Lögberg - 21.11.1935, Blaðsíða 1

Lögberg - 21.11.1935, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines W£ íot V^ d^» x*.>l,V>** Service and Satisfaction PHONE 86 311 Scven Lines x \ '*&* D*" i \>L » V:\\ ** Better Dry Cleaning and Laundry 48. ÁRGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 21. NÓVEMBER, 1935. NÚMER 47 Mikilvœg tímamót í sögu hinnar Canadisku þjóðar Viðskiftasamningar undirskrifaðir milli Oanada og Bandaríkjanna, víðtækari og veigameiri, en jafnvel ein- dregnustu formælendur slíkra samninga höfðu látið sig dreyma um. Samningar þessir voru undirskrifaðir á föstudaginn var af Mr. King, forsætisráðgjafa hinnar oanadisku ])jóð- ar og Cordell Hull utanríkisráðgjafa Bandaríkjanna í viðurvist Roosevelts forseta. Sanrninga þessara er frek- ar minst á öðrum stað hér í blaðinu. UPPSKERA HVEITIS I CANADA Samkvæmt upplýsingum frá hag- stofu hinnar canadisku stjórnar, er áætlað að hveitiuppskera þjóðarinn- ar á ári því, sem nú er að líða, nemi 273,971,000 mæla. Er það um tveim miljónum minna en í fyrra. IIEILIR Á HÚFI Þeir félagarnir fimm, er voru á skipinu Luana, er f raus inni á Win- nipegvatni fyrir þremur vikum, komu allir til heimila sinna heilir á húfi um miðja vikuna sem leið, eftír langt og þjakandi ferðalag. Menn þessir voru þeir Roy Cook, John Fiddler, Allan Jones, Leifi Hallgrímsson og Helgi Thomasson. 1 linir tveir fyrstnefndu eiga heima í Selkirk, Mr. Hallgrímsson í River_ liin, en þeir Allan Jones og Helgi Thomasson í Mikley. Eigandi skips_ ins er Mr. Chris. Thomasson út- gerðarmaður í Mikley. KVAT.T TIL FLOKKS- ÞINGS íhaldsmenn hér í fylkinu hafa á- kveðið að kveðja til flokksþings á næstunni, með það einkum og sérí- lagi fyrir augum, að velja sér for- ingja, því eins og stendur eru þeir sem höf uðlaus her. Getið er þess til, að fyrir valinu verði annaðhvort James Bowman, fyrrum forseti Neðri málstofu sambandsþingsins, eða Erric Willis fyrverandi sam- bandsþingmaður fyrir Souris ikjör- dæmið. Báðir þessir menn féllu i nýafstöðnum sambandskosningum. HADSTEFNA MILLI SAM- BANDSSTJÓRNAR OG FYLKJA Forsætisráðgjafi sambandsstjórn- arinnar, Mr. King, hefir lýst yfir því, að sambands og fylkjastjórna fundurinn fyrirhugaði, hefjist í Ottawa þann 9. desember næstkom. andi. Meðal annara mála, sem fyrir fundi þessum liggja, verða ráðstaf- anir viðvíkjandi atvinnuleysinu, sem og uppástungur um væntanlegar breytingar á stjórnarskránni. Öllum 'forsæ-qisráðgjöfum hinna einstöku fylkja, hefir verið boðið að sækja fundinn, og hafa þeir allir tekið boðinu. VEL AÐ VERIÐ Hreinn ágóði af starf rækslu síma, kerfisins. í Manitoba frá ársbyrjun og til loka októbermánaðar, nemur $1,234,078. Er það $97,000 meiri upphæð en á tilvarandi tímabili í fyrra. Ráðgjafi símamálanna er W..J. Major. ENDURKOSINN TIL BORGARSTJÖRA Við bæjarstjórnarkosningar þær, sem fram fóru síðasta föstudag, var George H. Blarefoot, endurkosinn borgarstjóri í St. Boniface með 442 atkvæðum umfram gagnsækjanda sinn, F. R. Dawse, fyrrum borgar- stjóra. KIŒFST LÆKKAÐRA VAXTA Símað er frá Washington þann 14. þ. m., að Roosevelt forseti hafi skorað á alla bankastjóra þjóðar- innar, að beita sér fyrir lækkun vaxta á útlánsfé nú þegar. Telur Mr. Roosevelt hina háu bankavexti vera hættulegan þránd í gotu fyrir sjálfsagðri og óumflýjanlegri við- reisn á sviði viðskiftalífsins. Ekki fór Mr. Roosevelt nánara út í þessa sálma en það, að óhjákvæmilegt væri velfarnan þjóðarinnar vegna. að vextir yrði nokkru lægri en sex af hundraði. MÁLVERKASÝNING EMILE WALTERS Mannfjöldi mikill af flestum, ef ekkj öllum þeim þjóðflokkum, er þessa borg byggja, hefir daglega sótt sýningu þá af málverkum f rá Islandi eftir Emile Walters, listmálara, er opin hefir verið á 6. lofti Eaton búo'arinnar frá 11. þ. m. og heldur áfram til þess 23.— Málverk þessi, flest hver, eru af frægum sögustöðum á íslandi; eru mörg þeirra allstórfengileg, svo sem af Þingvöllum og Eyjaf jallajökli. Á hinn bóginn verður sú staðreynd samt ekki undir neinum kringum- stæð umflúin, að sögustaðirnir, þó á þá slái æfintýraljóma liðinna alda, eru ekki ávalt fegurstu staðirnir, og gefa þarafleiðandi ekki ókunnugu auga óskeikult yfirlit yfir glæsileg- ustu sérkenni landsins. Engu að síður hafa málverk þessi sérstætt gildi fyrir íslenzka listmenning; yfir þeim hvílir hressandi blær háfjalla og jökla dranga og dala, merktur ó- þrotlegum litbrigðum islenzkra nátt- úrudýrðar. Hrikafegurð íslands nýtur sín öllu öðru betur í svip þessara málverka; enda er það sú fegurtSin, sem ísland er auðugast af, þó víða kenni innan um móðurlegr- ar mildi. Hr. Emile Walters er merkur málari; um það verður ekki vilst. Og með ferð sinni hinni síðustu til íslands, og málverkum þeini að heiman, er nú hafa nefnd verið, hef- ir hann unnið íslenzku þjóðinni var. anlcgt gagn. Ensku dagblöðin tvö, sem gefin eru út hér í borginni, fara einkar lofsamlegum orðum um mál- verkasýningu þessa og málarann. FRA FYRIRLESTRAFERÐUM ASGEIRS ASGEIRSSONAR Fyrirlestrum hr. Ásgeirs Ásgeirs- sonar fræðslumálastjóra hefir hvar. vetna verið tekið með fögnuði, að því er ráða má af þeim Bandaríkja- bloðum, er oss hafa borist í hendur. I höfuðborg North Dakota ríkis var hinum góða gesti fagnað af rík- isstjóra og öðru stórmenni; hlýddi hálft þriðja þýsund manns á erindi hans þar. Guðmundur Grímsson. héraðsdómari, kynti Ásgeir hinum mikla mannfjölda. Á vopnahlésdaginn, þann 11. þ. m. var Ásgeir aðal ræðumaðurinn í Minneapolisborg. Island gat naum. ast fengið betri fulltrúa til þess að mæla máli sínu í Vesturheimi, en Ásgeir Asgeirsson. /,. ETUR AF EMBÆTTI Hon. D. G. McKcnzic. SíMastliÖinn föstudag, gerði Hon. John Bracken, forsætisráðgjafi Manitobafylkis það heyrinkunnugt, atS landbúnaðarráðgjafi fylkisstjórn- arinnar, Ilon. D. G. McKenzie, hefði ákveðið að láta af embætti í lok yfirstandandi mánaðar. Missir fylkisstjórnin með því úr þjónustu sinni ágætan og samvizkusaman mann. Mr. Mckenzie var fyrst kos- inn á þing 1928 í Landsdown kjör- dæminu eftir að þingmaður þess, Hon. T. C. Norris, lét af þing- mensku; gekk hann þá í ráðuneyti Mr. Krackens sem náttúrufrío'inda- ráðgjafi: þvi embætti gegndi hann þar til eftir kosningarnar 1032, er hann tókst á hendur forustu land- búnaðarráðuneytisins. Þess er vænst að Mr. McKenzie haldi áfram þing. mensku unz núverandi kjörtímabil rennur út. I byrjun næsta mánaðar tekst Mr. McKenzie á hendur stöðu sem aðstoðar framkvæmdarstjóri og varaforseti United Grain Growers féíagsins. BREYTING TIL BATNAÐAP Skálar þeir, sem starfræktir hafa verið hingað og þangað um landið fyrir atvínnulausa, einhleypa menn, er hermálaráðuneytið í Ottawa hafði áður yfirumsjón með, hafa nú ver- ið fengnir verkamálaráðuneytinu til fullrar forsjár, að því er simfregnir frá Ottawa herma. UPPÞOT 1 CAIRO Á fimtudaginn þann 14. þ. m., varð uppþot nokkuð í borginni Cairo á Egyptalandi; voru tveir menn skotnir til dauðs og nokkrir særðir. Voru það, að sögn, einkum stúdent- ar er í uppþotinu tóku þátt, og kröfðust aðskilnaðar við Breta. Stjórn Breta ber Itölum það á brýn, að undirróður af þeirra hálfu hafi orsakað óspektir þessar, og hefir falið sendiherra sínum i Róm, Sir Eric Drummond, að bera f ram öf lug mótmæli við Mussolini gegn hvers konar fylgisöflun á Egyptalandi. FULLVELDI FILIPPSEYJA VIÐURKENT Þann 15. yfirstandandi mánaðar gerðust þau tíðindi, að Filippseyjar fengu formlega viðurkent fullveldi sitt, eftir að hafa lotið öðrum í f jög- ur hundruð ár. Hinn fyrsti forseti lýðveldisins, Manuel Quezon, af- lagði embættiseið þann dag i höfuð- borg hins nýja lýðveldis, Manila, að viðstöddu miklu fjölmenni. Meðal stórhöfðingja, er viðstaddir voru, má nefna þá John Garner vara-for- seta Bandaríkjanna og George Dern, hermálaráðgjafa, er færðu Mr. Que. zon og þjóð hans. árnaðaróskir frá Roosevelt forseta. Sjálfsstjórn sú, er Filippseyjar nú njóta, er bundin við tíu ára tilraunastig; lánist ibú- um þeirra ekki heimastjórnin, koma Bandaríkin til sögunnar á ný, að þeim tima liðnum, eða jafnvel fyr. KVEÐJA FRA FRÚ JAKOBÍNU JOHNSON í hréfi til ritstjóra þessa blaðs, meðteknu síðastliö'inn mánudag, bið- ur frú Jakobína Lögberg að flytja hinum mörgu vinum sínum hér eystra alúðarþakkir fyrir ógleyman. legar viðtökur þann tíma, sem hún dvaldi á þessum slóðum, bæði á leiðinni til Islands og eins eftir að vestur kom. Sif jaliði hennar öllu i Seattle leið upp á hið bezta, er hún kom þangað úr sigurför sinni austan um ver. REFSISAMTÖK í GILDI Síðastliðinn mánudag gengu í gildi refsisamtök 52 þjóða gegn ítölum, vegna árásar þeirra á Ethiópíu. Hættu þessar þjóðir þá allar kaupum á ítölskum vörum, og takmarka mjög innflutning til Italíu, einkum á járni, stáli og olíu. ENDURKOSNING TIL BORGARSTJÓRA Mr. Joseph A. Clarke, var endur- kosinn til borgarstjóra í Edmonton þann 13. þ. m., með afar miklu afli atkvæði. Þessi vinsæli og harðsnúni borgarstjóri í Edmonton-borg, geng- ur þar alment undir nafninu "Fight. ing Joe." IIERSKYIjDA a PRETLANDI? Símað er frá Lundúnum þann 14. þ. m., að talið sé víst, að þess verði ekki langt að bíða unz lögleidd verði kylda á Bretlandi hinu mikla. A8 útgjöld til hers og flota verði jafníramt aukin til muna, cr hið ný- kosna þing kemur saman, er heldur ekki dregið { efa, eftir ummældm hrezkra blaða að dæma. GENGUR SIGRANDI AF HÓLMI . Við endurtalningu atkvæða, hefir G. G. McGeer, borgarstjóri í Van- couver, verið lýstur rétt kjörinn sambandsþingmaður fyrir Vancou- ver-Burrard kjördæmið með sex at- kvæða meirihluta umfram næsta keppinaut sinn, Arnold Webster, C. C. F. Með kosningu McGeer's bætist frjálslynda flokknum eitt þingsæti enn. LOSTFAGUR VARNINGUR OG LOSTÆ,TUR Ingólfur Espólín hefir þegar vak_ io mikla eftirtekt á hraðfrystum matvörum, er hann hefir sent víðs- vegar út um heim. Eins og áður hef ir verið skýrt f rá í ýmsum blöðum vorum, hefir hann fundið upp sérstaka hraðfrystiað- ferð, sem hefir mikla kosti fram yfir þær frystiaðferðir, sem áður hafa tíðkast. Ef vel er um hin frystu matvæli búið, geymast þau um langan tíma í kælirúmi án þess að þiðna og má þannig senda þau um áraveg til landa í framandi heimsálfum. — Þegar þau svo eru matreidd þar, reynast þau öldungis sem ný væru og fersk, því að frostið hefir að engu leyti spilt bragði ])cirra, en slíkt hefir ekki áður mátt segja um frystar matvörur fram að þessu.—Eg hefi sannfærst um að svo er, af því eg sjálfur hefi prófað vörurnar, bæði fisk, hrogn og skyr, sem Espólín sendi mér. Eg og gest- ir mínir, sem fengu að smakka þær með mér, dáðumst að vörunum, hve laglega var um þær búið og hve hragðgóðar þær voru eftir frysting- una. Ömmur okkar, sern ætíð kviðu fyrir hörðu frostunum vegna skyrs- ins og súra slátursins í búrinu (sem hvorttveggja varð bragðlaust óæti, ef frostið gagntók það), — þær Urslit brezku kosninganna Þjé&stjórmn breéka undir foruMu Staulci/'s Baldwin, rinnur glœsilegan kosningasigw. \'ið kosningar þær til brezka þingsins, er fram fóru á fimtudag- itm 14. þ. m., fóru leikar þannig, ao stjórn sú, undir forustu Stanley's l'.aldwin, er setið hefir að völdum síoan 1931, vann frægan sigur. Alls eiga sæti í neðri málstofu þingsins C114 l'ingmann ; þar af telur stjórnar. flokkurinn 434 sæti. Frjálslvnda flökksins gætir vart á n;esta þingi. þó Lloyd George næði að vísu kosn- ingu. Aðal andstöðuflokkur stjórn- arínnar veríSur verkamannaflokkur- inn; jókst honum allmjög fylgi. Þeir Ramsay McDonald, fyrrum stjórnarformaður, og Malcolm son- ur hans, nýlenduráðgjafi, liiðu báð- ir ósigur í kosningunum. Sir Her- bert Samuel náði heldur ekki kosn- ineu. hefðu svarið fyrir að nokkurn tíma mundi takast að hraðfrysta skyr án þess það dofnaði á eftir. En þetta hefir tekist með hraðfrystiaðíerð Espólins, og það svo vel, aö' nú má senda skyrið okkar suður fyrir mið- jarðarlínu til svertingja í Kóngó, og það er sem óbreytt og alveg nýtt, eftir að það hefir verið þítt í sjóð- heitu vatni. I'orskurinn var svoddan fyrirtak að mér og gestum mínum varð eink- um tíðrætt þar um, því þorskurinn er nú einu sinni okkar merkasta markaðsvara, okkar þjóðarsómi og sá þjóðarstyrkur, sem öll vor sjálf- stæðistilvera cr undir komin. — "Þetta er sannur herramannsmatur," sagði einn. "Eg hefi nú aldrei feng- ii") betri fisk á æfi minni," sagði annar, og hann bætti við: "Svona markaðsvara verður blátt áfram til ao bjarga okkur út úr skuldunum.— Svona ágætur þorskur, borinn á borS fyrir sælkerana í matsöluhús- um stórborganna, verður á við okkar allra beztu íslendingasögur og allan skáldskap til að auglýsa vora stór- gáfutSu, skólagengnu þjóíS 1" Xú á dögunum sendi Espólín mér litla myndabók eða albúm, sem kall- að er. En þar voru á hverri síðu upplimdar vel teknar, gljáfagrar ljósmyndir, ekki ])ó af neinum fríð. leiks mönnum eða konum, heldur þorskum, og þó ekki aðallega þorsk- um í heilu lagi, heklur hraðfrystum, laglega niðurskornum þorskbútum, gaddhörðum; og skein í sárið, glært og skinandi hvítt á víxl, likt og þarna væru silfurbergskristallar úr Helgustaðafjalli. Ennfremur voru þarna skírar myndir af hinum fallegu og smekk. legu umbúðum utan um ísfiskinn.— Kassar, fóðraðir innan með flóka- pappa og fiskbútar vafðir hvítum pappír, mismunandi stórir, %, 1, 6 kg. á þyngd, en utan á fiskpakkana og kassana var letrað bæði á ensku, þýzku og frönsku um innihaldið (Icelandic filleted codfish) og leið- arvísir hvernig skuli sjóða og steikja fiskinn án þess að þíða bútana áður en þeir séu settir í sjóðandi pottinn eða á sjóðheita pönnuna. Það er nærri ótrúlegt, hve mikla ]'ýðingu það hefir að snoturlega og veí sé um hverja vöru búið, til þess að hún veki athygli og eftirspurn.— Við þekkjum þetta læknarnir, sem fáum iðulega sendar nýjar tegundir lyf ja í gljáandi skrautlegum umbúð- um, sem smám saman útrýma eldri lyfjunum. Það er sem eg sjái útlendu kokk- ana og húsmæðurnar þegar þær opna Espólíns-bögglana og hvolfa úr þeim kristallshvítum jökulhörðum ísfisksbútunum ofan í pottinn. — Iceland-f ish! — Hvaðan skyldi svona ísfiskur vera nema frá Is- landi? Já, auðvitað frá Islandi, þessu kalda landi, þar sem hann hef- ir gaddfrosið í kuldanum um leið og hann var dreginn upp úr sjónum! Eða máske hefir hann verið pjakk- aSur fram með öxum eða íshöggi út úr einhverri auðugri fisknámu djúpt inni í Vatnajökli? Eða má- ske sagaður út úr hafsjökum þar við strendurnar — Very interesting! Chose remarquable! Steingr. Matthíasson, —íslendingur 11. okt. Ur borg og bygð Xýlátinn er hér i borginni Níels Gíslason, plastrari, sextugur að aldri. Mr. Guðmundur Sigurðsson ak- týgjasmiður frá Ashern, Man., dvel- ur i horginni um þessar mundir. Séra Jóhann Bjarnason biður þess getið hér í blaðinu, að honum hefir verio" gert aðvart af Canadian Pas- senger Association, 320 LTnion Sta- tion, hér í horg, að bækur þær fyrir 1936, er veita prestum niðursett far á járnhrautum, eru nú reiðuhúnar, og að ]>eir prestar sem notið hafa hhmninda þessara í ár geta fegið næsta árs bók hvenær sem er, með þvi að senda $2 til áðurnefnds félags ásamt umsókninni. Umsóknina má fylla út á spjald, sem er aftast í hverri hók, og er það einíaldasti og þægilegasti mátinn. Niðurfærzlan er á járnbrautum Canada megin, en Bandaríkja prestar njóta þó sömu hlunninda sem þeir er búsettir eru norðan megin merkjalínu ríkjanna. VEITIÐ ATHYGLI! Junior Ladies Aid Fyrsta lúterska safnaðar, heldur "St. Nicolas Tea" seinni part dags og að kveldinu þann 3. desember næstkomandi, í sam- komusal kirkjunnar. Pöntunum að jólakökum veitir viðtöku Mrs. Walter Jóhannsson, sími 35 707. Nánar i næsta blaði. Conveners: Mrs. W. R. Pottruf f, sími 36860; Mrs. S. Sigmar, sími 34 919; Mrs. G. Finnbogason, Agnes Street. ASKORUN. Þá af meðlimum Þjóðræknisfé- lags íslendinga í Vesturheimi, er ekki þegar hafa greitt ársgjald sitt fyrir yfirstandandi ár, vildi eg vin- samlegast hiðja að senda mér það við fyrstu hentugleika. Arstillagið er einn dollar, og fá allir félagar einn eintak af Tímariti félagsins sent, sér að kostnaðarlausu. Eg sendi föður mínum heim til íslands nokkra af síðustu árg. Tíma. ritsins og hann skrifar mér: "Hjartanlega þakka eg þér fyrir Tímaritið, sem þú sendir mér; það er alveg skínandi rit, bæði að efni og frágangi öllum, og félaginu til stórsóma, og það vona eg að svo lengi sem því riti er haldið út í sama stíl og af jafnmikilli prýði, þá hald- ist íslenzkt þjóðerni við meðal Ianda í Ameríku. Þannig líta Islendingar heima á ritið ykkar, kæru landar- Eflið þjóðræknissamtök Vestur-íslend. inga með því að ganga í Þjóðrækn- isfélagið og greiða árstillag ykkar. Guðmann Lcvy. fjármálaritari. 251 Furby St, Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.