Lögberg - 12.12.1935, Blaðsíða 2

Lögberg - 12.12.1935, Blaðsíða 2
o LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. DESEMBER, 1935 Trúmaður og skáld A morgun, á aldarafmœli skálds- ins, kemur lít bók með fjölda mörg- um bréfum hans til ýmissa manna. Menningarsjóður gefur bókina út, en Steingrímur læknir, sonur skálds- ins, hefir séð um útgáfuna og samið formála. 1 bréfum þessum birtist Matthías j eíns og hann var í liinu daglcga lífi | og viðhorf hans á hverjum tíma. | Bcr þar að sjálfsögðu mest á trú- manninum og skáldinu. Birtist hér hrafl úr bréfum þess- umf og er það alis ekki tœmandi til að sýna allan hug skáldsins og kenni- mannsins til þessara mála, en cetti þó að geta verið sjálfslýsing hans, í fá- um dráttum, 1 einu af bréfum sínum til séra Vald. Briems (1895) segir Matt- hías: “Svona mála eg,” skrifaði Rafael Holbeini og dró beint stryk á bréf. Svona hugsa eg, er eg, yrki eg.” Þetta lýsir Matthíasi ef til vill einna bezt í fæstum orðum, og á við um bréfkafla þá, sem hcr fara á eftir. TROARBRÖGÐ Or bréfum til séra Jóns Bjarnasonar: . . . Eg held hér kvöldsöngva 2. hvert sunnudagskvöld í Glasgow, fyrir troðfullu húsi, og trompa móti fjandanum og öllum hérvilluskap kirkjulegra og konunglegra hænsna. Mitt kennimannlega prógram er eiginlega að sýna þeim, sem vilja sjá, að menn hafi enga trú, heldur húmbug, ímyndun, hjátrú, kreddur, svo og bendi eg á vissar guðleysur eða göt í traditíónunum, þar sem eg sé að það á við. Minn seinasti texti var: “Vér erum ekki reiðinnar börn, heldur ljóssins börn.” Hefir þú lesið tröllið Parker? (Discourses on Religion). Mikið yfirtak! Af öllum líberalistum í trúarefnum, sem eg þekki, kemst þó enginn nálægt hinum góða og guðdómlega W. E. Channing, og flestar hans skoðanir tileinka eg mér af hug og hjarta og — stend við það! Að öðru leyti prédika eg hér ekki opinberan unitarismus, því um þrenningarlærdóminn hér má segja, að það gildi einu hvar frómur flækist, það er annað og meira vit- laust í kirkju- (torf-kirkju-) garmi landsins, kóngsins og biskupsins og (eg vænti) Drottins, en sú kredda, enda er réttast að taka þess konar á þessum tímum með föðurlegri mildi og fyrirsjón, en engum asa (1876). . . . Þú trúir ekki hver viðbjóður brennur í mér gegn húmbúgi “kreddanna.” Norska synódan er mér hrein og bein viðurstygð og lítið þægilegri en autodaféar trú metódista, baptista og annara kirkju- legra obscurasta, stendur og fellur, hvað autoritet snertir, með hjátrúnni og — engu öðru. Aftur getur andi og ideur Jesú Krists aldrei eyðst né glatast, af því hans skilyrði, er ekki hjátrú éða neitt jarðneskt autoritet, ekki heldur beinlínis neitt, sem við getum formúlerað eða gert okkur doktrín af (1878) . . . . . . Blessaður kauptu hið sænska rit Sanningsökaren, Tidskrift för fornuft och praktisk kristendom! Hafi maður einn neista af móral og sannri guðdómsmeðvitund þá er skylda manns að skila af sér, sem allra fyrst, allri kirkjunnar dogma- tik (1879). . . . Það er einkum að þakka “vini” okkar Jóni Ól. að eg snerist svo fljótt á móti únítarahúmbúginu ykkar. En þeir únítarar eru til, sem mér geðjast bezt allra guðfræðinga, svo sem Channing, Martineau og ýmsir fleiri. Annars er mér hjart- anlega sama um confessiones, ef menn elska og óttast guð (1895). . . . Fyrir mitt leyti er eg nú meir en ánægður með tímans mikla intel- lectualismi — það sem vitið á að hafa 8 rétti til matar í hvert mál, en hjartað fær eintóman reykinn af réttunum! (1901). . . . . Að þú kristiserar Brandesar- bók kemur mér reyndar ekki á óvart, enda þekki eg fyrir löngu ókosti Br., nl. gorgeir hans sálar og “dæmpede orientalske Lidenskab.” Hans sym_ anti- og autopatíur eru risavaxnar, t. d. hans kristindómsantipati, sem er fanatisk, en hans snilli í fram- setningu og flugvit hans, fróðieikur og fjör er makalaust. Hins vegar hans hærra gáfnafar ólíkt og hjá þeim Davíð, Esajasi, Jesú Kristi og Páli; þar er hann api, þar sem þeir eru ljón og ernir. Þeir eru lifandi fiskar í vatni, hann kryddaður fisk- ur upp úr pækli (1884). . . . Ekkert sýnir betur kirkjulegt volæði í Noregi en saga Björnson. Hefði Björnson alist upp við fætur Channings, hefði hann ekki próstitu- erað sig svo hroðalega sem trúar- bragðaflón. En þegar eg átti tal við hann 1872, var hann eins orthodox og gamall hestur eða hánorskur prestur. B. er undarlegt sambland af stórskáldi og sérvitring — ýmist niðri í norsku gljúfragili eða skoð- andi öll ríki veraldar og vizku ofan af Skagastólstindi; hann er hálfilla að sér og ákaflega innbildskur og ákaflega mikill “pólitíkus” af hin- um fjósrauða flokki Norðmanna (1886) . . . . . . Pantaðu Saamanden, sem Kristoffer Janson í Minneapolis gefur út. Þar sér níaður hreinskil. inn og einarðan guðfræðing og kennimann. J. B. og þeirra “Sam.” er bráðónýt og alt þeirra hierachi- húmbug er mér — þér að segja — abomination (1891). . . . Útskúfunarlærdómurinn er sá langversti refur í kirkjunnar hjörð; hann eyðir meiru en allir aðrir varg. ar til samans. . . . Eg hefi aldrei trúað á, því síður kent' Krist sem tóman mann, því það er vist, að kristindómurinn er farinn, hætti menn að trúa á Guð í Kristó. Þar fyrir geta únitarar haft réttara en hinir orthodoxu í fiestum greinum. Hitt er að regera aftur í páfamyrkur, þrældóm og idiotismus (1891). . . . . . . Þó eg sé mjög fjarri ortho- doxíunní, vil eg annað hvort hafa positívan kristindóm eða engan (1894). . . . . . . Eg er orðinn trúaður á spirit- ismann og þykist hreykinn af. Að almenningur aðhyllist þá hreyfingu, er engin von, því auk hins ótrúlega og alveg óskiljanlega í fyrirbrigðun- um, sem menn helzt þurfa að sjá 0g margsjá — hljóta hleypidómar manna að fá nægilegan tíma til að gefa upp andann, þeir eru lífseigar bakteríur. Bæði trúlausir og trú- aðir eru illa staddir að vígi. Þannig reynist þetta í flestum löndum. Eg stóð betur að vigi en fjöldinn, því að eg var orðinn svo dauðþreyttur á fræðum hinna positivu spekinga, sem kitluðu mig fyr^t, en kvöjdu ! mig síðan (1909). . . . . . . “Öll slík fyrirbrigði, þó engin j brögð séu höfð í tafli, eru tele- ! pathisk,, clairvoyant, subliminær” I etc. segja hinir vantrúuðu. En slíkt ! er óhugsandi þeim, sem sjálfir 1 reyna þessa staðhætti. Og niður- j staðan er: Óumræðilegt nýtt evang- elíum fyrir mannkynið, hið hálf- æðra mannkyn með hinar mygluðu dogmur og botnlausu vísindi nátt- úruspekinnar (sem fer engu nær I sannleikanum en skólaspeki miðald- ■ anna. . . .) Hér á Norðurlöndum hefir hreyfingin lítinn þrótt enn, enda er þess engin furða, þó að slík j óumræðileg nýlunda þurfi meiri en I einn mannsaldpr til þess að vinna j sér heil lönd, eða háskóla. En við 1 skulum sjá eftir 100 ár-(i909). SKALDSKAPUR : Úr brcfum til séra Jóns j B jarnasonar. —t-Mikil deila gengur um Biblíu- ljóð vinar vors. . . . Eg aðvaraði séra V. B. fyrir 18—20 árum þegar eg fyrst heyrði ljóð þessi (þ. e. út af Nýjatestamentinu), að gæta vel að og með fullri diskretion, að hér væri ekki við lamb að leika sér; sagði að hann skorti bæði nýja, ein- falda trú og orientalskt hjartnæmi til að vaða þann eld. Bæði þú og Jfjörn Olsen (ekki að nefna séra J. Helgason) sláið honum of mikla gullhamra. . . . Fyrir nærfelt 20 árum sendi V. B. mér heila syrpu af biblíuljóð- um sínum. . . . Mér þótti hann ieika sér um of eða fara of léttilega með hið yfirnáttúrlega, þ. e. Eg sá ekki hvort hann trúði því eða ekki, og sumstaðar, eða víða, fann eg ekki neitt hjarta slá í kvæðunum, fann ekkert nema fegurð, vísnasnild og andríki. Hvort hann yrkir (eða trúir) um bibl. sem bókstafl. innspír. eða ekki hefir litla þýðingu fyrir mcr (aðrir segi fyrir sig) en hitt, hvort hinn heilagi forni eldur frá Sinai brennur og logar í ljóðinu, það er mér aðalspursmálið (1897). . . . . . . Þú ert töluvert meira censor. ius í garð séra Vald., þar sem þú dæmir um síðari partinn. . . . En rnáske sérðu nú það, sem þið ekki gátuð eða vilduð sjá í fyrri partin- um: að skáldið yrkir ekki eins og orthodox prestur, heldur ekki sem sérlegur tilfinningamaður, heldur sem andríkur nútímamaður. Ljóðin eru og ekki eiginlega löguð til upp- hyggingar, eða andaktar, til þess eru flest þeirra svo artificial (1898). Or bréfum til séra Valdimars Briem. . . . Aðalgalli Sálmabókarinnar í mínum augum er hinn fornorthodoxi blær og andi (efni og efnismeðferð) hennar. Sá sálmaboðskapur á ekki við rétta bragliðu og kveðandi vorra tima, og því síður við vort hugsunai - form, sjón, heyrn, smekk, ilman, til- finning, trú, von og kærleika. (1886).. . . | THOSE WHOM WE SERVE | IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING sjj AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS = BECA USE— | OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- ÍS ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF H THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER §§ WE DELIVER. = | COLUMBIA PRESS LIMITED | 695 SARGENT AVENUE - WINNIPEG - PHONE 86 327 ^^niHimniiliili||i|1|1|1||||ruil||||>|||11||||||1|1|1||||11||11111|llllull|1111|Wtulluul|1||1111111|lllil|11111||1111|lllu|inil||1111111|1|lulimilul|1111|llul|limu|1111|!|1111111111.......................11 . . . Við erum svo f jarri strauma. brotum hins stórfelda mentalífs, og svo margnegldir og bundnir í okkar traditionum og idosynkrasium, að æfin er farin hjá flestum á fimtugs aldri. Svo er ;með Stgr.; mér finst það litla, sem1 hann hefir kveðið síð- ustu 15—20 ár, æði auðvirðilegt. Gröndal má vera með, þó ólíku sé elastiskari. Um nýju skáldin vil eg fátt segja, Þ. Erl. er skástur og hef- ir möguleika. Hannes hefir mest flug og skap, en hans hugur er mér helzt til mikið af þessum heimi. (1895)- . . . Það er fjarri sjálfs míns skoðun að eg megi teljast “helzta skáld, sem landið hefir átt,” að eg þykist hadviss um, að það er góð- feldni og þokkasæld, sem meir veld- ur dálæti fjöldans á mér, en sann- færing um yfirburði mma. Hvorki Steingr. né Gr. eru sérlega vinsælir menn, t. d. og það hefir myndað, að eg hygg, eitt af orsakahvötunum á- varpsins frá Reykjavík. Og svo eru örfá önnur atvik. Skáld eru illa comen surabel. Egill stendur oss fremstur fyrir Torrekið og teknik sína, H. Pét. fyrir trúarandríki, B. Thor. fyrir — já, fyrir Eldg. Isa- fold og Odd Hjaltalín (fyrir fátt fleira er hann stórskáld — nema tísku og tilbúna venju) ; og svo er J. H. Hann er skáldið par excellence sins köllunartíma og landsins, en abstract enginn afburðalistamaður eða stórmenni andans. Það erum við heldur ekki neinir hinir. Steingrím. ur er djúphygginn og fyndinn, við Gröndal höfum mál og braglist bet- ur til taks, svo og allir eða flestir hinir yngri, sem standa á herðum okkar. Að viti og braglist ert þú jafnari og hreinni í orði og verki en við allir. . . . .... Vera má að viss tilþrif og “spotaneitet” komi fram hjá mér, en þá fylgja þeim guðvef ótal bless- aðir bláþræðir og fátækt. Því mig hefir alt af angrað einhver efna. og getuskortur mitt í þvi að nóg eða of mikið var fyrir framan hendurn- ar, að mér sjálfum fanst (1905). . . . . . Geri eg lítið úr Bjarna? Alls ekki. En andríki og afl gerir engan mikið skáld, heldur góð og auðug ljóðagerð. En sem annar dioscuri má hann mín vegna hafa annað önd. vegið — helzt það syðra samt! Eg las í rúmi minu “Tvistirnrö.” Þeir byrja laglega báðir þeir besefar, og þó Slembir betur, en ekkert kvæðið lofar miklu, eða hefir nýjan neista að eg get fundið, og síður bvrja þeir en báðir aðal-Gvendarnir gera: sá á Sandi og hinn á gandi (1906) . . . Eg hefi stúderað hinn ramma Stephan G. í Klettaf jöllunum. Ekki impónerar hann mér né fullnægir til lengdar — fremur en E. Ben. Hann er höf uð-sliiúd, en hjarta-skáld ekki. Menn, sem hvorki eiga trú eða von né kærleika, duga lítt sem skáld. (1910). • • • . . . Hann gellur hátt, en flýgur Iágt, eins og viss fríður fugl, og sem lyriskt skáld skortir hann arn- súg og eðlilegt flug; yrkir vel með höfðinu, en sem Ieirskáld með hjart- anu. Eg lofaði hann að vísu sem spakan mann og orðhagan, en sagði honum prívat hvað mér þætti helzt að, og tók hann því með ró, sem skjallinu. Sem karakter er hann á sinn hátt mikilmenni, og hefir með gáfum sínum snemma lært “nil admirari” — Fari hann vel! Hann, eins og E. Ben. og G. á Sandi, eru allir af sama tæi. Og svo lítið frum, legt, sem eftir okkur eldri liggur, verður ef til vill dómurinn sá, að enn minna orginalt fylgi þeirra ljóðalist. (1917). Or bréfi til séra Jóns Jónssonar, Stafafelli. . . . Mikið býðst af bókunum! Hvernig á landið að rísa undir öll- um þessum ósköpum, sem á þjoð- ina er rutt af viti og vitleysu ? Þetta ætlar að vera eins konar seltsem- gullöld, sem ætti að boða ekta gull- öld 3014! Er það of djúpt tekið í árinni? Svo heldur víst okkar lipr- asti lyrikus Guðm. Guðm., því í Ljósaskiftum sínum lætur hann okkar öld birtast Þorgeiri eins og gullöld; en svo bjartsýnn er eg síður en ekki. En þó eru þau ljóð Guðm. gull — það sem þau ná, og mátuleg ádeila móti Örlögum guðanna — hinu dárlegasta kvæði, sem á íslandi hefir verið ort. En sem eþiskt eða sögulegt skáldrit er þessi fagra Ijóðagerð alt of naividealismus, og alþýðu að litlum notum; vantar alt raunverulegt; þ^Ö er symfoni frem- ur en söguljóð. — Guðm. þarf að sigla; hann er of dreymandi og rósa- skýjalegur fyrir þjóðina, en brag- snillingur er hann og verður. Bæk- ur þeirra Guðm. Magn. og E. Hjörl. eru bókmentum vorum yfirleitt til sóma; svo og leikur E. H. Lénharð- ur. — Stórmerkilegur er sá furore og frægð, sem okkar millibilspoetar gera í Danmörku. (1914). Or bréfi til Kristjáns Albertssonar. . . . Látið mig heyra ef þér yrkið lítið og einfalt ljóð (Ballade), t. d. “Andlát Jóns Vídalíns,” eða “Snorri goði horfir á hraunið brenna,” eða visu um “Æra-Tobba” eða — — bvað? Annars eiga ung skáld að eiga fúlla licentiam poet. quid-quid liceat Componendi et eligendi. Les- ið aldrei nema góð skáld, aldrei nema andríkar bækur, aldrei nema göfugustu og beztu höfunda. Höf- uðskáld Norðmanna, og meiri B. B. og Ibsen, var og er Wergeland; höf. uðskáld Svía voru Tegnér og V. Rydberg, Finna Runeberg og Tope- Iius. Síðan eru rýrari skáld, einnig hjá Dönum, síðan þeirra beztu mær- ingar dóu: Oehlenchlæger, Paludan- Múller og H. C. Andersen. Hjá oss enga vert að elska nema Jónas einn (1914). —Lesb. Morgunbl. 10. nóv. 1935. Hans á Seljamýrum Eftir Johann Bojer. Hann bjó langt inni á milli fjall- anna, en raunverulega átti hann heima á sjónum; það var nú það kynlega við Hans. Þegar hann var ungur, ók hann á sleða viðum úr smiðju og gamalli skemmu neðan úr sveitinni og inn á heiðarnar. Hann bygði úr þeim lítið hús, til að búa í, og f jós undir sama þaki, langt frá öllum mannabygð- um. Þegar stundir liðu, ræktaði hann landsskika kring um hreysið, til þess að geta aflað heyja handa kúnni og nokkrum kindum. Leiðin niður í sveitina var löng og trfið. Fyrst var tveggja tíma gang. ur eftir fjárstíg, sem lá yfir ása og kamba, síðan tók við þjóðvegurinn, sem lá í ótal bugðum niður brattar hlíðar, langt, langt niður. Það reyndi á hnén að ganga undan öllum þessum brekkum. En gangan upp- eftir var þó miklu erfiðari, því þá bar hann bagga á baki, og þá reyndi bæði á bakið og fæturna, og svo lungun. En einn góðan veðurdag var með honum lítil stúlka, þegar hann fór upp eftir. Og nú var hann orðinn svo efnaður að eiga hjólbör- ur. Á þær hafði hann f jötrað skrín. ið hennar og dragkistuna, því að þau voru á leið upp á milli f jallanna og ætluðu að verða hjón. En þegar þjóðvegurinn endaði, var ekki leng- ur hægt að aka hjólbörunum, því göturnar voru krókóttar og grýttar fyrir þetta farartæki. Og loks varð hann neyddur til að taka flutning konunnar á bakið og bera hann. Áður hafði hann flutt rúmið sitt og koffortið á sama hátt. Bakið á hon- um var óbilandi. Öllum var það ráðgáta, hvers- vega hann hafði bygt sér bæ langt uppi til fjalla. Því hann var sjó- maður, óvenjulega góður sjómaður, sögðu menn. Sjaldan Iét hann sjá sig í sveit- inni, nema hann kæmi til að róa. En þegar hann hitti menn að máli, lét hann dæluna ganga, og það sem hann sagði, kom alt öfugt út úr hon- um og var hlegið að því um alla sveitina. En við skulum virða hann fyrir okkur á sjónum. Ekki á langferð, ekki á stóru skipi með stórri áhöfn og vönduðum útbúnaði. Nei. Hann átti sjálfur lítinn bát og í honum átti hann raunverulega heima, þar leið honum vel,—bezt þegar hann var aleinn. Hann var sá bezti fiskimað- ur, sem sögur fóru af. BC-2 STYRKIR TAUGAR OG VEITIK NÝJA HEILSU N U G A-T O N E styrldr taugarnar. skerpir matarlyst, iiressir upp á melt- ingarfæri, stuðlar að værum svefni. og bætir heilsuna yfirleitt. NUGA-TONE hefir gengið manna á meðal í 45 ár, og hefir reynst konum sem körlum sönn hjálparhella. Notið NUGA-TONE. pað fæst í öllum iyfja- búðum. Kaupið hið hreina NUGA- TONE, því fá meðöl bera slíkan árang- ur. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. Á vorin í apríllok, þegar vetrar- stormana lægir og fjörðurinn er orðinn lygn og fagur milli fjallanna, fer ufsinn að ganga. Það eru ef til vill nokkrir smábátar að veiða lýsu eða stútung nálægt landinu, en alt í einu líta fiskimennirnir upp. Þeir heyra garg og læti utan af firðinum. Ha, — ufsinn er kominn. Þeir inn- byrða færin í snatri, leggja að landi og búa sig út með betri veiðarfæri og beitu. Og svo róa þeir út á f jörð. Ufsinn er kominn! Ufsinn! segir hálfblindur karl í einum fiskikofanum, og hann fær stúlku með sér ofan að bátnum og leggur síðan frá landi. Og langt inni á heiði er gamall maður með rautt skegg og gult hár, sem fellur silkimjúkt niður á herðar. Augna- hár'hans eru hvít. Þetta er Hans á Seljamýrum. Hann var að binda stóra viðarbyrgði og beygir sig siðan niður til þess að láta hana á bakið. En hann sezt og horfir um stund út á fjörðinn. 1 dag er hann bjartur og skínandi, líkt og silfurrönd milli hárra bláu fjallanna. Þarna að ofan er gott útsýni, hann minnir á öm, sem lítur yfir undirlendið. En hingað, þar sem annars finst aðeins mosa- og skógarilmur, berst þó eigi að síður einskonar sjávaríykt, þó að enginn nema hann greini hana. Nasirnar titra lítið eitt. Hann býr á fjöllum og finnur sjávarlykt. Það á nú við hann. Hann langar til að syngja, og hann fer að raula vísu, sem hann lærði, þegar hann var ungur. Nú, — þarna er bátunum róið út á f jörð. Skygnið er víst ekki eins gott og áður. En það er áreiðan- legt, að bátunum er ýtt frá landi. nesinu, Fugl! Máfar! Það er ufsi Og er ekki hvítt ský þarna úti hjá á firðinum ! Ufsinn er kominn ! Hans á Seljamýrum stekkur á fætur og hleypur beina leið niður fjallið. Það verður að hafa það þó að hann komi ekki heim í kvöld. Ufsinn er kominn. Bognir fætur hans eru liðugir á vegleysunni, hann hoppar á stein af steini, á þúfu af þúfu, ekkert spor er misstigið og hann hrasar aldrei. Skógurinn kemst á hreyfingu, þar sem hann smýgur beint í gegnum hann. Það kólnar úti á firðinum, þegar liður á kvöldið, en enginn spyr eftir því, hvort gamli maðurinn sé skjóllega búinn. Nei, það er annað, sem skift- ir meira máli: Hann Hans ætlar á sjó. Ufsinn er kominn ! Bátarnir róa aftur og fram þar sem fuglinn ríkir. Rárnar skaga marga faðma aftur fyrir bátinn. Þær eru þrjár hvoru megin og ein við stefnið. Og lengra aftur sjást lín- urnar með öngul á endanum og beitu sumar, en aðrar með lítinn tin- fisk, sem hefir öngul út úr munnin. um. Stöngin svignar alt í einu, því fiskur hefir bitið á og vill ekki láta undan, stöngin svignar meira og meira. Það gljáir á fisk í vatns- skorpunni, hann er dreginn nær, og við siðasta átakið virðist hann ætla að sprikla upp í bátinn. í sama bili svignar önnur stöng á sama hátt, og sú þriðja, — allar í einu, gáðu nú vel að, nú er um að gera að vera handfljótur! Smáufsinn er sprettharfur. Hann tekur sveiflur líkt og í dansi á bylgj- unum, hann langar til þess aS skemta sér í kvöld. Hann spriklar og ólátast, hoppar og leikur sér,. honum leyfist víst að vera gáska- fullur, þó að hann sé ekki annað en smáufsi. Og máfarnir uppi í loftinu stinga sér eftir honum, garga, lyfta sér með eitthvað gljáandi í nefinu, sem spriklar; þeir eru neyddir til að sleppa tökum oft og einatt, því að bráðin er þung og stór. Garg á nýj- an leik, — bræði vanmáttarins, væl og ólæti.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.