppólzt í Hlið frá níu ára aldri. Halldóra Tómasson, myndarkona mikil, syst- ir Timóteusar Böðvarssonar póst- j afgreiðslumanns að Geysir, sem er tengdasonur þeirra Hlíðar-hjóna, kom ekkja heiman af íslándi með börnum sínum, er þá voru býsna ung, og lenti þá þessi drengur, Guð- mundur, að Hlíð og fór þaðan aldrei aftur; er þar enn. Mun hann hafa ! notið sama ástríkis hjá Guðrúnu sál. og manni hennar, sem þeirra eigin börn á uppvaxtarárunum, og hefir Halldóra því jafnan minst Guðrúnar og þeirra hjóna í Hlíð nieð þakklæti. Við þessum tilmæl- um Halldóru varð Lárus, og orti hann þetta vers;— Þakklœtiserind i. “Minning geyma munum kæra, meðan hjartans æðar slá; þér vil eg, Guðrún, þakkir færa, þína trygð mér virtist ljá. Sýndist elska soninn minn sem að væri eins og þinn; þú varst dáð og dygðum vafin, dýrðarljóss til sál þín hafin.” Jarðarför Guðrúnar sál. Skúlason I fór fram að viðstöddu miklu fjöl- j menni, þ. 6. maí í vor. Mun þá i hafa verið svo til ætlast, að stef j þetta væri þar lesið, en það var þá ekki þar við hendina, svo fréttaritari yðar tekur því þessa leið til að koma stefinu á framfæri.— (Fréttaritari Lögb). Karlakór íslendinga í Winnipeg hefir söngæfingu í fundarsal Sam- ! bandskirkju þann 26. þ. m. kl. 8 að , kveldi. Skorað er á meðlimi að j sækja æfingu þessa og mæta stund- víslega. Mr. og Mrs. Guðmundur Jónsson frá Vogar, Man., kom til borgar- innar á mánudaginn, ásamt Jóni yngra, syni sínum. Voru þau Mr. og Mrs. Jónsson á leið norður til Flin Flon í kynnisför til tengda- sonar síns og dóttur, Mr. og Mrs. Stefán Hólm. Gerðu þau ráð fyrir að dvelja þar í mánaðartíma. Jón sonur þeirra fór heim aftur í gær. “5UCCES5 TRAINING’’ Has a Market Value University and matriculation students are securing definite employment results through taking a “Success Course”, as evidenced by our long list of young men and women placed in Winnipeg offices in 1934 and 1935. SELECTIVE COURSES Shorthand, Stenographic, Secretarial, Accounting, Complete Office Training, or Comptometer. SELECTIVE SUBJECTS Shorthand, Typewriting, Accounting, Business Correspondence, Commercial Law, Penmanship, Arithmetic, Spelling, Economics, Business Organization, M o n e y and Banking, Secretarial Science, Library Science, Comptometer, Elliott-Fisher, Burroughs. CALL FOR AN INTERVIEW, WRITE US, OR PHONE 25 843 Ungmennahreyfingin “Ef æskan vill rétta þér örfandi hönd, þá ert þú á framtíðarvegi.” Þ. E. Kreppan hefir margt ilt og erfitt í för með sér; en hún hefir þó vak- ið eina mikilsverða hreyfingu, sem aldrei átti sér stað fyr í jafn víðtæk- um skilningi. Fyrirkomulag mannfélagsins er tvímælalaust eitthvað bogið þegar allur fjöldi ungra manna og kvenna getur ekki fengið atvinnu, neyðist til þess að lifa á bónbjörg og verð- ur að segja sig til sveitar. Unga fólkið er nú sjálft vaknað til fullrar meðvitundar um þetta og farið að hugsa af alvöru. Og hugsun þess er þegar farin að leiða af sér framkvæmdir. Ungt fólk hefir tekið saman höndum viða um lönd í því skyni að eiga sjálft beinan þátt í stjórn og löggjöf framtiðarinnar: "Framtiðin er aðal- lega okk'ar!” segir það: “við vilj- um ráða að einhverju leyti hver.nig sú framtíð verður; við viljum reyna að skapa hana þannig að hún verði okkur samboðin og bærileg. Við viljum taka þátt í störfum og stefnum, sem framtíðinni ráða.” Hér í Canada er þessi hreyfing vöknuð og hefir talsvert borið á henni í Winnipeg. Hún hefir á- kveðið að taka þátt í næstu sam- bandskosningum og reyna að koma fulltrúum á þing. Ungmennadeildir Liberalflokksins í South Centre hafa afráðið að leita atkvæða fyrir mann úr sínum hópi á útnefningar- fundi, sem haldinn verður í South Centre 27. þ. m. í þessari ungmennahreyfingu eru allmargir íslenzkir unglingar, sem mikið kveður að og hefi eg oft verið upp með mér af þeim þegar eg hefi hlustað á ræður þeirra. Margir íslendingar eiga atkvæði í South Centre, og er vonandi að þeir sæki sem flestir þennan útnefn. | ingarfund næsta fimtudagskvöld (in the Auditorium) og leggi hinum ungu liberölum lið sitt. H. A. Bergmann hefir neitað að gefa kost á sér þrátt fyrir marg- 1 ítrekaðar áskoranir; en hann nýt- ur trausts hinna ungu jafnt sem hinna eldri og hefði hinir fyrnefndu Iiklega ekki reynt að koma að full- tréa, hefði hann verið í vali. En nú eru þeir ákveðnir í því og ættu þeir að mega vænta fullkomins fylgis. Sig. Júl. Jóhannesson. Mannalát Þann 7. þ. m., lézt að heimili tengdasonar síns i Piney, Mr. Ed.s Johnson, Jóhannes Jóhannesson, ey- firskur að ætt, 82 ára að aldri. Fluttist hann til Vesturheims árið 1883, og bjó allengi í Roseau sveit í Minnesota; þaðan kom hann til Piney. Jóhannes lætur eftir sig son, Gest að nafni, búsettan í Sel- kirk, tvær dætur, Mrs. Ástu John- son og Mrs. Helgu Stephenson, báð- ar búsettar í Piney; einnig nokkur barnabörn. Konu sína, Guðrúnu, misti Jóhannes heitinn árið 1923. Jóhannes var jarðsunginn af Dr. Rögnvaldi Péturssyni. j Sú fregn barst hingað í símskeyti á laugardaginn var, að farist hefði í bílslysi í Chicago, kona Egils An- derson lögmanns þar í borginni; var hún af sænskum ættum, og lætur eftir sig tvær dætur, auk eiginmanns síns. Egill er hálfbróðir þeirra G. F. Gíslasonar framkvæmdarstjóra í 1 Vanœuver og Sigurðar S. Ander- . sonar í Piney. Þann 11. þ. m. lézt í Selkirk, Man., Mrs. Kristín Btenson, fædd þann 10. maí 1866; fluttist vestur um haf árið 1880. Hún var tví- ;gift; fyrri maður hennar John W. I Dínusson, en hinn síðari Lárus Ben- son. Auk seinni manns sins lætur | Mrs. Benson eftir sig þrjár dætur i og tvo sonu: Mrs. M. Beebe og j Tean Powell, Winnipeg, Mrs. Sylviu ; McGill, Edmonton, Bjarna að St. Andrews og William að Hensel, N. Dak. Jarðarför Mrs. eBnson fór fram frá lútersku kirkjunni í Sel- kirk. í þriðjudaginn þann 11. þ. m., lézt að heimili sínu í Árborg, frú Sigurlaug, kona Davíðs Guðmunds- sonar þar í bænum, 41 árs að aldri, eftir langt sjúkdómsstríð. Hún var dóttir Jóns heitins Sigurðssonar fyrrum sveitaroddvita í Bifröst. Sigurlaug lætur eftir sig auk eigin- manns síns 11 börn. Var hún hin mesta fríðleiks og ágætiskon^. Lögberg vottar eiginmanni og börn. um innilega samúð í hinni djúpu sorg. SAMSKOT FYRIR MINNIS- VARÐASJÓÐ ST. G. ST. Frá Calgary íslendingum: Mr. G. S. Grímson ........$1.00 Mr. S. Sigurðsson......... 5.00 Mrs. E. Wade ............. 1.00 Mrs. A. Arlendson............50 Mrs. S. Bernstein............50 Mr. og Mrs. E. J. Thorlakson 1.00 | Mr. og Mrs. I. Gíslason .... 1.00 Mr. og Mrs. G H. Paulson.. 1.00 Mr. og Mrs. J. Thorvaldson.. 5.00 Mr. F. Johnson ........... 1.00 Mr. og Mrs. D. Johnson .... 1.00 Mr. P. Johnson ........... 1.00 Mr S. S. Finnson ......... 1.00 Mr. og Mrs. G. H. Jenson.. 2.00 Mr. J. Guðmundsson .......10.00 BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St., Winnipeg W I N N I P E G (Inquire about our Courses by Mail) $32.00 S. Sigfússon, Oakview, Man. 5.00 Jón Finnsson, Oak Point .... 1.00 Jón Hannesson, Oak Point........25 Með kæru þakklæti, Ófeigur Sigurðsson. Jón Bjarnason Academy — Gjafir: Jón Bjarnason Academy Ladies’ Guild ...........$140.00 H. Haldorson, Winnipeg ......10.00 Sunnudagsskóli Selkirksafn. 10.00 Bandalag Selkirksaf.naðar, (pr. Miss Dora Benson).. 15.00 Fyrir þessar gjafir vottast hlut- aðeigendum öllum hér með alúðar- þakklæti. S. W. Melsted, gjaldkeri skólans, 673 Bannatyne Ave. Wpeg. Mr. Gunnar Jóhannsson frá Wynyard, Sask., kom til borgarinn- ar á þriðjudagsmorguninn á leið til Mountain, North Dakota. Jarðarför Mrs. Ingibjargar Sól- mundsson, er andaðist hér í borg þ. 26. maí s. 1. fór fram, undir um- sjón Bardals, frá kirkju Gimlisafn- aðar þ. 29. maí og var allfjölmenn. Hin látna kona var ættuð úr Húna- vatnssýslu, foreldrar hennar Jakob bóndi Guðmundsson og kona hans Sigurlaug Jósefsdóttir. Var fædd að Gilá í Vatnsdal þ. 18. maí 1878, þar sem foreldrar hennar þá bjuggu. Þau Jakob og Sigurlaug bjuggu síð- ar að Snæringsstöðum þar í sveit og fluttu þaðan til Vesturheims ár- ið 1886. Settust þau að i grend við Gimli, þar sem Jósef bróðir Sigur- laugar þá bjó. Mun hann hafa reynst þeim hjónum hið bezta. Börn Jakobs og Sigurlaugar voru átta alls, fjögur er náðu fullorðinsaldri. Þau sem nú lifa eru Ingunn, Mrs. John Daniel, ekkja eftir enskan mann, The Jubilee Store Groceries and Confectionery 660 NOTRE DAME AVE. Góðar vörur með lágu verði. íslenzkur eigandi Verzlið hjá landanum, því íslend- ingar viljum vér allir vera. AUGNASKOÐUN og gleraugu löguð við hœfi J. F. HISCOX Optometrist Formerly of Hudson’s Bay Co. Successor to Maitland Tinlin 209 Curry Bldg. Ph. 93 960 Opposite Post Office Opinber Fundur s Opinber bændafundur verður haldinn í Arborg Hall, mánu- daginn 24. júní næstkomandi, kl. 1 e. h. Rætt verður meðal annars um útsæðistekju fóðurgrasa (Grasses and Clovers). Á fundinum verða viðstaddir fulltrúar frá útsæðisdeild Sambands- stjórnar (Dominion Seed Branch) og útbreiðsludeild fylkis- stjórnar (Extension Service), sem munu bæði ræða þetta mál og önnur skyld búnaðarmál, sem koma fyrir fundinn. Verður þar veitt móttaka umsóknum bænda að fá stjórnarvottorð (field inspection) fyrir akra þá, sem þeir hyggja að taka út- sæðisuppskeru af. Einnig vería þar afhent verðlaun þau og bikarar, sem drengir úr Barley Club þessa héraðs unnu á út- sæðissýningu fylkisins síðastliðinn vetur. ^Búnaðarnefnd Smjörgerðarfélagsins í Arborg. Kristín Jósefína, kona Guðmundar Hannessonar á Gimli, og Guðmund- ur Jakobsson, bóndi í grend við Ár- borg, giftur Unu dóttur Gests bónda Oddleifssonar í Haga. Var Tngibjörg sál. næst-elzt systkina sinna. Árið 1910 giftist hún Þórði Sólmundssyni, vænum dugnaðar- manni, og hafa þau hjón átt heima hér í borg i mörg ár og Þórður unnið fyrir bæinn. Þau hjón voru barnlaus, en hafa uppalið dreng, er þeim var gefinn, Sigurð að nafni, og komið vel til manns.—Ingibjörg sál. var hin vænzta kona, frábær- lega stilt og lundgóð. Vildi öllum Minniát BETEL 1 erfðaskrám yðar ! Sig’s Barber Shop Og Ideal Beauty Parlor Sími—808 59 í Columbia Press byggingunni, 693 SARGENT AVENUE The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SAKGENT AVE., WPG. vel. Hún gekk undir uppskurð við krabbameinsemd fyrir ári síðan, eða vel það, og fékk þá nokkurn, bata, en svo tók veikin sig upp aftur, svo ekki varð við ráðið. Bar hún alt það böl með hetjuskap og stilling. Er hún mjög harmdauði eiginmanni, fóstursyni, systkinum og öllum, er henni höfðu kynst.—Var jarðsung- in af séra Jóhanni Bjarnasyni. Mrs. Arnljótur Ólafsson, Mr. Bjöm Guðmundsson frá Mountain og Mr. Sig. Björnsson frá Grand Forks, N. Dak., komu til borgarinn- ar á laugardaginn var. Sendið áskriftargjald yðar fyrir “The New World,” mán- aðarrit til eflingar stefnu Co-operative Commonwealth Federaticn í Canada. Aðeins EINN dollar á ári sent póstfrítt Útgefendur The New World 1452 ROSS AVE. Winipeg, Manitoba Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annturt grreiniega um alt, amn afi flutnlngrum lýtur, imium e8a «t6r um. Hvargl ■anngjamara varO Heimili: 591 SHERBURN ST. Sími: 35 909 BUSINESS TRAINING .BUILDS GONFIDENGE The business world today needs Confidence. Too many work- ers attempt to start and hald a position without Confidence in themselves, their employers, or the educational conditions which form the background for their practical lives. The carefully planned business courses offered at the DOMINION BUSINESS COLLEGE prepare you to meet business with Con- fidence. You know that you are ready to prove your worth and to hold responsible positions. Your training has been thorough, and has made your services doubly valuable by deve- loping your own talents along the right lines. Don’t waste time trying to “find yourself” in business. A consuitation with the Dominion Registrar will help you to decide upon the course best suited to you. The DOMINION BIISINESS GOLLEGE On the MALL, and at ELMWOOD, ST. JAMES and ST. JOHN’S Residence Classes Mail Instruction Day or Evening With Finishing

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.