Lögberg - 11.07.1935, Blaðsíða 7

Lögberg - 11.07.1935, Blaðsíða 7
LÖGBEflG, FIMTUDAGINL 11. JULÍ, 1935. 7 Fimtugaáta og fyrsta ársþing JIÍNS EVANGELISICA LÚTERSKA ICIRKJUFÉL. ISLENDINGA I VESTURHEIML. Haldið að Mountain, N D.. og í Winnipeg, Manitoba 19. til 25. júní 1935. FYRSTl FUNDUR. HiS fimtugasta og fyrsta ársþing Hins evangeliska lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi kom saman í kirkju Víkur- safnaðar, aÖ Mountain, N.D., þ. 19. júní 1935, kl. 8 é. h. ÞingiS hófst me8 guðsþjónustu og altarisgöngu, eins og venjulegt er. Prédikun flutti forseti, séra Kristinn K. Ólafson, og hafÖi fyrir ræÖutexta Matt. 16:28 og Efes. 5:25. Var þingiÖ síðan sett eftir hinum venjulegu þingsetningarreglum kirkjufélagsins. Aðsókn að guðsþjónustunni var mikil. Valdir kórsöngvar voru sungnir. Til undirbúnings alls hafði verið vandaÖ hið bezta. Guðsþjón- ustan öll með hátíðarblæ.— .Skrifari las upp þessa skýrslu um embættismenn, presta og söfnuði kirkjufélagsins: I. Embœttismenn : — Séra Kristinn K. Ólafsson, forseti; séra Jóhann Bjarnason, skrifari; herra S. O. Bjerring, féhirðir; séra Haraldur Sigmar, vara-forseti; séra E. H. Fáfnis, vara- skrifari; herra A. C. Johnson, vara-féhirðir. II. Prestar:—N. S. Thorláksson, Björn B. Jónsson, Rún- ólfur Marteinsson, Pétur Hjálmsson, Kristinn K. Ólafsson, Jóhann Bjarnason, Guttormur Guttormsson, Sigurður S. Christopherson, Haraldur Sigmar, Sigurður Ólafsson, Steingrímur Octavíus Thor- láksson, Valdimar J. Eylands, Carl J. Olson, E. H. Fáfnis, Jóhann Friðriksson, Guðmundur Páll Johnson, B. Theodore Sigurðsson, Bjarni A. Bjarnason. III. Söfnuðir:—í Minnesota: St. PáUs., Lincolns., Vestur- heimss.—í N. Dakota: Pembinas., Vídalínss., Hallsons., Péturs., Víkurs., Fjallas., Garðars., Melanktonss.—í Manitoba: Fyrsti lút. s., Selkirks. Víðiness., Gimlis., Árness., Breiðuvikurs., Geysiss., Árdalss., Bræðras., Víðirs., Mikleyjars., Furudalss., Fríkirkjus., Frelsiss., Immanúelss. (Baldur), Glenboros., Brandons., Lundars., Lúterss., Jóns Bjarnasonar s., Betaníus., Betelss., Hólas., Skál- holtss., Herðubreiðars., Strandars., Winnipegosiss., Swan River s, Guðbrandss.—1 Saskatchewan: Konkordías., Lögbergss., Þing- vallanýl. s., Isafoldars., Hallgrímss. (Leslie), Elfross., Immanúelss. (Wynyard), Ágústínusars., Foam Lake s. — í Washington: Þrenningars., Blaines., Hallgrímss. (Seattle). — 1 British Col- umbia: Vancouversöfnuður. Á kirkjuþingi að Mountain, N. Dak., þ. 19. júni 1935. Jóhann Bjarnason, Skrifari Kirkjufél. » Séra Uaraldur Sigmar, prestur Víkursafnaðar og annara safnaða í því nágrenni, bauð kirkjuþingsmenn velkomna og árn- aði kirkjuþingi heilla og hamingju í störfum þess á þessu þingi. Forseti las upp þrjú fagnaðarskeyti til kirkjufélagsins frá íslandi. Eitt frá prestafélagi íslands, annað frá dómkirkjusöfn- uðinum í Reykjavik, og hið þriðja frá séra Bjarna Jónssyni, presti dómkirkjunnar. Var samþykt að þakka fyrir þessar bróðurkveðj- ur, með því að allir risu úr sætum, samkvæmt tillögu séra Sigurðar Ólafssonar. ’ Enn fremur lagði hann og til, að forseta og skrifara sé falið að þakka þessar árnaðaróskir, þeim er sendu, og var það samþykt. í kjörbréfanefnd voru skipaðir af forseta þeir séra Jóhann Bjarnason, Jón J. Vopni og Thos. Halldórsson. Eftir að forseti hafði minst á ýms attriði um áætlað fyrir- komulag þessa þings, sem er hátíðarþing, i minning um að kirkju- félagið hefir lifað og starfað í fimtíu ár, var þessúm fyrsta fundi þingsins slitið um kl. 10.30 e. h. Annar fundur fyrirhugaður kl. 9 að morgni næsta dag. ANNAR FUNDUR. Kl. 9 f. h., þ. 20. júni.—Fundurinn hófst með guðræknis- stund undir umsjón séra G. Guttormssonar. Fyrir hönd kjörbréfanefndar lagði þingskrifari fram þessa skýrslu: Skýrsla kjörbréfanefndar. Samkvæmt framlögðum kjörbréfum og skilríkjum er kjör- bréfanefnd hafa borist, eiga sæti á þessu kirkjuþingi, auk presta og embættismanna kirkjufélagsins, þessir kirkjuþings erindrekar: Frá St. Pálssöfnuði: Gunnar B. Björnsson. Frá Vesturheims- , söfnuði: J. ,G. ísfeld. Frá Lincolnsöfnuði: Steingrímur ísfeld. Frá Vídalínssöfnuði: A. M, Ásgrímsson, J. H. Hannesson og Tryggvi Anderson. Frá Víkursöfnuði: A. F. Björnson og Thos. Halldórsson. Frá Garðarsöfnuði: S. S. Laxdal, J. Hjörtson og G. Thorleifsson. Frá Fjallasöfnuði: Herman Bjarnason. Frá Melanktonssöfnuði: B. T. Bénson, S. S. Einarsson og Mrs. S’. S. Einarsson. Frá Fyrsta lút. söfnuði: Dr. B. J. Brandson, J. J. Vopni, Harald Jóhannsson og Ásgeir Bardal. Frá Selkirksöfn- uði: Klemens Jónasson, Runólfur Benson, Mrs. R. S. Benson og Mrs. E. J. Hinrikson. Frá Gimlisöfnuði: C. P. Paulson og Mrs. C. P. Paulson Frá Víðinessöfnuði: Thorvaldur Sveinsson. Frá Árnessöfnuði: Mrs. John E. O’Hare. Frá Árdalssöfnuði: Gestur Oddleifsson, Jónas H. Johnson og Thór Fjeldsted. Frá Bræðrasöfnuði: H. J. Austman, Sigtr. H. Briem og Mrs. S^ H. Briem. Frá Geysissöfnuði: Jón Pálsson. Frá Víðirnessöfnuði: Franklin Peterson. Frá Fríkirkjusöfnuði: Th. Hallgrímsson og Óli Stefánsson. Frá Frelsissöfnuði: B. S. Johnson og Stefán Sigmar. Frá Immanúelssöfnuði að Baldur: Óli Anderson og Eiríkur A. Anderson. Frá Glenborosöfnuði: G. J. Oleson og Albert Sigmar. Frá Lundarsöfnuði: Jón Halldórsson og D. J. Lindal. Frá Guðbrandssöfnuði: Th. J. Gíslason. Frá Konkordia- söfnuði: G. G. Helgason og Jón Gíslason. Frá Herðubreiðar- söfnuði: Jón Thordarson og Bljörn Bjarnason. Frá Lúterssöfn- uði: Miss Rósa Johnson. Frá Péturssöfnuði: C. A. Thompson. Á þingi eru staddir þeir séra H. B. Thorgrímsen, lengi prest- ur kirkjufélagsins og einn af hinum allra helztu mönnum er geng- ust fyrir stofnun þess, og dr. Richard Beck, er nýlega hefir lokið við að skrifa sögu kirkjufélagsins; leggjum vér til að þeim sé báðum veitt málfrelsi á þinginu. Á kirkjuþingi að Mountain N. D., þ. 20 júní 1935. Jóhann Bjarnason John J. Vopni Thomas Halldórson. Var skýrslan samþykt i e. hlj. og skrifuðu kirkjuþingsmenn því næst undir hina venjulegu játningu þingsins. Þá lá fyrir að leggja fram skýrslur embættismanna og fastra nefnda. Lagði þá forseti fram þessa skýrslu: ARSSKÝRSLA FORSETA 1935. Allmerkilegum sögulegum áfanga er náð í sambandi við fímtíu ára afmæli kirkjufélags vors. Stofnun kirkjufélagsins og við- hald hafa verið örlagaþrungin atriði, ekki einungis fyrir sögu Vestur Islendinga, heldur einnig fyrir íslenzka kristni heima á ættjörðinni. Skal að þessu vikið nokkuð nánar. Brot af íslenzkri kristni hverfur hiifgað til Vesturheims. Það er slitið upp og fráskilið þeim stofni, er það hefir nærst við, og við því hefði vel mátt búast að það ætti fyrir sér lítið annað en að visna upp pog deyja. Fólk þetta kemur úr lögbundinni ríkis- kirkju, þar sem hið ytra viðhald kirkju og kristni var á vegum ríkisvaldsins og litlar kröfur voru til þess gerðar að einstaklings- framtakssemi gæti notið sín eða borið árangur í verulegri kristi- legri samvinnu. En um leið og stoðir og aðhald ríkiskirkjunnar er horfið úr lífi þessa fólks, kemur það fyrir, að i stað þess að nú dofni yfir öllum áhuga um þessi mál, brýst fram þróttmikill hugur og ötul framkvæmd að því augnamiði að varðveita í frjálsum félagsskap þau kristilegu verðmæti, ræktarsemi og hugsjónir, sein kirkjan hafði táknað og viðhaldið í lifi þeirra áður. Kemur hér fram sá lífræni máttur er kirkja íslands hafði látið i té meðlimum sinum og gefið hinum útflutta lýð í veganesti. Undir nýjuin skilyrðum kemur í ljós að hann er áhrifamikill og megnugur að skapa sér ný tæki, hrinda af stað framkvæmduin og reynast sterk- asta aflið til samheldni í dreyfðum bygðum frumbyggjanna og af- komenda þeirra. Þessi saga gat ekki gerst nema að áhrif þess yrðu mikil innan kirkjunnar á ættjörðinni. Hún sér uppvaxa í erlendum ríkjum meið af sínum eigin stofni, sem þolir næðinga mótdrægrar reynslu og erfiðleika án þess það verði honum að tjóni og ber auk þess ávexti í ýmsu tilliti frábrugðna ]>vi, er áður liafði tíðkast í íslenzkri kristni—og margt af því ávextir er engu síður var þörf á íslandi en hér í dreifingunni. Þetta hlaut að vekja innan íslenzkrar kristni endurnýjaða meðvitund um gildi þess, er hún átti í fórum sínum og aukinn áhuga fyrir og samtök um að varðveita það og efla, þó það væri fjarstæða ein að ætla að rekja til vestur-íslenzkrar kirkju flest eða öll þau áhrif er síðan í landnámstið vorri hafa rutt leið nýjum og heillavænlegum straumum inn á svið kristni Islands henni til viðreisnar, þá væri það jafn fráleitt að ganga framhjá þeirri staðreynd að eitt mikilvægt atriði í þvi að færa ný áhrif og vekjandi kirkju íslands til handa eru athafnir og at- burðir íslenzkrar kristni í Vesturheimi. Svo einhliða áherzla hefir oft verið lögð á áhrifin að heiman, sem að sjálfsögðu hafa verið mikil fyrir kristni og líf Vestur-íslendinga yfirleitt, að hitt er að mestu leyti ósnortinn þáttur menningarsögunnar að þræða með nákvæmni þau áhrif öll, sem borist hafa héðan að vestan heim til ættjarðarinnar og það einnig frá kirkjuKfi því og kristni, sem hér hefir þroskast, Úr því verður eflaust unnið á sínum tíma af einhverjum hæfum manni. Að í þvi efni komi til greina að mikl- um mun kirkjufélag vort, elzti og fjölmennasti alsherjar félags- skapur meðal Vestur-íslendinga, fær varla dulist nokkrum, sem hleypidómalaust vilja líta á málið. Á það kann þó að verða bent af einhverjum, að þegar leið- togar kirkjufélags vors fyrst létu til sín taka á ritvelli, einkum þeir séra Jón Bjarnason og séra Friðrik J. Bergman, vöktu skrif þeirra miklu fremur mótspyrnu og viðsjár margra innan kirkju íslands en hið gagnstæða. Við þetta má kannast, án þess að það á nokkurn hátt raski því að framkoma þeirra og hið nýja kirkjulíf, er þeir voru talsmenn fyrir, hafi hjálpað til þess að koma nauð- synlegu róti á kirkju íslands. Það var nýtt fyrirbrigði á þeirri tíð að kirkjulegir leiðtogar tækju að ræða fyrir almenningi í hispurslausum tón andleg velferðarmál og ástæður, þannig að menn fyndu sig knúða til athugunar, til andmæla eða samþykkis. Það var nýtt að isíenzk kirkja ætti sitt eigið inálgagn. Með útgáfu Sameiningarinnar undir ritstjórn séra Jóns Bjarnasonar var hleypt af stokkunum því kristilegu útgáfufyrirtæki, sem lengstan hefir átt aldur í sögu íslenzkrar kristni beggja megin hafsins. Er hún búin að koma út í hálfa öld um næstu áramót. Þegar eins skarp- lega var haldið á penna og séra Jóni var tamt, vakti það athygli. Það fór ekki framhjá mönnum hvort sem menn voru honum sam- þvkkir eða ekki, hve áhrifamikil gat verið slík útgáfa kristilegs rits til að kveikja og halda við eldi áhugans í andlegum málum. Kirkjuf-élag vort reið á vaðið í þesstt efni, og á eftir hefir fylgt eitt útgáfufyrirtækið af öðru i þarfir islenzkrar kristni og verið einn öflugasti þátturinn í viðreisnarstarfi þjóðarinnar í kristilega átt. Án byrjunarinnar hjá kirkjufélagi voru, hefði að sjálfsögðu að þessu leitt einnig heima eins fyrir því, en þetta er þó hið sögu- lega samhengi, sem taka þarf fyllilega til greina og meta. Öpnur dæmi eru til þess að áhrif og athafnir innan kirkju- félagsins hafi stutt að því að vekja hliðstæðar afleiðingar hjá kirkju Islands. Þáð er vel kunnugt að séra Jón Bjarnason var fyrstur til þess í nútíðarkristni íslenzkri að taka alvarlega málstað erlends trúboðs kristninnar sem sjálfsagðrar kristilegrar starf- emi, er íslenzk kristni mætti ekki við að leiða hjá sér. Tilefnið til þess að hann hóf baráttu fyrir þessu máli var ógeðsleg árás á kristilegt trúboð í riti á Islandi skömmu eftir aldamótin. Með venjulegri skarpskygni fann hinn ótrauði leiðtogi til þess að kröft- ugata svarið við þessu væri að vekja innan íslenzkrar kristni auk- inn skilning á og samhygð með þvi starfi, er vill útbreiða áhrif Krists til endimarka jarðar. Að þessu starfaði hann ósleitilega, og þó ekki hafi risið upp nein voldug trúboðsalda i kjölfar áhrifa hans, ber að meta að upp frá þessu hefir þessi frumhugsjón kristninnar innreið sína til íslenzkrar kristni bæði hér og á ætt- jörðinni með meira árangri en kann að virðast í fljótu bragði. Síðan hafa trúboðar af íslenzkum kynstofni tekið upp starf úti á sviði þessarar alheimshreyfingar, og málefnið notið vaxandi at- hygli og stuðnings á íslandi. Eftirtektavert í því sambandi, að meðal þeirra manna, er ekki hvað sízt hafa heillað hugi margra leiðtoga íslenzkrar kristni á síðari árum, hafa nokkrir hinir helztu verið starfsmenn og merkisberar kristniboðsins. Má þar til nefna A. Stanley Jones og Albert Schweitzer, ásamt Toyohiko Kagawa, hinu dásamlega og einstaka kristna mikilmenni Japana, sem er beinn ávöxtur kristniboðsins þar. Öllu frábærari talsmenn og starfs- menn kristninnar er ekki að finna i okkar samtíð. En þar sem lesin eru af áfergju rit Stanley Jones, hins djúpvitra höfðingja alls kristniboðs á Indlandi, eins og á sér stað á Islandi, og menn dá heimspekinginn kristna Albert Schweitzer, sem er tvímælalaust eitt mesta ofurmenni nútíðar kristninnar, getur varla hjá því farið að andi þeirra nái nokkurri fótfestu. Hinn síðarnefndi er lækn- inga trúboði í Suður-Afríku, er yfirgaf kennarastöðu við háskóla og prestsstöðu i stórum söfnuði til að verja kröftum sínum í anda Krists til þjónustu í þarfir hinna lítilmótlegustu hjá Skrælingja- þjóð. Var hann nafntogaður visindamaður og rithöfundur, auk þess að vera snillingur í hljómfræði, en hann sneri baki við öllu því er slíkir yfirburðir gátu fært honum heima fyrir, til að undir- búa sig undir þetta nýja lífsstarf. Telur hann anda slíkrar þjónustu hina einu viðreisnarvon í menningarlegu tilliti i heiminum, og ver öllum tómstundum frá starfi sínu til að flytja mönnunum í gull- vægum ritum grundvöll þeirrar lífsspeki, er hann hefir fundið og fórnað lifi sínu fyrir. Má það telja til merkisatburða er slíkur maður sem þessi og hinn fórnfúsi snillingur Kagawa hafa numið land i íslenzkum hjörtum. Hvaða viðsjár, sem kunna að hafa verið og eru, hjá íslenzkum kennimönnum og lýð viðvíkjandi trúboði, verður ekki um það deilt að það hefir fært frjósöm áhrif inn í íslenzka kristni að gefa gaum trúboðsstarfi samtíðarinnar. í þessu sambandi ekki heldur óréttmætt að minnast þess að einhver allra ákveðnasta trúboðs- viðleitni samtiðarinnar, Oxford hreyfingin nýja, sem telur það undirrót allrar lifandi kristni að einstaklingar hennar miðli öðrum af því lífsgildi er þeir hafa fundið, hefir vakið mikla samhygð á íslandi. En inn á svið þeirra frjóu hreyfinga, er trúboðsandinn vekur, var íslenzkri kristni beint af ógleymanlegum leiðtoga vorum séra Jóni Bjamasyni. Hann gekk á undan inn á heillavænlega leið. Annað dæmi skal nefnt: Fyrsta líknarstofnun innan íslenzkr- ar kristni var gamalmennaheimilið Betel, sem er óskabarn kirkju- félags vors. Var mér tjáð það af einum aðal forvígismanm þess að koma á stofn gamalmennaheimili í höfuðstað íslands að kynn- ing hans við starfið á Betel hefði beint verið orsök þess að hann fékk áhuga á því að koma á samskonar stofnun á ættjörðinni. Einnig á þessu mikilvæga sviði kristilegra framkvæmda hefir því kirkjufélag vort borið gæfu til þess að ganga á undan og miðla áhrifum. Margt fleira mætti telja. Kennimenn, er hingað hafa komið til starfs frá Islandi og svo horfið heim aftur, hafa að vísu flestir starfað utan kirkjufélags vors, en eru einn þáttur í kirkjulegum áhrifum héðan að vestan heim. Vegna þess hér er einkum verið að ræða um kirkjufélag vort og áhrif þess, skal aðeins sagt að þó þeim hafi jafnvel fundist margt hjá oss fremur til viðvörunar en eftirbreytni, eru leiðir áhrifa í lífinu svo einkennilegar að einnig þannig hafa ýms atriði frá oss vafalitið borist heim. Við þetta má bæta heimsóknum andlegra leiðtoga að heiman hingað vestur og héðan að vestan heiin, þannig hafa verið tengd bönd er leiða áhrif bæði austur og vestur. En sé hin hálfa öld sögu vorrar ekki ómerk jafnvel fyrir kristni Islands, ber þó enn þá fremur að hefja það hve þýðingar- mikill menningarþáttur hún er í sögu Vestur-íslendinga. Kirkju- félagið hefir reynst‘öflugra til samheldni en nokkur önnur félags- leg viðleitni hér á vesturslóðum. Að málstaður kirkjufélagsins hafi meiru ráðið um þetta en það að vér höfum ætíð farið svo viturlega með málin, má vel við kannast. Þegar svartsýni sækir að í kristilegum efnum er þörf á að meta að þrátt fyrir margan veikleika í kristilegri viðleitni, á kristindómurinn og kristilegar hugsjónir meiri ítök í hjörtum fólks vors en oft kemur fram á yfirborði. En um leið og hin kristilegu áhrif hafa verið máttug til samheldni, hafa þau samtvinnuð hinu þjóðernislega verið einn öflugasti þátturinn til viðhalds þjóðmenningu og tungu. Lengi vel fór öll kristileg uppfræðsla ungmenna fram á íslenzku og sömuleiðis allar guðsþjónustur. Þó nú sé orðin nokkur breyting á þessu einkum hvað uppfræðslu snertir, þá er svo enn að stærra hlutfall af guðsþjónustum er flutt í kirkjufélagi voru á íslenzku en tíðkast alment á nokkru skandinavisk máli í deildum lútersku "kirkjunnar umhverfis oss. Kirkjan hefir aukið festu kynstofnsins og hún átti meginþátt í því að bjarga þjóðarbrotinu er hingað fluttist frá því að varpa á glæ menningarverðmætum sínum og kasta sér þannig inn i straum þjóðlifsins hér að sem allra fyrst slitnaði sambandið við tungu og arf feðra vorra. Stundum hefir þetta verið talin blind fastheldni, en vaxandi skilningur og þekk- ing hafa fært heim sanninn þess að þannig var bezt trygð velferð innflytjendanna og lika framtíðarheill þjóðlífsins hér. Færustu mentamenn og sálarfræðingar mæla ekki með því að þrýsta öllum í sama mótið, heldur að varðveita an.dleg sérkenni og menning- arviðhorf til eflingar meira alhliða þroska. Að áhrif kirkjunnar i þessu tilliti hafi komið þvi til leiðar, sem einungis þjóðernisleg viðleitni hefði aldrei getað áorkað, fær tæpast dulist. En ekki einungis ber að líta til áhrifa kirkjufélags vors heim til ættjarðarinnar eða útávið í menningarlegu og kristilegu tilliti meðal Vestur-lslendinga, heldur líka innávið til þeirra er félags- skapnum hafa tilheyrt og borið hann uppi. Hið annað, sem nefnt hefir verið, má fremur teljast til óbeinna afleiðinga af þvi lífi og þeim andlegu áhrifum er þroskast hafa innan vébanda félags- skaparins. Þar er i raun réttri þungamiðja þess, sem mestu varð- ar, þar eru þau verðmæti, sem kirkjufélagið hefir viljað leggja til og efla í sínum eigin hópi og alstaðar þar sem það nær til. Hvað hafi vakað fyrir og hvernig hafi hepnast að koma því í framkvæmd, gerir nánasta grein fyrir hinni verulegu sögu. En þar er um það að ræða, sem erfiðast kann að vera að dæma um sanngjarnlega, einkum þegar maður sjálfur á hlut að máli. Þó að kirkjufélág vort sé og hafi verið smávaxið, hefir líf þess verið snortið af þeim sömu áhrifum að rnestu leyti og kristni samtíðarinnar í heild sinni. Það hefir verið eins og smámynd heildarinnar. Það hefir orðið að gera sér grein fyrir trú sinni og gildi hennar í fjölbreyttum afstöðum lífsins og frábreyttu við- horfi. Það hefir leitað sér fótfestu þegar svo hefir virst sem los væri á flestöllu. Því hefir verið nauðsyn bæði á íhaldi og fram- sóknaranda. 1 anda heilbrigðrar íhaldssemi hefir það viljað varð- veita sögulegt samhengi og standa gegn niðurrifsstefnum, er ekki kunna að meta verðmæti liðins tíma. í heilbrigðum framsóknar- anda hefir það vilja keppa áleiðis til meiri þroska og skilnings. En þó slíkt jafnvægi hafi vakað fyrir, hefir gengið misjafnlega að framfylgja hugsjóninni. Hefir það komið fram í samhandi við starfsmál, en greinilegar þó í sambandi við kenningarafstöðu. Játningargrundvöllur vor hefir verið notaður stundum, sem laga- stafur fremur en leiðbeining, einkum þegar út í baráttu hefir verið y komið. Mótspyrna vor gegn niðurrifsstefnum hefir ekki ætið verið nægilega glögg á þá hættu, sem stafar frá blindu ihaldi. En að þessu viðurkendu hefir afstaða kirkjufélags vors færst meir og meir í það horf að þræða á milli öfga íhalds og róttækni—að bera ákveðið traust til ritningarinnar sem kenningargrundvallar án þess að loka augunum fyrir því að hún hefir að geyma vaxandi opin- berun, sem nær hámarki sinu í Jesú Kristi og kenning hans. Einnig hefir hjá oss þroskast skilningur á því að maður Verði og megi kannast við það i auðmýkt og einlægni að ekki sé.leyst úr öllum vandaspursmálum er snerta hina kristnu opinberun, án þess að það þurfi á. nokkurn hátt að raska öryggi manns viðvíkjandi gildi kristinnar trúar og lífs. Vér sjáum að boðskapur nýja testa. mentisins gerir ráð fyrir óendanlegum þroska og framför. Alhliða einkenni trúarlífsins hafa komið fram hjá oss, í sögu vorri, þegar lagt hefir verið út á óþekta stigu, lýsti trúin sem traust, þegar ráðist var í allsleysi í félagslegar framkvæmdir, birt- ist hún í áræði og stórhug. Þegar átökin urðu hörð og mikils þurfti við, kom lnin fram í fórnfýsi. Þegar markið var sett hátt var hún hugsjón. Undir árásum og atlögum, trúmenska. And- spænis ranglæti og villu, vandlæting. Þegar menn hafa áttað sig, i umburðarlyndi og samhygð. Svo víðtæk eru áhrif trúarlifsins. Við alt þetta má kannast í kirkjusögu vorri og það einnig hve vandfarin er leið hins rétta. Traust getur orðið blindni, áræðið ofdirfska, fórnfýsin afvegaleidd, hugsjónir draumórar, trúmensk- an einhliða, vandlætið deilugirni og umburðarlyndið meiningar- leysi. Hvert atriði má þræða til eftirdæmis eða viðvörunar í sögu vorri.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.