Lögberg - 19.12.1935, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.12.1935, Blaðsíða 6
fí LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. DESEMBEÍR, 1935. Týnda brúðurin Eftir MRS. E. D. E. N. SOUTHWORTH Auk Jiess sá hann fram á að hann mundi verða að tapa einhverju af sérréttind- um sínum og mundi þurfa að hliðra til fyrir þeim, bæði með því að eftirláta þeim sætið sitt við arininn og borðið, og taka lakari sæti sjálfur, hann sá og fram á það að liann mundi verða að gera sér að góðu að fá bara hálsinn af fuglunum og sporðinn af fiskunum, sem væru bornir á borð, í sinn hlut. Hann sagði að drengir væru alt af látnir sitja á hakanum fyrir stúlkunum, og hann sagðist alt annað en hlakka til komu þeirra. Hann var svo óánægð- ur með þetta ráðslag bróður síns, að hann steig á stokk og hét því, að hann skvkli kvelja og stríða þessum stelpum eins mikið og hann mögulega gæti. Stúlkur að koma til þess að vera hér næt- ur og daga og eta og drekka og sofa, xsitja og sauma, ganga hér út og inn — stúlkur, já, eg veit hvernig þær eru, montnar með nefið upp í loftið og þykjast svo miklar — stúlkur —pah! Það var bókstaflega óþol- andi. Hann gat ekki skilið í bróður sínum, sem var orðinn—-já, gamall piparsveinn; já, piparsveinar geta stundum verið hálf skrítnir, liugsaði Paul. Thurston vissi vel hvernig slá átti á steininn og leynd samhygðarinnar í hjarta drengsins. Hann ansaði engu rausinu í Paul, en kvöldið sem Miriam litla kom, kallaði hann Paul inn í setustofuna, þar .sem Miriam litla sat einsömul og benti honum á hana og sagði í lágum og viðkvæmum róm: “Sjáðu þessa litlu stúlku; hún hefir mi.st alla vini sína, og á engan að, hún kom hingað frá gröf móður sinnar, sem var jörðuð í dag; hún er ókunnug, sorgmædd og einmana. Forðu og revndu að gleðja hana.” “Eg er að fara til hennar, þó eg varla viti hvers vegna,” svaraði drengurinn, og færði sig nær litlu stúlkunni, þar sem hún sat, utan við sig af söknuði. “Heitir þú Miriam?” sagði hann, eins og til að byrja með samtal við hana. “Já,” svaraði hún, milt og feimnislega. “Það er eitthvað svo heiðinglegt! — eg meina, það er fallegt nafn, Miriam er Biblíu- nafn líka. Það getur líka vel verið dýrðlings- nafn, þó eg viti það ekki.” Litla stúlkan svaraði þessu ekki, og drengurinn varð ráðalaus hvað hann ætti að segja næst. Hann fetaði sig áfram og færðist nær henni og sagði: “Miriam, á eg að sýna þér bækurnar mínar — Scotts ljóðmæli, eða skáldsögur Waverleys eða Miltons Paradís.” “Nei, þakka þér fyrir,” greip hún fram í fyrir honum. “ Jæja, heldurðu ekki að þú hefðir gaman af að sjá myndirnar mínar, eg á tvær storar bækur með allra handa mvndum, og bók í arkarbroti með uppdráttum?” “Nei, þakka þér fyrir.” “Eg á fulla skúffu af allra handa málm- tegundum, langar þigekki til að sjá það?” “Nei, eg held eg hafi ekkert gaman af því. ’ ’ “Jæja þá, en heldurðu ekki að þú hefðir gaman af að sjá safnið mitt af þurkuðum allra handa pöddum og fiðrildum; eg á mörg spjöld af því, sem eg geymi í gleröskjum, og”— ' “Nei, þakk fyrir, mig langar ekki til að sjá það. ” ‘ ‘ Eg er nú svo sem alveg hissa! Eg hefi ekki neitt annað til að sýna þér. Til hvers langar þig?” sagði Paul alveg ráðalaus og gekk snúðugt í burtu frá henni. Daginn eftir, til allrar hamingju hepnað- ist Paul betur tilraunir sínar, að finna eitt- hvað, sem Miriam hefði skemtun af. Hann átti taminn, snjóhvítan héra, og honum datt í hug að litlu stúlkunni mundi þykja vænt um að fá hann til að leika sér að og hafa fyrir uppáhald, svo hann fór snemma á fætur um morguninn og þvoði hérann, svo hann liti út eins hvítur og snjór; og lét hann undir hrein- an kassa, svo hann þornaði, meðan hann reið til C— og keypti bláan borða til að binda um hálsinn á honum. Sökum allra þessara snún- inga varð Paul nokkuð seinn að koma til morgunverðar; en hann þóttist fá vel borgað fyrir það, þegar hann seinna um daginn fékk Jenny gömlu hérann og beiddi hana. að gefa litlu stúlkunni hann,—og þegar hann heyrði hana segja með fögnuði: “Ó, hvað hann er fallegur! Þakkaðu Paul kærlega fvrir hann!” Eftir þetta fór Paul smátt og smátt að kynn- ast Miriam og hún hætti að vera feimin við hann. Hann fór að taka hana með sér og róa með hana í litla bátnum sínum út á vatnið, eða hann lánaði henni litla Shetlands hestinn sinn, en reið sjálfur öðrum hesti; en hann hélt því fram, eins og áður, að yfirleitt líkaði sér stúlkur mjög illa, en hún væri ólík öðrum stúlkum. En hr. Wilcoxen gladdist svo inni- lega yfir því að sjá, hversu eiginleg vinátta var að myndast milli þeirra, því þau voru þær einu lifandi verur í heiminum, sem hann helgaði alla umönnun sína, sameiginlega. Þau áttu mjög vel saman og höfðu góð áhrif hvort á annars lundarlag; hin síglaða og frjálsmannlega framkoma Pauls kætti Miriam og eyddi köstunum, sem stundum vildu sækja • á hana, en Paul lærði það af lundarveiklun hennar, feimni og hræðslu, að stilla í hóf mikilmensku sinni, hennar vegna. Frú Waugh liafði ekki gleymt sínum unga og munaðarlausa skjólstæðing; hún kom eins oft og hún gat til Dell Delight, til þess að vita um hvernig IMiriam litlu liði. Eftir að þessum slysa og óhappa öldum lægði, sem gengið höfðu yfir sveitina að und- anförnu, beittist athygli fólksins að öðru utn- hugsunarefni, sem var eins og græðandi smyrsl á hina særðu tilfinningar fólksins. Það var altalað að Thurston Wilcoxen hefði dreg’ið sig út úr öllu félagslífi og heimsum- svifum, til þess sem bezt að geta búið sig undir að takast á hendur prestsembætti. Þessi orðrómur var staðfestur sem sannleikur, þeg- ar Thurston, tólf mánuðum síðar var gerður meðlimur hinnar “helgu reglu.” Thurston vanrækti ekki að hugsa um vel- ferð þeirra Paul og Miriam; hann tók þau undir sína hendi til þess sjálfur að sjá um mentun þeirra og upþeldi. “Það hafa margir prestar tekið að sér að kenna unglingum fyrir borgun, því skyldi eg þá (>kki, sem hefi nógan tíma afgangs frá starfi mínu, ekki taka að mér að kenna bróð- ur mínum og kjördóttur minni,” sagði hann. Hann lét búa til litla kenslustofu við hliðina á lestrarstofunni sinni, þar sem í nærveru frú Morris, Miriam og Paul stunduðu nám sitt, og Thurston hafði stöðugt eftirlit með þeim sjálfur. Frú Morris kéndi þeim þau fög, sem sérstaklega voru í hennar verkahring, en hr. Wilcoxen kendi þeim sjálfur hinar fornu bók- mentir, stærðfræði og tungumál. Þannig liðu mánuirnir, og með hverjum mánuðinum, sem leið, urðu þau Paul og Miriam samrýmdari sín á milli, og við hr. Thurston, sem þau skoð- uðu sem föður sinn og verndara. Thurston Wilcoxen varð uppáhald allra, sem honum kyntust. Hann naut almennings álits, sem réttlátur, góðviljaður og einlægur mannvinur. Hann bygði kirkju og frískóla og kostaði viðhald og starfrækslu livoru- tveggja af sínu fé. Fimm árum eftir að hann hafði tekið við arfleifð sinni, var hann kosinn prestur, til sóknarkirkjunnar sinnar. Þannig liðu árin, sem báru í skauti sínu hið næsta atburðaríka tímabil í þessari sögu, sem hefst þegar Miriam er sextán ára. 30. Kapítuli. Sex ár voru liðiu frá því hinir sorglegu viðburðir gerðust, sem greint hefir verið frá. Thurston Wilcoxen var elskaður og virtur af öllum, sem maður, og eins þótti hann bera af öllum prestum sinnar síðar, í öllu ríkinu. Kirkjan hans var alt af troðfull, nema ef hann skifti við einhvern embættisbróður sinn, en þá fylgdi flest fólkið úr söfnuði 'hans hon- um, þangað sem hann messaði. Honum hafði verið gerð mörg tilboð, og sendar margar bænaskrár frá hinum stóru söfnuðum í borg- unum; en hann ætlaði sér að vera kyr hjá sínum litla söfnuði eins lengi og fólkið vildi hlusta á hann. Eftir því sem Miriam eltist og þroskað- ist, gætti hún meiri varúðar, um að minnast ekki á liinn einkennilega eið, sem hún liafði svarið móður sinni. Hún geymdi vandlega i minni sér alt það, sem hún hafði beyrt og séð, o^- hún liélt að gæti orðið sér til nokkurrar leiðbeiningar í Jiessu máli; hún mundi vel eftir því þegar Marian kom frá Washington, og þeirri breytingu, sem liún hafði tekið þar; Hún mundi eftir þunglyndisköstunum sem hún fékk þegar hún kom heim frá pósthúsinu og hafði ekki fengið neitt bréf, og hún mundi eftir hvað hún var glöð og ánægð þegar hún fékk bréf, sem hún fór afsíðis með til að lesa, og hún sá hana stinga bréfunum inn á brjóst sér og þegar hún var spurð hvaðan og frá hverjum hún hefði fengið bréf, neitaði hún alt af að segja nokkuð um það; hún mundi eftir þegar hún kom heim seint um kvöld í illviðr- inu, svo fjarska hrygg og sorgmædd, og grét alla nóttina; og hvað henni leið illa og hvað sorgmædd hún var lengi á eftir, Miriam hugs- aði vandlega um alt þetta, og reyndi að koma því í eitthvert samhengi, ef ske kynni að það gæti orðið henni einhvemtíma til leiðbeining- ar að komast á slóð þess, sem myrti Marian. Wiítl) tfje (granb anb dðloriouö Cfjriötmas ásæaöon! AND WHEN THE FESTIVE CHIMES HAVE DIED AWAY, THE FORWARD-LOOKING YOUNG MAN OR YOUNG WOMAN MAKES THE FOLLOWING NEW YEAR’S RESOLUTION “I will make a definite start on my business training. I will stop drifting and waiting for something to turn up, and I will begin NOW to prepare for a responsible position that carries a good salary. I will enroll Monday, for the New Term at the “ In other words January 6th, 1936, Four Schools in Winnipeg---On The Mall, and at Ehnwood, St. James an< Inquire for details of Home Study Courses hy Correspondence

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.