Lögberg - 12.12.1935, Page 1

Lögberg - 12.12.1935, Page 1
48. ÁRGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 12. DESEMBER, 1935 NÚMER^ 50 Jóhann Bríem níræður Eftir séra Jóhann Bjarnason. Fáir ná því aldursmarki að verÖa níutíu ára gamlir. Þykir vel að veriS þegar menn verÖa áttrætiir. Kve8ja þeir þá líka heiminn flestir laust eft. ir þaÖ aldurstakmark. Aðeins fá- einir fá þá að halda áfram nokkurn verulegan áfanga í viÖbót.— Jóhann Rriem er fæddur að Grund í Eyjafirði þ. 7. des. 1845. Foreldrar hans voru Ólafur timbur. maÖur Briem, Gunnlaugssonar Briem sýslumanns á Grund, og Dómhildur Þorsteinsdóttir, frá StokkahlöSum í EyjafirSi.— Þau Briemssystkyni á Grund voru tíu aÖ tölu. Elzt þeirra var Sigríður kona séra Davíðs Guð- mundssonar á Hofi í Hörgárdal. Dóttir þeirra, Ragnheiður, giftist Stefáni bónda og fyrrum alþingis- manni í Fagraskógi. Þeirra sonur er Davíð skáld Stefánsson, sá er hlaut jafnhá verðlaun og Einar skáld Benediktsson fyrir hátíðarljóð á Al- þingishátíðinni 1930. Annað í röðinni af þeim Grundar systkinum var séra Eggert Ó. Briem, á Höskuldsstöðum, alkunnur fræði. maður, gáfumaður og skáld. Aðrir þjóðkunnir menn voru þeir bræður dr. Valdemar Briem, skáld og vígslubiskup, á Stóra-Núpi, og Haraldur Briem, bóndi a Rannveig- arstöðum i Álftafirði, er var hinn mesti málafylgjumaður, svo að hann vann flest eða öll mál, er hann að sér tók. Þrjú systkini komu vestur um haf. Eitt þeirra var frú Rannveig, kona Sigtryggs fyrrum þingmanns Jónassonar,’ fluggáfuð ágætiskona, látin árið 1916. Þau Jóhann og hún komu vestur á fyrstu landnámstíð, árið 1976. Jakob Briem, yngstur allra systkinanna, kom seinna vestur. Hann andaðist að Betel, á Gimli, í janúarmánuði 1934. Öll eru þau nú Grundarsystkin farin af sjónarsviðinu nema Jóhann Briem einn. Ekkert af þeim hefir náð svo háum aldri sem hann. Þeir Haraldur og Valdemar urðu áttræð- ir, eða vel það. Ólafur, er var smið- ur og stundaði iðn sína lengi á Norðurlandi, en andaðist i Reykja- vík fyrir ekki löngu síðan, mun hafa komist nálægt áttræðisaldri. Var einn af yngri systkinunum, ef eg man rétt.— Kona Jóhanns Briem er Guðrún Pálsdóttir, ættuð úr Skagafirði, gáfuð ágætiskona. Hafa þau hjón nú búið á Grund við íslendingafljót nokkuð yfir fimtíu ár. Hafa þau notið hinnar mestu virðingar og vinsælda í héraði frá þv.í fyrsta. Börn þeirra Briems hjóna eru þessi: Veighildur Mabel. Maður henn- ar er Percy Wood, skólakennari, maður af enskum ættum. Munu þau hjón nú vera búsett í borginni Regina, í Saskatchewanfylki. Valdheiður Lára. Á hún einnig enskan mann er heitir Albert Ed- ward Ford. Hann er blaðamaður. Þau hjón eru búsett i borginni Toronto. Marinó Páll. Hann er ógiftur. Veitir nú forstöðu búinu á Grund. Valgerður Helen. Maður hennar er Óli Coghill, ættaður úr Reykja- vík. Þau hjón eru búsett í River- ton. Sigtryggur Hafsteinn. Á fyrir konu Ingibjö'rgu Guðjónsdóttur Ingimundssonar úr Vestmannaeyj- um. Þau hjón eru einnig búsett í Riverton. Eggert Ólafur. Hann vinnur við blaðamensku i Toronto. Er giftr.r maður, en um ætterni konu hans er mér, því miður, ekki kunnugt. Öll eru þau börn þeirra Briems Jóhann Bríem níræður JÓIJANN BRIEM OG FRO GIJÐRÚN PALSDÓTTIR BRIEM Á laugardaginn þann 7. þessa mánaðar, átti hinn prúði öldungur norður við íslendingafljót, hr. Jó- hann Briem, níræðisafmæli; bárust honum og fjölskyldu hans fjöldinn allur af heillaóskaskeytum víðsveg- ar að, auk þess sem gestkvæmt var á heimili þeirra hjóna þenna eftir- minnilega hátíðisdag, eins og reynd- ar endrarnær, því er heimilið annál. að fyrir gestrisni og alúð. Jóhann er fæddur þann 7. des. 1845 á Grund í Eyjafirði; sonur þeirra Ólafs timb. urmanns Briem og Dómhildar Þor- steinsdóttur frá Stokkahlöðum. Kom hann vestur í “stóra hópnum” svonefnda, 1876, og hefir dvalist í Nýja íslandi jafnan síðan. Þeirra Briems-hjóna á Grund hinni nýrri við íslendingafljót hefir áður ver- ið ítarlega minst hér í blaðinu í sant. bandi við gullbrúðkaup þeirra, og er því endurtekning óþörf. Þau hjón hafa notið aLmanna virðingar í hér- aði, og njóta enn; enda er þeim við- brugðið fyrir hýbýlaprýði. 1 safn- aðarmálum, héraðsmálum og raun- ar öllum mannfélagsmálum þeim, er til heilla horfðu, hafa þau Briems. hjón átt mikilvægan þátt. Lögberg árnar afmælisbarninu og fjölskyldu þess blessunar og heilla í tilefni af þessum sögulega áfangastað. hjóna gefin hið bezta. Gullbrúðkaup afarfjölment og veglegt héldu Rivertonbúar þeim Briemshjónum vorið 1931. Jóhann Briem var einn af þeim er með Sigtryggi Jónassyni á fyrstu landnámstíð stofnuðu blaðið Fram- fara. Var hann og eitt af hinum fyrstu nýlenduskáldumt Nýja ísl. Kom sumt af kvæðum hans og ljóð. um í Framfara. Hann var og einn af stofnendum Bræðrasafnaðar og oft formaður í safnaðarstjórn. Sömu- leiðis hefir Mrs. Briem int af hendi langt og veglegt starf í þeim söfnuði, bæði í félagi kvenna og sem fræðari ungmenna í sunnudagsskóla og und. ir ferming. Þegar lögbundin sveit- arstjórn komst fyrst á í Nýja Is- landi þá var Jóhann Briem kosinn oddviti sveitarráðsins. Varð það sem á nýlendumáli var kallað “sýslumaður.” Ýmsir hafa orðið “sýslumenn” í Nýja íslandi síðan, en Jóhann Briem varð fyrstur manna þar til að hljóta þann heiður. Heimili þeirra Briems hjóna á Grund hefir verið hið mesta gest- risnisheimili. Höfðingsskapur og ljúfmenska ríkt þar jafnan. Mun fjöldi Vestur-Islendinga minnast heimsóknanna þar með mikilli á- nægju. Þá mun og sama mega segja um ýmsa heldri menn frá íslandi, er að Grund hafa komið og þar gist. Þeir munu minnast þeirra höfðings- hjóna þar með hinum mesta hlýhug, vinsemd og virðingu. — Guðrún er einum átján árum yngri en bóndi hennar. Er hún enn ungleg í sjón og hreyfingum. Jó- hann Briem er og ern hið bezta. Hefir allgóða sjón og heyrn. Fylgist með vakandi huga með öllu er gerist hæði heima á íslandi og hér vestra. Er hinn skemtilegasti í tali enn, er gesti ber að garði. Lengi lifi þau sæmdarhjónin, Jóhann og Guðrún Briem á Grund! STAKA Tala i hljóði um það skalt þú, að þig vilji enginn heyra.— Sönnust ljóðalist er sú að ljúka upp þjóðar eyra. Hjálmar Gíslason. SKARAR FRAM ÚR VIÐ NAM Þess hefir áður verið getið i Lög^ bergi, að Cecil F. Johnson, yngrj sonur Thomas H. Johnson, fyrrum dómsmálaráðgjafa Manitobafylkis, og fru Auroru Johnson hefði farið héðan úr borg suður til Madison í Connecticutríki, til þess að setjast þar að ásamt móður sinni. Er þang- að kom, innritaðist Cecil við lyfja- fræðiskólann í New Haven þar í ríkinu. Hefir hann skarað svo fram úr við nám, að eigi aðeins er hann sjálfutn sér til stórsóma, heldur og íslenzku mannfélagi í heild. Við lok hins fyrsta námsárs, var Cecil sá þriðji að ofan af 73 nemendum í sinum bekk, og hlaut í ýmsum náms. greinum fyrstu ágætiseinkunn (100%) en að meðaltali 90 af hundraði. Meiriháttar blað, sem gefið er út í New Haven, beinir orðum sínum að Cecil á þessa leið: “Cecil Johnson i Madison, út- skrifaður af Kelvin Technical High School í Winnipeg, er í röð þeirra stúdenta, sem beztan orðstir hafa getið sér við lyf jafræðisskólann í Connecticut, og hafði að jafnaðar- einkunn yfir 90 stig í lok hins fyrsta skólaárs.” Lögbergi er það alveg sérstak á- nægjuefni, að geta flutt lesendum sínum þessar góðu fregnir af Cecil F. Johnson, þvi fjölskylda hans er vinmörg, og hann sjálfur þar engin undantekning. IION. ,/AMES MALCOLM LATINN Aðfaranótt þess 6. yfirstandandi mánaðar, lézt að heimili sínu í Kin- cardine í Ontariofylki, Hon. James Malcolm, sá er sæti átti í ráðuneyti Mackenzie Kings sem verzlunarráð. herra frá 1926 til 1930. Mr. Mal- colm var fæddur þann 14. dag júli- mánaðar árið 1880 í fyrnefndum bæ þar sem hann lézt; hann átti sæti á sambandsþingi fyrir Bruce North kjördæmið; naut hann eigi aðeins ó- skifts trausts samverkamanna sinna ( í ráðuneytinu, heldur og samþings- manna sinna yfirleitt, án tillits til flokka. Við siðustu kosningar var heilsu Mr. Malcolms þannig farið, að hann sá sér ekki fært að bjóða sig fram. Svo mjög færði Canada út kví- arnar í viðskiftum sínum út á við þau árin, sem Mr. Malcolm veitti verlunarráðuneytinu forustu, að þjóðin varð í þessum efnum hin fimta í röðinni af öllum þjóðum heims. Að slíkum mönnum, sem Mr. Malcolm var, er mikil eftirsjá, og það ekki sízt, er þeir falla frá svo að segja á bezta aldri. ORKUSAMNINGUM MILLI ONTARIO OG QUEBEC FORMLEGA SAGT UPP FÆR VIÐURKENNINGU HAROLD BJARNASON Frá Islandi Maður hverfur á Jökuldalsheiði Þann 28. f. m. hvarf Hannes Stefánsson, vinnumaður í Hjarðar- haga úr smalamensku á Jökuldals- heiði. I smalamenskunni voru 4 menn, húsbóndi Hannesar, Hannes og 2 unglingar. MUgguveður var um daginn og sæmilegt veður næsta dag. Á mið- vikudag gerði norðanhríð. Hundur Hannesar kom heim á fjórða degi. Mannsins hefir lítið verið leitað. —Mbl. 14. nóv. Fannkoman í Þingeyjarsýslu er einsdcenti á þcssum tímum Þau tiðindi gerðust á föstudaginn var, að Hepburn-stjórnin í Ontario, sagði formlega upp samningum um orkukaup við fjögur Quebec-félög, samkvæmt lagaheimild síðasta þings. Henry-stjórnin hafði gert samninga þessa og leit Mr. Hepburn svo á, að þeir væri alt annað en íbúum Ontario fylkis i hag. Út af þessu máli hefir staðið styr mikill um Mr. Hepburn, sem eðlilegt var, því fólk þar eystra var orðið óvant slíkri röggsemi. Á- kvæði eru til um það, er heimila sambandsstjórn að skerast í leik, ef um er að ræða uppsögn samninga fylkja á milli, þó sjaldan muni þeim beitt. Ekki gerir Mr. Hepburn ráð fyrir að til sliks muni koma. En í því falli að svo yrði, tjáist hann taf- arlaust muni rjúfa þing og efna til nýrra kosninga; kveðst hann ekki vera í nokkrum minsta vafa um það hvernig slíkar kosningar hlyti að falla; í þessu tilfelli yrði mikill meirihluti kjósenda sér sammála, þrátt fyrir undirróður af hálfu orkuhringanna. RUGBY FLOKKUB WINNI- PEGBORGAR VINNUR KAPPATITIL í CANADA Flokkur þessi, er nefnir sig “Blue Warriors,” þreytti kappleik við Hamilton “Tigers” þann 8. þ. m., og gekk sigrandi af hólmi með 18 stigum til móts við 12. Vöktu úr- slitin mikinn fögnuð hér í borginni, og var sigurvegurunum tekið með kostum og kvnjum er heim kom. Við kappleik þenna voru staddir, auk annars stórmennis, þeir John Queen, borgarstjóri, Bracken for- sætisráðgjafi og Gardiner landbún- aðarráðgjafi sambandsstjórnarinnar. Sá úr Winnipeg flokknum, er mest bar á, og leiddi hann til hins frækilega sigurs, var Fritz Hanson, gf sænskum ættum. FUNDURINN I OTTAWA Á mánudaginn var, hófst fundur sá í Ottawa milli sambandsstjórnar. innar og stjórna hinna einstöku fylkja, er Mr. King hafði lýst yfir að yrði sitt fyrsta verk, að kveðja til eftir valdatöku núverandi stjórnar. Fund þenna, sem talið er að standa muni yfir í viku, sækja forsætisráð- herrar fylkjanna allra, sem allir eru liberal, að undanteknum Mr. Aber- hart frá Alberta. Stjórn fundarins hefir með höndum hinn nýi verka- miálaráðherra, Mr. Rogers. Fjögur meginmál liggja fyrir fundinum, og eru þau þessi: Atvinnumál; skattamál; Fjármál; Stjórnarskrármálið og væntanlegar uppástungur um þar að lútandi breVtingu. Forsætisráðgjafinn, Mr. King, setti fundinn og bauð fulltrúa vel- komna. Þökkuðu stjórnarformenn fylkjanna hver fyrir hönd fylkis síns, og fullvissuðu Mr. King um einlæga samvinnu vandamálum þjóð- arinnar til úrlausnar. Þessi ungi íslendingur, er sonur þeirra Mr. og Mrs. Skúli G. Bjarna- son, sem Winnipeg íslendingum eru að góðu kunn af dvöl þeirra hér í borg, en nú eiga heima í Glendale í Californíuríki. Harold sonur þeirra, sá, sem myndin er af, er fæddur í Winnipeg þann 25. maí 1920, en fluttist til Californíu með foreldrum sínutn fyrir hálfu sjötta ári, eða því sem næst. Stundar hann nám við Glendaíe Senior High School; hef- ir hann hlotið verðlaun hvað ofan i annað fyrir afbragðs námshæfileika og frábæra ástundun; jafnframt haft með höndum ritstjórn skóla- blaðsins árið sem leið. Nú héfir Harold hlotið fyrstu verðlaun fyrir ritsmíð í hinni svo- ngfndu “Unfinished Mvstery” cq,m- kepni, sem lýtur að úrlausn “Lola Island” æfintýrisins, eða þáttarlok- um þeirrar sögu. Botninn, ef svo mætti kalla það, er á þessa leið: “Gregg,” whispered the children, breathlessly, “what are — what are the — THINGS ?” “Well, after your mother’s tragic death, I swore to find the antidote for the fatal bite of that insect. I captured some live specimens and began my research. The ‘Things’ are of the spider family and particu- larly liké that of the ‘black widow’ variety, although of a different shape. The ones I had at that time were about two inches long, with a pulpy, shapeless body, which in reality was one big sack of poison, six tentacle-like legs, and a small, ugly head'having one main fang or tooth which injected the poison. I labored many years, making slow progress. “Then, about a year ago, I per- fected some ‘gland-fluid’ which I ‘shot’ into their bodies. Their growth was phenomenal and my work began progfessing rapidly. But my success in creating larger specimens nearly proved a fatal boomerang. I could not stop their growth! However, being so near to the end, I had to keep on, intending to destroy them afterwards. Then, last night after finding and proving my serum on Mano, they — well, you know the rest.” Gregg leaned back, his heart over- flowing with thanksgiving and com. plete happiness. His work was done.” SMJÖRGERÐAR FÉLAGIÐ I RIVERTON Fregnir hafa nýverið borist um það að á Royal Agricultural sýning- unni í Toronto, hafi Samvinnu Rjómabúið í Riverton, fengið fern verðlaun, sem hér segir: Fyrstu verðlaun: Fjórtán punda kassi saltaðs smjörs, búið til í júli. Fyrstu verðlaun: Fjórtán punda kassi saltaðs smjörs, búið til í októ- ber. Fyrstu verðlaun: Fjórtán punda Undanfamar vikur hefir mikil fannkoma verið í Þingeyjarsýslu, sérstaklega í uppsveitum — og er það sumstaðar svo mikið að um há_ vetur minnast menti vart svo mik- illar fannfergju. Dag eftir dag, viku eftir viku, hefir meira og minna kyngt niður af fönn — og austan krapaslettingur hefir bætt einni storkuskelinni ofan á aðra — án þess þó að komið hafi mannfæri — og er því ekki fært bæja á milli nema á skíðum.— Snjóbelti þetta er talið að' liggja yfir Fnjóskadal,_sunnan Dalsmynn. is og austur yfir Mið-Kinnarfjöll, og síðan norðaustur yfir miðjan Að. aldal og sunnanvert Reykjahverfi. I sveitum er nær Hggja Skjálfanda og Axarfirði kvað snjór vera mun minni, en storkan hefir gert þar sömu skil, svo að víðast hvar er jarðlaust. I innsveitum Þingeyjar- sýslu hefir fé verið gefið inni und- anfarnar þrjár vikur, og spáir það ekki góðu, eftir jafn óþurkasama heyskapartið og var í sumar. —Mbl. 14. nóv. kassi ósaltaðs smjörs, búið til í öktóber. Fyrstu verðlaun: Tuttugu punda pakki, búið til í nóvember. Smjörgerðarmaður sá, er yfirum. sjón hefir með rjómabúinu, Mr. Neil Christianson, á miklum vin- sældum að fagna og hefir getið sér frábæran orðstír í iðn sinni; hefir smjör frá þessu rjómabúi unnið fyrstu og önnur verðlaun hvað ofan í annað á canadiskum sýningiun. Skilyrðin til mjólkur og smjör- framleiðslu umhverfis Riverton, eru hin ákjósanlegustu; beitiland ágætt, heyfengur hinn bezti og gnótt heil- næms vatns. Rjómabú Riverton héraðs, er bændaeign. Er Mr. W. G. Rockett, sem heima á þar í bænum, forseti þess. NÝRSENATOR Síðastliðinn föstudag gerði for- sætisráðherrann, Mr. King, það heyrinkunnugt, að Frank P. O’Con. nor, hefði verið skipaður senator; fyllir hann sæti það, er losnaði ný- verið við fráfall Hon. Charles Murphy. Hinn nýi senator hefir um langt skeið rekið brjóstsykursverk- smiðju í Toronto, og staðið framar- lega í röð iðjuhölda austanlands. Hann hefir tekið drjúgan þátt í stjórnmálum og hallast jafnan á sveif frjálslynda flokksins. Er hann mikill vinur Mr. Hepburns forsætis. ráðgjafa Ontario-fylkis, og hefir veitt honum mjög að málum. JÓHANN BRIEM NIRÆÐUR (til hjónanna) Þið ánægð getið horft um hæl —því hér er fögur saga— að hafa lifað sigursæl um svona langa daga. Sig. Júl. Jóhannesson.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.