Lögberg - 22.08.1935, Blaðsíða 3

Lögberg - 22.08.1935, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. ÁGÚST 1935. 3 Frú jórunn Lee Fráfalls þeirrar merkiskonu, er nú verÖur hér stuttlega minst, hefir áður verið getið hér í blaðinu, þó lítil sem engin greinargerð fylgdi; skal nú úr þvi að nokkru bætt. Frú Þórunn Lee andaðist í grend við Barrhead í Alberta- fylki þann i. dag septembermánaðar árið 1934. Foreldrar hennar voru þau Halldór Jónsson og Margrét Sigfúsdóttir á Litla bakka í Hróarstungu, og þar fæddist Þóunn þann 24. nóvember árið 1855 > hún fluttist til Vesturheims nreð föð'ur sínum og stjúpmóður, 1876. Tveimur árum síðar giftist Þór- unn norskum rnanni, Ola H. Lee; misti hún hann 30. september 1928. Varð þeim tólf barna auðið, og eru fjögur þeirra á lífi, tveir synir og tvær dætur. Skulu þau hér nef nd í aldursröð: Sína (Mrs. Lind Hansen), Bellingham, Wash.; Anna, (Mrs. Jón G. Hanson) Seattle, Wash.; Óli F. Lee, kvæntur Ásrúnu Davíðsson, ættaðri úr Argylebygð, búsett í Barrhead-héraði, og Larson, giftur hérlendri konu; búa þau einnig við Barrhead. Stjúpsonur Þórunnar, Dr. E. Lee, á heima í bænum Olympia í Washington ríki; kvæntur þýzkri konu. Þórunn heitin dvaldi fyrstu tvö árin eftir að vestur'kom í Nýja íslandi; þaðan fluttist hún 1888 suður til Birds Bay, Wash., sem er skamt þaðan sem bærinn Blaine nú stendur; dvaldi hún þar fram á árið 1912, er hún fluttist til Mellowdale í grend við Barrhead í Alberta. Mikinn hluta æfi sinnar stundaði Þórunn ljósmóðurstörf og lánaðist svo vel, að með fágætum telst. Var starfsemi henn. ar í þeim efnum ekki hvað sízt mikils varðandi á hinum erfiðu frumbýlingsárum, þar sem fátt var uni lækna og þeirra að jafn. aði langt að leita; hún var áhrifakona að hverju sem hún gekk, árvökur, nærgætin og skyldurækin; hún eignaðist fjölmennan hóp trúnaðarvina hvar sem leið hennar lá; olli því staðfesta og hreinræktað hjartalag. Oft er hljóðara en vera ætti um minningu látinnar land- námskonu, þrátt fyrir nytsama fórn langrar æfi í þarfir sam- ferðafólksins og þjóðfélagsins; þó ber að minnast orða skáld- snillingsins í því tilfelli sem fleirum, hve “hinn fórnandi máttur er hljóður.” Með þórunni heitinni Lee féll í val trygglynd og prúð land- námshetja, er með fordæmi sínu fegraði hið fámenna, íslenzka mannfélag vestan hafs og treysti grundvöllinn að framtíð þess. Tvær systur lætur þórunn eftir sig, er báðar eiga heima í • Winnipegborg, þær Mrs. L. Thomsen og Mrs. G. M. Bjarnason. Frú Þórunn Lee var góð kona af góðu fólki komin, og að baki henni liggur gott og giftudrjúgt æfistarf. —B. P. J. lega elskað hann og óskað að hann kæmist í mentaskóla landsins, en um fram alt nú í bili hefði hún óskað eftir að hlúð hefði verið að líkama hans í erfiði og kulda. Eg var lögst út af, heiðarferðin, húsfreyjan fríða og værukæra, sjó- ferðin tilvonandi, höfðingjar, orust- ur, glaumur, auður og fátækt, fór hringferð urn huga minn, og upp úr því öllu gægðist hægt, drengurinn í rifnu, blautu lörfunum, lötrandi heim túnið.—Við jörðina.—Smæl- ingjarnir.—Mönnunum hættir við að gleyma þeim. Rannveig K. G. Sigbjörnsson. Hallig Suderoog (Framhald) Stundum var kolinn reyktur og þá venjule'gua í tunnum á hvolfi, en oft- ast er hann soðinn og borðaður með kartöflum. Eitt sinn urðum við undrandi yfir því, að tveir strákanna borðuðu hvor um sig sjö eða átta kola með kartöflum. Annars voru 4—5 kollar fullkomin máltíð. En þegar strákarnir urðu þess varir að hent var gys að þeim, buðust þeir til að borða meira. Var þá verðlaun. um heitið þeim er meira æti og kappátinu laulc þannig, að sigurveg- arinn borðaði tuttugu og fjóra kola, en hinn gafst upp eftir að hafa lok- ið tuttugu og tveimur. Veiðar eyjaskeggjans eru ekki nema lítill" hluti af starfi hans. Feikna mikil vinná fer ávalt í að hreinsa eyjarnar eftir flóðin, því þau skilja eftir skeljar, þang og heila sandbyngi, sem bera verður burt, svo hægt sé að slá eyjarnar.- Ennfremur verður að smíða nýjar brýr á hverju ári yfir skurðina og gryfjurnar, því þær flæða oftast burt í vetrarflóðunum. Á vorin verður að stunda sauðburðinn, þvo ullina og taka af fénu. Hér er ullin þvegin á kindinni, og ekki klipt af fyr en hún er orðin þur. í júlí og ágústmánuði stendur heyskapurinn yfir og vinna að honurn bæði konur, karlar og börn. Að honum loknum fara eyjabúar í kaupferðir til megin- landsins, þeir fara með afurðirnar, mestmegnis kjöt, osta og selskinn, en draga aftur að sér birgðir til vetrar. ins. Á veturna er aðalstarfinn skepnuhirðing. Þar sem um litlar eyjar er að ræða, sem hafa aðeins eitt býli og feinn bónda, eru þær eign hans, þ. e. a. s. bóndinn er þá einn eigandi eyj- arinnar. En þar sem eyjamar eru stærri og bændurnir eru fleiri eiga þeir ekki einir nema húsin sín og lóðina undir þeim, alt hitt er sam- eignarland. Fénaðurinn gengur sameiginlega á beitilandið, en hins- vegar eru takmörk sett fyrir þvi, hvað hver bóndi má hafa margar skepnur. Slægjunum er árlega hlutað niður; er það gert rétt fyrir sláttubyrjun, því fyr verður ekki séð hvernig grassprettan verður. Þessi niðurjöfnun hlutar slægjun- um þannig niður, að enginn bóndi verði útundan, heldur fái allir jafn- gott slægjuland og hlutfallslega eftir gripaeign hvers eins. Þessi slægju- skifting er réttlát en afar erfið og vandasöm, því landið sprettur mis- jafnlega vel, sumir blettirnir eru betur sprottnir en aðrir. Því sagði líka einn eyjabóndi, að það mætti senda alla frægustu lögfræðinga B'erlínarborgar til eyjanna að skifta niður slægjunum, það væri alt ger- samlega þýðingarlaust. Fyrsta dag_ inn fengju þeir höfuðverk af heila- brotum, annan daginn botnuðu þeir ekki í neinu og þriðja daginn yrðu þeir brjálaðir. Hér er í raun og veru um aldagamla jafnaðarstefnu að ræða, hún hefir aldrei vakið óá- nægju eða sundurþykkju, enda er hún mikilsverður þáttur í lífsvið- leitni eyjaskeggja. Sjórinn hefði annars mulið niður land sumra ein- staklinganna, þeirra er næst sjónum bjuggu, á meðan að aðrir sátu eftir á stóreignum og höfðu yfir rniklu meira landi að ráða en þeir þurftu. í útliti er eyjabúinn að mörgu leyti norrænn, hann er langhöfði, ljóshærður og bláeygur. Svipurinn er einbeittur og djarflegur. Þeir eldast fljótt vegna of mikils líkam- legs strits, en ellin gerir marga þeirra svipmikla og glæsilega, Þeir eru meðalmenn á hæð, fremur grannir, en samt styrklegir útlits, og það yr eitthvað, annaðhvort í svip þeirra eða vexti, sem gefur manni hugboð um óvenjulegt úthald og þrautseigju. Á yfirborðinu er eyja. búinn lífmikill, glaðvær og gaman- samur, en undir niðri er hann dulur, alvörugefinn, hugsandi, trúnheigð- ur og hefir vel vit á peningum, án þess þó að vera nískur eða ágjarn. Seinn til vináttu, en vinfastur og trygglyndur; stoltur og næmur fyrir öllu er sært gæti stolt hans. Tvö tungumál eru ríkjandi á eyjunum: frísneska, sem er náskyld hollensku og platt-þýzka, sem er ríkjandi al- þýðumállíska á Norðvestur-Þýzka- landi. Á þessum einkennilega orustuvelli milli lífs og dauða og sem oft og einatt er lítið-annað en einn óslit- inn blóðugur valur, heyja ennþá nokkur þúsund íbúar lífsbaráttu sína gegn dauðanum—gegn sænum. Þeir vita að hætturnar vofa yfir á hverju einasta augnabliki, þeir vita af dauðanum í hverri öldu og hverju óveðurskýi, en þeim mun meir elska þeir lífið og þessi fögru einstæðu heimkynni sín. Þeir elska óendan- lega fegurð og fjölbreytni hafsins, þeirra versta óvinar, þeir elska eyj- arnar í litskrúði sumarblómanna, þeir elska hina spöku fuglamergð, sem svífur allan liðlangan daginn yfir höfðum þeirra og þeir elska hið óbrotna og látlausa en vingjarnlega og ástríka heimilislíf, þar sem hver bóndi er konungur, konan drotning og börnin prinsar og prinsessur. Og hvergi þar sem eg hefi farið, hefi eg orðið var jafn almennrar og eld- heitrar átthagaástar, sem einmitt þar. Þessvegna yrkja þeir þannig til eyj- arinnar sinnar: (Kvæðið er snúið úr þýzku af Þorsteini Jónssyni skáldi.). “Unga barn í úthafsvöggu, eyja þar sem brimið gnýr, einmana í heljarheimi, heim til þín mín löngun flýr. Brjóst þitt engir skógar skreyta, skýlir engin bergrönd þér, lykur um þig hafsins hringur, himininn einn til þín sér. Móti drottins ásýnd yfir opinn faðminn breiðir þú, varnarlaus í voðastríði; vön þín ein er hjartans trú. Friður býr í faðmi þínum, fátæktin þín gæfa er. Bundin trygð og ást því aldna æskan hjá þér leikur sér. -Dygð og trú þar bezta bera börnum þínum hugarró. Enginn rænir annars gæðum, eigið þar er hverjum nóg. LTnga barn í úthafsvöggu, eyja þar sem brimið gnýr, um þig þótt ei heimur hirði himininn ei frá þér snýr.” (Framh.) NUGA-TONE ENDURNÝJAR HEILSUNA NUGA-TONE styrkir hin einstöku líffæri, eykur matarlyst, skerpir melt- inguna og annað þar að lútandi. Veitir vöðvunum nýtt starfsþrek og stuðlar að almennri velliðan. Hefir oft hjálpað er annað brást. Nokkurra daga notkun veitir bata. NUGA-TONE fæst hjá lyf- sölum. Gætið þess að kaupa aðeins ekta NUGA-TONE. Vlð hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. Afmœlishátíð í ÞingvMa og Lögbergs bygðurn 26. júlí. Dagurinn rann bjartur og stiltur. Menn voru árla á fótum, því þessum degi átti að helga minningu fæddra og fallinna manna og kvenna, sem reistu öndvegissúlur í bygðum þess- um. fyrir fimtíu árum, og æ siðan hafa strítt og starfað við lán og örðugleika, og með sann-íslenzku þreki; gengið á hólm við margan ó_ vin og unnið sigur.— Landið breiddi sig í dásamlegri sumardýrð og vitnaði um afrek þeirra, sem leiddu í ljós nytsemi þess og arð. Menn tóku að streyma tímanlega að úr öllum áttum, samkomusvæð- ið varð alskipað fólki. Skemtun var hafin með skrúð- göngu ; fremst gengu nokkrir menn, þá kom “byrðingur” með allmörgum frumbýlingum um borð, þá kom bjálkahús að gerð frumbýlingsára; börn nokkur skipuðu sér umhverfis húsið klædd að frumbyggja sið. Næst kom turn allmikill í mis- munandi hæðum, minkaði hver hæð að ummáli eftir því sem ofar dró, var efsta hæð minst um sig, en turn- inn allur sívalur. Fjallkonan og jómfrú Canada stóðu í lyftingu framanvert við. Turninn var alsett- ur nöfnum þeirra manna, sem áttu sér bústað hér á liðnum fimtíu ár- um. Þá kom löng lest af vögnum og kerrum, dregin af hestum og sjálfhreyfivögnum. Að endaðri skrúðgöngu fór fram guðsþjónusta í kirkju Konkordia safnaðar. Prestur Konkordia safn. og Lögbergs f lutti prédikun; tóku þátt i guðsþjónustunni þeir séra Guðmutrdur Páll Jónasson og séra May í Bredenbury þjónandi United Church of Canada. Söngflokkur safnaðarins söng valda söngva fyr- ir og eftir prédikun. Þegar úti var Guðsþjónustan, var gengið til snæðings; sýndu konurn- ar nú sem áður sann-íslenzka rausn og myndarskap. Veizlan fór fram í samkomusal Konkordia safnaðar; voru langborð eftir endilöngum sal hlaðin ótal kostgæfum réttum og skorti ekki föng. Samkomusalur og kirkja var skreytt blómum og borðum, og sam- komustaðurinn margvíslega prýdd- ur. Héldu börn gamanleiki á grund- inni framan við samkomusalinn. Þá fór fram afhjúpun bautasteins frumbýlinganna, er það ferköntuð varða, er greiptur skjöldur i stein- inn er sýnir tilgang hennar og sí valningur var lagður innan í með nöfnúm frumbýlinga. Séra G. Gutt- ormsson mælti rækilega fyrir minn- ismerki þessu og söngflokkurinn hélt uppi söngskemtun. Þá hófust ræðuhöld. Forseti dagsins, Ásmundur Lopt. son, þingmaður Pheasant Hill kjör dæmisins mælti vel völdum orðum á ensku og íslenzku og las upp kveðju- sendingar, og kynti mönnum Mrs. O. Hannesson frá Radville; var hún fyrsta íslenzka konan, sém kom til bygðarinnar og með þeim fyrstu fermingarbörnum, sem voru fermd. Aðalræðumenn voru þeir Jó- hannes Einarsson og Dr. Richard Beck. Flutti Jóhannes ágætt erindi í garð frumbyggjanna og hvatti menn til að halda uppi merki þeirra til framsóknar og frama. Það stóð al-íslenzkur hressandi fjallablær, sólar og sumars af ræðu Dr. Beck; taíaði hann um “Vormenn Islands.” Gerðu menn góðan róm að erindum þessum. Björn Þorbergsson flutti ágætt kvæði til unga fólkisns. Arinbjörn Bardal flutti gaman-erindi. Fjall- konan (Mrs. Margrét Olson) flutti ávarp og jómfrú Canada (Miss Framh. á bls. 8 Business and Professional Cards PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Ofíice timar 2-3 216-220 Medical Arta. Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 21 834—Office timar 4.30-6 Phone 403 288 Heimili: 6 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Winnipeg, Manitoba • DR. J. STEFANSSON J Dr. P. H. T. Thorlakson 216-220 Medical Arts Bldg. Talsimi 26 688 206 Medical Arts Bldg. Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er aC hitta Cor. Graham og Kennedy Sta. Phonea 21 213—21 144 kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talslmi 42 691 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir Viðtalstími 3—5 e. h. 41 FURBY STREET Phone 36 137 218 Sherburn St.~Sími 30877 SimiS og semjiS um samtalstlma BA RRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. tslenzkur lögfrœOingur Skrifst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrœðingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 766 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrœOingar s 325 MAIN ST. (á öSru gúlfl) PHONE 97 621 Er aS hitta aS Gimli fyrsta miSvikud. 1 hverjum m&nuSi, og aS Lundar fyrsta föstudag E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrœðingur Phone 98 013 504 McINTYRE BLK. DRUGGISTS DENTISTS DR. A. V. JOHNSON Drs. H. R. & H. W. tsienzkur Tannlœknir TWEED • Tannlœknar 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pösthúsinu Slmi 96 210 Heimilis 33 328 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO Phon.e Your Orders DR. T. GREENBERG Roberts Drug Stores Dentist Limited Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Dependable Drugglsts Office 36 196 Res. 51 455 I‘i-oitipt Delivery. Nine Stores Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaSur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarSa og legsteina. Skrifstofu talsfmi: 86 607 Heimilis talslmi: 501 662 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgS af öllu tægi. Phone 94 221 • A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur aS sér aS ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgS og blf_ reiSa ábyrgSir. Skriflegum fyrir- spurnum svaraS samstundls. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE R®al Estate — Rentals Phone Office 95 411 806 McArthur Bldg. IIÓTEL / WINNIPEG ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaOur i miObiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yíir; meS baSklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltíBir 40c—60c Free Parking for Guests THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG “Winnipeff'a Dovm Toxon HoteV* 220 Rooma wlth Bath Banquets, Dances, Conventions, Dinners and Functions of all kinda Coffee Shoppe F. J. FALL/, Manaper CorntoaU i>ottl Sérstakt verS á viku fyrir námu- og fiskimenn. KomiS eins og þér eruS klæddlr. J. F. MAHONEY, framkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEO SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.