Lögberg - 26.09.1935, Blaðsíða 8

Lögberg - 26.09.1935, Blaðsíða 8
8 ________ TP a*P3P? yr t-?t y I- Ur borg og bygð LÖGBERGr, FIMTUDAGINN -T,- Heklufundurl kvöld (fimtudag). TOMBÓLA OG DANS til arðs fyrir sjúkrasjóð st. “Skuld" verður haldin í I.O.G.T. húsinu (efri sal) mánudaginn 30. septem- ber n.k., kl. 8 e. h. og byrjað að dansa kl. 10 e. h. til miðnættis. Margar verðmætar gjafir hafa verið gefnar af bindindis hlyntu fólki, svo sem 1 cord Poplar (1 dráttur), McColm Fuel Co., Fort St. gaf. Aðrir drættir gefnir af ýms- um: 10 pokar hveitis, 24 pd. hver, 10 drættir; 1 dráttur, 60 pd. kart- öflur; 1 dráttur 60 pd. rófur; 2 drættir 80 pd. eplum ; 1 dráttur, hani (lifandi) ; 10 drættir af íslenzkum pönnukökum; 1 gents door prize, rúllupylsa; W. S. Tuck, viðarsali, alarm clock, value $2.00; The Jack St. John Drug Store, Sargent Ave. og Lipton, stationery* value $2.00, ladie’s door prize. N af nfrægur hljófærasláttur til að dansa eftir í tvær klukku- > stundir. Alt fyrir 25 cent aðgöngu- miða. Fyllið húsið og eflið bind- indismálið. / Heimilisfang séra Carls J. Olson, er að 246 Arlington Street. Heima sími 37 759, office 27 327. John J. Arklie, glerlaugna sér- fræðingur verður í Eriksdale Hotel fimtudaginn 3. október og í Lundar Hotel föstudaginn 4. október. Á sunnudaginn kemur, 29. sept ember, verður móðir okkar, Guð- rún Ó. Bergmann áttræð. I tilefni af því bjóðum við þeim, er þess æskja, að heimsækja hana þann dag á milli klukkan 3 og 6 e. h. á heim- ili Mr. og Mrs. G. A. Paulson, 351 Home Street. Magnea G. Paulson Elizabeth V. Anderson. The Junior Ladies’ Aid of the First Lutheran Church, Victor St., will hold a bridge at the Good Templars Hall, Sargent Ave., Oct. 2, 1935. Mrs. B. H. Olson convenes the bridge, and Mrs. H. Benson is refreshment convener. Prizes will be donated. Admission 25C. Tvær af deiJdum kvenfél. Fyrsta lúterska safnaðar hafa útsölu á heimatilbúnum mat í fundarsal kirkjunnar á laugardaginn kemur (28. sept.) og byrjar útsalan kl. 3. Verða þar til sölu rúllupylsur, lifrar_ pylsur, alls konar bakningar o. fl. Einnig kaffi og kökur af ýmsu tagi. Deildirnar hafa mikið af góðum mat og ódýrum til sölu og vonast eftir mikilli aðsókn. Mr. og Mrs. Júlíus Thorson frá Vancouver, B.C., komu til borgar- innar á sunnudaginn og munu dvelja hér í vikutíma. Er Mrs. Thorson systir Victors B. Anderson bæjar- fulltrúa. Með þeim Thorsons hjón- um komu Mr. og Mrs. Robinson, einnig frá Vancouver. Mrs. Robin- son er íslenzk kona, ættuð frá Gimli. Mrs. Kristín Bjarnason frá Glen- boro var stödd í borginni í fyrri viku. Víkursöfnuður að Mountain selur á uppboði ýmsa hluti, sem safnaðarfólk og vinir safnaðarins gefa söfnuðinum. Fer þessi útsala fram við samkomuhúsið í Mountain laugardaginn 5. október kl. 2 e. h: Veitingar verða til sölu á staðnum. Fólk er vinsamlega beðið að koma með þá muni, sem það getur gefið söfnuðinum til þessa fyrirtækis, fyr. ir kl. 2 e. h. laugardaginn 5. okt. Gleymið ekki stað og stund. Stjórnmálafundir Joseph T. Thorson, K.C. þingmannsefni frjálslynda flokksins í Selkirk kjördæmi, heldur stjórnmálafundi, sem hér segir: ARBORG LAUGARDAGINN þann 28. sept., kl. 9 p.m. GIMLI ÞRIÐJUDAGINN þann 1. október kl. 9 p.m. Fundirnir hefjast stundvíslega á ákveðnum tíma. “5UCCESS TRAINING” Has a Market Value University and matriculation students are securing definite employment results through taking a “Success Course”, as evidenced by our long list of young men and women placed in Winnipeg offices in 1935. SELECTIVE COURSES Shorthand, Stenographic, Secretarial, Accounting, Complete Office Training, or Comptometer. SELECTIVE SUBJECTS Shorthand, Typewriting, Accounting, Business Correspondence, Commercial Law, Penmanship, Arithmetic, Spelling, Economics, Business Organization, M o n e y and Banking, Secretarial Science, Library Science, Comptometer, Elliott-Fisher, Burroughs. CALL FOR AN INTERVIEW, WRITE US, OR PHONE 25 843 -r:fr 26. SEPTE|MBER, 1935. j''' ■■ T-nr Messiiboð FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Guðsþjónustur í Fyrstu lútersku kirkju næsta surinudag 29. sept., verða með venjulegum hætti: Ensk messa kl. 11 að morgni og íslenzk messa kl. 7 að kvöldi. Sunnudagsskóli kl. 12.15. Séra K. K. Ólafson flytur guðs- þjónustur í Vatnabygðunum í Sas- katchewan sunnudaginn 29. sept- ember sem fylgir: í Wynyard kl. 11 f. h. í Elfros kl. 2 e. h. 1 Mozart kl. 4 e. h. í Kandahar kl. 7:30 e. h. Allar guðsþjónusturnar verða á islenzku. Messur í Gimli prestakalli næst- komandi sunnudag, þ. 29. sept., eru áætlaðar þannig, að morgunmessa verður í Betel á venjulegum tíma, en kvöldmessa kl. 7 í kirkju Gimli- safnaðar. Séra Bjarni A. Bjarna- son prédikar væntanlega við þá messu.- Sunnudaginn 29. sept. messar séra S. N. Thorláksson í Mountain, kl. 2 e. h. Sama dag messar séra Haraldur Sigmar í Péturskirkju við Svold kl. 2 e. h. og í Vídalínskirkju kl. 8. Messan í Vidalínskirkju fer fram á ensku. Hjónavígslur Mánudaginn 23. þ. m., voru þau Sveinn Magnússon og Rubý Kath- leen Olson, bæði til heimilis í Win- nipeg, gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni, að heim. ili foreldra brúðarinnar, Mr. og Mrs. J. Olson, 602 Maryland St. Allmargir vina og vandamanna voru þar viðstaddir og sátu mjög rausn- arlegt samsæti að vígslunni lokinni. Mrs. Guðrún Helgason lék gifting- arlag á pianó. Faðir brúðarinnar leiddi hana til brúðgumans. Brúðar. mær var Miss Pearl Margaret Ol- son, systir brúðarinnar, en brúð- gumann aðstoðaði Mr. Erlendur Anderson. Heimili brúðhjónanna verður í Winnipeg. BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St., WINNIPEG (Inquire about our Courses by Mpil) Laugardaginn 14. sept., voru þau John Lavis Clark frá Winnipeg og Guðrún Beatrice Jóhanson frá Langruth gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni, að heimili Mr. og Mrs. E. Erlendson, 704 Home St. Mrs. Erlendson er föðursystir brúðarinnar. Allstór hópur vina og vandamanna var þar viðstaddur. Mr. G. Garrett leiddi brúðina til brúðgumans, í fjarveru föður hennar, sem gat ekki komið vegna lasleika. Brúðina aðstoðaði systir hennar, Miss Laura Johanson, en með brúðgumanum stóð Mr. Allan T. Johnston. Miss M. Boy- teau lék giftingarlag. Veizlukostur var hinn ágætasti. Brúðhjónin tóku sér skemtiferð með bíl. Heimili þeirra verður í Winnipeg. Þann 4. þ. m., voru gefin saman í hjónaband í Seattle, Wash., þau Mr. Páll Olson og Miss Arndís Gunnhilda Breckman, dóttir Mrs. C. Breckman í Winnipeg. Rev. H. L. Wilhelm framkvæmdi hjónavígsl- una. Á miðvikudaginn þann 18. þ. m. voru gefin saman í borgaralegt hjónaband hér í borginni þau Mr. Victor Jóhann, sonur Mrs. Helgu Bjarnason að Lundar og Miss Ger- trude Genevieve Otter frá Gimli Hjónavígsluna framkvæmdi Cory dómari. Tengdasystir brúðarinnar, Mrs. Thelma Otter var brúðarmey, en brúðsveinn Sveinn Magnússon á Hnausum. Mannalát Á þriðjudagskveldið 17. sept. and. aðist Snæbjörn Grímson, bróðir Guðmundar dómara og þeirra syst- kina, á heimili sínu í Milton, N. D. Foreldrar Snæbjarnar sál. voru Steingrímur Grímson frá Reykholts- dal Borgarfjarðarsýslu og kona hans Guðrún. Snæbjörn var fæddur |j.< ,u Trciu 3j/-£á sj' TTT 17. dés. i866,’ éri kom tií ;Aríieríkuj rtieð foreldrum sínum 15 ára að aldri, og bjó lengst af í Fjallabygð- inni íslenzku norður af Milton. Hann eftirlætur eiginkonu sína, Önnu Jónsdóttur og níu uppkomin börn. Einnig eftirlætur hann 6 systkini og stóran hóp náinna ætt- menna. Snæbjörn sál var jarðsunginn frá heimilinu og kirkju Fjallasafnaðar föstudaginn 20. sept. Fjölmenni mikið fylgdi honum til grafar og margir langt að komnir. Snæbjörn var mesti myndar- og ágætismaður. Félagslyndur var hann og bók- hneigður og vel að sér. Hann var lengi forseti Fjallasafnaðar og í þeirri stöðu er hann dó, og sístarf- andi i þágu safnaðarins svo lengi sem kraftar entust. Hann átti mikl. um og almennum vinsældum að fagna hjá þeim er þektu hann. ÞRIR FYRIRLESTRAR Séra K. K. Ólafson, forseti Hins ev. lút. kirkjufélags fslendinga í Vesturheimi, heldur fyrirlestra á eftirfylgjandi stöðum: Mánudaginn 30. september kl. 8 e. h. í Hólar safnaðarhúsinu. Efni: Kristindómur og þjóðfélagsmál. Þriðjudaginn 1. október kl. 8 e. h. í Westside skóla. Efni: Kirkjan og æskulýðurinn. Og er þá sérstaklega boðið hið kristilega ungmennafélag Leslie-bygðar og svo allir, bæði ung- ir og gamlir. Miðvikudaginn 2. október, síðasti fyrirlesturinn í Foam Lake kirkj- unni kl. 8 e. h. Efni: Kirkjan og þjóðfélagsmálin. Eins og mörgum er kunnugt þá hefir séra K. K. Ólafson haldið marga slíka fyrirlestra á meðal Is- lendinga bæði í Bandarikjunum og Canada, við mjög mikla aðsókn; er því óskað eftir að landar vorir i Vatnabygðunum noti þessi tækifæri til þess að hlusta á forsetann. Safnaðarnefndarfundir verða á öllum stöðunum, eftir fyrirlestrana. Leitað verður frjálsra samskota til styrktar hinu kirkjulega starfi. Allir eru velkomnir. G. P. Þau systkinin, Th. Thorsteinsson, blaðamaður frá Flin Flon og frú Guðný Jackson frá North Battle- ford, Sask., börn Vigfúsar Thor- steinssonar fyrrum bónda að Lund- ar, hafa dvalið í borginni undanfar, andi daga i heimsókn til föður síns og annara vina og vandamanna. Fréttir frá Gimli Silfurmedaliu samkepni fór hér fram þ. 19. júlí s.I. Samkoman fór fram í lútersku kirkjunni og var fjölmennur, kirkjan sem næst troð- full af fólki. Umsjón alla og undirbúning hafði Mrs. C. O. L. Chiswell. Hefir hún sýnt mikinn áhuga bæði í þjóðrækn- ismálum og bindindis. Hefir stjórn, að Ungtemplarastúku hér í mörg ár. Samkepnin var um tvær medaliur. Var önnur þeirra frá Þjóðræknis- félaginu, en hin frá Reglu templara. Hópur af unglingum var í hvorri samkepni út af fyrir sig. Fór samkepnin um medalíu þjóð- ræknisfélagsins fram á íslenzku, hin á ensku. Framsagnir barnanna voru flestar eða allar í ljóði, er hvert barn fyrir sig hafði þaullært utan að. Mátti frammistaða þeirra yfirleitt heita mjög góð. Hafði þeim sjáanlega verið leiðbeint með kunnáttu og nær- gætni. Medalíuna fyrir framsögn á ís- lenzku vann Kristjana Thórdarson, stúlka tólf ára gömul. Hina meda- líuna vann Anna Árnason, sömuleið- is tólf ára gömul. Dómararnir voru þrír lærðir menn, er allir þekkja inn á þessi efni. Það voru þeir Jóhannes Ei- ríksson, M.A., próf. J. G. Jóhann- son og séra Bjarni A. Bjarnason.— Höfðu þeir lent í þann vanda, sem oft vill verða á svona mótum, nefni- lega, að dæma á milli unglinga, er höfðu gert nærri alveg jafnvel, en urðujio að skera úr með vínninginn.* u«? '*• U1.1 W\ 'if 'L ■ •' — --- KAUPIÐ ÁVALT . , . , ;JJ .. LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 Herbergi og fœði fæst I prívat húsi á ágætum stað í bænum, við mjög sanngjörnu verði. Sími 28 152 Það efni er oft alt annað en vanda- laust. En að samvizkusamlega væri dæmt, um það mun varla hafa verið efast. Á milli framsagnanna söng stór hópur af börnum islenzka söngva, auk þess sem börnin og samkomu- fólk söng þjóðsönginn “O Canada!” Hafði Mrs. Chiswell æft börnin, og fór söngur þeirra mæta vel að heita mátti. Við hljóðfærið var Miss Sylvía Thorsteinsson. Tölur stuttar fluttu þeir próf. Jó- hannson og séra Bjarni, um leið og úrslit dóma voru birt, séra Bjarni eftir ensku samkepnina, en próf. Jóhannson eftir þá íslenzku. Fóru þeir báðir lofsamlegum orðum um áhuga Mrs. Chiswell og starf henn- ar meðal barna og unglinga i bind- indismálum og þjóðræknis í þessum bæ. Var tekið undir þau ummæli með lófataki af áheyrendum. Sjötíu ára afmœli átti Mrs. Sigríður Jóhannesson hér í bæ, þ. 28. ágúst s.l. í tilefni af því kom saman hópur vina og vanda- manna á heimili hennar þann dag. Voru þar börn hennar, synir og dæt_ ur, nærri alt gift fólk, sumt búsett á Gimli, en sumt lengra í burtu. Var Sigríði gefinn fallegur og þægileg- ur stóll, til minninga um afmælið og um hjáliðið farsælt starf, um langt skeið, sem húsfreyja í Nýja íslandi. Flutti séra Jóhann Bjarnason stutta tölu um leið við það tækifæri, þegar hann, að tilmælum vinanna, afhenti gjöfina. Sömuleiðis skírði hann sjö barnabörn Sigríðar. Veitingar voru hinar beztu, er voru hvorttveggja i senn skírnarveizla og afmælisfagn- aður. — Stundin hin ánægju- legasta í alla staði. — Sigriður Jó- hannesson er góð kona og vinsæl og munu allir vinir hennar nær og' f jær óska henni gleði og farsældar á þeim kafla æfi hennar, sem enn kann eft_ ir að vera. (Fréttaritari Lögb.) Sendið áskriftargjald yðar fyrir “The New World,” mán- aðarrit til eflingar stefnu Co-operative Commonwealth Federation í Canada. Aðeins BINN dollar á ári sent póstfrítt Útgefendur The New World 1452 ROSS AVE. Winipeg, Manitoba Jakob F. Bjarnason TRANSFKR Annast areiölega um aJt, aevn af flutnlngrum lýtur. araium efla atðr um. Hverjrl sannajamara verB Heimili: 591 SHERBURN ST. Sími: 35 909 Minniál BETEL í erfðaskrám yðar! Björg Frederickson Teacher of Piano Studio: 824 PRESTON AVE. Telephone 30 806 Monthly Studio Club Meetings and Rhythmic Orchestra. At 1935 M. M. Festival pupils won first place in three competi- tions ánd second and third place in a fourth class. Úr, klukkur, gimsteinar og aSrir skrautmunir. Oiftingaleyflibréf 447 PORTAGE AVE. Sími 26 224 The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SARGENT AVE, WPG. STUDY BUSINESS ^it Western Canada’s Largest and Most Modern Commercial School For a thorough training, enroll DAY SCHOOL For added business qualifications, enroll NIGHT SCHOOL The Dominion Business College offers individual instruction in— SECRETARYSHIP STENOGRAPHY CLERICAL EFFICIENCY MERCHANDISING ACCOUNTAN CY BOOKKEEPING COMPTOMETRY —and many other profitable lines of work. EMPLOYMENT DEPARTMENT places graduates regularly. DOMINION BIJSINESS COLE^GE On The Mall and at Elmwood, St. James, and St. John’s _ Ij.í

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.