Lögberg - 03.10.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 03.10.1935, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTTJDAGINN ’ 3. OKTÓBER, 1935. - . i -1 i Högtierg ** GefiS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 605 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. YerS $3.00 um. driS—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 “ Og borgirnar hrundar og löndin auð ” i. Þó ofangTeind ljóðlína úr gömlu, alkunnii kvæði, verði ef til vill ekki í alstrangasta bók- staílegum skilningi heimfærð upp á ástandið hér í landi eins og því nú er farið, þá minnir hún engu að síður óþægilega á viðhórfið í borgum og bygðum vestanlands, eins og ó- stjórn og öfugstreymi hafa skapað það síð- ustu fimm árin. Loforð Mr. Bennetts 1030 um gull og græna skóga, standa þjóðinni enn í fersku minni; hann lofaði því ásamt mörgu fleiru að binda enda á atvinnuleysið; það átti held- ur ekki að taka neinn óratíma, því um jóla- leytið það sama ár átt^hver einasta vinnufær mannvera í landinu að vera komin að fastri atvinnu. Fólkið beit á agnið og gleypti öng- ulinn með. Að sagan í þessu tilliti endurtaki sig þann 14. október, virðist því nær óhugs- andi; þó er vissara að vaka á verði, því enn er sama blygðunarleysinu beitt af hálfu Mr. Bennetts og fylkifiska hans. Nábleik aftur- ganga atvinnuleysis og örbirgðar starir þús- undum manna og kvenna í augu í þessu frjó- sama landi, og það einmitt um sama leytið sem aðrar þjóðir, svo sem Bretar, hafa hrist af sér hlekki kreppunnar. Þegar Mr. Bennett kom til valda 1930 nam tala atvinnuleysingja innan vébanda þjóðarinnar hundrað og seytján þúsundum; nú nemur hún hálfri miljón, auk alls þess fjölda, er að einhverju leyti nýtur atvinnu- leysisstyrks þó eigi sé að fullu. Heimilisböl er þyngra en tárum taki. At- vinnuleysið í þessu fagra og frjósama landi er þyngsta og átakanlegasta heimilisböl hinnar canadisku þjóðar. tjr því verður að- eins bætt með auknum viðskiftum utanlands og innan, eins og frjálslyndi flokkurinn held- ur fram. Sem bjargráðamaður hinnar cana- disku þjóðar hefir Mr. Bennett, þrátt fyrir mælsku sína og óneitanlega mikilhæfni á ýms- um sviðum, verið veginn og léttvægur fund- inn. II. Raunin er ólýgnust, segir gamalt og gilt íslenzkt máltæki. Samanburður sá, er hér fer á eftir á hags- munalegum búskaparháttum þeirra Kings og Bennetts, þarfnast ekki skýringar við og verður heldur ekki véfengdur: 1 stjórnartíð Mackenzie Kvng Tekjur tJtgjöld Þjóðskuld 1926 $382,893,009 $355,186,423 $2,389,731,099 1927 400,452,480 358,555,751 2,347,834,370 1928 429,642,577 378,658,440 2,296,850,233 1929 460,151,481 388,805,953 2,225,504,705 1930 445,916,992 398,176,246 2,177,763,959 7 stjórnartíð Bennetts Tekjur Útgjold Þjóðskuld 1931 ... 356.160,876 440,008,854 2,261,611,937 1932 ... 336,721,305 450,965,540 2,375,846,172 1933 311,126,329 531,760,983 2,596,480,826 1934 324,471,271 457,968,585 2,729,978,140 Skýrslur yfir þjóðarbúskapinn á ári því, sem nú er að líða, eru enn eigi við hendi. En eftir mánaðarlegum 'bráðabirgða skýrslum að dæma, er birst hafa í blöðunum annað veifið, hefir ástandið síður en svo farið batn- andi. Það er athyglisvert, að ekki hafði Mr. Bennett fyr tekið við völdum, en tekjur þurru, útgjöld jukust og þjóðskuldin hækkaði jafnt og þétt. Og með þetta fyrir augum, ásamt ýmsu fleira, sem ekki verður réttlætt, er því haldið að almenningi, að Mr. Bennett eigi heimtingu á traustsyfirlýsingn af hálfu kjós- enda. Fyr má nú rota en dauðrota. III. í útvarpsræðum sínum hinum síðustu, hefir Mr. Bennett lagt á það allmikið kapp, að gylla fyrir komræktarbændum vestanlands hveitisölulöggjöfina frá síðasta þingi. Lög- gjöf þessi var afgreidd í þinglok með sam- þykki allra flokka jafnt. 1 ræðum sínum láð- ist Mr. Bennett að gera grein fyrir því, að í frumvarpinu, eins og hann lagði það fyrir þingið, stóð ekkert ákvæði um lágmarksverð. Það var ekki fyr en málið var komið í nefnd, að ákvæðinu um lágmarksverð var skotið inn, fyrir atbeina eins af þingmönnum frjálslynda flokksins, Mr. Johns Vallance frá Soutli Battleford. Alt það, sem nýtilegast er í þess- arí nýju Jujeitisöluíögg’jöf óg líklegast til þjóð- þrifa, er frjálslynda flokknum séýlaust að þakka eða fulltrúum hans á þingi.— Kornræktarbændur vestanlands vei$a að snúa sér til einhvers annars en Mr. Bennetts, til þess að ráða bót á þeim margvíslegu erfið- leikum, er þeir um þessar mundir þurfa að etja afli við; þeir þarfnast víðtækari og hag- feldari markaða fyrir afurðir sínar, en slíkt er einmitt eitt meðal frumdráttanna í stefnu- skrá frjálslynda flokksins. Kosningin í Selkirk Við hinar formlegu útnefningar á mánu- daginn var, kom það í ljós, að sex frambjóð- endur verða þar í kjöri; verður því ekki ann- að sagt, en úr nógu sé þar að velja. Þingmannaefnin skiftast eftir flokkum sem hér segir: Liberal-Progressive: J. T. Thorson, K.C. Conservative: G. S. Thorvaldson C.C.F.: W. Langton Reconstruction: W. E. Gordon Social Credit: E. R. Mills Communist: J. Nawizowsky. J. A. McLean, er til stóð að í kjöri yrði sem óháður liberal dró sig í hlé um elleftu stundu. Mr. Thorson er reyndur maður á stjórn- málasviðinu, og reyndur að góðu. Vakti hann þegar á hinu fyrsta ári þingsetu sinnar í Ottawa á sér slíka athygli, að honum var skipað í fremstu þingmannaröð; stóð hann jafnan þar, sem harðastur var bardaginn og hlífði sér lítt. Mr. Thorson er fyrir gáfna sakir, lærdóms og mannkosta, sá maðurinn, er einna mest kveður að um þessar mundir í lífi íslendinga vestan hafs. Hvaða kjördæmi sem er vg>ri sæmd í því að eiga Mr. Thorson að fulltrúa á sambandsþingi. Hann verður alveg vafalaust næsti þingmaður Selkirk- kjördæmis, og hann er einmitt sá maðurinn, sem kjördæmið þarfnast mest, eins og sakir standa. Mr. Thorson er sannfrjálslyndur maður og víðsýnn í mannfélagsmálum, og má víst telja að hann verði fyrsti, íslenzki ráðherrann í Ottawa.— Af hálfu íhaldsflokksins býður sig fram í Selkirk ungur, íslenzkur lögfræðingur, Mr. G. S. Thorvaldson, vinsæll maður og líkleg- ur til frama. Stefna þess flokks, #sem hann fylgir að málum, er slík, að ekki er viðlit að ljá henni lið. Og víst er um það, að seinustu fimm árin hefir hún reynst canadisku þjóð- inni ömurleg óheillastefna.— Málstaður hinnar canadisku þjóðar krefst þess, að kjósendur Selkirk-kjördæmis fylki liði um Thorson á mánudaginn þann 14. október. Central bankinn Um Central bankann nýja hefir Mr. MaoKenzie King þetta að segja: “Frjálslyndi flokkurinn er eindregið þeirrar skoðunar, að peningastofnun sem þessi eigi að vera þjóðeign; um þenna Ben- nett banka, er nokkuð öðru til að dreifa; hann er aðeins venjulegur hlutafélagsbanki, þó liann yrði þeirra hlunninda aðnjótandi, að fá seðlaútgáfuréttinn í sínar hendur; hann er einkastofnun engu að síður, eins og glegst má ráða af því, að stjórnin á engan fulltrúa í bankaráðinu að undanteknum vararáðgjafa, sem ekki nýtur þar atkvæðisréttar. Með stofnun þessa banka hefir Mr. Bennett einu sinni enn fari að dæmi Fascista og hrifsað úr höndum kjörinna fulltrúa fólksins skýlaus- an rétt þess til íhlutunarvalds. Þessu ger- ræði svarar fólkið einungis á einn veg þann 14. október. “ 1 öllum kosningaræðum sínum hefir Mr. Thorson lagt mikla áherzlu á það að Central bankinn verði þjóðnýttur, og fyrir því að svo verði, berst hann áreiðanlega til þrautar, þegar á þing kemur. Talar upp úr svefni Mr. Harry Stevens, afturhalds flokks- foringja No. 2, hefir víst dreymt fremur illa upp á síðkastið og talað upp úr svefni; er helzt svo að sjá, sem ekki sé alt með feldu um hugsanaferil hans. Annan daginn staðhæfir hann að hinn nýi umbótaflokkur sinn sé hár- viss með að taka við völdum eftir þann 14. október, en hinn daginn gerir hann þá hlægi- legu staðhæfingu, að afturhaldsmenn og liberalar muni mynda grútar-ráðuneyti að afstöðnum kosningum og nefna það þjóð- stjórn. Einhverja á auðsjáanlega að blekkja með staðleysu sem þessari. Annars væri það ekki ófróðlegt að fá fulla vitneskju um, hvað það einkum og sérílagi er, sem kann að vaka fyrir Mr. Stevens, sé hann ekki alt af að tala upp úr Hvefninum. Um kirkjumál vestan hafs i. Frá því að verulegt félagslíf hófst meðal íslendinga í Vesturheimi, hafa kirkjumálin veriÖ ofarlega á baugi. Mannkynið er trúhneigt að eðlisfari, Islendingar jafnt sem aðr. ir. Engan harf þess vegna að furða á því, þó að fólkið, sem flutti vestur yfir hafið, fyndi þörf til kirkjulegr- ar starfsemi. Vér, sem nú á dögum reynum að skygnast inn í líf og starf landnemanna, hljótum að komast að raun um, að það var miklu meira en meðal-manns átak, sem til þess þurfti, að sigra örðugleika þá, er við var að stríða. Til þess þurfti líkam- legt og andlegt atgerfi í betra lagi. En það þurfti meira: Bjartsýna lífsskoðun, trú á tilveruna og sterka von, hvað sem bjátaði á. — Þessa lífsskoðun, von og trú hafði fólkinu innræst fyrir áhrif hinnar gömlu, íá- lenzku heimilismenningar, sem sótti næringu sína jöfnum höndum til gullaldarbókmenta þjóðarinnar og til hinnar íslenzku kirkju. Það, sem fram fór í loggakofunum, var beint áframhald þess, sem gerðist í bóndabýlunum heima. Þau andlegu verðmæti, sem fólkið hafði þegið í litlu, íslenzku sveitakirkjunum, komu því að notinn í lífsbaráttu, sem var harðari en vér getum gert oss fulla grein fyrir í dag. Eldri kynslóðinni gat þvi ekki annað til hugar komið en að fara líkt að og Grikkir forðum, er þeir fluttu sig til annara landa. Þeir fóru með eldinn að heiman og bygðu honum nýjan arin í sínum nýju heimkynn- um. En nú fer gamla. fólkið smám saman að hverfa yfir á ódauðleik- ans land og nýjar kynslóðir komá í staðinn. Hafa þær nokkra þörf fyrir íslenzka kirkju, úr því að þær geta haft not af þvi, sem sprottið er upp úr hérlendum jarðvegi ? Þannig spyrja menn stundum og svara því oft á þann veg, að hér sé engin þörf lengur fyrir það íslenzka. En eg vildi biðja þá, sem þannig eru inn- rættir, að athuga tvent. 1 fyrsta lagi það, að margur mað. ur, sem er að hefja sína lífsbaráttu, hefir þörf á öllu, sem getur auðgað anda hans og gert hann víðmentaðri mann. Og á því er enginn vafi, að það víkkar sjóndeildarhring hvers manns, að kynnast þvi bezta, sem skapast hefir i islenzkri kristni; en hlutverk íslenzkrar kirkju í þessu landi á ekki eingöngu að vera það að boða fagnaðarerindi Krists, held- ur að kynna þá ávexti, sem hafa sprottið í íslenzkum jarðvegi fyrir áhrif þess. Þannig rennur saman i eitt trúboð og þjóðræknisstarfsemi. Þetta á jafnt við þar, sem enska er notuð ásamt islenzku við guðsþjón. ustur. 1 öðru lagi verður mönnum að vera það ljóst, hvað átt er við með “hérlendum” áhrifum. Flestir meina þá fyrst og fremst ensk áhrif. En slíkt er í raun ög veru algerlega rangt og villandi. Ef nokkurt vit á að vera i þvi að tala um “kanadiska eða ameríska þjóð” og um Kanada eða Bandaríkin sem sérstakt land, þá liggur það í hlutarins eðli, að hérlend menning þýðir ekki það sama og ensk menning. Hin fyrsta hérlenda mening er menning Indí- ána, en um hana er ekki að ræða í þessu sambandi, því lítil hætta mun vera á þvi, að unga fólkið íslenzka fari að gerast Indíána/-. Þá er ekki nema einn möguleiki eftir, og hann er sá, að með orðtækinu “hérlendri menningu” sé átt við það menning- artillag, sem allar hinar innfluttu þjóðir, hver fyrir sig og sem ein heild, leggja fram til kanadiskrar og amerískrar (ekki enskrar) menning. ar. íslenzk menning i þessu landi á því líka að skoðast sem þáttur í hér- lendri menningu. Þeim, sem finst engin þörf lengur fyrir íslenzkar kirkjur, finst þess vegna engin þörf fyrir einn merkilegan þátt í hér- lendri menningu. Þeir, sem hins- vegar leggja fram fé og krafta til hins íslenzka starfs, þeir eru aÖ leggja sinn litla skerf til þess, að í þessu landi verði til hérlend merin- ing, en ekki einvörðungu ensk. Eg hygg,"áð'TCáúadá yrðí engú betur'hýrfi ifin í annáð stærra, íslénzlct börgið í andlegu tilliti, þótt t. d. Frakkar og Pólverjar gleyptu eins og golþorskar við öllu ensku, en skeyttu ekkert um það, sem þeir flytja úr sínum eigin löndum. Hví skyldi það þá vera þarfleysa að meta einhvers það, sem íslenzkt er? Á meðan íslendingar hérna megin bafsins eru nógu sterkir til þess að halda starfsemi sinni uppi, er því full þörf fyrir hana, ekki sízt. þá, sem kirkjurnar inna af hendi. II. Engum blöðum er um það að fletta, að margir örðugleikar eru á kirkjulegri starfsemi Islendinga vestan hafs. Telja má dreifbýli sumstaðar, örðugan fjárhag o. s. frv., en það er opinbert leyndarmál, að flokkaskiftingin er einhver örð- ugasti hjallinn.— “Já, biddu fyrir þér,” segja menn stundum við mig, “þessi—svo sem þeir ákveða—flokkaskifting. Hún hefði aldrei þurft að eiga sér stað, ef þessi eða hinn hefði hagað sér öðruvísi, og aðrir ekki tekið svo eða svo á móti. Og nú eiga bara allir að sameinast.” Þetta er nú ekki nema gott og blessað, en samt hefir það litla þýð- ingu að bölsótast yfir flokkaskift- ingunni, ef menn ekki skilja þau fé_ lagslegu rök, sem að henni liggja. Flokkaskiftingin var á sínum tíma eðlilegt fyrirbrigði og það er alveg ástæðulaust að gera lítið úr henni, eins og hverjum öðrum dutlungum. Ef menn eru á ferð í glóbjörtu veðri og ekki er nema um eina leið a8 ræða, skifta þeir sér ekki í flokka, svona eins og að gamni sínu, og fara að “velta sér hver yfir annan upp úr þurru? En séu io menn á ferð á vilugjarnri heiði í dimmri þoku og koma að gatnamótum, er ekki nema eðlilegt, að þá geti greint á um Ieið_ irnar, og þá er ekki gott að vita, nema þeir finni köllun hjá sér til að skiftast á fáeinum vel völdum orð- um. Þannig var því farið um flokka- skiftinguna upphaflega. Menn greindi á um leiðir og var bláföst alvara að láta ekki þoka sér út í mýrarflóa eða flana fyrir björg. Nú orðið finst oss sem sumir þeirra hafi þózt heldur vissir í sinni sök, en dóm sinn eiga þeir heimtingu á að fá, hvort sem þeir nú eru lifandi eða látnir, út frá þeim aðstæðum, sem þá voru en ekki nú. Þess vegna höf- um vér engan rétt til þess að líta á þá eins og hverja aðra afglapa, sem hafi verið sérstök ánægja í því að fremja heimskupör. Hitt er annað mál, að vér, sem nú erum að fjalla um þessi mál, lítum öðrum augum á þau atriði, sem skiftingin snerist um og teljum þvi skiftinguna úrelta— eitt af því, sem fortíðinni einni ætti að heyra til. “Og nú eiga bara allir að sameinast,” segir fólkið. En sameining tveggja kirkjufé- laga, sem áður hafa verið andstæð, gerist ekki í einum hvelli. Til þess ligguf ein mjög augljós ástæða. Hvort kirkjufélagið fyrir sig hefir enn sem komið er nokkura sérstöðu í ýmsum efnum; hvort fyrir sig hefir myndað sér starfshætti, komið á fót stofnunum o. s. frv., og auk þess munu vera til þeir menn, sem kynni dð falla illa að sjá sitt gamla félag lagt niður, þó að það um leið kirkjufelag. Alt þetta verÖur ,^ð talca með i reikninginn. Það má ekki gera lítið úr þeim greinarmun, sem kann að koma fram í starfi eða vilja safnaðanna. Sú eining, sem ekki tekur fult tillit til þess munar, sem er á einstaklingunum, er ekki haldbær. Það eina, sem enn er hægt að gera, er því að leitast við að finna form fyrir viðkynningu og samvinnu í þeim efnum, sem báðum kirkjufélögunum eru sameiginleg, en gefi þeim svigrúm til að starfa hvort í sínu lagi, þar sem það þykir heppi- legra. Ekki er því að leyna, að nú þegar hafa verið stigin mikilvæg spor i þessu máli. Á hátíðar-þingi lút- erska kirkjufélagsins í sumar var hinu Sameinaða kirkjufélagi boðið að senda fulltrúa, og mun flestum þykja það töluverður viðburður, er dr. Rögnvaldur Pétursson flutti kveðjuna suður á Mountain. — Á þingum beggja kirkjufélaganna voru samþyktar tillögur, sem hvöttu til nánara samstarfs, og á þingi sam- einaða kirkjufélagsins var ennfrem. ur kosin nefnd til þess að vera aðili í öllum samvinnumálum f. h. kirkju- félagsms. Þetta er alt saman ágæt byrjun, en það er heldur^ ekki nema byrjun, á meðan ekki eru fundin ákveðin form fyrir því samstarfi, sem hér ræðir um. Vafalaust hafa margir velt því fyrir sér, hvernig því yrði bezt hagað, og vera má, að ýmsir hafi þar góðar tillögur á takteinum, þótt ekki hafi þær kotnið opinber- lega fram. En þetta er orðið svo brennandi nauðsynjamál, að engin ástæða er til að draga lengur að ræða ]tað á opinberum vettvangi. I því trausti, að fleiri líti svo á, leyfi eg mér að setja fram tvær tillögur. Önnur tillagan er stofnun Presta- félags íslendinga í Ameríku. — Það félag hafi allir íslenzkir prestar rétt til að ganga í, hvort sem þeir þjóna íslenzkum söfnuðum eða enskumælandi og í hvaða kirkjudeild sem þeir eru. Markmiðið er það, að prestarnir kynnist hver öðrum, fái gleggri þekkingu hver á annars vandamálum og verði um leið hver öðrum til styrktar. Það er alkunna, að mörg prestafélög eru til, sem ná til manna í ólíkum kirkjudeildum og ætti það þvi ekki að verða þessari hugmynd að fótakefli. Aðal erfið- leikarnir stafa af þvi, hve prestarnir eru dreifðir yfir stór svæði. Fund- irnir yrðu því færri en æskilegt væri, jafnvel þó að sætt yrði færi að halda þá um sama leyti og t. d. þjóðræknis. þing og kirkjuþing. En margvísleg not ættu samt að geta orðið af sam_ tökunum.— Hin tillagan er á þá leið, að ung- mennafélög og kvenfélög beggja kirkjufélaganna hafi með sér fundi einu sinni á ári til að kynnast og til að ræða þau mál, sem snerta sam- eiginlegt starf. Og því ekki að stiga feti framar og halda sameiginlegan kirkjufund fyrir bæði kirkjufélögin. Setj.um svo, að næsta sumar yrði /bæði kirkjuþingin haldin á sama tíma og á sama stað. Fundartíman- um yrði skift, og nokkur hluti hans ætlaður sérmálum, en afgangurinn sameiginlegum og almennum mál- um.—Það er auðvitað ólíku saman Islendingar í Portage kjördæmi! FYLKIÐ YÐUR UM HARRY LEADER Þingmannsefni frjálslynda flokksins í Portage í kosningunum þann 14. október, 1935 Mr. Leader hefir áður setið á þingi og reynst vel. Inserted by the Liberal-Progressive Campaign Committe in Portage. ■XiZl

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.