Lögberg - 19.12.1935, Side 1

Lögberg - 19.12.1935, Side 1
48. ARQANGUB || WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 19. DESEMBBR, 1935. NÚMER 51 1 i FRIÐUR Á JÖRÐU OG VELÞÓKNAN YFIR MÖNNUNUM! | Ljóð Eftir Jakobínu Johyson. VÖKUDRAUMUR VIÐ VATNIÐ • (Þingvallavatn) Brot úr Jólakvœði Eftir Charlotte Petenyi, Jólatrén ilma! Englar Drottins ncerri! Æskunnar gleði er hugljúfari og skærri! Eilífum friði ástarletruð saga, opin og skýrð í faðmi jóladaga. / Töfrahjúpur friðarsælu fagur færist yfir löndin. Nótt og Dagur höfuð beygðu hljótt og þakkir gjörðu: Herrann sagði: “Verði kveld á jörðu.” Ljósbylgjur hægar úr frá arineldi eilifðar blómum strá á jólakveldi. Hjörtum er undan sorg og kulda svtða send eru jólin til að mýkja og þíða. Stjömur frá löngu liðnum jólakvöldum lýsa nú skært á horfins tíma öldum. Finn eg í rústum framliðinna ára falinn er ylur margra sælutára. Mannvizkan hljóðnar, hjartað eitt má tala heitustu þránni verður nú að svala. Astvinir kvaddir upp af tímans bárum— örmum vefjast — sem á liðnum árum. Jólatrén ilma enn frá æskudögum, ómurinn deyr af tímans vængjaslögum. Fylling það mundi minna dýpstu vona, mætti eg, Drottinn, lifa um eilífð svona! Watson Kirkconnell: Canadian Overtones. Hjálmar Gislason tslenzkaði. Bláátjarnan Er skammdegið húmslæðum hampar og hafaldan gnauðar við skor, úr firðinni blástjarnan brosir svo bliðlega niður til vor. Hún glampar frá himnanna höllu í heiðríkju niður á jörð og lýsir upp húmstigans heima og heldur að nóttugmi vörð. 1 seiðandi náttrökkurs næði við niðandi elfinnar mögn, lauga sig blástjörnu börnin og blunda í heilagri þögn.— Og hver, sem að manngöfgi meitlar í mannkynsins útþrá og spor, er glampi af blástjörnu brosi og blikstafur Ijóss meðal vor. Davíð Björnsson. Jólin í Ási 1933 Klukkan var orðin 6, drengirnir voru ekki komnir mieð féð. Úti var svarta myrkur eins og )>að getur orð- ið svartast í alauðri jörð um jóla- leytið. Það var svo hljótt í kringum mig í eldhúsinu. Litlu stúlkurnar voru inni að reyna að skreyta gömlu bað- stofuna og færa hana í jólastakk. 1 þögninni ryfjast upp svo margar minningar. En í kvöld mátti ekki bugast af tárum og trega, í kvöld varð eg að vera sterk og glöð—eina fullorðna manneskjan á bænum varð að hafa vald á sínum eigin tilfinn- ingum. Eg hafði líka svo margt að þakka. Og nú í kvöld vorum við enn öll heilbrigð, og allur hópurinn minn enn þá heima hjá mér. Sá, sem alt gefur hafði styrkt og bless- að þetta veika heimili, svo að ekki hafði þurft að leita hjálpar annara, og með nægjusemii höfðum við nóg. Að sönnu gat eg engar jólagjafir gefið börnunum. En eg hafði svo oft og einlæglega beðið hinn mikla mátt, að gefa okkur öllum gleðina að jólagjöf, og eg treysti að hann hefði heyrt þá bæn. Bæritin var opnaður og dreng- irnir komu inn hressir í bragði. “Við fundum allar kindurnar, en vorum svona lengi af því að við gáfum öllum skepnunum aukabita, af því það er jólanótt; og þær urðu svo glaðar. Þú hefðir átt að sjá það, mamma!” Nú var mál að fara að baða sig og laga sig til. Systurnar aftóku að nokkur fengi að koma inn nema veya alveg hreinn. Það var orðið svo “fínt” inni, og np voru þær að útbúa lampana og ljósáhöld- in. í göngunum átti að loga á lukt- inni en gamla, íslenzka lýsislamp- ann voru þær að dubba upp i f jósið, kýrnar máttu ekki vera í myrkrinu í kvöld. I Ási var aðal jólaeyðslan fólgin í ljósunum. Þegar við vorum sezt að borði, hrein og glöð, sá eg að það voru Tjölduð er búð mín og tilbúin hvíla, tunglskinið býður mér þó næturferð. Glampar á vatnið — en dreymandi drangar draga’ að sér hug minn, og eg lúýða verð. Héraðið sefur — en eg hlýða verð. “ Velkomin,” 'heyri eg frá vinlegum kletti, “ velkomin, heitast þráða ástin mín! Hönd minni treystu — og horf mér í augu, hér hef eg langan aldur beðið þín,— bent þér á klettinn minn og beðið þín!” A eg að trúa og treysta þvi, eg vakif Talar þar huldu-sveinn við opnar dyrf —Örugg eg trúi, því augu hans lýsa ástúð — og Ijóðum, sem eg kunni fyr,— islenzkum Ijóðum, sem eg unni fyr. Geng eg í klettinn, — þar gefur á að líta gimsteina fagra, sem hann býður mér, hafi eg viljann og hug til að vaka, hug til að lifa fagran draum með sér,— dýrgripi eignast þar og draum með sér. Nóttin er liðin, og loforð batt eg, loforð við huldut-svein í Jóru-kleif. —Iluldur og vættir mér hjálpi’ að efna: hugrökk að treysta hverjum draum, er sveif— út fyrir önn og myrkur órugt sveif. ÞÚ RÉTTIR MÉR ILMVÖND Þú réttir mér ilmvönd af íslenzkum reyr, —eg atburðinn geymi. Hvert árið sem líður eg ann honmn meir, þó öðrum eg gleymi. Mig greip einhver suðræn og seiðandi þrá að syngja hér lengur. Við íslenzkan vor-ilm til viðkvæmni brá, svo vaknaði strengur. Þann ilm-vönd, sem gaf mér þín islenzka hönd, er unun að geyma. Eg flyt hann með ástúð að fjarlægri strönd úr fjalldalnum heima. TIL DALBÚANS I AÐALDAL (14. júlí 1935) Et kyngi fylgdi kveðju á kærum bernskuslóðum, þá yrði möl að akri, en úfið hraun að Ijóðum. 1 morgun þegar mistwr var mærum geislum rofið, kom hugur minn úr hringferð og hafði hvergi sofið. Hann leið um bjartar leiðir á leið til bernskudaga. —Þeir urðu eftir “heima,” og ufrá þvi varð saga. ’ Þeir urðu eftir “ heima,” en eru þó að kalla. með Laxár nið hjá Nesi og návist Kinnarfjalla. Og hvenær sem eg sá þá, eg sá þá skýrt í spegli, í umgjörð aftanroðans, með æfintýra dregli. Þvi fann eg þig við flóann, er fór eg “heim” að leita. —Að leita að Ijúfum þáttum, sem Ijóð og fjarlægð skreyta. Þú beiðst með breiddan faðm- inn, , —eg blómin heyrði tala. Og fákur þinn var fleygur, þú fluttir mig til dala. KVEÐJUR Klettaborg og blóm á vengi bjóða hug til vinaþings. —Breiðu höfin brúar lengi bróður-kveðja Þingeyings. Eitt er það sem a/ndinn kviðir, eins þá glöð með vinum hlæ, —eg hlýt kveðja ein um síðir ættfólk mitt á hverjum bæ. Hvislar höfug undiralda, eins þó ræður hljómi’ í sal,— fley þitt bíður, burt skal halda, burt úr kærum æskudal.’ Þégar blærinn ber mér orðið, bið eg fjöllin Ijá mér þrótt. Kveðjuljóð mitt legg á borðið, léynist síðan bwrt um nótt. Færi elliár mér kulda, eða sigli von í strand, leita mun í dalinn dulda draumfley mitt um Norðurland. “Eimreiðin.” næstum undur hvað litlu stúlkurnar höfðu orkað að gefa gömlu baðstof. unni sérkennilegan jólablæ. Elzti drengurinn, húsbóndinn, 15 ára gamiall, sagði alt i einu: “Mamma, eg ætla að syngja fyrir þig sálminn ‘Heims! um ból,’ eg kann hann vel og lagið líka, og eg finn að eg get sungið núna.” Og yngri drengurinn sagði þá brosandi: “Eg á líka dálítið, eg er búinn að smíÖa jólatré og láta einir og beiti- lyng á það, og við eigum ögn af kertum síðan í fyrra.” En yngsta stúlkan 6 ára, bjartasta jólaljósið okkar allra, kom með hendurnar upp um hálsinn á mér og sagði: “Eg bara kyssi mömmu.” Jú, víst mátti eg vera þakklát, enn var eg auðug af því sem bezt er i þessum heimi, þrátt fyrir minn mikla missi og djúpu sorg. Ljósin loguðu skært og litlu and- litin voru glaðleg og raddirnar hreiti- ar og skærar, þegar systkinin gengu í kringum jólatréð og sungu. From a Flower Legend (By Helen Swinburne, Midnapore) Within a garden fresh and cool with dew, God walked — and saw each lovely thing Alight with color, heard the song birds sing Their melodies anew. Around His feet, the daisies in the grass Watched their Creator pass; And then"— God heard a sad complaining sigh— A voice that sobbed “80 small—so white am I!” “ Amongst tþe glowing colors and the grace Of roses, and of poppies all aflame, Amongst a myriad of flowers, I came With only a white face And golden eye that opened wide to see Others surpassing me, Only a daisy from a bud uncurled Giving a little beauty to the world.” The mournful voice was still, and then God spake: “So shall the little daisy be, from hence The emblem of childhood and of innocence, And higher thoughts awake Within the heart, than any other flower.” Rejoicing in its power The daisy blushed, and from that day it grows In happiness, its petals tinged with rose. Chriátmas By Richard Beek Across the silver-waves of crusted snow Bells chime the song of Christmas once again,— The song of songs, the heavenly symphony: “Peace unto earth — good will among men!” Above tþe hoof-beats of the wintry wind Softly the “still, small voice” is heard again, Sweet as the morning-breeze when spring is young: “Peace unto earth — good will among men!” Upon the blue of heaven’s endless sea The starry hosts the tidings ivrite again, Coursing their orbs in speechless ecstasy: “ Peace unto earth — good will among men!” Ring, clear-voiced bells; speak loud, ye shining stars; Let every lieart take up the glad refrain; Whisper it, breeze; proclaim it, morning sun: “Pcacegmto earth — good will among men!” Vissulega hefir Drottinn sjálfur svift í burtu sorg og áhyggjum og gefið gleði í hjörtun, — heyrt bæn- ir okkar. Þegar börnin'voru háttuð í litlu rúmin sín las eg jólanætur- lesturinn, hina dásamlegu ræðu séra Haraldar Níelssonar: “Það er yfir oss vakað.” Á eftir lásu þau með mér “faðir vor” öll í einu. Að því loknu buðu þau góða nótt og sofn- uðu vært. Eg sat um stund og lof- aði huganum að reika aftur og frani um liðna og ókomna tíð. Alt af sama leitin og sama niðurstaðan traust og hjálp var hvergi að finna, nema hjá honum einum, sem allar bænir heyrir, alla neyð sér. Eg gekk til hvílu þakklát í hjarta. LTndarlega sjóndapurt ert þú, manns auga! Eflaust er vinurinn okkar horfni hjá okkur í kvöld. Eg finn það svo glögt, en eg fæ ekki að sjá hann fyr en hinn líknsami svefn lok. ar augum mínum. Guð gefi að hug- ir okkar væru nógu hreinir til að gleðja hann. Einnig munu neistar frá hugumi fleiri vina hafa ylað hér upp í kvöld, og munu oftar gera, hvaða leiðir sem þeir koma um ómælisgeiminn. Drottinn, gefðu okkur öllum gleði og styrk til að vinna það hlutverk, er þú hefir okkur ætlað. Með hugheilu þakklæti sendum við séra Birni B. Jónssyni þessi fá- tæklegu orð, fyrir hans hlýhug og fyrirbænir til okkar. Vonum að hans hlýhugur hvarfli sem oftast til okkar í torfbænum á jólunum. Með beztu óskurn. Sigríður Jóhanncsdóttir “Ekkjan í Ási.” JÓLAKVEÐJA TIL VINA Sólin á jólunum signaða, bjarta, Sólin i ásjónu Guðs og hjarta, Sólin i jötunni, landa og lýða,' Lífssólin bjartasta eilífra tíða. Vinunum okkar sé vorhlýja sólin, Vef ji þá hlýjustum geislum um jólis Lýsi þeim eilífa ljósið Guðs bjarta, Ljósið í ásýnd Guðs sonar og hjarta. Einlæglegast, Erika, og Steingrímur Thorlákssrn.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.