Lögberg - 26.09.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 26.09.1935, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTTJDAGINN 26. SEPTEMBER, 1935. .; , _ ......, „ ! • 3Urgberg GefiC út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 605 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Land bókanna Bókasöfn í kjöllurum á íslandi.— Hugvitssamur myndhöggvari. Eftir Newman Flower. Mentuðustu útlendingar, sem eg hefi mætt, eru Islendingar. Og það sem er undra- verðara er, að þeir eiga myndhöggvara, sem alls ekki stendur að haki Rodin. Leyfið mér að lýsa þessu fyrir ykkur— Nei, 'eg ætla ekki að gera það. Eg ætla að fara með ykkur þangað og láta ykkur sjá það með eigin augum. Við stígum á skip í Leith. Gufuskipið er hér um bil tveir þriðju að stærð samanbor- ið við bátana, sem venjulega eru haýðir til flutninga yfir sundið á milli Dover og Calais. Þið verðið á þessu skipi í heila fjóra sólar- hringa eftir að þið farið frá Leith. Þið stefn- ið í norður yfir norðurhluta Atlantshafsins; á þeirri leið er nóg.af stormum og stórsjóum og lítið um matarlyst. Bftir fjóra daga stígið þið á land í Reykjavík, höfuðstað Islands. Bærinn er eins og myndarlegt þorp tilsýndar. Aðalstrætið gæti verið höfuðgatan í stóru þorpi á Bret- landi. # # # Það sem fyrst vekur eftirtekt manns er fegurð málsins. Það hljómar eins og niður í streymandi silfurfossi, og hefir í sér fólgið gleðjandi, upplyftandi og hljómfagran blæ. Islenzkan er hreinasta mál, sem til er í Evrópu. Ef þú færð fjórtán ára gömlum dreng í Revkjavík handrit af íslenzkri sögu, sem skrifuð var fyrir 800 árum, getur hann lesið í henni hvert einasta orð. Hvernig haldið þið að brezkum unglingi yrði við ef honum væri fengið í hendur hand- rit helmingi yngra og hann væri beðinn að lesa það f íslenzk tunga er hrein og ólblönduð vegna þess að íslendingar urðu ekki fyrir neinum áhrifum umheimsins í margar aldir. Aðrar þjóðir hafa látið Island—þennan einbúa í norðurhluta Atlantshafsins — af- skiftalaust. Þar hefir aðeins verið háð eitt einasta stríð og það svo einkennilegt, að það byrjaði og endaði sama daginn. Á fyrri hluta nítjándu aldar komu nokkrir ræningjar frá Alger þangað norður og ætluðu sér að ræna landið. Sagan um þetta lætur í eyrum eins og kynja- sögnin um Gilbert og Sullivan. Ræningjarnir skutu nokkrum skotum á Reykjavík, en sann- færðust þegar um það að loftslagið væri of kalt fyrir sig og fóru burt við svo búið. # # # Allar efri- og miðstéttirnar í Reykjavík tala tvö tungumál auk íslenzku; venjulega dönsku og þýzku. Margir kunna ensku. Sum- ir kunna mikið í frönsku. Eti það er ekki í tungumálakunnáttunni sem eg álít Islendinga betur mentaða en aðrar Evrópuþjóðir. Þeirra miklu yfirburðir eru í því fólgnir hversu mik- ið þeir lesa og hversu merkilegar bækur þeir velja sér til lesturs. Þeir eru í myrkri eða hálfdimmu frá því í október þangað til í apríl. Og þá eru þeir alt af að lesa. Hversu víðtækur og mentandi þessi lestur var vissi eg ekki fyr en eg fór að ferðast um ísland. Þið verðið að gera ykkur grein fyrir því, að Island er meira en einum þriðja parti stærra en Irland og samt er þar aðeins einn 'þjóðvegur; sem liggur um sextíu mílur suður frá Reykjavík og endar þar skyndilega. Eftir það verður að leigja sér hesta og fylgdar- mann og ferðast yfir vegleysur: yfir víðáttu- mikil hraun og skínandi klap^ir, sem svo eru sleipar að líkast er sem steypt gler sé undir fótum hestanna. Litlu hestarnir feta sig áfram með nokk- urs konar dansandi skokki. Þeir verða að hafa lausan tauminn, annars er þeim hætt við fótaskorti. Þeir skokka með hangandi höfði eftir sleipum og bröttum hlíðum og horfa nið- ur á fætur sér; getj þeir það ekki þá detta þeir. Eg fór á bifreið þessar sextíu mílur, sem vegurinn ní$i, þá komum við að breiðri á, sem var ljómandleins og blátt gler í sólskin- ind,—þessi á var hér um bil helmingi breiðarí en Tems-áin þar &eru J^dúmibjúi i^., liggur Eg spurði sjálfan mig hvað nú mundi yfir hana. taka við; svo ávarpaði eg leiðsögumanninn. Hann svaraði mér engu öðru en því, að eng- inn mætti reykja þegar hann stjórnaði bif- reið á Islandi. Ef nokkur léti sér verða það á, væri hann dæmdur í fangelsi. Mér fundust þær fréttir ekki svara því, sem eg vildi vita. En eftir örfá augnablik stýrði ökumaðurinn bifreiðinni beint út í ána. Vatnið náði svo að segja upp í vélina. Við komumst þó upp hinum megin, en það það veit hamingjan að eg skil ekki enn þann dag í dag hvernig það mátti verða. Við hvíldum okkur á bónda'býli sem þar var skamt frá. Við vorum nú komnir á enda sextíu mílna vegarins og urðum eftir það að ferðast á hestbaki. Bóndinn kom út til þess að mæta okkur. Það var aldraður maður, á að gizka sextugur í gamaldags búningi með hatt á höfði. Hann hafði langt, hvítt skegg. Hann var vingjarn- legur í bragði og bauð okkur inn í húsið, sem var úr torfi. Hann fór með okkur inn í her- bergi sitt og gekk síðan út til þess að sinna hestunum, sem við ætluðum að leigja; hann lagði við þá beizli og kembdi þeim. Við urðum að fara niður stiga ofan í djúpan kjallara. Þar var heilmikið pláss, sem var alveg örugt fyrir íslenzku stormunum, því það var niðri í jörðinni. Herbergið, sem við vorum leiddir inn í var vel hlýtt og nota- legt. Umhverfis upp með veggjunum voru margar raðir af bókum—þar voru þúsundir bóka. Bóndinn var úti í meira en klukkustund að ná hestunum, leggja við þá og kemba þeim. Eg hafði því nógan tíma til þess að skoða bækurnar. Helmingurinn af þeim var á ensku, og þær voru úrvaí úr enskum bókment- um; sígildar bókmentir frá fyrri og síðari tímum: Þar voru bækur Darwins, lífsvaka- fræði Tyners, ritverk Burns, Stevensons, Dickens o. fl. Þegar húsbóndinn kom inn aftur, spurði eg hann hvort hann hefði lesið þessar bækur. Hann talaði óskírt enska tungu. Um leið og liann svaraði spurningunni játandi lýsti svip- urinn því, að honum fanst sér nálega hafa verið misboðið með henni. Hann hafði lesið allar þessar bækur og talaði við mig um þær þeirra, sem eg þekti. ‘ ‘ Hvar lærirðu ensku ? ’ ’ spurði eg. ‘ ‘ Hef- irðu verið á Engíandi eða í Ameríku ? ” “Bg hefi aldrei farið neitt frá þessu heimili,’’ svaraði hann. Eg var borinn og bamfæddur hérna og hefi alt af verið hér.— Bezta sagan á ykkar tungu er ‘ The Pickwick Papers,” bætti hann við. The Pickwick Papers bezta sagan á ensku, samkvæmt dómi íslendings, sem aldrei hafði farið neitt frá heimili sínu! Eg fyrir- varð mig. Mér fanst eg verða ósegjanlega lítill. # # # Við riðum litlu fótvissu hestunum í sex daga langt inn í land. Á leið okkar voru svo að segja engin lífsmerki nema viltir fuglar. En sólarlagið var dýrðlegt; það byrjaði með logandi Ijósglóð uppi yfir blómroða, sem kastaði gullslit á hæðir og hnúka, en smá breyttist þangað til ljósið á hæðunum varð dúfugrátt; eftir það breyttist það aftur og varð gulbleikt og svo —eftir þrjár klukku- stundir—purpuralitt. Þegar við höfðum ferðast sex daga á hestbaki, komum við að þorpi þar sem voru níu hús, kirkja og prestsetur. Við vorum orðnir dauðuppgefnir; og hestarnir voru líka þreyttir. Við hefðum ekki getað komist lengra þó við fegnir vildum. Presturinn bauð okkur inn. Hann talaði dá- lítið í ensku. Þar fengum við kveldverð og var þar á meðal svo gott sauðakjöt að eg hefi aldrei bragðað annað eins. Eg mintist á það við hann hversu kjötið væri gott. “Eg hefi alið þessar kindur upp sjálf- ur,” sagði hann. “Eg slátraði þeim í apríl- mánuði.” (Þetta var í ágúst). “Það er frem- ur gott kjöt-----Komdu og sjáðu bækurnar mínar.” Hann fór með okkur inn í annað herbergi. Þar var f jöldi bóka og þær allar í undurfögru bandi. Eg sá röð af verkum Stevensons bundnar í svo vandað band, að það hefði ekki kostað minna en tvö pund sterling í Lundúna- borg, fyrir hvert hefti. Presturinn talaði við mig um alla hina helztu ensku höfunda, og sýndi þar svo mikla þekkingu, að hann hefði getað verið bókmentamaður frá höfuðéorg enska ríkisins. “Ein þetta band!” sagði eg. “^Tá,” svaraði hann; “smalinn minn bindur bækurnar.” # # # Þegar egkom aftur úr ferðalaginu dvaldi eg kvöldstund hjá Signrði Nordal, sem er mikill bókmentamaður og söguskáld á Islandi. Hann talaði vel enska tungu. Hann ræddi við mig ekki aðeins um enskar bókmpntir, heldur sígiídar 'bókmentir vorrá tíma Vfir höfuð. J4^nn talaði með skörpum skilningi um Sl^v, W«lls o. fl. Hann hafði mest álit á Sheila Kaye-Smith. Hann gæti gengið inn á fund bókmentamanna í Lundúnaborg og talað með svo miklum skilningi og dómgreind um heimsbókmentirnar að hinir ættu fult í fangi- að fylgjast með. Aðeins einn annan útlending þekki eg, sem það gæti. Það er Stefan Zweig. Sögubækurnar okkar segja að Kristofer Columbus hafi fundið Ameríku. Þar höfum við verið blekt; leidd út á villugötur. íslenzk- ir farmenn fundu Ameríku tvö hundruð árum áður en Columbus kom þangað. Gömlu skipin þeirra eru nú geymd og varðveitt skamt frá Philadelphia. Og þaðan var Einar Jónsson—hinn íslenzki Rodin —kallaður til þess að búa til minn- ismerki þeim Islendingum, sem fundu Ameriku. Þetta minnismerki er nú reist í borginni Philadelphia. Eg dvaldi kvöldstund hjá Einari Jónssyni. Hann á heima í stórum kastala í Reykjavik, sem íslenzka stjórnin hefir bygt handa honum. í Það er dásamlegt hús, þar sem geymd eru hin undraverðustu lista- verk. Þessar myndir, þessi lista- verk, sjást aldrei i Evrópu. Ástæð- an er sú að íslenzka stjórnin greið- ir Einari ákveðna upphæð fjár á ári hverju. Hann getur búið til eins margar eða eins fáar myndir og honum sýnist. Það er að segja, stjórnin sér um það að draumar hans geti ræst, að listgáfa hans geti notið sín. Hann getur gert hváð sem honum sýnist; en alt sem hann gerir heyrir til íslandi. Er mögulegt að hugsa sér nokkra betri aðferð til þess að hvetja listamann til afreks- verka og til þess að halda verkum hans í landinu sjálfu ? Þegar eg hafði skoðað þessi lista- verk duldist mér það ekki að væri sýning haldin á þeim í Lundúna- borg, yrðu þau til þess-að vekja mestu aðdáun, sem þar hefði átt sér stað síðan Rodin kom fram á sjón- arsviðið. Eg gerði nýlega tilraun til þess að koma á slíkri sýningu í Lundúna. borg; en stjórnin á íslandi vildi ekki veita leyfi til þess að nokkurt lista- verk Einars væri flutt af landi burt. Og eg lái íslendingum það ekki. Þeir hafa þetta merkilega listasafn; þeir eru stoltir af því og það er eins og þjóðin sjálf í einni heild haldi því upp að hjarta sér sem ástfólgnu barni sínu. Þegar þess er gætt að ísland er einangrað og afskekt úti i hinu kalda heimshafi, er þess tæplega að vænta að menn hugsi sér það sem land lista og bókmenta. En það heldur fast utan um óskabarnið sitt, Einar Jónsson, og getur ekki séð af hon- um sjálfum né verkum hans til neins annars. 1 höfuðstað íslands er hið mesta safn í heimi af fornum handritum. Tel eg víst að brezka safnið vildi kaupa það, ef það væri falt, hvað sem það kostaði. Er það sofandi — þetta ísland? Þar er elzta þjóðþing í Evrópu. Það er kx>5 ára gamalt. Farið til slands og komið þar á eitthvert bændaheimili—hvert sem er og hvar sem er af handahófi— bændaheimili, þar sem húsin eru bygð úr torfi; farið niður í kjallara, komið þar inn í herbergin, eins og eg hefi gert. Þið finnið þar bæk- ur. Alstaðar eru bækur. Alstaðar sést að fólkið les. Og til hverrar ferðar, sem ís- lenzkir fiskibátar fara, veitir stjórn- in vissa fjárupphæð til bókakaupa, sem skiftist jafnt milli allra háset- anna þeim til fræðslu. Til fræðslu og mentunar fyrir mennina, sem ætla að eyða allri æfi sinni við fiskiveiðar! Er það kannske sofandi—þetta ísland? (Þýtt úr John O’Londons Weekly) Sig. úl. Jóhannesson. Athugasemd — í þessari vinsam- legu og ágætu grein eru fáeinar vill. ur. Ein þeirra, þar sem sagt er að ekki sé nema einn þjóðvegur á ís- landi, hefir verið leiðrétt í neðan- málsgrein af Wm. A. Bryce, Gerard Street, Birmjngham. r. Þess má geta að LgreWúni eru myndir; ein' af Sigurði NordgL og i öhriUr 'áf Aðalstræfi í Reykjavík, ög af tröllinu hans Einars, með skýr- ingum. Höfundur greinarinnar, Newman Flower, er aðaleigandi hins velþekta Cassells útgáfufélags í Lundúna- borg og höfundur margra æfisagna. Þýð. Charles Jennings (By OLD TOP) T> Y the way, did you notice Charles Jennings, radio announcer num- ber one, was in town all last week. I’m sure you did—enjoyed the relief of getting away from listening to the “calico jims” we have to tolerate, and pay two dollars per, to take their lingo, even if we can’t get to like it. * * * WþHENEVER I have heard of some- ” body being brought here from Toronto, as Mr. Jennings was brought, it has given me a headache. Toronto is the last place to which I would go to get anybody for any- thing. The writer of “Ben Hur,” in speaking of some bigots, said they were so narrow six of them could sit comfortably in a buggy seat. That’s what I always think of Tor- onto, leaving out, of course, the boys from St. Thomas, Winnipeg and else- where, who have been moved to Tor- onto. They couldn’t help it, Efnd are just as good as ever. * • • TENNINGS was here, broadcasting " for the “Back-to-the-Land” show —and what a jolj he made of it— superb. I happen to be right up against where they’re trying to send them back to the land, and, believe me, there has never been such a rush to get away to the tall timbers, or wide-opðn spaces as since Charles Jennings has been telling the world about the bright sunshine, free air, the bleating of the lambs, the crow- ing of the roosters, and the wonder- ful opportunities for a happy home and contentment, away from the pams and headaches of sttch callous hard-boiled places as Toronto, though he didn’t mention any names. On the last night, Jennings had got to really believing what he was telling the world, and was asking for particulars as to how he could get back to the land himself. * • • SOME few years ago I picked Charles Jennings as the best radio announcer on this North American continent. No other neck of land interests me whatever. If we, on this stretch of good soil, from Churchill to N’Orleans, can’t live within ourselves, and let the world go by—well, of course, let’s go ahead and try to tell Italy, or Ethiopia or somewhere else what to do—and get mixed into a row. But, away back there, when bat- tery radio plants were struggling for a place, I picked Jennings, against. Graham, Quinn, Jimmy, and all the rest of them, as the best of all. Then, he bobs up down East, in our country, and I find that all the time he was one of ourselves, with a clean-cut Canadian voice. Charles Jennings was a godsend to the Can- adian Radio Commission, and— If they ever lose him—æ>r, Beatrice Hicks, soprano, it will be just too- bad for the C.R.C. Babe Ruth built the Yankee Stadium a couple of times. Jennings and Hicks are valu- able folks for the Canadian Radio Commission to have. * * * 'T’HIS is Canada! There’s something “Canadian” about Jennings and Hicks—Charles and Beatrice. They have lovely voices—lilting, charming, sweet and pleasant. If we could be assured of listening to such folks as these, we could turn on the radio, át two per, let it run wild all evening—and have a very pleasant time. * * * W7TIAT a charming, pleasant, cheer- ” ful, loving lilt there was in Beatrice Hicks’— “Some day I’ll wander back again, To hearts kind and true”— just as it should be—the value of an announcer or a singer is his or her value, as an entertainer of the public. Jennings and Hicks are headliners. Hugleiðið vandlega! pann 14. október getur hver Manitoba kjósandi greitt eitt atkvæði. Hvert atkvæði getur ráðið úrslitum um það, hver verði örlög Canada næstu fimm árin. HVERNIG ÆTLIÐ ÞÉR AÐ BREGÐAST VIÐ? AKVÖRÐUN YÐAR ER MIKILVÆG FYRIR MANITOBA. Atkvæðis yðar er leitað af hálfu (1) Utanflokka þingmannsefna (2) pintrinannsefna kynlegra og líttþektra flokka (3) Xingmannsefnum tveggja gamalreyndra flokka. Þau fáu atkvæði, sem greidd verða utanflokka frambjóðendum, Commúnistum, C.C.F. og Re- construction fylgjendum hafa lítið að segja á næsta þingi. Annaðhvort Conservative eða Liberal og Progressive stjórn fer með völd í Canada næstut fimm árin. Kjósendur verða því að velja milli þingmannsefna R. B. Bennetts eða Mackenzie Kings. Áðúr en þér takið ákvörðun þá berið saman stefnur þessara tveggja flokka I tveimur veigamiklum atriðum á stjórnmálasviðinu. MARKAÐIR Liberalar og Progressives eru þeirrar skoðunar, að nauðsyn beri til, að hrundið verði í framkvæmd nýfri sambandslöggjöf með það fyrir augum, að greiða götu bænda á þessum erfiðleikatlmum. Reir eru þeirrar skoðunar, að slík lögaliöf, er snertir framleíðslu bænda, eigi að vera undir umsjón og yfirráðum þingsins, þannig, að fulltrúar bænda á þingi geti borið hönd fyrir höfuð bænda yfirleitt. Liberalar og Progressives eru stranglega andvígir hverri þeirri löggjöf, sem er ódemókratisk, Qg fær fáum mönnum, sem aðeins eru ábyrgðarfullir gagnvart stjórninni, I hendur framtíð landbúnaðarins I Canada. Aðstaða afturhaldsflokksins er slík, að meðlimir hans gera sig ánægða með að innleiða markaðs- löggjöf í myrkri og á dulrænan hátt, og fá framkvæmdina í hendur ofurvalda nefnd, er á engan hátt mælir fyrir munn meirihlutans af framleiðendum. ATVINNULEYSI Liberalar og Frogressives hafa gert úrlausn atvinnuleysisins að fyrsta lið I stefnuskrá sinni. peir halda því fram að ALPJÓÐAR- NEFND skuli hafa mál þetta með höndum, er tali fyrir munn þ&ðar- innar allrar og allra landshluta Canada. Liberalar og Progressives eru þeirrar skoðunar, að auk þess sem gerðar skuli óumflýjanlegar bráðabirgða ráðstafanir til þess að bæta úr atvinnuleysinu, þá sé lífsnauðsyniegt að gerðar verði frambúðar ráðstafanir, er komi I veg fyrir atvinnuleysi og þann vanda, sem þvi er ávalt samfara, að koma fólki til vinnu á ný. Með það fyrir augum, að hrinda þessu I framkvæmd, slculdbindur frjálslyndi flokkurinn sig til þess, að innleiða þær stefnur, er endurveki iðnaðinn og verzlun þeirra tegunda, er canadiskir verkamenn framleiða. Svo sem til dæmis: Útvlkkaður markaður fyrir canadiskt hveiti, hlýtur að hafa I för með sér aukna kaupgetu canadiskra bænda, OG pEGAR KAUP- GETA CANADISKRA BÆNDA ER GÓÐ, NJÓTA CANADISKIR VERKAMENN AVALT VINNU. I mótsetningu við þetta, gera afturhaldsmenn sig seka um að hækka canadiska verndartolla, er að engn gera heimsmarkaðinn fyrir cana- diskt hveiti, setja þránd í götu þeirra brezkra manna, er vörur vilja flytja inn, fækka vinnu- dögum canadiskra járnbrautarþjóna, draga úr kaupgetu canadiskra hænda og hindra eftir- spurn eftir vörum, er canadiskir verkamenn framleiða. Hugleiðið vandlega! GREIÐIÐ ATKVÆÐI MEÐ HINUM VIÐURKENDU MacKENZIE KING ÞINGMANNAEFNUM Issued by authority of the publicity su.b-committee of th Lnbefal ánd Prógreásivé 'felecftfon ‘Cbmáiítteé,'1 Grðat West Bpiidipg/Win»jpeg.r;rf ,y3;. o, JÓfl ?)«: ?.■ the Manitoba Pernianent i ' JÍfí t 'j t ntn:

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.