Lögberg - 25.07.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 25.07.1935, Blaðsíða 4
4 LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 25. JÚLl, 1935. Högberg 0»fl< ðt hvem flmtudag af rik COLUMBIA PREBB LIMITBD 895 Sargent Avenue Winnipeg, Manitobe. UtaníVakrlft ritatjórana. BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Ver8 $8.00 utn árlO—Borgiat fi/rirfram The "Lögberg” is printed and published by The Colum- bia Prees, Limited, 69 5 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHOJiE 8« 337 Varnir Ottawaáljórnarinnar Þjöðin hefir nú fengið yfirlýsingar frá Bennett forsætisráðherra og Guthrie dóms- málaráðherra, þar sem reynt er að verja gerðir sambandsstjórnarinnar í sambandi við verkfallið frá atvinnuleysingjaskálunum. En vfirlýsingar þeirra og skýringar eru alls ekki fullnægjandi. Því greinilegar sem sagan er sögð því glöggar kemur það í ljós að yfirvöldin í Ot- tawa sýndu hinn mesta skort á dómgreind, og að uppþotið í Regina síðastliðinn mánudag þurfti alls ekki að eiga sér stað. Ræða Bennetts í þinginu á þriðjudaginn gekk mestmegnis út á það að halda því fram með ofsafengnum móðursýkis orðum, að verk- fallið hefði í raun réttri verið “uppreistar hrevfing” sem komið hefði verið af stað af kommúnistum. ]\ír. Bennett varð reglulega mælskur þegar hann var að lýsa samsærinu til þess að kollvarpa stjórninni í Canada. Myndin, sem liann málaði var fullkomin og þar vantaði ekki hin venjulegu slagorð þegar hann.var að lýsa óviðjafnanlegum leyniráðum í Moskow og alþjóða samsæri. En þessi skilningur á verkfallinu virðist vera ímyndun ein og hugarburður, sem fæðst hafi í huga Bennetts. Hann kom ekki með tangur né tölur í sannanaskyni, sem nokkur hugsandi vera gæti tekið sem líkur, hvað þá meira. Þangað til sannanir eru framfærðar — ef þær annars eru nokkrar til — mun fólkið leggja lítinn trúnað á þessa uppreistar- og samsærissögu Bennetts. Stjórnarbvltingar eru aldrei bvrjaðar af hópi vopnlausra og hungraðra manna, sem um Jandið ferðast. Auk þess er skynsamleg ástæða fyrir þessu verkfalli án þess að þar komi til greina nokkur hugun um uppreisn. Eftir að þessir ungu menn höfðu eytt löngum tíma í atvinnuleysingjaskálunum — sumir þeirra voru þar þrjú til fjögpr ár— þá voru þeir orðnir kjarklausir og farnir að ör- vænta um möguleik nokkura endurbóta í fram- tíðinni; þeir höfðu enga vinnu nema snapir; þeir höfðu ekki cent til þess að kaupa sér allra nauðsynlegustu smámuni og þeir voru sviftir eðlilegum samgöngum og náttúrulegu félagslífi við annað ungt fólk. Þeir voru reiðubúnir til þess að reyna eitthvað nýtt; til dæmis að fara til Ottawa í því skvni að leita sér möguleika á bættum kjörum. Efalaust hafa margir þeirra slegist í för- ina hugsunarlftið; flestir hafa haldið að för- in yrði þó að minsta kosti tilbreytilegri og f jörugri en skálalífið var, og þeir hafa haldið að ferðin gæti ef til vill borið einhvern árang- ur. Sumir leiðtogarnir voru meðlimir í kommúnistaflokknum; en sú hugmynd að mennirnir í heild sinni hafi látið sér koma til hugar að hef ja stjórnarbyltingu, það er diug- myndaflug og hégómi. # # # Jafn hlægilegt er hitt að halda því fram að verkfallsmennirnir hefði getað komið stjórnarbyltingu til leiðar eins og Bennett fullyrðir, jafnvel þótt svo hefði verið að ein- hverjir þeirra hefði hugsað sér að hefja upp- reist í landinu. Þeir hefðu snúið hugum og samúð fólksins frá sér undir eins, ef þeir hefðu sýnt hin minstu ófriðarmerki. Sannleikurinn er sá að þeir fóru alla leið til Regina með friði og spekt og hinni mestu reglu. Þeir hefðu getað farið til Ottawa og haldið þar kröfugöngu alveg eins og sveltandi menn gerðu í Washington, án þess að friði eða stjórn væri nokkur hætta búin. Þannig hefir það verið þegar hungraðir menn hafa stofnað til kröfugöngu. Alt hjaðnar niður, eftir að takmarkinu hefir verið náð. Ekkert hættulegt kemur fvrir nema þegar maðurinn sem æðstu völdin hefir tapar sér og byrjar á ofbeldisverkum, eins og Hoover gerði 1932, þegar eftirlauna kröfugangan átti sér stað og mennirnir voru reknir frá Washington með sverðum og eldi, og eins og Bennett virðist hafa gert 1935. í báðum þessum tilfellum var búin til eldrauð saga um kommúnista upp- reist og hún höfð að afsökun fyrir stjórnar- völdin. Þessi saga, eins og Bennett sagði hana í Ottawa á þriðjudaginn, er slík, að henni trúir enginn; og sama er að segja um skýringuna á því frá stjómarinnar hálfu hvernig farið var að þegar ákveðið hafði verið að bæla verkfallið niður. Stjórnin segir að það hafi verið gert með heimild póstmálalaganna, sem banna að póstflutningar séu hindraðir; í öðru lagi með heimild járnbrautarlaganna, sem banna, að nokkuð sé skemt af eigum járn- brautanna, og í þriðja lagi með heimild 98. greinar hegningarlaganna, sem ákveði hegn- ingu fyrir það að heyra til ólöglegu félagi. Ef eitthvað af þessum lögum hefði verið 1 brotið, þá var full ástæða til þess að taka þá menn fasta sem það gerðu. Venjulegast er þó þannig farið að í slíkum málum að fylkið sér um að lögum sé hlýtt og dómsmálaráðherra Jiess skipar að taka menn fasta. Bókstaflega er það þó rétt eins og Mr. Gnthrie segir, að sambandsstjórnin getur haft sama rétt'; en það er föst regla, sem ekki hefir verið vikið frá að sambandsstjórnin blandi sér ekki inn í slík mál nema því aðeins að fylkisstjórnin, sem hlut á.að máli biðji hana um aðstoð eða að því sé fyrst lýst yfir að þjóðarvandræði vofi yfir. Hvorugt þetta átti sér stað síðastliðinn mánudag. Mr. Bennett og Mr. Guthrie tóku til sinna ráða án þess að þeir gerðu svo mikið sem að ráðfæra sig við stjórnina í Saskatche. wan og án þess að lýsa því yfir að nokkur uppreisn ætti s,ér stað. Tiltæki þeirra var greinileg yfirtroðsla á borgaralegum rétti; og þessi yfirtroðsla var enn þá alvarlegri vegna þess að þótt sam- bandsþingið sæti þá var það engra ráða spurt og því enginn gaumur gefinn. Ef senda má riddaralið og héraðslögreglu til þess að skjóta á fólkið á almennum samkomum þegar Mr. Bennett skipar svo fyrir, þá getur hann einnig eftir eigin geðþótta lýst herlögum yfir land alt á morgun eða livenær sem hann í- myndar sér að kommúnista samsæri sé á ferð- inni. Fyrsta kæruefni fólksins gegn stjórn- inni fvrir athæfi hennar á mánudaginn, er því það, að hún fyriNeit almennar reglur í laga- framkvæmdum og sætti þar með fordæmi, sem er afar hættulegt fyrir frelsi canadiskra borg- ara. # # # önnur kvörtun eða kæra er einnig fyrir hendi: Hvernig stóð á því að nauðsynlegt þótti við framkvæmd venjulegra laga, eins og til dæmis póstlaganna, járnbrautarlaganna að senda heila herskara lögregluliðs til þess að ráðast á fólk á samkomu sem virtist vera haldin með friði og spekt? Sannanir eru fyr- ir hendi til þess að sýna að nóg tækifæri var til þess að handtaka leiðtoga verkfallsmanna á friðsamlegan hátt. Tími, staður og aðferð voru valin þannig að áreiðanlegt yrði að upp- hlaup hlytist af sem allra mest og hlyti að leiða til meiðsla. Var þetta gert af algengri stjórnarvalda heimsku! eða var það fyrir- fram útreiknuð tilraun til þess að gera upp- hlaup meðal verkfallsmannanna og gefa með því stjórninni tækifæri til þess að beita við þá harðri hendi? Hið síðartalda virðist lík- legt. Lögreglulið tekur menn ekki venjulega fasta þannig að það með því valdi upphlaupi og hættu, þegar það er fullkomlega í iófa lagið að gera það á friðsamlegan hátt. Hver sem ábyrgðina ber á árásinni á fólkið í Regina (og skipunin kom frá Ottawa) þá er það vægast sagt að hann breytti eins og flón—en langtum líklegra er það þó að hann hafi verið sekur um fyrirfram útreiknuð brögð til þess að koma af stað upphlaupi. Þá er þriðja atriðið sem verður að skýr- ast: það er skipunin frá yfirmanni riddara- liðsins, sem bannaði borgu/rum landsins að veita verkfallsmönnum nokkurt lið. Gaf hann út þessar fyrirskipanir af sjálfsdáðum eða komu þær til hans frá Ottawa? Að hið síðara hafi átt sér stað, er miklu líklegra. Eln hvort heldur sem var á þjóðin heimt- ing á svari við þeirri spurningu hvaða heim- ild verið hafi í lögum landsins fyrir þessum tilskipunum. Enn sem komið er hefir engin skýring komið viðvíkjandi því atriði frá hálfu yfrvaldanna. Atvinnuleysislögin heimila að vísu ríkis- stjóranum á stjórnarfundi að taka allar þær ákvarðanir, sem hann telur nauðsynlegar eða heppilegar til þess að vernda “frið, reglu og góða stjórn í Canada.” En samt sem áður hefir hann þetta vald einungis á milli þinga, en ekki þegar þing situr—og Mr. Bennett hefir lýst því yfir að þessar tilskipanir hafi ekki verið bygðar á atvinnuleysislögunum. Hvar annarsstaðar í lögum landsins eða í stjórnarskrá þess finst nokkur heimild fyrir lögregluskipun, sem geri það að glæp, ef skotið sé skjólshúsi yfir þurfandi mann eða biti gefinn þeim er sveltur? Því er fljót- svarað: engin slík heimild er til og engin slík heimild getur veriíS til nema í þeim löndum, sem stjórnaS er með her- valdi og lögreghíliði. Canada er enn ekki sokkiÖ niður í það óheilla fen, jafnvel þótt þannig líti út í augum annara þjóða, eftir því að dæma sem skeði á mánudaginn. Hvaðan þessi lögregluskipan kom verður að skýrast; hún var efsta silkihúfan á skrímsli þess sorgar- leiks er átti upptök sin í óstjórnlegri geðtryllingu og ofbeldi. —Winnipeg Pree Press. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. Horft yfir farinn veg (Minningar úr ferð vestur að hafi). Eftir Richard Beck. Hljóðstígar fylkingar daganna halda sína leið, “seint og hægt með tímans göngulagi,” og þó drjúgum hraðar en oss grunar. Sannsögult almanakið tjáir mér, að ár sé nú liðið hjá siðan við hjónin lögðum af stað í ógleymanlega ferð okkar vestur að hafi í fyrra sumar. Eðli- lega lít eg um öxl af þeim sjónar- hól og horfi yfir farinn veg. “Myndir fagrar margar geymast, munarljúfar, síðla gleymast,” kvað eg um minnisstæða ferð landveg frá Akureyri til Reykjavíkur á skólaár- um mínum. Það á engu miður við um ferð okkar vestur að hafi. Minn. ingarnar úr því fjölbreytta ferða- lagi líða mér nú fyrir hugarsjónir eins og lifandi myndasýning. Tilbreytingarlítil og fremur þreyt- andi var bílferðin vestur rykskýjaða vegi Norður Dakota og Montana ríkis framan af, gegnum Dauðahaf skrælnaðra, litverpra akra og engja- landa, sem langvinnir þurkarnir höfðu farið eyðingarhendi. En von bráðar breytti umhverfið og útsýnið um svip og lit þegar vest- ar dró í Montana. Á heiðskírum júlí-degi nálguðumst vfe langþráð Klettafjöllin, er gnæfðu bókstaflega í f jarska “sem risar á verði við sjóndeildarhring.” Hressandi, eins og heim væri komið á æskustöðv- arnar f jöllum kringdar, var að finna svalan fjallablæinn leika um vanga sinn. Heillandi náttúrufegurð og marg. breytt mætir auganu hvert sem.litið er, á ferðinni upp Klettaf jöllin austanverð, þegar farin er sú leiðin, sem við völdum, um “Glacier National Park.” Eins og nafnið vitnar um, er þar enginn hörgull jökla, enda kallast landsvæði þetta hið mikilúðlega, — “Land hinna skínandi fjalla.” Djúpblá stöðuvötn hreiðra sig, svo tugum og jafnvel hundruðum skiftir, í gróðursælum f jalldölum. Háir og hvítfextir foss- ar stökkva þungstígir af stalli, svó straumsins lúðrar gjalla þúsund tungum.” Tröllauknir frumskóg- ar rétta hendur móti himni, í allri sinni dýrð, ósnortnir ránshendi mannanna. Dýrðleg og stórfengleg er útsýn- in af Loganskarði (Logan Pass), 9,000 fet yfir sjávarmál, á björtum sumardegi. Snævikrýnd risafjöll blasa við á allar hliðar. En neðar hlæja við sjónum skógi klæddar hlíðar, silfurtærir fjallalækir og blikandi vötn. Þetta er einnig sá landshluti Bandaríkjanna, sem tal- inn er líkastur Alpaf jöllunum i Svisslandi að mikilleik og tign. Enda hefi eg, enn sem komið er, hvergi augum litið jafn stórhrika- legt umhverfi. Engin orð fá lýst þvi til hlýtar, né heldur sjálf Ijósmynda- vélin. Menn gera sér einungis fulla grein fyrir dýrð slíks umhverfis og áhrifamagni þess með því, að sjá það, dvelja í návist þess og drekka djúpt af ótæmandi fegurðarlindum þess. Tilfinningum sjálfs mín í návist þeirrar guðdómlegu hrikafegurðar kemst eg næst því að lýsa í alkunn- um ljóðlínum Einars skálds Bene- diktssonar, þó orktar væru þær und- ir öðrum kringumstæðum: “Nú finst mér það alt svo lítið og lágt, sem lifað er fyrir og barist er móti. Þó kasti þeir grjóti og hati og hóti, við hverja smásál eg er í sátt. Því bláloftið hvelfist svo bjart og hátt. Nú brosir hver stjarna þótt vonirnar svíki, og hugurinn lyftist í æðri átt. Nú andar guðs kraftur í duftsins líki. Vér skynjum vorn þrótt, vér þekkj- um í nótt vorn þegnrétt í ljóssins ríki.” Fjölskrúðug er náttúrufegurðin á Kyrrahafsströndinni, svipmikil og sviphrein, hvort sem horft er inn til landsins eða á haf út. Eiga f jalla- dýrðin þar og töfrandi hafsýnin sér. staklega vel við heima-alinn Islend. ing; enda eru þau orð Árna sagn- fræðings Pálssonar víðfleyg orðin, að vesturströndin sé “ísland með viðbót.” Mun ýmsum þykja það alldjúpt tekið í árinni. Borgirnar á þeim slóðum eru því óvenjulega fagurlega í sveit settar; á sumardegi að sjá, þegar hinn f jölbreytti gróður er í blóma, sem lita-auðugar myndir i tilkomumiklum ramma. Af furðuverkum náttúrunnar vestur þar ritaðist þó dýpst á minn- isspjöld min f jallakóngurinn á þeim slóðum, Mt. Rainier og umhverfi hans. Amerískur náttúrufræðing- ur kvað einnig svo að orði, að af öllum eldfjöllum, sem eitt sinn lýstu líkt og vitar á Kyrrahafsströnd- inni, sé Mt. Rainier tignast ásýnd- um. Lögun þess og bergmyndanir eru jafn sérkennilegar og tindur þess er svifhár, yfir 14,000 fet, enda er það þriðja hæsta fjall í Banda- ríkjum. Ægiprúður er einnig hinn mikli jökulfeldur fjalls þessa. En það er eitt af skemtilegustu mótsetn- ingum og óvæntustu, á þeim stöðv- um, að gnægð fegurstu blóma vex efst uppi við sjálfar jökulræturnar. Skógarnir á Mt. Rainier eru einnig að verðleikum frægir fyrir fjöl- | breytni þeirra og stærð. Hver sá, | sem náttúrufegurð ann og séð hefir t f jallakóng þennan á heiðum sumar- degi, mun verða langminnugur ; þeirrar sjónar. Á austurleið dvöldum við um hríð i “Yellovvstone National Park,” i þessu einstæða undralandi hinna | fjarskyldustu náttúrufy?rirbrigða. I Geysar og hverar eru þar svo þús- 1 undum skifíir, fleiri og meiri en ! annarsstaðar á jarðarhveli, og þar ^ af leiðandi frægir um öll lönd. Gjósa ! margir geysa þessara reglulega og I þeyta sjóðandi vatnsstróknum hundruð feta í loft upp, svo sem | hinn víðkunnasti og vinsælasti j þeirra allra, “Old Faithful” (Gamli Tryggur), sem kafnar ekki undir nafni, því að það bregst ekki, að hann gjósi á sem næst klukkustund- ar fresti. Af hverum eru hinir mý- mörgu leirhverar, stærri og smærri, sérkennilegastir; skarta þeir í slíkri litadýrð í sólskininu, að sjálfur regnboginn verður svipur hjá sjón í samanburði við þá. En geysarnir og hverarnir eru ekki nema brot af dásemdunum í “Ýellowstone National Park.” Inn- an víðlendra vébanda hans—hann er eitthvað tvær miljónir ekra að flat- afmáli — getur að Hta tignarlega f jalltinda, voldugar og litarikar gjár, fossa og f jallalæki, skóga og blóm- skrúð með afbrigðum, að ógleymdu fjölskrúðugu dýralífinu. Hugurinn dvelur við margt, sem þar bar fyrir augu. Tilkomumikið er að sjá “Old'Faithful” í algleym- ingi, hvort sem er að degi til, með heiðbláan sumarhimin i baksýn, eða í marglitri rafljósadýrð undir dimm- bláum kveldhimni stjörnum stráð- um. Kynlegur er glerhóllinn tinnu- dökki, “The Obsjdian Cliff.” Ó- gleymanleg sjón er gjáin mikla, “The Canyon of the Yellowstone,” þegar sólskinið leikur um veggi hennar í slíkum litbrigðum, að það er sem opnist fyrir augum manns hinar furðulegustu æfintýrahallir. Þannig mætti lengi telja, því að “Yellowstone National Park” er svo ríkur að náttúru-undrum, að firnum sætir. Þangað fer enginn fegurðar, unnandi erindisleysu, þó hann eigi um langan veg að sækja. Vitanlega verða mörg og aðdáun- arverð mannvirki á leið manns á jafnlöngu ferðalagi og hér ræðir um. Sjálfar þjóðbrautirnar yfir hæstu f jallgarðana og erfiðustu yfir. ferðar eru í raun réttri stórvirki; sama máli gegrfir um margar brýrn- ar. Einnig segir það sig sjálft, að borgirnar vestur frá eru langt frá snauðar að stórhýsum á ameríska vísu. En ekkert af þessu var nógu sérstætt til þess að þrýsta sér djúpf inn í meðvitund manns. Af mann- virkjum þótti mér—kannske af því að eg er gamall sjómaður—hvað mest koma til flotastöðvar Banda- ríkjanna í Bremerton. Margt er þar völundarsmíði, sem ber fagurt vitni mannlegu hugviti og handar- snilli. En þó hraus manni hugur við, er rrtaður hugsaði til þess að drekar þeir hinir miklu, sem þar lágu í skipakvíum, með öllum sínum dásamlega útbúnaði og bygðir með stórkostlegum tilkostnaði, voru vígðir hamri Þórs en ekki krossins merki. Mannamótin íslenzku á vestur- ströndinni í fyrra sumar — Mið- sumarmót íslendinga í Blaine og fs- lendingadagur Seattle-búa við Silver Lake—skipa að vonum heiðursrúm í minningasafni mínu frá ferðinni, því að hátíðahöld þessi voru beint tilefni hennar. Hún hefði eigi far- in verið að því sinni, nema fyrir það, að landar mínir buðu mér vestur til sín, til ræðuhalda á þjóðminningar. dögum þeirra. Margs er einnig að minnast frá dögunum þeim. Veðravöldin höfðu svarist i fóstbræðralag við undir- búningsnefndirnar um, að gera há- tíðahöldin sem ánægjulegust og svipfegurst. Sól skein glatt hátíð- isdagana báða. “Himininn heiður og blár, hafið var skínandi bjart.” Samkomustaðirnir báðir eru einnig hinir fegurstu og hentugustu; lauf- prúð og skuggsæl skógartré skýla þeim, en þó er þar olnbogarúm nóg hundruðum manna. Aðsókn var og með mesta móti í seinni tíð, og voru margir komnir langt að. ísland og íslenzkar erfðir voru segulaflið, sem dró menn saman. Var skemtilegt, að renna augunum yfir þessa mynd- arlegu hópa.sona þess og dætra, og barnabarna þess, því að ' mannval gott íslenzks fólks er vestur þar. Skemtiskrárnar voru f jölbreyttar og samkomustjórn fór prýðilega úr hendi. Bar alt þess vott, að góð samtök stæðu að baki hátíðahald- anna. Veitingar allar voru einnig með gömlum og góðum íslenzkum rausnarbrag. Konurnar höfðu að venju leyst af hendi hlutverk sitt með prýði. Ómetanlegur styrkur er félagslífi voru og þjóðræknisstarfi að slikum samkomum vor á meðal. Andans hressing er hverjum íslending að sækja þær; ættar og vinabönd treystast; þjóðernisleg sjálfsvirðing eflist; heim er horfið með léttari lund og djarfari framtíðarvonir. Ljúfar og djúpstæðar eru minn- ingarnar um ástúðlegar viðtökur landa minna á vesturströndinni. Eg hefi átt því láni að fagna, að heim- sækja margar bygðir íslendinga hér. lendis. Þær eru, sem vænta má,' nokkuð frábrugðnar yfirlitum, og yrkja lífsljóð sitt undir mismunandi bragarhætti. En um eitt svipar þeim öllum saman. Hjá þeim “sit- ur gestrisnin á guðastóli,” að vikið sé ögn við orðum Breiðf jörðs. Það yrði langur nafnalisti, ef taldir væru allir þeir, sem á einn eða annan hátt greiddu okkur leið og gerðu okkur dvölina vestur við haf svo framúrskarandi ánægjulega. Ekki verður þó hjá því komist, að nefna þá, sem við' eigum stærsta skuld að gjalda fyrir gestrisni og aðra fyrirgreiðslu. Ber þar fyrst að geta séra Valdimars J. Eylands, sem var mestur hvatamaður komu minn- ar, þó ýmsir aðrir styddu það mál öfluglega, og undirbjó hana og fyr- irlestrahöld mín með forsjá og ötul- leik. Höfðum við bækistöð okkar á heimili hans i Bellingham í meir en viku. Þá dvöldum við í ágætri gestvináttu þessa fólks um lengra eða skemra skeið: • Séra K. K. Ól- afson og frúar hans, Friðriku, og Mr. og Mrs. K. S. Thordarson í Seattle; Mr. og Mrs. Andrew Danielson og Mr. og Mrs. Björn Ásmundson í Blaine; Mrs. A. T. Ariderson í White Rock, B.C.; og

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.