Lögberg - 12.09.1935, Blaðsíða 3

Lögberg - 12.09.1935, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. SEPTEMBER 1935 3 sérfræÖingar í einhverri grein. Laun eru borguð á tveggja vikna fresti og nema þau 8o—90 þúsund dölum. Félagið heldur eftir dálítilli upphæð af launum verkamanna, sem gengur til að borga læknishjálp og slysa- ábyrgð, því læknishjálp alla fá þeir ókeypis. Er sú upphæð metin eftir kauphæð hvers eins, af hverjum dollar. Þá er hún nokkuð mismun. andi, því einhleypir menn borga hærra en fjölskyldumenn, og fer gjaldið lækkandi við hvert barn sem hann hefir fyrir að sjá. Læknafé- laginu borgar félagið svo 1 dollar fyrir hvern verkamann á mánuði, fyrir læknishjálp. Spítala hefir fé- lagið bygt og hefir yfirlæknirinn hann til afnota gegn eftirgjaldi, en alla vinnu og árlegan kostnað við hann verður hann að borga af þess- um launum. Pétur Vigfússon Gutt. ormsson frá Lundar, er yfirlæknir, og hefir tvo lækna til aðstoðar. Hann hygg eg vera vinsælastan og mest metinn af mönnum hér, að minsta kosti á meðal landa. Ekki legg eg út i það að lýsa bygg. ingum námufélagsins, og hefi eg þó farið um þær flestar, sem ofanjarð- ar eru. Niðui^í námuna kom eg ekki, því það er sérstökum vand- kvæðum bundið að fá leyfi til þess. Námubyggingarnar eru í utanverð- um bænum, og er þar afmarkað svæði, sem enginn má fara um nema með leyfi. En náman sjálf er undir bænum, og munu fáir vita hvað víð. tæk hún er; Náman er talin 2,700 feta djúp þar sem hún er dýpst en það er mismunandi. . Málmurinn liggur í æðum en ónýtt grjót á milli, og eru þær bríkur látnar standa. Það er því sagt því líkast sem stræti í bæjum, sem liggja í ýmsar áttir, og víða hvert undir öðru, eins og í marglyftu húsi. En alt er samfeld klöpp, sem enginn veit hvað langt nær niður. Það er geigvænlegt að horfa ofan í námugöngin. Mætti helzt líkja því við gamlan eldgíg. Þau liggja á ská niður og ganga þar vagnlestir fram og aftur, sem flytja grjótið upp. Mikið af því grjóti er ónýtt og er af því myndað stórt hraun við hlið námunnar. Það sem nothæft þykir er malað “mélinu smærra.” Að því búnu gengur það gegnum ótal vélar, sem hreinsa það, og að síÖustu sett í bræðslupott, sem bræðir alt sem bráðnað getur. Eftir skýrslu frá félaginu, sem Pétur læknir útvegaði mér, eru um 4,500 tonn af grjóti flutt upp úr námunni daglega, og unnið úr þeim. tír hverju tonni fæst til jafnaðár 6—7 dollara virði af málmi, eða sem næst því 30,000 dollara virði á dag. Eg hefi undir höndum skýrslu yfir hlutföllin á málmtekjunni einn dag, úr hverju tonni til jafnaðar og eru þau þessi: Kopar, $3.68; sínk, $3.60; silfur $0.55; gull, $2.80, eða alls $10.63. En þennan dag hafði málmtekjan verið með bezta móti, en meðaltalið er 6—7 dollarar úr hverju tonni, eins og áður er sagt. í fyrstu var álitiÖ að hér væri að- eins um kopar að gera, en reynslan sýndi að það voru fleiri málmar í grjótinu, og nú er talið að gullið eitt borgi ríflega allan vinnukostnað. Þegar málmurinn kemur úr bræðslu. ofnunum, þá aðskilur sínkið og kop- arinn sig sjálft; sínkið er léttara og flýtur ofan á, eins og rjómi á mjólk. En dýrari málmarnir verða ekki að- skildir hér. Það eru steyptar hellur úr koparnum og þær sendar austur til Ontario, því þar eru einu verk- smiðjurnar, sem hafa tæki til að hreinsa málma til hlýtar. Þetta sýnast voða upphæÖir, sem náman gefur af sér; en kostnaður- inn er líka mikill. Það er talið að byggingar hér í bænum og áhöld hafi kostað 25 miljónir. Rafleiðsl- an 5 miljónir; járnbrautin hingað frá Pas 1 miljón; vatnsleiðsla og ýmsar síÖari umbætur 2 miljónir; eða alls 33 miljónir. Hvort þetta er nákvæmlega rétt, veit eg ekki, því mönnum ber ekki vel saman um sum atriði, en þó munar það litlu. Bær- inn stendur rétt við takmörk fylkj- anna en aflstöð rafleiðslunnar er um 60 mílur héðan vestur i Saskat- chewan. Þaðan fæst nógur kraftur til að hreyfa allar vélar, bræða málrna, lýsa bæinn allan, og er sagð- ur mikill afgangur. Að sönnu eru kyntar gufuvélar líka, sem eiga að hafa nægan kraft til að halda öllu vélakerfinu áfram þótt rafleiðslan bilaði. Þó var það talið ofætlun nú orðið, síðan vélum fjölgaði; en að mestu leyti mun málmurinn vera bræddur við kol. Það eru líka flutt til bæjarins um 20 vagnhlöss af kol- um annan hvem dag, og rnunu þau mest fara til námunnar. Úr málmbræÖslunni kemur lika talsvert af brennisteini, og er hann notaður til eldsneytis í sérstöku eld- stæði. Leggur þ^þan sterkan reyk, sem drepur gróður, þar sem honum slær niður, en reykháfurinn er hár, svo það ber sjaldan mjög mikið á þeirri sterkju i bænum. En þar sem þessum reyk slær niður utanbæjar, þá drepur hann allan gróður; en ekki er hann talinn óhollur mönn- um eða skepnum. Þá er vatnsleiðslan eitt af stór- virkjum námufélagsins. Vatn var að sönnu nægilegt í smávötnum kringum bæinn, en ekki þótti það heilnæmt til neyzlu. Það er því tek- ið úr vatni sem er 6 mílur fyrir norðan bæinn, og leitt i sívölum pípum úr furuplönkum inn í bæinn og um flest fjölbygðustu strætin. Pípur þessar liggja ýmist yfir háa kletta, eða ofan í djúpar dældir, og eru um tvö fet í þvermál; bundnar með sterkum járnböndum, sem má herða á með skrúfu. í þær er vatn- inu dælt með afarsterkum rafmagns- dælum, og verður straumurinn i þeim svo hraður að þær ná ekki að frjósa, þótt þær liggi ofanjarðar. Þessu vatni er veitt í stóran vatns- geymi í bænum, og þaðan aftur á sama hátt um bæinn, en ekki mun það víða vera leitt inn i hús nema í námuhúsin og á aðalstrætinu. Þá leiðslu verða húseigendur að kosta sjálfir, og þarf hún að vera grafin niður fyrir frost, því þar verður straumurinn ekki nógu sterkur til að verjast frosti. Er það ærið kostnaðarsamt ÍS grafa |)ipur niður í klettana, svo frost nái þeim ekki. En þar sem ekki er vatnsleiðsla í hús, þar lætur bæjarstjórnin flytja vatn heim í hvert hús annan hvern dag, og kostar það einn dollar á mánuði. Lóðir eru ekki seldar hér á sama hátt eins og í öðrum bæjum, en menn geta fengið byggingaleyfi gegn lágu gjaldi á mánuði. Þegar menn eru búnir að borga á þann hátt ákveÖiÖ gjald, sem er noklqrð mis- munandi, eftir ]>ví hvar það er í bænum, þá fá þeir eignarrétt á lóð- inni, og geta selt þær með bygging- unum; en húsin geta menn selt, þótt þeir hafi ekki fengið eignarrétt á lóðinni. Hér er furðumikill stórbæja- bragur á mörgu, í svo ungum bæ. Margar byggingar eru vandaðar, eins og í stærri bæjum, en auÖvitað er frumbýlingsbragur á mörgum húsum verkamanna. Bæjarlífið er f jörugt og nægur kostur á skemtun- urn. Góð regla sýnist að vera hér á öllu, eins og í stærri bæjum. Hrein. læti og þrifnaður í góðu lagi. Það er líf og fjör og starfsemi, sem ein- kennir þennan bæ, sem er fátítt i bæjum nú á dögum. Engra óeirÖa hefi eg orðiÖ var þessa tvo mánuði, sem eg hefi dvaliÖ hér. Nokkrir landar eru búsettir hér, og allmargir einhleypir menn. Eg hefi kynst hér 7 fjölskyldum al- íslenzkum, en þær munu þó vera fleiri. Þeir eru þessir: Pétur lækn. ir Guttormsson, sem eg hefi áður getið; Stefán Hólm, tengdasonur minn, sem við hjónin höfum dvalið hjá í sumar; Otto Bérgman, banka. stjóri; Jón og Agnar bræður hans, trésmiðir, sem báðir vinna hjá námufélaginu. Hjá þeiin dvelur faðir þeirra, Þorsteinn Bergman; Magnús Magnússon trésmiður, Sig- urður Einarsson tinsmiður, og synir hans þrir fullorðnir og er einn þeirra búsettur hér. Þess utan eru nokkr- ir landar hér búsettir, karlar og kon- ur, sem eru giftir hérlendu fólki, og kyntist eg sumum þeirra. Eftir því sem kunnugum mönnum taldist, munu vera alls um 60 landar hér í bænum og i nágrenninu. Sumir þeirra lifa mest á fiskiveiðum við vötnin, en stopul mun sú atvinna vera. -----« Eg er nú kominn heim úr þessu ferðalagi og hefi aðeins góðar end- LATIÐ EKKI HUGFALLAST í»ó heilsan sé ekki í sem beztu lagfi, og tkki eins g6ö og hún var áður en áhyggjur og önnur öfl velktu þrótt yðar. Við þessu er til meðal, sem lækna sérfræðingur fann upp, og veitt hefir þúsundum heilsu. Meðalið heitir Nuga-Tone, og fæst 1 öllum nýtlzku lj’fjabúðum. Mánaðar skerfur fyrir $1.00, með fylstu tryggingu. Kaupið flÖsku 1 dag og þér munið finna mismuninn á morgun. Munið nafnið Nuga-Tone. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. urminningar úr námubænum á norðurvegum. Það er einkennilegt að koma í þennan bæ, langt úti i ó- bygðum, þar sem fjör og starfsemi ríkir og öllum sýnist að liða vel. Það voru leiðinleg viðbrigði að koma þaðan til Winnipeg, þar sem deyfÖ og vonleysi má lesa úr svip flestra verkamanna. Þó vil eg ekki ráða mönnum til að fara til Flin Flon í atvinnuleit. Það sýnist Vera fullskipað þar af verka- mönnurh, því einlægt er meira fram. boðið af mönnum en námufélagið hefir þörf fyrir. Mér var sagt að það væru um 80 á skrá, sem hefðu sótt um vinnu hjá félaginu og biðu nú þess að þeir væru kallaðir. Þó kvað vera í ráði að stækka verksvið- ið og f jölga mönnum með haustinu, og hækka kaupgjald, en alt er það óvist. SmiÖir og aðrir handverksmenn eiga þar fremur örðugt með að halda vinnu. Allir reyna að hjálpa sér sjálfir með byggingar og hvað ann- að, eða vinna í verkaskiftum. Eg kyntist þar tveimur löndum frá Winnipeg, ^em eru ágætir trésmiðir, og kváðust þeir eiga fullerfitt með að halda vinnu, og launin lág.— . Að endingu kveð eg námubæinn í norðrinu og óska íbúum hans allra heilla. Eg naut þar íslenzkrar gest- risni og góðrar viðkynningar hjá öllum sem eg hafði kynni af og mun ætið minnast þeirra með hlýjum hug. Vogar 30. ágúst, 1935. Guðm. Jónsson, frá Húsey. Frá Edmonton (2. sept. 1935.) Herra ritstjóri:— Tiðarfarið hér hefir haldist það sama í alt surnar, ýmist miklir hitar eða þá kalsi og rigningar. Lika hafa veriÖ hér tíðir haglstormar, sem hafa víða valdið miklum skemdum á ökrum bænda. Svo kom tvisvar frost í ágúst, sem gerði tilfinnan- legan skaða á öllum korntegundum víðsvegar í fylkinu. Samt eru til svæði, sem ekki hafa orðið fyrir þessum hnekki, og er þar heldur góð uppskera. Talið er víst, að hér verði rýrari uppskera í ár en í með- allagi. Mr. og Mrs. FriÖrik Bjarnason lifsábyrgðar umboðsmaður frá Win- nipeg voru hér á ferðinni um mán- aðamótin ; voru þau á leið til Jasper, þar sem Mr. Bjarnason situr fund, sem félag hans heldur þar þessa dagana. Miss S. B. Jóhsson frá Kandahar, Sask., er stödd hér í borginni að heimsækja Mr. og Mrs. Wm. An- derson. Hér hefir verið þessa dagana Mrs. Edith W. Tohnson með tveirn- ur börnum' sínum, frá Calgary, að heimsækja foreldra sína og systur, sem eru hér búsett. Eins og ákvarðað' hafði verið þá héldu landarnir hér íslendingadag 4. ágúst, í Victoria Park. Þessi fríði og friðsæli- lundur er i litlu dalverpi á bakka Saskatchewan-ár- innar, sem er mjög myndarlegt vatnsfall á þessum tíma ársins, og þó hún sé búin að renna nokkur hundruð mílur frá upptökum sín- um undan jöklu’num í vestri, þá samt er vatnið ískalt þegar hingað er komið og leggur svalan vindblæ upp frá því og kælir og temprar loftið í grendinni, hvað heitt sem er. Samkoman var sett kl. 2.30 e. h., af S. Guðmundsson, í fjarveru for- setans, sem hafði verið kjörinn O. T. Johnson, en vissra orsaka vegna gat ekki verið viðstaddur. Skýrði forsetinn í stuttu ávarpi tilgang þesst hátiðahalds þennan dag. ASeins var einn ræðumaður, Mr. jjohn Johnson, sem ávarpaði fólkið á islenzku; var ræða hans um ís- lenzk skáld og skáldskap, og las hann upp kafla úr nokkrum úrvals kvæðurn, eftir ýms íslenzk skáld. Svo mintist hann fyrsta íslinizka t landnámsmannsins í Alberta-bygð- inni við Markerville og máske fyrsta íslenzka landnámsmanns í Alberta- fylkinu, Mr. Ólafs Guðmundssonar (Goodman), sem nú er dáinn fyrir mörgum árum. Svo las Mr. John- son upp kvæði, sem Mr. O. T. John_ son hafði samið fyrir þetta tækifæri, og nefndi það “Alberta.” Þetta kvæði var birt í Heimskringlu ný- lega. Svo fóru fram ýmsir leikir, sem unga fólkið tók fjörugan þátt í. Fóru þeir fram undir stjórn B. Blöndals aðstoðar-ráðsmanns hjá Swift’s Packing Co. hér í borginni. Þ.eir, sem verolaun hlutu voru þessir: Kapphlaup— Stúlkur innan 6 ára. 1. Margaret Hinrickson 2. Joan Sigurjónsson. Drengir innan 6 ára. 1. Kenaeth Johannson 2. Fred Sigurjónsson Stúlkur 6 til 9 ára. 1. Luella Johnson 2. Marie Blöndal. Drengir 6 til 9 ára. 1. Halldór Johnson 2. Chris. McNaughton. Stúlkur 9 til 16 ára. 1. Sadie Blöndal 2. Joyce Johannson. Drengir 9 til 14 ára. 1. Ronald Johnson 2. Elswold Johnson. Rolling Pin Contest— 1. Mrs. J. Henrickson 2. Mrs. Tom Johnson. Shoe racc— 1. Lindsay Meldrum 2. Carl Anderson. Mixed Relay Race— 1. J. Hinrickson group 2. J. Benediktson group. Þetta utanbæjarfólk sótti okkur heím þennan dag: Frá Markerville, Alberta, Mr. og Mrs. W. S. John- son og tveir drengir þeirra; Mr. og Mrs. J. Cook. Miss Dolly Cook, Mrs. L. Cook.—Frá Red Deer, Mr. Guðmundur Stephanson. — Frá Gibbons, Alta., Mr. og Mrs. M. R. Meldrum, Lindsay Meldrum og Ólafur Benediktsson. Hin nýafstaðna “blóÖlausa stjórn- arbylting” hér í Alberta hefir vakið mikla eftirtekt, ekki einungis í Canada, heldur líka viða erlendis. Hinn nýkjörni forsætisráðherra, Mr. W. Aberhart fékk lukkuóskir úr öllum áttum, í tilefni af þeim fræga sigri, sem hann og flokks- menn hans unnu í þessum kosning- um. Eitt af þessum skeytum kom frá New Zealand, sem endar á þess. um orðum: “New Zealand is next.” Alberta hefir sýnt eindregna við- leitni, til þess að losast við aðgerða- lausa og illræmda stjórn. Nú er eftir að sjá hvað þessari nýju stjórn verÖur ágengt með að koma í framkvæmd þeim umbótum, sem þeir álíta nauðsynlegar til að bæta hag alþýðunnar, sem þeir segja að sé þeirra aðal mark og mið. Enginn efi er á því, að margar hömlur verði lagðar á leið þeirra til framkvæmda á þessum sviðum. Auðvaldið hefir sjaldan litið þá menn hýru auga, sem hafa tekið sig fram til að vera málsvarar almenn- ings, og ekki líklegt að þeir breyti neitt frá vana sínum fyr en þeir sjá engin önnur ráð. Það er algerlega á valdi alþýðunnar hvað hún vill bera lengi fjötrana, sem auÖvaldiÖ hefir lagt á hana. Enginn getur losað um þá nema þeir sjálfir. “T,ýður bíð ei lausnarans, leysið ykkur sjálfir.” kvað Alberta skáldið St. G. fyrir löngu siðan. S. Guðmundsson, Hvalab&tarmr frá Tálknafirði hafa komið inn með fimrn hvali síðan síðast var skýrt fr<á veiði þeirra í útvarpsfréttum. Hvalir þessir eru 20—25 m. langir. I dag liggja 3 hvalir á skurðarborðum.— Vísir 20. ágúst. Business and Professional Card s PHYSICIANS <md SURGEONS DR. B. J. BRANDSON DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office timar 2-3 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 21 834--Office tlmar 4.30-6 Phone 403 288 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON j Dr. P. H. T. Thorlakson 216-220 Medical Arts Bldg. Talsími 26 688 - 205 Medical Arts Bldg. Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdðma.—Er að hitta Cor. Graham og Kennedy Sta. Phones 11 21$—21 144 kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILBAN AVE. Talslmi 42 691 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 t Dr. S. J. Johannesson G. W, MAGNUSSON Nuddlœknir Viðtalstlmi 3—5 e. h. 41 FURBY STREET 2i8 Sherburn St.--Sími 30877 Phone 36 137 Slmið og semjið um samtalstlma - DR. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St. Talstmi 23 739 Viðtalstímar 2-4 Heimili: 776 VICTOR ST. Winnipeg Slmi 22 168 BA RRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfrœöingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. tslenzkur lögfrœöingur Skrifst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 J. T. THORSON, K.C. lslenzkur lögfrœOingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir iögfraeOingar 325 MAIN ST. (á öðru gðlfi) PHONE 97 621 Er að hitta að Gimli fyrsta miðvikud. I hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag DRUGGISTS DENTISTS DR. A. V. JOHNSON tsienzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG, WINNIPEO Gegnt pðsthúsinu Sími 96 210 Heimilis 33 328 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 á. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfrsmur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsími: 501 662 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteígnasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 2 21 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annost um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparlfé fðlks. Selur eldsábyrgð og bif. reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundls. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Real Estate — Rontals Phone Office 95 411 806 McArthur Bldg. HÓTEL I WINNIPEG ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEO Pœgileffur og rólegur bústaður i mlöblkl borgarinnar. Herbergl $.2.00 og þar yfir; meB baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltlðir 40c—60c Free Parking for Guests CorufcöaU ^otel Sérstakt verð á viku fyrir námu- og fiskimenn. Komið eins og þér eruð klæddir. 'J. F. MAHONEY, f ramkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNiPEO THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEO “Winnipeg's Dovm Toton HoteV 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventlons, íinners and Functions of all kinda Goffee Shoppe F. J. FALD, Manager SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.