Lögberg - 12.09.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.09.1935, Blaðsíða 4
4 LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 12. SEPTEMBEÍR 1935. Hógberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMHIA PRES8 EIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR DÖGBERG, 605 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð $3.00 urn árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Vormenn íslands (Islan'ds-minni flutt á fimtíw ára afmœlis- hátíð Lögbergs og Þingvalla-bygða, 26. júlí, og á sextíu ára landnámshátíð Islendinga í Vesturheimi á Gimli, 5. ágúst, 1935). Eftir prófessor Richard Beclc. Á þessum degi falla fljót hugsana okkar að einum ósi, austur um haf til íslenzkra dala, fjalla og fjarða. Hugir okkar “leita heim á helgar stöðvar hjarta-kærrar foldar, yfir sæ í sali sögu-vígðrar moldar. ” Vitanlega sækjum við þjóðminningar- daga okkar af ýmsum ástæðum, og þeim góð- um og^gildum. Við komum saman til þess, að finnast, treysta gömul vináttu- og ættarbönd; til þess, að kynnast, tengjast nýjum vinabönd- um: og' síðast, þó langl frá sízt, til þess, að minnast ættlands og átthaga, sameiginlegs uppruna og sameiginlegra erfða. jVIér gefur sýn; og hún birtist ykkur einnig án þess, að ganga undir handarkrika minn eðar-nokkurs annars. Móðir okkar og minningaland; draumaland þitt og mitt á norðuivegum, lyftist fyrir innri augum okkar við sjóndeildarhring upp úr blámóðu fjar- lægðarinnar. Fagurlega skartar Island þessa dagana í skrúðgrænum, blómofnum sumar- klæðum. “Þar rís hún var drotning, djúpsins mær, með drifbjart men yfir göfugum livarmi og framtíma daginn ungan á armi, eins og guðs þanki hrein og skær. Frá henni andar ilmviðsins blær, en eldhjartað slær í fannhvítum barmi. Jökulsvip ber hún harðan og heiðan, en hæðafaðm á hiín víðan og breiðan og blávatna augun blíð og tær. “ Sízt er að kynja þó sérkennileg og mikil- úðleg náttúrufegurð slíks lands hertaki hugi sona þess og dætra, svo fjarlæg börn þess fyllist tíðum heimþrá. Það var engin upp- gerð hjá Þorsteini Etlingssyni þegar hann kvað úti í Kaupmannahöfn: “Eftir mega á ýmsum ströndum augu vera, sem að þreytt og þrútin stara þegar aðrir norður fara.” Þeir eru fleiri en hann íslendingarnir erlendis, sem horft hafa á eftir farfuglunum norður á bóginn með sama klökkva í ibrjósti. Og snauðari en tali tekur er hver sá íslend- ingur ^sem ekki ber í hjarta sínu eitthvað svipaða mynd af ættjörð sinni og þá, sem Einar Benediktsson hefir brugðið upp, með andríki og orðsnild, í erindinu, sem eg hafði yfir áðan. Ekki geng eg þess dulinn, að all-háværar raddir heyrast nú um það, að ættjarðar og átthagaást sé gamaldags, eftirlegukind frá liðinni tíð og lífshorfi, sem búið er að ganga • sér til húðar. Slíkt er yfirborðsvizka tóm og sérþótti, eða öllu heldur bláber grunnhygni. Víðsýn og ósíngjörn ást á ættjörð sinni og þeirri þjóð, sem maður er tengdur böndum blóðs og. margþættra erfða, er hverjum manni eðlileg og prýði á honum. Slík ást, samfara bjargfastri trú á framfara-mögu- leika þjóðar sinnar, hefir verið höfuð-^ein- kenni og orkugjafi þeirra manna, sem dygg- ast hafa unnið landi sínu og til mestra nytja. Heilbrigð ættjarðarást og alþjóðahyggja (cosmopolitanism) þurfa hreint ekki að rek- ast á, og rekst ekki á í hugsunarhætti og lífi þroskaðra manna. Þess eru næg dæmi, að rnenn hafi verið hvorutveggja í seinn heims- borgarar í húð og hár—mannvinir í þessa orðs víðtækustu merkingu— og einlægir ætt- jarðarvinir. Ekki þarf heldur að seilast langt eftir dæmi. Við höfum ágæta fyrirmynd í þessu efni þar sem var Stephán G. Stephánsson: Hann var langförull í andans heimi, lagði þar að kalla má sérhvert land undir fót. Áhuga- efni hans voru afar víðtæk. “Öll veröld sveit mín er, ” sagði hann sjálfur. Og sú játning var ekkert málamyndahjal. Samúð hans og hluttekning náðu til allra þjóða, hvar sem var á hveli jarðar. Djarflega og hiklaust tók hann t. d. málstað Búanna í Suður-Afríku. Hon- um skildist til fulls, hversu náin blóðbönd tengja mannkyn alt. Þessvegna var hann djarfmæltur friðarvinur alla sína daga; og í því efni ætla eg, að hann hafi verið leligst á undan skammsýnni samtíð sinni. En þó StephánV-æri heimsborgari í þessa orðs göfugasta skilningi, var hann flestum trúrri og betri Islendingur, tengdur ættjörð sinni þeim böndum, sem gröfin ein fekk slitið. “Til framandi landa eg bróðurhug ber, þar brestur á viðkvæmnin ein, en ættjarðarböndum mig grípur hver grund, sem grær- kringum Islendings bein. ” Þannig yrkir sá einn, er ann föðurlandi sínu af hjarta; enda er Islandsást Stepháns einn af meginþáttunum í kvæðum hans, og fá jafnfögur móðurljóð hafa íslandi verið kveð- in og þau, sem hann kvað því, eða einlægari. En eigi verður Islands svo minst, að hugurinn hverfi eigi jafnhliða að þjóðinni, sem býr á því svipmikla og söguríka. eylandi “norður við yzta haf. ’ ’ Enga tilraun mun eg gera til þess, að rekja sögu íslands að þessu sinni, þó eg þekki enga þjóðarsögu dá- samlegri fvrir margra hluta sakir, eða væn- legri til aukins metnaðar hverjum Islending, sem ekki er búinn að afneita sjálfum sér ger- samlega. Hinsvegar vil eg draga athygli ykkar stundarkorn að nokkrum mönnum í þeim glæsilega hóp íslenzkra forvígismanna, sem réttilega hafa nefndir verið “Vormenn íslands.” Eg á við “Fjölnismenn,,, sem eldra fólkið íslenzka vestan hafs, að minsta kosti, kannast vel við úr seinustu aldar sögu ættlands okkar, vakningar- og viðreisnarsögu þess. En því hefir eg valið mér að umtalsefni þessa “vormenn,” að nú eru rétt hundrað ár liðin síðan þeir hófu blessunar- og örlagaríka starfsemi sína með útgáfu ársritsins “Fjöln- ir,” sem markaði hin merkilegustu tímamót í nútíðarsögu íslands. Útgefendur “Fjölnis” éða “Fjölnis- menn,” eins og þeir eru venjulega nefndir, voru fjórir ungir Islendingar í Kaupjnanna- höfn, Konráð Gíslason, Brynjólfur Pétursson, Tómas Sæmundsson og Jónas Hallgrímsson; alt merkismenn og miklum hæfileikum gæddir, þó ólíkir væru að ýmsu leyti. Þjóðnýtir á- vextir starfsemi þeirra urðu einnig í hlut- falli við getu þeirra og framsóknarhug, þó þeir tveir í hópnum, sem ákveðnast mörkuðu stefnu ritsins og starfsemi þeirra félaga, féllu í val snemma æfidags. Sögufróðum mönnum ber saman um, að Tómas Sæmundsson hafi verið “lífíð og sál- in” í þessu fyrirtæki þeirra félaga, enda var hann eldur áhuga og framsækni persónu- gerður. En hinir studdu hann einnig drengi- lega að þörfu starfi, sérstaklega Jónas Hall- grímsson, er með listrænum, ódauðlegum ljóðum sínum söng hinar nýju framfarahug- sjónir inn í hug og lijarta þjóðar sinnar, og Konráð Gíslason með ómetanlegri málhreins- un sinni. Annars lýsir Jón Jónsson (Aðils) sagn- fræðingur ágætlega árangrinum af starfsemi ‘ ‘ Fjölnismanna ’ ’ í þessum orðum: “ ‘ Fjöln- ir’ markar að ýmsu leyti djúpt spor í lífi og þroska íslenzku þjóðarinnar, þótt, honum væri misjafnlega tekið fyrst í stað. Hann hneykslar eldri kynslóðina með ákafa sínum og dirfsku, en um leið vinnur hann hjörtu yngri kynslóðarimrar einmitt með sínu unga og fríska fjöri og ákafa. Hann hreinsar mál- ið, bætir smekkinn, endurlífgar þjóðernistil- finninguna, og kveikir nýja frelsis- og fram- faraþrá í brjósti manna. Yfir höfuð að tala vekur hann tilfinningalíf þjóðarinnar af dvala og það er mikilsvert skref í framsókn- aráttina.,, Þessi ummæli hins ritsnjalla og vinsæla sagnfræðings gefa einnig glögt í skyn, hvað vakti fyrir “Fjölnismönnum,,, en stefnuskrá þeirra er sérstaklega lærdómsrík íslenzkum þjóðræktar- og þjóðræknismönnum hvar- vetna, því að hún er runnin undan hjartarót- um íslenzkra ættjarðarvina á öllum öldum. Tvær fyrstu greinamar í stjórnarfars- legri og þjóðernislegri trúarjátningu “Fjöln- ismanna” voru þessar, löngu klassískar með- al seinni tíðar manna íslenzkra: “Islending- ar viljum vér allir vera. ” — “Vér viljum vernda mál vort og þjóðerni.,, Þeim skildist fyllilega, að hér var um að ræða fjöregg sjálfstæðrar tilveru þjóðar þeirrar; ogá þeim trausta grundvelli bygðu þeir alla starfsemi sína og framtíðarvonir. En þó þeir færu sínar leiðir um margt, voru “Fjölnismenn,, hvorki fortíðarlausir jié fyrirrennara-lausir. Rætur starfsemi þeirra liggja allar götur aftur í glæsilega fornöld íslands; þeir höfðu hitann úr fornsögunum íslenzku og tóku sér atorkusama íslendinga fortíðarinnar til fyrirmyndar. Fjarri fór þó, að ‘ ‘ Fjölnismenn ’ ’ væru nokkur nátt-tröll í nútíð sinni; þeir vildu veita heilbrigðum menningarstraumum samtíðarinnar til ís- lands, ekki sízt Tómas Sæmundsson, sem var tvö ár á ferðalagi um Norðurálfu til þess að kynnast' atvinnumálum og andleg- um straumum. Hann segir svo í niðurlagi hinnar merku ferðasögu sinnar: “Eg fann hjá sjálfum mér, að mér á ferðinni varð með hverjum degi kærara og merkilegra mitt föð- urland; eg gat þegar á leið í París varla sofið fyrir umhugsun um það. En ekki síður en mig langaði heim, girntist eg jafnframt að koma í föð_ urlandi mínu nokkru því til vegar, sem eg hafði séð í hinum siðuðu löndum og eg þóttist sannfærður um, að líka gæti þrifist á íslandi.” “Fjölnismenn voru því verðugir arfþegar fyrirrennara sinna, við- reisnar- og hugsjónamanna eins og Eggerts Ólafssonar, Skúla Magnús- sonar, Magnúsar Stephensens og Baldvins Einarssonar, sem plægt höfðu akur islenzks þjóðlífs og bú- ið í haginn fyrir þá, sem fylgdu þeim í spor í íslenzkri framfaravið. leitni. Ekki verður þvi annað sagt, en að stefnuskrá “Fjölnismanna” væri bæði líkleg til þjóðnytja og hin ætt- göfugasta. Athugum hana nokkru nánar. Þeir vilja leysa þjóð sina úr aldalöngum álögum ófrelsis og sjálfskaparvíta, vekja hana til nýs og auðugra lífs, “brjóta skarð í stífL urnar og veita fram lífsstraumi þjóðarinnar,” eins og þeir orða það sjálfir. Það var þá heldur engin tilviljun, að “Fjölnir” reið úr hlaði með sannkallaðri lögeggjan til nýrra dáða, snildarkvæði Jónasar Hallgrímssonar: “Island farsældár frón”: “Hvar er þín fornaldarfrægð, frelsið og manndáðin bezt?” Þau orð skáru sig inn í merg og bein manna; þeir hrukku við af draumamókinu—og settust upp. Þrent lögðu þeir f jórmenningarn- ir sérstaklega áherzlu á í starfsem- inni þjóð sinni í hag:—nytsemina, fegurðina og sannleikann. Sverja þau kjörorð sig j, ættina til þeirrar tíðar, þó þau séu hvergi nærri úr- elt, en lýsa jafnframt ágætlega mönnunum, sem völdu sé.r_þau að leiðarsteini. Þeir voru sér áreiðan- lega þess meðvitandi, að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. Sérstaklega eftirtektarverð, og alt af tímabær, eru ummæli þeirra um sannleikann, sem þeir gerðu að einkunnarorðum rits síns : “Við höf _ um fastlega ásett, að fara því einu fram, sem við höldum rétt vera, og ætíð reyna til af bezta megni að leita sannleikans. Við skulum þess, vegna eins kostgæfilega forðast að halla sannleikanum, mót betri vit- und, til að styðja nokkurt mál, eins og okkur þykir ótilhlýðilegt, að þegja yfir honum, þó það kynni að baka okkur mótmæli og óvináttu sumra manna.” Hér tala menn auðugir að sið- ferðislegum þroska og drengskap.- Svo mæla þeir einir höfðingjar and- ans, sem langt eru yfir það hafnir, að láta sannfæring sína ganga kaup- um og sölum á markaðstorgi stjórn. málanna. Enda byltu “Fjölnismenn” björg- um í viðreisnarsögu Islands, og greiddu veg honum, “sem koma átti,” sjálfum Jóni Sigurðssyni for- seta. Einnig má rekja þræðina frá þeim til íslenzkra þjóðvina og fram- faramanna á síðustu árum. Upp af starfi þeirra. hefir sprottið vorgróð- ur sá, sem nú hlær okkur við augum í íslenzku þjóðlífi. Island er nú, eins og eg lagði áherzlu á í ræðu fyrir minni þess vestur á Kyrrahafs strönd í fyrra sumar, “vonanna og vorleysinganna land.” Stórstígar framfarirnar þar í landi grundvall- ast á þjóðnýtu brautryðjendastarfi “Fjölnismanna,” Jóns forseta Sig- urðssonar, og þeirra annara, sem fylgt hafa þeim í spor. I því sam- bandi vil eg leyfa mér, að taka upp nokkur orð úr ritgerð, sem eg samdi í fyrra í tilefni af sextíu ára af- mæli stjórnarskrár íslands: Vissu- lega leikur bjartur ljómi um hátind ana í fortíðarsögu íslands, og mik- ill orkugjafi hafa minningarnar um afrek forfeðranna, um forna frelsis. og frægðaröld, hin sögulega arb leifð okkar, verið þjóð okkar á líðn. um öldum og fram til þessa dags. Enn þá fegri er samt morgunroð- inn á f jöllum þeirra vonalanda hinn. ar íslénzku þjóðar, sem rfs I hilling- um af djúpi framtíðarinnar. Er það trúa mín, að þar bíði ættþjóðar okk- ar hin eiginlega gullöld, bregðist hún eigi hinu bezta í eðli sínu og reynist trygg göfugum hugsjónum. En íslenzk þjóð á" það ekki sízt “Fjölnismönnum” og þeirra spor- göngiimönhum að þakka, að hún getur horft móti framtíðinni með stórum og djörfum vonum. Eg vék að því, að æfi og starf slíkra “vormanna” væri næsta lær- dómsríkt. FöðuÆandsástin í feg- urstu mynd sinni var afltaugin í allri starfsemj þeirra. Líf þeirra kennir okkur því hina heilbrigðustu ræktar_ semi við ætt okkar og erfðir. Orð- in þessi úr fyrsta árgangi “Fjölnis” eru stórum meir en þess virði, að endurtakast á fslendingadegi: “En viljir þú að marki, íslend- ingur, fá ást á landinu þínu, þá blað- aðu í æfi þess, og kyntu þér alt það, sem þ>ar er skrifað af mentun og athöfnum feðra þinna.” Sú ræktarsemi rýrir á engan hátt skylda hollustu okkar við þetta land, fæðingarland barna okkar og margra ykkar. Jafnframt því, sem slílc ræktarsemi eykur sjálfsþekkingu og sjálfsvirðingu, gerir hún okkur hlut- gengari þegna þessa lands en ella, andlega auðugri og því stórgjöfulli menningarlega. “Fjölnismenn” halda einnig á lofti okkur til eftirbreytni kyndli fegurð_ arástar og sannleiksástar, sem jafn. vel hinir róttækustu byltingarmenn nútímans myndu hika við að telja “fornar dygðir” og þvi afarafé. En við getum lært annað ennþá mikilvægara af þessum þjóðræknu og framsæknu “vormönnum Is- lands.” Þeir voru fórnfúsir menn. Þeir sáu ekki til launa, Þeir mæklu ekki starfsdag sinn í klukkuslögum. Þeir voru engir aktaskrifarar. Þeir voru lifandi sönnun þeirrar stað- reyndar, “að framfarir þjóðfélags- ins eru ávöxtur þess erfiðis, sem drýgt er fram yfir það, sem heimtað er.” (Guðm. Finnbogason). Með dæmi sínu kenna slíkir menn okkur þessvegna, að leggja þann mælikvarða á lífsstarf okkar, sem eftirbreytnisverðastur er og líkleg- astur til einstaklingsþroska, mæli- kvarða ósérplægninnar: “að reikna ei með árum, en öldum, að alheimta ei daglaun að kvöldum, því svo lengist mannsæfin mest.” / ' (St. G. St.) Eggjandi eru því raddirnar, sem hljóma frá lífi og starfi umræddra íslenzkra framsóknarmanna, og verðugar fyrirmyndir eru þeir okk- ur, sem sækja eigum fram til nýrra sigurvinninga og reynast vaxnir kröfum samtiðarinnar. En með manndómi og drengskap, fremur en mikillæti og ofsa, verður þeim kröf_ um bezt mætt og heillavænlegast. Aðdáun okkar á"“vorniötmum fs- lands” og öllutn umbótamönnum-— þeirri framsækni, sem einkenna skyldi hvern góðan dreng og batn- andi—jafnhliða ástarþeli okkar til íslands, fáum við svo, að málslok- um, eigi fundið ákjósanlegri orða- búning en þessar ljóðlínur skálds- ins (Dav. Stefánss.) : “Við tignum þann, sem tryggar vörður hlóð. Við tignum þann, sem ryður nýja: vegi. Þó fámenn sé hin frjálsa og unga þjóð, þá finnur hún sinn mátt á þessum degi. Við börn þín, ísland, biðfum fyrir þér. Við blessum þig i nafni alls, sem lifir. Við erum þjóð, sem eld i brjósti ber,. og börn, sem Drotttinn sjálfur vakir yfir.” Vestan hafs og austan Útvarpserindi flutt af séra Albert Kristjánssyni í Reykjavík 12. ágúst'1935. íslendingar í landi Leifs óska ís- lendingum í landi Ingólfs árs og friðar. Með þessum orðum er eg að flytja þær kveðjur, sem eg var beð~ inn fyrir austur um hafið. I hvert skifti, sem Vestur-íslendingur tek- ur sér ferð á hendur heim (því við segjum ennþá ósjálfrátt "heim”) til Islands, er hann beðinn fyrir fjölda af persónulegum kveðjum til ætt- ingja, “og svo bið eg kærlega að heilsa blessaða gamla landinu og fólkinu öllu,” er svo oftast bætt við. Þetta ber þó ekki að skilja svo, að Vestur-íslendingar, yfirleitt, séu sjúkir af heimþrá, eða að þeir vildu gjarnan flytja búferlum til baka, ef þeir gætu. Eg tek þetta fram vegna þess, að eg hefi orðið var við þenn- an misskilning hér á ferðum mínum um landið. Orsökina er að finna í því lögmáli, sem tengir hvern mann órjúfandi böndum við ætt sína og uppruna, — í því, að: “röm er sú taug, sem rekka dregur föðurtúna til.” Það er það lögmál, sem knýr okkur vestra til að vitja ættjarðar- innar og frændanna hér heima, eins oft og kringumstæður leyfa, Nú hefi eg og bróðir minn, sem hér er með mér á ferð, skilað þeim per- sónulegu kveðjum sem við vorum beðnir fyrir, og nú hefi eg fáð á 25—30 mínútum til að tala til þjóð- bræðra minna víðsvegar um landið. Hvernig verður þessum mínútum bezt varið ? Eg hefi komist að þeirri niðurstöðu, að þeim verði ekki öðru- vísi betur varið en með því að svara nokkrum af þeim spurningum, sem eg hefi oftast verið spurður á ferða- r NIGHT SCHOOL ^ Classes Begin September 5th j To those whose day-time hours are occupied, we offer Evening Classes of instruction and training in Shorthand, Typewriting, Book- keeping, Accountancy, Business Letter Writing, Comptometer, Dic- taphone and Civil Service. Mondays and Thursdays Avail yourself of this oppor- tunity and advance in your chosen field of business. Adéquate and experienced Faculty — individual instruction—spacious class rooms —modern office equipment. ENROLL NOW—PROSPECTUS MAILED ON REQUEST WE DO NOT EMPLOY CANVASSERS ANGUS SCHOOL of COMMERCE New Telephone Bldg. — Portage at Main • Phone 95 678 _________ Classes from 7.30 to 10 p.m.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.