Lögberg - 15.08.1935, Page 1

Lögberg - 15.08.1935, Page 1
48. ÁRGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 15. ÁGÚST 1935. NÚMER 33 KJNfí ÚTNEFNDUR 1 PRINCE ALRERT Á þvi fjölmennasta framboÖs- þingi, er hác5 hefir veriÖ í Prince Albert kjördæminu, var Rt. Hon. W. L. Mackenzie King leiðtogi frjálslynda flokksins útnefndur sem þingmannsefni þess flokks í því kjördæmi á föstudaginn var. J. H. Lindsay, K.C., bar fram tillöguna um það, að Mr. King yrÖi fram- bjóandi flokksins i Prince Albert, og var hún samþykt í einu hljóði. MeSal ræðumanna voru Andrew Knox, fyrrum framsóknarflokks þingmaður fyrir kjördæmið, Thom. as E. Fear, sá er sótti undir merkj- um þess flokks 1930 og Hon. Ian A. MacKenzie, sambandsþingmað- ur frá Vancouver. UERBERT ANDREWS BÆJ ARFULLTRÚI verður fyrir bíl á miðvikudags- Jcvöldið þann 7. þ. m. og biður samstimdis bana. Það sorglega slys vildi til á mið- vikudagskvöldið þann 7. þ. m., skömmu eftir klukkan ellefu, að Herbert Andrew bæjarfulltrúi, varð fyrir bil á Main Street, og beið sam- stundis bana. Maður sá, er stýrði bíl þeim, er Mr. Andrews varð fyr- ir, heitir William Hart, og á heima að Ste. 7 Millbrook Apartments hér í borginni; hefir hann við rannsókn málsins verið með öllu fundinn sýkn sakar af slysinu; enda hafði ekki ekið nema um 15 mílur á klukku- stundinni, er slysið bar að. Mr. Andrews þótti i hvívetna hinn mesti ágætismaður og naut hins bezta á- lits í bæjarstjórn, fyrir dugnað og samvizkusemi; skipaði hann forsæti í nefnd þeirri, er eftirlit hafði með kjörum atvinnuleysingja, er styrks nutu af hinu opinbera; auðsýndi hann i því starfi slíka árvekni, að til fyrirmyndar má telja. Er mikill mannskaði að fráfalli hans. Jarðarför þessa ágæta manns fór fram að viðstöddu feikna f jölmenni, síðastliðinn mánudag. SÝKI t HROSSUM Að því er símfregnir frá ýmsum stöðum hér í fylkinu herma, hefir all alvarleg sýki í hrossum stungið sér niður víðsvegar um fylkið og orsakað hér og þar tilfinnanlegt tjón. Dr. M. T. Lewis, fyrrum yfir. dýralæknir i þjónustu fylkisstjórn- arinnar, telur mál þetta svo mkiils- varðandi, að sjálfsagt sé, að stjórn- in útvegi þegar nægar byrgðir inn- spautunarefnis útbreiðslu sýkinnar til hömlunar og sendi það tafarlaust með flugvélum til hinna ýmsu hér- aða þar sem þörfin sé mest. FJÓRIR NÝIR DÓMARAR Bennett-stjórnin hefir nýskipað f jóra menn í dómara embætti og eru þeir þessir: P. H. Gordon, K. C., dómari í áfrýjunarrétti Saskatche- wan fylkis; J. A. M. Patrick, K.C., Yorkton, héraðsréttardómari fyrir Moosomin; A. E. Bence, héraðs- réttardómari í North Battleford, og Hon. J. F. Bryant, er verður dóm- ari í héraðsréttinum í Saskatoon. ÞINGMENSKU FRAMBOÐ 1 VANCOUVER Borgarstjórinn í Vancouver, G. G. McGeer, K.C., hefir verið út- nefndur sem merkisberi frjálslynda flokksins í Vancouver Burrard, en Hon. A. M. Manson, fyrrum dóms- málaráðgjafi fylkisstjórnarinnar, í Suður-Vancouver kjördæminu. Er hér um tvo víðkunna málafylgju- menn að ræða, sem telja má nokk- urn veginn víst að nái kosningu. Miss Thelma Guttormsson Þessi unga stúlka af íslenzku bergi brotin, hefir unnið sjálfri sér °g þjóð sinni mikinn sóma fyrir nám og hljómlist. Við prófin í vor er leið, hlaut hún hin svonefndu Matthews verðlaun (scholarship $100) og er það í annað skifti sem hún hefir hlotið verðlaun og ætið beztu einkunn við prófin. Einnig hefir hún hlotið hæstu einkunn við hina stóru samkepni fylkisins (The Manitoba Music Festival) bæði í hljómlist og söng. Aðeins 12 ára gömul var hún valin til að spila fyr- ir þá hinn bezta skóla-söngflokk borgarinnar þegar sönghöllin mikla í Winnipeg (Auditorium) var opn- uð og sýnir það bezt í hvaða áliti hún er hjá þeim, sem þá fögru list stunda og svo hefir oftar verið. Þó ung sé, aðeins 16 ára, tóku nemend- ur hennar tveir og beztu einkunnir við siðustu vor-samkepni (Music Festival). Hafa hinir lærðu dóm- endur frá Englandi sérstaklega bent á hæfileika hennar og listfengi. Hún spilar á píanó af mýkt og fegurð. Foreldrar hennar eru þau Björn Guttormsson, bróðir séra Guttorms Guttormssonar og þeirra systkina og Helga dóttir Jóns Kernested á Winnipeg Beach; þau búa að 987 Minto stræti hér í bænum. BÝÐUR SIG FRAM A NÝ í NEEPAWA Hon. Thomas G. Murphy, innan- rikisráðgjafi Bennett-stjórnarinnar, hefir verið endur-útnefndur sem þingmannsefni afturhaldsmanna í Neepawa kjördæminu. SKIPAÐUR í EMBÆTTl Mr. J. H. Stitt, sambandsþing- maður fyrir Selkirk kjördæmið, hefir verið skipaður meðlimur hinn_ ar canadisku stjórnþjónustunefndar, Civil Service Commission, og sezt því að í Ottawa í náinni framtið. Formaður nefndarinnar verður Charles H. Bland. FORSETI JARNBRAUTA- RAÐSINS Fregnir frá Ottawa þann 9. þ. m. láta þess getið, að víst sé, að Hon. Hugh Guthrie, núverandi dómsmála. ráðgj af i sambandsst j órnar innar, muni vera í þann veginn að láta af embætti sínu og verði á næstunni skipaður forseti hins canadiska járnbrautaráðs. FLUGSAMRÖND UM ISLAND. Símað er frá Ottawa þann 12. þ. m., að fullar líkur séu til að Pan- American Airways félagið stofni til reglubundinna flugsambanda i ná- inni framtíð milli Ameríku og Dan- merkur, um Grænland, ísland og Færeyjar. Fréttir frá Betel Þrjár heimsóknir kvenfélaga hef- ir Betel fengið á tiltölulega stuttu tímabili. Var sú fyrsta frá kvenfélaginu “Sigurvon” í Víðinesbygð, sem er bygðin suður af Gimli. Tek þetta fram til fróðleiks þeim, sem ókunn. ugir eru bygðaskipun í Nýja Islandi. Sú heimsókn fór fram þ. 7. júní. Margar konur í þeirri för. Sömu- leiðis nokkrir heldri menn úr þeirri bygð, er náð höfðu í ökusveinsstöðu þennan dag, því það þykir engin niðurlægingarstaða, að aka fallegum bíl alskipuðum hefðarkonum og ung- um blómarósum, við slík tækifæri. Heimsóknin hófst um kl„ 3 e. h., með veitingum rausnarlegum, er konur höfðu haft með sér. Á eftir þeim veitingum var komið saman í samkomusal heimilisins. Var byrjað með sálmasöng, biblíu- lcstri og bænargerð, er séra Jóhann Bjarnason stýrði. Þá var sungið “Hvað er svo glatt,” og Mrs. Elín Thiðriksson, forseti kvenfélagsins, flutti fallegt ávarp til Betel.— Skiftist þá á, að ýmist voru sungnir úrvalssöngvar islenzkir, af öllum viðstöddum, eða að samæfð- ar ungar stúlkur úr aðkomna hópn- um sungu fögur íslenzk lög. Við hljóðfærið var Kristján bóndi Sig- urðsson, organisti Víðirsafnaðar. Með fiðluspili skemti Miss Steina Sveinsson. Kvæðið “Sveitin min,” eftir Sigurð Jónsson frá Helluvaði, las Mrs. J. Sigurðsson. Var þetta alt góð skemtun og fór fram hið bezta. Bárdal, þó sá tvísöngur, sem hér tíðkast, sé ekki eins og tvísöngurinn gamli á íslandi, serh þótti þó ærið góður á sinni tíð. Sungu þau Mrs. ' Olson og Mr. Bardal, að vanda, frá-1 bærlega vel.— Þá voru sungnir ýmsir valdir ís- lenzkir söngvar, er allir, eða vel ' flestir tóku þátt í. Kvæði tvö stutt, en einkar falleg, las Mrs. (dr.) B. B. Jónsson. Kom upplesturinn í stað ræðu er fyrir- hugað hafði verið að Gunnl. kaupm. Jóhannsson flytti, en hann var for- fallaður, sökum alvarlegra veikinda, er komu fyrir, fremur hastarlega, á heimili hans.— Með kvæði, áður orktu, eftir hann sjálfan, skemti Lárus Árnason, blindur hagyrðingur á Betel.—Mun það hafa verið orkt fyrir svipað tækifæri og þetta og átti því vel við, að með það væri hér farið. Til þess að þakka fyrir heimsókn- ina, fyrir hönd Betel, hafði for- stöðukonan tilnefnt fyrrum kennara, Jóhannes Eiríksson, M.Á. og flutti hann ítarlega og fróðlega ræðu. Því miður hefi eg ekki ræðuna við hend- ina svo að eg geti sent hana. En ^ hún var skrifuð, eins og ræða Ás- geirs, sem þegar hefir verið birt, og væri því innan handar að hún einnig kæmi á prent, og ætti það svo að vera.— Endaði þessi heimsókn með því að sungnir voru þjóðsöngvarnir “Eld- gamla ísafold” og “God Save the King.” Þótti heimsóknin í öllu hafa verið hin skemtilegasta.— Réttri viku eftir þessa heimsókn, þ. 17. júli, kom kvenfélagið “Djörf- ung” frá Riverton, í sína tuttugustu Söngvana alla höfðu konur sjálf-] ar valið. Voru nógir söngkraftar í för þeirra aðkomnu, og þá einnigj fyrir á Betel, sem ýmsum er kunn-! ugt. Var vel sungið og mikið. End- aði samfundur þessi með því að sungið var: “Allir heilir, unz vér sjáumst næst,” “Eldgamla ísafold,” og “God Save the King.” Getur margt af gamla fólkinu á Betel sungið þennan þjóðsöng Breta eins vel og nokkurir aðrir i landinu. Til þess að svara fyrir Betel og þakka fyrir heimsóknina, hafði for. stöðukonan, Miss Inga Johnson, til- nefnt Ásgeir T. Friðgeirsson. Flutti hann fróðlega ræðu við þetta tæki- færi, sem nú þegar hefir verið birt í Lögbergi. Kom út í blaðinu þ. 20. júní s. 1. Önnur heimsóknin, sem hér ræðir um, var frá kvenfélagi Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg. Sú heimsókn var þ. 10. júlí s. 1. Fjöldi kvenna var i þeirri för. Höfðu þær með sér veitingar og var slegið upp veizlu, að gömlum og góðum islenzkum sið.— Var síðan komið saman í sam- komusal heimilisins. Byrjað með sálmasöng bibliulestri og bænar- gjörð, sem hið fyrra sinn. í förinni var margt af söngfólki, þar á meðal þau Mrs. (dr.) B. H. Olson og Paul Bardal, sem bæði eru fræg á sviði sönglistarinnar. Söng Mrs. Olson tvisvar sóló, auk þess sem hún söng tvísöng með heimsókn til Betel. í för með konunum voru sumir helztu borgarar Riverton bæjar, svo sem þeir Jóhann Briem, Sveinn kaupm. Thorvaldson, dr. S. O. Thompson og W. G. Rockett, fyrr- um hóteleigandi, sem á íslenzka konu og er því með í ýmsu íslenzku félagslegu starfi.— Byrjað var með rausnarlegum veitingum fyrir heimilisfólkið, og alla aðra viðstadda, með svipuðu móti og við hinar heimsóknirnar báðar. Þá var komið saman i samkomu- sal stofnunarinnar. Fyrst sunginn sálmurinn “Þú, Jesús, ert vegur til himinsins heim,” er forseti kvenfé- lagsins, Mrs. Guðrún Briem, hafði valið. Las síðan séra Jóhann Bjama- son biblíukafla og flutti bæn. Var þá sungið versið: “Þitt orð er, Guð, vort erfðafé.”— Að því búnu skiftust á stuttar tölur og söngur. Sungnir valdir ís- lenzkir söngvar, eins og í hin bæði skiftin. Nóg af söngfólki, eins og fyrri.— Ræðurnar fluttu þau Sveinn kaupm. Thorvaldson, Mrs. Guðrún Goodman, er forstöðukonan, Miss Inga Johnson, hafði falið að flytja þakkir frá Betel fyrir heimsóknina, Miss Elenora Júlíus, fyrrum for- stöðukona á Betel, (ásamt Mrs. A. Hinriksson), og séra Jóh. Bjarna- son, er flutti ávarp fyrir kvenfélagið Radio-talsamband milli Islands og Bretlands “1 gær töluðust við yfir radio- samband þeir Eysteinn Jónsson f jár. málaráðgjafi íslands og póstmála- ráðgjafi Breta; hinn fyrnefndi í Reykjavík, en sá siðarnefndi í Lundúnum. Næst á eftir áttu sam- tal þeir Stanhope lávarður, vara- ráðgjafi utanrikismálanna og Her- mann Jónasson forsætisráðgjafi ís- lands; laut samtal þeirra að hinu vingjarnlega, hagsmunalega og menningarlega sambandi þessara tveggja þjóða. Radio-samtal milli Reykjavíkur og Lundúna kostar 10 shillings á mínútuna.” —Daily Despatch, 2. ágúst 1935. ................ k É i É | Otvarp frá Islandi ifi (Daily News Report National Broadcasting Com- pany, Inc., RCA Building 30 Rockefeller Plaza, New York City, August 7, 1935). FORSÆTISRAÐGJAFIISLANDS TALAR YFIR ÚTVARP TIL AMERÍKU. • “ Hermann Jónasson forsœtisráðgjafi ís- lands, eyjarinnar í Norðuir-Atlantshafi, sem hefir.engan her, engan flota, engar vígvarnir, engan tekjuihalla og ekkert atvinnuleysi, lcet- ur til sín heyra yfir útvarp í Ameriku á sunnuidaginn þann 1. september næstkomandi. Fær fólk þá að hlýða á skemtiskrá, sem út- varpsráð hins íslenzka ríkis hefir undirbúið og verður stuttbylgjað til NBC-WJZ stöðva- sambandsins frá kl. 4 tU 4.30 e. h. E.D.S.T. Skemtiskráin fer fram í Reykjavik og verður stuttbylgjuð um Berlín. Auk ávarps frá for- sætisráðgjafa, verður simgið allmargt ís- lenzkra þjóðsöngva og að lokum syngur flokkur mikill þjóðsöng Islands. Þetta er í fyrsta skiftið, sem íslenzkri skemtiskrá verður útvarpað til Ameríku.” og um það um leið, í byrjun sam- komunnar. Góður rómur var gerður að ræð- unum öllum. Minst var þess, af einhverjum er talaði, að það mætti segja, að kvenfélagið “Djörfung” væri ekki hjátrúarfult, því það hefði ætlað sér að koma í heimsókn til Betel þann þrettánda i vissum mán- uði síðastliðið haust. Raunar hefði heimsóknin að mestu farist fyrir, sökum óskapa veðurs, dynjandi rign. ingar og feikna slagveðurs, er brast á að morgni þess dags, þ. 13. sept., í haust er leið. Að eins einn bíll, hlaðinn ungum blómarósum og ein þeirra við stýrishjólið, ef eg man rétt, komst alla leið, hinir allir snéru til baka og þökkuðu sínum sæla að ná til sömu hafnar aftur. Stúlkurn- ar ungu, er þær fréttu um ferða- vandræði hinna eldri, er allar munu hafa haft karl-“kúska” við stýrið, snéru bara heimleiðis í rólegheitum, frá Gimli, og komust heilu og höldnu úr þeirri svaðilför, eins og^ ekkert hefði í skorist. Dettur mér i hug það sem maður nokkur sagði við mig einu sinni, að ef um það væri að ræða, að komast í gegnum ófæru á bíl, þá færi það enginn karlmað- ur eins laglega og ung stúlka gæti það, sem væri orðin æfð í að fara með bíl og hefði óbilandi kjark að beita kunnáttu sinni; væri það sem hann kallaði “foolhardy,” sem sé, svo ofdirfskufull, að hún hefði ekki hugmynd um nokkura hættu. Þess- háttar “kúskar,” kvað hann, færu í gegnum allar ófærur, kæmust þar yfir sem enginn, nema fuglinn fljúg- andi, annars mundi komast. Vel má ú vera, að stúlkan, sem keyrði Riverton-bílinn áminsta, hafi ekki verið af þessu ofdirfskufulla, fyrirhyggjulausa, unga kyni, heldur hafi verið ein af hinum gáfuðu skólagengnu og mentuðu úrvals. stúlkum bæjarins. Þá breytist sag- an vitanlega. Bílnum þá stjórnað af snild og kunnáttu, en af góðri fyrirhyggju um leið. Endaði þessi skemtistund River- ton heimsóknarinnar með hinu venjulega móti, að allir viðstaddir sungu ættjörðinni gömlu til heilla, og sömuleiðis hans hátign, konungi hins brezka stórveldis, og þar með, auðvitað, ríkinu um leið.— Til frétta má það teljast, að Mr. Jack Johnson frá Winnipeg, kom til Betel einn góðan veðurdag, fyrir nokkuru siðan, og fylti bil sinn af vistfólki, fór með það til Winnipeg Beach, gaf því öllu ísrjóma og flutti það síðan til Betel aftur. Mun hann hafa farið tvær slíkar ferðir, ef eg man rétt, og hefir því hjest æði marga og glatt í þessum búðum ferðum. Geta má þess, þeim til leiðbein- ingar, er síðar heimsækja Betel, að fyrstu fjórir dagar vikunnar, eru allir óhentugir til heimsókna, nefni. lega sunnudagar, mánudagar, þriðju dagar og miðvikudagar. Þetta er sökum niðurröðunar á störfum heimilisins. Beztu dagarnir til heim. sókna eru fimtudagar og föstudag- ar. Laugardagar síður, þó betra sé en fyrripartur vilcu.— Öllu liður vel að Betel. Friður og ró og almenn ánægja ríkis á heimilinu.— (Fréttarit. Lögb.) Úr borg og bygð LEIÐRÉTTING í dánarfregn frú Sesselju Eggert. son, sem birtist í Lögbergi þann 7. júlí síðastliðinn, var sagt að hún hefði verið dóttir Jóhannesar Gott- skálkssonar. Þetta er ekki rétt; hún var Gottskálksdóttir, og systir Jó- hannesar. Mrs. C. Ingjaldson, Acadia Apts., hér í borginni er nýfarin austur til Fort William í kynnisför til dóttur sinnar, Mrs. Fred Gauer, er þar á heima, og mun dveljast þar um hríð. JÓNS BJARNASONAR SKÓLI heldur áfram. Akveðið er, að 23. starfsár hans hefjist með skrásetn- ing nemenda, mánudaginn 16. sept. Nákvæmar verður skýrt frá þessu í næstu blöðum. R. Marteinsson, Talsími 33 923 493 Lipton St. Mr. B. S. Thorvaldson frá Piney, Man., var staddur í borginni seinni part fyrri viku. Mr. Toe Austmann, skotkappinn viðfrægi frá Kenaston, Sask., kom til borgarinnar á föstudaginn í vik- unni sem leið. Var hann á leið til Ottawa til þess að taka þátt í skot- samkepni er þar stendur yfir um þessar mundir að tilhlutan Cana- dian Rifle skotmannafélagsins.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.