Lögberg - 19.12.1935, Blaðsíða 2

Lögberg - 19.12.1935, Blaðsíða 2
/ LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 19. DESEMBER, 1935. I Innilegar Arnaðaróskir eigi aðeins um hátíðir þœr, er nú fara í hönd, heldur og um öll ókomin œfiár Thorkelsson Ltd. (WOOD-WOOL INSULATION) 1329 Spruce St. Sími 21 811 S. TIIORKELSSON, eigandi og framkvœmdarstjóri. i i Sólskins-Knútur (Norsk smásaga) HONEYSUCKLE Jólakökur og Plómubúðingar Pantið nú þegar hjá kaupmanni yðar i * '■ j Honeysuckle Bakeries Ltd. ] 1156 INGERSOLL STREET j 3 i i > Vandalaust að velja hátíðamatinn! 51. Úrval af Tvrkjum, Hænu-ungum, Gæsum og Öndum, að ógleymdu Hang'ikjötinu fræga og Rúllupylsunni í húð vorri! Harðfiskur og mvsuostur é Gleðileg Jól og Nýár ! Þökk fyrir viðskiftin árið sem leið! WEST END FOOD MARKET 680 SARGENT AVE. Sími 30494 S. JAKOBSSON, eigandi Þú þektir víst ekki hann Knút? Sólskins-Knútur var hann kallaður. Og ef þú skyldir vera óángður með kjör þín, þá er ekki ólíklegt aÖ þú græðir á því að kynnast honum Knúti. Nú hefir hann kvatt, og laus allra þrauta hvílir nú kyrkingslegi líkaminn hans hjá móður mold. Þegar eg í fyrsta sinni sá Sól- skins-Knút, var hann aðeins fjögra ára. Hann vafraði þá áfram á vesöl. um fótunum. Kryppa var byrjuð að koma út úr bakinu á honum, og hann studdi mögru höndunum á kné- in sér til stuðnings. Og þó var sól- skin í andlitinu á honum—fagnaðar. ljómi skein úr augunum—og hann söng. Hann var sí og æ syngjandi og raulandi, og þó voru margir dauf- legu dagarnir á stuttu æfinni hans. Móðir hans, vesalingurinn, var ekkja með stóran barnahóp og við þröngan kost. Árin liðu. Og því meir sem Knútur óx, því bognara varð bakið. Hver sjúkrahússveran tók við af annari. Vikunum — mánuðunum saman lá hann á þrautabeð sínum með bogna bakið. En það sem aldrei beygðist var hans góða skaplyndi og lífsþróttur. Þegar hann gat þolað við fyrir þrautum—lék hann eins og á allsoddi. Hann hló og söng og dreifði um sig sólskinsgeislum. Á sjúkrahúsinu var það, sem hann hlaut nafnið Sólskins-Knútur. “Því sjáðu” sagði forstöðu-systirin við mig, “hann er okkur hinum eins og prédikun.” A lokinni fjögra ára legu á sjúkrahúsinu fékk hann loks. ins að fara á fætur — og út — og heimi! Eg hitti hann einn vetrardag á götu með eldivið í fanginu á heim. leið. Og aldrei hefi eg séð aðra eins gleði. Hann trallaði og söng, og smettið föla og magra ljómaði af kátínu. Mikill viðburður á ömurlegu æf- inni hans stóð fyrir dyrum. Hann átti næsta vor að fara að ganga til prestsins til undirbúnings undir fermingu. Hugur hans var gagn- tekinn af tilhlökkun út af þessu. Hvern eyri, sem honum hlotnaðist fyrir smávik, sem hann gerði, geymdi hann vandlega í skúffunni sinni fyrir fermingarfatnaðinn. T u 11 u g u-og-f imm-eyring e i n n geymdi hann sér. Fyrir hann ætla eg að kaupa brjóstsykur handa fermingarsystrunum, sagði hann og hló. Dagurinn nálgaðist, þegar hann átti að innritast. Hann þvoði og strauk vasaklútinn sinn og keypti sér nýjar skóreimar. En þegar dagurinn rann upp, var Knútur á leið til sjúkrahússins niðri á ströndinníþ VonbrigfSin voru í þetta sinn mikil og sár. Og veit eng. inn, hvað hann varð að taka út, til þess ekki að láta hugfallast. En Knútur leitaði, og fann að lokum vonarstjörnu þá, sem) lýsti honum í EVEN IN MY TINY KITCHEN, THERE'S ROOM FOR MY WONDERFUL. NEW THOR IRONER ! THOR Gengur á undan enn með nýja tegund Straujárns Sparar pláss í eldhúsi og léttir mjög undir með mömmu Því ekki að koma inn í dag1 og kaupa ^handa yðar elskulegu konu eða móður gjöf, sem endist um aldur og æfi. Gjöf sem veldur henni gleði og ánægju. Hugsið yður að sietjast niður eftir vikuþvottinn og straua hann á þriðj- ungs tíma frá því, sem vant var, og leggja hann svo frá sér—og tekur svo aðeins upp stólrými. Verð $89.50 Aðeins $5.00 út í hönd—afgangur með vægum afborgunum. WINNIPEG ELECTRIC COMPANY POWER BUILDING, PORTAGE AND VAUGHAN Phone: 904 321 - 904 322 - 904 324 - 904 325 myrkrinu og veitti honum lið. Þeg. ar hann nú hafði legið rúmfastur sumarið alt og haustið og enn þá ögn lengur, er honum sagt, að hann eigi að fá að koma heim og vera við jólatréssamkomu i bænahúsinu — hana átti að halda fermiingarbörnum fyrir það ár, þeimi sem hann hafði átt að fermast með. Við þetta tæki- færi átti hann að fá að fara í fallegu fötin og gljáandi skóna, sem frænka hans í Ameríku hafði sent honum. Þeim hafði hann ekki átt kost á að vera í fermingardaginn með börn- unum. En sú hrifning, sem gagntók huga hans út af umhugsuninni um jólatréssamkomuna! Að fá að vera frískur—og fá að ganga kringum jólatréið! Hann hughreysti sjúku börnin á sj úkrahúsinu; þerraði tárin úr aug- unum á aumingja Solveigu litlu i næsta rúminu og þurkaði henni í framan;—hún, sem var síkjökrandi og síkallandi á mömmu sina. Og svo dró hann upp skrítnar myndir af mönnum og hestum og gripum handa honum Anton; hann öskraði og æpti í sífellu: ‘Eg vil fara heim!’ Þá sagði Knútur líka skemtileg æfintýri um drengi, sem beinir voru í baki. Og æfintýri um hátt og fyr. irferðarmikið jólatré — óg marga káta drengi og stúlkur, sem gengu í kringum það og sungu. Og svo að lokum söng hann börnin í svefn. Þorláksmessukvöld, kvöldið næst á undan jólanóttinni dó hann. Æ,f- inni stuttu var lokið. En frækornum, mörgum og góðum, sáðir þú, Sól- skins-Knútur. Þú hefðir líka mátt heita Hetju-Knútur. Hreystimenska þín jafnast við hreystiverk margs stórmennis. Annan í jólurh — daginn sem jafnaklrar þínir og félagar bjuggu sig til samkomunnar — er þú hafðir litið vonaraugum til og vakið hafði svo mikla tilhlökkun í hjarta þinu— þú varst þú borinn til grafar—hægt og hljótt eins og líf þitt hafði verið. Þú varst sí-syngjandi, þú, Hetju- Knútur! Nú er orðið hljótt um sönginn þinn—og þraut hver þorrin. Þér hepnaðist að fá að halda á sig- urpálmum í beinaberu höndunum— af því þú með hugmóð möglunar- laust tókst upp kross þinn og barst hann alla leið! N. S. Th. þýddi. TVÖ ÞÚSUND ARA AFMÆLI Um allan hinn mentaða heim var að einhverju leyti minst þess ,við- burðar, að í ár voru liðin 2,000 ár frá fæðingu Hórasar, hins mikla skálds Rómverja. Hér i Winnipeg voru haldnir f jór- ir fyrirlestrar í háskólanum til minningar um það. Tveir þessara fyrirlestra voru fluttir síðastliðið föstudagskvöld. Landi vor prófessor Skúli John- son flutti þann fyrsta. Lýsti hann skáldinu bæði fróðlega og skemti- lega frá ýimsum hliðum. Var ræða hans þeim kostum búin, að hún var bæði vísindaleg og alþýðleg, svo að öllum var auðskilin. Þegar talað er um vísindi eða fornskáldskap hættir mörgum lærð. tm mönnuim' við því að haga þannig orðum sínum að þau fari fyrir ofan garð og neðan með tilliti til þeirra, sem ekki eru sérlærðir í þeirri grein, sem um er rætt. Hér var svo blátt áfram og skemtilega með efni farið, þótt erfitt væri, að öllum var auðskilið. Ræð- an stóð yfir í fullan klukkutíma; var hún krydduð ýmsri fyndni og hafði fólk af hina mestu ánægju. Eyrirlesturinn var allvel sóttur, þótt betur hefði mátt vera. Sér- staklega tók eg eftir því að þar voru fáir íslendingar. Við svona tæki- færi, þegar Islendingar eru til þess valdir að koma fram sem fulltrúar við mikilsverð hátiðahöld, ættu land- ar að f jölmenna bæði til viðurkenn. ingar þeim er þar koma fram og sér- staklega til virðingar við sjálfa sig. Skúli Tohnson er fyrir löngu orð- inn viðurkendur einn hinna merk- ustu mentamanna i Vestur-Canada og íslendingar mega sannarlega vera stoltir af honum. Sig. Júl. Jóhannesson. Hátíðakveðjur til Islendinga ntanbæjar sem innan CITY DAIRY LTD. Sími 87 647 PURITY ICE CREAM LTD. Sími 57 361 Jóla og Nýárskveðjur frá KING'S OLD COUNTRY LTD. 47 HIGGINS AVE. Phone 92 622 Heilnœmustu drykkirnir STONE GINGER BEER og GINGER ALE e. i f f s í Bni&jftmy (Eont|jnng. INCORPORATE D 2~? MAV 1670 Til vorra mörgu vina ?|áttbakbeb)ur Félagið óskar öllum vinum sínum gleðilegra Jóla og farsœls Nýárs *

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.