Lögberg


Lögberg - 22.08.1935, Qupperneq 1

Lögberg - 22.08.1935, Qupperneq 1
48. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 22. AGÚST 1935. NÚMER 34 Thoráteinn Oddsson Fæddur 6. desember 1864—Dáinn 24. ágúst 1934 Hann þekti nngur strit og stríð, en starði spurull út í geiminn og sá í anda sælli tíð, því sálin hans var skygn og dreymin. Og hann var aldrei beggja blands —á breyting fús, en stefnurækinn.— 1 flestu sást að hugur hans var himinrænn og áframsækinn. Þann yfirburð, sem aldrei sveik hann átti — beztu lífsins gáfu — að breyta von í veruleik með vinnu, þegar aðrir sváfu. Hann reiddi löngum refsivönd að reginvöldum svika og pretta; en góðu máli hjálparhönd var honum alt af ljúft að rétta. Sér eigin nægð ei nægja lét —og nánastur þeim minstu var hann— Með glöðum hló, með hryggum grét, og hlut í allra kjörum bar hann. Það stækkar bæði og styrkir mann að stara um langar vökunætur á bræðra sinna sorg—því hann er sálarlaus, sem aldrei grætur. Vér kveðjum genginn merkismann, í mnna klökk,—en þakklát fögnum að langan aldur lifir hann í lands og þjóðar beztu sögnum. Sig. Júl. Jóhannesson. Sambandsþing rofið—Nýjar kosningar 14. október ÞINGM ANNSEFNI FRJALSLYNDA FLOKKSINS 1 SUÐUR-WINNIPEG Á afarf jölmennum framboðs- fundi, sem haldinn var í Walker 'leikhúsinu síðastliðið þriðjudags- kvöld, var Mr. Reslie A. Mutch, út- nefndur sem þingmannsefni frjáls- lynda flokksins í Suður-Winnipeg við í hönd farandi sambandskosn- ingar, með allmiklu afli atkvæða umfram gagnsækjanda sinn Mr. C. A. Adamson. Mr. Mutch er ungur áhugamað- ur, er tekið hefir öflugan þátt í sam- tökum frjálslyndra manna í þessari borg og jafnan sótt fram þar sem harðastur var bardaginn. Hefir hann um allmörg ár haft með hönd- um vandasamt trúnaðarstarf á aug- lýsingaskrifstofu T. Eaton verzlun- arinnar hér í borginni. SKIPAÐ í IIVEITISÖLU- RAÐ Mr. Bennett hefir nýskipað eftir- greinda menn í hveitisöluráð: John McFarland, D. L. Smith og pró- fessor H. F. Grant. Mr. McFarland hefir ‘verið viðriðinn hveitisölu fyr- ir stjórnarinnar hönd síðan 1930. Mr. Smith hefir lengi fengist við kornsölu, en prófessör Grant er ungur maður, er embætti gegnir við landbúnaðardeild Manitoba háskól- ans. MYNDAR RAÐUNEYTI Þann 15. þ. m. tók við völdum á Prince Edward Island nýtt ráðu- neyti, er Hon. Walter Lea, liberal, veitir forustu. Allir þingmennirnir, þrjátíu að tölu, fylgja stjórninni að málum, og er það einsdæmi í stjórn- málasögu hinnar canadisku þjóðar, að þingmenn allir séu af sama flokki. HÖRMULEGT FLUGSLYS Þann 16. þ. m., vildi það hörmu- lega slys til, að Will Rogers, kvik- myndaleikarinn víðfrægi og Wiley Post, heimskunnur flugmaður, fór- ust i flugslysi skamt frá Point Bar. row í Alaska. Þykk þokuslæða hafði hulið alt umhverfis, þar sem slysið vildi til. STEVENS í WINNIPEG Síðastliðið mánudagskvöld flutti Hon. H. H. Stevens, foringi um- bótaflokksins nýja, ræðu í Winni- peg Auditorium fyrir miklu fjöl- menni. Hefir Mr. Stevens ferðast allviða um vesturlandið undanfar- andi, til þess að boða landslýð hinn nýja stjórnmála gleðiboðskap sinn. ÍSKYGGILEGAR IIORFUR Umboðsmaður ítölsku stjórnar- innar hefir á nýafstöðnum fundi, sem haldinn var í París til þess að reyna að afstýra styrjöld milli ítalíu og Ethiopiu, lýst yfir því afdrátt- árlaust, að eins og málinu nú sé komið, verði stríð milli þessara tveggja jp'óða ekki undir nokkrum kringumstæðum umflúið. Gaf hann jafnframt í skyn, að ítalir mundu segja sig úr þjóðabandalaginu nær sem verða vildi og það fyrirvara- laust. Eru horfurnar ískyggilegri um þessar mundir í Norðurálfunni, en þær hafa nokkru sinni verið síð- an 1914. ÞEGAR UPP STYTTIR Fregnir frá Addis Ababa þann 20. þ. m., láta þess getið, að Ethi- opiumenn þykist þess fullvissir að Italir muni hefja árás sina í Austur-Afríku jafnskjótt og rign- ingum þeim stytti upp, er dunið hafi þar á undanfarið. Frá Islandi Slys í Vestmannaeyjum. í gær hrapaði maður til bana þar sem hann var á lundaveiðum í svo- nefndum Miðkletti. Hann hét Sig- urður Helgason, búsettur hér í Eyj- um, kvæntur maður og 4 barna fað- ir. Miðklettur heitir næsti klettur við Heimaklett gegnt ytri höfninni, en yzt heitir Yztiklettur. — Þarna hafa menn verið að stunda lunda- veiðar í háf undanfarna daga. í gær fóru þeir Sigurður heitinn Helgason og fleiri menn til lunda- veiða. Skiftu þeir sér niður á klett- ana og tók Sigurður sér stöðu á Miðklettsb’rúninni. Er þar grasi vaxið efst, en þverhnýpt bjarg fyr- ir meðan, og að því fellur sjór og er undir bjarginu 2—3 faðma dýpi. í gærkvöldi þegar veiðimenn héldu heimleiðis, var Sigurður horf. inn og grunaði menn brátt að hann hefði fallið fram af bjarginu í sjó. Sigurður var alvanur veiðimaður og gætinn. Geta sumir þess helzt til, vegna þess að rigning var i gær og grasið blautt á bjargbrúninni, að honum hafi skrikað fótur i grasinu. I gærkvöldi var hans ekki leitað, en J morgun var farið út að Mið- kletti og slætt þar sem mestar líkur þóttu til þess að hann hefði fallið i sjóinn. Sú leit bar engan árangur, en síðdegis í dag fór vélbátur þang- að með kafara, og fann kafarinn lík Sigurðar fljótt á mararbotni, undir klettinum. Kom vélbáturinn með líkið hingað til kaupstaðarins í kvöld. —Mbl. 26. júlí. GEYSIR 1IIAUKADAL GÝS AÐ NÝJU Á laugardaginn var fóru þeir dr. Trausti Einarsson, Jón Jónsson frá Laug og Guðmundur Gíslason lækn- ir austur að Geysi í Haukadal. — Samkvæmt þeim athugunum, sem dr. Trausti gerði á hvernum í vor, leit hann svo á, að líkur væru til þess, að Geysir myndi gjósa að nýju, ef vatnið yrði lækkað í hverahrúð- ursskálinni. Þeir félagar hjuggu nú mjóa frárenslisrauf í skálarbarm- inn svo batnsborðið lækkaði. Var því verki lokið um nón á sunnudag. Laust eftir kl. 4 tók Geysir að gjósa. Stóð gosið í 15 minútur. Varð gosstrókurinn 45—50 metra hár. Klukkan rúmlega 6 á mánudags- morgun gaus Geysir að nýju. Varð- maður, sem verið hafði við hverinn um nóttina, sagði að það gos hefði jafnfel verið stórfeldara en hið fyrra. Eru því allar líkur til, að með því að hafa vatnsborðið lægra i hveraskálinni, en það áður var, megi búast við því, að Geysir haldi áfram að gjósa með svipuðum hætti og áður, meðan hann var “í fullu f jöri.” —Mbl. 30. júlí. Mikill síldarafli í Faxaflóa. Akranesi 26. júlí. Vélbáturinn “Ármann” frá Akra- nesi, eign Þórðar Ásmundssonar, fór á síldveiðar í Jökuldjúp í gær, lagði 27 net, og náði aftur 8, en 19 sukku í botn vegna sildarþunga. Báturinn fékk 68 tunnur síldar. Vélbáturinn “Ver,” eign Harald- ar Böðvarssonar, er búinn að afla 220 tunnur síldar í fjórum legum. í dag kom hann með á að giska 200 tunnur. Vélboáturinn “Gylfi,” Sandgerði, I lagði þar á land í gær 170 tunnur, en losaði á lanc^ á Akranesi í dag, 170 tunnur. Hafði hann veitt þetta í fyrrinótt. Öll síldin er fryst til beitu.—Mbl. 27. júlí. Risinn Jóhann Pétursson sýndur í Dyrehavsbakken. Danska blaðið “Politiken” segir frá því, að íslenzki risinn, Jóhann Pétursson hafi sýnt sig opinberlega á skemtistaðnum Dyrehavebakken í Höfn. Börn, sem voru í sumarleyfi á vegum blaðsins, voru mjög hrifin af risanum og hrópuðu af fögnuði. Jóhann Pétursson sefur á tveim legubekkjum í “Peterlipshus.” Mbl. 12. júlí. Stjörnufáninn á fslendingadaginn i Blaine, Wash. Skín þú mikli, fagri fáni, frelsistáknið st^örnum sett, yfir þeirra lífi’ og láni, er leggja rækt við þenna blett; þeim, sem andans óðöl veittu ættatigin Norðurlönd; þeim, sem hyggni höfðu og neyttu, að hljóta þessa fögru strönd. Þenna lýsti fagra fána fyrsti lýðvalds-morguninn; þangað yzt sem brúnir blána breiddist frelsisdagurinn. í ótal hrotta-hretum glóði hver hans stjarna sigurbjört, lituð heitu hetjublóði, hels er grúfði nóttin svört. Hvarvetna með honum fóru hugdirfð, ráðsnild, afreksverk. Undir honurn hrifnir voru heillir þjóðar ljóns úr kverk. —Þeir sé oss á öllum tíðum eftirdæmi og hvöt í senn, ' er með þessum fána fríðum fremstir voru og beztir menn. Fremst í broddi brjóstfylkingar beri stjörnu-fánann hátt, vaskir, ungir Islendingar, sem aldrei verður ráðafátt; frelsis-stjörnur fánans verði fjörspár þeim, sem berst í vök; sigurvonir hækki, herði hjartaslög og andartök. Vér þá heldur æðrumst eigi, óskiftir í óskn og vörn, sækjum fram og vörðum vegi, verðum landsins óskabörn. • —Samt má aldrei, aldrei glejunast okkar kæra, fagra mál; slíkur arfur á að geymast inst og dýpst í vorri sál. Á miðvikudaginn þann 14. þ. m., tilkynti Mr. Bennett að sambands- þingið hefði verið rofið og að nýj- ar kosningar fari Jram þann 14. október næstkomandi. Þessu jafn- framt gerði forsætisráðgjafi heyrin- kunna endurskipun ráðuneytis síns, sem fólgin er í því, að Lt. Col. G. R. Geary, einn af þingmönnum Toronto-borgar verður dómsmála- ráðgjafi í stað Hon. Hugh Guthrie, er tekist hefir á hendur forustu járnbrautaráðsins; J. Earl Lawson, þingmaður York kjördmisins hins vestra, verður tekjumálaráðgjafi; William G. Ernst, þingmaður Megi ætíð íslendingum auðnast takmark giftuhátt, og að sýna á öllum þingum andans göfgi, vit og mátt; nöfnin þeirra, og þeirra barna, þjóðin geymi sögufest, meðal hennar stóru stjarna, er standa hæzt og lýsa bezt. E. G. Gillies. Jarðskjálftar enn í Indlandi. I Quetta varð vart við jarð- skjálfta í gærdag. Jarðskjálftakipp- urinn stóð aðeins 15 sekúndur, og var ekki sérlega snarpur. Ekkert sérstakt tjón hlaust af honum, en menn eru að sjálfsögðu mjög ang- istarfullir i Quetta, ef jarðskjálfta verður vart, sakir þeirra ógna, sem þar dundu yfir fyrir skemstu. Flugferðir í Noregi. Riiser Larsen er kominn til Osló að aflokinni, athuganaferð sinni í Norður-Noregi en þangað fór hann til undirbúnings reglubundnum far- þegaflugferðum og til eftirlits með starfi þar að lútandi. Hann segir, að framtíðarhorfurnar séu mjög góðar. Loftskeytatækin í flugvél- unum og flugvélarnar yfirleitt hafa reynst ágætlega. Meðal almennings er feikna áhugi fyrir flugferðun- um og eftirspurnin eftir farmiðum er svo mikil, að ekki er hægt að full. nægja henni. Séra B. Theodore Sigurðsson prestur Selkirksafnaðar og frú heiðruð með fjölmennu samsæti á föstudagskvöldið var. I tilefni af nýlega afstaðinni gift- ingu séra Theodore’s og heimkomu prestshjónanna úr brúðkaupsför þeirra, efndi Selkirk-söfnuður til virðulegs samsætis i samkomuhúsi sínu síðastliðið fötudagskvöld, er um 300 manns sátu, i heiðursskyni við ungu hjónin, og skorti þar hvorki gleði né góðan fagnað. Séra K. K. Ólafsson forseti kirkjufélags. ins, kom alla leið vestan frá Wyn- yard til þess að stýra samsætinu; leysti hann það starf af hendi með þeim skörungsskap og þvi fjöri, er veizlugestum mun seint úr mýini líða. Skemt var á víxl með stuttum ræðum, kvæðum, einsöngvum og kórsöng; ávörp flutt af safnaðar-1 forseta og forgöngumönnum hinna ýmsu félagsdeilda innan vébanda safnaðarins; báru þau öll ljósan vott um þá virðingu, er séra Theo- dore nýtur hjá safnaðarlýð sinum. Til minja um mannfagnað þenn- Queens-Lunenburg kjördæmis, tekst á hendur forustu fiskiveiða ráðu- neytisins, en Samuel Gobeil, þing- maður í Compton kjördæmi er einn hinna nýju ráðgjafa, og gegnir em- bætti póstmálaráðgjafa. Þá hefir og Mr. Bennett lokið við að skipa í hin auðu sæti í öldunga- deild; tveir nýir senatorar frá Manitoba, hafa hlotið trúrra þjóna verðlaun; eru það þeir John T. Haig, einn af þingmönnum Winni- pegborgar í fylkisþinginu, og Col. Harry Mullins, sambandsþingmaður fyrir Marquette kjördæmið. an, var prestshjónunum afhent að gjöf forkunnarfögur kaffisamstæða úr skíru silfri með viðeigandi áletr- an. Séra, Theodore þakkaði með hlýjum og fagurlegum orðum á ensku og íslenzku, þann heiður, ér þeim hjónum hefði fallið í skaut með samsætinu, gjöfinni og þeim vinarhug, er að baki hvorutveggja stæði. Samsætið alt bar ákveðinn vott þeirrar eindrægni, er jafnan hefir einkent starfsemi Selkirksafnaðar. Af utanbæjarmönnum, auk séra Kristinns, tóku til máls séra N. Steingrímur Thorláksson, J. J. Bíld. fell og ritstjóri þessa blaðs. Or borg og bygð Stórt framherbergi, með eða án húsgagna, er til leigu að 594 Alver- stone St., heppilegt fyrir tvo, sem vildu að einhverju leyti fæða sig sjálfir. Einnig fæst fæði keypt, ef óskað er. Sími 38 181. Dr. A. B. Ingimundsson, tann- læknir verður staddur í Hecla, Man., þriðjudaginn 27. og miðviku. daginn 28. ágúst næstkomandi. Mr. J. G. Stephansson frá Kanda- har, Sask., var staddur i borginni síðastliðinn þriðjudag. Mr. og Mrs. S. J. Ólafsson frá Akra, N. Dak., voru stödd í borg- inni í vikunni sem leið. Dr. Tweed verður staddur í Ár- borg á fimtudaginn þann 29. þ. m. Mrs. Ingi Brynjólfsson frá Chi- cago, 111., kom til borgarinnar um siðustu helgi, ásamt dóttur sinni og tveim sonum. Fór fólk þetta snöggva ferð norður til Gimli, en hélt vestur til Argyle á þriðjudags- kvöldið x heimsókn til ættingja og vina. Mr. Jónas Anderson kaupmaður að Cypress River, vlar staddur í borginni ásamt frú sinni fyrri part yfirstandandi viku. Miss Margrét Jónasson, kenslu- kona frá Edmonton, dvelur í borg- inni um þessar mundir. Kom hún hingað um helgina eftir sex vikna dvöl í Minneapolis, Minn., hjá syst- ur sinni og tengdabróður, Mr. og Mrs. Hjálmar Björnson. Séra Rúnólfur Marteinsson fór í skemtiför norður til Churchill í lok fyrri viku. Miss Ingibjörg Hóseasdóttir, sem dvalið hefir nokkra undanfarna mánuði hér í borginni, fór vestur til Mozart, Sask., síðastliðinn fimtudag.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.