Lögberg - 15.08.1935, Blaðsíða 6

Lögberg - 15.08.1935, Blaðsíða 6
6 Týnda brúðurin Eftir MRS. E. D. E. N. SOUTHWORTH “Eg held bara að þú sért svolítinn djöf- ull! Eg gæti hrist úr þér líftóruna!” “Já, það væri auðvelt fyrir þig, föður- bróðir! Það er ekki mikið að hrista. En ef þú gerðir það, hefðir þú engan til að læðast í skjóli við með eignir ættarinnar, til þess að fá þær í hendur Dr. Grimshaw.” Jacqueline stóð á fætur og Ibjóst til að ganga í burtu. “Hæ, komdu hingað, gálan þín. Jacqueline sneri við. ‘ ‘ Það er bezt að hamra járnið meðan það er heitt, og binda þig meðan þú ert þæg, því það er ekkert á þig að treysta, þó eg geti varla ætlað þér að þú svíkir hátíðlega gefið loforð; heyrir þú?” “Nei, eg svík ekki gefið loforð.” “Jæja, gefðu mér þá þinn trúnaðareið upp á það, að ef eg kaupi búgarðinn Locust Hill, handa móður þinni, fyrir framtíðarheim- ili, að þá skulir þú giftast Dr. Grimshaw á aðfangadagskvöldið fyrir næstu jól; viltu lofa því?” “Já, eg gef þér mitt drengskaparloforð upp á það.” “Án allra undanbragða?” ‘ ‘ Án undanbragða! ’ ’ “Eg held að það sé vissara að innsigla svona loforð! Klifraðu þarna upp á borðið og náðu biblíunni ofan úr skápnum, strjúktu húsarykið af lienni og láttu ekki kóngulærn- ar koma við hana. ” Jacbueline gerði sem hún var beðin, hálf óafvitandi og kæruleysislega. “Þarna legðu nú hönd þína á þessa helgu bók og sverðu við nafn almáttugs Gnðs, að þú skulir fullnægja þeim loforðum, sem þú hefir gefið mér og þú skuldbindur þig til að halda.” “Eg lofa því,” sagði Jacqueline. “Þetta er gott, nú geturðu verið róleg; láttu bókina aftur upp í hylluna og svo getur þú farið og gætt starfa þinna.” Jacqueline lét ekki þurfa að segja sér tvisvar að fara út; hún fór og læsti hurðinni á eftir sér, en heyrði sjóliðsforingjann vera að hælast um það sem gerst hafði.. “Jæja, eg náði loksins fuglinum í búrið. Það mátti ekki seinna vera. En nú flýgur ekki unginn út. ’ ’ Hún var að velta fyrir sér hvað hann meinti, með þessum orðum, eða hvort hún hefði heyrt rétt. Jacqueline var á leiðinni til herbergis móður sinnar, þegar hún mætti frú Waugh, sem kom hlaupandi á móti henni og sagði með mesta ákafa: “Hvar hefirðu ver- ið, góða mín, eg hefi verið að leita að þér um alt húsið. Góðar fréttir, kæra Jacqueline, góðar fréttir! Nú losnar þú undan ánauðar- okinu. Hver heldur þú að sé kominn?” “Hver? Hver?” spurði Jacqueline með ákafa. “Claudy!” “Töpuð, töpuð!” hljóðaði vesalings Jacqueline upp yfir sig; hún fórnaði upp höndunum og rak upp átakanlegt angistar- óp, sem heyrðist gegnum alt húsið, og féll á- fram á gólfið, og lá um stund sem dauð væri. Skömmu eftir þetta var giftingardagur- inn ákveðinn, sem var jóladagurinn. Jacqueline skifti sér ekki af því, þó móð- ir hennar klæddi hana í brúðarskraut, hún lét sem hún vissi það ekki. Dr. Grimshaw beið eftir henni í forstofunni. Undir eins og hún kom ofan úr stiganum, tók hann í hönd henn- ar og þrýsti henni mjög áfengislega og hvíslaði að henni: “Góða mín, fyrirgefðu mér þessa föstu ákvörðun mína.” “Guð forði mér frá því, ” sagði hún og heiftin brann úr augum hennar. Það er ótrúlegt að nokkrum elskhuga geti liðið ver við hlið brúðar sinnar en Dr. Grimshaw gerði, er hann leiddi hina þvingiuðu brúður sína út í vagninn. Á eftir fylgdu brúgumasveinn og brúðarmeyjar. Sjóliðs- foringinn og frú L’Oiseau komu næst á eftir brúðhjónunum. Frú Waugh, sem ætíð var sjálfri sér samkvæm, neitaði að vera við- stödd giftinguna. Þegar brúðfylgdin kom til kirkjunnar, voru öll sæti upptekin, því f jöldi hafði safnast saman, er það kvisaðist um giftinguna. Mörg hundruð forvitin og og rannsakandi augu störðu á brjúðhjónin, er þau gengu eftir gang- inum upp að altarinu. Athöfnin hófst, en ekki heyrðist eitt ein- asta orð koma yfir varir Jacqueline, né held- ur sá nokkur að hún bærðist líkamlega, frek- ar en hún væri kaldur marmari. Presturinn fékst ekkert um það þó hún svaraði engu hin- um lögboðnu spurningum, en tók það sem feimni eða hæversku, en áleit það svo sem sjálfsagt að hún hefði svarað játandi. Athöfninni var lokið og presturinn hafði Wessað yfir brúðhjónin og söfnuðinn, og að- I LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. ÁGÚiST 1935. standendur og vinir brúðhjónanna þyrptust í kringum þau til að óska þeim til lukku. Einn meðal þeirra, sem komu til að óska þeim til lukku, var Thurston Wilcoxen. Waugh sjóliðsforingja geðjaðist mjög vel að honum, enda var hann hið mesta glesimenni og bar langt af öðrum að allri hegðun og prúðmensku. Waugh sjóliðsforingi bauð honum að koma heim með þeim, og sitja hina sameinuðu brúðkaups og jólaveizlu með sér og brúðhjónunum. Eg býst við að Grim. vilji keyra heim í litla vagninum, hann mun ekki kæra sig um að liafa aðra farþega en brúði sína. Jæja, við getum öll komist í stóra vagninn,” sagði sjóliðsforinginn, sem lék á alsoddi af ánægju. Dr. Grimshaw beið ekki boðanna, tók brúðina í fang sér og lét hana upp í litla vagn- inn og settist við hlið hennar. “Jæja, mín fagra og elskulega, þá loks- ins ertu orðin mín,” sagði hann og leit í augu hennar. “Svo er guði fyrir að þakka, að eg er ekki þín. Eg hefi aldrei svarið þér neinn eið. Eg hefi ekki opnað varir mínar, eða hugsað á þann veg að sverja þér nokkurn eið. Eg hefi aldrei lofað þér neinu,” sagði Jacqueline, og sneri sr snúðugt frá honum, og þau töluð- ust ekki meira við á heimleiðinni. 11. Kapítuli. Það voru töluverð umskifti fyrir Thurs- ton Wilcoxen að koma heim, eftir hina löngu veru sína í E|vrópu. Það, að höfðingjasetrið Dell-Delight, hafi einhverntíma borið nafn með rentu, en nú var það orðið lítið annað en skuggi horfinnar dýrðar, og virtist ekki eiga meira skylt við heimilið en nöfn konunglegra forfeðra eigandans, einhversstaðar langt aft- ur í öldum, sem hann þurfti oft að vitna til. Gamli Wilcoxen var einn þeirra manna, sem hafa mammon fyrir sinn guð. Hann hafði fengáð stórfé að erfðum. Hann hafði og gifst hálfsystur Waugh sjóliðsforingja, fyrir peninga; og auk þess hafði hann grætt með harðneskju og nurli, fé á tá og fingri, alla sína æfi, þar til nú, að hann var orðinn níutíu og fimm ára gamall. Hann var svo stórauðugur, að sagt var að hann varla vissi aura sinna tal. Kona hans og þrjú börn voru dáin, svo nánustu ættingjar hans, sem voru á lífi, voru barnabörn hans. Tburston var sonur elzta sonar hans. Cloudesley Morning- ton var sonur eldri dóttur hans; og vesalings Fanny Laurie var dóttir yngstu dóttur hans. Þau Thurston og Fanny höfðu fengið dá- lítinn arf eftir foreldra sína, sem var óháð yfirráðum afa þeirra. En vesalings Claudy hafði verið eftirskilinn í heiminum, er hann misti foreldra sína, sem algerður munaðar- leysngi, sem varð að treysta á góðvild mann- anna til þess að halda í sér lífinu, eða eftir- talinni og illa útlátinni hjálp ríkra ættingja sinna. Hinn elzti og náskyldasti ættingi drengj- anna og umsjónarmaður þeirra var gamli Wilcoxen. Hann hafði tekið þá á heimili sitt til uppeldis og til þess að þeir gætu notið til- sagnar í þorpsskólanum, en hann áleit óþarft að þeir fengju meiri mentun en gamli skóla- kennarinn í þorpinu gat veitt þeim; sem var svo vel að sér, að hann gat kent þeim að tíu tíu centa peningar væri dollar; hann gat og kent þeim hvar og hvernig þeir ættu að skrifa nöfn sín undir viðtökuskírteini, ef þeir tækju á móti peningum eða öðrum munum. Hann gat og kent þeim að lesa úr ógreinilegum undirskriftum á skuldbindingarskjölum, og setja á sig dag og stund þegar loforð um greiðslu féllu í gjalddaga. Hann sagði að þetta væri nóg mentun fyrir unga menn, það væri nóg til þess að kenna þeim að spara og gæta sín, en ekki nqg til að freista þeirra til að eyða fé sínu heimskulega, í ferðalög, bóka- kaup, myndir og málverk, myndastyttur, fínan fatnað og annan fávíslegan hégóma, og kostnaðarsöm leikspil og gjálífi. Hann hélt mest upp á Thurston, líklega af því hann bar hið volduga ættarnafn og hafði erft dálitla upphæð eftir foreldra sína. Hr. Wilcoxen hefði sér að bagalausu getað gefið homim meira tækifæri til mentunar og kostað hann á hærri skóla, en hvernig átti hann að komast út úr því, að láta Thurston halda áfram námi og komast hjá því að eyða peningum til hjálpar eða menningar Claudy, sem var þó líka barnabam hans; en hann var alveg eignalaus, svo það voru engin tiltök. Hann reyndi því að skýla þessari nísku, bæði fyrir sjálfum sér og öðrum með allra handa íhalds og sparsemis kenningum. Það var ekki sársaukalaust fyrir dreng- ina að sjá jafnaldra sína úr nágrenninu vera senda til náms á æðri mentaskóla, en þeir voru teknir út af þorpsskólanum til að þræla á ökrunum, sem var algerlega óþekt þar á þeirri tíð. Þegar sjóliðsforingi Waugh heyrði þetta, varð hann afarreiður, æddi fram og aftur og stappaði þungt í gólfið með stafnum sínum, og sór við allar helgar og vanhelgar vættir, að sú skömm skyldi aldrei spyrjast, að hans náskyldustu ættingjar yrðu aldir upp eins og ruddalegir og óupplýstir bænda ræflar. Hann heimtaði keyrsluvagninn sinn og keyrði í spretti yfir að Charlotte Hill, þar sem hann innritaði nöfn þeirra beggja frænda sinna á nýsveinalistann og ábyrgðist allan kostnað af veru þeirra í skólanum. Að þessu loknu skip- aði hann keyrslumanninum að keyra undir eins til Dell-Delight, þar sem hann átti langt tal um þetta mál við Mr. Wilcoxen. Gamli maðurinn virtist ekki taka erindi sjóliðsforingjans neitt illa; honum fanst það sanngjarnt að þer 'bæru báðir kostnaðinn við að menta drengina. Hann fór og feótti dreng- ina út í akurinn, þar sem þeir voru að plægja, og lét búa þá út til þess að fara á mentaskól- ann í Charlotte Hill, og mentast eins og hæfði barnabörnum slíks herramanns. Drengjunum virtist ekki finnast mikið til um þennan nýja boðskap, sem gamli maður- inn hafði tilkynt þeim með skipandi og alt annað en þýðum málróm; en þeir voru því svo vanir, að þeim brá ekki við það. Waugh sjó- liðsforingi var ömmu bróðir þeirra, og sem slíkur fanst honum að hann hafa fullan rétt til að ráða mentun þeirra og sýna þeim vald sitt, ef honum svo sýnc^st. Þeir skoðuðu þetta nýja tiltæki þeirra karlanna frá því sjónarmiði. Þó voru þeir í hjarta sínu mjög þakklátir sjóliðsforingjanum fyrir þetta tæki- færi til að komast áfram á mentabrautinni, sem þeir báðir þökkuðu lionum og hans til- hlutun. Þeir stunduðu námið af hinum mesta á- kafa og einlægni. Þeir voru báðir í heima- vist í skólanum og sváfu saman. En í skóla- fríinu voru þeir sinn í hvoru lagi. Thurston var hjá afa sínum á Dell-Delight, en Claudy var á Luckenough. Þegar drengirnir höfðu lokið námi í mentaskólanum, var Waugh sjóliðsforingi í vandræðum með hvað hann ætti að velja sem framtíðarlífsstarf fyrir Claudy. Honum kom því til hugar að beita áhrifum sínum við flota- máladeildina, og útvega miðskipsmanns-stöðu fyrir Claudy á einu af herskipum stjórnar- innar. Hr. Wilcoxen, sem nú var orðinn gamall og hnignaði ár frá ári, en á sama tíma var sonar sonur hans að þroskast og hafa meiri áhrif á hann. Þessi áhrif jukust smátt og smátt með hverju líðandi ári, þó honum gengi lítið betur í að sigrast á liinni rótgrónu íhalds- semi hans og nísku, en Hollendingur að þurka upp .Zuider sjóinn. Þegar nú að gamli Wilcoxen heyrði það að búið væri að útvega Claudy stöðu, og hann mundi ekki verða hans handbendni, fór hann að verða svolítið viðráðanlegri og hlusta á hinar þráföldu óskir Thurstons að hann mætti halda áfram námi við þýzkan háskóla, og að loknu náminu fengi að ferðast um Austur- Evrópu; og loksins eftir margar bænir og að gefnum mörgum loforðum um að eyða, ekki nema því minsta sem hann gæti komist af með af peningum, samþykti gamli maðurinn þessa fyrirætlun. Dvöl Thurstons utanlands varð langtum lengri en í fyrstu var til ætlast. Fyrst var hann hálft þriðja ár við háskólann, svo ferðað- ist hann í tvö ár, og að síðustu var hann hátt á annað ár í París. Afi hans hefði aldrei liðið þessa löngu veru hans í Evrópu, ef hann hefði átt að borga kostnaðinn úr sínum vasa, en kostnað- urinn var borgaður með fyrirfram greiðslu af hinum litlu eignum Thurstons, sem afi- hans tók til sín. Svo þegar Thurston loksins kom heim eftir fimm ára dvöl erlendis, voru eignir hans að mestu gengnar til þurðar og inntektir hans voru næstum engar. Hann var því svo að segja öreigi, en skuldaði engum neitt og var öllum óháður. Þessi ungi og af- burða efnilegi maður hafði yfirgefið hið margbreytta og glaðværa líf og umgengni við hina þektustu menta- og fræðimenn í París, til þess að hverfa heim í hið daufa og fá- breytilega líf á heimili afa síns. Hann hafði komist til lögaldurs, rétt áður en hann fór frá París, og þegar hann kom heim, var hann skipaður fjárráðamaður vesa- lings Fanny Laurie, og falin tilsjá með henni. Það fyrsta, sem hann gerði var að fara og sjá Fanny, þar sem hún dvaldi á geðveikra- hæli, langt norður í ríkjum, og kynnast sjálf- ur högum hennar og ástæðum. Þegar hann fékk þá skýringu hjá yfir- lækni stofnunarinnar, að hún væri ólæknandi, en alveg hættulaus hvar sem hún væri, afréð hann að taka hana út af stofnuninni, þar sem hún var innilokuð, og fara með hana til átt- haga sinna, þar sem hún gæti óhindruð milli skógarbeltanna, hæðann og lækjanna, sem henni voru svo kær í æsku, fundið sitt forna frelsi og ró, og hvílt sitt sjúka hjarta og hug við söng sumarfuglanna og hinn ljúfa lækj- arnið, og þar sem hann gæti verið nálægt henni. Gamli Wilooxen var þessu smaþykkur og hvatti til þess, en það stafaði hvorki af mann- úð eða umhyggju fyrir velferð vesalings Fanny, heldur af því að hann hélt að það mundi kosta minni peninga að hafa hana heima, en borga með henni á stofnuninni. Hann var vanur að segja: “Hvað á þaið að þýða að vera að borga fyrir fæði og hjúkrun og læknishjálp á geðveikrahælinu, þegar fæði liennar aðhlynning og lækniskostnaður yrði svo mikið ódýrari heima?” Gamli maðurinn vonaðist eftir, og beið með óþreyju þeirrar stundar, að vesalings Fanny hrykki upp af, því þá átti Thurston að erfa eignir hennar; og hann var að hugsaum það eitt, að hver dollar af inntektum hennar, sem sparaðist, legðist við höfuðstólinn og arfurinn yrði þeim mun meiri er hanú félli Thurston í hend- ur. Skömmu eftir heimkomu Thurston^ gerði gamli maðurinn honum kunn þau skilyrði, sem hann yrði að undirgangast áður en hann gerði hann að einka-erfingja sínum; þau voru tvö. 1 fyrsta lagi að hann yfirgæfi sig ekki meðan hann lifði; og í öðru lagi, að hann gifti sig ekki nema með sínu fulla samþykki. “Eg kæri mig ekki um að vera skilinn eftir ein- samall í ellinni, drengur minn; og að hinu leytinu langar mig ekki til að sjá þig fleygja þér í fangið á einhverri stelpunni, sem á minna til en þessar i;eitur, sem eg eftirlæt þér. ’ ’ 12. Kapítuli. Það leit ekki eins vel út með þessa áætlun og útreikning Wilcoxens gamla, eins og hann hélt, því að sonarsonur hans • hafði óafvit- andi séð og lítilsháttar kynst Marian May- field morguninn, sem hann mætti henni við garðshliðið á Old Field, er hann var að leita að vesalings Fanny. Það hafði vaknað í með- vitund hans honum áður óþekt tilfinning, er stríddi á hann og mynd hinnar fögru, sak- lausu og blíðu stúlku stóð honum stöðugt fyrir hugskotssjónum. Þetta engilbjarta og blíða andlit, þessir gullnu lokkar, 'hinn fagri háls og holdugu handleggir og hvelfdu og mjúku brjóst; myndin var svo fögur, full unaðar, nautna og lifandi æskufjörs. Fyrst í stað hugsaði hann lítið um þessa töfrandi mynd þegar henni brá upp í huga hans, og hann var sér næstum óafvitandi þeirra áhrifa sem hún hafði á hann, og hvern- ig hugsunin um hana dreifðist og fléttaðist um alla tilveru hans. Loksins þegar hann gerði sér skynsamlega grein þeirra áhrifa, brosti hann að sjálfum sér og fór að hugsa um hvort að hann væri í alvöru orðinn ást- fanginn; og honum brá við hugsunina og reyndi að hrinda henni úr huga sér; en það var ekki svo auðvelt. Hvar sem hann var staddur og hvað sem hann hafði fyrir stafni, þá stóð myndin alt af fyrir hugskotssjónum hans, og í staðinn fyrir að þreytast eða reið- ast út af þessu, þá opnaði hann helgidóm hjarta síns fyrir þessari þægilegu mynd, setti hana í hásæti sinna helgustu tilfinninga, þar sem hún var hæstráðandi og stafaði unaði og sælu um alt líf hans. Bráðlega varð hugsunin um hana sterk- ari í huga hans en alt annað, og honum fanst hann ekki liafa neina ró, nema sjá hana lík- amlega í sinni töfrandi fegurð. Fara að sjá hana? Til hvers? Hann reyndi ekki að gera sér frekari grein fyrir því, eða svara þessum spurningum, er komu upp í huga hans, í sambandi við það mál. Þannig leið ein vika eftir aðra. Hann átti í stríði við tilfinningar sínar, þó honum hefði verið skipað að gleyma þessari fallegu stúlku, þá liefði lionum verið það ómögulegt, því hvar sem hann fór um í sveitinni til að líta eftir eignum afa síns, eða til þorpanna B.— eða C.— þá heyrði hann alstaðar talað um Marian, og stundum sá liann hana tilsýndar, en honum var ómögulegt að ná tali af henni, nema með því að brjóta viðteknar kurteysis- venjur. Hann bæði sá hana og heyrði talað um hana í samkvæmislífinu, meðal heldra fólksins, þar sem hann bjóst sízt við að um- komulaus stúlka sem hún hefði nokkurt tæki- færi til að vera með. Marian sótti reglulega mótmælenda kirkj. una í Benedict, og á morgnana kendi hún í sunnudagaskólanum, og á undan kvöldmess- unni tók hún á móti hóp svertingjabarna til kenslu. Tburston hafði ekki verið kirkjurækinn, hann gekk að vísu stundum í katólsku kapell- una og stundum í mótmælenda kirkjuna, en nú fór 'hann að ganga stöðugt í hina síðarnefndu kirkju; það er mjög líklegt að það hafi ekki verið skaparinn, miklu fremur það skapaða, sem dróg hann þangað, því ef að hann sá ekki Marian í sæti sínu, þá varð söngurinn, bæn- iraar og prédikunin lítilsvirði fyrir hann og mistu alveg í huga hans allan tilgang og meiningu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.