Lögberg - 26.09.1935, Blaðsíða 1

Lögberg - 26.09.1935, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines v cot- a ^ >^^° For Service and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines 48. ARGANGUR WTNNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 26. SEPTEMBER, 1935. NÚMER 39 MUNAR UM MINNA Á tímabilinu frá 1926 til 1930 námu útfluttar vörur frá Canada til brezku eyjanna $2,077,278,253.00. King-stjórnin fór þ;i með völd. 1 stjórnartíð Bennetts frá 1930 til Í934 nam útflutningurinn héðan til Bretlands a'ðeins $805,252,654.00. Á árunum 1926 til 1930 námu út- f luttar vörur héðan úr landi til ann- ara þjóða en Bretlands $1,768,- 334.914.00. En á hinum fjórum fyrstu stjórnarárum Mr. Bennetts lækkuðu þessi viðskifti ofan í $701,- 526,639.00. / FÓTSPOR RRÓDUR SÍNS Dr. George S. Long, bróðir Huey Long, J>ess er myrtur var nýlega í stjórnarbyggingunni i Louisiana, hefir ákveðið að leita kosningar til öldungaráðs Bandaríkjanna á sömu stefnuskrá og hinn látni senator fylgdi. Dr. Long er búsettur í borginni Tulsa í Oklahomaríkinu. KOSNINGUM FRESTAÐ Símað er frá Lundúnum þann 20. þ. m., að kosningum til brezka þingsins muni verða frelstað til næsta vors, eða jafnvel lengur. Á- stæður sagðar að vera þær, hve horfurnar séu tvísýnar viðvíkjandi deilumálunum milli ítalíu og Ehti- ópíu. Jhaldsflokkurinn, eða sá flokkur, sem Baldwin stjórnin eink- um og sérílagi styðst við, heldur al- þjóðar flokts]i;ng þana 4. október næstkomandi, og þykir eigi ólíklegt, að þar komi fram meðal annars spurningin um þingrof og nýjar kosningar. Það brot frjálslynda flokksins (National Liberals), er enn fylgir stjórninni að málum, er sagt að vera því andvígt, að kosn- ingarnar verði að óþörfu dregnar á landinn. KATRROSLEQ STAÐIIÆFING A laugardaginn var flutti Mr. Bennett ræðu í Victoria, B.C. Gerði hann þar meðal annars þá kátbros- legu staðhæfingu, að atvinnuleys- ingja hópurinn frá British Colum- bia, sem stöðvaður hefði verið í Regina á leið sinni til Ottawa, hefði ætlað að ræna sér og koma á fót soviet-stjórn í Canada. FRÁ FUNDUM MR. THORSONS Mr. J. T. Thorson, K.C., þing- mannsefni frjálslynda flokksins í Selkirk, hefir verið á ferð og flugi um kjördæmi sitt undanfarið og haldið fundi með kjósendum. Um fundi þessa alla er það sama að segja, að aðsókn hefir verið hin bezta og síaukið fylgi þingmanns- efnisins hvarvetna komið í ljós. A fimtudaginn j)ann 19. þ. m., hélt Mr. Thorson afarfjölmennan fund á Stoney Mountain. Auk frambjóðandans, flutti ræðu á fundi þessum, Mr. McKinnell, þingmaður Rockwood kjördæmisins í fylkis- þinginu. Á laugardaginn þann 21., hélt Mr. Thorson fundi í Fisher-kjördæminu á fjórum stöðum, að viðstöddu miklu fjölmenni. Meðal annars sótti fundinn á Hodgson yfir tvö hundruð manns; er það sá langf jöl. mennasti stjórnmálafundur, sem nokkru sinni hefir haldinn verið á þeim stað . Á öllum þessum f undum mætti þingmaður Fisher-kjördæmis- ins í fylkisþinginu, Mr, Bachynsky, og mælti eindregið með Mr. Thor- son. *í<m~ if^ * |x":íí .*v. S8§i«fc𣠦'.'."¦' í; ':¦¦:.-:¦:¦ II. P. ALR. HERMANSON þingmannsefni f j ál sl y n d a flokksins í Mið-Winnipeg kjör- dœminu hinu nyrðra. Framtak Mr. Hermansonar er talandi vottur um það, hvað í menn þá ýmsa var spunnið. er hingað komu til lands um aldamótin siðustu og gerðu sér mold Vesturlandsins undirgefna. Mr. Hermanson er fæddur í Sví- þjóð árið 1881, en fluttist til Can- ada. 1903; tók hann þegar heimilis- rétt á landsvæði i Saskatchewan, og stundaði nýræktina með svo mikilli prýði, að hvarvetna vakti hina mestu aðdáun; tók hann snemma að gefa sig við meðferð opinberra mála, var kosinn skrifari sveitar sinnar að Buchanan 1910 og gegndi þeirri sýslan fram á árið 1020. Jafnframt hafði hann með höndum embætti friðdómara frá 1912 til 1025. Árið 1917 bauð Mr. Hermanson sig fram til fylgisþingsins í Saskat- chewan fyrir hönd frjálslynda flokksins í Canora kjördæminu, og náði kosningu með meira atkvæða- magni en nokkur annar frambjóð- andi i það sinn; var hann endurkos- inn 1921, og sat á þingi fram á árið 1925, er hann dró sig í hlé af sviði stjórnmálanna og tókst á hendur framkvæmdarstjóra stöðu við Swed- ish-American eimskipafélagið hér í borginni, auk þess sem hann gegnir vara-konsúlsembætti fyrir hönd stjórnarinnar sænsku. Mr. Hermanson er maður einkar vinsæll og samvizkusamur í athöfn- um sínum; hann er áhugamaður mikill um landsmál og fer ekki dult með skoðanir sínar. Frjálslyndi flokkurinn á góðum liðsmanni á að skipa þar sem Mr. Hermanson er. Árið 1909 kvæntist Mr. Herman son og gekk að eiga Miss Ruby M. TTarmer, frá Kingston, Ont., gáfaða konu og víðmenta; eiga þau hjón tvö börn á lífi. FLYTUR RÆDU í WINNIPEG Rt. Hon. W. L. Mackenzie King, leiðtogi frjálslynda flokksins i Can. ada, flytur ræðu í Winnipeg Audi- torium á mibvikudagskvöldið þann 2. október næstkomandi. Hefir Mr. King aðeins skamma viðdvöl í borg- inni og leggur af stað austur á bóg- inn að lokinni ræðu sinni. HON. WM. ARERHART Hinn nýi forsætisráðgjafi í Al- berta, Hon. William Aberhart, kom til borgarinnar þann 18. þ. m., og flutti þá um kvöldið ræðu í Walker leikhúsinu við svo mikla aðsókn, að margir urðu frá að hverfa. Snerist ræða hans að mestu um hið svokall- aða Social Credit fyrirkomulag, er hann taldi cinu hugsanlegu leiðina út úr núverandi fjárhagsörðugleik- um mannkynsins. Frá Islandi Sviplegt slys við Ljósafoss Síðdegis á sunnudaginn vildi til íorglegt slys við Ljósafoss í Sogi. Fóru þau ungfrú Elísabet Sig- urðardóttir forstöðukona "Heitt og Kalt" og Árni Daníelsson verkfræð- ingur út á bát fyrir ofan fossinn. Hættu þau sér of nálægt straumn. um og hreif hann bátinn með sér og varð ekki við neitt ráðið. Elísabet barst niður fossinn, en Árni gat náð taki á kletti á fossbrnninni og hékk þar, unz honum barst hjálp. Tilraunir voru gerðar til að bjarga Elísabetu, en þær báru ekki árang- ur. Var lík hennar ófundið þegar blaðið f rétti i gærkvöldi. Árni mun ekki hafa meiðst veru- lega og vildi hann ekki að læknir yrði sóttur.—N. dagbl. 3. sept. Síldarfólkið. Síldarfólkið hefir nú óðum verið að flykkjast að norðan, úrkula von. ar um meiri veiði í sumar, margt eða flest allslaust, undan þessari hörmulegu vertíð. Af sjálfsdáðum hefði þetta fólk ekki komist heim til sín. En skip ríkisins og Eimskipafélagsins hafa flutt flest fólkið og látið þvi ókeypis í té far og fæði. Af skipum Eim- skipafélagsins hafa Dettifoss, Gull- foss og Lagarfoss tekið þátt i þess- um flutningum og í gærkvöldi kom Goðafoss að norðan með nál. 300 farþega, og mun fullur helmingur þeirra hafa verið tekinn á Siglu- firði, og mun það vera með því síð_ asta, sem eftir var. — Er þetta mjög myndarlega gert af Eimskipafélag- inu, að bregðast svo vel við í þessu nauðsynjamáli.—N. dagbl. 3. sept. RATNANDI FJARHAGUR Samkvæmt yfirlýsingu frá Mr. Gardiner, forsætisráðgjafa Saskat- chewan fylkis, höfðu tekjur fylkis- sjóðs við lok siðastliðins ágústmán- aðar aukist um freka miljón dala frá því á tilsvarandi tímabili í fyrra. KIRKJUHÖFDINGI A FERÐ Hingað kom til borgarinnar á mánudaginn, hávelborinn Rev. Hew- lett Johnson af Kantaraborg. Er hann formaður þess félagsskapar á Bretlandi, er það hefir að markmiði, að útrýma örbirgð úr mannheimum, og er eindreginn talsmaður Social Credit stefnunnar. HEIMSÆKIR PRINCE ALRERT Foringi frjálslynda flokksins, Mr. King, hefir nýverið haldið 3 stjórn. málafundi í kjördæmi sínu Prince Albert og verið hvarvetna tekið með ágætum. Lætur blaðið Winnipeg Evening Tribune þess getið, að um 5,000 manns hafi sótt fyrsta fund ! Mr. Kings og fagnað komu hans. I Er það víst sá lang f jölmennasti stjórnmálafundur, sem nokkru sinni hefir haldinn verið í kjördæminu. Útbreiðsla mœnuveikinnar. 1 tilefni af útbreiðslu mænuveik- innar náði blaðið í gær tali af Vil- mundi Jónssyni landlækni. Sagði hann, að þrir væru dánir af þeim fjórum, sem veiktust á Siglu- firði. Á Isafirði væru nú 3 börn töluvert veik og líkur bentu til þess, að barn, sem þar hefði látist nýlega, hefði látist úr mænuveiki. I Bol- ungarvík hefði nýskeð veikst eitt barn og annað á Hofstöðum í Staf- holtstungum. Auk þess, sem eins og kunnugt væri, hefði látist starfs- stúlka á dagheimilinu í Grænuborg, væri vitað um tvö tilfelli grunsam- leg, hér í bænum. Væri ekki séð að um beína smitun værí að ræða og eigi hefðu börn, sem voru á Grænu- borg, orðið veik. Ennfremur gat landlæknirinn þess, að eigi gætu læknar sagt um það með hverjum hætti veikin bær- ist og að allar strangar varúðarráð- stafanir virtust tilgangslausar, en vitanlega yrðu og væru allir sjúkl- ingar einangraðir. Læknar gætu lítið við veikina ráðið, nema að oft tækist síðar að veita þeim nokkra bót, sem hefðu lamast. Veikin væri ráðgáta og ekkert örugt kennimerki um hana nema lömunin. Auk þess væri byrjunarstig veikinnar með ýmsu og ólíku móti og misjafnlega áköf. Að lokum gat landlæknirinn þess, að samkvæmt niðurstöðum erlendra lækna væri þetta sumar- og sveita- sjúkdómur. Bæri oft á henni í júní og júlí og næði hún oft hástigi í ágúst og jafnvel september og októ. ber. Á vetrum væri hún miklu sjaldgæfari. Ennfremur væri hún miklu algengari í sveitum heldur en bæjum.—N. dagbl. 3. sept. * VEITIR MAYRANK AD MALUM Mr. Hjálmar A. Bergman, K.C., flutti stutta tölu yfir útvarpið á þriðjudagskvöldið til stuðnings Mr. Maybank, frambjóðanda f-rjálslynda flokksins í Mið-Winnipeg kjördæm. inu binu syðra.. Rakti Mr. Bergman í fáum en skýrum dráttum þroska- feril frambjóðandans og hvatti kjós. endur til þess að veita honum óskor- ið fylgi þann 14. næsta mánaðar. IÐNSÝNING 1 WINNIPEG Bæjarstjórnin í Winnipeg hefir nýverið heimilað þeim Col. Ralph H. Wfebb fyrrum borgarstjóra, og Mr. John H. Roe, að stofna til ak- uryrkju og iðnsýningar næsta ár á sýningarsvæðinu gamla í norður- bænum. RÖSTUSAMUR FUNDUR Bennett forsætisráðgjafi hélt kosningafund í Vancouver síðastlið- ið mánudagskvöld fyrir eitthvað um tólf þúsundum manna, að því er simfregnir herma. Var fundur þessi all-róstusamur framan af, og iðu- lega gripið fram í fyrir ræðumanni. Þó lét Mr. Bennett þetta ekki mikið á sig fá, heldur hélt áfram ræðu sinni og var næsta harðorður í garð þeirra, er mestri truflun ollu. Kvað hann vatn og brauð vera það eina, er þeir ætti nokkuð tilkall til. ÓFRIDAR HORFURNAR Siðustu fregnir af miðlunartil- raunum þjóðabandalagsins milli ítala og Ethiópíumanna, láta þess getið, að Sir Eric Drummond hafi sannfært Mussolini um það, að.hin ákveðna afstaða Breta gagnvart deilumálum þessara tveggja þjóða sé að engu leyti grundvölluð á ó- vildarhug gagnvart Italíu, heldur sé hún bygð á siðferðismeðvitund og sáttmálahelgi þjóðar sinnar gagn- vart skýlausum fyrirmælum þeirra grundvallaratriða, er Þjóðabanda- lagið hvíli á. Mussolini hélt ráð- gjafafund á þriðjudaginn, og er þess getið til, að þar hafi niðurstaðan orðið sú, að sem skilyrði fyrir friði, skuli ítalíu veitt stjórnarfarslegt og lagalegt umboð yfir Ethiópíu. En að til slíks komi sýnist þó ekki geta komið til nokkurra mála, með því að Stefnuskrár atriÖi { I. rjálslynda flokksins Nýjar og ákvéðnar ráðstafanir í þá átt, að bæta úr atv'nnuleysinu. 2. Endurheimt tapaðra sölusambanda erlendis. 3- Aukning innanlands viðskifta. 4- Ráðstafanir undirstöðu-iðnaðinum til eflingar. 5- Stjórnarumsjón til öryggis lánstrausti. 6. Stjórnareftirlit með öllum tryggingum. 7- Vernd og viðhald þjóðeignabrautanna. 8. Lýðræði i iðnmálum. 9- Stjórn, er lúti þingviljanum. 10. Öryggi persónufrelsisins. 11. Endurbætt kosningalög. 12. Fjárlög án tekjuhalla. 13- Góðvilji gagnvart umheiminum. 14- Samfélagslegt jafnrétti innanlands. þá væri um beina uppgjöf að ræða af hálfu Bandalagsins. Stjórnar- formaður Frakka, Laval, virðist þeirrar skoðunar, að óumflýjanlegt sé að beitt verði við ítalíu þeim f yr- irmælum Bandalags sáttmálans, er heimila fjárhagslegar hömlur og viðskiftabann. Til þess að afstýra vandræðum í lengstu lög, hafa Bretar styrkt Mið. jarðarhafsflota sinn að miklum mun. HNEFALEIKUR Á þriðjudagskvöldið var, fór fram hnefaleikur í Yankee Stadium í New York, milli þeirra Joe Louis og Max Baer. Rimman stóð ein- ungis yfir í tólf mínútur og lauk henni þannig, að hinn fyrnefndi gekk fyrirhafnarlítið sigrandi af hólmi. Sigurvegarinn er af Negra. kyni, og gekk hann í heilagt hjóna- band rétt áður en til hólmgöngunnar kom. Ur borg og bygð Mrs. Sigurður Landy frá Glen- boro var stödd í borginni seinni part vikunnar sem leið. Mr. Skúli Jónasson frá Vogar kom til borgarinnar á þriðjudags- morguninn. Mr. Páll Jakobsson, ættaður af Akureyri, er dvalið hefir vestan hafs síðastliðin sjö ár, lagði af staíj. heimleiðis til íslands í gær. Mr. Herbert Martin frá Hnausa, kom til borgarinnar á mánudaginn og dvaldi hér fram á þriðjudags kvöld. Mr. og Mrs. Jóhannes Baldvins- son frá Glenboro, voru i borginni nokkra daga í vikunni sem leið í heimsókn til kunningja og vina. Mr. og Mrs. Björn J. Hansen frá Humboldt, Sask., dvöldu í borginni nokkra daga í vikunni sem leið. Með þeim fór vestur til stuttrar dvalar, Stefán sonur þeirra háskóla- stúdent. Mr. Ásbjörn Eggertsson, 614 Toronto St., fór í skemtiferð vestur til Churchbridge, Sask., um síðustu helgi. Hann kom heim aftur á þriðjudaginn. Mr. E. S. Thompson frá Lang- ruth, kom til borgarinnar seinni part vikunnar sem leið. Mr. Ólafur Ólalsson frá Old Wives, Sask., fyrrum búandi að Mortlack, kom til borgarinnar í vik- unni sem leið í viðskiftaerindum. Mr. Ólafsson er víðkunnur maður fyrir búpeningsrækt og hefir árum saman farið til Ottawa til þess að tala þar máli þeirra, er þann at- vinnuveg stunda vestanlands. Mrs. Hugh Robson (áður Berg- þóra Johnson), kom til borgarinnar á þriðjudagsmorguninn austan frá Toronto, ásamt ungum syni sínum. Er hún dóttir þeirra Mr. og Mrs. Gísli Johnson að 906 Banning St. hér í borginni og mun dvelja hjá þeim um hálfsmánaðartíma eða svo. Með Mrs. Robson kom systir henn. ar, Miss Ragna Johnson, er dvalið hafði eystra í þrjár vikur. Mr. og Mrs. B. M. Pálsson frá Árborg voru stödd í borginni um helgina í gistivináttu þeirra Mr. og Mrs. August Polson að 118 Emily St. Mrs. B. Bjarnason frá Langruth dvelur i borginni um þessar mundir hjá foreldrum sínum Mr. og Mrs. August Polson 118 Emily St. Mrs. Ó. Hallson frá Eiriksdale kom til borgarinnar í fyrri viku í heimsókn til barna sinna, sem hér dvelja. Mr. F. O. Lyngdal kaupmaður á Gimli, var staddur í borginni ásamt frú sinni seinni part fyrri viku. Undirritaða vantar eldri konu til að leigja með sér þriggja herbergja íbúð fyrir $1.50 um mánuðinn. Skrifið til Mrs. Sigr. J. Eiríkson, Lundar, Man. Mr. J. T. Thorson, K.C., þing- mannsefni frjálslynda flokksins í Selkirk kjördæmi, lagði af stað í kosningaleiðangur norður að Mani- tobavátni síðastliðinn mánudag. Jón Bjarnason Academy Ladies Guild hélt sinn fyrsta fund á þessu skólaári, 11. þ. m. og ákvað að halda samkomu til arðs fyrir skólann 17. október í skólanum. Nánar auglýst síð"ar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.