Lögberg - 28.11.1935, Blaðsíða 1

Lögberg - 28.11.1935, Blaðsíða 1
y PHONE 86 311 Scven Lines d vS" *J*{£&* sV> V tV-^ -vOS '&'>u A For Better Dry Cleaning and Laundry 48. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUEAGINN 28. NÓVEMBER, 1935 NÚMER 48 MR. JOHN QUEEN, endurkosinn til borgarstjóra í Winnipeg með því nær ellefu þús- und atkvæfia meirihluta umfram gagnsækjanda sinn, Mr. John Gunn. TIL ÍSLENZKRA KJÓSENDA í 2. KJÖRDEILD Eg vil leyfa mér að grípa J>etta tækifæri til þess að þakka hinum ís- lenzku vinum minum í 2. kjördeild það eindregna fylgi, er þeir veittu mér við nýafstaðnar bæjarstjórnar_ kosríngar í Winnipeg. Eg get full- vissað þá unr, að hinn mikli sigur, er eg með aðstoð þeirra vann, verður mér ófrávikjanleg hvöt til framtaks og athafna, eigi aðeins í þeirra eigin félagslífi, heldur og starfslífi bæjar_ félagsins í heild. Með endurteknu hjartans þakklæti, Paul Bardal FORSETI FRJALSLYNDRA SAMTAKA í MIÐ-WINNF PEG KJÖRDÆMINU HINU NYRÐRA Mr. H, P. A. Hermanson, fram- kvæmdarstjóri Swedish-American eimskipafélagsins, hefir verið kos- inn forseti ofangreirids félagsskap- ar fyrir yfirstandandi ár. Sótti hann um kosningu til sambandsþings í síðustu kosningum og hlaut mikið fylgi, þó eigi nægði til þess að ráða niðurlögum Mr. Woodsworths. 7/0V. CIIARLES MURPIIY LÁTINN Síðastliðinn sunnudag lézt i Ot- tawa, Hon. Charles Murphy. einn af þingmönnum efri málstofunnar, 72. ára að aldri. Mr. Murphy kom mjög við stjórn- málasögu hinnar canadisku þjóðar; hann var ’ fyrst kosin á þing árið 1908, fyrir Russell kjördæmið i Ontario, og átti sæti þar fram á árið 1025, er hann var skipaður þing- maður í öldungadeild. Sæti átti hann í tveimur ráðuneytum frjáls- lynda flokksins; fyrst sem ríkisrit- ari í Laurier-stjórninni, og síðar sem póstmálaráðherra í hinu fyrsta ráðuneyti Mackenzie King. Mr. Murphy var fæddur í Ottawa þann 8. dag desembermánaðar árið 1862; hann útskrifaðist i lögum árið 1891. Hinn látni Senator var ókvæntur, en lætur eftir sig þrjá bræður.. Mr. Murphy var eindreginn and- stæðingur herskyldu-frumvarpsins 1917 og stóð þvi þar af leiðandi um hann styr nokkur í því sambandi. Hann var einn af ákveðnustu aðdá- edum' Sir Wilfrid Lauriers, og hélt við hann æfilangri trygð. Með frá- falli Mr. Murphy’s opnast fyrsta sætið í öldungadeildinni frá því hin nýja King-stjórn kom til valda. Jarðarför þessa merka stjórn- málamanns fór fram á miðvikuclag- inn frá St. Theresa kirkjunni í Ot- # f tawa, að viðstöddum flestum rað- gjöfum núverandi sambandsstjórnar og öðru stórmenni. KONUNGUR GRIKKJA A LEIÐ TIL RÍKIS SINS A laugardaginn var sigldi hinn endurkvaddi konungur Grikkja, Georg, frá Brindisi á ítalíu, til þess að taka á ný við konungdómi þjóðar sinnar. » RANNSÓKNAR KRAFIST Dómsmálaráðgjafi stjórnarinnar í Ontario, Mr. Roebuck, hefir farið fram á það við dómsmálaráðvmeytið í Ottawa, að það taki fyrir til fullr_ ar rannsóknar hið svonefnda Meisner mál. David Meisner var, sem kunnugt er, fundinn sekur um rán Labatts ölgerðar verksmiðju- eiganda í Toronto, og dæmdur til fimtán ára fangavistar. Nú hefir annar maður játað á sig þann glæp og verið dæmdur fyrir hann. JELLICOE LAVARÐUR LATINN Á miðvikudaginn þann 20. þ. m. lézt í Lundúnum, Jellicoe lávarður, 76 ára að aldri, fæddur þann 5. des. ember 1859. Kom hann mjög við sögu Breta meðan á heimsstyrjöld- inni miklu stóð og stjórnaði hinum brezka flota í orustu þeirri hinni hörðu og mannskæðu, er háð var milli Þjóðverja og Breta undan ströndum Jótlands árið 1916. Snarpri mótspyrnu sætti hann heima fyrir að afstaðinni þeirri orustu; einkum og sérílagi þó frá Winston Churchill, er blátt áfram bar honum heigulsskap á brýn, og kendi honum jafnframt um það, hve mannfallið á hlið Breta hefði orðið óþarflega mikið. Hjá meirihluta stjórnar þeirrar, er með völd fór á Bretlandi meðan stríðið stóð yfir, naut Jellicoe lávarður þó óskifts trausts. ÚTVARP AÐ IIEIMAN Eyrir þremur vikum birti Lögberg frétt um það, að stuttbylgjað yrði frá Reykjavík á hverjum sunnudegi fyrst um sinn, skemtiskrá, er sam- anstæði af ræðu og þjóðlegri, is- lenzkri tónlist. Áherzla skal á það lögð, að slík skemtiskrá heyrist hér glögt yfir stuttbylgju viðtæki (Short Wave Radio) kl. 12.40 e. h. á sunnudögum (tuttugu mín. í eitt), eins og áður var auglýst í blaðinu. FÆRÁ SIG UPP A SKAFTIÐ Kunnugra er það en frá þurfi að segja, hver urðu málalok í viðskift- um Japana og Kína viðvikjandi Manchuriu; yar alt það mikla land- svæði beinlínis innlimað í Japan. Hið sama er um Jehol fylkið að segja. Nú er svo að sjá, eftir síð- ristu fregnum að dæma, sem hér eigi ekki að vera staðar numið, heldui ætli Japanir að innlima fimm fylki í viðbót um næstkomandi mánaða- mót. RÆJ ARSTJÓRN AR- KOSNINGARNAR I WINNIPEG Við kosningar þær til bæjar- stjórnar, er fram fóru í Winnnipeg síðastliðinn föstudag, urðu úrslit- in þau, að Mjr. John Oueen var end- urkosinn til borgarstjóra. í 1. kjördeild náðu kosningu til bæjarráðs: Mr. Simonite Mrs. McWilliams Mr. Fred Thompson. í 2. kjördeild: Paul Bardal Thomas Flye Mr. Stobart. Til eins árs var kosinn Rhodes Smith, lögfræðingur og fyrirlesari við lagaskólann. I 3. kjördeild voru endurkosnir: Mr. Barry Mr. Blumberg Mr. Penner. Frumvarp það til aukalaga um $500,000 lánsheimild til húsagerða eða húsabóta, er lagt var undir úr- skurð kjósenda í bæjarstjórnarkosn. ingum þessum, var felt með geysi- legum atkvæðamun. í skólaráð fyrir 2. kjördeild voru endurkosin þau Dr. Warriner og Mrs. Gloria Queen-Hughes. Arsfundur . .Fyrsta lúterska safnaðar var hald- inn í kirkjunni síðastliðið þriðju- dagskvöld. Fulltrúar til tveggja ára kosnir í bætti: Dr. B. J. Brandson (endurkos- inn) ; A. C. Johnson (endurkosinn) ; Fred Thordarson (endurkosinn) ; Chris. Sigmar, John Hjalmarson. Djáknar til tveggja ára: Theodora Hermann (endurkos- in) ; Guðrún Bíldfell; Vala Jónas- son (endurkosin) Blaldwin Blald- win (endurkosinn) ; Richard Vopni. Yfirskoðunarmenn: Paul Bardal, H. J. H. Palmason, (endurkosnir). I landsýn Eftir Jakobínu Johnson, Hlutur fcll mér á 'yndis- legum stað.” Sálm. 16, 6. Lít eg eldlegt aftanskin á ókunnum stað.— Fagnandi finn eg orð . og festi mynd á blað. —Fn bjarmann og blikið, ‘ birtir nokkur það ? Lit eg Snæfells hvíta hnjúk liefja fald við ský.— Söng-vakið sem eg ljóð og svölun hygg þar í. —En leiftri við landsýn, lýsir nokkur því? Stíg eg fæti fyrsta sinn “á feðranna storð.’'— Söng-þráin svifur að, þó sé eg enn um borð. —En landtöku ljóðs þíns lýsa nokkur orð? Heyri eg “móðurmálið mitt” mælt á ferða storð. — Söng-þráin sverfur að, sem mig hreif um borð. —En hvar finnur hjartao hrifning sinni orð? * —Eimreiðin. FRA AFRÍKUSTRÍÐINU Samkvæmt símfregnum frá Addis Ababa þann 26. þ. m., hafa hersveit- ir Ethiópíumanna gengið sigrandi af hólmi í tveimur orustum á norð- ur vígstöðvunum. í seinni orustunni var þrem herdeildum ítala stökt á ílótta, og yfirforingi þeirra skotinn til dauðs. Látið er þess getið jafn_ framt i símskeytum frá Makaleborg, er ítalir hafa fyrir skemstu náð á sitt vald, að yfirstjóm hins ítalska hers hafi ákveðið að auka mjög loft. flota sinn á meginvígstöðvunum i hinum norðlægu héruðum í Ethi- ópíu. Frá Geneva er símað þann 27. þ. m., að stjórnir Rúmeníu og Rúss- lands hafi tjáð sig hlyntár þvi, að stemma stigu fyrir útflutningi á olíu til ítalíu, eða jafnvel taka fyrir hann með öllu frá hvorri þjóðinní um sig. KJÖRDÆMI HANDA GARDINER Samkvæmt fregnum frá Ottawa þann 27. þ. m., er talið víst, að hinn nýkosni þingmaður fyrir Assini- boia kjördæmið í Saskatchewan, Robert Mackenzie, láti af þing- mensku, til þess að opna þingsæti fyrir Hon. James Gardiner, hinn nýja landbúnaðrráðherra sambands- stjórnarinnar. Er mælt að Mr. Mackenzie hafi verið í Ottawa í byrjun vikunnar þeirra erinda. forsœtisráðgjafi Quebec-fylkis Eins og vikið er að á öðrum stað hér í blaðinu, vann frjálslyndi flokk- urinn í Quebec sigur í kosningum’ þeirn til fylkisþingsins, er frarrf fóru síðastliðinn mánudag, þó með örlitlum meirihluta væri. - MR. PAUL BARDAL endurkosinn í bæjarstjórnina í Win_ nipeg fyrir 2. kjördeild, með meira atkvæðamagni, en nokkur annar frambjóðandi í deildinni. Frá íslandi Samkeppni hefir staðið urn upp- drátt að bókhlöðu þeirri, sem á- kveðið er að reisa á Akureyri til minningar um síra Matthías Joch- umsson skáld, og hefir nú verið kveðinn upp dómur um uppdrætt- ina. Átta keppendur tóku þátt í samkeppninni og var verðlaunum skift þannig: Gunnlaugur Halldórs- son og Bárður ísleifsson bygginga- fræðingur sendu i félagi tvo upp- drætti og hlutu fyrir 700 og 500 krónur. Sveinbjörn Jónsson bygg- ingameistari sendi uppdrátt og hlaut 300 kr. Góð gjöf. Einar Benediktsson skáld hefir gefið háskólanum bóka. safn sitt og býli sitt, Herdísarvík. Er gjöf þessi til minningar um föð- ur skáldsins. Jón Leifs hefir skrifað Alþingi og lagt til að það beiti sér fyrir því, að taka upp einkasölu á grammofon- plötum og verði hún falin Viðtækja- verzlun rikisins. Eréttir af Héraði. September hefir verið mjög slæmur. Rigning- ar miklar og stórviðri. ^láttur hætti alment um miðjan mánuðinn, þá mikið sökum ofviðranna, sem þá geysuðu yfir. Töluverðu tjóni ollu þau víða. Hey fór í vatn, engjar eyðilögðust af vatni, einkurn á út- Héraði. Einnig urðu töluverðar skemdir á Jökuldalsveginum, tók 3 brýr af, svo vegurinn teptist upp undir viku. Töluvert af heyjum er úti ennþá og jafnvel eitthvað af há á túnum. Þurkar eru engir, alt af stöðug úrfelli. Spretta í görðum í lakara lagi. Grunur að kartöflu- sýkin hafi stungið sér niður á stöku stöðum. Slátrun byrjaði hjá K. H. Reyðarf. 24. september. Fé reynist misjafnlega. —Timinn. Einar Hclgason, garðyrkjumaður, andaðist eftir holskurð á Landakots- spítala 11. þ. m. Hann var þá 68 ára að aldri. Einar var Eyfirðingur og Þingeyingur að ætterni, náskyld- ur Magnúsi ráðherra Kristjánssyni og Þórhalli biskup Bjarnarsyni. Hann var hæglátur maður, góðgjarn og tryggur mönnum og málefnum. Hann hneigðist ungur að trjárækt og garðyrkju, átti þátt í að skapa þinghússgarðinn með Tr. Gunnars. syni, nam síðan garðyrkju árum saman í Danmörku og Svíþjóð og gerðist eftir heimkomu sína leiðtogi í íslenzkum garðyrkjumálum. Hann átti mikinn þátt í hinni ágætu garð- yrkjusýningu í sumar og vildi ekki leggjast á sjúkrahús fyrri en henni var lokið.—Tíminn 23. okt. Skammdegisóður Nú dettur fönnin hvít og hrein og hauðrið freðna klæðir; nú skelfur nakin skógargrein, þá skæður vindur æðir. Það er svo dimm og döpur tíð er dauðinn valdi beitir, sú langa vetrarharka og hríð ei hlífð né miskunn veitir. Eg hryggist þegar sér ei sól og sortna himinn tekur, og norðanvindsins neyðargól mér nýja hrylling vekur. og skuggar aukast enn um hríð, því alt af styttist dagur. nú fer að pína lasinn lýð ’inn langi vetrar slagur. Óhvað mig þreytir þessi tíð og þessi langi vetur, sem bakar manni böl og stríð og bönd á viljann setur. Að eiga vo á verri tíð og verstu hríðarbyljum, minn kjarkur dvín, eg kvíðinn bíð og kólna strax í iljum. Eg vildi kæra vina min að við nú gætum flúið i sælli heim, þar sólin skín og sæl í Eden búið. í anda lít eg ljúfa strönd þar lifir ást og gæði og unaðsfögur aldinlönd, sem anga þar í næði. Við skyldutn byggja bæinn þar, sem bezt við sæum víða, og blótnin anga alstaðar og aldingarðar prýða; í fjarlægð sæust fjöllin há og fegurð grænna hliða, og töfrafossar, fljótin blá. sem fram til hafsins líða. Við sæum mæta morgunstund og morgunroðans ljóma og gætum heyrt úr grænum lund þá glöðu fugla róma, og heyrðum vorsins blíða blæ, sem blóm í faðm sér tekur og þýtur út um allan sæ og öldur hafsins vekur. Eg vildi feginn finna reit, sem fegurð mesta hefði og blessuð sólin björt og heit að brjóstum sínum vefði. Ó, það er gleði þúsundföld að þekkja alt og skoða, og vita nálgast kyrlátt kvöld og kvöldsins dýrðarroða. Víg. J. Guttormsson. Gjaldeyrisrit — Böðvar Bjarkan lögmaður hefir samið og gefið út bækling, er nefnist: Lögskráð dags- gengi miðað við fasta stofnkrónu.— Tillaga dil úrlausnar í gjaldeyris- málum.—Bæklingurinn er 36 bls. og kostar 50 aura. Mun vafalaust marga fýsa að kynnast því, hvað Bjarkan hefir að segja um þessi mál. —Isl. 25. okt. AUKAKOSNING I SASKATCHEWAN Þann 27. þ. m., fór fram auka- kosning til fylkisþingsins í Saskat- chewan í Gravelbourg kjördæminu. Aðeins tveir voru í kjöri: E. M. Culliton, liberal, lögfræðingur, 29 ára að aldri og L. K. Malcolm, C.C.F., bóndi við Anerold. Úrslitin urðu þau, að Mr. Culliton var kos- inn með svo miklu afli atkvæða, að keppinautur hans tapaði tryggingar- fé sínu. KOSNING BORGARSTJÓRA I BRANDON ■Við bæjarstjórnarkosningar þær, sem fram fóru i Brandon siðastlið- inn þriðjudag, var Harry Cater kos- inn borgarstjóri í seytjánda sinn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.