Lögberg - 25.07.1935, Blaðsíða 1

Lögberg - 25.07.1935, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines u«r For Better *£ $S «*" kSt*0 V»*v Dry Cleaning and Laundry 48. ÁRGANGUK WTNNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 25. JtrLÍ, 1935. NÚMFÆ 30 Sigurför Frjals- lyndu stefnunnar Síðastlií>inn þriðjudag fóru fram almennar fylkiskosningar á Prince Edward Island, er engan sinn líka munu eiga í sögu hinnar canadisku þjóðar. Þingmenn fylkisins eru 30 að tölu, og vann frjálslyndi flokk- urinn, undir forustu Walters S. Lee hvert einasta þingsæti. Afturhalds- stjórn hefir setið að völdum á Prince Edward Island siðastliðin 5 ár. AC afstöðnum þessuni sögu- riku kosningum, á afturhaldsflokk- urinn nú ekki einn einasta fulltrúa á þingi. ÞJÖÐMINNINGA II DAGAR Fjölmennið á þjóðminningardag. ana að Hnausum, Gimli, Seattle, Blaine og Wynyard. Hálfrár aldar afmæli Þingvalla- nýlendunnar í Saskatchewan, verður haldið hátíðlegt á föstudaginn kem- ur. Þangao' streymir fjölmenni. Á IÖavelIi við Hnausa er jafnan gestkvæmt, og þá þarf ekki að efa, að mikill mannfjöldi sæki demants- hátíðina á Gimli þann 5. ágúst. Þjóðræknir Islendingar f jölmenna jafnan á íslenzka þjóðminningar- daga. DEILAN MILLI ITALIU OG ETHIOPIU Síðustu fregnir af máli þessu hniga i þá átt, að B.retar muni stað. ráðnir í að .gera alt, sem í valdi þeirra stendur til þess að stemma stigu fyrir árás Italiu á land Ethiopiumanna, og að miðlunartil- raunir verði hafnar á ný af hálfu Þjóðhandalagsins. Mælist viðbún- aður Mussolinis gagnvart Ethiopiu hvarvetna illa fyrir. * BENNETT SKIPAR 1 EMBÆTTI Á •mánudaginn þann 22 þ., m. dubbaði Mr. Bennett upp tíu fylgi- fiska sína til framtíðardvalar í efri málstofunni; þar af eru þrír úr nú- verandi ráðuneyti, eða þeir Hon, E. N. Rhodes, fjármálaráðgjafi, Hon. Arthur Sauve, póstmálaráðgjafi og llon. J. A. McDonald, er átt hefir sæti í stjórninni án þess að veita forustu nokkurrf ákveðinni stjórn- ardeild. Hinir sjö eru: Hon. Don- ald Sutherland, fyrrum þingmaður og ráðgjafi; Col. James Arthur, þingmaður f rá Parry Sound; Mrs. Iva Fallis, Peterborough; George Jones, New Brunswick; Col. Thom- as, Pictou; Felix Quinn, Halifax; J. L. P. Robichaud, náverandi þing- maður Digby kjördæmisins. Enn eru sjö sæti auð í öldungadeildinni, þar á meðal tvö f rá Manitoba. Verð- ur sennilega skipað í þau öll áður en langt um líður. Þá hafa og nokkrir verið skipaðir í dómarasæti. Talið er nokkurn veginn víst, að núverandi innanríkisráðgjafi, Hon. Murphy, þingmaður Nepawa kjör- dæmisins í Manitoba, muni hljóta Senators embætti. SKIPAÐIR I FRAM- KVÆMDARNEFND Þeir Hon. G. S. Harrington, fyrr- um forsætisráðgjafi í Nova Scotia. Tom Moore, forseti Trades and Labor Congress of Canada, og N. B. Bandet, fésýslumaður í Mon- treal, hafa verið skipaðir til þess að hafa með höndum framkvæmdar- stjórn hinnar nýju sambandslöggjaf- ar um trygging gcgn atvinnuleysi. Frú Lára B. Sigurðson Pjallkona tslendingadagsins (Demants hátíðarinnar) á Gimli, 5. ágúst, 1935, LENDIR / BILSLYSI William Langer, fyrrum ríkis- stjóri í North Dakota, lenti í bil- slysi á sunnudaginn þann 21. þ. m., skamt frá Aneta þar í rikinu. og sætti alvarlegum meiðslum, að því er símfregnir frá Valley City herma. GEORGE WILLIAM RUSSELL LATINN Nýlátinn er í Bournemouth á Englandi, írski rithöfundurinn, George Wlilliam Russell, sextíu og átta ára að aldri. Liggur eftir hann mikið safn ljóða, er. talin eru að hafa all-verulegt bókmentagildi. Mr. Russell gaf sig jafnframt mikið við akuryrkju, og gerðist brautryðjandi með hinni írsku þjóð í þeim efn- um. LÆKNING VIÐ KRABBAf Um fátt hefir tíðræddara verið þessa dagana, en þá yfirlýsingu Dr. Connells við Queens hákólann, að líkur nokkrar væri til að hann hefði, í samráði og samstarfi við stéttar- bræður sína við þessa stofnun, fundið upp meðal við krabbameini, eða meðal, er að nokkru mundi stemma stigu fyrir útbreiö'slu þessa ægilegasta af öllum sjúkdómum mannkynsins. Engar staðhæfingar hefir Dr. Connell enn gert í þessa átt, en tjáist á hinn bóginn hafa til þess gilda ástæðu að ætla að upp- götvanir sínar séu líklegar til árang. urs. FRA ISANDI. Sjúkráhússbygging á Húsavík byrjuð. — Búið er að grafa fyrir kjallaragrunni spítalans á Húsavík, Og er áformað að byrja á bygging- unni um næstu helgi. Sparisjóður 11 úsavikur hefir gefið 2,000 krón- ur til spitalans, Kaupfélag Þingey- inga 1,000 krónur, ónefndur maður 1,000 krónur og Kvenfélag Húsa- víktir 670 krónur, en auk þess hafa borist til spitalans allmargar minni gjafir.—Alþ.bl. Síldvciði cr liafiit.—Síldveiði er þegar hafin frá Siglufirði. Fyrsta skipið, sem kom með síld var línu- veiðarinn Pétursey frá I lafnarfirði. ECom Pétursey inn í fyrrakvöld nieð 400 mál og landaði í ríkisverksmiðjL una. I fyrrinótt komu Iínuveíðararnir Höskuldur, Hrönn, Xanna og Minnie. Hafði Minnie 480 mál, ea hinir um 300. Sjómenn sögðu að mikil áta sé í sildinni og að svo líti út sem mikil síld sé úti fyrir. í nótt hvesti skyndilega og varii vont i sjóinn. Komu flest skipi^i inn. LTm 50—60 skip stunda nú sild- veiðar héðan og eru skipin sem óð- ast að koma hingað. Munu fleiri skip stunda síldveiðar héðan í sum- ar en undanfarin sumur og meira fjölmenni á Siglufirði nú en und- anfarið. Hin nýja síldarverksmiðja ríkis- ins tekur til starfa á fimtudaginn. í ríkisverksmiðjuna eru komin nú um 1,000 mál og er saltað í hennar þró. Alþ. bl. 4. júlí. Arsrit Ra-ktunarfclags Xorður- lands, 31. árg., er komið i'it. Auk skýrsla fra búnaðarsamböndunum, flytur það ýmsar athyglisverðar greinar, m. a. um votheysgerð og belgjurtirnar og þýðing þeirra í is- lenzkri jarðrækt. Jakobína Johnson skáldkona Nú vorgyojan brosir við blikandi ós og býður þig velkomna heim, liún breiðir á veg þinn sín vinhlýju ljós, sem vaka um náttheiðan geim, og landið þér heilsar með dreymandi dögum, sem dýrast þú unnir í kvæðum og sögum. Nú finnur þú ilminn af fjólu og reyr um fagurlit gróandi tún, þú lifir við fossinn þann draum sem ei deyr í dýrð yfir háfjalla brún, og l.jóoin hans nenrar við bergfallið breiða í brosandi vorfaðmi íslenzkra heiða. Xú smalann þn lítair með lagðlþétta björð, hami ljóoar með svönum á ferð, og bóndann, sem ávaxtar íslenzka jörð og uppsker sinn fábreytta verð; sú jör?S geymir ættstofnsins auðugu rætur, um eilífa daga, um lýsandi nætur. Xú smalami þú lítur með lagðþétta hjörð, hann ljóðar með svönum á ferð, og bóiidann, sem ávaxtar íslenzka jörð og uppsker sinn fábreytta verð; .sú jörð geymir ættstoi'nsins auðugu rætur, um eilífa daga, um lýsandi nætur- Og þú sér hvar djúpleiðir dregur frá strönd, hið dáðríka sjómannalið, er stórfleyi siglir mcfi sæmd út í lönd, og sækir á fiskauðug mið, þar gullið er ríkast, sem bygð vorri breytir, og bætir vor óðul um strandir og sveitir. í i'.jarlægri álfu við heimslistarhljóm af hjarta og vorelskri sál, þú undir í draumi við asttjarðar blóm og elskaðir sög-unnar mál, því bezta og fegursta lýetir í ljóðum og landið vort kyntir með framandi þjóðum. KomJ>lessuð og sæl, til að sjá þetta land, þoss sveitir og göfugu þjóð, og findu hér trygðanna tállausa band sem titrar við skyldleikans blóð, og sjáðu hér alt eins og sál þína dreymdi, og söngljúfur óður þíns barnshjarta gejnndi. < >g iillum, sem víðfrægja land vort og lýð á lýsandi menningarbraut, sé heimkoman fögur, og farsæl hver tíð, sem framtíðin ber þeim í skaut, og blessaðu alfaðir ástríkum höndum öll íslenzku börnin í framandi löndum. Kjartan ólafsson. —Mbl. 22. júní. I'.ifröst, kom til borgarinnar á mánu. daginn. Þær frú Anna Paulson frá Re- gina, ekkja W. H. Paulson fyrrum þingmanns í Saskatchewan og dóttir hennar frú Margrét Thorvaldson frá Saskatoon, lögðu af stað vestur til Foam I^ake, Sask., á þriðjudags- kvöldið, eftir nokkurra vikna dvöl hér í borginni. Var frú Paulson, eins og getið var áður um hér í blað_ inu, skorin upp á Almenna sjúkra- húsinu, og hefir legið þar síðan. Er hún nú kamin á góðan veg með að verða albata. Frú Margrét hefir dvalið þenna tíma hjá frú Guðnýju Paulson að 784 Beverley St. Kcnshtbú ií Staðorfelli. Xýaf- staðinn aðalfundur P.únaðarsam- bands Dala- og Snæfellsnessýslu samþykti að skora á ríkisstjórnina^ að stofnsetja á þessu vori kenslubú fyrir \"esturland og verði alið þar upp sauðfé til kynbóta og komið á fót stofnræktun svína til undaneldis á félagssvæðinu. Stofnfé til slíks bús. upphaflega um 10 þús. kr., hef- ir verið lagt fram fyrir nokkrum árum.—Nýja dagbl, Ur borg og bygð Mr. Bergur Johnson frá Baldur, Man., dvelur í borginni þessa dag- ana. Mr. B. Lifman, sveitar oddviti í Dr. Hermann Marteinsson, sonur þeirra séra Rúnólfs Marteinssonar og frú Marteinsson, hefir dvalið i borginni undanfarna daga hjá for- eldrum sinum; hefir hann undan- farandi stundað lækningar í bænum Pas. Dr. Marteinsson leggur af stað til Evrópu í septembermánuði næstkomandi, þar sem hann hyggur á framhaldsnám um hríð. 50 ára afmceli Frelsissafnaðar í Argyle. Á sunnudaginn kemur, 28. júlí, verður minst 50 ára af mælis Frelsis- safnaðar í kirkju safnaðarins að Grund. Byrjar minningin með há- tímamessu kl. 11 f. h., þar sem séra H. Sigmar prédikar. Um kvöldið kl. 8.30 verður svo afmælissamkoma í Argyle Hall. Verða þar ræður fluttar og söngur mikill og verður þar ekki aðeins minst safnaðarins, heldur lika kvenfélagsins, sem stofn- að var fyrir 50 árum og á afmæli sitt einnig nú. Allir eru velkomnir a8 taka þátt í þessum fagnaði og væri okkur ljúft að vel sæist virðing sú, er við berum fyrir þeim, sem stofnuðu hvorutveggja félagsskap- inn og að vér einnig mættum finna til metnaðar að starfa að þeim hug- sjónum, sem staðist hafa tímans straum og enn þá eru beztu hug- sjónir kristinna manna. B. H. Fáfnis. Til leiðbeiningar fyrir þá, sem sækja Islendingadaginn á Gimli 5. ágúst næstkomandi; verður f erða- áætlun C.P.P. til Gimli þann dag sem hér segir: Frú Winnipeg: Kl. 9.25 f. m., kl. to f. m., kl. 1.45 e. m., kl. 5.20 e. m.—Kemur til Gimli: kl. n f. m., kl. 12 á hádegi, kl. 3.45 e. m., kl. 7.20 «. m.—Frá Gimli til Winnipeg: kl. 7.20 e. m., kl. 7.50 e. m., og sér- stök lest kl. 11 e. m. Fargjöld fyrirfullorðna fram og til baka $1.25, fyrir unglinga milli 5 og 12 ára 65C. Börn yngri en 5 ára ferðast frítt. Lestin, sem síðast fer að kvöldinu frá Gimli, fer norður að Lóni Beach stöðinni og tekur fólkið þar; hún stanzar einnig við aðalstöðina. og tekur J>ar ]'á, scm þar kunna at5 bí8a. Mr. F. Stephenson framkvæmdar- stjóri Columbia Press Ltd., lagði af stað á mánudaginn ásamt frú sinni, f skemtisiglingu um Winnipegvatn, norður til Norway House. Gerðu þau hjón ráð fyrir að verða um hálfsmánaðartíma að heiman. Dr. Ófeigur Ófeigsson, kom heim á mánudaginn eftir rúma hálfsmán- aðar dvöl í Rochester, Minn. Lct hann hið bezta af hinni stuttu veru sinni þar syðra. Þau Dr. ogvMrs. Ófeigsson munu dvelja um hríð á Gimli. Dr, Richard Beck frá ríkisháskól- anum i North Dakota, er nýkominn til borgarinnar. Er hann á leið til Saskatchewan, og flytur ræður á hátíð Þingvallanýlendnnnar, sem og á þjóðiuinningardeginum í Wyn- yard. Á læknaþingi, sem haldið var ný- lega í bænum Minnedosa hér í fylk- inu, var Dr. B. J. Brandson aðal- ræðumaðurinn. Þær Miss i'earl Pálmason fiðlu- leikari og Miss Snjólaug Sigurðson, pianisti, hafa ákvtðið að halda hljómlistarsamkomu í Nýja íslandi á næstunni. Fyrsta samkoma þeirra verður í Árborg á föstudagskvöldið þann t). ágúst, en sú næsta þar á eftir væntanlega í Riverton á mánu. daginn þann 12. Mr. og Mrs. Sigurður Emerson frá Madison, Wis., komu til borgar. innar um miðja fyrri viku, ásamt Arthur syni sínum og konu hans. f för með þeim var einnig systir Sig- urðar, Mrs. S. T. Björnsson frá Hensel, N. Dak. Ferðafólk þetta brá sér norður til Winnipeg Beach. —Sigurður Emerson kom barn. ungur til þessa lands frá Kálfsstöð- um í Skagafirði. Hefir hann lengi stundað bakaraiðn, en hefir nú með höndum umsjón skólahúsa í Madi- Frú Anna McKay er nýkomin heim austan frá Toronto, eftir þriggja vikna dvöl hjá Signýju systur sinni (Mrs. John David Eaton). Mr. \ralentine Valgarðson skóla- stjóri frá Moose Jaw, Sask., dvelur í borginni þessa dagana, ásamt f jöl- skyldu .sinni. Er hann sonur þeirra Mr. og Mrs. Ketill Valgarðson að Gimli. Systir hans er Mrs. G. J. Johnson að 109 Garfield Street. Mr. Jónas Helgason frá Baldur Man. er staddur í borginni og ráð- gerir að dvtílja hér um tveggja vikna tíma. Mr. John A. \*opni, sonur þeirra Mr. og Mrs. J. J. Vopni hér í borg- inni, ritstjóri frá Davidson, Sask., hefir dvalið í borginni undanfarandi, ásamt syni sínum. Fór hann austur til Toronto á þriðjudaginn til þess áð sitja þar ársfund félagsskapar þeirra manna, er ensk vikublöð gefa út í Canada. ALOÐAR ÞÖKK Öllum þeim hinum mörgu vinum, er auðsýndu okkur kærleiksríka samúð í sjúkdómsstríði og við frá- fall elskaðrar eiginkonu og móður, Sessclju Eggertson, flytjum við hér með vorar innilegustu hjartans þakkir, sem og þeim, er við útförina heiðruðu minningu hennar ,með ná- vist og blómagjöfum. Sá, sem einn öllu ra'ður launi þessum vinum okk. ar kærleikslund þeirra og nærgætni i okkar garð, —Winnipeg 24. júlí. 11)35. Asbjörn liggcrtson og synir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.