Lögberg - 28.11.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 28.11.1935, Blaðsíða 4
4 LÖGBBEG. FIMTUDAGINN 28. NÓVEMBER, 1935 Hógtjetg GeflO út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verö <3.00 um áriS—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargqnt Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Eimreiðin Þriðja heftið af XLI. árgangi Eimreiðar- innar hefir oss nýverið borist í hendur til um- sagnar; er það næsta fjölbreytt að efni, og að vorri hyggju drjúgum veigameira en næsta hefti á undan. Frá því að hr. Sveinn Sigurðsson tókst. ritst jórn Eimreiðarinnar á hendur, hefir ritið í raun og vem farið batnandi á ári hverju, og sker mjög úr við margt það annað, sem um þessar mundir er gefið út á Fróni. Yfir efnis- vali Eimreiðarinnar hvílir að jafnaði svipur hreinleiks og hyggjugöfgi; einlægni ritstjór- ans og sannleiksást, skín út frá hverri linu. Efnisskrá heftis þess sem hér um ræðir er á þessa leið: Sveinn Sigurð.sson: Góður gestur (með fjórum myndum). Þessi góði gestur er frú Jakobína Johnson, er heimsótti Island í sum- ar sem leið. Jakobína Johnson: Ljóð: I landsýn — Vökudraumur við vatnið—Þú réttir mér ilm- vönd — Til dalbúans í Aðaldal — Kveðjur. Öll eru ljóð þessi strengþíð og fögur í formi. Við þjóðveginn, nefnist ritgerðasafn eftir ritstjórann sjálfan; er þar víða og ítar- lega komið við. Kristmann Guðmundsson: 1 þokunni (smásaga með mynd). Saga þessi er ein- kennilega látlaus, og listræn að sama skapi. Ragnar E. Kvaran: EPn um Ameríku- menn. Grétar Ó. Fell: Konan (með mynd). Er hér um óvenju hugðnæma ritsmíð að ræða, er á augnabliki dregur að sér samúð lesandans. Jónas Jónsson: Böð og baðstofur (með mynd). Sveinn Sigurðsson: Bílferð til Austf jarða. Alexander Cannon: Máttarvöldin, Trú- lækningar og Svarti galdur. Ljóð: eftir Guðmund Böðvarsson, G. Geirdal og Vigdísi frá Fitjum; lagleg kvæði, en hreint ekki meira. Síðustu kaflar heftisins ganga undir þessum nöfnum: Kýmni. Frá landamærun- um. Raddir og Ritstjá; kennir þar víða margra gra'sa. Svo fagurlega er frú Jakobínu Johnson minst í grein Sveins Sigurðssonar, að almenn- an fögnuð og þakklæti hlýtur að vekja af hálfu vor, er vestan dveljum hafsins. Meðan oss er rétt jafn vinhlý hönd vestur um ver, er ástæðulaust að óttast um framtíð lífræns skilningssambands milli íslendinga austan hafs og vestan. Og vér höfum einnig til punds að svara í þessu efni, engu síður en bræður vorir heima. Þeirra vegna, er ekki fá Eimreiðina til lesturs, teljum vér rétt að birta eftirfar- andi niðurlagsorð úr hinni fögru ritgerð Sveins Sigurðssonar um frú Jakobínu: “Frú Jakobína Johnson hefir með þvð- ingum sínum og ljóðum farið eldi um ný land- nám í heimi íslenzkra bókmenta. Hún hefir kveikt á kyndlum, sem mega varpa birtu og lýsa fjölmennri og voldugri þjóð inn á áður ókunn lönd vors afskekta og einangraða skáldheims. Þvú vita megum vér það, að í skáldment getum vér enn lagt vorn drjúgan skerf til heimsmenningarinnar, ef einhver er til, sem á fullnægjandi hátt getur túlkað vor íslenzku skáld á tungum stórþjóðanna. — Skáldkonan hefir einnig í frumortum ljóðum sínum numið ný lönd hinnar fjarlægu og fögru heimsálfu, með því að sækja þangað yrkisefni og auka þannig fjölbreytni og víð- feðmi íslenzkrar óðlistar. Hún hefir verið svo lieppin að eiga lengsta dvöl á unaðsfag- urri strönd Kyrrahafsins þar sem skiftast á skógar og fjöll, akrar og sund, þar sem borg- ir og önnur mannvirki rísa í fögrum ramma tilkomumikillar náttúru. Alt þetta hefir frjóvgað anda skáldkonunnar og aukið henni andlega útsýn. Hún yrkir um “endurfæðing skógarins,” aldintrén og um það “hve ljúft er að líta mánann geegjast um limið þétt—er annirnar kveðja sumardag.’' Og hún vrlrír um “vind-sog í skógi—og skruggur og skúr,” alt þetta oss íslendingum fjarlæga, en þeim mun æfintýralegra. Iiún flytur þetta nær oss, heim, gerir það að íslenzkri eign, með orðsins töfrum. Skáldkonan á sér að vísu annað ríki vestur við Kvrrahaf þar sem er heimili henn- ar og ástvinir. Það þarf ekki annað en lesa Móðurljóð hennar og Vögguljóð eða kvæðið “Hugsað á heimleið’’ til þess að finna hve sterk þau bönd eru, sem tengja hana við heim- ilið. Þó að hraðlestin þjóti með hana óðfluga heim á leið, þá finst henni leiðin aldrei ætla að taka enda: “Samt finst mér seinlega vinnast, og sárlangt að bíða, þar til eg sé út á sundið, og sólin í f jarska kveður í skrautlitum skýjum hinn skínandi bláma, vefur svo vestlægust fjöllin í vinlegum bjarma.” En ísland fer aldrei úr hug hennar, og í kvæðum hennar má alt a;f kenna hinn íslenzka svip og ættarmót: svip Fjallkonunnar. I sumar hefir skáldkonan átt endurfund með Fjallkonunni. Vér þökkum skáldkonunni fyrir komuna hingað og óskum henni farsældar á hinni f jar- lægu strönd, sem hefir kallað liana béðan aftur.” Að loknum leik i. Kosningar til bæjarstjórnar í Winnipeg eru um garð gengnar; fóru þær mjög á þann veg, er Lögberg taldi líklegastan, og jafnvel æskilegastan, eins og nú hagar til. Mr. Queen var endurkosinn til borgarstjóra með því nær ellefu þúsund atkvæða meirihluta um- fram gagnsækjanda sian, Mr. Gunn. Tvent var það einkum, er auðsæilega réði úrslitum í þessu tilfelli; hið fyrra það, að kjósendur telja það eigi aðeins sanngjarnt, heldur og nokkurn veginn sjálfsagt, að borgarstjóra, er revmst hefir sæmilega hið fyrsta ár, verði falin með endurkosningu, forusta bæjarmál- efna að minsta kosti annað árið til; í öðru lagi var svo hitt, að Mr. Queen hafði yfir höf- uð að tala komið sanngjarnlega fram og hlut- drægnislaust í ráðsmensku sinni, og það svo augljóslega, að örðugt mun hafa verið að greina sérstöðu hans til ákveðins flokks, þó vitanlegt sé, að hinn óháði flokkur verka- manna fylkti sér fastast um hann í kosning- unum í fyrra. í nýafstöðnum kosningum kom það ótvírætt í 1 jós, hve fylgi Mr. Queen nær langt úr fyrir hans eigin flokk.— Afstaða flokkanna í hinni nýju bæjar- stjórn verður hin sama og nú er hún; níu fylgjendur hins óháða flokks verkamanna og níu, er til einkis ákveðins flokks teljast. Borgarstjóri verður þarafleiðandi oddamað- ur, er sker úr málum verði um jafntefli að ræða atkvæðagreiðslu viðvíkjandi. Mr. Paul Bardal var endurkosinn í 2. kjördeil^ með meira afli atkvæða, en nokkur annar frambjóðandi í deildinni, og ber það skýlausan vott um það aukna traust, er hann með aukinni reynslu hvarvetna nýtur; hafa Islendingar auðsýnilega veitt honum lítt skift- an stuðning; erum vér með því einu sinni enn skýrt mintir á þá staðreynd, að sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér. II. Almennar kosningar til fylkisþingsins í Quebec, fóru fram á mánudaginn var. Úr- slitin urðu þau, að hin frjálslvnda stjórn, undir forustu Mr. Tasohereau, var endurkos- in með litlum meirihluta, eða sex þingsætum umfram sameinaða andstöðuflokka, eða ef til vill réttara sagt, nýjan bræðslu- eða gnítar- flokk. Mr. Taschereau hefir haft stjórnarfor- ustuna með höndum síðan 1920; þykir hann alment hinn mikilhæfasti maður, þó fremur sé talinn íhaldssamur á ýmsum sviðum. Alls eru í Quebec níutíu þingsæti; er þeim nú skift niður á milli flokkanna sem hér segir: Taschereau liberalar 48; conservatívar 16, og 26 framsóknar liberalar undir forustu Paul Gouin, sonar Sir Lomer Gouins, fyrrum stjórnarformanns í Quebec en síðar dóms- málaráðherra í ráðuneyti Maskenzie King. Gekk liann í bandalag við Maurice Duplessis, foringja conservatíva, með það fyrir augum, að steypa stjórninni af stóli; tilraun hans fór út um þúfur að þessu sinni, hvað sem síðar kann að koma upp á toninginn. Meirihluti sá, sem Mr. Taschereau styðst við á næsta þingi, er vitanlega ekki stór, en svo samfeldur mun hann vera, að ætla má að stjórnin standi föstum fótum næstu fjögur til fimm árin, eða heilt kjörtímabil. Frjálslyndi flokkurinn hefir setið að völdum í Quebec síðastliðin þrjátíu og átta ár. Konan (Það er óþarft að kynna höfund þessarar ritgerðar lesendum Eim- reiðarinnar, því að hann er áSur kunnur bæði sem ljóskáld, rithöf- undur og fyrirlesari. Ýmislegt hefir og birst eftir hann hér í ritinu. Við- fangsefni greinar hans, að skýra sálarlíf konunnar og séreðli, hlut- verk hennar og gildi, er einmitt mjög á dagsskrá um þessar mundir, svo sem í ýmsum erlendum tímarit- um, þótt fátt eitt hafi verið ritað um þessi mál á islenzku. Er nú all- mjög um það deilt, hvort hin svo- nefnda kvenfrelsishreyfing hafi ekki sttindum gengið út í öfgar og spilt konunni í stað þess að bæta. Aftur- kast, sem óséð er enn hverja þýð- ingu kann að hafa, hefir orðið i kvenfrelsismálum ýmsra landa í Jtalíu og á Þýzkalandi, en sumstað- Evrópu á síðustu árum, svo sem á ar er kvartað undan því, að “hreyf- ingin’’ sé að gera konurnar karl- mannlegar (masculine) og karl_ mennina kvenlega (feminine). “Feminism” er einn af mest um- töluðu “ismum” vorra daga. Eftir- farandi grein Grétars Fells um kon- una, er samvizkusamleg tilraun til að kryf ja viðfangsefnið til mergjar, en það er vitanlega konunnar, fyrst og fremst, að dæma um hvernig hon- um hefir tekist það. í jafnpersónu- legu máli og hér er á ferðum telur Eimr. sjálfsagt að taka við stuttum athugasemdum kvenna og birta, ef þær geta varpað einhverju nýju ljósi á viðfangsefni þetta, sem mörgum, og þá fyrst og fremst karlmönnunum, verður eðlilega bæði tíðrætt um og kært.—Ritstj.) Arabiska skáldið og spekingurinn Kahlil Gibra segir í einu af ritum sínum: “Sá, sem getur ekki fyrir- gefið konunni hina smávægilegu galla hennar, mun aldrei kunna að meta hennar miklu kosti.” En til þess að kunna að meta konuna, er nauðsynlegt að þekkja hið sérstaka eðli hennar og hlutverk og skilja hina sálarlegu afstöðu hennar til lifs. ins. Mun eg hér fara nokkrum orðum um séreðli hennar og gera grein fyrir því, að hverju leyti hún er frábrugðin karlmanninum, að eðlisfari. Því næst mun eg fara nokkrum orðum um hlutverk henn- ar og gildi þess hlutverks fyrir hana sjálfa og mannkynið í heild sinni. Mun eg í því sambandi víkja nokkr- um orðum að kvenréttindahreyfing- unni. Alt verður þetta vitanlega stutt og ekki unt að fara nákvæmlega út i einstök atriði eða rekja orsakir að þeim staðreyndum, sem um er að ræða. Séreðli konunnar kemur aðallega fram í því, að tilfinningalíf hennar er yfirleitt fíngerðara, viðkvæmara, fjörugra og heitara en tilfinningalíf karlmanna. Hjarta konunnar er þroskaðra en heili hennar. Hið gagnstæða á sér aftur á móti stað um karlmenn yfirleitt. Þeir eru hugrænní og láta yfirleitt meira stjórnast af kaldri skynsemi og ró- legri yfirvegun. Þó telja sumir, að í ástamálum sé konan venjulega skynsamari en karlmaðurinn og hagi sér þar oftar i samræmi við rétta hugsun og heilbrigða skynsemi held- ur en karlmaðurinn. Eg hygg þó, að glappaskot og hverflyndi karl- manna á þessu sviði stafi einmitt af því, að tilfinningar þeirra eru þar ó- þroskaðri en kvenna. Hjartað kaf- ar stundum dýpra en höfuðið. Rök skynseminnar liggja oftast á yfír- borðinu, sem er breytilegt og hverf. ult. Því að það, að þær ákvarðanir, sem teknar eru að tilhlutan kær- leikans, reynast stundum viturlegri og hollari heldur én þær, sem skyn- semin skipar fyrir um. En hvað sem þessu líður, er það alVnent við- urkent, að konan túlki aðallega eðli tilfinninga í viðhorfi sinu gagnvart lífinu, og að hún sé að þessu leyti mest frábrugðin karlmanninum. Hið “eilífa kvenlega,” sem Goethe talar um, er ekkert annað en hið mjúka, hljóðláta, dularfulla vald, setn fólgið er i nærandi, fórnandi kærleika, hvar sem hann birtist. Þess vegna er og konan tákn alls þess í tilver- unni, sem nærir og viðheldur, sam- éinar og sættir. Hún er tákn mið- sóknar og aðdráttarafls, samruna og samloðunar. — Konan hefir frá alda öðli verið, er enn og verður, að eg hygg, alt af, einskonar fulltrúi tilfinninganna, og þá sérstaklega kærleikans, sem er æðstur allra til- finninga. Henni er sérstaklega ætl- að að vera eins konar safngler, er tekur aðallega á móti þeim’geislum frá hinni huldu sól lífsins, er birtast sem kærleikur í öllum hans mynd- um. Konan er fyrst og fremst til þess sköpuð að vera unnusta, eigin- kona og móðir. Að sumu leyti finn- ur konan sína mestu fyllingu, dýpt og hæð í því að vera móðir. Þó er þess að gæta, að ekki þarf hún sjálf að eiga börn til þess að ná hinu háa stigi móðurástarinnar. Hún getur verið móðir í óeiginlegri merkingu. Þá er það, að húir fórnar sér fyrir einhverja lifandi veru, á algerlega óeigingjarnan hátt. Það er þessi ó- eigingirni, þetta fórnfúsa sjálf- gleymi móðurástarinnar, sem er hæsta stigið, sem konunni, scm konu, er ætlað að ná. Aðeins i fórnandi kærleika finnur hún sjálfa sig til hlítar. Gildi þessa hlutverks konunnar, að vera unnusta, eiginkona og móð_ ir, er alt of augljóst og i raun og veru alt of alment viðurkent til þess, að um það þurfi að fara mörgum orðum. Eg vil aðeins í þetta sinn vekja athygli á þeirri staðreynd, að það er aðallega móðirin, sem hefir uppeldi ungu kynslóðarinnar með höndum. Óhætt er að minsta kosti að segja, að hún leggi grundvöllinn að uppeldinu, og ráði því að miklu leyti, hverja stefnu lif barna hennar tekur. Með hugsunum sínum og háttum öllum hefir hún áhrif — meiri áhrif en margur hyggur—á hið ófædda barn sitt, er hún ber undir brjósti sér. Forn-Grikkir vissu þetta og tóku tillit til þess. Þeir lögðu ríka áherzlu á það, að þungaðar konur lifðu heilbrigðu lífí og yrðu fyrir sem mesturn fegrandi og göfgandi áhrifum. Árangurinn vafð sá, að Grikkir urðu einhver fegursta og að sumu leyti göfugasta þjóð, sem uppi hefir verið. En ekki er síður mikils vert um þau uppeld- isáhrif, sem móðirin hefir á barn sitt fyrstu árin eftir fæðingu þess. Barnssálin er gljúp,—að sumu leyti eins og viðkvæm ljósmyndaplata, sem framleiðir myndir af umhverf. inu, hvernig sem það nú er. Móðirin verður fyrsta fyrirmynd barnsins í öllum efnum. Margar mæður gæta þess t. d. ekki, að þótt nauðsynlegt sé að láta börnin hlýða og banna þeim það, sem þau mega ekki gera, þá er ekki sama hvernig að því er farið. Sú kona, sem er uppstökk og bráðlynd við barn sitt, á það á hætu, að barnið læri þá lesti af henni og endurframleiði í sjálfu sér þessa sömtt eðlisgalla. Því miður hafa margir menn orðið að eyða miklum tíma og kröftum í það, þegar fram á æfina kom, að losa sig úr þeim viðjtim, sem óvitur móðir flækti þá i með ógöfugum uppeldisaðferðum. Sá, sem ætlar sér að aga aðra, verð- ur fyrst og fremst að leggja stund á sjálfsaga. Af öllu þessu er það ljóst, að móðurköllun konunnar er ærið afleiðingarík og örlagaþrungin, og er einsætt. að það er engin til viljun, að flest mikilmenni hafa átt góðar og mikilhæfar mæður. Ef mannkynið á að halda áfram að vera til og ef ekki á að skeika að sköp- uðu um örlög þess öll, er það líka ljóst, að þessi köllun konunnar glat. ar aldrei gildi sínu. Vér verðum þvi að varðveita konuna í konunni, ef svo mætti að orði komast; það er að segja: Vér verðum að rækta og við- halda séreðli hennar og standa á verði gegn því, að því sé hnekt, eða að það sé stíflað í sínuni eðlilegu farvegum, sem eru hinar ýmsu teg- undir kærleikans. Og er nú komið að kvenréttindahreyfingunni, sem svo mjög hefir látið á sér bera á siðustu árum, bæði hér á landi, og þó einkanlega erlendis. Eg vil þegar taka það skýrt fram, að eg álít þá stefnu í aðalatriðum heilbrigða og heillavænlega, þegar ekki er farið með hana út í öfgar. Það nær t. d. engri átt, að annar helmingur mann- kynsins, sem er þr að auki oft nefndur “betri helmingur” þess og það með réttu, skuli ekki hafa sama rétt og hinn helmingurinn til þátt- töku í opinberu starfslífi og til þess að leiða í ljós og rækta alla þá möguleika, sem í honum búa. Mann- legar verur eiga ekki að búa við neinn aðstöðumismun í þessu efni. Þar á alt að vera frjálst. En kven- réttindastefnan tiiá ekki miða að þvi, beint eða óbeint, að útrýma sér- eðli konunnar og framleiða verur, sem eru hvorki karlar né konur, heldur einhver litlaus og leiðinlegur blendirtgur beggja kynjanna, að eg nú ekki tali um þá firru að ætla sér að gera konuna að karlmanni, en sú firra leynist í öllum tilraunum, sem miða að því að láta konuna leika þau hlutverk, sem krefjast sérstak- lega hins krlmannslega séreðlis. Líf- eðlisfræðingar nútímans segja oss, að hver einasta fruma í konulikama sé ólík að eðli frumum í karlmanns- líkama, og er þvi auðsætt, að mikil og sterk átök muni þurfa til þess að sveigja eðli konunnar til hlýðni við þau lögmál, sem lif karlmannsins lýtur sérstaklega. Til þess verður að vinna á móti náttúrunni sjálfri, en það verður aldrei holt til lengdar. Sálarfræðingum og uppeldisfræð- ingum nútímans ber að mestu leyti saman um það, að eg hygg, greið- asta þroskaleið hvers einstaklings, hvort sem um karl eða konu er að ræða, sé sú leið, sem eðli hans, eða réttara sagt, stærsti og sterkasti eðl- isþáttur hans vill fara. Sterkasti eðlisþátturinn á að hafa forgönguna og leiða hina eðlisþættina að hinu setta þroskamarki. Rökrétt afleið- ing af þessari skoðun er það, að greiðasta leið konunnar til mannlegs þroska verður leið hennar eigin sér- eðlis. Séreðli hennar á að hafa for_ gönguna, vera “sáttmálsörk” henn- ar á daginn og “eldstólpi”hennar um nætur á leiðinni til “hins fyrirheitna lands.” Konan er til þess sköpuð að vera förunautur mannsins og sálufélagi, en hún á að vera föru- nautur hans af fúsum og frjálsum vilja, þvi er nauðsynlegt að henni séu allar leiðir opnar og að hún h,afi frelsi til þess að velja sjálf starfs- svið sitt í lífinu. —Framh. ^ Borgið LÖGBERG! í‘Tough’, peir heiSursmfenn sem hafa meS hendi yfirumsjðn meS rannsókn- arstofu EATON, eru harSir í horn aS taka viSvíkjandi þeim vörum, sem í gegnum hendur þeirra fara til rannsóknar. Hér eru vélar, sem tvöíalda klukkustund eftir klukkustund af glóandi sólskinl—hér eru aSrar vélar, sem eftirlíkja kappsömum þvotti meS sterkustu sápu — hér er áhald, sem rífur og sviftir, hamast og molar — meS öSrum orSum vélar, sem leggja þyngri refsingu á herSar vörunni, en. strangasta veruleg notkun gdeti gert. Vegna þess aS EATON rann- sóknarstofan verður að VITA hvernig EATON vörumar eru úr garSi gerSar. * Hver einasta stað- hæfing í EATON verðskrá 1 sam- bandi viS framboðsvörur, er yfir- farin I Rannsóknarstofunni til þess að ganga úr skugga um að engin ónákvæmni, ýkjur eða mis- hermi eigi sér stað. Og þar sem um minsta vafa er að ræða, er sú staShæfing SÖNNUÐ með RANN- SÓKN áður en lengra er farið. petta telcur tíma, fyrirhöfn og fé. petta er vel þess virði fyrir EATON’S að vita að VERÐSKRÁ þeirra sé nákvæm frá kápu til kápu, og að frá Vötnunum miklu til Kyrrahafsstrandar, sé þaS ljóst í vitund íbúa Vesturlandsins, “að það sé trygt að kaupa hjá Eaton’s.” ÉATON’S

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.