Lögberg - 22.08.1935, Blaðsíða 2

Lögberg - 22.08.1935, Blaðsíða 2
2 LÖGrBERGr, FIMTUDAGINN 22. AGÚST 1935. Hcgtjerg GefitS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 605 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Áfengi og slys Blaðið Toronto Mail and Empire, flutti fyrir skemstu eftirfarandi greinargerð um slys á Bretlandi, er rót sína ættu að rekja til áfengisnautnar; er hér um mál að ræða, sem aldrei verður of vandlega skýrt fyrir al- menningi, ef vera mætti að það leiddi til auk- innar varúðar meðal þeirra, er stjóma bílum og flutningatækjuip vfirleitt. Blaðið kemst meðal annars þannig að orði: “Rannsóknir hafa leitt það í ljós, að jafnvel hæfustu bílstjórar ættu ekki að tefla á tvajr hættur viðvíkjandi áfengi. Síðasta skýrsla, sem um vandamál þetta fjallar, og komið hefir fyrir almenningssjón- ir, er frá fimtán manna nefnd úr læknafélag- inu brezka, sem haft hefir rannsókn málsins með höndum að tilhlutan samgöngmmála- ráðuneytisins. Nefnd þessi vekur athygli á því, að hún hafi öllu öðru fremur, gert sér far um að kynnast ásigkomulagi bílstjóra, er minna áfengis neyttu en svo, að þeir mætti ölvaðir kallast; lítur hún svo á, að jafnvel örlítil áfengisneyzla geti leitt til þess, að bíl- stjóri tefli í tvísvnu, eða láti fremur vaða á súðum, en hann ella myndi hafa gert, með því að öryggis vitund hans virðist glæðast í augnablikinu. Samkvæmt skýrslu þessarar fimtán manna nefndar, voru 2,016 bílstjórar á Bret- landi, samkvæmt læknisskoðun, fundnir sekir um að hafa ölvaðir ekið fartækjum sínum árið sem leið. Eins og gefur að skilja, voru þeir þó vafalaust margfalt fleiri, er líkt var ástatt með, þó hjá því slyppi að falla að einhverju leyti í hendur lögreglunnar og yfirvaldanna. Nefndin leggur sérstaka áherzlu á það, að jafnvel hin minsta nautn áfengis, geti riðið einum bílstjóra að fullu, þó annan saki ekki; þess vegna ætti engum þeim að líðast að aka bíl, er áfengis neytti, í hvaða mynd sem væri. Eins og þegar hefir verið getið, bendir fimtán manna nefndin oftar en einu sinni á það, að sú skynvilla nái iðulega haldi í bíl- stjórum undir áhrifum víns, að kjarkur þeirra og karlmenska hafi aukist til muna, og þess vegna tefli þeir oft af þeirri röngu í- myndun, á fremsta hlunn", þannig að hlys hljótist af. Látið er þess jafnframt getið, að bílstjórum sé hættara við að komast í þess- konar ásigkomulag, ef þeir neyti áfengis á fastandi maga.” I>au hin sorglegu og tíðu slys, sem verið hafa svo að segja daglega að gerast víðsveg- ar um þjóðvegu þessa lands í sumar, ættu að opna svo augu almennings í þessu vandamáli, að þeir menn, sem sekir gerast um það að aka bílum undir áhrifum áfengis, þurfi hvergi griðlands að vænta. Hvat manna es þat ? Menn eru enn að spyrja sjálfa sig og aðra þessarar spurningar í sambandi við moldviðri það, er Mr. Stevens er að þyrla upp um þessar mundir. Spurningunni er ekki vandsvarað. Mr. Stevens hefir verið aftur- haldsmaður alla sína æfi og mun því allsendis ástæðulaust að ætla að hann sé það ekki enn; liann hefir verið, og mun vafalaust vera í hjarta sínu enn, ákveðinn hátollamaður, þó hann af einhverjum dulrænum ástæðum, telji sig um þessar mundir ekki ófáanlegan til ein- hverra smávægilegra tilslakana á þessu sviði. Mr. Stevens var eindreginn jábróðir Mr. Bennetts í öllum atriðum, fram í lok síðast- liðins desember mánaðar, og sagði fram að þeim tíma já og amen við öllum einræðishug- sjónum hans. Mr. Stevens hröklaðist út úr ráðuneytinu og þá kemur samstundis annað hljóð í strokkinn. Mr. Stevens hefir verið all-lengi við opinber mál riðinn og setið leíigi á þingi; var hann lengst af fulltrúi Mið-Vaneouver kjör- dæmisins. Það undur gerðist þó, þrátt fyrir afturhaldsölduna miklu, sem illu heilli skall yfir þjóðina 1930, að Mr. Stevens beið ósigur í Vancouver, og varð því til þess knúður að leita sér þingsætis í öðru kjördæmi, því Mr. Bennett gat þá undir engum kringumstæðum án hans verið, og þeir líklegast hvorugur án annars. Mr. Stevens var gerður að verzlun- arráðgjafa, og því embætti gegndi hann fram til þess tíma, er áður hefir verið getið. 1 útvarpsræðunum sex, lýsir Mr. Bennett vantrausti á ýmsum megin stoðum núgild- andi viðskifta og fjárhags fyrirkomulags og heitir margvíslegum umbótum. Hverjar efnd- irnar urðu á því sviði, lýsir saga síðasta þings. Nú gerist Mr. Stevens málsvari sams- konar umbóta ákvæða, og gengur að minsta kosti ekki feti framar. Er hann líklegri til þess að fylgja þeim fram þegar á hólminn er komið, en Mr. Bennett? 1 insta eðli eru þeir Mr. Stevens og Mr. Bennett alveg sammála. Því viðurkenna þeir þetta ekki hreinskilnislega og helga. aftur- haldinu sameiginlega óskifta krafta sína eins og þeir gerðu fram að síðustu áramótum? Landnámsmanna minnisvarð- inn á Gimli Langt er síðan að sú tilfinning hreyfði sér á meðal Islendinga í þessari álfu, að minnast landnámsmannanna og landnáms- kvennanna íslenzku, er fyrst hófu varanlega bygð hér í Vestur-Canada, á viðeigandi og varanlegan hátt, bæði vegna sögulegrar þýð- ingar þess viðburðar, og svo í hluttekningar og virðingarskyni fyrir hið mikla verk, sem þetta fólk vann og fyrir þrengingarnar og erfiðleikana, sem það lagði á sig til að ryðja veginn fyrir þá, sem á eftir komu. Framkvæmdirnar á að koma þessu í verk, hafa, eins og öllum er kunnugt, dregist. Eikki þó af neinum ófúsleik almennings, held- ur fyrir skort á framtakssemi og forystu í málinu. 1 síðustu blöðunum íslenzku hér vestra er skýrt frá því, að verkið sé nú hafið og grunnurinn reistur og er það satt, svo frá því þarf ekki að segja aftur. En frá öðru þarf að skýra og það er, að þegar ve*kið var hafið, af tilstilli Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi í samráði við mæta menn utan þess félags, þá var það gert í því trausti, að Islendingar alment mundu láta sig málið varða og að þeir mundu styrkja það. Það þarf líka að skýra frá því, að þegar verkið var hafið, var ekkert fé fyrir hendi annað en $93.90, sem safnast hafði fyrir nokkrum ár- um til væntanlegrar minnisvarðabyggingar á Gimli í sama augnamiði, og það þarf að segja frá, að til þess að ljúka minnisvarðabygging- unni sómasamlega og prýða reitinn umhverf- is varðann, þarf peninga, svo hægt sé að ganga vel frá verkinu. Islendingar! Vér vitum að það er til mikils mælst að biðja yður að hlaupa hér undir bagga, ekki sízt í eins óhagstæðu ár- ferði og nú er. Við vitum einnig að þið getið sagt: Hvað kemur oss þetta við; þig byr juð- uð verkið; sjáið þið sjálfir fyrir því. En við vitum einnig að þið gerið það ekki,—vitum að yður er það eins ljóst og okkur, að ef þetta verk er ekki framkvæmt, og það einmitt nú, áður en atburðurinn, sem um er að ræða fyrn- ist meira og þær minningar, sem við hann eru bundnar, þá verður það aldrei gert. Við treystum því, að velvild yðar til þessa fyrirtækis yfirstígi alla erfiðleika, sem í vegi kunna að vera og að þér finnið veg til þess, hver og einn, sem minningu landnáms- mannanna og kvennanna metið, að láta af hendi rakna stærri eða smærri upphæð til þess að varða hana um ókomnar aldaraðir. Þeir, sem við ósk þessari vilja verða, og við treystum því að þeir verði margir, sem á þann hátt vilja gerast þátttakendur í þessu þarfa verki, geri svo vel að senda tillög sín til íslenzku blaðanna, Heimskringlu og Lög bergs, sem góðfúslega hafa lofað að veita öllum tillögum móttöku og kvitta fyrir þau. J. J. Bíldfell, Dr. Ágúst Blöndál, Bergþór Emil Johnson. (Minnisvarðanefndin). # * # Avarp það, frá nefndinni í minnisvarða- málinu, sem birt er hér að ofan, mælir í raun- inni með sér sjálft. Saga hinna íslenzku frumbyggja í þessu landi er slík, að hún verð- skuldar fulla varðveitslu frá glötun. Sú hin augljósa samúð viðvíkjandi minnisvarðahug- myndinni, er fram kom við grunnsteinslagn- inguna á Gimli þann 5. yfirstandandi mán- aðar, var svo innileg, að fullyrða má, að sú tiltölulega litla fjárupphæð, sem nefndin þarfnast til þess að sjá málinu farborða í tæka tíð, náist saman á skömmum tíma. Nú er farið að líða á sumar og minnisvarðinn þarf að afhjúpast á sextugasta afmælisdag landnámsins, sem er ,21. október næstkom- andi. Þessvegna veltur alt á því, að tillög þau, sem nefndin fer fram á, 'berist henni í hendur sem allra fyrst. Islendingar vestan hafs hafa oft velt þyngra hlassi en þessu. Við jörðu Þokan fylti gersamlega loftið, og hvern krók og kima á jörðunni. Vindurinn reis með morgninum og tók að lemja vatninu og kuldan- um um alt er fyrir varð. Við vorum átta. Vegurinn var illur og ógreiðfær til heiðarbrekkn- anna, þá tók við snarbratti. Fæstir hestarnir voru fótfráir, höfðu tap- að þeirri list að öllu í erfiði lífsins, en sumir reiðmanna héldu helzt hita á sér, með því að berja þá áfram. Þeir fóru svo sem ekkert hraðara fyrir það. Maður gæti hugsað sér, að ef hestarnir hefðu skynjað baráttu Bjarna amtmanns Thorarensen fyr- ir betri vegum, og andúðina og úlf- úðina, sem á hann lagði, frá sam- tiðarhöfðingjunum sunnanlands, út af því máli, þá hefðu þeir borið fram eitthvað þessu líka bæn: “Drottinn, gerðu þessa andúðar- höfðingja að útlifuðum húðarklár- um, sem barðir séu svo áfram til reiðar og áburðar i þessumrvegleys- um. Það bítur ekki á þá, að með- bræður þeirra i mannsmynd sökkva kvikir í vegleysur og verða úti á ó- vörðuðum heiðum, svo reynandi væri, herra, að svifta þá málinu og mannsvitinu, en láta þá verða eins og okkur, með alla skynjun og til- finningu á sársauka, æfilangt þræla í misjafnra höndum. Og gefðu þeim það í uppbót, Drottinn, að þeir muni eftir sér í fyrri tilverunni. Reyndu það, herra, reyndu það.” Eg hugsa mér að eitthvað í þessa átt hafi mörg andvörpin verið, er stigið hafi fram fyrir almættið, frá hinum undirokuðu á þessum slóð- um og víðar, af samskonar orsök- um. Vegir eru nú sagðir mikið bættir á landi voru, brýr bygðar og bifað yfir fjöll. Hitt grunar mig, að á þessum sérstaka bletti jarðar vorrar, er hér um ræðir, séu hestarnir biðj. andi enn. En höldum nú upp á heiðina.—Hér var snarbrött brekka, sundurskorin af grýttum lækjum, lækjunum, sem mynda fenin fyrir neðan, en þau voru líka grýtt og grýtt á milli þeirra. Hér gerir brattinn og vatnið og grjótið veginn að klungrum. En klárarnir tilfa og strita. Einn gæð- ingur er með í ferðinni. Hann er fimastur og fær engin högg. En vindurinn lemur vatninu og kuldan. um um mennina og skepnurnar og virðist til með að kæla merg og blóð, fái hann völdin að fullu. Loks komum við upp á heiðar- brúnina. Hamingjunni sé lof! Heið- in er slétt þó hún sé löng. Það verður betra undir fæti fyrir klár- ana og ólíkt meiri þægindi fyrir þá sem á þeim sitja. Grár gríðarstór þokubakki demb- ist yfir heiðina, í námunda og gerir tvær ofurlitlar hálfhrundar vörðu- kúrur, að tröllum. Þokan á heið- inni! Það var nú það sem mér hafði alt af staðið stuggur af; það var hún, sem öllum stóð stuggur af, þó þeir létu það misjafnlega mikið uppi. Pilturinn á gæðingnum réði ferð. inni. Hann var uppalinn þarna í sveitinni, svo var flest hitt fólkið. “Ætli við rötum nú?” Pilturinn á gæðingnum varð hnakkakertur. “Það er engin hætta á öðru.” “Hvað heldurðu að maður villist um sumardag, í ekki verra veðri en þessu ?” Eg steinþagði. Eg sá að eg hafði gert aulastryk. Fyrir stuttu kom átján ára stúlka ein síns liðs yfir heiðina, í fyrsta sinn, í þreifandi þoku. Viltist ekkert. Það fréttist um alla sveit og þótti vel gert. Nú hafði eg gert minna úr gildum karlmannsvitsmununum en átján ára gamallar stúlku. Það var falleg stúlka líka. Bezt að þegja. Eg rýndi í þokuna. Vörðurnar tröllauknu voru að fara fram hjá. Þær voru í rauninni smáar og hrundar í dyngju. Einhver talaði um vísur, sem menn styngju oft í þær. “Beinakerlingarvísur.” Alstað- ar þurfa íslendingar að yrkja. Eg get ekki varist þeirri hugsun nú, að NÝ — þægileg bók í vasa SJÁLFVIRK — EITT BLAÐ 1 EINU — Pægilegri og betri bók I vasann. HundraO blöð fyrir fimm cent. Zig-Zag cigarettu-blöð eru búin til úr bezta efni. Neitið öllum eftirlíkingum. ZICZAG meiri menningarbragður hefði ver- ið á því, að hlaða nokkrum steinum vel í vörðu, en skilja eftir sumar vísurnar, sem þar hafa fundist. En þannig er lifið á norðurslóðum. Það þarf mikið fyrir sér að vinna og verður sterkt til skapnaðar aftur, gengur svo nærri moldinni að dreggjar hennar blandast þvi í blóð. Keskni er það, kuldi, harka, grimd. “Beinakerlingarvísurnar” hafa oft sýnt þetta alt. Heiðin, þessi melauðn, með fjöll- in að umhverfi, dalir og klettabelti, með ótal endaleysur völundarhúsa, svo hægt er að snúast í kringum sjálfan sig lengi og ganga fram af hömrum. Menn höfðu týnst á þessari heiði, —margir menn.— Fullorðin kona í ferðirtni vildi á á heiðinni. Pilturinn á gæðingnum var ekki meir en svo áfram um það. Það varð þó úr. Hestunum var slept á grastórnar hér og þar, því of langt var upp undir fjallið til góðrar beitar. Ferðafólkið fékk sér lítinn bita. Illviðrinu mesta hafði nú slotað, en svalinn og úðinn minti mann á hressingu náttúrunnar, sem var úti- látin i svo ómældu um morguninn, þegar við fórum á stað, og entist fram eftir deginum. Fjallafaðmur- inn lét finna til friðar síns og yndis ámeðan við snæddum bita og hvild- um klárana, þrátt fyrir eftirstöðvar óveðursins. Menn töluðu um veðrið, hve vel hefði gengið að rata, hve snemma yrði komið til bygða, og þar fram eftir götum. Eftir stutta dvöl var enn haldið á stað. Hér var engin varða. Gata og götuslitur sá- ust í melnum, en sumstaðar hurfu þau líka. Grastó sást varla hér, fyr en nær kom f jallsrótunum, og víða var þar ekki heldur nema urð og stórgrýti. Landslagið breyttist á hverjum klukkutíma, stundum á hverri eykt, en víðast hvar var heiðin sjálf slétt. Þegar við vorum komin * nærri I heiðarbrúninni aftur, þornaði alveg 1 í veðri og birti í lofti. Loks hall-! aði undan fæti og iðilmjúkt beitiland | gamals höfðingjaseturs, sem enn átti þvi lani að fagna að vera vel j setið, tók við. Hér skyldi þó ekki \ gist, heldur að öðru bóndabýli, líka fornfrægu og nú vel setnu.— Við létum lötra; jafnvelý)ilturinn á gæðingnum, sem ekki hafði haft tækifæri til þess að láta verulega j spretta úr spori, af því hestur hans átti sér ekki jafnoka hér. Kvöldið var að ryðja af sér álög- um dagsins. Kólgan hrúgaðist í bakka, en meginloftið var bjart og sól skein af og til. Höfðingjasetrið fyrsta og forn- fræga var að baki okkur. Hitt setr- ið tók við. Búsmalinn siðlaði heim túnið. Drengur á að gizka níu ára gamall (var tólf) tölti á eftir fénu, með matarílát í hendi. Alla heiða- menn setti hljóða er þeir sáu dreng- inn, smalann á stórbýlinu, sem hafði setið yfir fénu allan daginn, í slíku veðri. Mér er það minnisstæðast, er eg hugsa um drenginn, að hann leit út tilsýndar eins og flekkótt skepna, svo mjög skein í nærfötin hans eða máske hann sjálfan. Hann var lík_ astur hrafnafælu, þar sem hann labbaði heim túnið og larfarnir á fötunum hans vissu í allar áttir. Það var einhver eymdarbragur á göngulaginu eins og illviðrið, þok- an og rifnu fötin hefðu reiðingast svo yfir sál hans og líkama, að hvor. ugt gæti verulega tekið á móti geisl- unum, sem sólin helti yfir hann, við og við, á heimleiðinni.— B’ærinn var stór og reisulegur, göngin breið og björt. 1 dyrunum stóð kona, fríð sýnum og væn á vöxt. Margar stórar, ljósar fléttur nældar upp í húfuna. Fötin úr góðu efni og fóru vel. Vinnumaður kom heim hlaðið, með matarilát í hendinni. Auðsjá- anlega kom hann af engjum. “Komið þér sælar,” sagði hann við húsfreyjuna. “Gott kvöld,” anzaði húsfreyjan. “Hvernig hefir ykkur liðið i dag?” “Ó, svona. Það var leiðinlegt veðrið.” Hún snéri inn. Já, eg vissi að hún var fríðleikskona, en einhver ruggandi ró gerði hana síður aðlað. andi en skyldi. Já,—regn—hey—vindur— Fáein orð duttu af vörum þeirra, vinnumanns og hennar, á leiðinni inn í búrið, þar sem hann setti frá sér ílátið og fór svo út. Svo kom húsbóndinn, ríðandi af engjunum, og um sama leyti hópur af öðru fólki, ungu fólki, hlæjandi og tal- andi, eins og regn og þoka hefði aldrei verið til. Sjóferð allan daginn á morgun. —Eg verð veik.—Það gerir ekkert. Bezt að geyma það morgundeginum að hugsa um það.—Var það í rauri. inni svona, ekkert hugsað um þá, sem voru næst jörðunni. Þetta var margra alda gamalt höfðingjasetur. Bóndinn, sem nú bjó þar, var í höfðingjaröð. Börn hans á æðstu skólum landsins. Hann var nýlega kvæntur aftur ungri og fríðri heimasætu, sem var spariklædd hversdags, og vinnuhjú- in þéruðu. — Hvað um drenginn á túninu, sem passaði féð. Hann vann allan daginn, á meðan húsfreyjan ruggaði sparibúin um bæinn. Einhver kona hafði borið hann með þjáningum inn í heiminn, lik- Fyllið út Seðilinn! eða sendið oss bréfspjald beina leið, og fáið ðkeypis eintak af ' EATON’S RADI0 Verðskrá NÚ TILBÚIN Troðfull spjaldanna á milli af mikilvægum verðmætum 1 Radios, þar aí lútandi útbún- aði og hljððfærum—kjörkaup, sem þér megið ekki án vera. Sérstök viðbðtarskrá yfir kjörkaup fylgir nokkrum fyrstu þúsundum af megin- verðskránni. SKRIFIÐ NÚ PEGAR! z o 0. D O o Q H H (—( • s J 31 . G ó £ o « £ bc 2 S < s w X h 3 W O cí o Q X § I * i ■o co E £ © £ ctf T3 •O EATON’S

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.