Lögberg - 12.09.1935, Side 1

Lögberg - 12.09.1935, Side 1
48. ÁRGANGUR ——————— .......... Jónas Jóhannesson dáinn Með Jónasi Jóhannessyni er fallinn frá merkur og mætur maður. Hann andaðist á heimili sínu í Wirinipeg eftir langa legu föstudaginn var, 6. sept., og var jarðsunginn frá Fyrstu lútersku kirkju á mánudaginn að viðstöddum miklum mannf jölda. Hann var fæddur 19. sept. 1863 á Árbakka í Mývatnssveit á Islandi. Foreldrar hans hétu Jóhannes Jóhannesson og Sigríður Jónsdóttir. Níu ára gamall misti Jónas móður sína. Eftir það ólst hann upp hjá föður sinum á Geiteyjarströnd við Mývatn, þar til hann varð fulltíða maður, en lærði jafnframt og stundaði snikk_ araiðn á Húsavík og Akureyri. 21. júní 1888 kvæntist hann eftir. - lifandi eiginkonu sinni, Rósu Einarsdóttur. Fluttust þau sam- sumars til Vesturheims, bjuggu níu ára skeið í Argyle-bygð, flutt- ust þá til Winnipeg og hafa búið hér ávalt síðan. Þeim hjónum varð átta barna auðið og eru þau þéssi: Allan, Georg (d. 23. júní 1919), Sigrún Emma (Mrs. Morrow), Konráð, Laufey (Mrs. Hornfjörð), Aurora (Mrs. Thorðarson), Unnur (Mrs. Simmons) og Valtýr. Jónas sál. stundaði lrúsasmíði í stórum stíl hér í borginni um langt tímabil og þótti liinn trúverðugasti maður í livívetna. Félagsmaður var Jónas Jóhannesson ágætur og er hinn mesti skaði að fráfalli lians. Hann var stoð og stytta Fyrsta lúterska safnaðar og máttarstólpi í Kirkjufélaginu lúterska. Hann var í 20 ár í stjórnarráði elliheimilisins Betel, féhirðir stofnunarinnar og eftirlitsmaður þar um margt. Jónas Jóliannesson var heilsteyptur maður, einlægur og hreinn í orði og verki, ákveðinn í skoðunum og áhugamikill um yelferð- armál mannfél,agsins; mikill vinur vina sinna og bezti drengur. Við útförina hafði presturinn að texta orðin úr dæmisögu Krists: “Þú góði og trúi þjónn .... Gakk inn til fagnaðar herra þíns.” Munu allir, er Jónas Jóhannesson þektu, líta svo á, að þau orð hafi átt vel við, er Jónas Jóhannesson var sunginn til rnoldar. Skriftir og skýjarof flutt á íslendingadegi í Blaine, Wash, 1935. Vort hérað er skári við skjólríka höfn, Sem skeifa, er náttúran myndaði, jöfn, Þar brumið stóð bólgið og skeppan. Hér döfnuðu vonir við vaxandi arð, Þá víðlendið breyttist í aldina garð. Og ekkert er að—nema kreppan. Um sumar og haust, gegnum vetur og vor, Að velgengni miðar hvert framfara spor, Því ótíðin engann hér lamar. Úr taminni fegurð við uppskerum arð. Hvert einasta býli að akrauthýsi varð, Og fátt, nema óvissan, amar. Af feðrunum hraustu var höggvið og plægt, Unz harðbalinn yzti var korninn i rækt Og sáður var síðasti bollinn. Svo vel þótti farið, sem víðar, af stað, Að viðleitnin blessaðist öll, nema það, Að framtökin fóru á kollinn. í þúsundum kvígurnar komust á legg. í kaupstaðinn drögum við rjóma og egg Og flest, er að framfærslu styður. Og hvenær, sem reikningur ritast á blað, Við reksturinn fullnægir alt, nema það, Að afkoman öll vísar niður. Við eigum hér fornhelga frelsisskrá enn Og friðboga háan og tollheimtumenn Og verði með korða og kylfur. Svo eigum við kviðdóm og kosninga- rétt Og kaupmenn og banka og atvinnu- stétt Og flest, nema seðla og silfur. Að rækja sinn þátt var hinn rýrasti fús. Við reistum liér lcirkjur og mann- félags-hús, Sem örfuðu gagnsemd og gaman. Ef vantaði krafta, þeir viðuðust að. Um vinskapinn hjálpaðist alt, nema það, Að körlunum kom ekki saman. Samt er Eitt mál Inst hér, Ein sál, Ein dygð, Eitt band: Vor bygð, Vort land. Með innri sjón eg eygi I austri heilladis. Og blik af dýrtim degi Úr djúpi tímans ris. Á himinn loks er hafið, í húmi blel^kingar, Það ljós, er lengi tafið Af lögum íhalds var. Þótt gróður, vit og vilji Og vonir auður sé; Þótt mannúð meinin skilji Og muni dýrust vé; Á rneðan einn við annan Um óðul keppa skal, Hvert orð um sigur sannan, Og sæld, er aðeins hjal. Því meðan aflið ótta Hjá öðrum valíið fær, Og eignir auka þótta, Sem yfirtökum nær, Hin bezta bygð á jörðu, Er búi nokkur sá, Mun skattland ltinna hörðu, Er heiminn sligað fá. .En njóla neyðartrúar Sem næst er liðin lijá. Það alt, sem andann kúgar, Sín örlög greina má. í skyni skýrri daga, Er Skuld í brjósti fól, Er óskráð auðnusaga Og almenn nægta jól. Þvi allar hömlur lirökkva Þá hræðslan stingur af ; En eymd og illúð sökkva í Urðar Kyrrahaf; Og eignum-ær og snauður í eining búa þá, Er öllum leyfist auður, Sem innigirtur lá. —Þá sýn, með hjarta hreyfu, Til hálfs mig dreymdi fyrst Er landsins “Lukku-skeifu” Eg loksins hafði gist. Ef nægð og nýja siði Við* nautnir tengja má, Mun sveitin sækja’ að miði Er sýnip fyrir brá. —P. B. WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 12. SEPTEMBER 1935. NÚMER 37 Á FERÐ -AUSTANLANDS ÞINGMENSKU FRAMBOÐ ♦ Ur borg Mrs. Halldór Thorolfson er’ ný- kominn heim vestan frá Moose Jaw, Sask., þar sem hún dvaldi um hríð í gistivináttu systur sinnar. Mrs. Ingi Brynjólfsson frá Chi- cago, • lagði af stað heimleiðig á föstudaginn var ásamt tveim sonum sínum, eftir tveggja vikna dvöl hér nyrðra hæði í Argýle og víðar. * Dr. Richard Beck frá Grand Forks, N. Dak., kom til borgarinn- ar á fimtudaginn í vikunni sem leið ásamt fjölskyldu sinni. Dvaldi fólk þetta hér fram á' láugardag. Dr. Beck kom til þess að sitja fund í framkvæmdarnefnd Þjóðræknisfé. lagsins. Dr. G. R. Barrett, læknir við Pioneer Gold Mines að Big River, B.C., hefir dvalið í borginni urn ltríð. Kont hann í heimsókn til rnóður sinnar, Mrs. W. G. Barrett, að 1183 Sherburn Street. Dr. Bar- rett hélt heimleiðis á sunnudaginn. Móðir hans er systir Dr. J. P. Páls- sonar og þeirra systkina. Séra K. K. Ólafson férmdi þessi ungmenni í Kandahar sunnudaginn 8. september: John Arthur Sölvason, Kristján Richard Sölvason, Sveinn Sigurjón Vopni, Helga Eiríka Dalman. Séra Philip M. Pétursson var settur inn í embætti á sunnudags- kvöldið var, sem prestur Sambands. safnaðar liér í borginni. Þessi ungmenni voru fermd af séra K. K. Ólafssyni í Wynyard, sunnudaginn 1. september: Bertel Lincoln Gillis, Óscar Júlíus Jóhannesson, Ingvar Sigurður Jó- liannesson, Páll Haraldur Aðal- steinn Njáll Westdal, Foster Val- garth Leeson, Guðrún Irene Thor- lacíus, Anna Hjördís Josephson, Ása Sigurhjörg Gillis, Hadie Mir- iam Gíslaon, Guðrún Jólianna Björg W|íum, Clarabella Gillis, Kristrún Valgerður Gauti, Edna Gauti, Sig- riður Jónína Margrét Westdal, Rosella Adelaide Patrick, Hannah Katrine Jóhannesson, Anna Chris- tine Josephson, Kristín Ingibjörg Davidson. Síðustu Islandsblöð láta þess get- ið, að látinn sé á elliheimilinu Grund í Reykjavík, þjóðsagnaþulurinn Sigfús Sigfússon, sem kendur var jafnan við Eyvindará. Var hann maður hniginn mjög að aldri. Séra Carl J. Olson er nú alfluttur til borgarinnar og er heimili hans að 246 Arlington Street. Sími 27 329. kirkju Gimlisafnaðar, þ. 30. ágúst s.l. Hafði maður hennar, Dr. W. L. Atkinson, safnað myndum þess- um þegar hann fyrir nokkru, fór langferð um Austurlönd og ’víðar um hnöttinn. Myndirnar hinar beztu og sýndi frúin mesta fjölda af þeim. Er hún orðin æfð í að stjórna vélinni og fórst henni ágæt- lega öll meðhöndlun. Kom hún að tilmælum safnaðarnefndar. Er þetta í annað sinn sem Mrs. Atkinson sýnir myndir hér til inntekta fyrir Gimlisöfnuð. Hið fyrra sinn fyrir ári síðan, og voru þau þá bæði við sýninguna, Dr. Atkinson og hún. Er frúin uppeldisdóttir Benedikts heit. ins Frímannssonar og Ingibjargar konu hans, er lengi áttu heima hér i bæ og tóku jafnan mikinn og góð- an þátt í máluni bæjar óg safnaðar. Eru safnaðarfulltrúar Gimlisafnað- ar mjög þakklátir þeim Dr. og Mrs. ogbygð ^ Frú Aurora Johnson, ekkja Hon. Thomas H. Johnson fyrrum dóms- málaráðgjafa Manitobafylkis, legg- ur af stað næstkomandi föstudag til óákveðinnar dvalar suður i Hart- ford, Connecticut, ásamt Cecil syni sínum, er álcveðið hefir að hefja nám í lyfjafræði þar syðra í haust. Dr. B. J. Brandson er nýkominn heim, ásamt frá sinni, úr tiu daga ferðalagi suður til Minrteapolis, Minneota og ýmsra annara staða í Minnesota-ríki. Miss María Jónsson, dóttir dr. Björns B. Jónssonar og frú Jónsson, fór í skemtiferð suður til Chicago, 111., á mánudaginn var og ráðgerði að vera að heiman um hálfsmánað- ar tima. Mr. Hoseas Johnson, endurskoð- andi frá Toronto, Ont., dvelur í borginni um þessar mundir hjá móð- ur sinni, Mrs. J. K. Johnson, 512 Toronto Street. Mun hann dvelja hér nálægt þriggja vikna tíma. Miss Guðrún Jóhannsson hjúkr- unarkona, dóttir Gunnlaugs kaup- manns Jóhannssonar, er nýlega far. in heim til Saskatoon, eftir tveggja mánaða dvöl hjá föður sínum hér í borg. Mr. Jón Einarsson frá Lundar, er staddur í borginni þessa dagana. Mr. Kári -Byron, sveitaroddviti í Coldwell héraði kom til borgarinnar á mánudaginn var í viðskiftaerind- um. Dr. Sveinn E. Björnsson frá Ár- borg, er staddur í borginni um þess- ar mundir, á framhaldsnámskeiði fyrir lækna, sem hér er háð þessa dagana. T. Eaton verzlunarfélagið hefir ákveðið að halda sýningu á málverk- um Mr. Emile Walters í búð sinni hér í borg dagana frá 1. til 16. nóvember næstkomandi. Er undir- búningur þegar hafinn í þessu sam. bandi. Verða þar til sýnis málverk af ýmsum sögufrægustu stöðum ís. lands, er listamaðurinn gerði í hinni síðustu för sinni til ættjarðarinnar. Skýrt verður nánar frá tilhögun allri, viðvíkjandi málverkasýningu þessari, hér í blaðinu á næstunni. Mrs. Oli Anderson frá Baldur, kom til borgarinnar á þriðjudaginn, til þess að gera innkaup til hausts- ins og vetrarins fyrir kvenfata- og hattabúð sína í Baldur. Atkinson fyrir alla alúð og fyrir- höfn er þau sýndu og tóku á sig við myndasýningarnar báðar, er voru hreint ágætar. Er Lögberg beðið, með línum þessum, að flytja þeim ágætu hjónum þetta þakklæti.— Nýlega flutt héðan úr bæ eru þau Mr. og Mrs. Hallur O. Hallsson. Munu þau nú vera í Eriksdale, þar sem Ólafur sonur þeirra og kona hans eiga heima, en hafa í huga að flytja til Californíu, þar sem þau bjuggu í allmörg ár, áður en þau settust að í annað sinn hér á Gimli. Fluttu þá héðan í hið fagra og hlýja heimkynni þar í suð-vestri. Sæftid- arhjón mestu. Munu margir sakna þeirra hér í bæ, en óska þeim láns og blessunar hvar sem þau verða. Ný pósthúsbygging er nú sögð í vændurn hér í bæ. Er það tímabær umbót og þarfleg að segja má. (Fréttaritari Lögb.). Mr. James Gardiner, forsætisráð- gjafi í Saskatchewan, hefir verið á ferð um Ontario og Strandfylkin undanfarandi og haldið ræður fyrir hönd frjálslynda flokksins; hefir mannfjöldi mikill hlustað á Mr. Gardiner hvar sem leið hans hefir legið. Á laugardagskvöldið var flutti Mr. Gardiner eina af ræðum sínum i bænum Schomberg skamt norður af Toronto. I ræðu þessari fullyrti Mr. Gardiner að Mc. Bennett hefði öldungis tapað tangarhaldi á hinum verulega íhaldsflokki. eða þeim flokki, ei; komið hefði honum til valda 1930. Sá flokkur hefði nú snúið við honum baki; ætti hann einhvers stuðnings að vænta, þá yrði hann að "koma frá hinum svonefnda Bennett flokki, þó ekki hefði frézt fram að þessu að hann teldi aðra meðlimi en forsætisráðgjafann sjálfan. Mr. Gardiner staðhæfði að frá því er Bennett-stjórnin tók við völdum, hefði þjóðskuldin cana- diska aukist um $670,000,000. Skifti þetta nokkuð í tvö horn, er tekið væri tilliti til þess, að á þeim níu árum, er Mackenzie King hélt um stjórnartauma, hefði grynt verið á þjóðskuldinni sem nam $220,- 000,000. LEITAR ASJAR BENNETTS Hinn nýi forsætisráðgjafi í Al- berta, William Aberhart, hefir farið fram á það við Mr. Bennett, að hann hlutist til um að fylkið fái átján miljón dala lán úr féhirzlu hinnar canadisku þjóðar. Er þetta allmiklu hærri upphæð, en í fyrstu var gert ráð fyrir að Mr. Aberhart myndi krefjast fylki sínu til við- reisnar. Heima Minni Islands á miðsumarsmóti Islendinga i Blaine 28. júlí, 1935. Nú skal taka hörpu’ í hönd, Hef ja söng og kveða lengi, Hljóminn senda’ um höf og lönd Heim að kærri ættlands strönd; Láta móður hlýja hönd Hnýta alla brostna strengi, Taka síðan hörpu’ i hönd, Hljóma dátt og kveða lengi. Landið, sem mig ungan ól Upp við brattra fjalla rætur, Norðurljósa breiða ból Með bárufald um jökulstól, Klettasnös og kvíaból, Kólguél og sólskins nætur. Landið, sem mig ungan ól Inst við sínar hjartarætur. Gamla landið — landið mitt— Landið minna æskuvona! “Heima” kjósa hver má sitt, Iijá þér verður ávalt mitt. Ileyrast bezt við brjóstið þitt Bænir þinna dætra og sona. Ljúfa Island—landið mitt— Landið minna hæztu vona. Megi eilíft Alvalds ráð Öllu þér til gæfu snúa; Breyta hverjum draum í dáð. Drottinn blessi vog og láð; Veiti heill og hjálparráð Hverjum, sem að hjá þér búa. Megni eilíft Alvalds ráð Öllu þér til vegs að snúa. XXX Þegar æfi sígur sól Seinast rökkvar daginn heima, Þar á ellin æskuból, Æðarver og Tindastól, Svanatjörn og Sjónarhól, Sem er ljúft að muna og dreyma. Þegar æfi sígur sól Síðsti geislinn roðar heima. Bjarni Lyngholt. íhaldsmenn í Brandon kjördæmi hafa endurútnefnt Mr. D. W. Beaubier, sem þingmannsefni flokks síns við næstu sambandskosningar. Ilefir hann átt sæti á þingi síðan T93°- SENATOR HUEIY P. LONG MYRTUR 1 BATON ROUGE Síðastliðinn sunnudag gerðust þau tíðindi, að Senator Huey_ P. Long, var særður til ólífis í stjórn- arráðsbyggingunni að Baton Rouge i Louisiana ríki. Sá, er valdur var að verknaði þessurn, var ungur augnalæknir, C. A. Weiss að nafni, pólitiskur andstæðingur hins látna Senators; var hann samstundis skotinn til bana af lífverði hins “ókrýnda konungs” Louisianaríkis- ins. Lézt Huey Long á sjúkrahúsi tæpum sólarhring frá þvi er á hann var skotið. Huey Long var dular- fult fyrirbrigði í stjórnmýlum hinn_ ar amerísku þjóðar; náði hann á skömmum tíma svo miklu haldi á íbúurn ríkis síns, að hann réð*þar með öllu lofúm og lögum, og mikill meirihluti sat og stóð. eins og hann vildi. Á stefnuskrá sinni hafði hann skiftingu auðs meðal almennings, en varð sjálfur forhertur miljónamær. ingur. Hann þótti afburðamælskur, og það mjög með öðrum hætti en viðgengst um‘ mælskumenn yfir- leitt; þótti ýmsum sem hann væri ekki einhamur með köflum. Hann komst til hárra valda, án þess að það enn hafi verið skilgreint, hvað í rauninni til grundvallar lá. RÆÐUR BENNETTS Rt. Hon. R. B. Bennett hefir haldið tvær ræður yfir útvarpið; að hann flytji ræður sínar skipulega og vel, verður ekki um deilt; hann er mælskumaður mikill. Þessar tvær ræður voru aðeins inngangur að nýrri loforðasyrpu. Nú segist hann vera að berjast fyrir nýjum gagn- skiftasamningum við Bandaríkin, auk þess sem hann tjáist því hlynt- ur að allir, er náð hafi sextugs aldri verði settir á eftirlaun. Hann ítrek- aði það, að hann hefði lofast til þess 1930, að binda enda á atvinnuleysið í landinu, og þetta kvaðst hann end- urtaka nú með sömu einlægninni og þá. “DRENGURINN LITIJ SEM DÓ” í St. Vital bygðinni í grend við Winnipeg, hvarf nýlega fimm ára drengur, eða viltist að heiman, Jack Pike að nafni. Leit var samstund- is hafin, og tóku þátt í henni þrjár þúsundir manna. Á fimta sólar- hring eftir hvarfið, fanst blessað barnið þjakað mjög og aðfram kom- ið; var það flutt'á St. Boniface sjúkrahúsið og lézt þar. Sorgir mannkynsins eru með mörgum og mismunandi hætti. Rík samúðartil- finning streymir til ástmenna drengsins litla,—sem dó. Fréttir frá Gimli Nú er sú tíð hér, að fækkað er um fólk á götum bæjar og í um- hverfi. Sumarbústaðafólk að mestu farið. Var með flesta móti,, að manni virtist. Húsaleiga er nú mun lægri í sumarhúsunum, en áður var. Mun það hafa aukið aðsóknina ekki svo lítið. Margir láta frábærlega vel yfir þeim tíma, er þeir máttu vera að eyða í það, að dvelja í sum- arbústöðunum hér á þessu útlíðanda sumri. Hreyfimyndasýning hafði Mrs. (Dr.) Atkinson frá Selkirk hér í

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.