Lögberg - 05.09.1935, Blaðsíða 6

Lögberg - 05.09.1935, Blaðsíða 6
6 LÖGrBERG, FIMTUDAGrlNN 5. SEPTEMBER, 1935. Týnda brúðurin Eftir MRS. E. D. E. N. SOUTHWORTH Hann kysti hana enn einu sinni á hendina, sem hann hélt í, reisti hana svo á fætur, tók hana við hönd sér og leiddi hana eftir slóð- anum, sem þau komu, á veginum, sem lá heim til hennar. Þau voru nú komin rétt út að skógar- jaðrinum og Marian dróg að sér hendina úr hendi hans, og sagði: “Hér skiftast leiðir okkar.” “Þú lofar mér að fylgja þér heim?” “Nei; það yrði svo langt fyrir þig að ganga til baka.” “ Við skulum ekki hugsa um það. Eg bið þig, ka:ra Marian, lofaðu mér að fylgja þér. ” “Nei; það gæti komið of flatt upp á Edith, að sjá mig koma heim með ókunnug- um manni,” sagði hún, og veifaði til lians hendinni í kveðjuskyni, og gekk hratt á stað og .stefndi heint yfir engið. Thurston starði á eftir henni og fyltist óviðráðanlegri löngun til þess að fara á eftir henni; en hann áttaði sig á því að það mundi hyggilegast eins og hún hafði gert, að láta vegina skilja þarna að því sinni. En hann treysti forsjóninni til þess að gefa sér annað tækifæri til þess að. mæta henni og verða henni samferða þegar hún færi til kirkjunn- ar næ.sta sunnudags morgun, og hann ásetti sér að vera kominn á þessar slóðir kl. 7 næsta sunnudagsmorgup og bíða þar eftir henni. Eftir að hafa tekið þessa ákvörðun hraðaði hann sér heim. En hvað var um Marian ? Hún hraðaði sér heim til sín, tók af sér hattinn og sjalið, og fór að sinna störfum sínum eins og vana- lega; en það leyndi sér ekki að sælum unaðs- roða brá fyrir á andliti hennar; augnatillitið var ennþá mýkra og ástúðlegra; unaðsbros lék um hinar blómlegu varir hennar og rödd- in var dýpri og skærari. Næsta sunnudagsmorgun mættust þessir elskendur aftur, af tilviljun, eða svo vildi Thurston að minsta koti láta það líta út, þar sem hann gekk í hægðum sínum eftir braut- inni, og sá svo til að Marian gengi fram á sig í skóginum, á leið hennar í sunnudagsskólann. Hún var blómleg og fögur, eins og hinn indæli morgun, þar sem hún kom eftir skóg- arbrautinni, hún var morgungyðjan sjálf. Honum virtist bregða svolítið við, er hún náði honum, og hann sneri sér snögglega við, eins og eitthvað óvænt hefði komið fyrir. Hann fagnaði henni af öllu afli sálar sinnar. “Vertu velkomin, marg velkomin! Eg fagna komu þinni eins og morgunbjarmanum. Já, þúsund sinnum velkomin! Má eg nú, kæra Marian, kalla þig mína? Hefi eg skilið þitt engilbros rétt ? Er það hinn blessaði boðberi, sem flytur mér hið þráða svar upp á bænir mínar?” Hann frekar hvíslaði en talaði þessi orð, er hann tók hana í faðm sinn og lagði höfuð hennar að brjósti sér. “Talaðu, elsku Marian! Talaðu, elskan mín! Ertu mín, eins og eg er þinn?” Hún svaraði svo lágt, að hann varð að beygja höfuðið niður að vörum hennar, ti] að heyra það sem hún sagði. ‘ ‘ Eg elska þig af öllu hjarta. En eg elska ])ig of mikið til þess að eg vilji eyðileggja framtíð þína. Þú mátt ekki binda forlög þín og framtíð við mig, kæri Thurston.” Og hún reyndi svo mjúkt og hægt að losa sig úr faðm- lögum hans. En hann lagði handlegginn svo milt og blítt um mitti hennar, laut höfði sínu að eyra hennar og livíslaði af sárri tilfinn- ingu: “Hvað meinarðu, Marian? Eg skil ekki hvað þú segir. ” , “Kæri Thurston,” sagði hún með skjálf- andi röddu, “eg hefi þekt afa þinn um lengri tíð af afspurn, og mér er vel kunnugt um skaplvndi hans, venjur og áform. En í gær- dag vildi svo til að eg heyrði mann, sem er Jionum persónulega kunnugur, segja, að gamli Wilcoxen hafi svarið það, að hann gerði þig að erfingja sínum aðeins með því skilyrði, að þú giftist stúlku, sem væri eins rík eða ríkari en hann. Ef þú giftist mér, þá gerði afi þinn þig arflausan; eg elska þig of mikið til þess að verða valdandi að slíku,” sagði hún í lágum róm,—“eyðileggja framtíð þína, nei, það geri eg ekki. Þú mátt ekki hugsa um að giftast mér meðan afi þinn er á lífi, elsku Thurston.” “Elsku Marian, er það einungis til að binda mig traustari böndum við þig, að þú færist undan að bænheyra mig?” “Kannske svo sé,” svaraði hún svo und- ur milt. “Hlustaðu á það, sem eg ætla að segja þér, elsku Marian. Eg sver það við himininn, og fyrir augliti guðs, að eg hefi aldrei elskað nokkra konu nema þig, og þú ert sú eina kona, sem eg elska. Eg skal vera þér trúr meðan eg lifi, sem eiginmaður þinn, ef þú vilt taka mér sem þínum eina elskhuga. Eg held mitt loforð við þig, eins lengi og við lifum bæði! Eg er þessvegna, elsku Marian, bundinn þér eins fast og nokkur loforð geta bundið. Eg er þér lofaður meðan eg lifi, hvort heldur þú samþykkir það loforð eða ekki! Þú getur ekki gefið mér eftir þetta loforð, eða leyst mig frá því, það er svarið himninum, 'og öllu, sem heilagt er. Þú sérð að eg er bundinn loforði, sem ekkert getur ónýtt, en þú ert frjáls. Komdu í arma mína, mín hugljúfa Marian. Þú sagðir að þú elskaðir mig. Gef mér lof- orð þitt, á sama hátt. Við erum bæði ung, elsku Marian, og við getum beðið. Einungis gef mér loforð þitt, að þú viljir verða konan mín, gef mér þá blessuðu vissu, og eg skal bíða rólegur. Hvað segirðu, elsku Marian?” “ Afi þinn—” “Hann hefir ekkert á móti þér, persónu- lega, elskan mín; hann veit ekkert, ímyndar sér ekkert um hvert hugur minn stefnir. Nei, elskan mín, þetta hugarflug hans um það að eg eigi að giftast ríkri stúlku, er blátt áfram ekkert annað en elliglöp; við verðum að fj7r- irgefa honum, se.m nú er níutíu og fimm ára, slíka dutlunga. Við getum líka lifað í von- inní, þar eð hann er nú orðinn svona gamall, að við þurfum ekki að bíða mörg ár þar til að við getum sameindst í heilögu hjónabandi!” “Ó, við skulum aldrei hugsa þannig! Það væri syndsamlegt, og við- yrðum fyrir van- þóknun himinsins. Við skulum óska að gamli máðurinn lifi lengi enn, til þess að búa sig undr eilífðina.” “Guð varðveiti mig frá því að óska hon- um feigðar, nei, það kemur mér ekki í hug, eg óska þess eins, að hann verji þeim dögunum sem hann á eftir ólifað til þess að búa sig sem bezt undir viðskilnað sinn,'—dagana, sem ef til vill hafa mesta þýðingu fyrir velferð hans ódauðlegu sálar, ” sagði Thurston. En góða mín, þú ert svo þögul, það er jafnvel erfið- ara að fá þig til að tala en forsætisráðherra. Svaraðu mér nú, í eitt skifti fyrir öll, elsku- lega Marian; eg er þér bundinn meðan lífið endist; viltu lofa því að verða mín elskuleg eiginkona?” “Já,” hvíslaði Marian svo undur milt og lágt. “Og viltu,” og hann þrýsti henni fastara að'brjósti sér, “viltu minnast þessa loforðs þegar eg bið þig þess?” “Já,” sagði hún svo undur blítt. “Sé það ekki til þess að spilla hamingju þinni og koma þér í erfiðleika og fátækt; það vildi eg ekki gefa samþykki mitt til!” Hún sagði þetta í djúpri einlægni og alvöru. “Guð blessi þig; þú ert engill! ó, Marian, ef þú gætir séð tilfinningar hjarta míns, þá sæir þú að eg,finn til þess, að eg er ekki verð- ur þeirrar hamingju að mega kalla þig mína.” Hann sagði þetta í barnslegri ein- lægni og sakleysi. Þú gerir þér of háar vonir um mig. Eg er hrædd, eg veit ekki hvað kann að ske.” “Því ertu hrædd, elsku Marian? “Ó, eg veit ekki við hvað; það getur skeð þegar þú þekkir mig betur, að þú getir þá ekki elskað mig eins innilega,” sagði hún með skjálfandi rödd. “Hvernig ætti eg?” “ó, það getur skeð að þú hafir fengið ást á mér í augnabliks hrifningu, án þess að vita hver eg er, og þá opnast augu þín, og þú ef til vill hefir orðið fyrir vonbrigðum, og ást þín til mín kólnar.” “Farist þá sál mín um alla eilífð, ef eg nokkurn tíma hætti að 'elska þig!” -sagði Thurston í æstri hugarhrifningu, og þrýsti henni að hjarta sér, og staðfesti sinn hræði- lega eið með kossi á enni hennar og varir. “Þessi samningur er nú staðfestur; forlög okkar verða eitt eilíflega! Hér eftir skal ekk- ert aðskilja okkur!” Þau voru nú komin nærri þorpinu og Marian staðnæmdist og sagði: “Góði Thurs- ton, ef að það verður vart við að þú sért að bíða eftir mér við kirkjuna, veiztu hvað fólk- ið muni segja? Þáð segir að eg sé að teygja þig með mér, og það berst bráðlega til eyrna afa þíns, og kemur þér í vandræði.” “Stansaðu eitt augnablik, elsku Marian!” “Hvenær eigum við að finnast næst?” “Þegar forsjóninni þóknast.” ‘ ‘ 0g hvenær verður það, elskan mín ? ’ ’ “Eg veit ekki; en eg ætla að biðja þig að koma ekki heim til mín, elsku Thurston; ]>að væri ógætilegt. ” “Marian! Eg verð að s.já þig svo oft. Viltu finna mig hérna niður við víkina annað kvöld?” “Nei,” svaraði Marian mjög áhyggju- full, “eg get það ekki að þessu sinni, þrátt fyrir það þó hjarta mitt þrái nærveru þína, eins og veikt barn þráir nærveru móður sinn- ar; þú verður að fyrirgefa mér það, elsku Thurston.” Hún horfði í andlit honum sínum bros- hýru og mildu bláu augum, meðan hún talaði, en tilfinningarnar báru hana ofurliði, svo höfuð henn^r hné, sem máttvana að brjósti hans, og hún vafði handleggjunum um háls hans og hjúfraði sig að brjósti hans, í draum- kendri ástarsælu. 'Thurston varð sem frá sér numinn og honum fanst eins og hann væri skapaður til að vera verndari hennar og allra manna. Hann hvíslaði fremur en að hann talaði: “Þú hefir rétt fyrir þér, elsku Mar- ian, þú, sem eg elska meira en alt, sem til er í heiminum; eg elska þig af öllu afli sálar minnar, svo þú ert mér alt sem til er í þessu lífi. Við skulum hafa það eins og þú segir. Ek skal ekki leita samfunda við þig. Það er með mig eins og móður, sem er að deyja úr bráðsmittandi sjúkdómi, hún neitar sér um þá síðustu ánægju og huggun, að faðma að sér barnið sitt, sem er heilbrigt til þess að sýkja það ekki; eins vil eg þín vegna halda mér frá þeirri himnaríkis dýrð, sem felst í nærveru þinni. ’ ’ “Elsku Thurston,” sagði hún, og lyfti höfðinu frá brjósti lians, “það verður ekki eins tilfinnanlegt og þú heldur. Við sjáumst í kirkjunni á hverjum sunnudegi, og á hverj- um mánudegi í fyrirlestrasalnum. Við sjá- umst og oft í heimboðum hjá nágrönnunum. Minstu þess líka að bráðum dregur nær jól- unum og öllum jólasamkomunum, og þá sjá- umst við á hverju kvöldi í smásamkvæmum, sem verða haldin víðsvegar hér í nágrenn- inu. Eg verð að flýta mér alt sem eg get; eg er orðin of sein, langt ^)f sein! Vertu sæll, elsku Thurston!” “Vertu sæl, ástkæra Marian.” Bftir að þau höfðu kvaðst með kossum ástar og fölskvalausrar einlægni, hljóp hún rjóð og sællleg eftir skógargötunni, sem lá inn í þorpið. Thurston gaf henni loforð sitt í fullri einlægni um að leita ekki fundar við hana; og hann hélt það vel alla vikuna; freist- ingin til þess að brjóta það var og minni af þeirri ástæðu að liann vissi ekki hvar helzt að tækifæri væri til að finna hana. Næsti sunnudagur rann upp skær og fag- ur, og Thurston hugðist nú að fara aðra leið til kirkjunnar en eftir skógarbrautinni, svo hann yrði ekki á vegi Marian, og hún gæti ekki sagt að hann staéði ekki við loforð sitt, svo. hann fór veginn sem lá með ánni upp til þorpsins; jafnvel þó honum dytti í hug, en hann vildi ekki kannast við það með sjálfum sér, að hún hefði einmitt valið ár brautina, til þess að verða ekki á vegi hans í skóginum. Þessi ímyndun hans hafði ekki verið með öllu ástæðulaus. Hann var kominn aðeins skamt eftir brautinni upp með ánni, þegar hann sá Marian spölkorn á undan sér; hann hvatti sporið og var innan stundar búinn að ná henni. Hún setti á sig mesta undrunar- svip, sem bar þó meir vott um fögnuð og gleði en að henni mislíkaði að Tlmrston slæist í ferðina með sér, en hún gat ekki skilið hvern- ig þetta vildi svona til; það var eins og for- lögin eða jafnvel galdrar hefðu verið hér beint að verki. Hún gat ekki ásakað hann fyrir að hafa ekki haldið loforð sitt, um að sækja ekki á fund hennar er liún væri ein á ferð. En hún lézt vera alveg hissa á þessum óvænta fundi þeirra. “Eg vissi ekki að þú mvndir fara þessa leiðina,” sagði liún. “Eg bjóst ekki heldur við, elskan mín, að þú mundir fara þessa braut; en eg mundi loforð mitt um að vera ekki á vegi þínum, eða sækja eftir að vera þér samferða, þess vegna fór eg ekki skógarbrautina,” sagði Thurston og reyndi að telja sér trú um að hann væri að segja satt. Það er ekki nauðsynlegt fyrir lesandann að fylgja þessum elskendum eftir á þessari morgungöngu, enda mundu elskendurnir ekki vera oss neitt þakklát fyrir slíka nasvísi. En það er nóg að geta þess að þetta var ekki síð- asti morgun eða kvöld samfundur þein-a og 'skemtiganga. Það vildi oft til eftir þetta að Tliurston varð á vegi Marian, þar sem hún sízt bjóst við honum; hann var þnúinn áfram af hinni dýpstu ástarhrifningu og þrá, til þess að vera nálægt henni, þrátt fyrir það að hann var að telja sér trú um að þessum fundum þeirra bæri saman algjörlega af tilviljun. Þannig áttu ]>au margar gönguferðir saman, bæði fram með ströndinni og eftir hinum skugg- sælu skógarbrautum, meðan blíðviðri Indíána- sumarsins entist og öllum þeirra samfundum var svo háttað, að Marian virtist aldrei hafa ástæðu til að kvarta um að hann hefði ekki haldið loforð sitt. Eftir því sem tíminn leið og nær dróg vetrinum og útivistar stefnumót fóru að verða færri og erfiðari, fór Thurston að fara fram á að þau skyldu giftast heimu- legri giftingu. Honum fanst svo stutt á milli leynifunda og leynigiftingar, að það bil væri auðvelt að stíga yfir. “Elsku Marian, við erum bæði komin til lögaldurs, og bæði frjáls, — við getum ekki með því vanþóknast guði né brotið á móti lög- máli mannanna, þó við gerðum það, — það mundi tryggja sameiningu okkar og vernda okkur frá ofbeldi og þvingun. Sýnist þér það ekki líka?” Thurston flutti þetta leynigiftingarmál sitt fyrir henni af mestu mælsku, og í mestu einlægni, en algerlega árangurslaust. Hann hélt þessu máli fram við hana hvenær sem ]>au fundust, og þó bæði ást hennar og vilji til að þóknast honum sem bezt, væri hennar insta og heitksta þrá, þá samt sem áður lét hún ekki bugast; hún fylgdi ákveðið rödd samvizkunnar í brjósti sér, sem mótmælti slíku tiltæki; og hún svaraði slíkum mála- leitunum þannig: Þó heimuleg gifting sé ekkert brot á guðs eða manna lögum, eða með því sé nokkurri manneskju gert neitt rangt til, þá samt sem áður gæti það gefið ástæðu til, eða valdið mis- skilningi og grun—og ef til vill róg og lvga- sögum, sem yrðu til mikils harms þeim, sem við elskum og virðum og vilja okkur alt hið bezta. Gagnvart þeim væmm við að gera rangt. Eg vil forðast að aðhafast nokkuð, sem samvizkan segir mér að sé rangt, og þá ekki heldur fyrir þig, elsku Thurston.” 14. Kapítidi. Það var aðfangadagskvöld jóla. Snjó- bylurinn napur næddi úti, svo allir voru fegnir að vera inni og skýla sér fyrir vetrar- hörkunni. Gamli Wilcoxen sat samanhnipr- aður í leðurklæddum hægindastól, sem var fast við eldstæðið í svefnherbergi hans, niður- sokkinn í að telja saman inntektir sínar og reikna út hugsanlega verðhækkun á hluta'bréf- um sínum á milli þess að liann saug langan teig úr krítarpípu, sem hann liafði í munni sér. Fanny var í einu af loftherbergjum húss- ins; hún starði út um gluggann á snjóbreið- una, er huldi jörðina svo langt sem augað eygði og út á víkina fj7rir framan húsið; hún hlustaði á stormþyt og hamfarir vetrarbyls- ins, og söng af mestu kæti gamanvísur, eins og hún var vön að gera þegar véðrið var sem verst. Thurston var einn í dagstofunni; hann hafði lagt sig upp í legubekk til þess að lesa dagblaðið og hafa næði til þess að geispa yfir lestrinum, því hann vissi lítið hvað hann var að lesa um, enda ekki merkilegt. Hugur hans var annarsstaðar. Alt í einu var framdyraliurðinni lirund- ið upp og einhver kom alsnjóugur inn í for- stofuna. Thurston fleygði -blaðinu, sem liann var að lesa, hljóp á fætur og út í forstofuna. Sér til mikillar undrunar sá liann Claudesley Mornington standa þar við liurðina, snjóugan og veðurbarinn, fölan í andliti með æðislegu augnaráði, sem gerði hann skelkaðan við að sjá æskuvin sinn og félag’a í slíkri geðshrær- ingu. “Guð hjálpi mér, Claudesley! hvað hefir komið fyrir ? Hefir eitthvert slys komið fyrir heima?” Heima, heima! Hvar heima ? Eg á hvergi heima framar á þessari jörð!” svaraði hann með átakanlegurn harmi. “Góði vinur minn, talaðu ekki svona hræðilega. Hvað er að? Einhver vandræði við gamla sjóliðsforingjann?” “Fari hann í heita h........!” hrópaði Cloudy, og ruddi sér fram hjá honum og hljóp í einum spretti upp á loft. Thurston ibrá mjög við að sjá Claudy svona æstan, því liann var að upplagi mjög stiltur; andlitið bar þess l.jósan vott að liann var í mjög æstu skapi, og þeim mun meir sem Thurston hugsaði um útlit hans, þeim mun órólegri varð hann; þar til að hann gat ekki þolað þá óvissu lengur og læddist út úr her- bergi sínu hljóðlega og fór upp á loft og að herbergisdyrum Claudys og staðnæmdist fvr- ir utan dyrnar og hlustaði hvort hann heyrði nokkuð til hans; hann heyrði að það gall í málmi inni í herberginu og honum datt í hug að hann væri að láta skothylki í skammbyssu; en til hvers gæti liann verið að því? Hann evddi engum tíma í að hugsa sig um eða að berja að dyrum. Thurston setti fótinn af öllu afli í hurðina og sprendi upp lásinn og hentist sem kólfi væri skotið inn í herbergið og náði skammbyssunni úr höndum Claudesly með svo skjótri svipan að hann vissi varla hvað skeði. Thurston staðna'mdist fyrir framan hann og sagði: “Herra Guð komi til, Claudy! Hvað ætl- arðu að gera?” Claudy horfði á hann augna- blik með æðistryldu augnaráði, en er Thurs- ton endurtók spurningu sína, svaraði hann með tryllingslegum kuldahlátri: “Eg býst við að eg sé orðinn vitlaus! Heldurðu það ekki?”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.