Lögberg - 21.11.1935, Blaðsíða 5

Lögberg - 21.11.1935, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. NÓVEMBER, 1935. 5 aí5 veröa tæmt; læt eg því hér staÖar numið að sinni, með þeirri bón til lesandans, að athuga gaumgæfilega ummæli Dr. Helga Péturss, Þor- steins Erlingssonar og próf. Sigurð- ar Nordals um skáldið Stephan G. Stephansson. Að endingu vil eg geta þess að fáeinir dalir, sem mér hafa verið sendir í sjóðinn, eru enn óauglýstir í blöðunum, sumt af því fé er enn hjá mér og sumt hjá Ófeigi Sigurðs- syni. Eg bað hann að auglýsa ekki fyr en hann fengi aðra peninga- sendingu frá mér. Vinsamlegast, Jak. J. Norman. P.O. Box 149, Wynyard, Sask. Stundardvöl hjá íslenzk- um prestum Eftir séra Sigurð Ólafsson. Að þessu sinni langar mig að minnast að nokkru aldraðs manns, er eg áður hefi nafngreint, en það er fyrverandi skólastjóri kennara- skólans í Reykjavík, séra Magnús Helgason, fyr sóknarprestur á Breiðabólsstað á Skógarströnd, en síðar um allmörg ár prestur á Torfa- stöðum í Biskupstungum i Árnes- sýslu. Skyndikynning mín við séra Magnús er ekki orsök þess að eg rita línur þessar heldur hitt, að séra Magnús er þjóðkunnur ágætismað- ur og mentafrömuður, sannmentað. ur og þjóðnýtur mannvinur, sem að hefir hlotið þakklæti þjóðar sinnar fyrir ágætlega af hendi leyst æfi- starf, sem hann hefir af hendi leyst með heiðri og sóma.—Vil eg nú minnast séra Magnúsar að nokkru. Hver sá, er virðir fyrir sér menn- ingarsögu íslands á umliðnum tíma, áttar sig brátt á því, að margir allra þjóðnýtustu mennirnir eru uppaldir í sveitum og venjulegast bændasynir. Mjög er þetta áberandi um síðari hluta næstliðinnar aldar. Mér dettur nú í hug i þessu sambandi Guð- mundarnir þrir, læknarnir góð- kunnu: Guðm. Magnússon pró- fessor, nú látinn, Guðm. Björnsson fyrv. landlæknir og próf. Guðm. Hannesson. Þessir menn báru ægis. hjálm yfir læknastéttina um langa hrið. Þeir voru allir bændasynir. Mörg slik dæmi mætti nefna. Mér koma Birtingaholts bræðurnir í hug. Af stórum og mannvænlegum hópi barnanna í Birtingaholti gengu fjórir bræðranna hinn venjulega lærða menta veg þeirra tima. Einn þeirra dó meðan hann var í skóla. Hinir þrír urðu prestar: Séra Guð. mundur, glæsilegur héraðshöfðingi, frömuður í búnaðarmálum og mikil- bæfur kennimaður og fræðimaður, síðast prestur í Reykholti, látinn fyrir mörgum árum. Séra Kjartan, prestur i Hruna i Dölum, en síðar um langt skeið prestur í Hruna og prófastur Árnesinga, hinn ágætasti og ljúfasti maður, með öllu ógleym- anlegur öllum þeim, er honum kynt- ust. Er eg persónulega þakklátur fyrir kynningu mina af séra Kjart- ani, og tel það stórt lán að eiga bréfaviðskifti við hann, frá því að hann dvaldi hér vestra og fram að andlátj hans. Var mér sú viðkynn. ing bæði persónulega og bréflega mikill gróði, svo sanngöfugur og þroskaður sem hann var. Séra Magnús mun hafa verið næstur Guðmundi bróður sínum að aldri til. Naut hann tilsagnar hans og séra Valdimars Briem undir skóla. Síðar kendi Magnús svo Kjartani bróður sínum, en hann á sínum tíma sagði til Lúter bróður þeirra, er lézt á meðan hann var í skóla. — Var heimilið í Birtinga- holti sannkallað merkisheimili, þar sem grandvör framkoma, ströng reglusemi og( einlæg mentalöngun héldust í hendur. Var heimilið skóli í orðsins beztu merkingu; voru slík heimili sannir verðir menningar með þjóðinni. — Séra Magnús hefir lýst þessu glögglega og eru ummæli hans tekin upp af Einari H. Kvaran, í formála hans fyrir bók séra Magn- úsar: “Kvöldræður í Kennaraskól- anum.” , Er það ógleymanlega fögur mynd af sanngöfgandi heimilislífi, er mót- aði börnin og gerði þau móttækileg fyrir mentun þá, er þau flest síðar urðu aðnjótandi. Séra Magnús kendi oftast nær, samhliða námi sínu. Prófi lauk hann úr Mentaskólanum með fyrstu ein- kunn, 92 stigum, 1877.—Mun það sjaldgæft hafa verið talið að i grisku fékk hann einkunnina 6, og var Dr. Grímur Thomsen prófdómari. Næstu ár kendi hann, en gekk svo á prestaskólann, og útskrifaðist það- GUNN fyrir MAYOR Mr. Gunn bæjarfulltrúi er verkfræðingur. Hann hefir setið þrjú ár í bæjarstjórn við bezta orðstír. GUNN 1 CECIL H. GUNN 1 We’re All Nutty Here and There an með fyrstu einkunn, 52 stigum. Hann varð svo prestur að Breiða- bólsstað á Skógarströnd, en eftir nokkurra ára dvöl varð hann prest- ur á Torfastöðum í iBskupstungum, í grend við foreldra sína og átthaga; var það erfkt prestakall, fjórum kirkjum að þjóna, en héraðskunn og enda þjóðkunn varð þjónusta hans sem prests og frömuður í öllum vel- ferðarmálum héraðsins. Beitti hann sér fyrir mörgum málum er snerta almenningsheild, svo sem trygging á stórgripum, m. fl. En kunnastur varð hann bæði sem ágætur prédikari og fágætur fræðari barna og ungmenna. Lagði hann sérstaka rækt við uppfræðslu barna og varð mikilsvirtur vinur og fræðari hinna ungu. Hann var á- hrifamikill og sannur vinur sóknar- bara sinna. Hún er nýstárleg og hressandi frásagan um það, þegar Jón skóla- stjóri Þórarinsson við Flensborgar. skólann kom einn fagran þerrisdag um fyrrihluta sláttar í mikilsverð- um erindagjörðum, að finna prest- inn á Torfastöðum. Þá hittist svo á. að séra Magnús var léttklæddur og vann að úrhleðslu í heygarði sínum. Afsakaði hann hve óprestlega hann væri búinn; en Jón skólastjóri vin- ur hans taldi slíkt smámuni eina; sérílagi sökum þess að erindi sitt væri að koma honum úr hempunni, ef þess væri nokkur kostur, að hann vildi úr henni fara. Með öðrum orðurn: erindið var, að fá Torfa- staðaprestinn til að verða kennara við kennaradeild Flensborgarskól- ans, og svo er sérstakur kennara- skóli yrði stofnaður, forstöðumaður hans. Vinirnir dvöldu lengi dags og ræddu margt. Næsta dag reið svo séra Magnús á veg með Jóni skóla- stjóra og er leiðir skildu, fór hann einn til fjalls, að hugsa nánar mál sitt; því svar hafði enn ekki gefið, en hlaut að gefa það, að fárra daga fresti. Hann ákvað að hefja starf við skólann og varð kennri þar haustið 1904, og er kennaraskólinn var stofnaður 1908, varð hann for- stöðumaður hans og mun hafa starf- að þar um 20 ár. Varð kennaraskól- inn undir stjórn og starfi hans og góðra samkennara fullkomin og einkar þjóðleg stofnun. Djúptæk og ljúf voru áhrif hans. Saga lands- ins og þýðing hennar er honum ljóst og hjartfólgið viðfangsefni. — Á- hrif hns, eru jfnn frjáls, helbrigð og einkar þióðleg. Ásgeir Ásgeirsson fyrverandi samkennari séra Magnúsar, núver- andi fræðslumálastjóri Islands, hef. ir ritað grein um séra Magnús, á sjötugs afmæli hans, í “Morgun- blaðið” og timaritið “Mentamál,” er hr. Einar H. Kvaran tilfærir, og leyfi eg mér að tilfæra nokkur at- riði úr þeirri ritgerð: —“Séra Magnús kom að Torfa- stöðum árið 1885. Hann tók þar við niðurníddri jörð og erfiðasta og tekjulægsta prestakalli í Árnessýslu, með fjórum kirkjusóknum.”----------- “Tók hann þegar að bæta jörðina. Túnið var stórt, þýft og komið í ó- rækt; sléttaði hann mikið af því, og jókst töðufall í hans tíð um helm- ing. Bæjarhús voru mjög léleg og hvildi þó skuld á prestakallinu. Bygði hartn upp öll hús að nýju, og varð það hið reisulegasta býli. Nýja kirkju lét bann gera á staðnum og var til hennar efnt með samskotum. Félagsskapur var allur í kalda koli, er séra Magnús kom að Torfastöð- um, enda er þar erfitt um félags- skap. Hann kom á fót vátrygging- arfélagi um stórgripi, eins og tíðk- aðist í fornöld, og hélzt það, meðan hans naut við. Hann gekst fyrir stofnun rjómabús og jarðabótafé- lags, og var formaður í báðum. Hann gekst og ásamt öðrum fyrir stofnun kaupfélags Árnesinga, er var stofnað 1888.”---------“Fyrstu skilvinduna sem kom í Árnessýslu, keypti hann. Hann gekst og fyrir að komið var dragferju á Plvítá, að Iðu.”-------“Má af þessu sjá, að séra Magnús var góður bóndi og forgönguniaður um verklegar fram- kvæmdir. Og er hans þó jafnan getið meir sem afbragðs kennara og mikils prests, en sem góðs bónda.” ------“Menningarmálin hafa jafn- an verið honum kærust. Það er venjulegast að prestar byrja ekki barnaspurningar fyr en á þorra, en séra Magnús byrjaði jafnan að spyrja börn með vetri, á helgum dögum eftir messu, og þóttu spurn- ingar 12 ára börn og eldri; og yngri börn komu stundum. Barnapróf hélt hann á vorin á hverri kirkju og byrjaði á því, löngu áður en það fór að tíðkast annarsstaðar.” — — “Ekki slepti hann af þeim hendinni við ferminguna, heldur hélt með fermdum ungmennum samkomu eft. ir messu, einu sinni á ári síðari árin. Þá kendi hann og unglingum ókeyp. is einn dag í viku að vetrinum, er dag tók að lengja. íslenzk fræði. Las hann með þeim kvæði og sagði þeim úr sögu íslands. Unglingarnir gengu heim til hans, til og frá, komu þeir sem vildu og gátu því við kom- ið.”------“Kirkjusókn var jafnan á'gæta hjá séra Magnúsi.”--------- “Séra Magnús þótti ágætur ræðu- maður. Lá jafnan djúp alvara og sannfæring að baki orða hans, er hreif-áheyrendur mjög. Skylduræk- inn var hann og samvizkusamur og sótti fast að komast til útkirna sinna, þó veður væru ill.’— Fáar bækur hefi eg lesið með meiri ánægju en bókina hans séra Magnúsar: Kvöldræður í Kennara- skólanum, sem Prestafélag íslands gaf út. Helzt vildi eg að sú bók væri á sem allra flestum islenzkum heimilum, þar sem að íslenzkar bæk- ur eru um hönd hafðar. Aldrei get eg haldið þeirri bók i skáp mínurn stundu lengur; fólk þráin að lesa bókina aftur og aftur. Af því að mig grunar að hún sé í höndum færri en vera ætti, set eg hér efnis- yfirlit hennar. — Fyrst er inngangur, einkar fróð- legur og listrænn, ritaður af Einari H. Kvaran, rithöfundi, er var skóla- bróðir sér Magnúsar. Erindin í bók- inni eru þessi: Signýjarhárið, Þjórsárdalur, J/andnámsbók, Skilað kveðju, Guð- mundur biskup Arason, Ben Lindsay Áfengisnautn með forfeðrum vor- um, Ættjarðarást, Sturlungaöldin. /Efintýri, Samvinnumál, Sigurður Hranason, Afreksmenn, Siðaskiftin hér á landi, Brautryðjandinn, Mann- gildi. Öll eru erindin prýðileg aflestrar. Ógleymanlegt er mér erindið um Guðmund biskup Arason, skilningur hans á honum og samúð sú, er hann segir frá lífssögu hans með, er fá- gæt og hæf jafn göfugum og sann- mentuðum manni sem að séra Magnús er. Eg hygg séra Magnús vera einn hinn ágætasta og þjóðnýtasta af son- urn íslands, nútíðarmaður í húð og hár, er styðst við klassíska menn- ingu liðins tíma, hefir notfært sér hana, en horfir jafnframt sjónfrán- um augum mót þörfum yfirstand- ardi og komadi tíma; öruggur og ótrauður þótt aldraður sé, og vænt- ir góðs af vanda þeim og viðfangs- efnum, sem nýi timinn hefir að færa. Hann er enn ern og frár á fæti, hár og grannur maður með tignar- legan og prúðan svip. Engutn dylst að hann er maður sannmentaður, kurteis í allri framgöngu, en frern- ur fálátur við fyrstu kynningu, við sér ókunnuga menn. Eg kyntist honum þar sem að allmargir voru samankomnir og margt manna var fyrir, hafði eg því ekkert tækifæri til samtals við hann, nema stutta stund, en vanrækti að leita aftur samtals við hann. Nokkrum sinn- um sá eg hann einn á gangi á göt- um úti; mun honum léttur fótur og ljúft að ganga. Sú tilfinning læstist inn í huga minn, að séra Magnús væri einn af sannmentuðustu og á- gætustu sonum íslands, er eytt hef- ir langri æfi til þess að göfga sam- tíð sína. Mætti ísland eignast marga slíka! TIL EÍNARS P. JÖNSSONAR Þér eg snjallan þakka óð, þjóðarskáldsins minni, sem að krýndi lista ljóð ljóssins dásemdinni. Óður hans á ekkert kveld By P. N. BRITT. When ice is on the pavement, With a blanket of snow, Just keep your wits about you— One slip, and down you go. Saw a fellow get a bump, Ice hit him quite a blow, He was very mad all right When he got up to go. A chésty lad came strutting by As if he didn’t care, Feet went up as he went down Say, bo, that guy did swear. * * * COME old folks are pretty hard to ^ get along with, while other young old people keep on being “one of the boys,” or “one of the girls”—often the high-lights of happy homes. Just now, on the wall, facing me, is an oil of “The Comforter.” What a kindly, furrowed sweet face of a dear old gentle woman. * * * Why this picture happens to have been hung just opposite to where I sit on a still night trying to weave a piece like this, I don’t know. But, there it is, always in front of me. I love that splendid picture. It re- calls to me that “dear old mother of mine,” of whose passing I was ad- vised long years ago, while struggling away at a telegraph edi- tor’s desk, in the midst of a strenu- ous forenoon. A telegraph messenger handed me an envelope. I signed for it, gave him two bits, and he was gone. I always give the telegraph messenger two bits. I used to be a telegraph messenger myself-—fifty years ago, and the dear old fellows who slipped a quarter across the counter when I hopped in on them, to me are among the real fellows I have known down through the years. At the end of the day, and those were perfect days away back there, I got a thrill out of handing to “The Comforter”, my mother, the quarters I picked up, and she needed the money. * * * Dad was making only about seven or eight doilars a week, and I was getting but seven dollars a month. It was tough sledding, but I can not recollect ever having heard either dad or mother complain or grumble. When I see old crabbers or grouch- es now, it gives me a very nasty headache. * * * VV/ E old folks ought to try to de- ” vote our concluding years to making it brighter and better for the young folks. God knows we are leaving them a pretty drab outlook, as things are at the moment. * » * I am inclined to be disgruntled and crotchety at times, but the placid countenance of “The Comforter” has a sort of steadying influence on me. eilífð sýnir bjarta, meðan slær við is og eld okkar þjóðar hjarta. M. Markússon. J. B. Academy SILVER TEA Jón Bjarnason Academy Silver Tea, held on November 15, 1935, in the First Lutheran Church Parlors, and the anniversary of Dr. Jon Bjarnason’s birth (90 years) proved to be a real success; the program was as follows: Boys’ Quartette—Jón Bjarnason, Mac Aikenhead, Magnus Paulson, Come to think of it, the painting was a gift to daughter, from “Ferd.ie,” an artist friend of hers. Maybe it hangs where it does to be a constant reminder to me to behave myself. » » * UST to consider for a moment a couple of instances of crabbing we have to listen to, if we let everybody in, to get the superfluous weight off their chests. Tom and Jerry have on their hands a couple of p^ckages of stocks, bonds, debentures, and other corruption, once alleged to be “worth” about six thousand dollars each. Because T. and J. find that their packages of lithographs don’t seem to mean any more than equal-weight packages of Stop-and-Go certificates or tomato can labels, T. and J. are properly peeved. They want the nation, or anybody and everybody to get to- gether, and do something about it. » * * Then again: Dick and Dan have a couple of houses on adjoining lots for which they paid six thousand dollars each. They could not get half the cost of the houses for them now. But, they are not crabbing about it. Folks buy houses to live in. Nuts buy stocks and bonds and such to make money. Same as some of the rest of us buy tickets on the races, Poor losers are nutty. They can’t take it. And, the squealing they do is very tiresome. • * * P ROM a business man in a western city comes a letter, in which he says: “Your nutty column is apprec- iated. I like its optimism. Good luck!” And, he tells a good one himself in his letter, about a hero- located in the dried-out belt, south of Regina. He had had no crop for five years on account of drought. This year rust killed the crop. He owns a $16,000 house, but has had no money to heat it for three years. He closed the house, and lived in a small cabin, to keep off relief. He is full of hope. Says that last season proved that croakers who have said southern Saskatchewan cannot grow wheat are nutty. If the crop, as it was July lst, had matured, handling the grain would have been a heavy task. He says he has never seen rust two years in succession and is confi- dent next year will be a great year. There’s a hero for you, with cour- age to wither a flock of the glooms by whom we are pestered. Here’s hoping he may have next year forty bushels of Number One Hard to the acre, at a dollar or more a bushel. * * * The shortest day of the year will soon have come and gone, and we’ll be looking forward to spring. G’bye. Larus Melsted — “Just Singing Along”; “Love’s Old Sweet Song.” Solo—Marjorie Edwards (won radio contest July ist)—“Only a Rose”; “When I Grow too Old to Dream.” Speech—Mr. Roy Ruth—“Rev. Jon Bjarnason.” Chorus — “Flow Gently Sweet Afton”; “Blue Danube.” Boys’ Quartette—“Farmer’s Boy” Palmi Palmason — String En- semble. Mr. A. Magnusson made a few remarks, and so did Mr. J. J. Bild- fell. — Refreshments served to a large gathering of friends of the Academy. Styðjið MR. PAUL Styðjið BARDAL allir sem einn! Mr. Paul Rardal, bæjarfull- trúi, leitar endurkosningar til bæjarstjórnar i 2. kjördeild á föstudaginn þann 22. nóvem- ber, 1935. íslendingar þurfa að eiga á- hrifamenn i setn allra flestum embættum og sýslunum. Mr. Bardal hefir orðið þeim til sæmdar í bæjarstjórninni, og hann verðskuldar það fyllilega að þeir veiti honum óskiftan stuðning með því að greiða honum forgangsatkvæði, og merkja töluna (1) við nafn hans á kjörlistanum. MR. PAUL BARDAL allir sem einn ! COMMITTEE ROOM: SARGENT & VICTOR For Informat'on Phone: 34 422

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.