Lögberg - 28.11.1935, Blaðsíða 7

Lögberg - 28.11.1935, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. NÓVEMBER/1935 7 Séra Johann Bjarnason og frú hans heiðruð á Gimli Þann 18. nóv. f jölmenti fólk mjög til kirkju lúterska safnaðarins á Gimli. P'ólk var þar saman komiÖ úr Gimli söfnuði, en einnig úr VíÖines- söfnuöi í Húsavík, ÁrnessöfnuÖi og frá Betel, en þessum söfnuöum þjónar Gimli prestur, ásamt Mikley. Tilefni samkomu þessarar var að þakka séra Jóhanni Bjarnasyni og frú hans vel unnið starf í þjónustu safnaðarins og prestakallsins og gleðjast með þeim sameiginlega þessa kvöldstund.— Síðla næstliðins vetrar var það, að séra Bjarni sonur þeirra var kos- inn af söfnuðum þeim er presta- kallið mynda, sem eftirmaður föður síns. En sökum veikinda séra Rjarna, er lengi vörðu, hefir séra Jóhann þjónað prestakallinu, en nú er séra Bjarni, sem betur fer, kom- inn til heilsu og hefir nýlega verið settur inn í embættið. Mun þó fað- ir hans þjóna með honum i vetur. Prestshjónin frá Árborg, voru viðstödd á gleðimóti þessu, eru þau fyrverandi starfsfólk Gimli safnað- ar, og frú Ingibjörg uppalin á Gimli og um langt skeið kennari þar. Stýrði séra Sigurður samsætinu, sem hófst með sálmasöng, biblíu- lestri og bæn. Ávarpaðí hann svo heiðursgest- ina; þakkaði þjónustu séra Jóhanns og frúar hans i þarfir prestakalls- ins. Gat hann þess að hvar sem að séra Jóhann hefði starfað, hefði hann verið dyggur og trúr starfs- maður, þolinmóður í þfsbaráttunni, og jafnan fús til sóknar og varnar málefni fagnaðareridisins. Þakkaði hann starfið í Gimli söfnuði en einnig fyrir hönd kirkjufélagsins; hefir séra Jóhann verið einn af af- farasælustu starfsmönnum þess, um síðastliðin tíu ár, er það vandaverk, og var sérstakur vandi að verða þar eftirmaður vors sártsaknaða, ágæta séra Friðriks Hallgrímssonar. Söng- flokkur Gimli-safnaðar söng söngva, Miss Snjólaug Josephson spilaði. Fóru svo 'fram ávörp frá hinum ýmsu söfnuðum. Fyrsta ávarpið las Mr. F. Ó. Lyngdal, kaupmaður, forseti Gimli-safnaðar. Þakkaði hann fyrir hönd safnaðarins þjón- ustu og þolinmæði séra Jóhanns og störf frúar hans á þessum umliðnu árum. Ennfremur þakkaði hann það, að þau hjón, er þau bráðum legðu niður störf, eftirskildu presta- kallinu son sinn að starfsmanni. Fyrir hönd Árnessafnaðar mælti Mr. Guðmundur Elíasson þakklæt- isorð. Flutti hann séra Jóhanni og frú hans hlýtt og laglegt kvæði frumort. Fyrir hönd Víðinessafnaðar flutti Mr. Þorvaldur bóndi Sveinsson ljúf kveðju og þakklætisorð og heillaóskir.—Fagurt ávarp og þakk. lætisorð frá Mikleyjarsöfnuði voru lesin upp af þeim, er stýrði samkom- unni. Var þess þar getið, að séra Jóhann hefði þjónað þeim söfnuði lengur en nokkur annar prestur. Á- varp frá vistmanni á Betel var og lesið upp, túlkaði það þakklæti og hlýhug, er mun talað út úr hugum allra á Betel. Mr. Lárus Árnason, einnig vistmaður á Retel, mælti hlý- yrðum til heiðursgestanna; þakkaði hann séra Jóhanni persónulega bless- andi áhrif og skyldurækni. Peningagjafir voru og afhentar séra Jóhanni og frú hans, frá öllum söfnuðum prestakallsins og frá Betel. Kom rnikill hlýhugur i ljós gagnvart heiðursgestunum fyrir vel unnið verk og persónugildi þeirra._ Séra Sigurður mælti nokkur orð til frú Helgu Bjarnason. Eftir fleiri söngva af hálfu söngflokksins talaði séra Jóhann hlýjum vinarorð. um; fléttaði hann inn í ræðu sína frásögum af ýmsri reynslu fyrri ára. Er séra Jóhann einkar skemtileg- ur á ræðupalli og segir sögur greini- lega og vel, svo að þær njóta sín sem bezt. Eftir sálmasöng var svo spst að ágætum veitingum, sem kvenfé- lag Gimlisafnaðar framreiddi bæði fljótt og vel. Var kvöldstundin eirikar ánægjuleg. Eg, sem línur þessar rita, get ekki lokið við þær án þess að þakka séra Jóhanni ágæta kynningu i nágrenni, er varað hefir um full fjórtán ár; fyrst er hann þjónaði í Árborg, en eg á Gimli. Síðar er eg varð eftir- maður hans í Árborg, varð hann sóknarprestur á Gimli, varð það því hlutverk okkar að verða eftirmenn hvors annars. Betri nágranna í prestsstöðu en séra Jóhann er ekki hægt að hugsa sér. Hann er sannur og göfugur maður, ágætlega gefinn, heill og hreinn. Gunnreifur bardaga- maður er hann, ef þvi er að skifta, hann heldur fast á málefni sínu og getur verið kappsfullur en einnig sanngjarn og göfugur. Er það einlæg ósk min og von að kirkjufélag vort og vestur-íslenzk kristni megi enn um langa hrið, njóta staðgóðra hæfileika hans, er við megum sízt án vera. Um hann má með sanni segja að orð skáldsins eiga vel við og eru góð lýsing: “Þéttur á velli og þéttur þolgóður á raunastund.” lund, Er eg einn af mörgum, sem árna frú Helgu og séra Jóhanni og fjöl- skyldu þeirra allra heilla og bið að ferill hins unga prests, séra Bjarna, n’egi giftusamlegur verða. Sigurður Ólafsson. Til stuðnings Þeir herrar, Ásnvundur P. Jó- hannsson og Sveinn Oddsson, hafa konvið með uppástungur, sem Lög- berg hefir birt nýlega, báðar tírna- bærar og vitibornar, aðlútandi mögu- leikum að koma til leiðar verzlunar^ sambandi við Ameríku — með is- lenzkar vörur, og einnig með hér- lendan varning til íslands. Sveinn j skorar á lesendur að beita sér fyrir þessu máli. Sérstaklega nefnir hann íslendinga í Canada og spyr urn stuðning. Sá, sem þessar linur ritar er téðum uppástungum sanvhuga. Fftirfylgjandi frásaga er orsök, í þetta sinn, til að nota mál- eða rit- frelsið: Um tugi ára hefi eg átt bréfavið- skifti við frænda minn á íslandi, sem er gildur óðalsbóndi í Breiða- fjarðareyjum. Nokkur ár eru liðin siðan hann í bréfi bað mig að grensl- ast eftir markaði fyrir æðardún. Það er einn aðal-tekjuliður eyjamanna, og mikið er af þeirri vöru hand- leikið árlega á Breiðafirði. Eg vildi reyna að sinna þessari bón og fékk góðan mann mér til hjálpar, sem var Mr. Baldur Sveinisson, þáverandi aðstoðarritstjóri við Lögberg. Leit- uðum við uppi nokkur helztu félög, sem verzluðu með fiður og dún teg. undir. Áttum tal við innkaupsmenn þeirra. Á þeim tirna tókst okkur þó ekki að fá ábyggilega áætlun um verðmæti á virkilegum og velhreins- uðum æðardún. Ekkert sýnishorn höfðum við handbært og þar af leið- andi vafasanvt um réttan skilning á gæðurn vörunnar, sem um var að ræða. Vitandi er margt hér, sér- staklega tilheyrandi rúmfatnaði, selt og keypt, og sagt að vera fylt upp með æðardún, sem er þó ekki nema bara smágert fuglafiður. Öllum bar saman um að virkilegur æðardúnn væri dýrmætur og sú vara sem héld- ist í háu verði hérlendis. Síðar í bréfi bað sami maður rpig að komast eftir, ef eg gæti, hvort mundi vera fáanleg héðan frá Ame. ríku nothæf vél til dúnhreinsunar, som Breiðfirðingar þarfnast mjög, því gamla aðferðin og tækin reynast erfið og seinleg. Ekkert hefir mér tekist að finna til gagnlegrar fræðslu um þannig lagaða vél. Eg hefi nú bent á þessi atriði sem umhugsunar- efni sérstaklega fyrir vélasölumenn og umboðsmenn. V'ancouver, B.C. G. H. Hjaltalín. Í" Sigurjón Bergvinsson Fœddur 26. febrúar 1848 — Dáinn 19. april 1934. Þann 19. apríl (sumardag- inn fyrsta) 1934, andaðist að heimili sonar síns Thorkels, 640 Alverstone St., Winnipeg, bændaöldungurinn og göfug- mennið Sigurjón Bergvinsson. Sigurjón var p r ý ð i 1 e g a skáldmæltur; aðeins fátt eitt af ljóðum hans var birt í ís- lenzku blöðunum. Mikið orti hann af tækifærisvísum, sem bæði voru vel ortar og smelln- ar. En það sem mest hreif huga hans og sem oft varð efnið í ljóð hans, var dýrð Guðs, eins og hún birtist í stjörnum himinsins blómskrúði jarðar- innar og skrúðgrænum trjám merkurinnar. Flest sem hann orti var þrungið manngæzku, barnslegu trúnaðartrausti og hrifning. Þ. Þ. Þorsteinsson skáld mintist Sigurjóns í ljóði, sem birt var í 10. tölublaði Heimskringlu (5. des., 1934)- Þetta fagra og sanna ljóð lýsir Sigurjóni sáluga og hugsunarhætti hans betur en langt mál, og sýnir hvað skáldið skildi hann vel. Eg get ekki stilt mig um að endurtaka part af því ljóði hér: “Fólksins gleymdu fræðin, mist, Hagmælt tunga, hugur skýr flestum betur unnir. hófst í borgir skýja, Málrúnir og marga list dreymdi að sérhver dagur hýr meir en aðrir kunnir. dásemd flytti nýja. Öldnum þul og ungri sál íslenzk þjóð á færra, hennar öll sem matti mál meira öllu og stærra. Þar sem leizt mér lítið skjól leiztu heilög regin, sást frá þínum sjónarhól sólskin hinum megin.’* Sigurjón var fæddur á Halldórsstöðum í Bárðardal‘í Þing- eyjarsýslu 26. febr. 1848, og.var því rúmlega 86 ára að aldri. Bergvin faðir Sigurjóns var Einarsson. Móðir Bergvins var Helga dóttir Bergþórs hreppstjóra á Öxará í Bárðardal. Friðbjörg móðir Sigurjóns var dóttir Ingjalds og Þorgerðar, sem bjuggu á Hall- dórsstöðum. Bróðir Friðbjargar var-Jón Ingjaldsson á Eyjadalsá; hans dóttir var Helga kona Jóns Sigurgeirssonar hreppstjóra á Hvarfi. Þau voru foreldrar Hannesar dýralæknis í Reykjavík. Systkini Sigurjóns voru 10, öll dáin nema tvö, Soffía nú á Gautsstöðum, ekkja Joseps Magnússonar, sem ættaður var frá Reykjum og Baldvin, til heimilis hjá syni sínum Agnari á Sauðár_ króki. Dóttir Baldvins, Valrós, er gift Pétri Jónssyni kaupmanni á Hjalteyri. Systkini Sigurjóns, nú dáin, voru: Arnbjörg, Anna, Valgerður, Sigrún, Bergfríður, Bergvin, Jóhann og Sigurveig. í bréfi að heiman frá tengdasyni Sigurjóns, Lárusi J. Rist á Akureyri, eru eftirfylgjandi upplýsingar viðvíkjandi æfi þess látna, eftir Sigurð Bjarnason frá Snæbjarnárstöðum, jafnaldra og æskuvin Sigurjóns, í viðtali við Sigurjón L. Rist dótturson Sigur- jóns sáluga: 'F’oreldrar Sigurjóns bjuggu fyrst á Halldórsstöðum. svo í Sandvík í Bárðardal, svo á Grjótárgerði í Fnjóskadal; þaðan ætl- uðu þau að flytja til Brazilíu vorið 1864. Skipið, sem átti að flytja þau kom aldrei. Þá vistuðust börn þeirra á ýmsum bæjum í daln- um. Sigurjón fór i Sörlastaði til Jóns óðalsbónda Sigfússonar og Steinvarar dóttur Jóns Gunnlaugssonar prests á Hálsi í Fnjóskadal. Fyrst var hann þar smali og vinnumaður. Hann lagði hug á Mar- gréti dóttur Jóns, en hann var ríkur maður og vildi gifta dóttur sína efnuðum manni og helzt lærðum. Sigurjón var hvers manns hugljúfi og mesti skemtimaður, góður hagyrðingur var hann eins og foreldrar hans og flest öll systkini. Áhugasamur með afbrigðum að afla sér mentunar bæði verklega og bóklega. Sigurjón var vinsæll maður í Fnjóskadal, og stuðluðu menn að því að þau Margrét næðu saman. Þegar Sigur- jón var úrkula vonar um að fá Margrétar, þá ætlaði hann að flytja til vinar síns Guðmundar Daviðssonar, bónda og hreppstjóra í Hjaltadal. Er Guðmundur kom á Krossmessudag til að sækja Sigurjón, bað hann um samtal við hjónin, Jón og Steinvöru. Eng- inn veit hvað þeim fór á milli, nema Guðmundur talaði máli Sig- urjóns. Eftir þetta samtal fékk Sigurjón Margrétar og fluttist aldrei til Guðmundar. Vorið eftir flutti Jón að Espihóli í Eyja- firði, en Sigurjón og Margrét, sem voru nýlega gift, tóku við búinu á Sörlastöðum, Þar bjuggu þau í 9 ár í ástríku hjónabandi eða þar til Margrét andjðist árið 1885, og var banamein hennar tæring. Á þessum árum var Sigurjón málsmetandi maður í sveitinni og fékst við opinber störf.” Margrét og Sigurjón eignuðust eina dóttur, sem hét Steinvör Véfreyja, fædd 1881, dáin 1911; maður hennar var Björn Lárus Jónsson, hreppstjóri á Seilu í Skagafirði. Jón faðir Björns var Björnsson og bjó á Ögmundarstöðum. Kona Jóns en móðir Björns var Kristín dóttir Steins í Stórugröf,. alkunns bónda á sinni tíð. Árið 1887 giftist Sigurjón Önnu Stefaniu frá Flatatungu, dóttur Þorláks Pálssonar Þórðarsonar frá Hnjúki í Svarfaðardal og Ingibjargar Gisladóttur Stefánssonar í Flatatungu. Systkini Önnu voru Pálína fyrrum verzlunarkona á Akureyri, dáin í Reykja- vík 1934; Guðný, gift Sigtryggi timburmeistara á Akureyri, dáin 1909; Gisli, dáinn 1894; Páll, við verzlun í Reykjavík og Þorkell, veðurstofustjóri í Reykjavík. Árið 1889 fluttust Sigurjón og Anna búferlum til Skaga- fjarðar, bjuggu fyrstu þrjú árin í Flatatungu og svo átta ár í Glæsibæ; þaðan fluttust þau til Canada 1900, .settust fyrst að í Winnipeg um tíma, einnig áttu þau heima nálægt Broadview, Sask. kringum þrjú ár. Þar nam Sigurjón land, er hann síðar seldi. En lengst af áttu þau heima nálægt B'rown pósthúsi í Suður- Manitoba. Þar keypti Sigurjón ábúðarjörð (320 ekrur). Það heimili er í miðri íslenzku bygðinni. Við þetta heimili er samkomu- hús bygðarinnar. Á tíð Sigurjóns og Önnu var þetta heimili mið- punktur íslenzks félagslífs í þessari litlu, íslenzku bygð. Þó efnin væru lítil á fyrstu búskaparárunum, jukust þau fljótlega vegna dugnaðar, framsýni og ötullar hjálpar sona þeirra hjóna, svo heim- ilið varð með allra myndarlegustu heimilum bygðarinnar. Þar réði rikjum rausn og skörungsskapur, öflug trú á Guð; trú á stdtfið, og trú á framtíðina. Þangað var gott gestum að koma og þangað komu margir. 1 ársbvrjun 1922, eða ef til vill fyr, varð Sigurjón fyrir þeirri sorg, að kona hans veiktist alvarlega, og þrátt fyrir það að margra og góðra lækna var leitað, ágerðist veikin, og í júlí 1922 andaðist hún. Sigurjón bar sorg sína i hljóði, en var aldrei samur maður eftir. Börn Sigurjóns og önnu voru fjögur: Margrét, Thorkell, Gísli Bergmann og Ingibjörg. Bræðumir Thorkell og Gísli hafa nú um nokkuð mörg ár átt heima í Wínnipeg; fengist við húsabygg- íngar og viðarverzlun. Gísli hefir auk þess tvívegis farið til Is- lands, verið þar um tvö ár við verzlun með móðurbróður sínum, Páli, sem fyr er nefndur. Ingibjörg dó barn að aldri í Winnipeg 1902. Margrét giftist 1911 Lárusi J. Rist, kennara á Akureyri. Margrét dó árið 1921, frá sjö ungum börnum. Nöfn þeirra: Óttar f. 1912, dáinn 19321; Anna, Jóhann, Sigurjón, Regina, Ingi- björg, Páll Jósep Magnússon og Soffía systir Sigurjóns eignuðust tví- bura (tvær dætur) 9. des. 1885, sem þau gáfu nöfnin Fanney og Isfold. Sigurjón heimsótti systur sína Soffíu og bauðst til að taka annað barnið að sér, og var það þegið. Þetta var i skamm- deginu og yfir f jall að fara til heimilis Sigurjóns, og barnið aðeins viku gamalt. Eftir að hann lagði á f jallið versnaði veðrið; gekk að með mestu fannkomu og frosti, en hann með nýfætt barnið í fanginu. Sigurjón sagði þeim er þetta ritar, að þetta hafi verið erfið ganga. Hann ekki einasta óttaðist um heilsu og líf barnsins, heldur líka þar sem nóttin náði honum á fjallinu, fanst honum tvísýnt um að hann næði heimili sínu, en hann sagðist hafa beðið Guð heitt og innilega, og hann hefði leitt sig farsællega til heimilis síns. Og ísfold litlu varð ekkert meint við þetta ferðalag. Sigurjón ól ísfold upp og naut hún sama ástríkis hjá honum sem hans eigið barn væri, enda elskaði hún hann heitt og innilega. ísfnld giftist Arna Ólafssyni 1906, og eiga þaú sjö mannvænleg börn. Nöfn þeirra eru: Ólafur, Florence Jónína, Ragnheiður, Sigurjón Gisli, Anna Ingibjörg, Árni og Margrét. Þeim Árna og ísfold farnast vel. Eiga eitt bezta heimilið í þessari bygð. Hjá þeim var Sigurjón til heimilis síðustu ár sin. eða frá því þeir feðgar hættu búskap og leigðu lönd sín 1926, og til þess er hann fór í heimsókn til Thorkels sonar síns í Winnipeg, en þar veiktist hann og dó eftir örstutta legu. Sigurjón var jarðsettur við hlið konu sinnar, Önnu, í grafreit bygðarinnar, se'm er á landi því er hann átti, þann 24. apríl 1934, að viðstöddu bygðarfólki og nokkrum vinum lengra að. Sóknar- prestur okkar hér, séra Haraldur Sigmar frá Mountain, jarðsöng. Sigurjón óttaðist ekki dauðann. í hans augum var dauðinn ekki annað en aðeins stigbreyting. Hann leit á dauðann með sömu augum og skáldið sem kvað: “og dauðinn — hann er aðeins breyting öllum, og okkar jarðlífs svið er útborg ein frá Drottins dýrðarhöllum, og dauðinn bara hlið.” Thorst. J. Gíslason. 1 Fjárkláða hefir orðið vart í Rang- árvallasýslu bæði í haust og vor, þrátt fyrir að böðun fór fram á öllu sauðfé þar s. 1. vetur. Var hún fyrir. skipuð af stjórnarráðinu og fram- kvæmd undir eftirliti Jóns Pálsson- ar dýralæknis.—Timinn. DANARMINNING Guðný Bjarnadóttir dó á heimili sínu að Silver Bay, Man., þ. 12. nóv. 1935. Guðný sál. var fædd á Hallbjarn. arstöðum i Skógum í Suður-Múla- sýslu þ. 20. júlí 1843, var 92 ára og 4 mánaða er hún dó. Foreklrar hennar voru hjónin Bjarnj og Guðný frá Ilallbjarnar- stöðum í sömu sveit. Móðir henn- ar var kölluð skáldkona, og er henn- ar viða getið í íslenzkum sögum, til dæmis i þjóðsögum Sigf. Sigfús- sonar. Guðný átti tvö systkini, Bjarna og Áslaugu, og munu þau bæði dáin. Á unga aldri giftist Guðný Arn- finni Þorlákssyni frá Hrjót í Hjalta. staðarþinghá, og bjuggu þau lengi í Hróarstungu, í Jökulsárhlíð og fleiri stöðum. Þau áttu eitt harn, sem dó á unga aldri, en tóku til fósturs tvo bræður Jón og Guðna, syni Björns Hannessonar og konu hans Stein- unnar Eiríksdóttur frá Hnitbjörg- um í Jökulsárhlíð. Manninn misti Guðný árið 1898. Hann dó snögglega úr blóðeitrun. Árið 1903 fluttist hún til Ame- ríku með fóstursonum sinum. Þau settust að nálægt Lundar, Man. Ár_ ið 1911 giftist Jón fóstursonur hennar Sigríði Johnson frá Lundar, Man. Nokkrum árum seinna flutt- ist Jón ,búferlum til Silver Bay Man. Guðný sál. var hjá þeim hjón- um til dauðadags. Hún var 60 ára er hún kom til þessa lands og settj sig því aldrei inn í þessa lands siði, venjur eða mál og var því eins og svo margt af eldra fólki, sem til þessa lands kem- ur, útlendingur í framandi landi. Hún var trúkona mikil. og eins og margt af okkar gömlu íslendingum, kunni hún mikið af sálmum og las mikið Guðs orð. Hún var skapstór, fór sínu fram, var þó viðkvæm og nærgætin, og góð að leita til er á þurfti. Þeim þótti vænt um hana er þektu, og sér í lagi börnum. Hún var jarðsungin frá heimili sínu, að Silver Bay, Manitoba, af séra Jóhanni Friðrikssyni þ. 19. þ. m. Margir af vinum hinnar látnu voru við kveðjustundina. Blöð á íslandi eru beðin að gera svo vel að geta um lát þessarar konu. Jóhann Fredriksson. Um Ólaf Davíðsson Framhald frá bls. 3 frá neinum. Hatm lifði sinu eigin lifi, og hafði til þess fullan rétt. Og nú er svo komið, að honum heyrist aldrei hallmælt, en allir, sem bezt þektu hann, minnast hans með að- dáun og söknuði. Ljúfari mann gat ekki í umgengni. Venjuíega var hann sarnur og jafn, hógvær og yfirlætislaus. Sjaldan var hann f jörugur, en þó skemtilegur og skrafhreyfinn við þá, sem hann gaf sig á tal við, og þá sífræðandi, án þess þó að reyna að sýna yfirburði sina. Komið gat þó fyrir, að hann talaði fátt eða ekkert dögum saman. Eins gat hann verið stuttorður og skjótorður, og eru mörg tilsvör hans landfleyg. Hagmæltur var hann vel, en lagði litla rækt við þá gáfu. Bezt undi Ólafur sér í fámenni. Foreldrum sínum og systkinum unni hann hugástum, annars átti hann fáa aldavini, en var meinlaust við flesta. Og þó voru til menn, sem hann vildi hvorki heyra né sjá, — helzt ekki vera undir sama þaki og þeir. Voru það einkum uppskafningar og sterti- menn, því ekkert var honum f jær en drembilæti og hégómadýrð. Þegar Ólafur neyddist til að vera samvist. um við slíka menn, var hann þur og þyrkingslegur, og undi sér illa. Aldrei mat hann menn eftir stöðu þeirra og lærdómi, heldur leitaði að manngildi þeirra, og mat þá eftir því. Sjálfur var hann fjarri því, að leitast eftir mannvirðingum, og skrifaði aldrei með það fyrir aug- um, að upskera þakkir eða f jármuni, heldur af því að honum var það eig. inlegt að vinna, hann hafði ást á starfinu, á þjóð sinni og fræðum hennar. Tveir vinir Ólafs kváðu eftir hann látinn, séra Matthías og dr. Jón Þor- kelsson. Kvæði þeirra beggja eru ekki aðeins listaverk, heldur einnig aðdáanlega góðar og sannar lýsing- ar á Ólafi. Sá maður, sem jafn- vitrir menn kveða um jafn innilega og fagurt, hlýtur að hafa verið gæddur óvanalegum gáfum og mannkostum. tslenzkuiv þjóðfræðum er vegs- auki að verkum og nafni Ólafs Davíðssonar. Og sögur um ýms atvik úr lifi hans berast ennþá mann frá manni, og eru að breytast í þjóð- sagnir og æfintýr. — Lesb. Mbl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.