Lögberg - 08.08.1935, Blaðsíða 2

Lögberg - 08.08.1935, Blaðsíða 2
0 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. AGÚST 1935 Fjöldi fólks í Montreal flyktist niður að ströndinni til atS horfa á kappróður á björgunarbátunum á Duchess of Bedford. Efri myndin er af sigurvegurunum. Konan sem gerði við stólana Eftir Bay de Maupassant Það var á heimili de Bertrans markgreifa, um þaS leyti sem veíSi. tíminn byrjar. MiSdegisverSi var lokið, ellefu veiSimenn, átta hefSar- konur, alt ungt fólk ásamt héraSs- lækninum, vat viS stórt lýst borS, þakiS blómum og ávöxtum. ÞaS fór aS tala um ástamál, en af því spunnust miklar umræSur, sem aldrei fyrnist yfir, um þaS, hvort sönn ást sé möguleg aðeins einu sinni eSa mörgum sinnum. Dæmi voru tilgreind um menn, sem aSeins höfSu elskaS einu sinni, og önnur um þá, sem elskaS höfSu oft og heitt. Karlmennirnir álitu yfirleitt, aS þessi ástríSa gæti oft náS tökum á sömu persónu, eins og sjúkdómur, og aSkaStið gæti orSiS þvi verra, ef hindranir yrðu fyrir. Þó aS þessi skoSun á málinu væri ómótmælanleg, þá fullyrtu konurn- ar, sem bygSu skoSanir sínar á skáldskap, frekar en athugun, aS ást, sönn ást, hin mikla ást, gæti aSeins einu sinni komiS yfir hvern einstakl. ing og slíkt væri eins og elding, og þaS hjarta, sem einu sinni hefði orS- iS snortiS af slíku, yrSi ávalt eftir þaS svo snautt, rúiS og visiS, aS engin sterk tilfinning, ekki einu sinni draumur, gæti fæSst aftur í því. Markgreifinn, sem ekki hafSi veriS viS eina f jölina feldur, barSist ákaft gegn þessari skoSun og mælti: —Eg fullvissa ykkur, aS maSur getur elskaS oft af öllu hjarta og allri sál. ÞiS taliS um menn, sem hafi fyrirfariS sér út af ástamálum, sem sönnun þess, aS ekki er hægt aS elska aftur. Þá vil eg segja, hefSu þeir ekki framiS slíka flónsku, sem svifti þá öllum möguleika til jafnvægis, þá hefSu þeir jafnaS sig, og orSiS ástfangnir aftur og aftur alt til endadægurs. ÞaS er líkt á komiS meS þeim, sem elska og drekka; þeirn sem hafa orSiS druknir, drekka aftur, þeir sem hafa elskaS, elska aftur,—þetta er undir eSli hvers og eins komiS. FólkiS kaus nú læknirinn sem dómara. Var hann maSur viS ald- ur og hafSi stundaS sjálfstæSar lækningar í París, en síSan dregiS sig í hlé til sveitakyrSarinnar. Hann átti aS gefa úrskurS sinn, en hann mælti aSeins: “Eins og markgreifinn segir, þá er þetta kom. iS undir eSli hvers og eins, en hvaS mig snertir, þá hefi eg þekt mikla ást, sem hélzt samfleytt í fimmtiu og fimm ár, án þess aS nokkur dag- ur breytti henni, ást, sem aSeins endaSi í dauSanum.” Markgreifafrúin klappaSi lófum fyrir þessu. “Hve indælt, já hvi-. líkur draumur væri þaS aS vera elskaSur þannig! Hvílík hamingja, aS lifa í fimmtíu og fimm ár um- luktur af svo sterkri og heitri ást. Hve hamingjusöm og glöð hlyti sú persóna aS hafa veriS i lífi sínu, sem þannig var dýrkuS. Læknirinn brosti og mælti: “Já vissulega, frú, en ySur skjátlast ekki nema í því eina atriSi, aS sá er fyrir ástinni varS, var karlmaSur. Þér þekkiS hann, það var hr. Chouquet, lyfsali í borginni, og konuna þektuS þér líka. ÞaS var gamla konan, sem gerSi við stólana, hún kom venju- lega til kastalans árlega, en eg skal nú skýra nánar frá þessu.” Hrifning kvenfólksins var nú horfin. Andlit þeirra virtust segja: “Svei.” Svo greinileg var óbeit þeirra, alveg eins og óhæfa væri aS ástin félli öðrum í skaut en þeim fáguSu og fyrirmannlegu, sem einir væru verðir eftirtektar af efna- stéttunum. Læknirinn hélt nú áfram: “Fyrir þremur mánuðum var eg sóttur aS banabeði þessarar gömlu konu. Hún hafði komið kvöldiS áður, í vagni sínum, sem jafnframt var hús henn. ar. Vagn hennar var dreginn af aumum húðarklár, sem þér hafiS séS, og fylgdu henni tveir stórir, svartir hundar, vinir hennar og varðmenn. Sóknarpresturinn var þar einnig; hún útnefndi okkur sem löglega umboSsmenn sína, og til þess aS kynna okkur mikilvægi hinna síð. ustu óska sinna, sagSi hún okkur æfisögu sína. Eg þekki ekkert ein- kennilegra né viSkvæmara mál. Foreldrar hennar gerðu einnig viS stóla, hún hafSi aldrei átt heima í húsi á föstum grunni. Þegar hún var smábarn hafSi hún gengiS í tötrum, rifnum og skitnum. Þau dvöldu í úthverfum smábæjanna. ViS limgarðana leystu þau hestinn frá vagninu, og meSan hesturinn tók niSur og hundurinn svaf fram á lappir sínar, þá lék litla stúlkan sér í grasinu, en foreldrar hennar gerSu viS alla gamla stóla þorpsins, í skuggum álmviSarins viS veginn. Það voru litlar samræður í þessu umferðarhreysi. Eftir aS ákveðið var með fáum nauSsynlegum orS- um, hver skyldi ganga fram hjá húsunum og hrópa: “ViS gerum við stóla,” þá var tekiS til aS flétta hálminn, og ef svo vildi til aS barn- inu varS reikaS of langt, eða þaS reyndi aS slást í; leik meS þorps- börnunum, þá heyrðist hin reiðilega rödd föðurins segja: “Komdu strax, ormurinn þinn!” Þetta voru einu hlýju orSin, sem hún fékk. Þegar hún varS eldri, var hún látin safna skemdum stól- botnum, og lenti hún þá stundum meSal þorpsdrengjanna, en nú voru það foreldrar þeirra, sem kölluSu á þá ruddalega: “ViljiS þiS hypja ykkur heim, svínin ykkar. ÞiS látiS mig sjá ykkur tala viS göturæflana!” Stundum hentu litlu strákarnir grjóti í hana. En koparskildingum þeim, sem einstöku konur gáfu henni, hélt hún vandlega saman. Svo var þaS dag einn þegar hún var ellefu ára, aS hún hitti Chou- quet, litla drenginn, bak viS kirkju. garðinn, grátandi af því aS leikbróS- ir hans hafði stolið tveimur skild- ingum frá honum.. Tár þessa drengs gerðu hana sárhrygga af því hann var kominn af því fólki, sem hún hélt í einfeldni sinni, að væri ávalt glatt og ánægt. Hún gekk til hans, og þegar hún heyrði orsök- ina að hrygð hans, þá lagSi hún i lófa hans alla þá aura, sem hún átti; en þaS voru sjö skildingar. Dreng- urinn tók við þeim og hætti aS gráta. Þá gerSist hún svo djörf í gleði sinni aS kyssa hann. En þar eSa hann var allur í því aS skoSa pen- ingana, þá veitti hann ekkert viS- nám, og hún, sem fann að sér var hvorki veitt mótstaða né refsing fyrir þetta, byrjaði aftur, tók hann í faSm sinn, kysti hann innilega, og hljóp svo í burtu. HvaS gerðist nú í huga litla flæk. ingsins ? Geymdi hún minningu litla drengsins af því hún hafSi fórnaS honum aurasafni sínu eða af því aS hún hafði kyst hann fyrsta ástar- kossinum ? ÞaS er sami leyndar- dómurinn hvort sem er hjá börnum eða fullorSna fólkinu. MánuSum saman dreymdi hana um þetta horn kirkjugarSsins og þennan dreng. Til þess aS geta séð hann—ef til vill, þá stalst hún frá foreldrum sínum stundum, eða hún safnaSi skilding og skilding af iðn foreldranna eða af vistum þeim, sem hún keypti. í slíkum ferSum hafði hún stundum tvo franka í vasanum, en hún gat aðeins komiS adga á litla lyfsalann, sem leit mjög snyrtilega út fyrir innan gluggann i búS föSur síns, milli fagurrauðrar skálar og sýnis- horns af bandormi. TöfruS, æst og hrifin af ljóma hins litaða vatns og Ijómandi spegla, elskaði hún hann því meira. Hún varðveitti hina ó- afmáanlegu mynd hans í hjarta sínu. Og þegar hún hitti hann aftur nokkrum árum seinna, þar sem hann lék sér aS marmarakúlum meS fé- lögum sínum bak viS skólann, þá féll hún um háls honum og kysti hann svo ákaft, aS hann byrjaði að væla af hræðslu. Þá gaf hún hon- um peningana sína til aS friða hann —þrjá franka og tuttugu centimes —í raun og veru heilan auð, sem hann horfSi á meS glentum augum. Hann tók peningana og lofaði henni svo aS kyssa sig eins mikið og hún vildi. í næstu f jögur ár gaf hún honum alla þá peninga, sem hún gat dreg- iS saman, og lét hann þá samvizku- samlega í vasa sinn, gegn svo og svo mörgum kossum til hennar í staS- inn. Einu sinni voru þaS þrjátiu skildingar, einu sinni tveir frankar, einu sinni tólf skildingar (þá grét hún af sorg, vanmegnun og niður- lægingu, því árið hafði verið óhag- stætt) og í síðasta skiftiS voru það fimm frankar, — stór kringlóttur peningur, sem kom honum til aS hrópa upp af fögnuði. Hann var orðinn hennar eina um. hugsunarefni, og hann beiS komu hennar meS nokkurskonar óþolin- mæSi. Hann hljóp á móti henni, þeg. ar hann sá hana, svo aS hún fékk hjartslátt af gleSi. Svo hvarf hann. Þeir höfSu sent hann í skóla, eftir því sem hún gróf upp eftir krókaleiSum. Þá reyndi hún meS ýmsum ráðum aS fá for- eldra sína til þess að breyta ferSum sínum og fara þar um á helgum. Þetta tókst henni fyrst eftir aS heilt ár var liSið. Tvö ár höfðu liðiS þannig síSan hún sá hann og hann var svo breyttur, hár, fallegur og tignarlegur í skykkjunni sinni meS gyltum hnöppum, svo hún gat varla þekt hann. Hann lézt ekki þekkja hana og gekk snúSugt fram hjá henni. I tvo daga grét hún, en eftir þaS tók hún aS líSa andlegar þján- ingar hvíldarlaust. Á hverju ári kom hún á þessar stöðvar og gekk fram hjá honum án þess aS þora aS heilsa honum, en hann lét ekki svo lítiS aS renna augum til hennar. Hún elskaði hann hóflaust. “Læknir,” sagði hún viS mig. “Mér gast ekki aS neinum öSrum manni, og í raun og veru var enginn annar maður til í mínum augum.” Foreldrar hennar voru nú dánir, en hún hélt áfram starfi þeirra. Hún hafSi tvo hunda í staðinn fyrir einn, tvo hræðilega hunda, sem enginn hefði þoraS aS egna upp. Dag nokkurn er hún var á leiS til þorpsins, þar sem eftirlæti henn- ar var, þá sá hún unga konu koma út úr búS Chouquets, var sú leidd af ástmegi hennar. Þetta var konan hans; þau voru gift. , ÞaS sama kvöld kastaSi hún sér i tjörnina á ráShússtorginu. Drykkju. maSurinn er varS ráfaS þar um, dró hana upp og bar hana til lyfja- búSarinnar. Sonur Chouquets kom ofan af loftinu í morgunkufli til aS veita henni hjálp, og án þess aS þekkja hana að því er virtist, losaði hann um föt hennar, neri hana og sagði svo hranalega: “Þér eruS vitlausar. Þér megið ekki haga yS- ur svona eins og fífl.” Þetta nægSi til aS lækna hana. Hann hafði tal- aS til hennar. ÞaS gerði hana áT nægða i langan tíma. Hann vildi engin laun þiggja fyrir aS hjálpa henni, þótt hún byði þau meS mestu ákefS. Þannig leið líf hennar. Hún gerði viS stólana, og hana dreymdi um Chouquet. Árlega sá hún hann gegnum glugga lyfjabúðarinnar. Hún fór nú aS kaupa meSöl af honum í smá- um stíl, meS því móti gat hún komiS nálægt honum, talaS viS hann og gefiS honum meiri peninga. Eins og eg sagði i byrjun sögu minnar, þá dó hún núna í vor. Þegar hún hafði lokiS hinni sorg- legu æfinsögu sinni, baS hún mig að afhenda honum, sem hún hafSi alt af elskað, alt þaS sparifé, sem hún lét eftir sig, því aS hún hafði alt af unnið fyrir hann, sagði hún, jafnvel hafSi hún dregiS af mat viS sig til þess aS geta lagt fyrir, svo hún væri viss um aS hann hlyti aS hugsa um hana, aS minsta kosti einu sinni, þegar hún væri dáin. Þannig afhenti hún mér tvö þús- und, þrjúhundruS og tuttugu og sjö franka. Þegar hún var skilin viS, afhenti eg prestinum tuttugu og sjö franka, vegna jarðarfarinnar, en fór meS hitt samkvæmt boSi hennar. Daginn eftir fór eg til Chouquets lyfsala. HöfSu þau hjón nýlokið hádegisverSi, er eg kom, og sátu andspænis hvort öSru spikfeit, rauS, og sjálfum sér lík ánægS og ilmandi af vörum lyfjabúðarinnar. Þau buðu mér sæti og “Cherry- brandy,” sem eg þáði. Þvínæst byrjaSi eg frásögn mína meS hrærS- ri rödd og bjóst eg fullkomlega við því aS þau myndu ekki geta tára bundist. Jafnskjótt og hann heyrSi, aS hann hefði veriS elskaSur af þess- um flæking, af þessari stólakerlingu, af þessari dóttur götunnar, þá þrútn- aði Chouquet af reiði, alveg eins og hún hefði stoliS frá honum mann- orði hans, virðingu og heiSri, eSa einhverju því, sem betra var og dýrmætara en lífiS sjálft. Kona hans, bálreið eins og hann endur- tók aSeins í sífellu: “Þessi betlari, þessi betlarakerling.” Chouquet spratt upp, æddi fram og aftur um stofuna, meS kollhúfuna skáhalla á höfSi sér. Hann stundi loks upp: “GetiS þér skiliS þetta, læknir. Þetta er eitt af þvi hræðilega, sem kemur fyrir menn.” HvaS getur maSur gert? Ef eg hefði bara vitaS þetta meSan hún lifSi, þá hefði eg látiS lögregluna hirSa hana og setja hana í fangelsi, þannig aS henni hefSi ekki verið slept út framar, slíkt hefði eg ábyrgst. Eg varð meira en lítiS hissa, að svona skyldu áhrifin verSa af þess. ari viðkvæmu sögu. Eg vissi ekk- ert, hvaS eg átti aS gera eða segja, en erindi mínu varS eg þó að ljúka, svo eg sagði: Hún baS mig aS af- henda ySur alt þaS fé, sem hún lét eftir sig, en þaS voru tvö þúsund og þrjú hundruð frankar. En þar eS þessi frásögn mín hefir veriS ykkur mjög ógeðsleg, þá væri ef til vill bezt aS gefa fátækum þessa peninga. Hjónin litu nú bæði á mig, gagntek. in af undrun. Eg tók peningana upp, þeir voru óálitlegt samsafn allra mynta og þjóSa, bæði gull og eir. Þú spurSi eg: “Hvað viljiS þið gera?” Frú Chouquet svaraði fyrst: “Jæja, úr því þetta er síSasta bón þessarar konu, þá álít eg aS viS getum varla neitaS þvi.” — MaSur hennar mælti skömmustulegur: “ViS getum alt af keypt eitthvað fyrir þaS handa börnunum.” — “ÞiS um þaS,” svaraði eg þurlega. Þá mælti Chouquet aftur: “Jæja, viS skulum hirSa peningana, og þar eS hún baS yður fyrir aS afhenda okkur þá, þá höfum við alt af ráS meS að' verja þeim í góSum til- gangi.” Eg afhenti peningana, kvaddi og fór. í bíti morguninn eftir kom Chouquet til min og mælti frunta- lega: “Þessi kona lét líka eftir sig vagn. HvaS ætlar þú aS gera viS hann.” “Ekkert,” mælti eg. “TakiS hann ef yður þóknast.” “ÞaS er fyrirtak. ÞaS er einmitt hann sem mig vantaði. Eg ætla aS búa úr honum skjólgirSingu utan um húsgarS minn.” Hann var aS leggja af staS þegar eg kallaði til hans: “Hún lét lika eftir sig hest og tvo hunda, er yður ekki nauðsyn aS fá þá einnig?” Hann hugsaði sig um undrandi og mælti loks: “O, nei, — nei, auð- vitaS ekki. HvaS ætti eg aS gera meS þá ? Þér skuluð ráðstafa þeim,” og hann skríkti og kvaddi mig meS handabandi. Eg tók í hönd hans, því aS þegar alt kemur til alls þá er þaS ekki gott fyrir lækni og lyfsala sama héraðs aS vera óvinir. Eg ráðstafaði svo hundunum og hestinum en Chouquet notaSi vagn. inn í skjólgirðingu, en fyrir pen- ingana keypti hann fimm skulda- bréf hjá járnbrautarfélagi einu. Þetta er eina dæmið, sem eg hefi þekt í lífi mínu um mikla ást.”— Læknirinn hafði nú lokið máli sínu. Þá mælti markgreifafrúin meS tárin í augunum: “Eflaust eru það aðeins konurnar, sem vita hvernig á aS elska.” —Dvöl. Frá Edmonton 27. júlí 1935. Herra ritstjóri:— TíðarfariS hér var óvanalega kalt og votviSrasamt fyrripartinn af sumrinu, en þreyttist í byrjun júli. Þá komu miklir hitar, svo aS einn daginn var hitinn 94 gróSur í skugga. Er þaS álitinn svæsinn hiti hér. Líka hafa komiS stórfeldar regnskúrir hér víða, meS hagli, sem hafa gert skaða á ökrum hér og þar. Að öSru leyti líta akrar vel út, og búist er við að sláttur á ökrum byrji um miðjan ágúst. Miss Margrét Jónasson skóla- kennari hér í borginni, er að heim- sækja systur sína, Mrs. Hjálmar Björnsson í Minneapolis, í sumar- fríinu. Mr. Magnús Elíasson frá Arras, B.C., var hér á ferðinni nýlega. Var hann á leiS til Vancouver, til aS sitja þar á allsherjarfundi Sam- bandsflokksins (C.C.F.), sem hald- inn er þar 26.—27. júlí. SagSi hann aS þeim löndum, sem búa viS Arras liði öllum heldur vel. Mr. Jónas Jónasson kennari frá Camrose, Alta., hefir veriS í heim- sókn hjá móður sinni, Mrs. C. Jónasson, sem hér býr. Líka setti Mr. Jónasson sumarskólann, sem haldinn er hér árlega fyrir kennara, viS University of Alberta. Miss Laufey Einarsson, kennari í hjúkrunarfræði viS Royal Alex- andra spítalann, er á skemtitúr aS sjá ættingja og vini i Saskatchewan og Sylvan Lake, Alta., í sumarfrí- inu. Mr. Jakob Hinriksson og fjöl- skylda hans er nýkominn heim úr skemtiför til Gimli, Man. Mr. Hin- riksson á móSur, sem býr á Gimli, og var ferðin gerS mest til aS sjá hana. Miss Olive Goodman fór til Markerville, Alta. aS heimsækja vini og vandafólk þar í sumarfrí- inu. Hún er þar uppalin og á þvi marga kunningja þar frá þeim ár- um. Miss Goodman hefir gegnt skrifarastörfum um langt skeiS á skrifstofu eins heildsölufélagsins hér í borginni. Miss Norma Johnson, dóttir þeirra Mr. og Mrs. Carl Johnson hér í bænum, sem um langt skeið hefir sótt “The Jordan School of Dancing” hér í borginni, er nú á förum til Chicago, með kennara sinum, til aS kynna sér og æfa alt þaS nýjasta á dagskrá þar, í þeirri list. Hún stundar æfingar sínar þar viS “The Bruce School of Acro- batics.” Ilún leggur sig sérstaklega eftir “Adagio” og “acrobatic danc- ing.” Miss Johnson er sérstaklega vel þjálfuð í líkamsæfingum. og hefir vakiS mikla eftirtekt á sér í þeirri list, þó hún sé aðeins 10 ára gömul. ÞaS er mikiS sókst eftir henni til aS sýna list sína á opinber. um samkomum. ÞaS eru allar likur til þess aS Miss Johnson eigi eftir að vinna sér til frægðar og frama. í byrjun júlímánaSar voru hér á ferðinni frá Markerville, Alta., Mr. og Mrs. Jakob Benediktsson og börn þeirra; í för meS þeim var tengdamóðir hans, Mrs. Helga Stephansson, ekkja Stephans heitins G. Stephanssonar skálds. StóS þetta fólk hér við í nokkra daga, aS heim- sækja kunningja sína og venzlafólk. Mrs. A. Helgason og bróSurdótt- ir hennar, Miss Irene Jóhannsson frá Chicago, voru hér aS heimsækja Mr. og Mrs. J. A. McArthur. Mrs. A. Helgason er systir Mrs. Mc- Arthur. Voru þær á heimleið; höfðu ferðast víða vestur viS haf. Mrs. Helgason heimsótti bróður sinn þar, foreldra Irene; mig minnir þau eigi heima í Seattle. LagSi svo Mrs. Helgason þennan krók á leiS sína, til að sjá systur sína hér um leiS. Svo koma þær viS á heimleiSinni í íslenzku bygðunum í NorSur Dak- ota, aS sjá vini og venzlafólk sitt. Mrs. Helgason er uppalin þar, í grend viS Akra pósthús, og á þar því marga kunningja. Miss Violet Benediktsson og systir hennar, Mrs. Lára Meldrum, eru á skemtiför vestur í Banff og fleiri stöðum vestur i fjöllunum í sumarfríinu. Mrs. L. Benediktsson og John Benediktsson eru nýkomin heim eftir nokkra dvöl í Gibbons Alta., hjá Mr. og Mrs. Meldrum; er Mrs. Meldrum dóttir Mrs. Benediktsson. Á iSnaðarsýningunni, sem haldin var hér i júlí, fékk Mrs. A. V. H. Baldwin verSlaun fyrir tvo hluti, sem hún hafði á sýningunni. Hún fékk fyrstu verðlaun fyrir prjónaSa fingravetlinga og önnur verSIaun fyrir prjónaða sokka. Mrs. Bald- win er víst eini íslendingurinn i þessum bæ, sem um fleiri ár hefir haft muni til sýnis á iSnaðarsýning- unni, og æfinlega einhver verSlaun hlotiS.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.