Lögberg - 18.07.1935, Blaðsíða 3

Lögberg - 18.07.1935, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 18. JÚLÍ, 1935. 3 leyna, að undiröldur afar-þungar vagga þessu veika skipi voru, og er því hugarástand sumra farþega slíkt, að þeir vilja helzt hafast við einir i káetu sinni, en lítt á þilfari ganga. Skipshöfnina brestur samhygð og tiltrú sín á milli. Samherja-fögnuð- ur fyrri ára er horfinn mörgum. Sami andinn illi, sem frá segir í Eddu að læðst hafi í íkorns-liki um greinar eikurinnar Yggdrasils og borið grunsemi milli goðanna, hefir og verið að verki í greinum trjánna í vestur-íslenzku mannfélagi. Fyrir því fá menn ekki notið sín félags- lega. Svo þó kyrt sé að kalla á yfirborði, er óró, tortrygni og af- brýði í djúpinu undir. Guði sé lof að á margt má benda, sem er til fagnaðar og hvatningar í kirkjulegu starfi samtíðar vorrar. Kemur þar aðallega til greina fram- kvæmdarmagn og starfstækni bæði sumra presta og safnaðar-stjórna heima fyrir, svo og nútíðar samtök kvenna og ungmenna innan Kirkju- félagsins. En nú kemur að því, sem er mergur máls.. Kristnin lifir ekki á einu saman brauði. Félaga-mergð, fundafjöldi og hátíðahöld er alls ekki sönnun fyrir andlegu lífi. Yfir því er kvartað mjög alment í kirkj- unni nú, að andinn sé að kafna í félagslegu umstangi. Ef vér svo viljum horfast í augu við bláberan sannleikann, þá stoðar ekki að dyljast þess, að andlegt vald er vikið frá Kirkjufélaginu. Borið saman við það sem áður var, streym- ir nú lítill andans kraftur út frá hjartarótum félagsins, er til þess verði að hreyfa hjarta og snerta sál almennings. Nú er í riti eigi annar eldur á arni Kirkjufélagsins en “Sameiningin,” er í hálfri stærð við það sem áður var, berst rólega hvern mánuð til sífækkandi kaup- enda og enn færri lesenda. Aldrei hefir urnrót meira verið í heimi en nú. Aldrei hefir bogastrengur mannlegs huga verið spentur jafn hart sem nú. Aldrei hafa logað heitari eldar í hjörtum manna en nú. Líklega aldrei knúð verið fast- ar á dyr kirkjunnar en nú. Senni- lega kirkjan aldrei átt þess fremur kost en nú, að verða þreyttu mann- fólki til hjálpræðis. Einmitt á tím- urn herleiðinga og hörmunga risu upp stóru spámennirnir í ísrael. Stórir spámenn, logandi ljós, birt- ast nú og víða á landi lifenda ann- arsstaðar. Hví loga þá ekki andleg bál í voru félagi? Eru stóru spá- mennirnir allir dauðir? Má enginn voga sér að hreyfa andlegan Iegg né lið af ótta við árekstur einhverra félagsmála eða vegna grunsemi bræðra sinna? Áður vorum vér oft í sárum og nærri lætur að segja megi að vorir beztu menn áður fyr hafi dáið af sárum. Vér erum líka í sárum, en sár vor,—það eru aðallega andleg legusár. Guðs ríki verður aldrei flutt eins og hey á hestum, bundið í bagga með sterkum félagsreipum. Guðs- ríkið kemur sem sjálfkrafa hreyf- ing, þá andi mannsins er vaktur til vits í Guði. Annan tilverurétt veit eg ekki nokkurt trúarbragðafélag hafa, og þá heldur ekki þetta kirkjufélag, en þann, að kveikja á lömpunum í sál- um félagsmanna, kynda andleg bál í hjörtum mannanna. Ef eg, syndugur maður, mætti biðja Guð,—biðja Guð um afmælis- gjöf handa þessu kirkjufélagi, þá myndi eg biðja á þessa leið: Guð, gefðu nú Kirkjufélaginu andlega leiðtoga; vek þú, Drottinn, af nýju upp stóra spámenn i ísrael. VERÐA MUN— Er um framtjð þessa félags ræð- ir, verður ágizkunin grundvölluð einungis á orsaka-samböndum þeim, er oss eru nú kunn og vísa til á- kveðinna afleiðinga. Lítt skal hér frá eigin brjósti spáð í eyðu framtíðarinnar, en stutt- lega drepið á það, sem í hugi manna hefir komið og við orð hefir haft verið. Það er þá fyrst, sem næst liggur og auðveldast er, að hugsa sér nokk- urra ára framhald félagsins eins og það er, huignandi ár frá ári og deyj- andi innan skamms. Ógeðfeld er sú hugsun í bili, Hrörnun sjálfs sín og dauði er hverjum manni óþægileg tilhugsun, þar til maður rís upp yfir þá smámuni og fagnar yfir þvi einu, sem hann hefir borið gæfu til að vinna til gagns meðan dagur hans stóð. Svo er með öll félög og fyrir- tæki. Þait eiga sinn dag og svo sina hugarró i því einu, sem þau hafa lagt af mörkum tilverunni til heilla, meðan þau lifðu. Og það er öllum fullkomin umbun. Ef vér höldum í þessum huga út í framtíðina næstu, er það augljóst og getur ekki valdið skiftum skoð- unum, að þá beri oss að sameina á ný sem bezt vér getum krafta vora um þau mál, sem eru sameiginleg og viðráðanleg áhugamál fólksins í Kirkjufélaginu, en sleppa hinum, sem skoðanir skiftast um og sundra mönnum, eða þeim er reynslan sann. ar, að vér fáum ekki ráðið við.. Störfum svo í einingu áfram þann stutta tíma, sem eftir er til sólar- lags. Annað hefir sumum mönnum til hugar komið og byggja á því von um lengdan æfidag og aukna atorku i nálægri framtíð. Það er samein- ing eftirlifandi Islendinga hér í álfu, og þar með og fyrst og fremst, sarneining islensku kirkjufélaganna beggja og innhýsing allra trúar- flokkanna undir einu þaki. Menn 'finna víst til þess ' fremur nú en nokkru sinni áður, hve sundrungin er skaðleg og tekur nú neyðin að kenna naktri konu að spinna. Með því að óðum fækkar nú hinu is- lenzka mannfólki, verður það aug- ljóst, að áratugnum lengur að minsta kosti, eða jafnvel mannsaldrinum lengur, mætti íslenzkt félagslif standa, ef allir nú drægi sig saman í einn hóp, þeir sem eftir eru, Ann- markar augljósir eru þó á þessari hugmynd, að því er viðkemur ein- ingu í trúarbragðalegum félagsskap, Það er ekki rétt auðvelt að festa þá mynd í huga sér, að þeir, sem i Sambands-félaginu eru af sannfær- ingu Únitarar og þeir i voru félagi, sem eru ákveðnir gamalfræðingar (fundamentalistar) syngi á sömu bók, fylgli sömu helgisfðum, geti notið samskonar guðsdýrkunar. Yrði að leggja í sölur eitthvað mik. ið af helgustu trúarvitund einstakl- inga, væri jafnvel lif heildarinnar alt of dýru verði keypt Annars er það allmjög þoku hulið, hvernig hinu verulega trúarlífi er farið í ís- lenzku trúflokkunum. Það er oss islenzkum guðfræðingum hér í landi til ámælis, að vér ekki höfum haft manndáð og drengskap til þess að ræðast við, nema þá “fullir og f júk- andi reiðir,” um trúar-grundvöll og kirkjulega aðstöðu í kirkjufélögun- um báðum. íslenzkt guðfræðinga- mót, þar sem rætt væri með kristi- legu hugarfari og .hreinskilni um trúmálin, væri fyrsta spor til þess menn geti litið hver annan réttu auga. Vitur maður hefir sagt: “Eini maðurinn, sem mér er illa við, er maðurinn, sem eg þekki ekki.” Islenzku guðfræðingarnir í Vestur. heimi eru þeir menn, sem minst þekkja hverir aðra, nema hver í sínum hóp. Þá er það sumra manna vakin von, að nýju frjómagni megi veita inn í félagslíf vort með nýju og nánara sambandi við ættjörð vora, fsland. Það býr í hugum margra sú vitund, að svo sé komið nú, að kristindómsstefna sú, er mestu ræð- ur í þjóðkirkju íslands, sé mjög við hæfi og hugsunarhátt velflestra kristilega hugsartdi íslendinga i Vesturheimi. Gæti því andlegu lífi hér vestra stafað heill af auknu samneyti við andlega leiðtoga á ætt- jörðinni og trúarlíf vort auðgast við notkun ágætra bóka og rita að heiman, jafnframt því, sem aukið samband í þessa átt héldi hér við tungú og íslenzku þjóðerni nokkuru lengur. Mér er um það kunnugt, hve hlýjan bróðurhug beztu leiðtog- ar kristninnar á íslandi bera til þessa Kirkjufélags nú. Nokkurri vakning ætti það að valda og til andlegrar næringar verða, ef and- legt mötuneyti gætum vér átt með bræðrum vorum “heima.” i Þá hugsað er til framtíðarinnar, varðar auðvitað mestu máli hverj- ar vonir menn gera sér um œsku- lýffinn. Eg sé engan æskulýð nein- staðar, sem glæsilegri er, en æsku- lýður vor, kynslóðin íslenzka, önnur og þriðja í þessu landi. Á næstu árum kemur það í ljós, hvort æsku- lýðurinn tekur við kirkjufélagi voru og hvað úr því verði í hans höndum. Sem betur fer mun rní hvarvetna vera farið að búa kirkjuniálin í hendur kynslóðarinnar nýju. Kirkja vor hefir á síðustu árum hagað svo starfi sinu, að hið unga og ensku- mælandi fólk fái notið sín. Þar sem eg er kunnugastur er vaxandi áhugi hjá æskulýðnum og kirkjusókn af hans hálfu mjög ánægjuleg. Nýtt allsherjar ungmennafélag hefir stofnað verið og spáir það góðu. En hvað verður, þegar þessi hin enska kynslóð tekur við að öllu leyti? Er liklegt að það fólk, dreift um bygðir og borgir tveggja landa, eftir er íslenzkan er úr sögunni, finni nauðsyn bera til þess, að það haldi áfram að vera hópur út af fyrir sig? Eða má fremur búast við því, að það fólk sameinist öðrum enskum kirkjulegum félagsskap á þeim stöðvum þar sem það á heima ? Svo er ástatt með suma þá hópa, að þeir eru innan um annað fólk, sem svipað stendur á fyrir og þeim, eru enskir afkomendur innfluttra lút- erskra manna. Það tíðkast nú meir og meir í Bandaríkjum að fólk slær sér saman og myndar einn enskan lúterskan söfnuð úr mörgum lút- erskum söfnuðum, sem áður voru útlendir. Á hinn bóginn er mestur þorri safnaða vorra búsettur aðal- lega innan um fóllc, sem annað kirkjunafn hefir en hið lúterska. Svo er það yfirleitt í Canada. Munu þá afkomendur vorir í því landi halda áfram að vera út af fyrir sig undir lútersku nafni eða sameinast aðal-kirkjudeildum landsins? Nú hefir svo farið í þessu landi, að íslenzkir hafa lítið blandast sam- an við útlendu þjóðflokkana hina, hvorki Þjóðverja né Skandinava, en afar-mikið blandast saman við aðra íbúa landsins. Nú eru það Þjóð- verjar og Skandinavar, sem lútersk- ir eru. Hér í Winnipeg hefir ekki auðnayst að samrýma Islendinga hið minsta félagslífi Þjóðverja eða Skandinava. Varla á sér stað, að íslendingar hér giftist Þjóðverjum eða Skandinövum. Aftur á móti giftist nú langflest íslenzkt fólk í Winnipeg fólki í United Church of Canada, Að því leyti sem það sækir aðrar kirkjur, sækir hið yngra fólk þangað, og kirkjulíf og siði tekur það eftir United Church of Canada, en ekki eftir smákirkjun- um lútersku hér í borginni. Það var því ekki út í hött talað, er þá- verandi forseti Leikmannafélagsins í Fyrsta lúterska söfnuði, ungur læknir og áhugamaður um kristin- dóm, vakti máls á því í fyrirlestri, að sá möguleiki kæmi alvarlega til greina, að fyrir afkomendum vor- um i Canada lægi það, að sarnein- ast Canada-kirkjunni Sameinuðu. Þetta kemur því fremur til greina sem kunnugt er, að báðar aðal-deild- ir mótmælenda kirkjunnar í Canada, “Sameinaða kirkjan” og “Enska kirkjan” stefna að því nú, að hér í landi verði ein mótmælendakirkja, canadisk þjóðkirkja. Timinn leiðir í ljós hvert félags-* legt skipulag verður með kristnum afkamendum vorum í þessu landi. Um það spái eg engu. En þess er eg fullvís að Drottinn leiðir kom- andi kynslóðir eins og hann leiddi oss og vora feður. Eg er og rólegur og í anda glaður yfir mörgum jar- tegnum þess á allra siðustu tíð, að æskulýður vor elskar Krist og vill fylgja honum. í rauninni varðar minstu um félagsbönd og ytra skipu- lagj A það hefir löngum verið alt of mikil áherzla lögð. Hitt varðar að eilífu, að menn sé kristnir—lifi og þjóni Jesú Kristi. Eg sagði rétt áðan, að hvað fram- tiðinni viðkemur, þá væri mest undir því komið, hvernig æskulýðurinn snýzt við kirkjumálunum. En þó er eitt, sem ennþá meiru máli skiftir. Framtíð vor, og það nú þegar á næstu grösum, já, líf vort sjálft sem kirkjufélags, er undir því komið, að nú hefjist tíff nýrra and- ans hreyfinga. Hvarvetna um mannheim allan eru þáttaskifti nú á leiksviði lifsins. Tjöldin hafa fallið á hverju sviði þar í leik sem Oddur biskup, máttvana fyrir rang- læti Herleifs, mænir bænaraugum út í víbláinn í von um aðventu síns vaska sonar. En tjöldin fara nú upp að nýju þar sem Árni Oddsson hleypir Léttfeta yfir urðargrjótið upp á Þingvöll með boðskap kon- ungs og viðreisn mála. Nú fer fortjaldið upp. En kem- ur þá þetta fimtuga félag á leik- sviðið í anda Árna? Ekkert erindi á þetta Kirkjufélag inn á leiksvið framtíðarinnar nema svo, að það beri í hendi bréfið konungs og boði sigur og bættan hag i bændabygðum og borgarsölum. Hugur er dapur um heim víðan, en hjálpræði Drott- ins er til staðar. Konungsbréfið var kirkjunni i hendur fengið, að hún læsi það líknarorð öllum lýðum. Of lengi hefir kirkjan falið konungs- bréfið í barmi sínum og tafist við tizkupunt kjóla sinna. Vort kirkju- félag hefir í höndum, þótt smátt se og fátækt, konungsbréf til þeirra sálna, er konungur himna hefir trú- að því fyrir. Nú átt þú þess kost, Kirkjufélag, að fara eldi á ný um landareign þína og kveikja bál trú- ar og hugrekkis í hugum manna. Fólk í þessu félagi þráir styrk til að lifa og stríða þessa dimmu daga. Það þráir úrlausn sinna hversdags- inála, það heimtar ljós á mannfé- lagsins vandamála. Ætlar þú, Kirkjufélag, að leggja fólkinu til þenna styrk, veita því þessa úrlausn, kveikja því þessi ljós? “Mene, tekel,” er þér á enni ritað ef ekki átt þú andans-orð til þess að hugga með fólkið. Hafi ekki kennimenn þínir konungsbréf í anda sínum og eldlega tungu í hjarta sínu, þá er Drottinn hvorki með þínum né þeirra anda. Komi i söfnuðum kaffi- kanna í kaleiks stað og sprengikvöld í hvitasunnu stað, þá brennur borg- in, og það jafnt fyrir þvi þótt Neró leiki hátt á fiðlu sína á meðan. En eg trúi því að hvarvetna roði nú fyrir nýjum degi. Eg trúi því, að andleg endurfæðing sé i aðsigi. Eg trúi því, að í krafti heilags anda eigi Kirkjufélag þetta enn ógengin sín helgustu spor. Eg trúi á Guð og það, sem verffa mun. NIÐURLAGSORЗ Nú er eg hefi lokið ræðu minni, geng eg J>ess ekki dulinn, að ein- hverjum muni hafa fundist litill há_ tíðar-fögnuður í ræðunni og lítið lof borið á afmælisbarnið. Þá vænt- anlega aðfinstu set eg ekki fyrir mig. Mér hefir lærst það sjálfum á efri árum að minnast á afmælis- dögum mínum yfirsjóna .minna, fremur en að hreykja mér í sjálfs- vitund minni. Svo vildi eg þá einn. ig hafa gert á þessu afmæli Kirkju- félagsins, það því fremur, sem eg hefi fyrir all-nokkuru komið auga á það, að á yfirstandandi tíð er yfir- lætið bæði hér og á Islandi skaðleg- asta veilan í að mörgu leyti góðri skapgerð íslendinga — sjálfshól og mont vort mesta ,mein. Þeirri bæn viþii eg helzt blásið hafa í brjóst Kirkjufélaginu, sem eg nú ber að siðustu fram í sjálfs mín nafni og þeirra nafni, er undir hana vilja taka: Guff, vertu mér syndugum Uknsamur. Aðalfundi Ræktunarfélags Norð_ urlands er nýlokið. Samþykti hann m. a. að reisa á næsta ári í Gróðrar- stöðinni á Akureyri minnismerki Páls Briems amtmanns, fyrsta for- manns félagsins. Minnismerkið verður brjóstmynd úr bronsi, gerð af Ríkharði Jónssyni. Minnisvarða- nefnd, kosin árið 1005, gefur og afhendir félaginu myndina, gegn því að það leggi til stað. Veffriff. 1 gær var töluvert suð- austan hvassviðri við suðvestur- ströndina. Á Norðurlandi var hæg- viðri og heiðríkt. Hiti yfirleitt 10 stig, en sumstaðar 13—15 stig í inn. sveitum. Víða mikið moldrok á Suðvesturlandi. N. dagbl. 20. júní. Business and Professional Cards PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 2-3 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 21 834—Office tímar 4.30-6 Phone 403 288 Heimili: 5 ST. JAMES PL.ACE Winnipeg, Manitoba Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON — ] Dr. P. H. T. Thorlakson 216-220 Medical Arts Bldg. Talsimi 26 688 206 Medical Arta Bldg. Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er a8 hitta Cor. Graham og Kennedy 8ta. Phonea 21 211—21 144 kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 MeMILLAN AVE. Talslmi 42 691 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON Nuddheknlr ViBtalstimi 3—5 e. h. 41 FURBY STREET 218 Sherburn St.—Sími 30877 Phone 36 137 SlmiS og semjiS um samtaistima BA RRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. tslenzkur lögfrœOingur Skrifst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœOingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON lslenzkir lögfrœOingar 325 MAIN ST. (á Ö8ru gólfi) PHONE 97 621 Er aS hitta aS Gimli fyrsta miSvikud. í hverjum mánuði, og aS Lundar fyrsta föstudag E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrœöingur Phone 9 8 013 604 McINTYRE BLK. DRUGGISTS DENTISTS DR. A. V. JOHNSON tsienzkur Tannlœknir Drs. H. R. & FL W. TWEED Tannlœknar 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthtlsinu Simi 96 210 Heimilis 33 328 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG Phone Your Orders Roberts Drug Stores Limited Dependable Druggists DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Prompt Delivery. Nine Stores Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaSur sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrlfstofu talsími: 86 607 Heimilis talsími: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE C. E. SIMONITE TLD. BUILDING. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. DEPENDABLE INSURANCE Tekur aS sór aS ávaxta sparifé SERVICE fðlks. Selur eldsábyrgS og bif_ Itcal Estate — Rentals reiða ábyrgSir. Skrlflegum fyrir- Phone Office 95 411 spurnum svarað samstundis. 806 McArthur Bldg. Skrifst.s. 96 7 57—Helmas. 33 328 UÓTEL 1 WINNIPEG ST. REGIS HOTEL THE MARLBOROUGH 285 SMITH ST„ WINNIPEG SMITH STREET, WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaOur i "Winnipeg’s Dovm Toum HoteF miObiki borgarinnar. 220 Rooms with Bath Herbergi $.2.00 og þar yfir; meC Banquets, Dances, Conventions, baöklefa $3.00 og þar yfir. Jinners and Functlons of all kinds Agætar máltlSir 40c—60c Coffee Shoppe Free Parking for Ouests F. J. FALD, Manager CorntoaU ^otel SEYMOUR HOTEL Sérstakt verS á viku fyrir námu- 100 Rooms with and without og fiskimenn. bath KomiB eins og þér eruS klæddir. RATES REASONABLE , J. F. MAHONEY, f ramkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEQ Phone 28 411 277 Market 8t. C. G. Hutchison, Prcp. PHONE 28 411

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.