Lögberg - 25.07.1935, Blaðsíða 2

Lögberg - 25.07.1935, Blaðsíða 2
o LÖGBERG, FIMTUDAGINfl 25. JÚLÍ, 1935. UNGIR FASCISTAR VIÐ HERÆFINGAR Á mynd þessari sjást ítalskir Fascistar við heræfingar til undirbúnings yfirvofandi ófriðar við Ethíópíu. Menn þessir nota grímur til varnar gegn eiturgasi, sem yfir þá er dembt. Á víð og dreif Herra ritstjóri Einar P. Jónson:— Þú hefir oft skorað á mig að senda ritgerÖir í “Lögberg.” Þér væri nær aÖ beina þeirri áskorun til skólagengnu mannanna; þaÖ er nóg til af þeim meðal landa hér. En það lítur svo út sem þeir daufheyrist viÖ þeim bænum, því sjaldan sjást ritgerðir eftir þá í Lögbergi. Það er helzt þegar deilumál eru á ferÖ- inni, sem oftast eru lítils virði fyrir alþýðu. Þú munt því hugsa líkt og karlinn sagði forðum, að “þeir sem ekki hafa eirinn, verða að notast við látúnið.”-!— En um hvað eigum við að skrifa, bændaræflarnir, sem engrar ment_ unar höfum notið? Ekki má það vera um trúmál. Þar eiga prestarn- ir að hafa orðið. Um pólitik? Ekki mundi þá fara betur. Þar munu stefnur manna vera nokkuð á hverf- anda hveli nú um stundir, og Lög- berg hefir forðast að minnast á slikt að undanförnu. Mundi því lítils metið álit bænda í þá átt. ÞaÖ verður því ekki um annað að gera en að skrifa um sveitalífið og hagi okkar sjálfra, þótt stórbæjabúum muni þykja slíkt lítils virði. Það er þýðingarlaust fyrir okkur að skrifa um kreppuna. Þar standa okkar vitrustu menn ráðalausir yfir, svo ekki er von að bændur ráði bót á slíkiim vandamálum. Það eina, sem við getum gert er að athuga það, sem aflaga fer hjá sjálfum okkur, og reyna að ráða bót á því. Fyrir tveimur árum flutti eg er- indi á lestrarfélagssamkomu hér í bygðinni um þetta efni, og tek eg hér kafla úr því. Vera má að líkt sé ástatt í öðrum bygðum eins og hjá okkur, í þeim efnum. “Lestrarfélagið okkar er nú búið að vera starfandi í 23 ár. Efna- hagur þess er ekki góður, og fer rýrnandi með ári hverju. Fyr á ár- um þess höfðum við oft um 100— 150 dala tekjur á ári, en nú fara þær sjaldan yfir 50 dali. Bókasafnið nú um 500 bindi af bundnum bókum í nothæfu standi, og um 300 bindi af óbundnum bókum, sem margar eru útslitnar. Það hafa aðeins verið keyptar 20 bækur í ár, helmingur af árstekjunum hefir farið í bók- band, og hefði þurft að vera meira. Það er f jöldi af góðum bókum nýj- um á markaðnum heima, sem ekki hefir verið hægt að kaupa fyrir peningaleysi. Það er eldra fólkið, sem að mestu leyti hefir haldið félaginu við til þessa, en því fækkar nú með ári hverju. Félagið á því litla framtíð fyrir höndum, nema með því móti að yngri kynsólðin taki það að sér, en hún hefir lítinn gaum gefið þvi að undanförnu. Eg hefi enda orð- ið þess var að sumir vilja leggja félagið niður. Þeir segja að lestr- arfélög séu nú víða hætt störfum í bygðum Islendinga. Þau séu ó- þörf; það sé nóg til af enskum bók. um, sem séu miklu ódýrari, og sem eigi betur við hér í landi. Satt mun það vera, að nóg er hér til af ensk- um bókum, og mikið af þeim berst hingað í bygðina. En fátt mun það vera af fræðandi bókum. Það mun mest vera skáldsagnarusl, sem lítið gildi hefir, og margar af þeim sem betur væru ólesnar. Víst má segja það sama um sumar ^káldsögur ís- lenzkar, en flestar þeirra hafa þó meira menningargildi en hérlendar reifarasögur. Tímaritin að heiman eru góðar bækur og fræðandi, og eru talin jafngilda beztu tímaritum ann. ara þjóða. Þau ættu að vera lesin af yngri og eldri. Þó er ein hvötin mest fyrir okk- ur að halda við íslenzkum bókasöfn- um; en hún er sú að lestur islenzkra bóka heldur við feðratungu lokkar, sem annars er í hættu stödd, og það þegar í þeirra manna tíð, sem nú eru að alast upp. Ef við hættum að lesa íslenzkar bækur, þá verður dag- lega málið í sveitunum bráðum sambland af ensku og íslenzku, sem þeir einir skilja, sem kunna bæði málin. Enskan verður að sönnu aðalmálið, en fáir munu geta lagt íslenzkuna alveg niður, eins og út- slitið fat. Margt af yngra fólkinu, sem hefir alist hér upp er nú komið um miðjan aldur. Því er flestu bæði málin jafntöm að tala þau, og flest þess mun geta lesið íslenzku sér að fullum notum. Þetta fólk getur ekki týnt niður íslenzkunni, og hefir vonandi enga löngun til þess. Og eg tel víst að þegar yngra fólkið eldist, að það sjái eftir að hafa ekki lagt meiri stund á að lesa islenzkar bækur, og mundi þá sjá eftir að hafa ekki haldið bókasafn- inu við. Vandræðin eru þessi, eins og nú standa sakir: Unga kynslóð. in vill helzt ekki lesa nema enskar bækur og álítur lestrarfélögin ó- þörf. Eldra fólkið vill helzt lesa íslenzkar bækur og margt af því hef- ir lítil not af enskum bókum. Á þessu væri reynandi að ráða bót, á þann hátt að lestrarfélögin keyptu enskar bækur jafnhliða þeim íslenzku. Með því móti mundi vera vegur til að fá yngra fólkið til að ganga í félagið. (Tilraun í þessa átt hefir þegar verið byrjuð hjá okkur, og hafa allmargir ungir menn gengið í félagið.). Með þessu móti mundi yngri kynslóðin venjast við að gefa Iestrarfélaginu gaum, og mætti þá vænta þess að íslenzka bókasafninu yrði haldið vjð, þótt eldri kynslóðin liði undir lok. Þú er annað mál, sem eg vildi minn- ast á, sem er skilt þessu. Það er um viðhald islenzku blaðanna okkar. Nú koma áskoranir frá þeim í hverju blaði til kaupenda um að sýna skilvísi, þvi annars muni blöð- in verða gjaldþrota. Þetta er ljótur blettur á skilsemi okkar, og ætti að vera afþveginn sem fyrst. Það væri okkur óþolandi vanvirða ef við yrð. um fyrstir af útlendingum í þessu landi að leggja niður blöðin okkar. Þau lifa góðu lífi hjá flestum öðr- um þjóðflokkum; enda Gallarnir, sem eru þó taldir menningarlitlir halda við blöðum á móðurmáli sínu. Við erum að sönnu oft gramir yfir því hvað blöðin okkar séu dauf í dálkinn, og ekki svo vel stjórnað sem skyldi. En við gætum þess ekki að blöð, sem berjast við fátækt geta ekki borgað vel færum mönn- um, eða haft nægilega starfskrafta. Það er því að mestu leyti okkar van. skilum og áhugaleysi að kenna að blöðin eru ekki betri en þarti eru. En þrátt fyrir það þótt þau séu nú ekki eins góð eins og við hefðum kosið, þá mundi okkur bregða illa við, ef þau liðu undir Iok. Þá yrði íslendinga sem þjóðflokk hvergi getið hér í landi. Þá fengjum við aldrei fréttir úr öðrum bygðum, eða af neinum athöfnum landa. Þá fengjum við aldrei fréttir frá gamla landinu, nema þegar eldgos eða stærri atburði bæri þar að höndum. Þá yrði sterkasti þátturinn slitinn sem tengir okkur við gamla landið. Eg hefi heyrt ýmsa segja: “Það er þýðingarlaust fyrir okkur að vera að halda við íslenzkunni; hún er dauðadæmd hér í landi. Hún tef- ur unglingana frá öðru námi, og gerir ekkert gagn, þegar þið eruð dauðir, gömlu mennirnir, sem aldrei hafið getað Iært enskuna.” Við þessu eru mörg svör, sem opt hafa verið endurtekin: Til hvers læra mentamennirnir mörg tungumál ? Til hvers læra þeir grisku og latínu, sem eru fyrir löngu dauð mál og hvergi töluð nú á dögum? Er ekki hver maður talinn betur mentaður sem kann fleiri mál en eitt? — Nú er það viðurkent af mestu menta- mönnum stórþjóðanna, að íslenzkan sé eitt hið frumlegasta og fegursta mál heimsins. Að þetta séu engar ýkjur, má sjá á því að íslenzkan er nú óðum að útbreiðast sem nauð- synleg námsgrein við hina beztu há. skóla menningarþjóðanna. Hún mun nú þegar kend við nær 30 há- skóla í Bandaríkjunum, og eg veit ekki hvað marga á Englandi. Það mun nú vera viðurkent að islenzku. nám sé nauðsynlegt þeim, er vilja læra til hlýtar enska tungu. Auk þess eru islenzkar bókmentir að fornu og nýju taldar með þeim merkustu í heimi, og eru nú þegar þýddar á flest mál Norður-Evrópu. Þess verður því varla langt að bíða, að íslenzka verði kend á öllum æðri skólum hér í landi,- Mundi ekki börnum okkar og barnabörnum, sem gengju á æðri .skóla hér, verða lagt það út til van- virðu, ef þau þyrftu þar að læra tungu feðra sinna, og þektu ekkert til sögu þjóðar sinnar?— Þetta ætti, eitt með öðru, að vera okkur hvöt til að halda við móður- málinu okkar; og ekkert ráð er okk- ur sveitamönnum betra til þess, en að halda við lestrarfélögunum okk- ar og íslenzku fréttablöðunum.” Það er að verða breyting á Lög- bergi á þessu ári. Það flytur nú af og til greinar á ensku. Það flytur myndir, en allar skýringar við þær eru á ensku. Þetta er nýbreytni, sem við kunnum illa, við gömlu mennirnir, sem ekki erum sterkir í enzkunni. Blöðin okkar hafa verið alíslenzk alt að þessu og Heims- kringla er það ennþá. Það hefir að- eins verið ein undantekning. Það hafa oft verið smágreinar í blöðun- umfrá kvenfélagi í Winnipeg, sem kallar sig Jóns Sigurðssonar félag. Þær hafa allar vferið á ensku, og enda nafnið á félaginu. Þetta hefir mér og mörgum öðrum þótt undar- legt. Eg veit ekki betur en að kon- urnar, sem að því standa séu allar íslenzkar. Mætti því ætla að þær kynnu allar íslenzku, og störfuðu í íslenzkum anda. Færi þá ekki bet- ur á því að þær gerðu grein fyrir gerðum sínum á móðurmáli sínu, í íslenzkum blöðum? Eg býst við að mér verði nú svar_ að því, að nú komist eg í mótsögn við sjálfan mig. Eg vilji hafa ís- lenzkar og enskar bækur í lestrarfé- lögunum. Mættu þvi blöðin eins nota bæði málin jöfnum höndnm. En þetta er ekki sambærilegt. Blöðin eru augnabliksins börn, en lestraí- félögin eru, eða ættu að vera, eins mikið fyrir framtíðina. Það mundi fækka, en ekki fjölga kaupendum blaðanna, ef þau væru hálf á ensku. Eldra fólkið mundi sinna þeim minna, og yngra fólkið mundi, hvorki kaupa þau eða lesa meira en áður. Blöðin okkar þurfa að vera alíslensk eins og þau hafa verið, meðan þau eru kölluð íslenzk blöð. Guðm. Jónsson, frá Húsey. Jón Stefánsson “Hann sofnaði sáttur við alla. já, sáttur og skuldlaus við alla.” Jóhann Sigurjónsson. Jón Stefánsson var fæddur 21. október árið 1870 að Glitstöðum í Norðurárdal í Mýrasýslu á íslandi. Foreldrar hans voru þau hjónin Stefán Valdason og Þóra Tímóteus- ardóttir. Vestur um haf fluttist hanw árið 1900 og staðnæmdist í Winnipeg; þar stundaði hann byggingavinnu. Árið 1909, þann 18. desember • kvæntist hann ungfrú Guðbjörgu Jónasson frá Stoney Hill; er sú bygð um 12 mílur austur frá Lund- ar; fluttu þau hjón þangað norður árið 1915 og bjuggu þar saman þangað til hann dó 18. maí 1935, eftir alllanga legu. Var það hjarta-- sjúkdómur, sem leiddi hann til dauða. Þau hjón eignuðust f jögur börn: þrjár dætur og einn son. Þau eru sem hér segir: Jónína Sigríður Þóra 24 ára, heima hjá móður sinni; Kristjana Guðrún 22 ára, á búnað- arskóla í Winnipeg; Helga Theo- dora 13 ára og Stefán Valdimar, bæði hetma. Jón sál. var dugnaðar og fyrir- hyggjumaður, ráðvandur og trú- verðugur í öllum viðskiftum. Hann bjó góðu búi og farnaðist vel; enda var konan mesti skörung- j ur og voru þau samhent i öllu er heimilinu mátti til hagsmuna verða. Jón var útsláttarlaus maður yfir- lætislítill; gaf sig ekki mikið við al- menningi, en var trúr og staðfast- ur vinu vina sinna. Sig. Júl. Jóhannesson. Við andlátsfregn Jóns Stcfánssomir að Stony JJill. það ryfjast upp margt, sem í rústir var lagt þá runnin er síðasta leiðin; hvert atvik og hugsun og orð sem var sagt— en ómælda blasir við heiðin. Þitt framferði þekti eg fimmtíu ár, sem frómleiki’ og trúmenska prýddi. En hvíldin er fengin og nú er hann nár, við næðinga lífsins, er stríddi. Og f jölskyldan syrgir hinn friðsama mann með framsýn er létti' henni byrði, og ætíð með dugnaði verkin sin vann svo vonbetri’ og sælli hún yrði. Þótt mentun ei fengir né metorðin há, þitt manngildi gulli var dýrra— Það sigur er mestur, er föllum við frá og flytjum til heimkynna nýrra. Eg samhryggist öllum, er sakna þín, Jón, það siðust er kveðja frá vini.— Þitt æfistarf skapaði alls engum tjón, var unnið i kærleikans skyni. D. H. TIL MR. OG. MRS. TH. EYJÓLFSÖN, Riverton í gullbrúðkaupi þeirra 6. júni 1935. Það er svo margt sem hugann hrífur og hljómar dýpsta lífsins brag, þá hálfrar aldar sólin svífur að sæ um haustsins æfidag. Þá ljómar alt í endurminning, hvert yndis bros og sorga tár, er talar skýrt um tap og vinning með tilfellanna hraðfleyg ár. Eg finn mér skylt og ljúft í ljóði á lífsins björtu heillastund, að fagna hraustum hal og fljóði, er húsið vermdu kærleiksmund. Þá heimilið er helgað dygðum er hæzta sigurmarki náð, sem lýsir yfir lyð og bygðum með lífsins frioi, von og dáð. í fylgd á löngum förnum vegi þið frægðuð ykkar heimagarð, þá kemur haust og hallar degi er holt að geyma slíkan arð; , og bygðin ykkar björt og fögur nú blessar þökkum gengin spor. Við sjónum brosir lífsins lögur eins lygn og tær sem fyr um vor. í lífi vorra landnámsmanna er ljós sem vísar fram á braut, þar norræn dáð er dæmin sanna gaf dýran arð með hverri þraut; og því er hjónum helgað minni við hálfrar aldar sólarlag, í skjóli guðs þau fögnuð finni um fagurblíðan haustsins dag. M. Markússon. Kartöflauppskcra fyrir Jónsmessu! Undanfarna daga hafa nýjar kartöflur í sýningarglugga Nýja dagblaðsins v a k i ð eftirtekt margra vegfarenda. Voru þær ræktaðar í vor að Laugarvatni. Sett var niður 21. apríl, en tekið upp 21. júni. Eru kartöflurnar að mun stærri en venjuleg út- sæðisstærð.—N. Dagbl. 2. júlí. Árdís (Framh.) 6. “Islenzkar frumlierjakonur” eftir frú Kirstínu H. Ólafsson. Af öllu því, sem ritið flytur, ber þessi ritgerð á sér mesían bókmentablæ. Efnið er ágætt og vel með það far- ið; eru rakin tildrög veturflutning- anna; lýst þeim sársauka er því fylgir að slíta sál sína með rótum upp úr sínum eiginlega jarðvegi og hola henni niður í framandi landi, án þess að mögulegt sé að gróður- setja hana þar í orðsins fylstu merk. ingu. Þá er lýzt glögt og átakanlega bar- áttunni hér í landi við alla erfið- leikana og fram á það sýnt hvílikan þátt landnemakonurnar áttu í þeirri baráttu ekki síður en mennirnir— sýnt hvílíkir frumherjar þær voru. Að lokum er 'með fögnuði frá því skýrt hversu vel hafi ræzt fram úr erfiðleikunum ; hvernig bjartur dag- ur sigurs og sjálfstæðis hafi fylgt hinni dimmu nótt sorga og sjálfsaf neitunar—og á það er áherzla lögð, réttilega og röksamlega, að sigurinn var eigi síður að þakka konunum en mönnunum. Þessi ritgerð er skrifuð á svo fögru og ljóðrænu máli, að slikt er óvenjulegt hér vestra. Bjarni Jóns. son frá Vogi skrifaði einu sinni grein i “ísland” er hann nefndi: “Vorhiminn — vonir” og valdi að einkunnarorðum vísu Þorsteins Gíslasonar, sem er þannig: “Þú ert friður, breiður, blár og bjartar lindir þínar; þú ert víður, heiður hár, sem hjartans óskir mínar.” Þessi ritgerð Bjarna var annáluð fyrir hrynjanda og hljóinfegurð; hún “stóð í hljóðstaf” sem kallað var, rétt eins og rimað mál. Erindi frú Kirstínar minnir mig á greinina “Vorhiminn—vonir.” “Young man, go west,” eru fyrstu orð ritgerðarinnar og svo íslenzka þýðingin á þeim: “Ungi maður, bein þú braut þinni vestur.” “Farðu vestur, ungi maður,” inundu flestir hafa sagt; en skáldeyra þessarar konu fanst það ekki fullnægjandi og þessi samrímandi hrynjandi er eins og rauður þráður í gegnum alla rit- gerðina og hefur hana yfir hvers- dagslegan rithátt. Til dæmis þessar setningar: “Orð höfðu borist sem á vængjum út um víða veröld—um hið víðlenda og auðuga Vesturland —þar sem gull og grænir skógar biðu allra, er tilraun gerðu að höndla þau hnoss—leita sér fjár og frama, gengis og gæfu,—til þess að bæta kjör sín og sinna.”—Og í öðr- um stað þetta: “Satt er það, ‘land- ið var fagurt og frítt, himininn heiður og blár, hafið skinandi bjart/ Þegar sú hlið náttúrunnar blasti við, þá var gott að lifa á íslandi; en breyttist svipurinn svo að við horfðu eldar, isar og úfinn sjór, þá harðn- aði í ári, þá reyndi á krafta og karl- mensku, þá reyndi á þor og þraut- seigju, þá reyndi á framsýni og fyr- irhyggju; þá reyndi á nýtni og nægjusemi; þá reyndi á þann eigin- legleika að vera ávalt við öllu búinn, striðu sem bliðu; að kunna að haga seglum eftir hvers konar vindi, svo ekki bæri í strand heldur til lands, þar sem bjargast mætti á einhvern hátt.” íslenzkar konur — og menn ekki síður — ef ykkur fýsir að rita fag- urt mál, þá lesið ritgerð frú Kirst- inar. 7. “Aðulsmerkið,” kvæði eftir G. E. Stutt er laglegt og fallegt; rím og búningur gallalaus. ^Seinasta erindið er þannig: Þeir, sem æðsta vinna verkið, ■ veika styðja, mýkja sárin, eignast sjálfir aðalsmerkið: “Indæl bros í gegnum tárin.” 8. Stutt starfs- og æfiágrip þriggja frumherja kvenna með myndum af þeim. Konurnar eru: Lára Bjarnason, Þórdís Björnsson og Guðrún Johnson. Ekki veit eg um höfunda þessara greina, en mér finst sem frú Kirstín hafi ritað greinina um Láru Bjarnason. 9. Ávarp forseta Bandalags lút- erskra kvenna.” Höfundur þessa á_ varps er frú Guðrún Johnson, en hún hefir verið forseti Bandalag- anna frá því þau voru stofnuð fyrir 10 árum og til þessa dags. Ávarp hennar er vel samin og yfirlætislaus greinargerð á störfum og fram- kvæmdum Bandalagsins. 10. “Samband foreldra og barna” eftir frú Þjóðbjörgu Henrickson. Þetta er lengsta ritgerðin og er þar margt vel sagt og athugað. Fram á það er sýnt hversu sumir foreldrar eiga erfitt með að losa sig við þann gamla og rótgróna hugsunarhátt að börnin séu þeim gefin til algerðra og takmarkalausra yfirráða; sömu- leiðis er það brýnt fyrir mönnum og konum að auður einn saman og dýr- ir húsmunir skapi ekki æfinlega fullkomið heimili. s Til dæmis skulu hér birtar nokkr_ ar setningar til þess að gefa hug- imynd um innihald.þessarar ritgerð_ ar. Þar er meðal annars þetta: “Gildi heimilisins mælist ekki eftir því hve mikið þar er saman komið af skrauti og margs konar þægind- um. Gildi heimilisins mælist við það andlega líf, sem þar er lifað, þá andlegu menningu, sem þar er að finna, samræmi innan fjölskyld- unnar og þess skilnings, sem hver meðlimur f jölskyldunnar hefir á því að fegra og betra mannlifið.” Frú Henrickson leggur áherzlu á þá þýðingu sem hin andlegi jarð- vegur og hið menningarlega and- rúmsloft hefir á börnin. í því sam_ bandi farast henni orð á þessa leið: “Engin tvö börn hafa nokkurn tíma verið eins eða geta nokkurn tíma orðið alveg eins. Jón og María eru ekki aðeins piltur og stúlka. Þau lifa hvort sínu sálarlífi út af fyrir sig, og þegar um þeirra andlega upp- eldi er að ræða, dugar ekki að nota sömu aðferð við bæði. Foreldrarnir þurfa að skilja skapgerð hvors um sig og taka tillit til þess. Það fer mjög eftir þvi hvernig foreldrum hepnast að skilja hörnin sín hversu vel eða illa barnauppeldið lánast.” Ritið er til sölu hjá frú Guðrúnu Johnson að Ste. 14 Thelmo Man- sions og kostar 35C. Sig. Júl, Jóhannesson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.