Lögberg - 19.09.1935, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.09.1935, Blaðsíða 6
6 LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 19. SBPTEMBER, 1935 Týnda brúðurin Eftir MRS. E. D. E. N. SOUTHWORTH “Eg var að hugsa um að leggja á stað á miðvikudagsmorguninn kemur.” “Binmitt sama daginn, sem við ætlum að leggja á stað,—getum við ekki orðið sam- ferða?“ sagði frú Waugh. . “Það skyldi mér vera sönn ánægja,— það væri svo indælt, og eg skal ekki láta neitt svifta mig þeim heiðri og ánægju, ef frú Waugh vill sýna mér þá góðvild að leyfa mér að vera samferða/’ “Því ekki, Thurston minn. Þú mátt vera viss um að mér er ánægja í að þú sért okkur samferða—en það er óþarfi fyrir þig að vera að brúka þetta virðulega orðfæri við kerling- una hans föðurbróður þíns. En hvernig ætl- ar þú að ferðast! ” “Eg fer ríðandi til Washington og hefi fylgdarmann til að fara heim með hestana, eftir það fer eg meft póstvagninúm til Balti- more.” “Ríðandi, það er ágætt—það er alveg eins og forsjónin hafi hugsað fyrir þessu,— því Marian mín, sem eg hefi verið að biðja um að koma með okkur í þessa ferð, er hérna, og hún segist verða að fara ríðandi, því hún hafi engan hentugan vagn til að ferðast í svo langa leið, svo £að kemur sér vel, þú getur verið meðreiðarmaður hennar.” Thurston sneri sér og hneigði sig fyrir Marian og sagðist þakka fyrir þann heiður er hún auðsýndi sér og þá ánægju, sem sér væri í að mega vera henni til aðstoðar á ferðalaginu; hann sagði þetta svo eðlilega og blátt áfram, að engan af þeim er viðstaddir voru, gat látið sér detta í hug, að þau hefðu verið búin að ræða þetta mál sín á milli áður. Marian roðnaði við og brosti og þakkaði hon- tím virðulega fyrir sitt góða tilboð, sem hún þáði með ánægju. Þegar búið var að koma sér saman um hvernig ferðalaginu skyldi hagað, stóð Thnrs- ton upp, kvaddi og fór. Marian dvaldi svolítið lengur, til að ganga frá ýmsu smávegis við frú Waugh sem þurfti til ferðarinnar; að því búnu kvaddi hún og hélt heim á leið. Þegar hún kom út fyrir girðinguna sá hún Thurston vera að teyma hestinn sinn, fram og aftur eftir skóg- arbrautinni, mjög óþolinmóðlega, meðan hann ■beið eftir henni. # # # — " Dr. Grimshaw var mjög óánægður, og undir eins og Marian var farin og hann var orðinn einn með frú Waugh og Jacqueline, þá snéri hann sér að frú Waugh og sagði hörkulega: “Bg held að það hefði ekki verið úr vegi, frú Waugh, að þú hefði fært það í tal við fleiri af samferðafólkinu, áður en þú afréðir að bæta svo þýðingarmiklum förunaut við í hópinn.” “Eg held að það sé betra fyrir þig, Dr. Grimshaw, að hugsa meira um þitt mikilvæga starf, sern heyrir meira undir þinn verka- hring, en hverja eg kýs til samfylgdar. ” Dr. Grimshaw svaraði henni engu. Hann kreisti saman varirnar og sat hreyfingarlaus og horfði í kaupnir sér,—hann var nærri því brjóstumkennanlegur. Hann vissi að hvorki þolinmæði, ástaratlot né eftirgangsmunix höfðu hin minstu áhrif til að vinna honum eitt einasta bros frá konunni hans. Þetta sama kvöld, nær viti sínu fjær af reiði, sjálfsáliti og blossandi afbrýðissemi, fór hann á fund Mrs. L’Oiseau og krafðist af henni, með valdsmannlegri skipun, að hún beitti áhrifum sínum, og gerði alt sem hún gæti til þess að beygja dóttur sína til hlýðlii við sig. Mrs. L’Oiseau, sem var viljug til þess, sendi strax eftir dóttur sinni, en allar fortölur, tár og kveinstafir gömlu konunnar, höfðu ekki hin minstu áhrif til að mýkja skap Jacqueline, eða fá hana til að fyrirgefa og sættast við Dr. Grimshaw. “Móðir mín,” sagði hún, og röddin titr- aði af gremju, “þér líður vel núna; eg er búin að sjá það, að þú varst aldrei eins veik og mér var komið til að ímynda mér að þú værir; þú ert nú sjálfstæð og óháð. Eg fleygði frá mér þeirri einu von hamingju og farsældar, sem eg átti í lífi mínu, til þess að þér gæti liðið vel; eg seldi mig í þessa yfirskinsgift- ingu, til þess að Dr. Grimshaw gæti á löglegan hátt orðið eigandi og erfingi að Luckenough. í því máli var eg og táldregin og svikin! Nú hefir öllum skilyrðum verið fullnægt; hann hefir eignirnar og þú ert sjálfstæð. Og hann hefir enga kröfu framar til mín, og ekkert vald yfir mér. ” Hann hefir vald yfir þér, Jacqueline, og þú átt það bara umburðarlyndi Dr. Grim- shaw að þakka að þér er liðið að halda áfram að þrjóskast og þverskallast við að gera skyldu þína.” “Umburarlyndi hans. Já, hér, sá hefir verið umburðarlyndur!” sagði hún og hló kuldahlátur. “Já, hann hefir verið það, þó þú viljir ekki viðurkenna það. Það er eins og þú vitir ekki að hann hefir fult vald til að þvinga þig til hlýðni við sig!” “Svo þú heldur það!” hreytti hún út úr sér; hún beit saman tÖnnunum, krepti hnef- ana og ranghvolfdi í sér augunum. “Látum hann reyna; látum hann gera mig vitstola og sjá þá hvað við tekur. Hann þorir ekki að gera það, móðir mín; hann skilur mig betur en þú gerir; hann veit vel að hann má ekki þvinga mig svo að eg missi vald á þolinmæð- inni. Nei, móðir mín; hann getur farið til föðurbróður míns aftur og leitað ráða hjá honum ef honum þóknast; látum þá sameina alt sitt mannúðarleysi og ilsku; látum þá gera það versta sem þeim dettur í hug, en þeir skulu aldrei finna hina minstu tilslökun eða eftirgjöf hjá mér; ekki eitt einasta bros, ekki öitt einasta orð, ekki eitt einasta tillit, svo hjálpi mér Guð að halda þennan eið meðan eg lifi. Þeir vita það, móðir mín; þeir vita það vel! Og hvernig ? Þú ert þeim óháð, og ekki lengur undir þeirra þrælmensku yfir- ráðum; þeir geta ekki kvalið þig og þvingað til þess að buga hjarta mitt; þú ert þeim óháð; eg hefi keypt þér frelsi og trygging fyrir öll ólifuðu árin þín; og eg er frjáls. Þeir vita það, móðir mín, þeir vita það, þó þú vitir það ekki.” “En Jacqueline, hugsaðu um það, hversu spiltu og óguðlegu lífi þú lifir, með því að halda áfram þessari uppreisn á móti réttum og löglegum myndugleika mannsins þíns; þú ■ert að steypa þér út í eilífa glötun óg fyrir- dæmingu, hugsaðu um það! ” “Hann er ekki maðurinn minn! Eg neita því algerlega; eg hefi aldrei tekið hann fyrir eiginmann. Það var ekkert í þessari gift- ingarathöfn, sem gaf honum nokkurn rétt til að líta svo á. Það var aðeins lögfræðilegt form í kaupskaparlegum tilgangi. Það voru skammarleg svik; það var óafmáanleg sví- virðing framin fyrir Guðs heilaga altari, en Guð veit, að í þeirri svívirðilegu athöfn réði ekki minn vilji. Eg var lömuð og beygð, mér voru sagðar lygar, mér var hótað, með hótun- um, sem aldrei hefðu verið framkvæmdar eða framkvæmanlegar, eg var gerð nær viti mínu fjær af ótta um velferð þína; það var leikið með umönnunartilfinningu mína fyrir þér, eg var hrædd og hrakin og kjarkbrotin, áður en þessi nafngifting fór fram, það er, áður en eg lofaðist til að gerast áburðarskepnan, sem færði honum þennan eigindóm. Eg lofaði engu meir, og eg hefi haldið öll míndoforð. Nú er það ibúið! Það er búið! Það verður ekki aftur tekið! En eg skal aldrei, aldrei fyrirgefa honum þann þátt, sem hann tók í þessum svívirðilega leik.” “Ave Maria, Mater Dolorosa- Hefir sorgin,—hefir þjáningin kramið nokkurt móðurhjarta sem mitt? Heilögu dýrlingar og englar á himnum! Hvað þú gerir mig hrædda. Veiztu það ekki, vesalings barn, að þú ert að fremja synd til dauða? Veiztu það ekki, að liin heilaga kirkja rekur þig úr samfélagi sinna útvöldu! ’ ’ “Látum svo vera; eg skal heldur láta bannfæra mig, en að eg nokkurn tíma gefi Dr. Grimshaw eitt einasta vonar tillit. Eg vil heldur eiga á hættu hið eilífa, en falla í þá glötun sem nær er! ” “Heilaga María, frelsaðu hana! Veiztu ekki vesalings ógæfubarn, að sálarástand þitt er þannig, að ef þú dæir núna, lægi ekki annað fyrir þér en logar hins eilífa elds?” “Ha, ha! Hvar heldur þú að eg sé núna, , mamma?” “Þú ert viti þínu fjær! Þú veizt ekki hvað þú ert að tala um. Og ofan á alt saman ertu hálfgerður trúvillingur, eg veit það, því þú trúir ekki á helvíti.” “Jú, það geri eg sannarlega, mamma. Jú, vissulega geri eg það; ef trú mín á þá kenningu hefir nokkurn tíma veiklast, þá er hún óbifanlega sterk nú orðið. Hún er meira en endurvakin, því, sjáðu til, mamma, eg trúi á himnaríki, en eg þekki helvíti!” “Mér þykir mjög vænt um að heyra það, góða mín; og eg vona að þú hugsir um það, og slík umhugsun getur leitt þig á rétta leið og breytt hug þínum gagnvart Dr. Grimshaw, svo að þú sjáir að þér í tíma.” “Móðir mín, ” sagði Jacqueline og rak upp skeilihlátur, “heldur þú að nokkrar kval- ir í helvíti séu átakanlegri en þær, sem þú ert að neyða mig til að ganga út í?” Hamingjan var með ungu elskendunum, Thurston og Marian, þennan daginn, því þeg- ar Thurston kom heim um kvöldið, sagði afi lians við hann. “Jæja, herra víðförull, úr því að þú ætl- ar að sigla frá Baltimore, þá held eg að þér l sé bezt að ferðast út af fyrir þig, og fara í gegnum Washington.” “Það yrði dauft og leiðinlegt ferðalag, herra minn,” sagði Thurston, ólundarlega. “Þú meinar að það yrði of ódýrt og þess vegna sé það þér ekki samboðið, herra miljóneri! Það kostar ekkert og þessvegna hefir þú enga ánægju af því, hr. eyðslusegg- urr,” hrópaði maurapúkinn í braiði sinni. “Nei, þvert á móti, herra minn. Eg er bara að segja að það verði langt og leiðinlegt ferðalag, einangraður frá öðru ferðafólki.” “Já, að hafa engan til að tala við, já, eg bjóst við því; þessir mælskumenn þurfa alt af að vera sítalandi. Það er kannske hægt að bæta úr því. Dr. Grimshaw og hans föru- neyti—eyðsluskepnur—eru að leggja á stað til Washington, til að spraða sig méðal fína fólksins þar. Þú getur slegist í förina með þeim, og þá geturðu masað við hina apana— svo sem Jacqueline—og gert Grim.. gamla sjóðandi vitlausan af afbrýðissemi, svo hann þjóti til og hengi sig, og þú sitjir uppi með ekkjuna og auðinn! Væri það nægilegt, hrekkjabragð til að skemta þér við? En eg veit að þú vilt ekki gera það. Eg veit það; eg veit það! bara af því að eg stakk upp á því að þú gerðir það.” ‘1 Hvað meinarðu, herra minn, að eg komi Grimshaw gamla til að hengja sig?” “Nei, eg meina að þú viljir ekki verða því samferða.” “Það er algerður misskilningur. Auð- vitað vil eg vera því samferða, ef þú æskir þess,” sagði Thurston dræmt. “Hm! Jæja, það er þó svolítið skárra, en eg bjóst við. Þú getur tekið nýja létti- vagninn og Melcliisedek getur farið með þér til að keyra með þig, og koma til baka með , vagninn. ’ ’ “Eins og þér þóknast,” sagði Thurston með sonarlegri hlýðni. “Eln mundu það, að láta ekki freistast til að eyða peningum fram yfir það allra nauðsynlegasta. ’ ’ “Eg skal gæta þess.” Að þessari samræðu lokinni, var Thurs- ton svo glaður með sjálfum sér, að hjartað í brjósti hans hoppaði af fögnuði. Svo djúp og einlæg þakklætiskend fylti hug hans, að hann viknaði. Tilhugsunin um að eiga að fá nýja léttivagninn og geta boðið Marian sæti við hlið sér, svo hún þyrfti ekki að hossast á hest- baki alla þá löngu leið; hvílíkt tækifæri! að eiga þeirrar blessunar og ánægju von, að mega sitja við hlið hennar alla leiðina. Mel- chisedek gat auðvitað riðið á reiðskjóta Marian. Þetta var svo eðlilegt og bara blátt áfram sjálfsagt, að jafnvel hinn öfundsjúki og tortryggni maurapúki, afi hans, gæti ekki haft nokkuð á móti því. Því undir svona kringumstæðum, hvaða heiðvirður maður gat látið kvenmann, sem var í hópnum kossast þreytta á hestbaki, en hann og þjónn hans keyrðu í þægilegum vagni? Hver góður drengur vildi ekki heldur taka taumana sér í hönd og keyra sjálfur og bjóða henni sæti við hlið sér, en þjónninn tæki liest hennar sér fyrir reiðskjóta? Þessar hugsanir flugu gegnum lieila Tliurstons og fyltu sál hans fögnuði og tilhlökkun. En hann varaöist að láta afa sinn verða þess varan. Næsti dagur var sunnudagur. Thurston fór snemma á fætur og gekk út á skógaribrautina og beið þar þesss að Marian kæmi; hann fylgdi henni á leið til kirkjunnar. A leiðinni sagði hann henni frá hver breyting hefði orðið á með ferðalag sitt; nú ætti hann að ferðast í nýjum léttivagni, í staðinn fyrir það, sem hann bjóst við, að verða að fara ríðandi; og fyrst ham- ingjan hefði orðið sér svo góð í þessu kvaðst hann vonast til þess aö hún veitti sér þann heiður og ánægju að sitja við hlið sér í vagn- inum, alla leiðina. Hann sjigðist vera svo himinlifandi sæll í huga sínum, yfir því að geta haft hana svo nálægt sér á ferðalaginu. “Ejg er eins', elsku Thurston; eg er svo undur sæl með sjálfri mér, að hugsa til þess að mega vera þér svo nálæg. Guði almáttugum sé lof!” sagði hún í djúpri hrifningu og rétti honum hendina, 'Sem hann kysti með barns- legri auðmýkt og lotningu, eins og hún væri eitthvað svo heilagt, sem hann næstum veigr- aði sér við að snerta. Tliurston var sannar- lega ekki hamingju horfinn þennan dag, því ■eftir morgunmessuna, þegar fólkið var að leggja af stað frá kirkjunni, sá hann að frú Waugh benti honum að koma til sín. Hann fór strax á hennar fund. Hún sag'ði: “Það getur skeð að eg sjái þig 'ekki strax aftur, svo eg ætla að segja þér núna, að ef þú hvggur á að verða okkur samferða til Washington, verður þú að vera alveg tilbúinn og koma yfir að Lucust Hill á þriðjudags- kvöldið, og vera hjá okkur á miðvikudagsnótt- ina, því við leggjum snemma á stað á mið- vikudagsmorguninn og við viljum koma í veg fyrir að nokkuð tefji okkur. Marian mín kemur til okkar á þriðjudagskvöldið og verð- ur hjá okk'ur nóttina. Segðu nú bara ekkert, Thurston. Eg veit hvað unga fólkið er sein- látt. Eg er alveg viss um að ef þú kemur ekki á þriðjudagskvöldið, þá megum við bíða eftir þér klukkutíma eða meira ‘á miðviku- dagsmorguninn,—þú veist hvað fljót þið eruð að búa ykkur, unga fólkið.” Thurston varð mjög glaður með sjálfum sér, þó hann léti ekki á því bera, að hugsa til þess að geta eytt kvöldinu með Marian, og eiga von á því að fá að sofa undir sama þaki og hún, áður það legði á stað í þessa langferð. Hann fór að láta sér detta í liug að hann væri fæddur undir stjörnumerki hamingjunnar. Hann sagði frú Waugh að hann hefði ekkert á móti því að gera eins og hún sagði, og að hún mætti vera viss um að hann yrði kominn til Locust Hill á þriðjudagskvöldið, nógu snemma til þess að geta setið að kvöldverði með henni og ferðafólkinu. Hann sagði að afi sinn vildi láta sig fara keyrandi í nýja léttivagninu þeirra, og þar sem jómfrú May- field ætti að fara ríðandi, þá gæti hann lofað henni að sitja í vagninum hjá sér á leiðinni. Frú Waugli varð ákaflega glöð að lieyra það; hún sagði að það væri svo miklu skemti- legra og betra fyrir Marian sína, en að þurfa að ferðast svo langt á hestbaki að vetrarlagi. “En gættu þín, ungi maður, að verða ekki ást- fanginn í henni! Við álítum öll að liún sé of góð fyrir nokkurn dauðlegan mann!” sagði frú Waugh hlæjandi. Thurston sagðist skyldi reyna að verjast því, ef að hann gæti. Að svo mæltu kvöddust þau og fóru hvort sína leið glöð í hjarta. A mánudagskvöldið flutti Thurston kveðjuræðu sína í skólanum; við það tækifæri mætti hann Marian og sagði henni með mikl- um fögnuði frá því, að frú Waugh hefði boðið sér að vera á Loeust Hill, á miðvikudagsnótt- ina. Ánægjubros uppljómaði liið fríða og góðmannlega andlit Marian, sem var honum nægur»vottur þess að hún fagnáði þessum fréttum af öllu hjarta, eigi síður en hann. Á þriðjudagskvöldið var alt ferðafólkið samankomið við kvöldverðayborðið að Locust Hill. Allir voru glaðir og kátir. Sérstaklega lá þó vel á gamla sjóliðsforingjanum og frú Waugh, og þeim Marian og Thurston. Thurston, sem kendi í brjósti um Jacqueline, reyíidi að gleðja liana með kæti sinni og sam- ræðum. Dr. Grimshaw þoldi það svo illa, að frú Waugh hélt að liann mundi taka til ein- hverra illra úrrææða, og notaði fyrsta tæki- færi til að vara Thurston við því, og sagði við hann: “Kæri Thurston, láttu Jacque- line sem mest afskiftalausa; sérðu ekki að Grim. er viti sínu fjær af afbrýðissemi?” “Nei, er hann það?” sagði Tliurston, sem ekki hafði látið sér detta slíkt í hug. “ Jæja, fyrst hann er svona mikill asni, þá er bezt að halda honum volgum á leiðinni.” Kvöldið leið, og ferðafólkið gekk til hvílu, til þess að geta notið svefns og hvíldar, og búið sig sem bezt undir að leggja snemma á stað næsta morgun. Thurston var svo sæll, og svo margir hamingjudraumar, sem risu upp í huga hans, að hann gatt ekki farið að sofa, fyr en langt var liðið nætur. 16. Kapitidi. Það var lieiðskýrt og bjart veður, en nokk- uð kalt um morguninn, þegar ferðafólkið kom á fætur. Þykt hrím lá yfir snjóbreiðunni og hrímdrönglar héngu niður úr berum greinum trjánna. Skógardýrin voru að skríða út úr fyígsnum sínum, en kanínumar og litlu skóg- armýsnar kúrðu sig niður og’ biðu sólarupp- komunnar, og svo gerðu öll hin smærri og veikbygðari börn náttúrunnar, nema hinir hárðgerðu og huguðu snjótitlingar, sem voru flognir út þil að leita sér næringar, og það rétt að húsdyrum mannanna, þó lítils væri að vænta af nægtaborði þeirra. Fyrstu geislar morgunsólarinnar voru að senda sem boðbera sinn, rauðleitar rákir á skýin niður undir sjóndeildarhringnum á austurloftinu, þegar ferðafólkið var klætt og settist að morgunverðarborðinu, til þess að neyta síðustu máltíðarinnar áður það legði á stað. Sjóliðsforinginn Waugh og frú L’Oiseau, sem áttu að vera heima og gæta heimilanna, voru þar til staðar til að kvéðja ferðafólkið og óska því góðrar ferðar. Ilið heilnæma og' hressandi loft liins svala vetrarmorguns, ásamt hinum mörgu umsvif- um til að útbúa alt til ferðarinnar og sú nýj- ung að borða morgiunverð við kertaljós, alt þetta hafði einslags æsandi áhrif á ferða- fólkið. Að morgunverði loknum steig frú Waugh upp í vagninn, sem* fjölskyldan ætláði að ferðast í. Hún var búin í þykka og víða ull- ardúks hempu, með breiðum otursskinns. kraga og handskýlum og bómullar-fóðraða hettu á höfði. Jacqueline var vafin innan í mörg og mjúk sjöl, en á höfðinu hafði hún hlýjan chinchilla-hatt. Dr. Grimshaw var búinn ])ykkum stakki, og þar yfir afar þykkri vaðmáls-yfirhöfn, og á höfði sér bar hann stóra löðskinnshúfu með síðum eyrnasnepl- um. Þau komu sér öll vel fyrir í f jölskyldu- vagninum og lilúðu sem bezt að sér með því að láta heita múrsteina vafða innan í þykkan ullardúk, við fætur sér, og lokað glóðarker undir sætið. Auk þess höfðu þau þykkar á- breiður yfir hnjám sér og fótum, svo eftir öllum frágangi að dæma gátu þau látið sér líða vel og notið allra þæginda á ferðalaginu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.