Lögberg - 19.12.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 19.12.1935, Blaðsíða 4
4 LÖGBBRG. FIMTUDAGINN 19. DESEMBEtR, 1935. Högterg GefiB út hvern fimtudag af THE COLUMHIA PRE8S LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verö <3.00 um áriö—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Jól — Skjól Hins vegar við götuna, gegnt skrifstofu- glugga mínum, er lítill listigarður. Á sumr- um er þar fegurð mikil trjáa, grasa og blóma. Xú stendur garðurinn í vetrargaddi, ber og rúinn. t gær skall bylur á garðinn. Eg stóð við gluggann minn og horfði út í garðinn. Stráin, stirðnuð og bleik, stóðu upp úr snjónum. Is- kaldur stormurinn lamdi þau, beygði þau, bylti þeim — braut þau sum. Eg virti fvrir mér baráttu litlu stráanna fyrir tilveru sinni. Það var eins og þau hefðu vitibundið lag á því, að sveigja sig undan barði stormsins og rétta sig við eftir hvern kinnhest. Eg tók eftir því, að stráin hlífðu 'hvert öðru, þau, er fast stóðu saman. Hin voru harðast leikin, sem stóðu ein sér, enda þótt sum þeirra væri hinum stráunum stærri. Svo dimdi og eg sá ekki meir. Stormur- inn hvein um nóttina og eg óttaðist að vinir mínir, stráin í garðinum, héldi það ekki út til morguns. 1 dag er kvrt og bjart. Eg horfi út í garð- inn. Enn standa stráin á sínum stað, óbrotin. Elinhver hefir skvlt þeim. Yfir þeim hefir verið vakað í nótt. Mér virðist mannlífið líkjast þessum litla listigarði. Vísast er mannheimur þessi ekki stærri til samanburðar við stórheimana, en þessi garður er í samanburði við listigarð- ana stóru í útjöðrum borgarinnar. Lífið er af föður sínum úr garði gert sem litfagur lundur, þakinn ávöxtum og angandi blómum. 1 hverjum íshöfum sem hann er uppsprottinn, þá er ógnar kuldi kominn í garð mannlífsins og um hann geysa tíðum stríðustu stormar. Vér mennirnir erum eins og stráin, sem börðust við norðanbylinn í alla nótt. Helzt er oss það til varnar, eins og strá- unum hinum, að standa þétt saman og í hver annars skjóli. Það köllum vér samúð eða bróðurþel. Verst eru þau mannstráin komin, sem hafa dregið sig út úr samúð bræðra sinna, eður verið hrakin burt úr vináttu annara manna. Það er hætt við að þau brotni í storm- inum, ein úti á bersvæði. En það, sem mestu varðar, er það, að áreiðanlega er haldið skjólshendi yfir hverju mannlegu strái. Yfir oss er vakað, ekki síður en litlu stráunum í garðinum. Ekki veit eg hvað jólin eru, ef þau ekki eru vitund sálar minnar um það, að yfir veiku strái lífs míns er vakað af mildiríkri máttar- veru, sem elskar mig. Það megnar engin tunga henni að lýsa, guðlegu verunni góðu, sem á jólunum gerðist skjól allra skjálfandi stráa í garði mannlífs- ins. Það er vor jólahátíð, þá vér verðum þess varir, að þessi yndislega vera vakir yfir oss í skammdegisstormum mannlífsins og ylurinn af heilögum anda hennar er orðinn í oss að eilífu lífi. Eg vil vona, að vér stráin öll viljum standa í skjóli Krists. Jól —• skjól. B. B. J. JóJahringing — Herdunur Eftir prófessor Richard Beck. Hringt! Hringt í hásalnum víða til heilagra tíða! Hringt! Hringt! (Guðm. Guðm.) Senn hringja málmhvellar kirkjuklukk- urnar enná ný inn jólin, hátíð ljósa og friðar. Hreimfagur og 'heillandi er hljómur þeirra, rómþýður eins og vorblærinn, seiðandi líkt og. niður f jarra vatna í leysingum. Klaki hugans þiðnar við sumarhlý klukknaslögin, handtakið hlýnar. Það birtir í hreysi og höllu, í “dauðamóðu þrungnum jsjúkrasal” og jafnvel í ‘,‘köldum klefa saka- manns. ” « Ljúfsárar „jainjuingai’ rísa úr . griií gleymskunnar; í hugum vor Qieimaalinna Is- landsbarna minningarnar um liðin jól í svip- miklu landi hvítsilfraðra fanna og bragandi norðurljósa, þar sem: Fagursett rúbínum, flugkvikum björmum festingin djúpblá og alvarleg, há, vefur hvert moldarbarn voldugum örmum, vekur í sálunum grunhöfga þrá. (Guðm. Gvðm.) A þessum jólum blandast lireimfagur og heillandi klukknakliðurinn þó annarlegum röddum, hrollköldum ugg. Tír fjarska, frá hjaðningavígunum í Vesturáfu, berast brim- þungar herdunur, sem rjúfa hátíðarþögn liinnar 'helgu nætur, og stinga óþyrmilega í I stúf við friðarboðskap hennar. Eigi dregur það síður úr jólafögnuði hugsandi manna, að dökkbrýn ófriðarskýin grúfa lágt ýfir Norð- ur- og Austurálfu heims, svo að enginn veit hvenær stormviðrið kann að skella á. Friðardraumar spámanna, skálda, og annara spekimanna, eiga bersýnilega langt í land að rætast. Alt of sönn og eggjandi að sama skapi, er ásökunin í djarfmæltu kvæði vors skygna skálds Davíðs Stefánssonar: “Vökumaður, hvað líður nóttinnif”: Hægt líður nóttin . . . « Enn þá er myrkur í öllum löndum. Enn þá er barist.. Skothríð dynur. Fallandi þegnar fórna höndum. Stríð fyrir ströndum. Stríð í borgum. Miljónir falla. Miljónir kveina af hungri og sorgum, svo heyrist um heima alla. Fánum er lyft. . . Lúðrar gjalla, unz lýginnar musteri hrynur. Öll skepnan stynur. 1 öllum löndum rís andinn nýi gegn valdhafans vígi, sem ver sIg, blindur í eigin sök. Hersveitir berjast til heimalanda. Helreykur stígur úr hverri vök. Píslarvottar með bogin bök í brjóstfylking sannleikans standa. XTýlega sá eg mynd í amerísku dagblaði, sem þrýsti fastar en nokkru sinni áður inn í hug mér meðvitundinni um ósamræmið milli játninga kristinna þjóða og athafna þeirra í friðarmálum. Italskir hermenn á vígstöðv- unum í Afríku höfðu stöðvað bardagann til guðsþjónustuhalds. Og sjá! — Friðarkon- unginum Kristi hafði verið reist altari á -sjálfri vígvélinni, skriðdrekanum (tank), grá- um fyrir járnum með gínandi fallbyssu. — Svo er þó fyrir að þakka, að saga friðar- málanna er að framan eigi nema hálfsögð. Iíugsjónin um allsherjarbræðralag og heims- frið á sér fjölmarga unnendur víðsvegar um lönd, sem vinna henni af trúmensku og fyllsta mætti. Kanadiskur fræðimaður benti rétti- lega á það í útvarpsræðu fyrir skömmu, að það væri einsdæmi í veraldarsögunni, að tugir stærri og smærri þjóða hefðu tekið höndum saman um að refsa, með friðsamlegum hætti, þjóð, er ráðist hafði á lítilmagna og gerst heitrofi í alþjóðamálum. 1 þeim samtökum— og vonandi reynast þau eigi tvíeggjað sverð —vottar fyrir nýrri stefnu í úrlausn deilu- mála þjóðanna, nýjum hugsunarhætti og væn- legum til heillaríkra ávaxta, sé vel og vitur- lega um stjórnvölinn haldið. Fyrir stuttu síðan birti víðlesið ame- rískt tímarit svar margra fremstu andans manna og kvenna núlifandi við spurningunni: “Verður styrjöldum útrýmtj” Svörin voru að vonum afar mismunandi, og sum næsta svartsýn. Eitt hið spaklegasta þeirra og hag- kvæmast var svar Jane Addams, hinnar ný- látnu amerísku forystukonu í öllum mannúð- armálum, sem sæmd hafði verið friðarverð- launum Nóbels. Hún lagði meðal annars mikla áherzlu á afstöðu einstaklingsins til friðarmálanna, taldi það grundvallaratriði, að skapa vakandi og upplýsta friðarhyggju hjá almenningi. Fórust henni þannig orð: ‘ ‘ Því að eins verður nokkru sinni varanlegur friður á jörðu, að mönnum sé það brennandi áhugamál, að svo verði.” , Guðmundur skáld Guðmundsson valdi sér það hlutskifti, að syngja sama boðskapinn —friðarboðskap jólanna — inn í íslenzk hjörtu með gullfögrum kvæðaflokki sínum “ÍYiður á jörðu.” 1 þeim snildarlegu og máttugu ljóðum eggjar skáldið æðri sem lægri til að fylkja sér undir friðarfánann og leggja sinn stein í grundvöll friðarhallar framtíðarinnar. Hann beinir máli sínu til þjóðhöfðingjanna, til klerkanna, því að hann vill gera kirkjuna það, sem henni er ætlað að vera:—stórveldifriðar- ins á jörðu hér. Hann hvetur blaðamennina, sem móta stefnu lýðsins — almenningsálitið —tii, að skipa Ýriðarmálunum öndvegiði á .stefnuskj'á sinni. Hann .kvaður alla góða menn og konur að friðarverki: í alheims friðarfylking kveð eg alla, sem finna hjá sér þrá til nokkurs góðs! Og orðsins menn eg einkum vildi kalla, sem eldinn helga geyma sögu og ljóðs, að vekja og glæða viljann allra þjóða, til vegs og sigurs friðarstarfsins góða. Minnugir þeirrar hvatningar, og þjóðfélagslegrar ábyrgðar vorrar sem kristinna manna, megumi vér vel ganga inn í helgi komandi jóla. Skær stjarna þeirra bendir enn, eins og leiftur-viti, í þá átt, sem sæhröktum þjóðum er hafnar að leita. Og því fleiri mannshjörtu, sem endurvarpa skini hennar, því bjartari og frið- sælli verður hátíð ljósanna og frið- arins. ORÐSENDING Fyrir liönd Lögbergs, og mín sjálfs sem ritstjóra þess, þakka eg margháttaðan góðvilja, og árna vinum mínum, fjær og nær, gleðilegra jóla. Alúðarfylst, Einar P. Jónsson. &. parbal og samverkamenn hans óska Islendingum gleðilegra jóla og farsæls nýárs! JH, parbal Funeral Directors 843 SHERBROOK STREET Sími 86 607 PAUL BARDAL framkvæmdarstjóri í t < Cijnstmas That Will Carry Good Cheer Into Many Homes Hampers, brimful of good things to eat. They’re packed specially for the Christmas dinner—others are called Friend- ship Hampers, packed with needs for Christmas and following days. Leave your order and card at the Third Floor Grocery Department. The hampers will be assembled and delivered the day before Christmas. Societies and Fraternal Organizations —please note—we will be glad to make up any kind of hamper —at any price to suit your requirements. No. 1 Friendship Hamper, $5.00 7-lb. Roast of Beef. 24-lb. bag Green Seal flonr. 5 Ibs. Sugar. 1 lh. Broken Pekoe Tea. 1 lb. Sun Glo Butter. 1 lb Short- enins. 1 No. 5 tin Honey. 1 lb. Seedless Raisins. 6 Ibs. Rolleil Oats. 1 - 1 b. t i n Snowflak Bak- ins Powder. 2 tins Clark’s Pork and B’ns. 2 tins Peas. 2 tins Toma- toes, No. 2%. 2 tins Vege- table Soup. 2 Ibs. Prunes size 50-60. 2 lbs. Siani Rice. 1 lb. Cooking FiSs. No. 1 Standard Hamper $8.25 No. 2 Standard Hamper $.625 No. 2 Friendship Hamper $3.25 9-lb. Turkey. 24-1 b. 1) a g Royai Ilouse- hold flour. 10 lbs. sugar. 2 lbs. Eato- nia Butter. 1 Ib. Family Blcnd Tea. 2-lb. Christ- mas Pudding. 1 lb. Mince- meat. 1 doz. Oranges. 14 lb. Java and M o c Ii a Coffee. 2 tins Peas. 2 tins Com. 1 tin Toma- toes, No. 2 (4- 1 tin Straw- berry- Jam, 4 lbs. 2 tins Vege- table Soup. 1 lb. Table Raisins. 1 tin Peaches 2 lbs. Mixed Nuts. 1 lb. Table Figs. 8-lb. Roast of Beef. 24-1 b. bag Royal House- hold flour. 5 lbs. Sugar. 1 lb. Eatonia Butter. I lb. Pala- wan Tea. 1 No. 5 tin Honey. 2-lb. Christ- mas Puddlng. 1 lb. Christ- mas Candy. 1. dozen Oranges. 2 tins Peas. 1 tin Corn. 2 tins Toma- toes. No. 2 sqt. 1 tin Peaches. 2 tins To- mato Soup. 1 lb. Mince- meat. 1 lb. Table Figs. 1 lb. Mhted Nut. y2 lb. Table Raisins. 14 Ib. Planta- tion Cfiffe<>. 5-Ib. Roast of Beef. 7 lbs. Flour. 3 Ibs. Sugar. % Ib. Broken Pekoe Tea. 1 Ib. Sun Glo Butter. 1 tip Blend- ed Jam, 4 lbs. 2 lbs. Prunes. 1 lb. Cook- ing Figs. 1 tin Peas. 1 tin Toma- toes. 1 tin Libby’s Pork & Beans. 2 Ibs. Siam Rice. 2 lbs. Rolled Oats. 1 lb. Short- ening. 2 tins To- mato Soup. 2 lbs. White Beans. No. 3 Standard Hamper $4.25 No Standard 7 -lb. Roast of Beef. 7 lbs. Flour. 5 lbs. Sugar. 14 Ib. Pala- wan Tea. 1 lb. ICatonla Butter. 1 lb. ChrLst- mas Pudding. 1 Ib. Table Figs. 1 Ib. Mixed Nuts. 1 lb. Mince- meat. 1 tin Straw- berry Jam 4 Ibs. 1 tin Peaches 1 tin Corn. 1 tin Peas. 1 lb. Christ- mas Candy. y2 dozen Oranges. 2 tins Vege- table Soup. $3. 4-lb. Roast of Beef. 7 lbs. Flour. 5 Ibs. Sugar. 1 lb. Eatonia Buttt'r. 1 lb. Christ- mas Pudding. V2 lb. Table Figs. 1 jar Honey, 12-oz. . 4 Hamper 00 1 lb. Mlxed Nuts. 1 Ib. Christ- mas Candy. 1 tin Peas. 1 tin Corn. % Ib. Pala- wan Tea. y2 -dozen Oranges 1 tln Toniato Soup. No. 3 Friendship Hamper $2.25 4-Ib. Roast of Beef. 7 lbs. Flour. 2 lbs. Sugar. 1 lb. Sun Glo Buttcr. 1 tin Pork & Beans. 1 tin Toma- tœs. !4 lb. Broken Pekoe Tea. 1 tin Peas. 1 tin Vege- table Soup. 2 lbs. Siam Rioe. 1 lb. Cook- ing Figs. 1 lb. Prunes. 2 lbs. Rolled Oats. 1 lb. Whlte Beans. Groeery Seetion, Third Floor, South T. EATON C° i j. i i i LIMITED

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.