Lögberg - 11.07.1935, Page 1

Lögberg - 11.07.1935, Page 1
48. ÁRGrANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 11. JÚLÍ, 1935. NÚMER 28 PBESTUB SELKIBK- SAFNAÐAB KVONGAST Á sunnudaginn þann 7. þ. m., voru gefin saman í hjón)aband í Minneapolis, Minn., þau séra B. Theodore SigurSsson, prestur Sel- kirk safnatSar og Miss Verna Lathinen, af finskum ættum. Rev. J. Franklin Marlatte, prestur við Redeemer Lutheran Church fram- kvæmdi hjónavigsluna. AÖ henni aflokinni fór fram ríkmannleg veizla, a8 heimili systur brúSarinn- ar, Mrs. Carl Sodergren, er freklega hálft hundrað manns tók þátt í. Lögberg árilar prestshjónunum allra heilla í framtíðinni. FIMTA BITIIÖFUNDAMÓT NOBÐUBLANDA Það er orðin föst venja að nor- rænir rithöfundar haldi með sér alls- herjarmóf 5. hvert ár. Var svo til ætlast i fyrstu, að mót þessi færi fram i höfuðborgum landanna til skiftis. Þrjú fyrstu mótin voru haldin í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Ósló. Á rithöfundamótinu í Ósló, sem haldið var 1930, voru fjórir full- trúar frá íslandi, þeir dr. Sigurður Nordal prófessor, Gunnar Gunnars- son rithöfundur, Halldór Kiljan Laxness rithöfundur og Þórbergur Þórðarson rithöfundur. Þar var það ákveðið að 4. rithöfundamótið skyldi háð í Helsingfors í maí 1935. En svo kom bobbi í bátinn þar sem var málstreitan i Finnlandi. Horfði svo um hríð, að vegna henn- ar mundi eigi hægt að halda rithöf- undamótið þar. Bandalag istínzkra listamanna spurðist þá fyrir um það, hvort rit- höfundarnir vildi ekki korna til ís- lands, sem var næst í röðinni, þar sem slikt mót skyldi haldið. Hafði Bandalagið áður leitað til ríkis- stjórnar og Alþingis og fengið vil- yrði fyrir styrk til þess að hægt væri að halda rithöfundamótið hér. Én áður en til þess kæmi að tek- in yrði ákvörðun um þetta komu Finnar sér saman, og var þá sjálf- sagt að 4. rithöfundamótið yrði haldið í Helsingfors, eins og áður var ákveðið. Kom nú til álita hverjir gæti sótt mót þetta fyrir íslands hönd, og varð það úr að Halldór Kiljan Lax. ness færi. En þegar á átti að herða mátti hann ekki vera að því. Sneri Bandalag islenzkra listamanna sér því til Gunnars Gunnarssonar og fékk hann til að sækja mótið fyrir íslands hönd. Jafnframt var honum gefið um- böð til þess að bjóða fyrir íslands hönd að næsta rithöfundamót verði haldið i Reykjavík árið 1940. Hefir nú Bandalag íslenzkra lista. manna fengið ' skeyti um það frá forseta mótsins í Helsingfors, að boðinu hefði verið tekið með þökk- um. Þar með er ákveðið að fimta nor- rœna rithöfnndamótið verður haldið hér. Má hiklaust gera ráð fyrir því að það verði fjölment og hér verði þá margir aufúsugestir, sem oss er sómi að að heimsæki oss, og vér ættum að þykjast skyldir að veita sem bestar viðtökur, og leggja þar við metnað vorn. Þá verða liðin 10 ár síðan vér héldum Alþingishátíðina. Þangað komu auðvitað margir góðir gestir. En: að þessu sinni heimsækir oss kjarni andans manna á Norðurlönd. um—fjölda margir ritsnillingar, sem vér höfum dáð og gjarna viljum eiga að vinum.—Mbl. 5. júní. Einar S. Jónasson Þingmaður Gimli Kjördæmis látinn Um hádegisbil á mánudaginn var lézt að heimili sínu í Gimli- bæ, Einar S. Jónasson, þingmað- ur Gimli kjördæmis, 48 ára að aldri, eftir langvarandi heilsubil- un, eða frá því snemma á þingi 1933, er hann fyrst kendi alvar- lega þess lasleika, er varð honum að banameini. Mér finst eg eiga örðugt með að átta mig á þvi, að vinur minn, Einar, sé horfinn af hinu jarð- neska sjónarsviði fyrir fult og alt, og það svona rétt á bezta aldri, þegar líklegast var að hug- sjónir og athafnir manndómsár- anna væri í þann veginn að njóta sín sem bezt og verða að sem á- þreifanlegustu gagni. Og vafa- laust verða þær svipaðar, kend- irnar, er gagntaka huga annara vina hans í tilefni af burtförinni og kveðjunni hinstu. Einar Jónasson var mannlund- aður drengskaparmaður, og það var hverjum manni holt, að eiga hann að vini. Við fráfall Einars eiga Vestur- íslendingar á bak að sjá einum sinna ágætustu sona, þeirra, er upp spruttu úr landnema sveit- inni hérna megin hafsins. Ekki hafði Einar inikið af skólagöngu að segja fremur en titt var um íslenzk landnemabörn. f skóla reynsllinnar og lífsins sótti hann samt sem áður víðtæka og hald- góða mentun, og lauk þar prófi með hárri einkun eftir fjörutíu og átta ára skyldurækið nám; svo vel notaðist honum sjálfsnámið, að hann prýddi hverja þá stöðu, er samferðasveitin og lífið fal honum að gegna. Einar var snemma áhugasamur um landsmál, og sór ungur frjáls- lyndu stefnunni hollustu; hann var frjálslyndur maður meira en að nafni til; viðsýnn í inannfél- agsmálum og sótti jafnan á bratt- ann. Á fylkisþing var hann kos- inn 1932, en fékk ekki notið þar starfskrafta nema aðeins fyrsta veturinn; munu Ný-fslendingar lengi minnast hinnar þrotlausu baráttu hans fyrir hagsmunum hinna islenzku fiskimanna, enda gekk hann hvergi hálfur til verks. Um miðsumars leytið 1933 hnign- aði heilsu hans þannig, að hann mátti í raun og veru óvigur kall- ast upp frá því. Vinum hans var það ljóst, hve þungt honum féll, að reynast þess ómegnugur, að berjast til þrautar fyrir hinum margvislegu velferða r m á 1 u m kjördæmis síns á þingi, þar sem aðstaða hans var slik, að góðs árangurs mátti vænta; þó var hann ávalt glaður og gunnreifur, og talaði á sjúkrabeði kjark í menn sína. Einar var fæddur að Mountain í Pembinahéraði þann 17. júní, 1887. Foreldrar hans voru þau Einar læknir Jónasson og Jónína Sigfúsdóttir. Fluttist hann ung- ur með þeim til Gimli; er faðir hans látinn fyrir nokkrum árum, en móðir háöldruð á lífi. Voru þau hin mikilhæfustu hjón, og Einar læknir prýðilega hagorður. Árið 1915 kvæntist Einar Jón- asson og gekk að eiga önnu Tergesen, dóttur þeirra Mr. og Mrs. P. Tergesen á Gimli, hina mestu ágætiskonu. Eignuðust þau þrjú börn sem öll eru á lífi og hin mannvænlegustu; heita þau ólöf, MargréJ og Einar. Var heimili þeirra jafnan orðlagt fyrir gestrisni og ástúð. Átta systkini lifa Einar og eru þau þessi: Mrs. P. Heiliert, Mrs. S. I). Reid, Mrs. S. O. Oddleifsson, Mrs: L. Bate, Jónas, Baldur, Edwin og Jóhan- nes. f héraði gegndi Einar margvís- legum störfum; var hann um langt skeið skrifari Gimli sveitar, skólaráðsmaður, og bæjarstjóri á Gimli. Svo vel var hann að sér í því öllu, er að stjórn sveitar- mála íaut, að hann var flestum samþingismanna sinna betur til þess fallinn, að veita forustu ráðuneyti héraðsmálefna í fylkis- stjórninni; enda harla líklegt að til þess hefði leitt, ef eigf hefði heilsan bilað. Þessi stutta persónukveðja. skrifuð á hláupum, verður að nægja að sinni; hún táknar samt sem áður óskifta þökk til látins vinar og samferðamanns fyrir ógleymanlegar samveru og sam- vinnustundir; hún táknar einnig djúpa, persónulega samúð mína með syrgjandi fjölskyldu hins látna, drenglundaða manns, sem lagður er upp í langferðina miklu. Vertu sæll vinur, og sólin blessuð signi þig. Jarðarför Einars hefst með húskveðju á heimilinu á Gimli kl. 1 síðdegis á föstudaginn kemur, en kl. 2 frá Sambandskirkjunni þar í bænum. —E. P. J. Stórfenglegt liálaverk eftir Sigurjón Ólafsson Kaupmannahöfn i gær.—Einka- skeyti til Morgunblaðsins f danska blaðinu “Politiken” er talað um stórfenglega högg- mvnd, er hinn íslenzki mynd- höggvari Sigurjón ólafsson hefir i smíðum. Er mynd hans upphleypt (re- lief )• og er 12 fermetrar að flatar- máli. Sýnir hún fólk við fiskvinnu. Mynd þessi verður fullgerð i sumar. —Mbl. 12. júní. Úr borg og bygð Miss Mabel Benson, hjúkrunar- kona við Deaconess spitala í Grand Forks, N.D., kom til borgarinnar á laugardagskvöldið var og dvaldi hér fram á mánudag. 1 för með henni voru tvær norskar hjúkrunarkonur, er starfa við sama spítala. Á sunnudagsmorguninri var komu til borgarinnar þær frú Anna Paul- j son, ekkja W. H. Paulson, fyrrum j fylkisþingmanns í Saskatchewan og frú Margrét Thorvaldson frá Sas- katoon. Kom frú Anna til þess að leita sér lækninga, og var skorin upp á Almenna sjúkrahúsinu daginn' eftir af. Df. B. J. Brandson. Líður henni vel eftir vonum, að því er frézt hefir. ISLAND AKJÓSANLEGASTA FERÐAMANNALAND A SUMRIN. segir hinn brczki bókaútgefandi Unwin. Hinn frægi brezki bókaútgefandi, Stanley Unwin í Doridon, ritar neð- anmálsgrein í Berlingatiðindi í dag. Greinin fjallar um það, sem hann nefnir ferðamannaparadísina ísland* Ilann segir þar að ísland sé hið ákjósanlegasta ferðamannaland að sumrinu til. Það sé staðurinn fyrir ferðamenn, sem vilja vera undir berum himni. Þar að auki segir hann íslendinga vera viðkunnanlega, gestrisna og dagfarsgóða menn. Ef spurt sé, af hverju Island sé svo ákjósanlegt ferðamannaland, verður erfitt að svara því, segir hann, vegna þess, að ástæðurnar séu svo margar. Stanley LTnwin dvaldi hér á landi í fyrra sumar um 3. vikna tíma. Fór hann um Borgarfjörð og aust- ur um sveitir, dvaldi m. a. á Þing- völlum um tíma. Unwin hefir ferð- ast um allan heim. Hann er for- maður enska bóksalafélagsins og er í miklu áliti sem merkur og velmet- inn maður. Bókaútgáfufélag hans er með þeim stærstu á Bretlandi og gefur út um 300 bækur á ári. M. a. hefir það gefið út nokkuð af bókum Gunnars Gunnarssonar og i haust koma út hjá því verk eftir Halldór Kiljan Laxness. —Mbl. 8. júní. Miss Pearl Pálmason, fiðluleikari, dóttir þeirra Mr. og Mrs. Sveinn Pálmason, 654 Banning Street, er nýkomin til borgarinnar eftir því nær ársnám við Toronto Conserva- tory of Music. Hefir hún vakið á sér feikna athygli eystra, fyrir frá- bæra hæfileika á sviði listar sinnar, samkvæmt ummælum austanhlaða, og mun frá ýmsu í því sambandi nánar skýrt á næstunni. Þær Miss Pearl Pálmason og Miss Snjólaug Sigurðsson, eru að undir- búa sameiginlega hjómleika, sem líklegt er að haldnir verði út um hinar og þessar íslenzkar nýbygðir í ágústmánuði næstkomandi. Er fullnaðarráðstafanir liafa verið verðar, verða þær birtar hér í blað- inu. Þessar tvær ungu stúlkur eru svo sérstæðar hvor i sinni röð, sakir listrænna hæfileika, að fullyrða má að húsfyllir verði hvar sem þær láta til sín heyra. Mr. Wilhelm Kristjánsson, skóla- stjóri frá Manitou, var staddur í borginni á laugardaginn var. Frú Stefanía Sigurðsson frá Selkirk, ekkja séra Jónasar A. Sig- urðssönar, lagði af stað vestur til Seattle, Wash., á föstudaginn var, ásamt börnum sínum, þeim séra Theodore, Jóni læknaskóla stúdent og ungfrú Elínu. Verða þau um mánaðartíma i ferðinni. Vikurvinsla. Sveinbjörn Jónsson byggingameistari á Akureyri hefir verið að athuga fleytingu á vikur niður Jökulsá í Axarfirði og útskip- un hans í Buðlungahöfn. Telur hann aðstöðu þar betri en hann hafði húist við, góðan hotn og 7 metra dýpi örstutt frá landi. Buðl- ungahöfn er drjúgan spöl austan við Jökulsárósa.—Mbl.* 12. júní. Mr. Sveinn Thorvaldsson, kaup- maður í Riverton, var í borginni á föstudaginn var. Séra Eyjólfur J. Melan, var staddur í borginni seinni part fyrri viku ásamt frú sinni og syni. Mr. B. L. Baldwinson, fyrrum aðstoðar fylkisritari, lagði af stað vestur á Kyrrahafsströnd á mið- vikudagsmorguninn, eftir því nær mánaðardvöl hér. Mun hann dvelja um hríð í New Westminster, B.C., og halda svo suður til Oakland, CaL, þar sem hann gerir ráð fyrir að eiga dvöl það sem eftir er surnars og komanda vetur. HÖFÐINGLEG GJÖF Ásmundur P. Jóhannsson gef- ur Stúdentagarði háskólans á íslandi kr. 5,000.00 íil minning- ar um konu sína, frú Sigríði Jóhannsson er andaðist á síð- astliðnu hausti. A laugardaginn var, 6. þ. m. barst oss bréf frá formanni Garðsstjórn- ar hr. G. Einarssyni í Reykjavík, er skýrir frá því að hr. Ásmundur P. Jóhannsson frá Winnipeg hafi gef- ið kr. 5,000.00 til Stúdentagarðsins í Reykjavík. Er þetta hin myndar. legasta gjöf, sem vænta mátti; og á Ásmundur þakkir. skilið, landa sinna hér vestra, fyrir þenna rausnarskap. Bréfi Garðstjórnar fylgdi afrit af gjafabréfi Ásmundar. Birtum vér hér bæði bréfin, lesendum til fróð- leiks og ánægju: Stúdentagarðsnefndin Garðsstjórnin, Reykjavík 18. júní 1935. Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi, Winnipeg. Hér með leyfi eg mér að tilkynna yður, að herra Ásmundur P. Jó- hannsson frá Winnipeg hefir fært Stúdentagarðinum 5,000 krónur að gjöf og með því gefið herbergi i garðinum, eitt af þeim, sem ennþá var óráðstafað. Eins og þér sjáið af hjálögðu eftirriti af bíéfi Ásmund- ar, hafa canadiskir námsmenn fyrsta rétt að herberginu, en þar næst Bandaríkjamenn. Vil eg þvi biðja yður að sjá um, að íslenzku blöðin í Ameríku flytji þessa íregn og til- kynni, að umsóknir um vist i garð- inum skuli komnar til garðstjórnar fyrir 1. ágúst ár hvert. Ef nokkur hugsar til að koma að vestan nú í haust, þyrfti sennilega að sækja sím- leiðis, og væri þá bezt, að símað væri undir nafni Þjóðræknisfélagsins, þvi að þar með væri gefið til kynna, að félagið veitti umsækjandanum með. mæli sin. Kostnaður við vist í garð- inum var nú í vetur, á fyrsta starfs. ári hans, á hverjum mánuði sem hér segir: Hiti ljós, ræsting......25 kr. Fæði ...................65 kr. Þjónusta ............ 8 kr. Húsaleiga er engin greidd, en 25 kr. er til greiðslu kostnaðar við hús- ið, vörzlu þess o. s. frv., auk hitun- arkostnaðar, lýsingar og ræstingar, bæði á íbúðarherbengjum og þeim hluta hússins, sem er íbúunum til sameiginlegra afnota. Fæði og þjónustu er mönnum frjálst að kaupa annarsstaðar. Eg sendi yður hér með bráða- birgðareglugerðfyrir Stúdentagarð- inn og Garðlög, svo að þér getið gefið væntanlegum umsækjendum upplýsingar um lög hans og reglur. Virðingarfylst, G. Einarsson, formaður Garðstjórnar. Eftirrit. Staddur í Reykjavík, 15. júní 1935. Til fjársöfnunarnefndar Stúdentagarðsins, Reykjavík. Eg undirritaður, Ásmundur P. Jóhannsson frá Winnipeg leýfi mér hér með að snúa mér til hinnar heiðruðu fjársöfnunarnefndar i því efni, að eg vil gefa eitt herbergi í stúdentagarðinum og leggja fram í þeim tilgangi kr. 5,000.00 — fimm Jmsund krónur. Gjöf þessa gef eg til minningar um látna eiginkonu mína, frú Sig- ríði Jónasdóttur Jóhannsson, sem andaðist í Winnipeg 1. okt. 1934. En skilyrði mín fyrir gjöfinni eru þau, sem hér skal greina: 1. Nafn herbergisins verði: Haugur í Miðfirði, enda er eg fædd- ur þar. Verði nafnið ávalt letrað á herbergið gangmegin. 2. Forgangsrétt til afnota her- bergisins hafi þeir, sem nú skal greina, og í þeirri röð, sem hér seg- ir: (a) Námsmaður frá Canada af ís- lenzkum ættstofni, er tekið hef- ir próf sem svarar til stúdenta- prófs hér á landi eða annars prófs hér, sem síðar kynni að verða talið veita mönnum að gang að stúdentagarðinum, enda stundi þeir íslenzk fræði við Háskóla íslands. Náms- menn, er njóta meðmæla frá Þjóðræknisfélagi íslendinga í Vesturheimi, meðan þess nýtur við hafa forgangsréttindi fyrir öðrum. (b) Námsmenn frá Bandaríkjun- um, er uppfylla sömu skilyrði, sem greint er í a-lið. (c) Menn sem fæddir eru í Vest- ur-Húnavatnssýslu og hafa tek. ið slikt próf, sem er alment skilyrði á hverjum tíma, fyrir aðgöngu að stúdentagarðinum. (d) Menn, sem fæddir eru í Aust- ur-Húnavatnssýslu, með sömu prófskilyrðum sem nú var sagt. 3. Rétt til afnota herbergisins skal aðeins veita fyrir eitt nárnsár í senn, og skal i lok ársins víkja fyrir þeim, sem betri rétt hafa til herberg- isins samkvæmt framansögðu. 5. Stjórn stúdentagarðsins hefir endanlegt úrskurðarvald um alt, er snertir afnot herbergisins og hvern- ig skilja beri framanrituð fyrirmæli mín. Fel eg svo gjöf þessa í hendur þeim, sem um alla framtíð ráða stúdentagarðinum, með þeirri inni- legu ósk, að hún verði til þeirrar farsældar, sem hugur sá, er bak við hana liggur, bezt getur vonast eftir. Virðingarfylst, A. P. Jóhannsson. MINJASAFN PILSUDSKIS Stjórnin í Varsjá hefir ákveðið að BelvédErehöllin skuli gerð að Pilsudskis-minjasafni. Marskálkur inn átti þarna heima áður og öll herbergi eiga að haldast óbreytt með húsgögnum eins og þau voru þegar hapn féll frá. Þar eiga að vera til sýnis allar hinar mörgu gjafir, sem Pilsudski fékk um æfina, böndin af krönsun- um, sem gefnir voru við útför hans, og öll handrit hans. Auk þess verður komið upp sér- stöku bókasafni í höllinni og verð- ur þar geyrnt alt, það sem ritað hef- ir verið um Pilsudski og Iífsstarf hans. Ekkja Pilsudskis og tvær dætur þeirra flytjast til óðals sem Pils- udksi átti, og er skamt frá Varsjá. FYRSTI KVENLÖGFRÆ.Ð- INGUR ISLANDS Morgunblaðið frá 12. júní lætur þess getið að lokið hafi daginn áður embættisprófi í lögum við háskóla íslands, ungfrú Auður Auðuns, og að hún sé fvrsti kvenlögfræðingur íslenzku þjóðarinnar. Hlaut hún góða 1. eitikunn.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.