Lögberg - 14.11.1935, Blaðsíða 6

Lögberg - 14.11.1935, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. NÓVEMBER, 1935. fí •5T Týnda brúðurin Eftir MRS. E. D. E. N. SOUTIIWORTH Maðurinn greip grimdarlega vinstri hendinni um mitti hennar, reiddi upp hægri hendna og hvæsti út á milli tannanna: “Þú hefir sjálf kveðið upp þinn dóm — dauða! þú ótrúa manneskja! ’ ’ Og hann stakk morð- hníf í brjóst henni og hratt henni frá sér. Hún rak upp sárt hljóð, og féll til jarðar við fætur honum; hún greip liöndunum í gras- ið og engdist sundur og saman af kvölum. Það virtist eins og hennar mikla lífsorka safn- aði nýjum kröftum, og hún reis upp við oln- boga og studdi höfuðið með annari hendinni, en kipti hnífnum úr sárinu með hinni, og lagði hann á jörðina. Blóðið fossaði úr sárinu, og við blóðmissinn fjaraði út lífsorkan, hendin, sem liún studdi undir höfuð sér féll máttlaus niður og hún hneig aflvana til jarðar. Mað- urinn hafði staðið yfir henni hreyfingarlaus, •eins og vofa. Alt í einu vaknaði hann til með. vitundar um hvað hann hafði aðhafst; hann varð þess var að hann hafði framið glæp. Ilann horfði með skelfingu og undrun á ]>að sem hann hafði gert. Það var eins og einhver rödd hefði hvísl- að í eyra hans: “Gættu að hvað þú hefir gert.’’ Og hann féll á kné við hlið hennar, tók undir herðar henni og lét höfuð hennar hvíla á liandlegg sér, og horfði í andlit henni, sem snöggvast. Hann lagði hana niður með hægð og rak upp skerandi angistar-vein. “Ungfrú Mayfield! Guð minn góður! hvað hefi 'eg gert! ’ ’ Og með átakanlega sker- andi hljóði, sem var sambland af kvalafullu veini og orgi, fleygði hann sér á kné við hlið hins fallna líkama. óveðrið æddi með ofsa tryllingi um andlit morðingjans, og hinn með- vitundarlausa líkama Marian, en hvorugt þeirra varð þess vart. Alt í einu beyrðist fótatak manna, sem bar fljótt að og vakti morðingjann upp af þeirri kveljandi örvinglun, sem hann var fall- inn í. Hann brá skjótt við, reis á fætur og flúði í æðislegu ofböði út í náttmyrkrið. 25. Kapítuli. Jacqueline hafði orðið fljótari í ferðum en hún bjóst við; hún kom heim rétt um það að fór að dimma og illviðrið skall á. Hún hljóp úr vagninum í eiiiu hendings kasti inn í húsið og mætti frú Waugh í forstofunni, sem faðmaði hana að sér með miklum fögnuði, og sagði: “Kæra Jacqueline mín, hvað mér þykir vænt um að þú ert komin heim ár þessu ill- viðri; eg hefði orðið svo ósköp hrædd um þig, að vita af þér úti í þessu óskapa veðri, svo hefi eg ekki verið með sjálfri mér, sían þú fórst, það hefir verið hreint óskaplegt að sjá prófessorinn í kvöld, síðan þú fórst, og eg vil ekki forsvara hvaða afleiðingar það hefði haft, ef þú hefði ekki komið heim í kvöld. Svona nú, góða mín, farðu strax upp í her- bergið þitt og skiftu um búning og komdu svo ofan, því kvöldverðurinn er þegar tilbúinn, og við höfum tvær steiktar straumandir á borðinu, sem Thurston skaut hérna á tjöm- inni í skóginum í morgun og gaf mér. ’ ’ “Það er ágætt, frænka mín! En er Dr. Grimshaw heima?” “Það veit eg ekki, góða mín, en flýttu þér nú. ” Jacqueline tifaði upp stigann í mesta flýti og fór inn í svefnherbergið sitt, sem var svo notalega hlýtt, því María þjónustustúlk- anþennar hafði kveikt upp í eldstæðinu, og gert alt sem notalegast fyrir hana. Hún tók af sér hattinn og fór úr kápunni og lagði hana á stól við eldstæðið; því næst sneri hún sér að speglinum, og fór að laga og slétta hárið á höfðinu á sér. Hún hoppaði um gólfið í ein- hverjum tryllings galsa og byrgði niður í sér hláturinn, eins og hún byggi yfir einhverjum miklum fögnuði. Þegar hún hafði lokið við að klæða sig, fór hún ofan og inn í borðstof- una. Þegar hún kom voru allir seztir við borðið og biðu hennar. “Farðu í’estus, og vittu hvort Nance Grimshaw er í herberginu sínu, og ef hann er þar ekki, þá bíðum við ekki lengur,” sagði sjóliðsforinginn, sem var farinn að verða ó- þolinmóður að bíða, og stappaði með stafnum sínum í gólfið. Festus fór sem fljótast, og kom að lítilli stundu liðinni með þær fréttir, að hann fvndi hvergi prófessorinn. Jacqueline ypti öxlum og hláturinn sauð í benni. Meðan setið var að máltíðinni, var sjó- liðsforinginn ýmist að skamma Jacqueline fyrir að hafa íátið bíða eftir sér að borðinu eða bölsótast yfir því hvað Grimshaw væri óstundvís. Að lokinni máltíðinni leiddi frú Waugh hann inn ístofu, sem var baka til í húsinu, þar lagði hann sig í mjúkan sófa og frú Waugh breiddi hlýja upparábreiðu ofan á hann. Frú L’Oiseau var eftir í borðstof- unni til að taka af borðinu og koma borðbún- aðinum fyrir í skápunum; Jacqueline fór inn í setustofuna, þar var enginn nema þjónustu- stúlkan að bæta brenni á eldinn. ‘ ‘ Heyrðu! sástu prófessorinn meðan eg var í burtu?” spurði Jacqueline. “Eg skyldi nú segja það, en eg vildi að eg hefði ekki séð hann; endurminningin um það er nóg til að ge'ra mig vitlausa hvenær sem er.” “Hvað segirðu? “Hvað gerði hann? Hvenær var það?” “Það var rétt fyrir sólarlagið; eg var að bera eldivið í fanginu upp á loft, í herbergi frú L ’Oiseau, að eg mætti prófessornum, liann var að koma ofan. Mér varð svo bylt við að sjá hann, að eg næstum hljóðaði upp yfir mig, og var rétt búin að missa allan eldivið- inn ofan stigann; já, mig langaði til að hljóða upp; mig langaði til að fleygja viðnum; mig langaði til að henda sjálfri mér ofan : hjartað barðist svo í brjósti mér, að eg fékk hellu fvrir eyrun—hann leit svo hræðilega út, já, svo afskaplega hræðilega! Hann spurði mig, og röddin var svo náköld og draugaleg eins og hún kæmi úr dauðans gröf, sém gerði mig enn hræddari, hvar þú værir, og svo fór hann, og eg hefi ekki séð hann síðan. ” “Hvað vildi hann vita um mig? Hvað sagðir þú honum?” “Hann spurði bara hvort eg vissi hvar þú værir. Eg sagði honum að þú hefðir farið með ungfrú Marian. Hann spurði hvenær þú kæmir heim. Bg sagði að þú kæmir ekki fvr en á morgun; og þegar hann lieyrði það, varð hann bara blásvartur í framan, svo hvítnaði hann upp, kinkaði höfðinu og sagði “ó-ha,” en það var eins og eitthvert tóma- hljóð; svo fór hann og eg hefi ekki séð hann síðan.” Jacqueline virtist vera full af ofsakæti eða öllu héldur tryllingslegri æsingu, sem varð þeim mun meir áberandi, sem lengur drógst heimkoma Dr. Grimshaw. Hún hopp- aði og dansaði um stofugólfið, eins og sjálf- ur skollinn hefði náð valdi yfir líkama hennar og sál, og hún hugsaði með sjálfri sér: “Ó, verður það ekki gaman; verður það þó ekki! þegar Grimshaw kemst að því hversu hlægilega hann hefir verið gabbaður. Hann hefir ætlað að njósna um mig. En í staðinn fvrir að finna mig, finnur hann Thurston og Marian og verður sér til skammar fyrir að 'hnýsast inn í samfundi þeirra. Skyldi ekki verða hvellur! Ó, það verður þó svei mér gaman að sjá skepnuna! Já, kátbroslega gaman. Og hún hoppaði upp af kæti yfir að hugsa til þess hversu sneyptur hann yrði, og hversu mikið uppistand yrði út úr þessu. En þessar lnjgsanir og ærslagangur tóku skjótan enda. Alt í einu var framhurðinni hrundið upp mjög harkalega; óreglulegt fótatak heyrðist úti í forstofunni; því næst var hurðin að dag- stofunni opnuð og Dr. Grimshaw skjögraði inn á gólfið og staðnæmdist fyrir framan Jacqueline. Við þessa sjón brá Jacqueline svo, að gáskinn og léttúðin hurfu úr huga hennar, og það ekki bara snöggvast, heldur fyrir alla æfina. Hún sá strax að eitthvað hræðilegt, óbætanlegt hafði skeð. Hendur hans voru blóðugar upp að úlnliðum og útlitið svo ægi- legt að henni flaug strax í hug að hann hefði framið morð. Hún hafði ort séð hann í æstu skapi, og hafði aldrei, hvorki hræðst hann né aumkað, hversu mikið sem hún hafði skap- raunað honum og kvalið hann, fyr en nú. Hvað sá hún? Nábleikan uppvakning mbð öskugráar varir, holar kinnar og frosin augu, sem alt bar vott um óafbærilega þjáningu og örvæntingu. Hann hafði í ofurmagni angist- arinnar læst fingrunum í brjóst sér, eins og hann ætlaði að slíta hjartað út úr því. Þrisvar gerði hann tilraun til aið tala, en hann gat ekkert sagt; hann gat engu orði komið upp fyrir hryglu, sem fylti brjóst hans og kverk- ar, og við síðustu tilraunina sem hann gerði, fyltist hálsinn og munnurinn af blóði. Hann reyndi að stöðva blóðrensli með því að halda vasaklútnum sínum fyrir munn sér, en hendin hné aflvana ofan með síðunni; hann riðaði eitt augnablik og féll á gólfið. Jacqueline horfði óttaslegin á afleiðing- ar verka sinna. Hún rak upp hræðilegt ang- istarvein, sem heyrðist um alt húsið. Allir komu þjótandi til að vita hvað hefði komið fyrir. 'Sjóliðsforinginn kom fyrstur inn í stofuna; hann pjakkaði stafnum sínum af alefli ofan í gólfið og hrópaði eins hátt og hann gat í ofsabræði: “Hver and .... géngur á? Hvern d .. .. hefirðu nú gert? Hvað á allur þessi a...... hávaði að þýða, bölvuð hrekkja-dósin þín?” “Ó, frændi! frænka! mamma! sjáið — •sjáið!” stamaði Jacqueline út úr sr og benti á manninn, sem lá á gólfinu. Allir litu saihstundis á Dr. Grimshaw, þar sem hann lá hreyfingarlaus. Hann var fölur sem nár og aðeins dró andann með þrautum og þjáningum. Við hvert andartak rann meira og meira af blóði út úr munni hans og nösum, sem myndaði poll á gólfinu þar sem hann lá. Frú Waugh og frú L ’Oiseau lutu niður að hinum' veika manni og hugðust að reisa hann upp. Sjóliðsforinginn færði sig nær hálf úrræðaleysislegur, eins og hann æfinlega var þegar eitthvað alvarlegt bar að liöndum. ‘ ‘ Hvað — -hvað — hvað hefir komið fyr- ir? Hver befir gert þetta? Hvernig vildi þetta til?”spurði liann eins og hálf ringlaður. “Réttu mér púða, María, til að láta undir höfuðið á honum; frú L’Oiseau, farðu og sendu einhvern af vinnumönnunum undir eins eftir Dr. Brightwell; segðu honum að taka fljótasta bestinn í hesthúsinu og ríða eins hart og hesturinn getur komist og koma undir eins með lækninn,. því Dr. Grimshaw er að deyja!” sagði frú Waugh. “Deyja, lia? hvað sagðirðu Henrietta?” spuúði sjóliðsforinginn í einhvers konar skiln- ingslausri eftirvæntingu, því hann gat ekki óttað sig á hvað hafði skeð. “Æ, segðu mér Henrietta, hvað hefir komið fyrir? Hvað gengur að Grim?” “Það hefir sprungið slagæð í lionum,” sagði frú Waugh, áhyggjufull, og hallaði sjúklingnum aftur á bak á gólfið og lagði mjúkan púða undir höfuðið á honum. • “Sprungið slagæð? Hvernig vildi það til? Grim! Nance! talaðu við mig! Hvernig líður þér? Æ, hamingjan góða komi til, hann getur ekki talað — hann heyrir ekki til mín! Æ, Henrietta; hann er fjarska veikur — fjarska veikur! Það verður að koma lionum strax í rúmið og sækja lækni! Komdu hérna María, og hjálpaðu mér til að taka liann upp og leggja hann upp í rúm,” sagði gamli mað- urinn kvíðafulur. “Láttu hann vera; það hefir þegar verið sent eftir lækni; það má ekki hreyfa hann, ]>að gæti riðið honum að fullu. Eg er mjög hrædd um að hann sé það langt leiddur, að mannleg hjálp komi honum að engu gagni hér ■eftir,” sag|3i frú Waugh og þerraði blóð- renslið af vörum hins deyjandi manns. ‘ ‘ Ilvað segirðu! verði ekki bjargað! lia, hvað? Nance! Nei, nei! það er ómögulegt!” sagði gamli maðurinn og lagðist á linén og laut yfir liinn deyjandi mann, eins og hann vildi segja eitthvað. “Vertu hjá Dr. Grimshaw, María, eg ætla að fara og vita hvort eg hefi nokkur meðul sem gætu hjálpað í millitíðinni, þangað til læknirinn kemur,” sagði frú Waugh, og fór út úr stofunni. Hún kom bráðlega aftur með ]>að af meðulum, sem hún hafði og sem hún vissi ekki heldur hvort mundu eiga við, en þau hjálpuðu ekkert. Alt, sem þær gerðu til þess að reyna að hjálpa honum, virtist bara flýta fyrir viðskilnaði hans. Blóðspýt- ingurinn smáminkaði 0g andardrátturinn varð afllausari, styttri og óreglulegri. “Það er alt um seinan nú orðið; hann er að deyja, ’ ’ sagði frú Waugh í mjög alvarlegum málróm. “Deyja! Nei, nei, Nance! Nance! talaðu við mig! Þú ert ekki að deyja! Eg hefi mist meira blóð um dagan en þetta! Nance! Nance! talaðu við þinn gamla — talaðu, Nance!” æpti sjóliðsforinginn og tók sjúkl- inginn í fang sér og liorfði æðislega og ráða- levsislega á hið deyjandi andlit. Hann hélt honum svona í fangi sér í nokkur augnablik, þar til frú Waugh lagði hendina á öxl honum og sagði milt en alvar- lega: “Legðu hann niður, Waugh sjóliðs- foringi; hann er dáinn.” “Dáinn! dáinn!” endurtók gamli mað- urinn yfirkominn af harmi og beygði höfuð sitt niður að líkinu og grét liástöfum. Frú Waugh gekk til hans og lagði blíðlega hend- ina á herðar honum. Hann leit til hennar svo vonleysislega, svo hjálparvana, svo yfirkom- inn og hrópaði upp yfir sig: “ Ó! Henrietta! hann var sonur minn— einka sonur minn, eini sonurinn minn! þó hann hafi ekki opinberlega verið viðurkend- ur sem slíkur! Æ, segðu mér, Henrietta, er hann dáinn? Ertu viss um það? Heldurðu virkilega að hann sé dáinn?” “Hann er dáinn; legðu hann niður og komdu með mér í herbergið þitt, ” sagði Henrietta með sinni viðkvæmu samhygð og tók í hönd honum og leiddi hann í burtu. Jacqueline, nábleik og nötrandi af skelf- ingu, kraup við stofuborðið og glápti stirðn- uðu augnaráði á hinn dána mann, þar sem hann lá. Gamli maðurinn tók eftir honni og skap hans breyttist á augabragði frá sorg í hamstola reiði; nötrandi af geðshræringu sagði hann: ‘ ‘ Það varst þú! Þú ert morðinginn—þú! Hefnd himinsins falli yfir þig!” “Eg meinti það ekki! FJg meinti ekki að gera neitt ilt! Æ, hversu mikill ólánsgarmur er eg; eg vildi óska að eg hefði aldrei verið til!” hljóðaði Jacqueline upp yfir sig og néri saman höndunum í ofboðslegri angist. “Burt héðan! burt frá augum mínum, djöfuls óhappa skepnan þín; burt — og það strax, svo eg sjái þig aldrei framar! Allir árar vítis elti þig og kvelji hvar sem þú ferð!” hrópaði sjóliðsforinginn nötrandi af harmi og heift. f 26. Kapítidi. Hvar var hann nú, meðan þessu fór fram, maðurinn, sem með sinni ofsafengnu ástríðu haíði verið, sér óafvitandi, valdur að þessari ógæfu? Hvar var Thurston? Eftir að hafa skilið við sambandsfélaga sinn í veitingahús- inu, flýtti hann sér heim. Hann þurfti að gera einhverja grein fyrir því hversvegna hann þyrfti svona undir eins að fara að heim- an og búast við að bera lengi í burtu, til þess að hylja áform sitt og láta sögu sína líta út sem sennilegasta.; kvaðst hann hafa fengið hraðboð frá Baltimore að mæta þar eins fljótt og mögulegt væri, viðvíkjandi afaráríðandi viðskifta samningi. Hann hugsaði að sér yrði auðvelt þegar hann væri kominn þangað, að búa út sennilega sögu, sem fulla afsökun fyrir því að hann hefði nauðsynlega orðið að halda ferðinni áfram til Frakklands. Honum leið illa með sjálfum sér, því þeg- ar honum flaug í hug áform sitt, fékk liann sára tilkenningu um það, að hann væri að breyta rangt gagnvart Marian, samvizkan sagði honum að hann væri að brugga svikræði gegn Marian, sem hann elskaði eins og lífið í brjósti sér; en ástríðan var svo sterk, að hann fann ekki til blygðunar fyrir þetta óvit- urlega tiltæki sitt, heldur taldi sér trú um að öll brögð væru leyfileg í ástum eins og í stríði; sérstaklega eins og stóð á með hann og Marian, sem voru gift og lögleg hjón; en þrátt fyrir þessar niðurstöður gat hann ekki þagg- að niður mótmæli samvizkunnar að beita Marian ofbeldi—nei, það mátti ekki eiga sér staðy—en livað gat hann gert? Hann hraðaði ferðinni til Dell-Delight, til að sýna gamla manninum bréf, sem hann þóttist hafa fengið þá um morguninn frá Baltimore, þar sem þess væri krafist að hann kæmi þegar til borgar- innar, til að ráða fram úr mjög áríðandi við- skiftamálum. Til þess að deyfa ásakanir samvizkunnar, sneri hann sér að því að ganga frá ýmsum skjölum og láta farangur sinn niður í ferðakistur sínar, og segja þjónustu- fólkinu fyrir um ýmsa hluti. Þegar farangur hans var tilbúinn, var vagninum ekið heim og farangurinn borinn út í hann; þegar þessu öllu var lokið, var kl. orðin eitt, er hann lagði á stað niður til þorpsins. Skonnortan lá við bryggjuna, til að bíða eftir honum. Thurston mætti mörgum kunn- ingjum sínum í þorpinu og sagði það sem honum þótti bezt við eiga, hvernig stæði á þessari skyndilegu burtför sinni. Þegar Thurston hafði kvatt kunningja sína, og þeir óskað honum allra fararheilla, fór hann út í skipið, og fann skipstjórann í lyftingunni. “Þú veizt það Miles, að eg er ekki kom- inn til þess að stanza lengi hér að þessu sinni. Undir eins og fólkið fer af bryggjunni, fer eg í land og beyri í vagninum til Dell-Delight. Eg verð að mæta konunni minni héma við víkina. Eg verð að vera hjá henni. Eg verð að koma með hana út í skipið. Þú verður við furuskógartangann, rétt um það að er orðið aldimt. Má eg treysta á það?” “ Já, já, herra.” “Þú mátt ekki verða einu augnabliki of seinn!” “Þú mátt reiða þig á mig, herra.” “Farðu upp á þilfar og gættu að hvort fólkið er farið af bryggjunni.” Skipstjórinn fór upp á þilfarið og kom að vörmu spori ofan og sagði að það væru alir farnir. Thurston fór í land og upp í vagninn, og keyrði umsvifalaust á leið heim til sín. Ivlukkan var orðin nærri því fjögur þeg- ar hann kom heim, en hvað var um að vera, alt var í einu uppnámi á Dell-Delight. Sex Svertingjar liöfðu verið sendir út, til að leita hann uppi, en þegar þeir sáu hann koma, hlupu þeir sem byssubrendir á leið til húss- ins. Thurston náði í einn þeirra, er síðastur fór, og spurði hann hvað um væri að vera. “Ó, herra Thurston, herra, ó, herra!” sagði Svertinginn og ranghvolfdi í sér aug- unum. “Hvað gengur að þér, bjáninn þinn?” “Ó, herra, vesalings gamli húsbóndinn minn! vesalings húsbóndinn minn!” “Hvað hefir komið fyrir húsbónda þinn? Geturðu ekki sagt frá því?” “Ó, herra Thurston! hann fékk slag og datt niður eins og dauðskotin lóa, og var bor- inn upp í rúmið sitt.” “Slag! Hamingjan hjálpi mér! Hefir verið sent eftir lækni?” sagði Thurston og hljóp út úr vagninum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.