Lögberg - 15.08.1935, Blaðsíða 7

Lögberg - 15.08.1935, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. ÁGÚST 1935. 7 Fimtugaáta og fyrsta ársþing IIINS EVANGELISKA LÚTERSKA KIRKJUFÉL. ISLENÐINGA 1 VESTURHEIMI. Haldið að Mountain, N D., og í Winnipeg, Mamitoba 19. til 25. júní 1935. (3) Officers shall be elected by ballot at each convention for the delegates present, and shall serve until their successors are chosen. No officer shall hold the same office möre than three years consecutively. (4) Vacancies which may occur in the offices excepting President and Vice-President shall be filled by the Ex- ecutive Committee. (5) Should the Presidency become vacant the Vice-President shall assume the duties of the President for the unex- pired term. (6) The officers and secretaries of the Young People’s As- sociation of the Icelandic Evangelical Lutheran Synod of North America together with the members of all standing committees shall be considered duly accredited delegates to every convention held during their term of office. (7) No individual over the age of 35 shall be eligible as a delegate. Article 8. Dues. (1) The dues for the affiliated societies and organizations shall be ten cents per member per annum. (2) Each local Young People’s Association shall be respons- ible directly to the Treasurer of the Young People’s As- sociation of the Icelandic Evangelical Lutheran Synod of North America for the dues of its membership. Article 9. Amendments. Any portion of this constitution may be amended by a two thirds vote of the delegates present at any convention of the Young People's Association of the Icelandic Evangelical Lutheran Synod of North America provided however that 55% of eligible delegates be for this purpose considered a quorum. Sunginn var sálmurinn nr. 22 og fundi síðan slitið kl. 11.30 f. h.—HafSi þingmönnum og gestum verið boðið til miðdagsverð- ar hjá Garðarsöfnuði, í samkomusal á Garðar, og var lagt af stað í bílum suður þangað frá Mountain kl. um 12 á hádegi.—Var komið aftur úr hinu rausnarlega heimboði Garðarsafnaðar nálægt kl. 2 e. h., rétt í tíma til að taka þátt í hátiðarmóti því, er áætluð dagsskrá þessa Júbílþings gerir ráð fyrir, að fram fari eítir há- degið þenna sama dag. Hátðarmót kl. 2 e. h. sama dag. Það fór fram í lystigarði Mountain bæjar. Var því stýrt af forseta. Byrjað var með bæn er séra Sigurður Ólafsson flutti. M. F. Björnson, bæjarstjóri á Mountain, flutti stutta en skemtilega tölu og bauð kirkjuþingsmenn og gesti velkomna. Skiftist þá á, ræðuhöld og söngur, er til hafði verið vandað. Ræðumenn voru séra H. B. Thorgrimsen, séra N. S. Thorláksson, dr. B. B. Jónsson og dr. Richard Beck.—Kveðjur og árnaðarorð fluttu séra H. A. R. Helsem frá Grand Forks, frá Dakota-deild Norsku kirkjunnar í Ameríku; séra F. Nelson, frá Saskatoon, frá Sænsku Augustana Sýnódunni, og frá dr. Brindell, fyrrum forseta þess kirkjufélags; dr. Rögnvaldur Pétursson, frá Sam- bands kirkjufélagi íslendinga í Vesturheimi, og dr. Richard Beck, frá Þjóðræknisfélagi íslendinga i Vesturheimi. Forseti gatt þess, að hann hefði boðið séra Jakob Jónssyni, presti á Norðfirði á ís- landi, á mót þetta og væri hann nú hér viðstaddur, en mundi flytja ávarp sitt síðar á þingi. Mótið stóð yfir fullar þrjár klukkustund- ir og var lokið með því að sungnir voru þjóðsöngvar íslands, Breta og Bandaríkja. Tók þá lúðrasveit að spila fyrir mannf jöld- ann er þarna var saman kominn. Var mótið afar-f jölment og fór fram hið bezta.---- Að kvöldi hins sama dags var ungmennamót í samkomusal Mountain bæjar. Hófst það kl. 8.30 e. h. Skýrði forseti frá tildrögum þess og tilgangi og gat þess um leið, að Ásgeir Bardal, ungur kirkjuþingsmaður frá Winnipeg, sem nýlega var kosinn formaður íslenzka ungmenna sambandsins, mundi stýra þessu móti. Var þá byrjað með bænargjörð er séra E. H. Fáfnis stýrði. Fór þá fram, á víxl, söngur, hljóðfærasláttur og ræðuhöld, er ungt fólk lagði sjálft til. Fór það fram hið bezta. Ræðumenn voru forseti, Ásgeir Bardal, er flutti inngangsræðuna, Jón Sig- urðsson stúdent frá Selkirk; Jón Nordal, frá Brú, Man., er þó ekki hafði getað komið á mótið, og las séra E. H. Fáfnis ræðuna, og séra Valdimar J. Eylands, frá Bellingham, Win., er unga fólkið hafði sérstaklega fengið til að flytja erindi á þessu móti.— Hljóðfærasláttur og söngur var ágætur. Fjölmenni var viðstatt og var gerður hinn bezti rómur að samkomu unga fólksins. Munu nánari frgenir af móti þessu sennilega birtast innan skamms i ís- lenzkum blöðum. ÞRIÐJI FUNDUR. í kirkju Vikursafnaðar, að Mountain, þ. 21. júní, kl. 9 f. h. Fyrst ifór f ram bænargjörð, er séra Jóhann Fredriksson stýrði. Gjörðabók 1. og 2. fundar var lesin og staðfest. Forseti las upp heillaóskaskeyti til þingsins frá herra Guð- mundi Grimssyni dómara og frú hans. Var samþykt, að skrifari sendi þakkir þeim hjónum fyrir heillaóskina. Fyrir hönd dagskrárnefndar lagði séra G. Guttormsson fram þessa skýrslu: Dagskrárnefndin hefir íhugað hina ítarlegu og vel sömdu skýrslu forseta, einnig hefir hún farið yfir skýrslu skrifarans, og leyfir hún sér að leggja til að þessi mál verði tekin til meðferðar á þinginu: 1. Heimatrúboð 2. Kristniboð í útlöndum 3. Betel 4. Jóns Bjarnasonar skóli 5. Útgáfumál 6. Fjármál 7. Æskulýður og kristileg uppfræðsla 8. Kristindómur og mannfélagsmál 9. Samvinna með öðrum kirkjufélögum. 9. Samvinna með öðrum kirkjufélögum. Á kirkjuþingi að Mountain þ. 21. júní 1935. G. Guttormsson G. B. Björnson S. Ólafson. Var skýrslan samþykt. Tekið var fyrir fyrsta mál á dagsskrá: Heimatrúboð. Málið var innleitt með ítarlegri ræðu af forseta, og tók þá séra N. S. Thorláksson við fundarstjórn á meðan. Urðu miklar umræður og fjörugar um málið, þar til S. S. Einarsson gerði þá tillögu, er S. O. Bjerring studdi, að skipuð sé í þetta mál 5 manna þingnefnd. Var það samþykt. Bað forseti séra Steingrím, er enn stýrði fundi, að skipa þessa nefnd og til- kynna á næsta fundi, með því að fundartimi sá, sem fyrirhugað- ur hafði verið, frá kl. 9 til 11 f. h., var á enda. Var þá sunginn sálmurinn nr. 14, og fundi síðan slitið kl. 11.15 f. h. Næsti fund- ur ákveðinn að kvöldi sama dags í kirkju Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Til þess að þiggja miðdagsverðar heimboð hjá Vídalíns- söfnuði, að Akra, N. D., lagði allur þingheimur og gestir af stað í bílum, frá Mountain, kl. 11.30 f. h. Fóru veitingar fram í stórum og rúmgóðum fundarsal, að Akra, og voru hinar kostulegustu. Eftir þær veitingar og þann mannfagnað, er þeim var samfara, var ferðin hafin á ný, norður til Winnipeg-borgar. Hafði dvöl kirkju. þingsins, og gesta þess, í Dakota, verið að öllu hin ánægjulegasta. FJÓRÐI FUNDUR. FIMTI FUNDUR. þann 22. júní kl. 9 f. h. Fundurinn hófst með bænargjörð er séra V. J. Eylands stýrði. Gjörðabók 3. og 4. fundar var lesin og staðfest. Formaður kjör- bréfanefndar tilkynti, að ifulltrúi Guðbrandssafnaðar, Th. J. Gíslason, væri farinn af þingi, og væri þess æskt, að kosinn vara- maður, J. G. Gillis, taki sæti hans í þinginu. Var það borið undir álit þingsins, af forseta, og samþykt í e. hlj.— Fyrir hönd hátiðarnefndar lagði séra Rúnólfur Marteinsson fram þessa skýrslu: Skýrsla hátíðarnefndar. Þegar hátíðarnefndin var kosin á kirkjuþingi í fyrra hafði nefnd frá næsta þingi á undan, að nokkru hugsað málið og lagt fram ýmsar tillögur þar að lútandi. Hátíðarnefndin fór að all- miklu leyti eftir því áliti, en þegar hún fór að glíma við veruleik- ana reyndist nokkuð af því óframkvæmanlegt, jafnvel þótt sumt af því hefði verið æskilegt. Nefndin hélt tvo fundi á árinu, 7. ágúst og 6. nóvember. Var á fyrri fundinum kosinn formaður, séra Rúnólfur Marteinsson og ritari séra Haraldur Sigmar. Vegna fjarveru nefndarritarans á síðari fundinum, var Mr. G. J. Oleson kosinn fundarskrifari. Framkvæmdir nefndarinnar hafa verið á þessa leið: 1. að annast júbíl-sjóðinn 2. að ákveða byrjun þingsins á Mountain, N. D., en áfram- haldið í Fyrstu lút. kirkju í Wjinnipeg; 3. að undirbúa hátíðarþingið; að gefa út tvö minningarrit. Annað þeirra er á íslenzku og hefir að geyma sögu kirkju- félagsins, 1885 til 1935, og er hún samin af Dr. Richard Beck, prófessor við ríkisháskóla Norður-Dakota í Grand Forks. í viðbót eru þar einnig skýrslur, sem séra Jóhann Bjarnason hefir safnað og samið. Þetta rit samanstendur af nokkrum heftum “Samein- ingarinnar.” Hitt ritið er á ensku, samið af séra K. K. Ólafson forseta kirkjufélagsins. Sérstök atriði sem nefndin hefir stofnað til í sambandi við hátíðarþingið, auk guðsþjónuálanna, má nefna: 1. hátíðarsamkoma að Mountain; 2. ungmennamót þar einnig; 3. fyrirlestur, fluttur af Dr. B.. B. Jónsson; 4. alenskt mót í Winnipeg til að taka á móti kveðjum gesta frá ríki og kirkju; 5. mót, sem Bandalag lúterskra kvenna annast; 6. söngsamkoma undir stjórn hr. Páls Bardals, söngstjóra Fyrstu lút. kirkju; 7. ■ alíslenzkt fagnaðarmót síðasta kvöld þingsins. Féhirðir kirkjufélagsins, Mr. S. O. Bjerring, hefir starfað sem meðlimur nefndarinnar alt árið. R. Marteinsson, fyrir hönd nefndarinnar. Samþykt var eftir litlar umræður, að veita skýrslunni mót- töku, með þökkum til nefndarinnar fyrir verk hennar, og leysa hana þar með frá störfum. Benti forseti á um leið, að séra Rún- ólfur, sem formaður nefndarinnar, hefði lagt fram sérstaklega mikið starf til undirbúnings hátíðarhaldinu og væri honum, þó öll nefndin hefði unnið vel, meira að þakka í þessu tilliti en öllum öðrum. Var honum greitt sérstakt þakklætisatkvæði með því að allir risu úr sætum, samkvæmt tillögu Jóns Gíslasonar.— Þá lá fyrir annað mál á dagsskrá: Kristniboð í útlöndum. Með því að skýrsla trúboða kirkjufélagsins, í Japan, var ekki komin inn á þing, var samþykt, að fresta þessu máli þar til á þriðjudag fyrir hádegi.— Þá lá fyrir þriðja mál á dagsskrá: Betel. Var mál það lítillega rætt, en síðan samþykt, að þingið þakki forstöðunefnd og starfsfólki heimilisins fyrir vel unnin störf á árinu, samkvæmt tillögu G. Thorleifssonar. Lagði þá G. B. Björn- son til, en margir studdu, að mál þetta sé með þessu þannig af- greitt á þingi í þetta sinn, og tekið sé fyrir næsta mál á dagsskrá; og var það samþykt.— Þá lá fyrir fjórða mál á dagsskrá: Jóns Bjarnasonar skóli. En með því að skýrslur um skólahaldið voru ekki nema að sumu leyti við hendina, var því frestað og tekið fyrir fimta mál á dagsskrá: Útgáfumál. Var málið fyrst skýrt af forseta og síðan rætt all-itarlega. Loks var samþykt, að vísa þvi til 5 manna þingnefndar. í nefnd- ina voru skipaðir: G. B. Björnson, J. J. Vopni, J. Hjörtson, Run- ólfur Benson og O. Anderson.— Þá lá fyrir sjötta mál á dagsskrá: Fjármál. Málið var lítillega rætt, en síðan samþykt að fresta þvi þar til síðar á þingi. Þá lá íyrir sjöunda mál á dagsskrá: . AJskulýður og kristileg frœðsla. Var mál það rætt af fjöri og áhuga. í því sambandi minst á sunnudagsskólastarf, fermingar undirbúning, ungmennafélög o. fl. Dr, B. B„ Jónsson gerði þá tillögu, er studd var af mörgum, að þingið lýsi ánægju sinni yfir stofnun hins nýja ungmennafé- lagasambands, og viðurkenni það sem mikils verðan þátt í starfi kirkjufélagsins. Var það samþykt í e. hlj.— Tilkynti þá forseti Ásgeir Bardal, formanni ungmennafélaga sambandsins, þessa niðurstöðu, þakkaði unga fólkinu hina góðu viðleitni og framtakssemi þess; kvað kirkjufélagið reiðubúið til ákveðinnar samvinnu og árnaði félagasambandinu heilla og ham- ingju í öllu framtíðarstarfi þess. Flutti þá Ásgeir Bardal stutta tölu um tilgang og áhugamál ungmennasambandsins og þakkaði forseta heillaóskina og hin vingjarnlegu og hlýju ummæli hans.— Var málið þá enn rætt all-ítarlega, þar til séra E. H. Fáfnis gerði þá tillögu, er studd var af skrifara, að þessu máli sé skift í tvent. Sé ungmennafélög annað málið, en kristileg frœðsla œsku- lýðs hitt málið. Var það samþykt.— í þessu bili tilkjmti forseti, að til þings væri kominn dr. G. F. Gullixson, virðulegur sendiboði frá American Lutheran Con- ference og frá Norsku kirkjunni í Ameríku. Mundi hann ávarpa þingið á væntanlegum kvöldfundi þess.— Var þá tekið til að ræða um fyrra hluta sjöunda liðs (a) á dagsskrá: Ungmennafélög. Eftir nokkrar umræður var samþykt að vísa málinu til 5 manna þingnefndar. I nefndina voru skipaðir þeir séra H. Sigmar séra E. H. Fáfnis, Jón Pálsson, Óli Stefánsson og Björn Bjarna- son. Að því búnu var tekinn fyrir siðari liður (b) sjöunda málá á dagsskrá: Kristileg frœðsla œskulýðsins. Samþykt var að visa því máli einnig til 5 manna þingnefndar. í nefndina voru skipuð þau séra E. H. Fáfnis, S. S. Laxdal, Mrs. E. J. Hinriksson, séra G. P. Johnson og Mrs. S. S. Einarsson. Forseti tilkynti þinginu, að hann hefði lofað fulltrúa' nem- endasambands Jóns Bjarnasonar skóla, að tala þegar það mál yrði tekið fyrir. Þá var tekið fyrir áttunda mál á dagsskrá: Kristindómur og mannfélagsmál. En með því þnnur fundarstörf þá kölluðu að, var það látið bíða þar til seinna. Fyrir hönd Bandalags lúterskra kvenna lagði Mrs. H. G. Henrickson fram þessa skýrslu: Frœðslustarf Bandalagsins. Þegar kfistindómskensla byrjaði fyrir tilhlutan Bandalags lúterskra kvenna með því að senda út tvo kennara fyrir tvær vikur, borga ferðakostnað þeirra og leggja þeim til bækur og blöð—var aðal áherzlan lögð á það að miða að því að reyna að koma á fót áframhaldsstarfi sem kæini í stað sunnudagsskólans í borginni. Með því augnamiði komst Mrs. Henrickson í bréfasamband við eins marga kennara í Norður Manitoba eins og mögulegt var. Nú er þetta verk svo vel á veg komið að hún hefir stöðugt bréfa- samband við kennara i Oak View, Siglunes, Silver Bay, Wapah, Bay End, Reykjavík og Árnes. Auk þess var byrjað á nýju svæði, Poplar Park, síðastliðið sumar, og kom ágæt skýrsla frá Birgittu Guttormsson sem kendi þar. Ef mögulegt er, fer hún aftur í sumar. Síðan í júlí, 1934, hafa 29 bréf verið send til kennara, 20 bréf til ýmsra foreldra í bygðinni norður við Manitobavatn og 10 böggl. ar af blöðunj og bókum til hinna ýmsu skóla. Fyrir þetta vill nefndin, eins og áður, þakka innilega Mr. T. E. Thorsteinsson, for. manni Fyrsta lút. sunnudagskóla. Svo voru og i desember send jólakort með jólakveðju frá B. L. K. til 108 barna og kennara. Síðastliðið sumar tóku tvær stúlkur að sér að hefja kristin- dómskenslu að Árnes, Miss Dísa Anderson og Miss Lára Oleson, báðar frá Glenboro, unnu þær að þessu starfi í tvær vikur og sendu nefndinni ágæta skýrslu yfir framkvæmdir sínar. Banda- lagið vottar sitt innilegasta þakklæti þessum góðu, kristnu stúlkum fyrir þeirra kærleiksríka starf. Áframhaldsstarfið hefir verið þar til síðastl. desember undir umsjón Miss Thoru Oliver, sem kent hefir að Nes pósthúsi s. 1. vetur. Eftirfylgjandi staðir hafa notið kristindóms kenslu í skólun- um eina klukkustund í viku: Reykjavík, Gordon Thordarson; Bay End, Miss Jóhannson; Wapah, Miss Lilja Guttormsson; Silver Bay, Miss Johnson og annar kennari; Siglunes, Miss Vigdís Sig- urðson; Oak View, Mrs. Ástrós Nygaard; Ámes, Misses Sigurð- son; Nes, Miss Thora Oliver. Sunnudagsskóla blöð og bækur hafa einnig verið send til Geysir, Poplar Park og fleiri staða, sem æskt hafa eftir því. Einn örðugleiki í sambandi við þetta starf er að fá svör frá foreldrum eða aðstandendum barnanna. Einhverra hluta vegna hikar fólk sér við að skrifa nefndinni, en í gegnum þau bréf, sem hún hefir með tekið, er auðsætt að mæður eru þakklátar fyrir þetta kristindómsstarf. Einnig hefir séra Jóhann Friðriksson, sem þjónar stóru og erfiðu prestakalli, látið í ljós þakklæti sitt við nefndina. Guð gefi að þetta starf beri blessunarríkan ávöxt bæði í hjörtum barnanna og hinna fómfúsu kennara, sem unnið hafa að þyí. “Leyfið börnunum til mín að koma, og bannið þeim það ekki, því að slikum heyrir Guðsríki til.” Þjóðbjörg Henrickson Margrét Stephensen. S. O. Bjerring lagði til og Klemens Jónasson studdi, að þing. ið þakkaði skýrsluna og starfið alt er skýrslan segir frá, og sé skrifara falið að þakka konunum, bréflega, þetta ágæta starf þeirra, og var það samþykt.— Var þá sunginn sálmurinn nr. 21, og fundi síðan slitið, kl. 12 á hédegi. Næsti fundur ákveðinn kl. 2 e. h. sama dag.— SJÖTTI FUNDUR. Kl. 2 e. h. sama dag. Sunginn var sálmurinn 126. Fyrir hönd kjörbréfanefndar tilkynti skrifari, að bæði kosinn erindreki Breiðuvikursafnaðar, og varamaður, hefðu forfallast og gæti hvorugur þeirra komið; en á þing væri kominn Bjarni Mar- teinsson, oft áður þingmaður safnaðarins, og Iegði nefndin til, að hann tæki sæti á þinginu sem fulltrúi frá Breiðuvíkursöfnuði. Var það samþykt.—Þá lá fyrir á ný áttunda mál á dagsskrá: Kristindómur og mannfélagsmál. Forseti vék úr sæti og skýrði málið með all-itarlegri ræðu, en vara-forseti, séra H. Sigmar, stýrði fundi á meðan. í kirkju Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg, kl. 8 e. h. sama dag. Fór fyrst fram stutt hátíðarguðsþjónusta. Prédikun flutti séra N. S. Thorláksson og hafði fyrir ræðutexta Jóh. 20:20, síðari hluta þess vers: Lærisveinarnir urðu þá glaðir, er þeir sáu Drottinn. Að guðsþjónustunni lokinni flutti dr. B. B. Jónsson fyrirlestur, er hann nefndi: “Það sem var og það sem er og það sem verður.” Var honum að erindi því loknu greitt þakklætis atkvæði með þvi að allir risu úr sætum, samkvæmt tillögu séra Sigurðar Ólafssonar. Forseti tilkynti að séra N. S. Thorláksson, er fundarstjórn gegndi á fyrra fundi, hefði skipað í þingnefndina í heimatrúboðs- málinu, og í þeirri nefnd voru: séra Sigurður Ólafssin, séra Jóhann Fredriksson, G. J. Oleson, Jón Gíslason og Thos. Halldórsson. Dr. B. B. Jónsson, fyrir hönd Fyrsta lút. safnaðar, bauð kirkjuþing velkomið og árnaði því heilla í störfum sínum. Til kynti hann um leið, að bæði kirkjuþingsmönnum og gestum þings. ins væri boðið, að fundi loknum, til veitinga í fundarsal kirkjunnar. Var þá sungið versið nr. 48, blessun lýst af forseta, og fundi síðan slitið kl. um 10 e. h.—Næsti fundur fyrirhugaður kl. 9 f. h. næsta dag.—

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.