Lögberg - 01.08.1935, Síða 1

Lögberg - 01.08.1935, Síða 1
48. ARGANGUB WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 1. AGÚST, 1935. NÚMER 31 LANDNAM SHATIÐ IN LAÐAR ÞUSUNDIR TIL Gi ÍMLI 5. / tGUST Sixty years have nów passed since the arrival of the first Icelandic settlers to Manitoba, and it is most appropriate that thé Diamond Anniversary of their coming should be fit- tingly recognized. From the very first day of their arrival the sterling qualities of character possessed by the lcelandic people impressed themselves strongly upon all who came in contact with them. They were outstandmg in their power of rapidly acquiring a knoivledge of the English lamguage. They quickly adapted themselves to aquiring Canadian customs, Canadian dress a/nd Canadian ideas. They had a strong desire to edulcate themselves and their children in the ways of theland of their adoption. The progress made by them in business, professioncd and public life is ample evidence of such characteristics. The Icelamdic people have every reason to look back with pride at the part they have played in the life of the Province. When they settled on the Western shore,of Láke Winnipeg they found many hardships to overcome. During the thirty years preceding the building of the railway to Gimli the progress of their first settle- ment was greatly retarded by the lack of transportation facilities. Of no group of men and women, however, could it ever be said tvith more truth that difficulties cmd obstacles brought out tlie best in them. May I express personally, as well as for the Government, sincerest congratulations on the Diamond Jubilee of their arrival. The, best liope one could express for them is that they and their children may ever continue to follow the traditions of their race and of those early pioneers who came to Manitoba sixty years ago. JOHN BRACKEN, Premier of Manitoba. Frumbyggja minnis- varðinn á Gimli Flestir hinir eldri íslendingar munu minnast hreyfingar þeirrar, er fyrir tíu árum síÖan var hrundið á stað af mönnum í Nýja íslandi í sambandi við að reisa minnismerki á Gimli til itninningar um mennina og konurnar, sem fyrst námu þar land og þó einhverjir hafi ekki þá fylgst með því máli, þá trúum við naumast öðru, en að tilfinningin um það mál og þörfin á framkvæmd þess drengilega og réttláta fyrirtæk- is sé viðkvæm og vakandi í hug og hjarta íslendinga yfirleitt. Mál þetta siðan að þvi var hreyft af Ný-íslendingum fyrir tíu árum, hefir að mestu legið i þagnargildi en þó söfnuðust þá í þennan minn- isvarðasjóð um $90.00. í vor kom einn af nefndarmönnum þeim, sem fyrir þessu máli stóðu til Þjóðrækn. isfélagsins og fór fram á að það tæki að sér framkvæmd i málinu og helzt ef mögulegt væri, kæmi minn- ismerkinu upp nú í sumar, á 60 ára afmæli bygðarinnar. Þjóðræknisfé. lagið gat ekki vel skorast undan að taka við málinu, sökum þess, að það er i insta eðli sínu þjóðræknismál. En um hitt, að koma minnismerkinu upp í sumar, gat það ekki gefið neitt ákveðið loforð í byrjun. En svo hefir nú samt ráðist, þó að enn vanti fé til að fullkomna þetta verk, þá lét félagið byrja á því i þeirri bjargföstu von að vinir málsins sjái málinu borgið. Grunnurinn er þeg- ar fullgerður og landið, sem varðinn verður bygður á, hefir bæjarstjórn, in á Gimli góðfúslega sett til síðu og helgað fyrirtækinu. Land það er við fjölförnustu götu bæjarins, suð- vesturhornið á leikvellinum í miðj- um bænum. í sambandi við þetta minnisvarða- mál tilkynnist því, að gefnu sam- þykki og í samvinnu við nefndina, sem stendur fyrir íslendingadags- haldi á Gimli í ár, sem fram fer 5. ágúst n. k., þá verður horn- eða undirstöðusteinninn að þessum minnisvarða lagður þann dag, 5. ágúst 1935. Athöfn í því sambandi verður sem hér segir: 1. Þegar klukkan er tuttugu mínútur eftir eitt verður bæjar- klukkunum á Gimli hringt; er það merki þess að f jallkonan, sem horn- steininn leggur, fer á stað til stað- arins og allir aðrir, sem vilja vera viðstaddir. 2. Forseti tekur stjórn athafnar. innar stundvíslega kl. r.30 e. h. 3. Karlakórinn frá Winnipeg syngur á íslenzku. 4. Forseti Þjóðræknisfélagsins ávarpar' mannfjöldann i 10—15 mínútur. 5. Fjallkonan leggur hornstein. inn. 6. Karlakórinn syngur alþekt lag og allir beðnir að taka undir. Fjall- konan heldur í broddi fylkingar til skemtigarðsins þar sem skemtiskrá íslendingadagsins hefst kl. 2 e. h. M innisvarðanefndin. SAMSÆTI var skáldkonunni Jakobínu Johnson hcddið í fyrrakvöld f fyrrakvöld hélt Félag Vestur- fslendinga samsæti í hátíðarsal Stú- dentagarðsins, til þess að fagna skáldkonunni Jakobínu Johnson, og var salurinn fullskipaður. Sam- sætinu stýrði Háldan Eiríksson, formaður félagsins, og mælti hann fyrir minni ská|ldl<onunnar. Frú Jakobína hélt stutta ræðu. Þakkaði þann þátt er Félag Vestur-íslend- inga hefði átt í að bjóða henni heim, og skilaði kveðjum, en las síðan, samkvæmt beiðni, nokkur kvæði eftir sig, m. a. kvæði er hún orkti eftir að hún hafði fengið heimboð- ið, og nefnir: “Minn hugur er á heimleið” og annað orkt er hún leit ísland af skipsfjöl. Einnig tóku til máls próf. Ágúst H. Bjarnason, Ragnar E. Kvaran, Aðalbjörg Johnson, séra Sigurður Einarsson og Guðrún Jónasson bæjarfulltrúi, Unnar Sigmundarson söng nokkur íslenzk lög, en ungfrú Svanhvít Egilsdóttir lék á pianó. Frú Jakobína er nú á förum norður í land. Leggur hún af stað frá Reykjavík á laugardagsmorgun- inn, og gerir ráð fyrir að dvelja einn eða tvo daga í Reykholti, en halda síðan áfram ferðinni. í för með henni verður frændkona henn-; ar frk. Jóhanna Friðriksdóttir yfir. ljósmóðir. — 1 kvöld kl. 9 flytur Jakobína ávarp til íslendinga, í gegn um útvarpið.—Mbl. 5. júlí. HÖFÐINGLEG GJÖF A næstliðinni hvítasunnuhátíð barst Glaumbæjarkirkju í Skaga- firði höfðingleg og dýrmæt gjöf. Sóknarpresturinn séra Hallgrímur Thorlacíus, sem í 41 ár hefir þjón- að prestakallinu, en lætur af em- bætti á þessu ári fyrir aldurs sakir, afhenti þennan dag kirkjunni altaris- klæði, sem þá var notað í fyrsta sinn og er sennilega skrautlegastur gripur af þvi tægi, sem nokkurri íslenzkri sveitakirkju hefir áskotn- ast. ’ Altarisklæðí þetta er úr há- rauðu silkiflaueli, með íburðarmiklu gullkögri að neðan. En að framan er listsaumaður kross, forkunnar fagur. Er krossinn sjálfur af mik. illi snild handunninn í París, en altarisklæðið að öðru leyti saumað i Reykjavík af þeim ungfrúnum Sigríði Eggertsdóttur Briem og Þórhildi Helgason. Sem að líkum lætur má söfnuður Glaumbæjarkirkju vera hinum aldr- aða og einkar vinsæla sóknarpresti sínum þakklátur fyrir þessa fögru gjöf til minningar um meira en 40 ára starfsemi hans i þessu presta- kalli, enda mun hún lengi varðveita nafn gefandans frá gleymsku í hug- um þakklátra sóknarbarna hans. Hjörtur Kr. Benediktsson. (frá Marbæli) —Mbl. 10. júlí. Frá Islandi Eindœma síldarafli og öndvegistíð mn alt Norðurland. Frá Siglufirði sírnar tíðindamað- ur Nýja Dagblaðsins í gærkveldi, að þá hafi Ríkisverksmiðjunum borist það af síld, er hér segir: Á Siglu- firði 110 þús. mál., á Raufarhöfn 10 þús. mál og á Sólbakka 12 þús. mál, eða alls 132 þús. mál. Þetta er meiri afli á þessum tima en nokkur dæmi eru til, enda veidd. ist fyrsta síld nú 23. júní, en venju. lega byrjar veiðin ekki fyr en um mánaðamótin júní og júlí. Kemur íú hvert skip, er út fer, drekkhlað- ið um hæl aftur. Afbragðs tíð hefir verið og er nyrðra, sterkjuhiti og sólskin. Svíar auka síldveiðar sínar hér við land. Sænskur síldveiðaleiðangur, sem samanstendur af 8 skipum með um 100 manna áhöfn, leggur nú ein- hvern daginn af stað frá Smögen og áleiðis til íslands. Sænsk blöð segja, að leiðangur þessi sé gerður út í sameiningu af fiskimönnum í Bohusléni og Haakonbolaget, sem er stærsta heilsölufirma Svíþjóðar, þeirra, er verzla með matvörur. Bæði þátttakandi sjómenn og Haa- ■ konbolaget hafa lagt fram fé til leið- angursins. Auk þess hefir sænska ríkið stutt þessar framkvæmdir á þann hátt, að leggja fram vaxtalaust lán til þriggja ára. Innan Haakonbolaget eru meira en þúsund smásöluverzlanir, sem verzla mikið með íslandssíld og er ekki gert ráð fyrir að þessi nýi leið- angur geti fullnægt þörfum þeirra nema að mjög litlu leyti. Mestan hluta síldarinnar verði því að kaupa af íslendingum. í tilefni af þessu sendir Haakonbolaget síldarsér. fræðinga og verzlunarerindreka til íslands með síldarleiðangrinum. Til þess að flytja sildina frá íslandi til Svíþjóðar, hefir verið tekið á leigu norskt skip, sérstaklega smiðað til slíkra flutninga, sem er 1200 smál. að stærð. Aftur á móti eru öll síld- veiðaskipin sænsk. Er ætlunin að fyrsti síldarfarmurinn verði sendur svo fljótt að hann verði kominn til Svíþjóðar 6. ágúst, því þá verður upphafið núverandi innflutnings- bann á íslenzkri síld til Svíþjóðar. Sænsku blöðin álíta að með þess- um leiðangri sé stórt spor stigið í þá átt að Svíar geti sjálfir veitt alla | þá íslandssíld, sem landið þarfnast. Einnig hefir landssamband sænsk- ra samvinnufélaga (Ko-operativa förbundet) í hyggju að senda stór- an síldveiðaleiðangur til íslands, en naumast verður hann tilbúinn fyri en á næsta sumri. B. N. dagbl. 13. júlí. Vervlunarjöfnuðurinn. Fyrstu 6 mánuðina hefir innflutningurinn numið 22.0 milj. kr. en útflutning- urinn 15.6 milj. kr. Á sama tima í fyrra var innfl. 24.5 milj. kr. en útflutningurinn 16.2 milj. kr. Afli og fiskbirgðir. 1. þ. m. var fiskaflinn á öllu landinu orðinn 47,265 smál., miðað við fullverkað- an fisk. Er það tæpum 10 þús. smál. minna heldur en í fyrra. — Fiskbirgðirnar voru ásama tíma í ár 38,763 smál., en voru í fyrra 44,301 smál. Otflutningur á laxi. Fyrstu sex mánuði ársins hafa verið flutt út 7,670 kg. af laxi fyrir 13,900 kr. Á sama tima í fyrra var útflutning- urinn 3,820 kg. fyrir 5,560 kr. Á Melrakkastéttu hafa ^ verið þurkar og bliðviðri seinustu daga. Sláttur er nýbyrjaður en tún eru víðast illa sprottin. N. dagbl. 12. júlí. Maður drukknað — Síðastliðið föstudagskvöld féll maður útbyrðis og druknaði af vélbátnum Bergþóra úr Ólafsfirði. Maðurinn hét Har- aldur Friðrik Jónsson og var ættað- ur frá Miðhúsum í Skagafirði, 22 ára, ókvæntur. j Báturinn var að leggja ljóðina, er slysið vildi til. Ólafsfirði 7. júlí. Sundkunnátta bjargar mannslífi. —1 fyrradag reyndi stúlka að fyrir- fara sér á Akureyri með þvi að fleygja sér í sjóinn fram af Ytri- Torfunessbryggjunni. Háseti af síldarskipinu Súlan, Gunnar Klem- enzson frá Álftanesi, steypti sér eftir henni og tókst honum með frá- bærum vaskleik að bjarga henni frá druknun á síðustu stundu. Arnaðarósk FRA ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGI ISLENDINGA I VESTURHEIMI 1 ár eru þýðingarmikil tíma- mót í sögu Vestur-Islendinga. Þrjár bygðir þeirra eiga sextíu ára bygðarafmæli. Eru það Nýja Island og Winnipeg í Manitoba; Minneota í Minne- sota í Bandaríkjum; og ein, Þingvallabygð í Saskatchewan, á fimtíu ára bygðarafmœli. Þegar vér, sem nú lifum, renn- um, augunum yfir hið liðna tímabil og starf það, sem af- kastað hefir verið, finnum við til þess hversn margt það er, sem þakka ber og minnast œtti í sa/mbandi við byrjun og þroska þessara bygða, en þv't miður er hvorki tóm né tími til þess að svo stöddu. Við verð- um því að sætta okkur við, að lúta þeim með lotningu, sem börðust við erfiiðleikana á! fyrstu árvtm landnámstíðar vorrar og unnu sigur á þeim, en eru nú fallnir. Hinum, sem enn eru samferða, óskum við allrar blessunar og treystum, að atgerfi og gifta landnáms- manna bygða yðar megi verða yður styrkur sem lengst og að það sem þér byggið megi verða eins traust og eins varanlegt og grundvöllurinn var, sem landnámsmennirnir lögðu. Fyrir hönd Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, J. J. Bíldfell, forseti. KVÖLD Eftir Þorkel Guðnason. Hljóðlát nótt um heiðið stígur, hraðar för í vestur átt. Hafs að bólstri birtan sígur, brestur dagsins valda mátt. Hálfur máni himinleiðir heldur, knúinn farar þrá, slungna geislum blæju breiðir bæði yfir land og sjá. Sveipast láta svæfðar unnir silfrin-skykkju’ í nætur ró. Glóa dagsins geislar runnir geymdir fyrir handan sjó. Hvílir yfir sveit og sogni sælu-höfug aftan kyrð. Blundar jörð í blæja logni, blikar stjarna’ í óra firð. Helgi, engum hreimi rofin, hefst í kvöldsins töfra sal. Helgi, þáttum ótal ofin, eins og landnám vors í dal— Mér í huga hlýjar rísa —heilladísa þagnar mál,— öldur, sem að ylja, lýsa inst og dýpst í minni sál. Fegurð þinni, fóstra, móðir, fæ eg vart í gleymsku hrynt, þegar andans arin glóðir yzt í norðri hefir kynt. Hvílíkt djúp af friði földum fann eg við þitt mæra skaut, þegar eg á þessum kvöldum þinnar hljóðu dýrðar naut. —Lesb. Mbl. Stærsta skip Norðmanna. Stærsta skip, sem sniíðað hefir verið i Noregi, fór í reynsluferð ný- lega. Það heitir “Statsraad Hauan” og er burðarmagn þess ca. 9,900 smálestir (dw.). Það er smíðað i Akers verksted. Skip þau, sem þar eru í smíðum og til viðgerðar, eru samtals 50,000 smálestir. — 1300 menn vinna á skipasmíðastöðinni.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.