Lögberg - 10.10.1935, Blaðsíða 6

Lögberg - 10.10.1935, Blaðsíða 6
6 LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 10. OKTÓBER, 1935. Týnda brúðurin Eftir MR8. E. D. E. N. SOUTHWORTH “Ef eg yrfói við beiðni þinni, um að hlaupa öllum óafvitandi frá heimili mínu, og fara með þér til Parísar, eða fara þangað einsömul, til þess að mæta þér þar, þá mundi iðrun og eftirsjá fylgja gerðum mínum og skuggi sektar og ranglætis hvíla á samvizku minni. Eg gæti borið alt slíkt, ef það væri óhjákvæmilegt, til að koma góðu verki í fram- kvæmd, en í þessu tilfelli er það ekki nauð- synlegt, og væri algerlega rangt. Eg tala ekki einungis um mig sjálfa, miklu fremur um Bdith, sem mér er eins kær og lífið í brjósti mér; hversu mikla sorg og hugarkvöl mundi eg ekki bak'a henni og Miriam; mundi eg ekki finna mig seka í að særa þeirra viðkvæmu hjörtu, ef til vill til ólífis? Okkur er vandfar- ið hér í þessu umhverfi, sem forsjónin hefir sett okkur í, til þess að verða öðrum til fyrir- myndar, og lagt okkur á herðar þá skyldu, að beita kröftum okkar til góðra áhrifa og bless- unar. Bíddu rólegur þeirra fagnaðar- og sæludaga, þar til forsjóninni þóknast að greiða úr þeim erfiðleikum, sem nú aðskilja okkur; og þá lítur þú til baka sigrilirósandi og þakkar Guði fyrir þessi reynslu- og freist- ingaár, sem þú hefir gengið í gegnum og varð- veitt þitt góða mannorð og óflekkaða sam- vizku. Nefndu þetta ekki á nafn framar við mig. Haltu áfram að vera eins góður og göfugur og þú hefir verið, og eins og þú get- ur verið, ef þú vilt. Þú átt yfir svj miklum gæðum og mannkostum að ráða. Vertu þín- um betri manni og göfuga innræti trúr, þá mun vel úr öllu rætast og hamingja og bless- un fylgja þér. Ó, bara að þú vissir hversu mikið að veslings Marian þín þráir þig, hversu hjarta mitt þráir að mega slá við brjóst þitt, og dvelja hjá þér. Við s^kulum bíða róleg og örugg þeirrar stundar að fram úr ])essum erfiðleikum rætist.” 19. Kapítuli. Nei, pósturinn er ekki kominn; eg er ekki búin að opna hann,” kallaði Nancy Stamp út um gættina til nokkurra svertingja, sem stóðu þar skjálfandi og biðu eftir að fá sig af- greidda. “Láttu meira brenni á eldinn, djöfuls svarti púkinn þinn,” sag'ði hún í grimdarleg- um málróm við Chezzel, vikadrenginn, og láttu sjóða á katlinum; eg get aldrei opnað bréfskrattann þann arna, nema með því að mvkja oflátuna ofurlítið með heitri vatns- gufu, svo hægt sé að plokka hana af án þess að sjáist mikið á henni,” sagði hún eins og við sjálfa sig. “Hvað ertu nú að hanga þarna ? Farðu út, naggurinn þinn, ef eg á ekki að lúberja þig; eg kæri mig ekki um að láta alls lags illþýði troða mér um tær, meðan eg gái að hvað er í bréfsneypunni.—Þá það, siss, siss; hvað vilt þú vera að flækjast hér ó- hræsið þitt, eg skal snúa þig úr hálsliðnum ef þá hypjar þig ekki í burtu,” sagði hún við kisu gömlu, sem var að nugga sér upp við hana í mestu makindum, og átti sér einkis ills von. Pósthúsholan var í framherbergi í hús kofa Nancy Stamp, og hún hafði póstaf- greiðsluna á hendi. Það lágu nokkrir póst- pokar á gólfinu, sem hún var ekki farin að opna, en hún var að handleika nokkur undar- leg bréf, sem henni fanst alveg bráðnauðsyn- legt að opna, og líta yfir innihald þeirra, áð- ur hún afhenti þau eigendunum. “Bíðið þið nú-hæg, látum okkur sjá,” sagði þessi trúverðuga póstafgreiðslu frú, er hún var að raða nokkrum bréfum, er hún hafði milli handa sér. “Hvað er nú þetta? Tvöfalt bréf til Thurstons liðsforingja—það er sjálfsagt eitthvert stjórnmálarugl! Hver kærir sig nokkuð um það; að minsta kosti ekki eg! Hann getur fengið það í kvöld, ef hann kemur eftir því. En hvað er nú þettaf Hamingjan góða! Það er hvorki meira né minna en þrefalt 'bréf til Marian Mayfield. Og það frá útlöndum. Eg er nú svo sem alveg hissa. —“Hættið. þið þessu kattavæli þarna úti, bölvaðir ræflarnir ykkar,” hrópaði hún út til svertingjanna, sem stóðu þar skjálfandi í snjónum, og vildu fá sig afgreidda.—“Þið verðið að bíða þangað til eg opna póstliúsið. Eg lield ykkur liggi ekki meira á.”— “Hver getur veri að skrifa Marian May- field frá útlöndum? Eg held eg megi eins vel Jíta yfir hvað það hefir inni að halda, áður en eg læt það fara til hennar.” Þegar ungfrú Nancy hafði afgreitt svert- ingjana og lokað pósthúsinu, settist hún inn í dagstofuna, tók bréf Marian, opnaði það og fór að lesa. Eftir því sem hún las lengur stækkuðu augu hennar og munnur að stórum mun af undrun og hún hrópaði upp yfir sig hvað eftir annað: “Hvað er þetta? Ekki nema það! Hver mundi hafa látið sig dreyma um slíkt! Mikill asni var eg að láta ekki Salö- mon biðja liennar þegar liann var að hugsa um það-Len Guð minn góður, hvernig átti eg þá að vita þetta; hvernig gat eg látið mér detta í liug—” Loksins var hún vakin upp af þessum hugsanadraumi með því að barið var hægt á hurðina. Henni varð bylt við og hún hvítn- aði upp eins og hún fyndi til þess að hún væri staðin að vondu verki, eins og hún líka var. Það var barið aftur. Hún híjóp á fætur, faldi í flýti bréfin, sem hún hafði opnað og var að lesa, svo gekk hún fram að hurðinni og stóð þar sem agndofa um stund. Það var barið í þriðja sinn og allharkalega, svo brak- aði í hurðinni. “Hver er útif” spurði hún skjálfandi af hræðslu. “Það er eg, Nancy frænka! í hamingj- unnar bænum láttu mig ekki standa lengur líti í þessu vonskuveðri; eg er nærri því dauð- úr úr kulda!” “Ó, ert það þú, Solomon? Ekki vissi eg liver það var. Mér varð svo bylt við, þú gerð- ir mig svo hrædda,” sagði Nancy, og opnaði hurðina fyrir þessum lærða frænda sínum. Dr. Solomon Weismann var mjög illa til reika þegar hann kom inn. Hann stappaði snjóinn af fótum sér, fór úr yfirhöfninni og tók af sér hattinn og hristi snjóinn af því og hengdi á snaga við eldstæðið, til þess að þurka úr því bleytuna, því næst tók hann stól og færði að eldstæðinu og settist beint fyrir framan logann, til þess að geta sem bezt vermt sínar köldu hendur og fætur. Hann sgt þannig þegjandi og afar þungbúinn og virtist ekki veita neinu eftirtekt. “Mér skvldi þykja gaman að vita um hvað þú ert að hugsa; það er víst eitthvert mikið vandamál,” sagði ungfrú Nancy og tók prjónana sína og áettist á stól við hliðina á honum; en doktorinn virtist ekki veita því neina eftirtekt, og hélt áfram, þögull og al- varlegur, að stara í eldinn. “Já, já, skárri eru það nú þægilegheitin; eg skyldi ekki vera neitt hissa á því að þáð væri nýjustu uppfyndingar í kurteisi hjá ykk- ur lærðu mönnunum, að virða ekki aldraða ættingja ykkar svars, ef þeir gera sig svo djarfa að yrða á ykkur. ” “Varst þú að segja eitthvað við mig, Nancy frænka?” “Ójá, víst var eg að því Eg var að spvrja þig að því hvað gengi að þér í kvöld?” “Eg veit ekki. Elg hefi aldrei verið eins bugaður síðan eg man eftir, eins og í kvöld.” “Ilvað svo sem ætti það að vera, ,sem amar að þér; það skyldi mér vera forvitni á að vita. Kanske þú sért með ólund við mig út af því að eg réði þér frá að biðja Marian, líérna um daginn, þegar þú varst að hugsa um það, og sért nú orðinn hræddur um að það sé orðið of seint. Skárri er það nú kappinn! Skárri er það karlmannslundin!—Marian er góð stúlka, ef hún léti ekki alla hringla með sig, og eins líklega spilla sér; en henni gengur líkast til gott til með því að vera eins og út- spýtt hundsskinn alstaðar, þar sem einhve'r er veikur, eða eitthvað er að, og það eins hjá djöfuls púkunum. Nú, ef þig langar til að ná í hana og þér finst þú endilega þurfa þess, þá skal eg ekki standa á móti því hér eftir. ” Dr. Solomon snéri sér snögglega að frænku sinni og starði undrandi á hana. “Hm!” sagði ungfrú Nancy, eins og dá- lítið vandræðalega; “já, eg var á móti því að þú værir að hugsa um hana, auðvitað var eg það fyrir góða og gilda ástæðu, og það var vegna þess að hún var fátæk, og þér, sem líka ert fátækur, var engin uppbygging í að gift- ast lienni allslausri.” “Eg veit ekki betur en við séum bæði fá- tæk ennþá, eins og við höfum alt af verið.” “Ó, sussu, sussu nei! Að minsta kosti er hún ekki fátæk lengur. Eg veit nokkuð, sem eg þarf að segja þér hérna undir fjögur augu,” sagði ungfrú Nancy, og færði sig fast að frænda sínum, og hvíslaði í eyra honum: “Suss, suss!” “Hvað ertu að sussa, frænka? Eg er ekki að segja neitt, þú blístrar svo inn í eyrað á mér, að það er nóg til þess að eg fái hlustar- verk,” sagði Dr. Solomon, og hallaði höfðinu frá henni. “Nú, jæja þá, hlustaðu eftir því sem eg ætla að sogja þér. Miss iMarian Mayfield hefir erft stórtan auð.” Ungfrú Nancy hikaði við að segja meira í einu, en horfði á frænda sinn, til þess að sjá hvaða áhrif þessi tíðindi hefðu á hann.—En ólundar- og varfærnissvipurinn, sem var á andliti hans, breyttist ekkert við þessi tíðindi, hann virtist ekki gefa þessu nokkurn gaum, og anzaði henni ekki einu orði. Ungfrú Nancy var alveg hissa; hún bjóst við að þessi opin- berun mundi hafa meiri áhrif á hann. Svo iiún hélt áfram og sagði: “ Já, liún hefir erft mikinn auð eftir föð- urbróður sinn, sem dó ógiftur og bamlaus í Wiltshire á Bnglandi. Hvernig lízt þér nú á? Eru þetta ekki góðar fréttir?” “Mér lízt svo á, að úr því að hún vildi mig ekki meðan hún var fátæk, að hún muni ekki kæra sig meira um mig nú, þegar hún er orðin rík. ” “Ó, vertu nú rólegur; hún veit ekkert um það ennþá. ’ ’ “Hvernig veizt þú það þá?” “Uss, uss! Eg skal segja þér það, ef þú gætir þess að segja aldrei frá því. Þú mátt aldrei láta neinn vita hvernig þú komst að því; annars lendi eg í skömm, og það verður okkur til eyðileggingar; eg veit þú gerir það ekki! Hlustaðu nú á mig—” “Nancy frænlia, í hamingjunnar bænum, vertu ekki að tjá mér frá óknyttum þínum eða heimskulegum leyndarmálum; eg vil ekki heyra um neitt slíkt, og eg—eg er ekki slíku vanur, og eg er hræddur við alt slíkt-! ’ ’ ‘ ‘ Hræddur við hvað ? Enginn getur sann- að neitt,” svaraði ungfrú Nancy dálítið skjálfrödduð. “Þér er betur kunnugt um það en mér, Nancy frænka, en eg vil benda þér á að vera varfærin, ])ú mátt vera viss um að fólkið hefir- auga á gerðum þínum. ’ ’ “Látum það sanna eitthvað á mig, ef það getur, látum hyskið hérna í kring gera það ef það getur! Eg held að það hafi fá vitni. Chizzel og köttinn! Það eru þá vitni; ætli það færi langt með þá,” sagði ungfrú Nancy ó- lundarlega; “látum það gera það versta sem það getur! Eg býst við að mér sé eins kunn- ug póstafgreiðslulögin, þó eg sé einstæðings kvenmaður, eins og svörtu djöflunum hérna í nágrenninu!” “Þeir geta krafist að póstafgreiðslan sé tekin af þér, og þurfa enga aðra klögun að bera fram á hendur þér, en það sem allir vita: styrfni og geðvonzku. ” “Já, það er það sem Waugh sjóliðsfor- ingi hefir hótað mér; honum ferst, þessum samvizkulausa, gamla sjóræningja. Það væri ])á ekki stór missir; það er ekki svo feitt em- bætti. ’ ’ “Það er það sama, bættu ráð þitt, frænka, og ])á er eins líklegt að þeir lofi þér að halda póstafgreiðslunni áfram; en eg fyrirbýð þér að segja mér eitt einasta orð um athafnir þínar, því ef'þú yrðir tekin fyrir mundi mér verða stefnt sem vitni á móti þér, sem mér mundi ekki vera geðfelt;—þú skilur hvað eg meina. En þú getur sagt mér, ef þú veizt fyrir víst, að Miss Mayf^eld hafi tilfallið stór arfur. En eg banna þér að segja mér hvemig þær fréttir bárust til þín!” “ Jæja, já, já, eg er alveg viss um það, að hún hefir erft stórmikinn auð. Eg hefi ómót- mælanlega sönnun fyrir því; og það sem meira er, að enginn manneskja hér í landi veit það, nema eg—og þú. Láttu nú engan * fá nokkurn grun um þetta; en farðu og búðu þig upp á eins vel og þú getur, og eyddu ekki tímanum í umhugsun, en farðu strax til Miss Mayfield og biddu hennar, áður en þessi frétt (berst út!” “Það gæti varla heitið heiðarlega að farið, ’ ’ svaraði doktorinn í undanfærslu róm. “En sú vandfýsni! Ætli að það væri þó ekki! Getur þú ekki skilið það, að þegar það verður hljóðbært að Marian hafi hlotnast þessi stóri arfur, að þá hlaupa allir til að elta hana, bara til þess að ná í peningana, og svo að lokum er eins líklegt að hún lendi í hönd- unum á einhverju samvizkulausu þrælmenni, sem hún svo giftist, og sem eyðir öllum f jár- munum hennar og skilur hana eftir allslausa, með hóp af krökkum, en strýkur sjálfur í burtu. Bn aftur á móti, ef við höldum þessu leyndu, hefir þú gott tækifæri til þess að fá hana, og þú verðskuldar líka að fá hana fyrir konu, og þér er trúandi til þess að gæta eign- anna vel og láta þær ekki ganga úr höndum þér, og þá hefðirðu bæði Marian og eignimar, alt handa sjálfum þér, og enginn gæti sagt orð. Skilurðu hvað eg meina?” “Já, þegar það er skoðað aðeins frá þessu sjónarmiði,” svaraði doktorinn, mjög áhyggjufullur. “Auðvitað; frá hvaða öðru sjónarmiði ætti svo sem að líta á þetta mál. Sérðu það ekki að þetta liti út—eins og það líka væri— stórsómi fyrir Marian, að þú bæðir hennar, bláfátækrar og' umkomulausrar; en svo kæmi arfurinn til ykkar eins og óvænt happ. Það liti svo fjarska rómantískt út. 20. Kapítuli. Nýjar sorgir og áhyggjur lögðust þungt á Marian. Thurston talaði aldrei við hana, eða skrifaði henni, eins og hann var vanur. Hún sá hann aldrei nema £ kirkjunni éða í fyrirlestrasalnum, eða í félagi með öðrum. Hann hélt sig algerlega frá henni, en gaf sig því meir að hinni fríðu og ríku ungfrú An- gelica Le Roy, og var þegar farið að para þau saman. Marian lét sér ekki koma til hugar tor- tryggni eða afbrýði, hún var svo einlæg og hrein í hugsun að hún gat ekki ætlað Thurs- ton neina ótrygð eða staðfestuleysi. Henni barst til eyrna umtal um samdrátt þeirra Thurstons og ungfrú Angelicu Le Roy, sem hún tók mjög nærri sér, en vildi lireint ekki leggja neinn trúnað á; henni fanst það lirein- asta fjarstæða að ætla Thurston slíkt karak- tersleysi. Sér til enn meiri harms og móðg- unar sá hún í samkvæmum og mannamótum, að Tliurston sýndi ungfrú Angelica Le Roy hina mestu umönnun og aðdáun; hann' dans- aði alt af við haúa og þau voru stöðugt að hvíslast á, og virtust vera ástfangin hvort af öðru upp í hársrætur, en hann lézt ekki sjá Marian, eða skifti sér hið minsta af lienni; hún fór smátt og smátt að efast um trú- mensku hans. Hvað gat lmnn meint með þessu? Nei nei, það gat hún ekki látið sér til liugar koma. En hver gat þá verið tilgang- urinn? Var hann að hugsa um að vinna sér ást ungfrú Angelicu Le Roy? Hvort heldur sá var tilgangur hans eða ekki, þá var þó öll- um ljóst að hún var meir en lítið ástfangin í honum og gat ekki dulið þær tilfinningar sín- ar. Marian var of hyggin til þess að láta nokkuð á sér bera, en hún fann til þess, að það var skylda hennar að tala við Thurston um þetta mál, hversu óljúft sem hénni væri það. Það leið nokkur tími þar til liún fékk tækifæri til þess. Það var einn dag í febrúarmánuði að svo vildi til að hún mætti Thurston niður við sjó- inn, þar sem hún var að ganga sér til afþrey- ingar. Hún heilsaði honum með fögnuði, og ávarpaði hann glaðlega. Hún talaði í mild- um róm, og hagaði orðum sínum með hinni mestu gætni, þó ákveðið og vífilengjulaust; hún var hreinskilnari og ákvenari en flestar stúlkur hefðu verið, undir kringumstæðun- um. Marian var að upplagi einörð og djörf, sérstaklega þegar um samvizkuspursmál var að ræða. Thurston tók máli hennar með kaldri kurteisi, eins og þetta væri eitthvert mark- laust bull, sem hún væri að fara með, og svar- aði henni aðeins í gletni og galsafullri stríðni. Marian gaf því lítinn gaum; hún var ró- leg og ákveðin, þó hún byggi yfir sárum til- finningum harms og sorgar. Þegar liún fann að hann tók lítið eða ekkert tilíit til þess, sem hún sagði, en bara stríddi henni með kald- hæðni, sagði híin: “Það verður líkast til ó- hjákvæmilegt fvrir mig, að vara ungfrú Le Roy við hvaða hættu að hún er að stevpa. sér út í—ekki mín vegna. Væri aðeins um mig að ræða, þá veizt þú hversu mikið að eg vildi heldur líða, en að gera þér lineysu eða nokk- ur óþægindi. En þessi unga stúlka má ekki vera höfð fyrir ginningarfífl.” “Þú ætlar kanske að skrifa henni nafn- laust viðvörunarbréf ?” “Nei,—'eg fer aldrei krókaleiðir að því takmarki sem eg set mér.” “Hvað ætlarðu þá að gera?” “Fara og tala við ungfrú Le Roy sjálf.” “Hvaða afsökun gætir þú haft fyrir svo ástæðulausri árás og afskiftasemi?” “Guð veit það! Eg veit það ekki. En eg treysti því að mér megi auðnast að frelsa hana, án þess að koma upp um þig.” “Heldur þú að hún taki til greina ein- hverja órökstudda aðvörun?” “ Já, mína aðvörun tekur hún áreiðanlega til greina.” “Hamingjan góða! Hvaða sjálfsálit! Sjálfselska er þér eiginlegust, Marian! Sjálfs- elska er þín eina ást, sjálfhælni þitt hámark, sjálfsdýrkun þín eina trú! Þú vilt ekki vera elskuð—aðeins tignuð! Þií tróðst þá ást sem eg bauð þér undir fótum þér! Þú ert hjarta- laus; þú hefir aðeins heila. Þú getur ekki elskað, þú getur aðeins hugsað! Þú þarfnast heldur ekki ástar, bara orku! Skjall er þitt lífsloft,—þitt eðlilega andrúmsloft! Að heyra nafn þitt vegsamað á hverri tungu,—það er þín hæsta hugsjón! Slík kona ætti að vera viðbjóðslega Ijót, svo engum manni kæmi til hugar að fella ástarhug til hennar,” sag'ði Thurston biturlega, starandi sljóum augum, sem þó brunnu af niðurbældri geðshræringu, á hina fríðu og tignarlegu konu, sem stóð fyrir framan hann. Marian stóð hreyfingar- laus og starði á eitthvað í fjarlægð. Augu hennar fyltust tárum, er tóku að renna ofan eftir kinum heunar. Varirnar titruðu og röddin var óstyrk, er hún tók til máls og sagði: “Þú gerir mér rangar ásakanir Thurs- ton, ])ú þekkir mig ekki, en eg vona að sá tími komi, að þú ])ekkir mig eins og eg er.” ‘ ‘ Eg held að sá tími sé þegar kominn. Það er og kominn tími fyrir mig að opna augu ])ín dálítið.. 1 fyrsta lagi skal eg segja þér, að óhrif þín, þó mikil séu, eru takmörkum háð. Og þau takmörk geta ef til vill takmark- ast við ungfrú Le Roy. Þú, sem einungis þekkir afl hugsananna, getur hvorki vegið eða mælt afl ástarinnar. Viðvörun þín mundi ekki hafa hin minstu áhrif á ungfrú Le Roy, og eg skal segja þér, þrátt fyrir alla þína við- vörun gæti eg strax á morgun leitt ungfrú Le Roy upp að altarinu og gifst, henni.” í

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.