Lögberg - 10.10.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 10.10.1935, Blaðsíða 4
4 LÖOBBRG, FIMTUDAGINN 10. OKTÓBER, 1935. / ILögberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLVMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjðrans: EDI’Í'OR LÖGBERG, 605 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð $3.00 um drið—Borgist fyrirfram The “L/ögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Loforð öðrumegin—svik hinumegin Höfuðskáld íslenzku þjóðarinnar á sinni tíð, Hjálmar Jónsson frá Bólu, var einhverju sinni á leið heim úr kaupstað með herklakk- aða bykkju. Hjálmar var bláfátækur, og kaldrif jaður kaupmaðurinn hafði synjað hon- um um úttekt. A leiðinni hitti Hjálmar mann nokkurn, er ávarpar hann eitthvað á þessa leið: “Það er ekki þungt á bykkjunni þinni í dag, Iljálmar minn._” Skáldið svarar: “ Jú, það eru drápsklyfjar; loforð öðrumegin en svik hinumegin. ”— 1 blekkingabylnum mikla 1930, staðhæfi fyrverandi dómsmálaráðgjafi Mr. Bennetts, liugh Guthrie, að eí afturhaldsflokkurinn gengi sigrandi af hólmi, Inyndi hann binda enda á atvinnuleysið innan þriggja sólar- hringa, eftir að hann kæmi til valda. Mr. Bennett var vitund varfærnari í það skiftið, og hefir honum þó aldrei verið brugðið um það að skera kosningaloforð við neglur sér; hann hólt að svona um jólaleytið yrði hann með liægu móti búinn að kippa öðrum eins smámunum í lag. Þjóðin lét,illu heiíli, blekkj- ast af fagurgala þeirra Bennetts, Stevens og Guthries, og hefir sopið af því biturt seyði undanfarin fimm ár. Þegar Mr. King fór frá völdum, nam tala atvinnuleysingja hundrað og seytján þús- undum; nú er hún komin upp í hálfa miljón, auk alls þess mikla fjölda, er að einhverju levti nýtur styrks af því opinbera, þó eigi í fullum mæli sé. í dag krefst hin canadiska þjóð atvinnu í ölmusu stað. Þúsundir unglinga, er voru um ferming- araldnr þegar Mr. Bennett kom til valda, eru nú um tvítugsaldur og hafa gengið auÖum höndum allan þenna tíma; aldrei átt þess lcost að vinna sér inn grænan túskilding. Hvað verður um framtíð þessa fólks, þegar lengra kemur út í lífið? Hún er engin létta- vara ábyrgðin, er á herðum þeirra hvílir, er synjað hafa æsku þessa lands um skilyrðin til sjálfsbjargar. Og af þessari ömurlegu ábyrgð, ber Mr. Bennett beinlínis persónulega sinn fulla bróðurhluta með einræði sínu á þessu sviði sem öðrum. ósennilegt er það, að foreldrar þeirra ungmenna, er setið hafa auðum höndum síð- .ustu fimm árin, gleypi við loforðabeitu Mr. Bennetts þann 14.— Svo má segja, að hver einasti liður í stefnuskrá frjálslynda flokksins, lúti að úr- lausn atvinnuleysisins, eða því máli málanna, er dýpst grípur inn í velfarnað þjóðarinnar í heild. Mál þetta er hverjum einum manni ofvaxið, eins og reynslan hefir leitt í Ijós; þessvegna er það, að Mr. King hefir heitið því, og því má treysta, að alþjóðarnefnd verði falin úrlausn atvinnuleysisins til meðferðar. Frjálslynda stefnan er eina jafnvægis eða miolunarstefnan í hvaða þjóðfélagi sem er. Ávalt þegar frjálslyndi flokkurinA hefir verið við völd hér í landi, hefir þjóðinni liðið vel; alt af þegar stálklær afturhaldsins hafa náð yfirráðunum, hafa margvíslegar öfga- stefnur skotið upp höfði og einingu þjóðar- innar verið hætta búin; hefir stjómartímabil Mr. Bennetts sannarlega engin undantekning verið í þessu efni.— Hin canadiska þjóð á frjálslynda flokkn- um undantekningarlaust, alla sína mannúðar- löggjöf að þakka; hún á honum að þakka lög- in um ellistyrk, mæðrastyrk, barnavernd, lág- markslaun og skaðabótatrygging verka- manna; þeir einu, sem stutt hafa frjálslynda flokkinn í -baráttunni fyrir lögleiðslu þessara þjóðþrifalaga, hafa verið ýmsir vitrir og sanngjarnir verkamannaforingjar. Aftur- haldsmenn hafa auðsjáanlega oftast haft ein- hverju öðru að sinna, er slík mál komu á dag- skrá.— Fiskimaðurinn, verkamaðurinn og bónd- inn, eiga Bennett-stjórninni fátt gott upp að inna. Yera má að stórgróðafélögin austur við ströndina hafi aðra og ólíka sögu að segja! Það getur engan árangur borið, þó Mr. Bennett, svona rétt um elleftu stund, rejmi að smey|£ja Þyí inn ájá kornræktarbændum vestanlands hve ant hann hafi látið sér um þeirra hag og hverja hönk þeir eigi upp í bak- ið á honum fyrir löggjöf síðasta þings um I stofnun hveitisölunefndarinnar og þar fram eftir götunum; hitt stendur enn óhaggað, 'að alt þáð, sem nýtilegt og nothæft kann að vera í hinni nýju kornsölulöggjöf, er frjálslynda flokkn,um að þakka, eins og áður hefir verið tekið fram hér í blaðinu; það var fyrir at- beina þingmanna þess flokks í þingnefndinni, og frjálslynda flokksins á þingi í heild, að ákvæðið um lágmarksverð hveitis komst þar nokkru sinni að, því að því var ekki einu orði vikið í frumvarpinu, eins og Mr.’ Bennett sjálfur lagði það fyrir þing.— Málstaður canadisku þjóðarinnar krefst þess að afturhaldsflokknum verði sópað burt af sjónarsviðinu á mánudaginn kemur, og að sígurför frjálslyndu stefnunnar verði eftir- minnilegri ger en nokkru sinni í sögu þessarar ungi^i og glæilegu jijóðar! 14. Október 1935 Sérstök ártöl og sérstakir dagar í sögu einstaklinga og þjóða og landa hafa svo mikla þýðingu til ills eða góðs, að þau festast í minni manna, eins og væru þau brend inn í vitund þeirra með óafmáanlegu letri. Sum þessara ártala og sumir þessara daga geymast og berast frá tnanni til manns, frá kynslóð til kynslóðar—jafnvel öld eftir öld. Stundum eru þessi tímamót tengd við einhver stórslys eða hörmung og ógæfu, sem að höndum hefir borið; stundum við nið- dimma nótt liarðstjórnar og þrælataka, ein- veldis og kúgunar; stundum aftur á móti eru þau miðuð við sólaruppkomu dýrðlegs dags, þegar hin góðu öflin ná aftur yfirráðum eftir lengri eða skemri tíma óstjórnar og örvænt- inga- _ .... Dagurinn 28. júlí 1930 mun lengi í minn- um hafður sem einn mesti ógæfudagur þessa lands og þessarar þjóðar. Þá henti fólkið sú ógæfa að láta leiðast út á eyðimörk hinnar mestu niðurlægingar, sem nokkra þjóð getur hent—láta leiðast eins og fáráðir sauðir inn á auðnir, þar sem allar bjargir eru bannað- ar og öllu frelsi neitað. Um þetta þarf ekki að fjölyrða; það er öllum kunnugt; sú staðhæfing er ekki bundin við nokkurn sérstakan flokk—hún er sögu- • legur sannleikur. Nú sjá þáð jafnvel þeir, sem allra blindastir voru fyrir blekkingum grímumannanna. Dagurinn 14. október 1935 verður einnig minnisstæður í sögu vorri. Á þeim degi gefst tækifæri til þess að hrynda af sér því oki, sem beygt hefir og bugað þjóð vora í heild sinni og einstaklinga hennar síðastliðin fimm ár. Fimtánda október er vonandi að þjóðin geti tekið undir með hinum látna spámanni vor- um, séra Friðrik Bergmann, og sagt: “Guði sé lof, nú er dagur um alt loft! nú er allur liiminn heiður !” Já, 14. október verður sögulegur dagur fyrir canadisku þjóðina; en það er undir sjálfum oss komið hvort hann skín um kom- andi ár sem björt stjarna á himni hennar eða hann hvílir yfir henni eins og dimt og dauða- boðandi ský. •Eg ætla ekki að fara fleiri orðum um þá ógæfu, sem Bennett og flokkur hans hefir leitt yfir þjóðina, heldur aðeins minnast með fáum orðnm á Selkirk-kjördæmi sérstaklega. 1 engu kjördæmi hafanna á milli standa Islendingar þannig að vígi að þeir geti bók- staflega ráðið því hver kosinn verði, nema í Selkirk. Innan þess kjördæmis eru búsettir svo að segja allir íslendingar á milli Mani- toba-vatns og Winnipeg-vatns, alla leið sunnan frá Winnipeg og norður að endastöðv- um járnbrautanna. Það er alt Nýja Island, allar Lundar, EJriksdale, Hayland, Sigluness, Oakview og Silver Bay bygðir. Ef landinn dreifir því ekki atkvæðum sínum, getur hann kosið hvern þann, sem honum sýnist. Svo illa hefir tekist til að tveir Islendingar eru í kjöri: Þeir Joseph Thorson, K.C. og Sól- mundur Thorvaldson; báðir lögmenn, báðir ungir menn og vel gefnir. Thorson liefir það fram yfir hinn, að hann hefir áður setið á þingi og kom þá þannig fram að þar þóttust flestir sjá atkvæðamikið leiðtogaefni. Hann er viðurkendur einn hinna mestu mælsku. manna, sem nú er uppi í Vestur-Canada; hann er maður, sem fylgir fram málum sín- um með einbeitni og framsýni og maður, sem Islendingar geta verið stoltir af í mesta máta. Það er mjög líklegt að hann verði einn þeirra, sem King velur í ráðuneyti sitt, og væri það ekki lítill vegsauki Islendingum, að eiga mann í sambandsstjórninni. Eg sagði að dagurinn 14. október 1935 yrði minnisstaéður í sögu Canada. Hann verður það áreiðanlega. En hann getur líka orðið merkisdagur í sögu Vestur-lslendinga. Það hefir enn ekki skeð að íslendinguð hafi komist í stjómina í Ottawa. Nú ætti þess ekki að verða langt að bíða. Sig. Júl. Jólia/nnesson. Opið bréf til islenzkra kjósenda í Selkirk-Jcjördæmi. Mér hefir reynst það ókleift, sak- ir víðáttu kjördæmisins, að ná per- sónulega til allra kjósenda og þess- vegna sný eg mér til Lögbergs með það fyrir augum, að skýra fyrir ís- lenzkum kjósendum nokkur megin- atriði þeirrar stefnuskrár, er eg fylgi fram, og er staðráðinn í að . hrinda í framkvæmd: 1. Samfélagslegt jafnrétti öllum til handa, án tillits til stétta. 2. Velfarnað grundvallar fram- leiðandans. 3. Lækkaðir tollar. 4. Aukin viðskifti við önnur lönd. 5. Læklufður framfærslukostnað- ur. 6. Útilokun auðsafns’ í fárra hendur. 7. Endurgreiðslulán opinberra skulda við lækkuðum vöxtum. 8. Lækkaðir vextir. 9. Samningar um skuldir. 10. Þjóðnýting Central bankans. 11. Vernd þjóðeignabrautanna. 12. Atvinna og atvinnulaun i stað ölmusu. 13. Lagning og endurbætur vega, sem partur af atvinnubóta kerfi. 14. Trygging gegn atvinnuleysi. 15. Vernd persónufrelsis og lýð- ræðis í stjórnarfari. 1 ræðum mínum í yfirstandandi kosningahríð, hefi eg lagt sérstaka áherzlu á það, hver nauðsyn bcri til, að tollar verði lækkaðir að mun. Að því er eg að beztu vitund fæ séð, hafa hátollar Mr. Bennetts reynst * þess öldungis ómegnugir að ráða fram úr atvinnuleysinu. Hið gagn_ stæða virðist sönnu nær, eða það, að Mr. Bennett hafi með stefnu sinni í þessu tilliti, vakið hefndarhug hjá ýmsum þeim þjóðum, er vér höfum átt viðskifti við, dregið úr viðskift- um við þær, og aukið með þvi á at- vinnuleysið hjá oss heima fyrir. Hátollastefna, í hvaða formi, eða undir hvaða yfirskyni sem er, hefir ávalt orðið bóndanum eða framleið- andanum til tjóns. Eini hugsanlegi vegurinn fyrir þessa stétt þjóðfé- lagsins er því sá, að krefjast stór- lækkaðra tolla, og linna ekki þeirri sókn fyr en yfir lýkur, því eins og nú hagar til, má svo að orði kveða, að kaupgeta bóndans sé að engu orð- in við það sem áður var. Frjálslyndi flokkurinn er eini stjómmálaflokkurinn i Canada, sem á stefnuskrá sinni hefir lækkun verndartolla, og þar af leiðandj er ekki í annað hús að venda til þess að knýja þá lækkun fram.— Sameinaðir stöndum vér, sundr- aðir föllum vér. Allir þeir, sem and. vögir eru tollmálastefnu Mr. Ben- netts, verða að skipa sér í eina fylkingu á kosningadaginn og tryggja hinni canadisku þjóð stjórn, er eigi aðeins sé frjálslynd í orði heldur og á borði, því með þeim hætti einum er von um skýjarof og giftusamlega framtíð. Mér er það ósegjanlegt fagnað- arefni, að vera vottur þess, hve ein- dregið og einhuga samstarf á sér milli Liberal og Progressive afla í þessu kjördæmi, óg eg met mikils þann heiður, sem mér hefir fallið í skaut með því að vera merkisberi hinnar frjálslyndu stefnu í kjör- dæmi yðar. Barátta yðar skal jafn- tímis vera barátta mín utan þings, sem innan. Virðingarfylst, JOSBPH T. THORSON, Liberal Progressive þingmannsefni í Selkirk kjördæmi. Borgarleg skylda Þeir sem ekki greiða atkvæði á mánudaginn, og engin lögleg forföll hafa sér til afsökunar, bregðast skyldum sinum við þetta land. óstjórn þeirri, sem Can- adiska þjóðin hefir átt við að búa síðustu fimm árin, verður ekki hrundið af stóli nema með at- kjvæðum fólksins; með því að sitja heima og kæra sig kollótt- an getur margt farið öðruvisi en það á að fara. Greiðið atkvæði! Greiðið at- kvæði með frjálslynda flokknum og tryggið Canada samj-frjáls- lynda lýðræðisstjórn! ar Til íslenzkra kjósenda í Humboldt kjördœmi Mér er það sérstaklega ljúft að mega nota blaðið Lögberg til þess að ávarpa íslenzka kjósendur í Humboldt kjördæmi. Þótt það hafi ekki verið hlutskifti mitt að eiga heima meðal íslendinga, þá hefi eg samt um margra ára skeið vitað hversu mikið þeir hafa lagt til þjóðlífi voru í fjárhagslegu, menningar- legu og félagslegu tilliti í Vestur-Canada. Eg hefi þekt tasvert marga íslendinga persónulega og er stoltur af því að geta talið suma þeirra meðal vina minna. Það er alment álit Canadamanna að víðsýni. umburðarlyndi, skilningur og gáfur séu aðaleinkenni Islendinga yfirleitt vor á meðal. Það er einnig alment viðurkent að þeir hafi yfirleitt fylgt frjálslyndu stefnunni í þjóðmálum vorum. Ægileg fjöll og ógnandi sær, sem Islendingar hafa alist upp við, hetjusagnirnar og skáldskaparandinn; hið forna þjóðþing, sem stofnað var fyrir þúsund árum—alt þetta skapar eðli íslendings- ins og gefur hverjum einstaklingi sitt sérkenni. Ekki einstaklings sjálfselsku eða eigingirni, heldur einstaklings staðfestu og full- komnun, jafnt meðal kvenna sem karla, og kröfur hins innra manns til þess að neyta þessara einstaklings einkenna. Það eru þessar innri kröfur til framsóknar einstaklinganna, sem sannarlegt lýðræði byggist á og hlýtur að styðjast við. íslendingar eru alþektir fyrir þjóðstjórnar eiginleika sína. í þeirra augum eru allir menn jafn réttháir. » Allra manna sízt mundu þeir sækjast eftir orðum eða titlum þeim, er Mr. Bennett lagði svo mikið kapp á að leiða aftur inn í landið, einmitt nú þeg- ar fjöldi fólks sveltur og þúsundir örvænta um framtíð sína. Frjálslynda stefnan er heimsafl, eins gamalt og mannkyns- sagan—en samt ávalt nýtt. Hún er lífsskoðun, sem verður að endurfæðast með hverri nýrri kynslóð, viðurkennandi þann sann- leika að félagslíf, fjármálalíf og stjórnmálalíf, lætur nýjar og nýrri myndir bera við sjóndeildarhringinn; óvæntar og margs konar myndir. Frjálslynda stefnan, sem heimsafl hefir verið fyrirboði allra endtirbóta. Eg held því ekki fram að frjálslyndi flokkurinn hér í landi sé alfullkominn, en því getur enginn neitað, sem kunnugur er sögu og viðburðum þessa lands, að frjálslyndi flokkurinn er sá flokk- urinn, sem í öllum stærri málum hefir barist gegn einkaréttindum, unnið að umburðarlyndi og sanngirni meðal hinna mörgu þjóð- brota þessa lands; hann hefir reynt að útrýma stéttaskiftingu og mismuni rnilli trúarflokka og hann hefir unnið að vinsamlegu og friðsamlegu viðskiftalifi við aðrar þjóðir. Eg hefi ekkert við það að athuga þótt menn hallist að nýjum stefnum og nýjuin hugmyndum; þó með því skilyrði að þær stefnur hafi verið vel og gaumgæfilega athugaðar. Eg skyldi verða fyrstur manna til þess að styrkja og styðja hvaða nýjar stefnur og félagslegar umbætur undir eins og þær væru orðnar eitthvað meira og glöggara en draumkendar bollaleggingar. Eg verð að vera nokkurn veginn sannfærður áður en eg byrja að reyna að sannfæra aðra. Afturhald í hvaða mynd sem er, fyrirlít eg af heilum hug og eg get ekki liðið neitt það sem líkist einræði. Eg veit að þér Islendingar eruð mér fullkomlega sammála í því efni og þess vegna bið eg um samvinnu yðar til þess að koma Bennett frá völdum, og stjórn hans. Eini möguleikinn til þess er sá að kjósa frjálslynda flokkinn. Þér spyrjið ef til vill hvað eg ætli mér að gera. Enginn sam- vizkusamur frambjóðandi getur svarað þeirri spurningu fullkom- lega. Enginn getur séð fyrir fram hin mörg og margbreyttu við- fangsefni, sem fyir kunna að liggja. Það eru aðeins pólitískir trúðleikarar, sem lofað geta öllu mögulegu og ómögulegu. Sannur liberali nú á tímum verður að gera ráð fyrir stöðug- um breytingum; eina loforðið, sem samvizkusamur liberal getur því gefið er það að hvaða mál sem fyrir kunni að koma, skuli hann leggja aðaláherzluna á að styðja hag og heill kjördæmis síns, hafandi það jafnframt í huga að gæta sameiginlegra heilla allra landsbúa. Eg lofa því að styðja stefnu liberala, eins og hún er fram- sett í yfirlýsing þeirra, og fylgja hinum fjórtán atriðum Kings. Frá mínu sjónarmiði er stefnuskrá þeirra sú eina, sem er nógu víðfeðm til þess að innibinda heill allrar þjóðarinnar. Sérstaklega langar mig til að minnast á sex atriði stefnu- skrárinnar: Eg skuldbind mig til þess að vinna að auknum verzlunar möguleikum með bændaframleiðslu. Canada verður að lifa. Aðalframleiðandinn er grundvöllur undir lífsmögleikum canadisku þjóðarinnar í fjárhagslegu tilliti. Sé bóndinn sviftur sanngjörnum markaði, er hann dauðadæmdur og þjóðin með hon- um. Þetta er hið mesta alvörumál meðal annara þjóða—verzlun við umheiminn eða sultur og seyra. Heimurinn verður að komast aftur á rekspöl heilbrigðra vitsmuná, eða farast ella. Canada verð- ur að verzla við aðrar þjóðir; verður að lækka tolla sína að stórum mun á verkfærum, afurðum og öllum lífsnauðsynjum Sé það gert opnast Canada aftur heimsmarkaðurinn fyrir frumafurðir vorar. Hin gínandi gjý sem sprengingar Bennetts hafa látið eftir sig, verður að fyllast. Eg skuldbind mig til að fylgja þeirri stefnu, sem tryggir bóndanum ákveðið og sanngjarnt verð fyrir hveiti hans þangað til sá tími kemur að búnaður hans verður arðberandi. Eg styð King í þeirri stefnu að þjóðin sjálf ráði peninga- málum sínum og lánum. Eg trúi því staðfasllega að með því móti verði ráðin bót á miklu af fjármálaböli voru. Eg er eindreginn með því að fólkið fái sjálft aftur yfirráð mála sinna og að bundinn verði endi á þá óhæfu að einn maður ráði. Eg fylgi eindregið afnámi 98. greinar hegningarlaganna, sem er skrælingjalegasta og þrælmannlegasta löggjöf nokkurs lands á nokkrum timum. Sú löggjöf er ógnandi eyðilegging persónu- legs frelsis þeirra manna, sem aðrar skoðanir hafa en vér. Frum- atriði fullkomins málfrelsis verða að vinnast aftur. Eg fylgi þjóðeign járnbrautanna og þeirra opinberra fyrir- tækja, sem allri þjóðinni heyra tiL Eg lofa því að gera mitt bezta til þess að halda þjóðinni frá erlendum ófriði eða deilum. Ósk min, eins og yðar, er sú að halda Canada frá stríði. Saga Kings í liðinni tið er trygging fyrir vin- samlegum viðskiftum og friðarstörfum. Framtíðarfriður er bezt trygður í höndum hans. Eg ætla mér ekki að múta yður með loforðum sérstakra verka í kjördæmi yðar. Eg ber of mikla virðingu fyrir yður til þess. Eg veit að það væri móðgandi fyrir yður. Eg skal í öllum atriðum reyna að vinna að hag yðar og heill- um og eg mun koma öðru hvoru á fund yðar til þess að gera reikn. ingsskap gerða minna. Eg vona að þér sýnið mér það traust að greiða mér atkvæði yðar 14. október. Yðar með virðingu, H. R. FLEMING, þingmannsefni Liberala v Humboldt, Sask. x

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.