Lögberg - 05.09.1935, Blaðsíða 8

Lögberg - 05.09.1935, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. SEPTEMBER, 1935. Ur borg og bygð í borginni dvelja um þessar mund. ir góðir gestir, þau Mr. og Mrs, W. J. Perkins frá Washington D. C. Mrs. Perkins er Mekkin, dóttir Gunnars Sveinssonar fóðurkaup- manns og Kristínar Jónsdóttur, sem bæði eru dáin. Var Kristín systir séra Jóns Finnssonar frá Klyppstað, föður séra Jakobs Jónssonar frá Nesi í NorðfirSi, er nú dvelur hér vestra. Þau Perkins hjón eru bæði vel ment og njóta hvarvetna hins mesta álits. Starfar Mr. Perkins í utanrikisráðuneyti Bandarikjanna, sem tungumálaþýðari; hefir frúin einnig sint samskonar störfum um alllangt áraskeið. Stefán Eiríksson og Guðmundur Halldórsson frá Hecla, Man., voru í borginni seinni part fyrri viku. Mr. Sigurður Sigurðsson frá Hecla, var í borginni síðari hluta fyrri viku. Mr. Jóhann Beck, starfsmaður hjá Columbia Press, Ltd., skrapp suður til Grand Forks, N.D., um síðustu helgi í kynnisför til móður sinnar og bróður og tengdasystur, Dr. og Mrs. Richard Beck. Eldri söngflokkur Fyrsta lúterska safnaðar heldur æfingu næstkom- andi föstudagskvöld, en sá yngri á fimtudagskvöldið. Æfingar bæði kvöldin byrja stundvíslega klukkan átta. Mrs. Agnes P. Vatnsdal frá Geysir, Man., kom úr íslandsför á miðvikudaginn í vikunni sem leið. Fór hún heim seinni part maí-mán- aðar. Ferðin hafði gengið mæta vel báðar leiðir, og dvölin á Islandi ver. ið hin ánægjulegasta. Mr. J. J. Samson, Miss Sigríður Samson, Mr. Lúðvík Kristjánsson og ritstjóri þessa blaðs fóru suður til Mountain, N. Dak., á föstudags- kvöldið var og dvöldu syðra fram á mánudaginn. Mr. Sigurður Björnsson, 679 Beverley St., starfsmaður á skrif- stofu Winnipegborgar fór vestur til Moose Jaw, Sask., síðastliðinn laug- ardag, í kynnisför til Björns radio- fræðings sonar síns og frúar hans. Mr. Björnson bjóst við að verða að heiman í vikutíma eða svo. Mrs. Helgi Björnsson frá Lundar, er fór heim til Islands seinni part síðlastliðins maí-mánaðar, kom úr j>ví ferðalagi á fimtudaginn var. Mr. Chris. Thomasson frá Hecla kom til borgarinnar um miðja vik- una sem leið. . Mr. og Mrs. Fred Bjarnason lögðu af stað vestur til Jasper og ýmsra annara skemtistaða þar vestra síðasthðinn föstudag, og ráðgerðu að verða um hálfsmánaðar tíma að heiman. Mr. Bjarnason er starfs- maður Imperial Life lífsábyrgðar- félagsins og hlaut ferð þessa sér og konu sinni öldungis að kostnaðar- lausu, í viðurkenningarskyni fyrir frábæran dugnað við lífsábyrgðar- störf. Mr. Björn B. Johnson á Gimli var staddur í borginni seinni part vik- unnar sem leið. Séra Jakob Jónsson kom vestan frá Wynyard, Sask. um síðustu helgi. ) RAÐSKONA ÓSKAST Óskað eftir að hún sé góð við matreiðslu og þrifin. Má hafa eitt- hvað af börnum. Upplýsingar fást á skrifstofu Lögbergs. GJAFIR TIL BETEL Mrs. Árni Helgason, Chicago, 111., $5.00; Ónefndur á Gimli, Man., hálft tonn af heyi: Mrs. Ásdís Hen- ricksson, Gimli, Man., í minningu um 29. ágúst, $25.00. Meðtekið með þakklæti, 7. /. Swanson, féhirðir. VEITIÐ ATHYGLI Mynd af kirkjuþingserindrekum þeim og prest- um, er .sótui nýafstaðið júbílþöng kirkjufélagdins, fæst nú keypt tvennskonar verði. Önnur myndin er prentuð á þykkan gljápappír og er 15x5 á stærð og kostar 25c. Hin er ljósmvnd, I8V2X8. Verð 75c. Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent, eða S. 0- Bjerring, 550 Banning St., veita pöntunum viðtöku. “SUCCESS TRAINING” Has a Market Value University and matriculation students are securing definite employment results through taking a “Success Course”, as evidenced by our long list of young men and women placed in Winnipeg offices in 1934 and 1935. SELECTIVE COURSES Shorthand, Stenographic, Secretarial, Accounting, Complete Office Training, or Comptometer. SELECTIVE SUBJECTS Shorthand, Typewriting, Accounting, Business Correspondence, Commercial Law, Penmanship, Arithmetic, Spelling, Economics, Business Organization, M o n e y and Banking, Secretarial Science, Library Science, Comptometer, Elliott-Fisher, Burroughs. CALL FOR AN INTERVIEW, WRITE US, OR PHONE 25 843 BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St., Winnipeg W I N N I P E G (Inquire about our Courses by Mail) Messuboð FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Messað verður að vanda í Fyrstu lútersku kirkju á sunnudagskvöldið kemur kl. 7. Messur fyrirhugaðar í Gimli prestakalli næstkomandi sunnudag, þ. 8. sept., eru þannig, að morgun- messa verður í Betel á venjulegum tima, síðdegismessa kl. 2 í kirkju Víðinessafnaðar og kvöldmessa kl. 7 í kirkju Gimlisafnaðar. Sunnudaginn þann 8. september messar séra Guðm. P. Johnson i Kristnesskóla kl. 12 á h., í Westside skóla kl. 2 e. h. Ungmennafélags- fundur verður haldinn í Hólar Sam- komuhúsinu kl. 8 að kvöldinu, Margt verður þar til fræðslu og skemtunar, einnig býður unga fólk- ið öllum upp á kaffi og kökur við fundarlok. Allir eru boðnir og vel- komnir, bæði til þess að gerast með. limir félagsins og líka til þess að fjölmenna á fundinn. Séra K. K. Ólafson flytur guðs- þjónustur í Vatnabygðunum í Sas- katchewan sunnudaginn 8. sept. sem fylgir: í Elfros kl. 11 f. h. í Mozart kl. 3 e. h. 1 Kandahar kl. 7.30 e. h. Guðsþjónustan í Mozart verður á islenzku, hinar á ensku. í Kanda- har verður fermingarguðsþjónusta með altarisgöngu. Sunnudaginn 8. sept. messar séra H. Sigmar í Vídalínskirkju kl. 11 f. h., í Gardar kl. 2, í Péturskirkju kl. 8 e. h. Messan í Péturskirkju á ensku. Séra Jóhann Fredriksson messar næsta sunnudag þ. 8. sept., í Lúter söfnuði kl. 11 f. h., að Mulvihill (í norsku kirkjunni) kl. 3 e. h. og i Lundar söfnuði um kvöldið kl. 7.30. Hjónavígslur Þann 28. ágúst fór fram gifting á Eyjólfsstöðum við Hnausa, Man., er Einar Konráð Magnússon, sonur Magnúsar bónda á Eyjólfsstöðum og Ingibjargar konu haps giftist Ingibjörgu Cecelíu Magnússon frá Selkirk, Man. Brúðurin er dóttir Ingólfs Magnússonar og Kristínar konu hans í Selkirk, Man.—Fjöl- mennur hópur nánustu ættmenna var viðstaddur. Var setin ágæt veizla að giftingunni afstaðinni. Naut fólk sín vel við samræður og söng. Sóknarpresturinn gifti. Gefin saman í hjónaband síðast- liðinn mánudag, þ. 2. sept., voru þau Mr. Björn Peterson, til heimilis hér í borg, og Miss Guðný Kristín Markússon frá Árnes, Man. Séra Jóhann Bjarnason gifti og fór hjónavígslan fram að heimili hans á Gimli. Á eftir hjónavígslu at- höfninni var ánægjulegt samsæti á heimili bróður og tengdasystur brúðarinnar, þeirra Mr. og Mrs. Óli Markússon á Gimli. Heimili hinna nýgiftu hjóna verður í grend við búnaðarskóla fylkisins, þar sem Mr. Peterson er starfsmaður í einni deild þeirrar stofnunar. Hjónavígslur framkvæmdar af séra Birni B. Jónssyni, D.D.: 29. ágúst—Allen Henry Bryson og Dora Þorbjörg Oddson, til heim- ilis í Portage la Prairie. 2. september—Erlendur Franklin Thompson og Marguerite Esther Halliday, til heimilis í Flin Flon. 3. september—Guðmundur Hall- dór Halldórson, frá Lundar og Gunnfríður Stefanía Olson, frá Riverton, framtíðarheimili á Lund- ar. Mannalát Fyrir nokkrum dögum barst hing- að til Winnipeg sú sorgarfregn frá Gimli, að ungur piltur, Marteinn Lúter hefði veikst og dáið snögglega þann 18. ágúst s. 1. Hafði hann ver- ið að leika sér í kringum húsið að sjá alheilbrigður; svo hafði hann komið inn og gengið upp á loft; leit þá út sem eitthvað gengi að honum. Var þá farið upp til hans og kom þá í ljós að hann var alvarlega veik ur. Sent var eftir lækni, sem kom ef tir fáar mínútur; var hann þá svo veikur orðinn, að ekki varð við ráð- ið og eftir stuttan tíma var hann dá- inn. Að dómi læknis var það krampi sem varð honum að bana. Lúter var því nær tólf ára gamall, mesti efnis- piltur og vel látinn af öllum, sem honum kyntust. Hann var sonur Lúters M. Lindal, sem dó fyrir rúmum tveimur árum norður á Winnipegvatni og Rannveigar Hall- dórson konu hans. Er þetta þeim mun meira sorgarefni eftirlifandi móður, þar sem hann var eini son- urinn, sem hún átti. Fimm systur eru á lífi, sem nú syrgja sinn eina látna bróður. Jarðarförin fór fram 22. ágúst s. 1. Fjöldskyldan bað þann, er þessar línur ritar, að færa öllum þeim, sem hluttekningu sýndu með nærveru sinni við þetta sorgar- tilfelli, innilegar þakkir og sérstak- lega þeim, sem lögðu blóm á kistuna. Þótt blómin fölni og blikni bera þau vott um hlýhug og hluttekning þeirra, sem þau gefa. B. S. L. Síðastliðinn föstudag lézt á Deer Lodge sjúkrahúsinu Sigurður Mark- ússon, bróðir Gísla Blöndal hér í borginni og Einars Markússonar fyrrum ráðsmanns við Lauganes spitalann á íslandi. Jarðarför Sig- urðar fór fram í Selkirk á þriðju- daginn. Heimilisfang Mr. og Mrs. Sigur- björn Sigurjónsson, er að 722 Ban- ning Street. Stúkan Hekla er að undirbúa hlutaveltu til arðs fyrir sjúkrasjóð sinn, er haldin verður í Goodtempl- arahúsinu þann 23. þ. m. Nánar auglýst síðar. Dr. Tweed verður í Árborg á fimtudaginn þann 12. þ. m. Skrá , Framh. frá bls. 5 11. Árbók Jón Bjarnason Aca- demy, 1934-1935. 12. Stutt saga minnisvarðamáls- ins. 13. The Icelandic Luth. Synod 1885-1935 by Rev. K. K. Ólafson, (50 ára minningarrit á ensku). 14. Tímarit Þjóðræknisfélags ís. lendinga í Vesturheimi 16. árg. 1935. Jónas Lie Framhald frá bls. 3 Lie hvarf úr sjálfsútlegð sinni heim til Noregs 1906 og dó tveim ár um síðar. Harmaði þjóð hans hann réttilega sem ástsælt og áhrifamikið skáld, ,og sem heilsýnan og lang- sýnan hugsjónamann. Með .. sama hug mintist hún hans á aldarafmæl- inu. En þegar vér nú heiðrum minningu hans, eins og vera ber, megum vér ekki gleyma Tómasinu Lie, hinni tryígglyndustu konu og ástríkustu móður, og það, sem meira máli skiftir í sambandi við. rithöf- undarstarfsemi skáldsins, annari hönd hans við ritstörfin. Þráfald- lega dregur skáldið sjálft athyglina The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SARGENT AVE, WPG. Sig’s Barber Shop Og Ideal Beauty Parlor Sími—808 59 í Columbia Press byggingunni, 693 SARGENT AVENUE KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 NÝ — þægileg bók í vasa SJÁLFVIRK — EITT BLAÐ í EINU — pægilegri og betri bók I vasann. llundrað blöð fyrir fimm cent. Zig-Zag cigarettu-blöð eru búin til úr bezta efni. Neitið öllum eftirllkingum. blöð 141 ZICZAG að því, hve mikilvægan þátt hún hafi átt í bókmentalegri starfsemi hans. Og það, að hjúskapur þeirra varð hásöngur ástar og trygða, er eins og Garborg bendir á, hið fegursta sem hægt er að segja um rithöfundarferil Jónasar Lie. Hvað sæmdi bejur honum, sem var “skáld heimilisins ?” FALCON TAXI Arni Dalman, eigandi Sími 73 230 Fólksflutningsbílar ávalt til taks jafnt á nóttu sem degi við afar sanngjörnu verði. Félag þetta gekk áður undir nafninu Sargent Taxi. Óskað eftir viðskiftum íslendinga. Minniát BETEL ✓ 1 erfðaskrám yðar ! Úr, klukkur, gimsteinar og aðrir skrautmunir. Qiftingaleyfis bréf 447 PORTAGE AVE. Slml 26 224 Sendið áskriftargjald yðar fyrir “The New World,” mán- aðarrit til eflingar stefnu Co-operative Commonwealth Federation í Canada. Aðeins EINN dollar á ári sent póstfrítt Útgefendur The New World 1452 ROSS AVE. Winipeg, Manitoba Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast grelðlega um alt, aam aS flutnlngum lýtur, amAum »Sa mtór- um. Hvergl sanngjamara varfl Heimili: 591 SHERBURN ST. Sími: 35 909 AUGNASKOÐUN og gleraugu löguð við hæfi J. F. HISCOX Optometrist Formerly of Hudson’s Bay Co. Successor to Maitland Tinlin 209 Curry Bldg. Ph. 93 960 Opposite Post Office Good Buslness ENROLL THIS COMING MONDAY for the New Term at Western Canada’s Largest Bnsiness School Revised Gourses Latest Instruction Methods Individual Teachiné Eífective Employment Service The DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, and St. John’s AN ACCREDITED SCIIOOL

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.