Lögberg


Lögberg - 03.10.1935, Qupperneq 1

Lögberg - 03.10.1935, Qupperneq 1
48. ÁRGrANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 3. OKTÓBER, 1935. NÚMER 40 “Leif Erikson Founda tion ” Öflugt félag meÖ þessu nafni var stofnað í Seattle, Wash. síðastliÖiÖ vor, á þann hátt, að um sextíu fé- lög Norðurlandamanna í Washing- tonríki mynduðu samband. Flest eru félögin norsk, þá sænsk, dönsk, finsk og eitt er islenzkt, það er lestrarfélagið “Vestri” í Seattle. Til- gangur 'sambandsfélagsins er fyrst og fremst að kynna Ameríkumönn- um þann sögulega sannleik, að Leif_ ur Eiriksson hafi fyrstur hvítra manna fundið Vesturheim, svo að sögur fari af. Þá er og ákveðið að veita lærðum mönnum styrk til rannsókna og ritstarfa þessu máli til stuðnings. Enn fremur að stuðla að því að hinar íslenzku heimildir verði kendar í öllum opinberum skóL um í Bandaríkjunum. Einnig að reisa Leifi Eiríkssyni minnismerki í Seattle. Loks að dagurinn 9. októ. ber yrði helgaður minning Leifs Eiríkssonar. Þetta hið síðasttalda hefir nú þegar komist í framkvæmd, þar sem þjóðþing Bandaríkjannél samþykti s.l. sumar lög um að hald- inn skyldi helgur Leifs Eirikssonar dagur 9. október ár hvert. Lög þessi öðluðust gildi með nafni og innsigli Franklins Ðelano Roosevelts forseta Bandaríkja Norður-Ame- ríku. Mönnum er kunnugt um hve vel Norðurlandamenn, en sérstaklega Norðmenn í Ameríku hafa fylgt fram þessu rnáli um síðastliðin sextíu ár, og nú loks er málið kom- ið á réttan rekspöl. Nokkur undanfarin ár hafa Norðmenn hér í Seattle haldið stór- ar samkomur tileinkaðar minning Leifs Eiríkssonar. Þar hafa stund- um aðalræðumenn verið íslending- ar, svo sem- séra Kristinn K. Ólaf- son, séra Carl Olson og séra Albert E. Kristjánsson. Á síðastliðnu hausti var haldin hin fyrsta sameiginlega Leifs Ei- ríkssonar samkoma. Þar tóku ís- lendingar drjúgan þátt í. Voru þar til framkvæmda frú Jakobína John- son, séra Albert og hr. Gunnar Matthíasson. Samkvæmi þetta var haldið í Seattle Civic Auditopium. Þar kom saman á sjöunda þúsund manns. Var þar sýndur sjónleikur um það, þegar íslendingar komu til Vínlands. Þar lék hr. Gunnar Matthíasson Leif Eiríksson, við góðan orðstír og íslendingum mjög til sóma. í skrúðgöngu, sem vakti mikla hrifning, tóku þátt, undir ís- lenzkum fána, nokkrar stúlkur í ís- lenzkum þjóðbúningum. Þant} 9. október n.k. er hinn fyrsti lögákveðni Leifs Eiríkssonar dagur. I Seattle efla til hátíðahalds sextíu sameinuð félög; það eru dætur og synir Norðurlanda í Evrópu. Þetta fólk sameinast um minning Islend- ingsins Leifs Eiríkssonar. Aðal- ræðumaður á þessu móti verður hr. lögmaður Barði G. Skúlason í Port- land Ore. Hann er annálaður mælsku- og fræðimaður, og er þetta eitt ærin hvöt ísl. að f jölmenna á mótið. Einhverjir íslendingar munu syngja þarna í tvö hundruð manna karlakór og enn aðrir taka þar þátt i leiksýning og skrúðgöngu. Þá svíkur það engan að dansa þar á meðal þúsunda. Komið allir íslendingar; berið vitni um íslenzka ritsnild og heim- ildir, og njótið sameiginlegrar hrifn- ingar bræðraþjóðanna, þið, sem er- uð erfingjar ódauðlegrar frægðar. Jón Magnússon. VINNA SÉR TIL HEIÐURS Þessar ungu stúlkur, sem báðar eru tólf ára gamlar, unnu verðlauna- pening fyrir framsögn í lútersku! kirkjunni á Gimli þann 19. júli síð- astliðinn. Til vinstri er Kristjana Thordar- son, er vann I.O.G.T. silfurmedali- una, en til hægri Anna Árnason, er vann silfurmedalíu Þjóðræknisfé_ Iagsins. Umsjón alla og undirbúning með þessari samkepni í framsögn, hafði Mrs. C. O. L. Chiswell. VEITIÐ ATHYGLI! Mr. J. T. Thorson, K.C., frambjóð- andi frjálslynda flokksins í Selkirk kjördæmi heldur stjórnmálafundi á laugardaginn kemur, sem Tiér segir : Víðir: klukkan 4 síðdegis, Geysir: klukkan 8 ^30 að kveldinu. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson talar á báðum þessum fundum með Mr. Thorson. ALVARLEGAR HORFUR Rétt þegar blaðið er fullbúið til prentunar, flytja aukablöð á stræt- um Winnipegborgar þær fréttir, að ófriður milli ítalíu og Ethiópíu sé þegar hafinn. Símfregnir frá Rómaborg þann 2. þ. m. láta þess getið, að stjórn ítalíu hafi viður- kent að slegið hafi í brýnu milli her_ sveita þessara tveggja þjóða nóttina á undan, með mannfalli nokkru á báðar hliðar. Fréttaritari blaðsins Paris-Soir í Ethiópíu, segir að 20,- 000 ítalskra hermanna hafi ráðist inn í Mussa Ali héröðin og gert þar margvísleg spjöll. Mfí. KING 1 REGINA Á feykilega f jölsóttum og vin- gjarnlegum fundi, höldnum í Regina á þriðjudagskvöldið, lagði leiðtogi frjálslynda flokksins, Mr. King, sérstaka áherzlu á það, að þjóðein- ingarinnar vegna væri þáð hrein og 1 bein siðferðisskylda kjósenda, að veita frjálslynda flokknum einhuga að málum á mánudaginn þann 14. október. W. R. HOWSON, foringi frjálslynda flokksins í Alberta. Ur borg og bygð HON. T. A. CRERAR, frambjóðandi frjálslynda flokksins í Churchill kjördæminu. Heimilisiðnaðarfélagið heldur sinn fyrsta fund eftir sumarfríið, á miðvikudaginn 9. okt., kl. 8 e. h., að heimili Mrs. Hannes Lindal, 912 Jessie Ave. Heilrœði Önnu litlu Kenslukonan: “Hvað er það, sem heldur okkur uppi í lífinu og gerir okkur betri en við erum?” Anna litla: “Lífstykkið.” Þenna þarfa hlut líkamanum tit styrktar og fegrunar—lifstykkið— geta konur, ungar sem aldnar, feng- ið enn sem fyrri hjá Mrs. L. S. Líndal, 498 Victor St., Winnipeg; phone 39294. This is only a brief outline of the many activities in which the club participates in its endeavor to help its unemployed members. The an- nual tea is the biggest event in the club year and on its success depends largely the amount of work the club can undertake next year. With such an object in view this birthday tea on October 12 is worthy of patron- age. Látin er að heimili sínu, Queens Apts., hér í borg, Mrs. Jóhannes Freeman, háöldruíf kona. Jarðarför hennar fór fram á Gimli síðastlið- inh sunnudag. FRA FUNDUM MR. THORSONS Á- laugardaginn var hélt Mr. Thorson kosningafund í Árborg, við svo rnikla aðsókn, að samkomuhúsið rúmaði ekki í einu alla þá, er fund- inn sóttu. Bar fundurinn ljósan og ákveðinn vott um fylgi það, er Mr. Thorson nýtur í því umhverfi, sem og áhuga kjósenda og trúmensku við frjálslyndu stefnuna.— Síðastliðið þriðjudagskvöld hélt Mr. Thorson fund á Gimli, er var ágætlega sóttur og fór hið bezta fram; var sá fundur einnig talandi vottur um eindregið fylgi frambjóð- andans og traust kjósenda á frjáls- lyndu stefnunni. Á fundi þessum talaði auk Mr. Thorsons, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. heimkumuminni Miss Ingu Johnson, er hún kom heim aftur til Betel úr Kyrrahafs- strandarferð, í september 1935. Heyrið þið, vinir, hér er glatt á hjalla, hvað er nú títt og hverjum fagna skal? Já, sitthvað víst, sem vert er um að spjalla, já eitthvað það, sem gleð- ur sprund og hal.— Það er Miss Inga, okkar Johnson kæra, er aftur komin Kyrrahafs frá strönd. Af henni hljótum heill, og gott að læra, er hún oss réttir sina kær- leiks hönd. Vel af oss öllum velkomin til baka, með viðmót hlýtt, sem þér er ljúft að tjá. Að hjúkra oss, sem ellin beygir, blakar, og bliknuð erum líkt og sínustrá.— Sit heil og sæl í sæti þessu lengi, já, samkvæmt því sem Ráðið varðar mest. Þér allir óska góðs og gæfu, gengi, því Guð er með, hans ráð er ráðið bezt.— L. A. HON. IAN MacKENZIE, þingmannsefni frjálslynda flokks- ins í Mið-Vancouver kjördæminu. Minnisvarði landnemanna. Jón Sigurðson Capter, I.O.D.E., Winnipeg, $10.00; Dr. Ó. Björnson, Winnipeg, $5.00; Mrs. Sigurðson, Powell River. B.C., $1.00; Thor- lákur Thorfinnson, Mountain, N.D., $2.00; Mrs. S. Peterson, Vancouver, $1.00; J. J. Melsted, Winnipeg, $1.00; Mrs. J. H. Hanneson, Cava- lier, N.D., $1.00; Sig Sigurdson, Gimli, $1.00; John Christopherson, Winnipeg, $3.00; S. O. Bjerring, Winnipeg, $1.00; F. O. Lyngdal, Gimli, $2.00: F. K. Austdal, Sel- kirk, $2.00; Pétur Magússon, Gimli, $2.00; W. J. Árnason, Gimli, $2.00. Kærar þakkir, Dr. A. Blöndal, J. J. Bíldfell, B. E. Johnson. Leiðrétting: í fyrsta gjafalista Björn B. Johnson Gimli, $2.00, átti að vera Björn H. Johnson, Gimli-. COMMERCIAL GIRLS CELE- BRATE FOURTH BIRTIIDAY On Saturday, October 12, the Annex of the T. Eaton Company store will be the scene of great act- ivity when the members of the Com- mercial Girls’ Club hold their Fourth Birthday Tea from 3 to 6.30 p.m. For several weeks now the various committees in charge have ijeeti working very hard to make this fourth birthday party as suc- cessful as the preceding ones and it is expected that a great many friends will attend in order to encourage the girls in the excellent work they are doing. No organization formed for the purpose of relieving distress amongst unemployed girls in Win- nipeg, merits a more generous sup- port from the general public than the Commercial Girls’ Club. This club was formed four years ago to alleviate to the best of its ability the need created by unemployed amongst commercial girls, and since its inception has done splendid work along this line. Apart from finding office positions for its associate members, the club has rendered valuable assistance to other organiza. tions such as: The Personal Service League, Central Council of Social Agencies, The Knowles’ Boys’ Home, Sir Hugh John McDonald Hostel, Back-to-the-Land Assist- ance Association. Man-a-Block Scheme, Community Centres, Park Playgrounds, Children’s Aid, Tri- bune Stocking Fund, Canadian National Institute for the Blind. For the past year and a half a clúb room has been maintained for the use of the associate members where they may rest or take their lunch and an average of 200 girls per month take advantage of this privilege. In this connection also there is a free library and a sewing machine which the girls may use at any time. Mr. Ásmundur Johnson frá Sin- clair, Man., hefir dvalið í borginni nokkra undanfarna daga. Mr. Tryggvi Ingjaldson, Mr. og Mrs. Halldór Erlendsson og Mrs. Andrea Johnson frá Árborg, komu tii borgarinnar í vikunni sem leið, til þess að sitja brúðkaup þeirra Miss Mabel Reykdal og Mr. Paul Clemens. Mr. og Mrs. G. J. Johnson, 100 Garfield Street, fóru norður til Gimli á sunnudagsmorguninn i kynnisför til ættingja og vina. Veglegt og f jölsótt gullbrúðkaups. samsæti var þeim Mr. og Mrs. Iljörtur Guðmundsson haldið í Ár- nesi á sunnudaginn var. Safnaðist þar eigi aðeins saman margt vina úr nágrenni þeirra hjóna, heldur og víðsvegar að úr Nýja Islandi, Win. nipeg og víðar. Mr. Bergur Johnson frá Baldur, Man., var staddur í borginni í fyrri viku. Mr. og Mrs. C. P. Paulson frá Gimli dvöldu í borginni seinni part vikunnar sem leið í heimsókn til barna sinna, Mrs. I. Ingaldson og Mr. Gordon A. Paulson. Miss Áróra Johnson hjúkrunar- kona frá Baldur, var stödd í borg- inni seinni part fyrri viku. Fimm manna sendinefnd frá Hnausa, Man., kom til borgarinnar í vikunni sem leið og vitjaði á fund ráðgjafa opinberra verka með það fyrir augum, að koma á vegabótum um Geysirbygðina. Mrs. C. O. L. Chiswell frá Gimli, var stödd í borginni um síðustu helgi. Nýlátinn er hér i borginni Árni Paulson frá Glenboro, 66 ára að aldri, Var lík hans flutt þangað vest- ur til greftrunar. Látinn er á Almenna sjúkrahús- inu hér í borginni Jóhannes Berg- mann bóndi frá Árborg, 64 ára að aldri, eftir alllangvarandi heilsubil- un. Var lík hans flutt norður til greftrunar. Hinn látni lætur eftir sig ekkju og einn fósturson. Auk þess lifa hann tveir bræður, þeir Guðmundur, í grend við Árborg og Jónas og Mrs. Whittaker í Winni- peg. Dr. Tweed verður staddur í Ár- borg á fimtudaginn þann 10. þ. m. Á sunnudaginn þann 29. septem- ber s.l., átti ein af vinsælustu og á- gætustu konum Islendinga vestan hafs, frú Guðrún Bergmann, ekkja séra Friðriks J. Bergmanns, áttræð- isafmæli. 1 tilefni af þessum at- burði buðu þær Mrs. M. Anderson og Mrs. G. A. Paulson, hverjum þeim, er heiðra vildu frú Guðrúnu og samfagna henni á afmælisdag- inn, að heimsækja hana á heimili hinnar síðarnefndu, og komu þang- að um 200 manns. Frú Bergmann var sæmd mörgum blómagjöfum, auk þess sem henni bárust samfagn. aðarskeyti víðsvegar að; þar á meðal frá systur hennar frú Önnu Grön- vold, sem búsett er í Noregi. Ritstjóri þessa blaðs átti þess ekki kost, sökum f jarveru úr borginni, að heimsækja frú Guðrúnu þennan dag, en grípur hér með tækifærið til þess að flytja henni sínar hugheilustu árnaðaróskir. Mr. Víglundur Vigfússon er ný- fluttur tjl 559 Furby Street, frá Alloway Court. Þessu eru vinir hans beðnir að veita athygli. Deild nr. 4 Kvenfél. Fyrsta lút. safnaðar, undir umsjón Mrs. A. S. Bardal, heldur Silver Tea og sölu á héimatilbúnum mat á heimili Mrs. W. M. Dalman, 776 Victor St., á mánudaginn 7. okt. frá kl. 3—5130 og 8—10:30. Mrs. J. B. Johnson frá Gimli kom til borgarinnar á sunnudagskvöldið var ásamt Helga syni sínum. Dvöldu þau í borginni fram á þriðjudags- kvöld. Jóns Sigurðssonar félagið hefir ákveðið að halda Silver Tea og sölu á heimatilbúnum mat í Eaton As- sembly Hall á 7. gólfi á laugardag- inn þann 12. þ. m. frá kl. 2.30 til 5.30 e. h. Vill félagið minna hina mörgu vini sína á stund og stað, svo að þetta fyrirtæki megi verða hvorttveggja í senn bæði arðberandi og ánægjulegt. Nánar auglýst í næsta blaði. — Nefndin. Miss Pearl Hanson píanókennari frá McCreary, Man., dvaldi í borg- inni um síðustu helgi. Stúkan Skuld heldur systrakvöld og opinn fund á fimtudagskvöldið í þessari viku, kl. 8:45. Vönduð og fjölbreytt skemtiskrá. Á fundi þessum flytur séra Carl J. Olson ræðu. Kaffi á boðstólum fyrir alla, er fundinn sækja. Allir velkomnir. Þann 23. septemb'er lézt á Lincoln sjúkrahúsinu i Los Angeles, Cal., frú Sigurborg Sigurðsson, kona Jóns Sigurðssonar í Los Vegas, Nevada, 46 ára að aldri, eftir skamma legu. Hún var dóttir þeirra merkishjóna Ólafs Thorlacíusar og Guðrúnar konu hans að Oak View, Man. Hún lætur eftir sig, auk m ekkjumannsins og háaldraðra for- eldra, ellefu systkini, fimm systur og sex bræður. Lýkur kennararprófi. Útskrifast hefir af kennaraskól- anum í Winnipeg (The Normal School), Miss Ragna G. S. Rafn- kelsson frá Lundar, Man. • John J. Arklie gleraugnasérfræð- ingur verður staddur í Riverton Hotel miðvikudaginn 9. október, og i Árborg Hotel fimtudaginn 10. okt. Mr. og Mrs. Elís Johnson frá San Francisco, Cal., komu til borgarinn- ar á mánudaginn ásamt tveimur' börnum sínum; þau dvöldu í viku- tíma í Wynyard, á leiðinni hingað. Héldu þau suður til Mountain, N. Dak., á fimtudaginn í heimsókn til ættingja og vina. Mr. Johnson er fæddur á Mountain, sonur Sigurðar Reykfjörð Johnson, en Mrs. John- son er ættuð frá Wynyard.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.