Lögberg - 25.07.1935, Blaðsíða 7

Lögberg - 25.07.1935, Blaðsíða 7
LÖGBEftG. FIMTUDAGINN 25. JULl, 1935. 7 Fimtugaáta og fyrsta ársþing HINS EVANGELISKA LÚTERSKA KIRKJUFÉL. ISLENÐINGA 1 VESTURHEIMI. Haldið að Mountain, N D., og í Winnipeg, Manitoba 19. tU 25. júní 1935. • AS sliku getur veriÖ árferÖi sem breytist. Vér höfum notiÖ margra kristilegra skóla, sem vér ekki höfum styrkt, og erum einungis að endurgjalda í sömu mynd og vér höfum þegið. IIin einfalda spurning sem liggur fyrir þessu kirkjuþingi hvað skólann áhrærir er algerlega f járhagsleg. Því minna sem nokkru öðru er blandað inn í málið, því betra. Og spurningin er: Getur kirkjuþingið fundið nokkra leið til þess að standa straum af skólanum f járhags- lega? Á því hvernig þeirri spurningu er svarað hvilir öll með- ferð málsins. Erlent trúboð. Skýrslur trúboðanna skýra frá starfi þeirra og árangri. Má búast við því að árangurinn hjá oss hvað inn- söfnun snertir á árinu hafi.vetið fremur rýr. Á starfsemin al- staðar afar erfitt uppdráttar f járhagslega, á þessari tíð. En sam- hliða því er vaxandi skilningur á því hjá hugsandi mönnum kristninnar að sá eini kristindómur, sem nokkuð lífsmark er með, er sá kristindómur, sem sýrir út frá sér eins og deigið. Trúboðs- starfsemin hefir eins og öll mannleg viðleitni verið háð ófullkom- leik, en hugsjónin fyrnist aldrei. Fjárhagslegir erfiðleikar og viðsjár viðvíkjandi einu eða öðru, sem trúboðið áhrærir, geta í bili dregið úr þeim stuðning er málið nýtur, en það á guðlegan mátt til að endurnýja sig þrátt fyrir erfiðleika og hefja áframhaldandi sigurför á ný. Það gleymist ekki í því sambandi að nokkrir til- þrifamestu menn kristninnar í samtíðinni og áhrifamestu eru tengdir við trúboðið. Áður í þessari skýrslu hefir verið bent á þátt þessa kirkjufélags í þvi að beina athygli íslenzkrar kristni inn á leið þessarar lífrænu hreyfingar með sinni veiku byrjunar- viðleitni að sinna því. Er það eitt þakkarefni vort á þessari júbílhátíð. Heimatrúboð. Starfsatriði liðins árs hafa þegar verið nefnd. Auk þess munu ýmsir af prestum kirkjufélagsins hafa náð með starfi sinu til ýmsra hópa utan þeirra venjulega verkahrings. Þá hefir og haldið áfram útvarp á íslenzkum guðsþjónustum frá Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg. Munu tvær guðsþjónustur þannig hafa verið fluttar. Er þetta einkastarf safnaðarins og Dr. Björns þýðingarmikill þáttur í heimatrúboðsstarfi, sem mikils er metinn. Við þetta bætist að síðan um jól í vetur, hefir séra Valdi- mar J. Eylands staðið fyrir útvarpi á íslenzkum guðsþjónustum frá stöðinni í Bellingham, Washington. Útvarpað hefir verið á hverj- um sunnudegi, oftast í fimtán mínútur, en á hátíðum guðsþjónust. um af venjlegri lengd. Er þetta ógoldið aukastarf séra Valdimars, sem er mikijs metið af f jölda íslendinga á Kyrrahafsströndinni, þó færri njóti vegna þess að stöðin er lítil. Vikið hefir verið að fyrirhuguðu starfi í bygðunum við Mani_ tobavatn, sem borið verður af þeim, er þess njóta. Einnig hefir ágætur kristindómsvinur í bygð Islendinga út frá Markerville í Alberta hvatt mig til þess að koma þar við i náinni framtíð, ef ástæður leyfðu. Það er eitt höfuðatriðið að fólkið, sem nýtur starfsins, skoði það sem samvinnu er það vill standa straum af eða styðja eftir getu. Ástæður og afstaða er mismunandi, og þarf að taka það til greina og sýna biðlund, en þó miða að samvinnu- takmarki. Mér hefir gefist það mjög vel á ferðum í prestslaus- um bygðum að flytja erindi á virkum dögum um efni sem koma nærri og eru skyld kristindómsboðskapnum og heimfærslu hans. Einnig þarf sá er ferðast um i heimatrúboðserindum meðal fólks vors að vera til þess búinn að flytja boðskapinn öðrum en íslend- ingúm hvenær sem tækifæri gefst. Meðferð málsins á kirkju- þingum ætti einkum að vera fólgin í því að gefa bendingar um starfið og hvernig megi glæða áhuga fyrir því, fremur en að ráð- stafa starfinu nákvæmlega. Framkvæmdanefndin verður í þvi efni að fara eftir þeim kröftum, sem hún hefir á að skipa og því fé er hún hefir ráð á. Bctcl. Viðfangsefni kirkjuþingsins í sambandi við þetta farsæla elliheimili ætti að vera einkum í því fólgið að styðja hina ötulu forstöðunefnd þess í því að halda vakandi meðal almennings meðvitundinni um að heimilið þarf á stöðugu liðsinni fólks að halda til þess það geti notið sín sem kristileg líknarstofnun. Að öðru leyti er verkið rækt betur en svo að kirkjuþingið geti nokkru við bætt. Fimtíu ára afmœlið. Tvent hefir vakað fyrir: að hátíðin mætti vera sem uppbyggilegust og þó forðast að reisa sér hurðarás um öxl fjárhagslega. Ekki er þörf á að fjölyrða um þetta, því alt, sem kemur fram á þinginu auk venjulegs starfs er greinar- gerð fyrir starfi nefndarinnar. Séra Rúnólfur Marteinsson hefjr verið formaður nefndarinnar og séra Haraldur Sigmar skrifari. Nefndin hefir staðið fyrir því að gefin séu út tvö minningarrit, annað á íslenzku en hitt á ensku. Er hvort ritið um sig saga kirkjufélagsins. Nefndin var svo heppin að fá Dr. Richard Beck til að semja íslenzku söguna, og mun enginn efast um frágang hennar og gildi. Forseti kirkjufélagsins hefir samið ensku söguna samkvæmt beiðni nefndarinnar. Eru bæði ritin til sölu hér á þinginu. Þarf að selja alt upplagið sem allra fyrst. Var prentað 1200 af íslenzka ritinu að meðtöldu því er sendist kaupendum Sameiningarinnar, en 6oo af því enska. Júbílsjóðurinn hefir verið annað höfuðatriði. Þó upphæðin sé ekki stór, hefir fjársöfnun þessi verið ágæt æfing í því að gefa af eigin hvöt. Ráð það var gefið Israelsmönnum til forna: “af hverjum manni skuluð þér gjöf taka mér til handa, sem gefur hana af fúsum huga.” Eftir þeirri leið einungis þroskast fórnfærslu- andinn. Það hefir verið óhapp nútíðarkristninnar að gæta þessa ekki ætíð. Sú bending hefir komið frá féhirði kirkjufélagsins að þessi júbílsjóður ætti að halda áfram, svipað eins og Hallgríms- nefndirnar eiga að halda áfram starfi í kirkjunni á íslandi eftir að Hallgrímskirkju verður lokið. Með því móti yrði einn ávöxtur þessarar hátíðar og áframhald þeirra hvata er hún vekur þessi opni sjóður til eflingar Guðs ríki fram yfir venjulegan stuðning til málefna vorra. Það er í áttina til þess, sem margir finna til, að meira tækifæri ætti að gefast innan kirkjunnar til sjálfboða fórn- færslu og sjálfboðastarfs. Vonbrigði eru það að kirkja íslands ekki hefir getað þegið boð vort að senda fulltrúa á þetta júbílþing. Kveðja frá biskupi íslands kemur fram á sínum tima. Fulltrúar og kveðjur frá hér- lendum kirkjudeildum eru einn þáttur í hátiðahaldi voru, og frá öðrum er vilja sýna oss sóma. Sameiningin. Gerð hefir verið grein fyrir því að íslenzka minningarritið kemur í stað fimm eintaka af Sameiningunni. Er það ríflegur kaupbætir, eins vandað og það rit er. Hvað fjárhag snertir er vísað í fjárhagsskýrslu blaðsins. Eg trúi því fastlega að útbreiðslu Sameiningarinnar mætti auka að miklum mun, ef gangskör væri að þvi gerð í söfnuðunum. Ungmennafélög og sunnudagaskólar. Gleðiefni er það hví- líkan árangur starf milliþinganefndarinnar í ungmennafélagsmál- um hefir borið. Fyrir hennar tilstilli var haldið ungmennaþing í Winnipeg þann 24. maí, er hepnaðist mjög vel. Var þar stofnað samband milli ungmennafélaga kirkjufélagsins, er svo stendur fyrir móti á þessu.þingi. Að þessi æskuhreyfing megi endumýja kirkjufélag vort er ósk vor og bæn. Sunnudagaskólar vorir eru hvað hjálparrit og annað snertir algerlega búnir að samlagast hinni hérlendu starfsemi. Eg get ekki látið hjá liða að minna enn aftur á ágæti hjálparritanna í “Christian Life Course,” sem gefið er út af “United Lutheran Church in America.” Önnur rnál. Meir og meir gerist krafa til þess að öll mannleg velferðarmál njóti áhrifa kristindómsins. Er þetta heilbrigð stefna. Fjármál, mentamál, þjóðfélagsmál, bindindismál og annað þvíikt, kemur kirkjunni við og þarf að njóta áhrifa hennar til heilbrigðis. I þessum efnum vill kirkjufélag vort vera vakandi. Það hefir í því liðna og mun framvegis leitast við að taka heil- brigða afstöðu gagnvart vandamálum þeim sem uppi eru í sam- tíðinni. Fyrir fimtíu árum var þetta kirkjufélag stofnað fyrir traust á Guði, þrátt fyrir erfiðleika og allsleysi. Starf þess hefir bless- ast fram yfir vonir, þrátt fyrir mistök vor og vanmátt. En horf- ' umst vér í augu við erfiðleika, sem oss gjarnan vaxa í augum. Vér þörfnumst þess sama áræðis, sem leiddi til þess að kirkju- félagið var stofnað, til þess að halda því við í heilbrigðum anda. Það varð til fyrir fórnfýsi, áhuga og trú á málstað kristninnar. Það getur aðeins haldið uppi merki framvegis á sama grundvelli. Það er nú í höndum vor allra að leggja inn á hinn nýja áfanga i sögu vorri farsællega með starfi og ráðstöfunum á þessu þingi, sem vér leitumst við að greiða fyrir með trúmensku heima í söfn- uðum vorum. Og er vér nú höfum helgað oss til starfsins við þessa guðsþjónustu og við nautn hinnar heilögu kvöldmáltíðar, ber oss að minnast þess að á fastri trúarreynslu lærisveinanna og óbifanlegri vissu vildi Drottinn vor og frelsari byggja sína kirkju. Þá lagði skrifari fram ársskýrslu sina: ÁRSSKÝRSLA SKRIFARA Til kirkjuþings 1935. Tala safnaða kirkjufélagsins er hin sama og i fyrra, alls fimtíu og þrír söfnuðir.— Safnaðarfólk yfir fermingaraldur er nú talið 5,963. Var tala . sú í fyrra, 5,927. } Ófermdir eru taldir 2,384. Fyrir ári síðan var sá hópur talinn að vera 2,327. Samtals er því mannfjöldi kirkjufélagsins í ár 8,347. Var í fyrra 8,254. Tala altarisgesta er 2,415. Var i fyrra 2,172. Skírnir á árinu eru 185. I fyrra voru þær taldar 181. Fermingar eru nú taldar 258. Voru í fyrra 246. Hjónavígslur eru nú 54 og er það sama tala og var fyrir ári síðan. Greftranir í ár eru taldar 160. Voru í skýrslum í fyrra 102. Samanlagðar guðsþjónustur safnaðanna teljast að vera 931. Var sú tala í síðastliðinni ársskýrslu 953. Ungmennafélög eru nú séxtán að tölu, einu fleira en var fyrir ári síðan. Fólksf jöldi í þeim er nú talinn 787, en var í fyrra J19. Eignir safnaða teljast í ár $227,000. Voru þær eignir virtar í fyrra á $231,500. Skuldir eru nú taldar $13,087. En í fyrra voru þær $14,511.45. Fé notað til safnaðarþarfa, er, í þessa árs skýrslu, $22,359.44. _ —Sú upphæð var í fyrra $24,281.40.— Sunnudagsskólar eru i ár þrjátíu og fimm að tölu. Voru í fyrra taldir þrjátiu og sex. Skóladagar teljast nú 937. I fyrra var sú tala 968.— Tala fermdra í sunnudagsskólunum er 434, en var í fyrra 457. Ófermdir í sunnudagsskólunum eru nú taldir 1,682. I fyrra var sú tala, 1,763. Samtals er nemendafjöldi skólanna, 2,116. Fyrir ári síðan var sú tala 2,220.— Tala sunnudagsskóla kennara 248. Er það nálega hin sama tala og í fyrra, er þá var 249.— Meðaltal skólasóknar er talið 1,410. Var í skýrslum í fyrra L4-25- Fjárframlög í sunnudagsskólunum eru í þetta sinn talin $1,016.05.—Voru samskot þessi í fyrra talin að vera $1,105.57. Tveir söfnuðir hafa tilkynt lagabreytingar á árinu. Er annar þeirra Lúterssöfnuður í Grunnavatnsbygð, er sett hefir inn í lög sín, að ársfundur safnaðar skuli haldinn í októbermánuði ár hvert. Hinn söfnuðurinn er Fyrsti lút. söfnuður í Winnipeg, er samið hefir og samþykt ný grundvallarlög. Hafa hin nýju lög sjálfsagt verið lögð fram fyrir forseta, til álits og yfirvegunar, eins og lög kirkjufélags vors mæla fyrir.— Gimli, Manitoba, þ. 18. júni 1935. Jóhann Bjarnason, skrifari kirkjufélagsins. I nefnd til að ihuga ársskýrslur forseta og skrifara, og raða málum á dagsskrá, voru kosnir þeir séra G. Guttormsson, Gunnar B. Björnsson og séra Sigurður Ólafsson. Þá lagði féhirðir fram árskýrslu sína: SKÝRSLA FÉHIRÐIS F J ÁRH AGSSKÝ RSL A 1935 Stutt ágrip yfir tekjur og útgjöld. Tekjur— í Kirkjufélagssjóði 18. júní 1934 . $ 95.67 Inntektir á árinu ................... 669.50 Bankavextir .......................... 9.86 $ 775.03 Heimatrúboðssjóður 18. júní 1934, (Skuld við aðra sjóði $209.49)i Inntektir ár árinu—vanaleg tillðg..... 510.29 'Gjafir í júbílsjóðinn ............... 763.66 $ 1,273.95 í sjóði erlends kristniboðs .......... 847.47 Inntektir á árinu—gjafir ............. 208.10 $ 1,055.57 í Hallgrímskirkjusjóði ................ 55.53 (Engar inntektir) í Kirkjubyggingarsjóði ................ 383.75 (Engar inntektir) Alls ................................$ 3,543.83 ÉJtgjöld— Kirkjufélagssjóður—útboúganir ..... $ 559.41 Heimaatrúboðssjóður—útborganir...... 766.35 Skuld við aðra sjóði—greidd ....... 209.49 $ 1,535.25 Sjóður erlends kristniboðs — lánað til Jóns Bjarnasonar skóla ........................ 400.00 Hallgrímskirkjusjóður — framvísað til séra O. S. Thorlákssonar, Kobe, Japan 55.53 50 ára minningarritin—borgað upp í útgáfukostnað ................................. 122.82 Alls ................................ $ 2,113.60 í sjóði 17. júní 1935 .................... 1,430.23 S. O. Bjerring, féhirðir. Yfirskoðað af T. E. Thorsteinson og F. Thordarson. Kirk j uf élagss j óður. Tekjur 1934-35— í sjóði 18. júní 1934 ...............$ 95.67 Safnaðagjöld greidd .................. 509.90 Innkomið fyrir Gjörðabók................. 41.45 Bækur seldar (upp á $95.65) ............. 66.55 Reikningar frá fyrra ári bohgaðir ....... 16.60 Reikningar greiddir í sambandi við myndaplötur fyrir júbíl-ritið ........ 35.00 Bankavextir .............................. 9.86 Samtals .........................$ 775.03 Útgjöld 1934-35— Þóknun til skrifara fyrir 1933-34 .... $ 50.00 Þóknun til ráðsm. “Sam.” fyrir 1933-34 50.00 Þóknun til féhirðis fyrir 1933.34........ 50.0Q Prentun 300, Gjörðabækur 1934..................... 73.14 Fyrir vátrygging, “Bond” féhirðis .... 12.00 Ferðakostnaður G. J. Oleson $4.00, J. J. Myres $4.00, Jóhann Bjarnason $4.00, séra K. K. Ólafson $54.25 .......... 66.25 Frímerki og burðargjald ............................ 26.20 Afföll á bankaávísunum .............................. 19.06 Prewtun: umslög, skrifpappír, skýrslu- form, formbréf, o. s. frv........... 44.43 Símskeyti .......................................... 2.58 Póstur, skriffæri og ýmislegt, (séra K. K. Ó.)i .................................. 15.75 Þóknun til skrifara fyrir 1934-35 ... 50.00 Þóknun til ráðsm. “Samj.” fyrir 1934-35 50.00 Þóknun til féhirðis fyrir 1934-35 ................... 50.00 Samtals........................... 559.41 í sjóði 17. júní 1935 ............... 215.62 $ 775.03 $ 775.03 S. O. Bjerring, féhirðir. Yfirskoðað af T. E. Thorsteinson o'g F. Thordarson. Heimatr úboðss j óður. Tekjur 1934-35— Frá söfnuðum kirkjufélagsins:— Víðir s. $7.00, Immanuels s. (B.) $7.58, Kanda- har s. $12.00, Elfros s. $8.20, Mozart s, $4.70, Wyn- yard s. $5.05, (skilað af séra K. K. Ólafson $39.95), Fjalla s. $8.75, Betel s. $20.00, Fríkirkju s. $7.00, Gimli s. $10.00, Frelsis s. $6.00, Bræðra s. $4.16, Víðines s. $2.50, Víðir s. $2.06, Árdals s. $10.00, St. Páls s. $22.75, Breiðuvíkur s. $2.50, Vídalíns s. $2.50, Vesturheims s. $8.50, Vancouver s. $15.40, Melankton s. $20.00, Glenboro s. $7.00, Geysis s. $5.00, Víkur s. $10.07, Herðu'breiðar s. $5.00, Guð- brands s. $3.00, Immanuels s. (B.) $8.80, Selkirk s. $15.00, Selkirk sd. skóli $5.00, Selkirk Bandalag $5.00, Fyrsti lút. s. $16.05................... 266.57 Offur við kirkjuþingssetning í Selkirk 1934 $21.00, Kvenfélagið í Kandahar $10.00, Kvenfélag St. Páls safnaðar $25.00, Kvenfélag Fríkirkju safnaðar $10.00, Ungmennfélag Fríkirkju $5.00, Kvenfé- )ag Frelsissafnaðar $5.00, Kvenfélagið Baldursbrá $10.00, Kvenfélag Árdals safn. $15.00, Kvenfélag Garðar safn. $10.00, Kvenfélagið ísafold, Vestur- , heims safn. $5.00, Kvenfélag Vídalíns safn. $10.00, Kvenfélag Glenboro safn. $10.00 ............. 136.00 Ónefndur, Winnipeg $2.00, Ónefnd, Wpg. $5.00.... 7.00 Innkomið af starfi forseta:— Messuhöld á Ashern $9.60, Oakview $10.40, Hay- land $19.45, Wapah $2.19, Reykjavík $5.56, Bay End $2.55, í hollenzkri kirkju $2.22, Lundar $7.00, Oak Point $1.55; samskot við fyrirlestra:—Hay- land $13.10, Oakview $7.01; ágóði af veitingum undir umsjón kvenfélaga :--iOakview $7.00, Reykja- vík $5.99, Lundar $5.75, Oak Point $1.35 ................. 100.72 Alls ............................................ 510.29 Gjafir í júbílsjóðinn .............„............... 763.66 Samtals .......................................$ 1,273.95 Útgjöld— Skuld við aðra sjóði 18. júní 1934..... $ 209.49 Séra Jóhann Friðrikson, starfsuppbót.... 50.00 Séra G. P. Johnson, starfsuppbót ...... 25.00 Séra B. A. Bjarnason, starfslaun....... 60.00 og fyrir ferðakostnað................ 20.00 Séra K. K. Ólafson, ferðakostnaður.... 11.35 Séra K. K. ólafson, starfslaun ....... 600.00 Útgjöld alls ...................... $ 975.84 í sjóði Í7. júní 1935 ................. 298.11 $ 1,273.95 S. O. Bjerring, féhirðir. Yfirskoðað af T. E. Thorsteinson og F. Thordarson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.