Lögberg - 22.08.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 22.08.1935, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. ÁGÚST 1935. Úr borg og bygð Messuboð Dr. Helgi Johnson, prófessor í jarSfræði við Rutger State Univer- sity, New Jersey, kom til borgar- innar síðastliðinn laugardag ásamt frú sinni í heimsókn til foreldra sinna, Mr. 'og Mrs. Gísli Johnson, 906 Banning Street. Mun Dr. Helgi og frú dveljast hér fram um mánaðarmótin næstu. Fermingar í kirkju Mikleyjar- safnaðar, framkvæmdar af séra Jó- hanni Bjarnasyni, sunnudaginn þ. 28. júli s. 1.: Sylvía June Brynjólfsson Kristrún Jóleen Tómasson Ingibjörg Aðalheiður Jones Einarína Valgerður Jones. Séra Bjarni A. Bjarnason er nú kominn það vel á veg til heilsu aftur, eftir alvarleg veikindi síðastliðið vor, að hann er í bili við prests- þjónustustörf hjá Melanktonsöfn- uði í Mouse River bygð, i N. Dak- ota. Er búist við að hann verði þar um mánaðartíma við fræðslu ung- menna, messur á sunnudögum, og við önnur venjuleg kirkjuleg störf, er fyrir kunna að koma.— Frú Guðrún Stefánsson frá Brú, Man., dvelur í borginni þessa dag ana í heimsókn til vina og ættingja. Er hún systir frú Önnu Friðfinns- son konu Jóns tónskálds Friðfinns sonar. SKÓLABŒKUR! Við kaupum og seljum brúkaðar skólabækur,' sem viðhafðar eru í öllum bekkjum ajþýðuskólanna, gegn verði við allra hæfi. Einnig höfum við á boðstólum bæk- ur og tímarit í fjölbreyttu úrvali gegn afar lágu verði. THE BETTER OLE 548 ELLICE AVE. INGIBJÖRG SHEPLEY Útvarp það frá íslandi, sem getið var um í síðasta blaði, mun heyrast í Vestur-Canada frá kl. 2 til kl. 2.30 siðdegis á sunnudaginn þann 1. september næstkomandi. Tíminn, sem auglýstur var í síðasta blaði, bar með sér, að þar var átt við Eastern Daylight Saving Time. Mr. og Mrs. Sigurður Eyford frá Oak Point, hafa dvalið í borg- inni nokkra undanfarna daga. Mr. Arnljótur Ólafsson frá Gimli kom til borgarinnar á þriðjudaginn var. í dag (fimtudag) lögðu af stað til íslands þær systtirnar Miss Guð- rún Johnson og Kristín, (Mrs. John | A. Smith). Skömmu áður en eim- lCstin austur var ferðbúin, gaf~ Rev. E. Howard Smith, prestur Mary- land kirkjunnar, saman í hjóna- band þau Kristínu og John A. Smith, starfsmann hjá raforkukerfi Winnipegborgar, mann af skozkum ættum. Fer fólk þetta beina leið til Reykjavikur, þar sem brúðhjónin ráðgera að dvelja í þriggja vikna tíma; þaðan halda þau svo til Skot- lands, og munu dvelja alllengi í Edinburg, þar sem Mr. Smith á ýms nákomin ættmenni. Munu þau í alt verða um þrjá mánuði i ferðlag- inu. Framtíðarheimili þeirra verð- ur í Winnipeg. Miss Guðrún John- son mun dvelja óákveðinn tima á íslandi. Móðir þessara systra, frú Björg Johnson, sem Vestur-íslend- ingum er að góðu kunn af langri dvöl vestan hafs, sem og Aðalbjörg dóttir hennar, er hér starfaði lengi við Free Press, eru báðar búsettar í Reykjavík. Frú Guðrún Jóhannsson, Elsinore Apts., er nýkomin heim úr skemti- ferð vestur um Argylebygð. Mrs. O. Oddson frá Langruth, var staddur i borginni seinni part vikunnar sem leið. FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Messað verður að vanda í Fyrstu lútersku kirkju á sunnudagskvöldið kemur kl. 7. Séra Jóhann Bjarnason messar væntanlega á þessúm stöðum í Gimli prestakalli næstkomandi sunnudag, þ. 25. ágúst, og á þeim tíma dags, er hér segir: í gamalmennaheimil- inu Betel kl. 9.30 f. h., en í kirkju Gimlisafnaðar kl. 7 að kvöldi. Séra Jakob Jónsson messar i sið- asta sinn í Sambandskirkjunni i Wynyard kl. 2 á sunnudaginn þann 25. þ. m., og í lútersku kirkjunni í Kandahar kl. 7.30 um kvöldið. Sunnudaginn 25. ágúst messar séra Guðm. P. Johnson í Edfield skóla kl. 11 f. h. í Hallgrímssöfnuði kl. 1 e. h. (seini tíminn), ferming og altarisganga. Einnig verður fundur í hinu nýstofnaða ung- mennafélagi í Hólarbygðinní, kl. 8 að kvöldinu. Margt verður til skemtunar.—Allir velkomnir. Séra K. K. Ólafson flytur guðs- þjónustur í Vatnabygðunum í Sas- katchewan sunnudaginn 25. ágúst sem fylgir: 1 Wynyard kl. 11 f. h. í Grandy Hall kl. 1.30 e. h. í Mozart kl. 4 e. h. í Elfros kl. 7.30 e. h. Tvær fyrri guðsþjónusturnar verða á íslenzku, tvær þær síðari á ensku. Sunnudaginn 25. ágúst: Messa í Vídalínskirkju kl. 11; messa á Gardar kl. 2 e. h. — Báðar verða messur þessar ungmenna guðsþjón- ustur undir umsjón sunnudagaskól- anna; fer hin fyrnefnda fram á ensku. Allir yngri og eldri vel- komnir. Það verður messað að öllu for- fallalausu í kirkju Konkordia safn- aðar sunnudaginn 1. september á vanalegum tíma. VEITIÐ ATHYGLI Mynd af kirk.iuþingserindrekum þeim og prest- um, er sótul nýafstaðið júbílþling kirkjufélag^ins, fæst nú keypt tvennskonar verði. Önnur myndin er prentuð á þykkan gljápappír og er 15x5 á stærð og kostar 25c. Hin er Ijósmynd, I8V2X8. Verð 75c. Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent, eða S. O- Bjerring, 550 Banning St., veita pöntunum viðtöku. “SUCCESS TRAINING ” Has a Market Value University and matriculation students are securing definite employment results through taking a “Success Course”, as evidenced by our long list of young men and women placed in Winnipeg offices in 1934 and 1935. SELECTIVE COURSES • Shorthand, Stenographic, Secretarial, Accounting, Complete Office Training, or Comptometer. SELECTIVE SUBJECTS Shorthand, Typewriting, Accounting, Business Correspondence, Commercial Law, Penmanship, Arithmetic, Spelling, Economics, Business Organization, M o n e y and Banking, Secretarial Science, Library Science, Comptometer, EIIiott-Fisher, Burroughs. CALL FOR AN INTERVIEW, WRITE US, OR PHONE 25 843 ^—» BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St., Winnipeg W I N N I P E G (Inquire about our Courses by Mail) Hjónavígslur Gefin voru saman í hjónaband i ( Sambandskirkjunni hér í borginni , síðastliðinn laugardag, þau Hannes Pétursson, sonur þeirra Mr. og Mrs. Ólafur Pétursson, og Bergþóra Sól- tnundson, dóttir séra Jóhanns heit- ins Sólmundssonar. Ennfremur þau Sigurður Sigmundsson, sonur Mr. og Mrs. J. Sigmundson og j Rósa, dóttir Mr. og Mrs. Ólafur Pétursson. Séra Philip Pétursson gifti. Framtiðarheimili hinna fyr- nefndu brúðhjóna verður í Drayden, Ont., en hinna síðarnefndu í Win- nipeg. Gefin voru saman í hjónaband að 774 Victor St. hér í borg 14. ágúst, Jóhann Carl Thorsteinsson og Valdin Jóhanna Jónasson, bæði- frá Riverton. Dr. Björn B. Jónsson gifti. Harald Hannesson og Josephine Frost voru gefin saman i hjóna- band af Dr. Birni B. Jónssyni að 774 Victor St., þann 17. þ. m. Mr. Joe Austmann, skotkappinn nafnkunni frá Kenaston, Sask., kom til borgarinnar á laugardagsmorgun. inn var austan frá Ottawa, þar sem hann hafði dvalið rúman vikutíma og tekið þátt í skotkepni, er þar fór fram að tilhlutan Canadian Rifle skotmannafélagsins. Hafði hann mikla ánægju af dvölinni eystra. Joe er sonur Mr. Snjólfs J. Austmanns, er flestir Islendingar kannast við. Hélt hann heimleiðis samdægurs. Mr. og Mrs. Chris. Thomasson frá Hecla, Man. dvöldu i borginni nokkra daga í fyrri viku. Mr. o§ Mrs. G. G. Jackson frá 1 Grand Forks, N. Dak., komu til borgarinnar ásamt dóttur sinni á föstudagskvöldið í vikunni sem leið og dvöldu hér fram á mánudaginn. Mannalát Þann 18. þ. m., lézt á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni, Guð- mundur Backman frá Glenboro, 56 ára að aldri, hinn vinsælasti maður. Hann lætur eftir sig ekkju, Krist- jönu að nafni. Einnig lifa hann tveir bræður, þeir Daníel bóndi við Clarkleigh og Kristján að Oak Point. Lík Guðmundar heitins var flutt vestur til Glenboro á þriðju- daginn, undir umsjá A. S. Bardal. Viðtal við Ásmund P. landa vorn Vér vormn svo svinheppnir að ná í þennan góðkunna landa vorn, rétt í því að hann var að koma út af Eimskipafélagsfundinum, þar sem hann hafði setið með hinni mestu prýði, í umboði frænda vorra, þeirra, er í Canada búa, og sem hér á árunum gerðu það í gustukaskyni við gamla landið að kaupa nokkur hlutabréf í félaginu. Well, sagði Ásmndur; þótti þér eg ekki gera það býsna gott þarna á mitingunni? Jú, svöruðum vér, og þótt ræðan þín væri fjandans ári löng, þá þótti mér mjög gaman að henni, og eg hygg, að öllum hafi þótt hún skemtileg nema þeim, sem eru því meiri alúðar vinir þínir. Jæja, svaraði Ásmundur, þó að þú gjörir nú ekki mikið úr mér, sem ræðumanni, þá get eg nú samt sagt þér það, að þrir af ykkar helztu intelligensum voru algjörlega á sama máli og eg, og það eiginlega án þess að ætla sér að hafa nokkuð upp úr því, heldur en eg eða doktor Rögn- valdur. Já, eg þykist nú vita, að þið Rögn. vaklur eigið ekki ennþá marga arð- ana, sem ekki er búið að kalla fyrir, eins og þú orðaðir það þarna á fundinum. En er annars ekki hægt að fá þessa ófyrirkölluðn fyrir gjaf- Verð, þarna fyrir vestan? spurðum vér. / Ekki segi eg nú það, en öllum þykir betra að fá litið en ekki neitt. En heyrðu, Ásmundur, finst þér ekki, að hér sé verið að gera gælur við íslenzkan aulahátt og trassaskap, með því að fara að innleysa þessa afgömlu miða, sem í flestum tilfell- um hefði verið innan handar að kalla fyrir á réttum tíma? Well, eg hélt nú að eg hefði út- skýrt þetta svo rækilega á fundinum, að jafnvel þeir slökustu hefðu skil- ið það. En svo er eitt enn þá, og það er þjóðræknisfélagið, þar sem við Rögnvaldur erum báðir mjög * mikilsvirtir limir og sem slíkir verð. j um við að hossa öllu því, sem þjóð.! legt er, og þessir tveir eiginleikar, 1 sem þú nefnir, eru báðir svo ramm- | islenzkir, að mér sýnist að við meg- 1 um til að rækta þá og hlúa að þeim. j Svo þarna getur þú séð, að þetta er hálfgert kabínettspursmál fyrir okk- ur Rögnvald hvað sem hinum ágætu þremenningum líður, sem svo drengilega studdu mál mitt á Eim- skipafélagsmótinu.— En hvað verður nú úr öllum pré- dikunum um þá heimsfrægu Ás- muíndarkrónu, sem þnð Benjamín Franlín funduð upp hér á áruntim, og sem þið sögðuð báðir, að sæist aldrei að eilífu aftur, ef hún slyppi einu sinni út fyrir lándssteinana. Þær prédikanir standa alveg í sinu fulla gildi og kenningin er alveg rétt, The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SAHGENT AVE, WPG. Sig’s Barber Shop Og Ideal Beauty Parlor Simi—808 59 í Columbia Press byggingunni, 693 SARGENT AVENUE KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 eins og hún var og verður; og það skaltu reiða þig á, að við fyrir west- an skulum passa það rækilega, að þessar krónur komist aldrei aftur út fyrir landsteinana í Canada. Er þetta ekki bölvað kaftshögg fyrir Eimskip? spurðum vér. Að eiga nú að snara út þessum 65—og —fimm—þúsunda—kalli ? Góð ráð eru alt af dýr, segjum við fyrir westan, og ef Eimskip get- ur ekki drifið upp peninga til þess að borga út þessa ófyrirkölluðu kúpóna eða kúmpóna, þá verður það bara að selja eitt skipið, eða þá að láta okkur fá það á Winnipeg-vatn. Þætti mér Brúarfoss einna hentug- astur til slíks, því þá yrði hann brú milli ykkar hérna í gamla Iandinu og okkar, sem fyrir vfestan búum. Þjóðrœknisfélagi Spegilsins. —Úr Speglinum. Afmælishátíð Framhald frá bls. 3 Oddný Bjarnason) talaði þar næst. Miss Kristín Olson flutti minni Kanada. Öll voru erindi þessi vel samin og skörulega flutt. Milli ræðanna skemti söngflokk- urinn með söng, eða menn sungu í flokkum og alment. Þá var sezt að kvöldverði. Eftir að borð voru upp tekin var gengið til skemtana á ný; hófust dansleikir fyrir þá yngri í samkomu- salnum, en eldra fólkinu var boðið heim á heimili Mr. og Mrs. Jóns Freysteinssonar, tóku þau hjón mönnum með opnum örmum og stóðu fyrir góðgerðum. Menn skemtu sér við ræður og söng fram undir morgun, var stundin hin á- nægjulegasta, og dagurinn í heild sinni ógleymanlegur. Á. Á. C. Úr, kluklcur, gimsteinar og aörir skrautmunir. Giftingaleylishréf 447 PORTAGE AVE. Sfmi 26 224 FALCON TAXI Arni Dalman, eigandi Sími 73 230 Fólksflutningsbílar. ávalt til taks jafnt á nóttu sem degi við afar sanngjörnu verði. Félag þetta gekk áður undir nafninu Sargent Taxi. Óskað eftir viðskiftum íslendinga. Sendið áskriftargjald yðar fyrir “The New World,” mán- aðarrit til eflingar stefnu Co-operative Commonwealth Federation í Canada. Aðeins BINN dollar á ári sent póstfrítt tJtgefendur The New World 1452 ROSS AVE. Winipeg, Manitoba Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiBlega um alt, mn »0 flutningum lýtur, smtum eOa at4r- um. Hvergi aanngjamara verfl Heimili: 591 SHERBURN ST. Sími: 35 909 Minniát BETEL * 1 erfðaskrám yðar ! AUGNASKOÐUN og gleraugu löguð við hæfi J. F. HISCOX Optometrist • Formerly of Hudson’s Bay Co. Successor to Maitland Tinlin 209 Curry Bldg. Ph. 93 960 Opposite Post Office IT WILL BE GOOD BUSINESS for you to study at the commercial school that gives you the following advantages: A WIDE RANGE OF MODERN COURSES, con- structively planned and taught^ INDIVIDUAL TEACHING by an experienced faculty, in quarters especially planned for educational purposes; Pleasing and convenient LOCATION; AN ATMOSPHERE like that of a business office of high calibre, with the result that the graduate has consciously or unconsciously absorbed the qualities required in such an of fice; EFFECTIVE PLACEMENT SERVICE. Business men are familiar with the efficient meth- ods of the Dominion and are eager to em- ploy its graduates in preference to others. The DOMINION BUSINESS GOLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, and St. John’s / / I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.