Lögberg - 26.12.1935, Page 1

Lögberg - 26.12.1935, Page 1
48. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 26. DESEMBER, 1935. NÚMER 52 LÖGBERG ÖSKAR ÖLLUM ÍSLENDINGUM GLEÐILEGS NÝARS .\«*a«í*i^«wii«W6«»»«r.g«^ «;»«(» «W«ra«»tt«itt«g»«ea«»»«3ft«ia«(»«Pa«r<Si«»»«;»«*ii««»«»«»»«ttt,t \«»»«S4«»a «3» «Si1»«*i »»«;»«»»«(»«?»«*»> «3» «M«W«»»«S>»*ft«g|it|* MIi. OG MRS. SIGTRYGGUR F. ÓLAFSSON Síðastliðinn mánudag áttu þau sæmdarhjón Sigtryggur F. Ólafsson og frú Jóhanna Sigurlaug Indriðadóttir, fimtíu ára gift- igarafmæli; voru gefin saman hér í borginni þann 23. desember árið 1885 af dr. Joni Bjarnasyni. Sigtryggur Freemann Ólafsson er fæddur á Garði í Aðal-Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, þann 25. dag októbermánaðar árið 1856. Kona hans, Jóhanna, er fædd í Kasthvammi í Laxárdal í sömu sýslu, þann 26. júlímánaðar 1857. Þau fluttust til Vesturheims árið 1885, og hefir heimili þeirra staðið í VVinnipeg jafnan síðan. Ekki varð þeim Ólafsson-hjónum barna auðið; en tvö börn tóku þau tii fósturs, er þau gengu í góðra foreldra stað; eru íósturbörnin þau Tryggvi Bjerring og frú Theodóra Herget, bæði búsett hér í borg, og beittu sér fyrir þeim hinum mikla mannfagnaði, er yfir stóð seinni part gullbrúðkaupsdagsins, og að kveldinu, á heimili gull- brúðhjónanna, 619 Agnes Street. Sigtryggur F. Ólafsson, eða Tryggvi, eins og hann venjuleg- ast er kallaður, rak um langt skeið eldsneytisverzlun hér í borg- inni, við góðum árangri. Mannf jöldi mikill heimsótti þau Mr. og Mrs. Ólafsson í tilefni af gullbrúðkaupinu, auk þess sem þeim barst f jöldi bréfa og ham- ingjuóska víðsvegar að. Þau hjón eru hnigin allmjög að aldri, en bera aldurinn vel; eru þau bæði þétt á velli og þétt í lund, lífs- glöð og hamingjusöm; hafa þau lagt mikið og gott til íslenzkra mannfélagsmála í þessari borg, og njóta hvarvetna virðingar og trausts af hálfu samferðasveitarinnar. Lögberg árnar gullbrúð- hjónunum innilega til hamingju í tilefni af þessum merka áningar. stað í lífi þeirra. Fjöldi dýrra gjafa voru þeim hjónum afhentar frá fóstur- börnum og öðrum vinum. e. í samsœti fyrir Vr. Stein 0. Thompson og frú Thompson í Riverton 12. desember 1935 Hver er sú rödd, er mælir hjartans máli Þau máttarorð, sem þerra höfug tár Með trú og von, sem brenna ei á báli Né blæða út þótt undir vakni og sár; Hún vlrík vekur vor úr klakaböndum. Og von í brjósti hins lirjáða, sjúka manns. A æskudrauma æfintýralöndum Hún ávalt stráir blómum leiðir hans. Og vel sé þeim, sem taugar andans tengir Yið trúna þá að vinna göfugt starf. Þeir eru í raun og sannleik sannir drengir, Er^sjá og laga alt sem bæta þarf. Því lær að meta verkin eins og vert er Og viljann tii að lækna sérhvert mein, Að þjóðin finni og geti þess sem gert er Þá gróði verður fyrir doktor Stein. Hans frjóvi liugur vissi 'hvað hann vildi, Og vinnugleðin nægði fyrir liann. Þó flestum betur eigin skyldur skildi Hann skuldakröfu ei sendi á nokkurn mann. Að fyrirgefa skuli skuldunautum Hann skildi og fann að var á rökum bygt Við líknarstarf í mannkyns þyngstu þrautum Fann þrotlaus andinn jafnan hæli trygt. Og ein er sú, sem aldrei skvldi gleyma Og ávalt með þér hverja reynzlu bar, Já, ástarþakkir henni er vakti heima Og hlúði að öllu, sem þér kærast var. Því heill um aldir Fósturlandsins Freyja, Þér fegra blórn ei óx við jarðarskaut! 1 sorg og gleði móðir, kona, meyja Er mannsins ljós á tímans huldu braut. Því er oss ljúft og skylt sem gjörst vér getum, Vor góði vin, í dag að minnast þín Og það sem vegur mest á vorum metum Er mannúðin sem gegnum verk þín skín. Hún á þá rödd, er mælir hjartans máli, Þau máttarorð, er þerra höfug tár, Því trú og von ei brenna munu á báli, Né blæða út þótt undir vakni og sár. S. E. Björnsson. Til Dr. Steins Thomp- sons í Riverton Flwft í heiðurssamsæti þann 12. desember 1935. Þinn er skjöldur skygður, hreinn, skýru gulli rendur. Afbragðs-læknir ertu, Steinn —út af guði sendur. Þjáningarnar þjóta’ á braut þínum undan höndum; Enginn fleiri örvum skaut á veikinda ströndum. Þú ert æ í þungum slag: þyrstir sjúkdóms-féndur herja nótt og nýtan dag Nýja-íslands strendur. Ilerför dauðans hnekkir þú, Höggum hvergi skeikar. Heldur vörð við Heljar-brú; hörfa nornir bleikar. Þú er annað — þess skal minst, þú ert bezti drengur. I sálu þinni ómar inst ekta kærleiks-strengur. Fé aS hirSa fátæks manns fanst þér meiSa sóma; burt þú gekkst meS blessun hans, en báSa vasa tóma. Ýmsir hyggja’ á eigin hag, auSs í brekku sæknir; en þaS skal auglýst þennan dag: þú ert kristinn læknir. Líknarverkum valins manns vart er hægt aS gleyma; lengi niSjar Nýja-íslands nafn þitt munu geyma. /. S. frá Kaldbak. Frá útvarpsráði íslands Reykjavík 28. nóv. 1935. “Lögberg” The Columbia Press, Ltd., 695 Sargent Avenue, Wlinnipeg, Manitoba. Kæri herra ritstjóri: Stjórn úslenzka útvarpsins hefir ákveSiS aS varpa út sérstakri dag- skrá vegna Islendinga búsettra í Vesturheimi, sunnudaginn 29. des. n.k., kl. 4 síSdegis, miSað viS ísl. tíma eSa kl. 11 árdegis, miSaS viS miS-amerískan tíma (Central Stand. ard Time). Enn er ekki að fullu ráSiS um tilhögun dagskrárinnar og verður þaS síSar tilkynt símleiðis. Bréf þetta er yður ritaS, til þess aS fara þess á leit aS þér í blaði yS- ar tilkynniS um útvarp þetta og aS þér jafnframt, í samstarfi viS blaSiS Heimskringlu, hlutist til um þaS aS útvarp þetta verði tilkynt i útvarpi vestanhafs. ÚtvarpaÖ verSur á bylgjulengd 24.52. í sambandi viS þetta útvarp hefi eg hugsað mér aS gefá íslendingum búsettum á íslandi kost á þvi aS senda vinum sinum og vandamönn- um, búsettum í Vesturheimi, nýárs- kveSju. YrSi kveðju þeirri komið fyrir á þann hátt, er nú skal greina: Sent yrði eitt sameiginlegt nýárs. ávarp fyrir hönd allra þeirra, er þátt vildu taka í þessum liS dagskrárinn- ar, síSan nafn þess, er viS ætti aS taka, og nafn þess, er sendi í hverju einstöku falli. Jóla- nýárs- og sumarkveðjur gegnum útvarpið tíSkast mjög hér á íslandi, en eru þá sendar eingöngu til þeirra manna, sem vitaS er um aS hafa útvarpsviStæki. Nú er okkur íslendingum hér heima ókunnugt um þaS, hverjir hafa viðtæki vestan- hafs, og er því ekki hægt að miða kveðjusendinguna eingöngu viS það. Þessvegna leyfi eg mér hérmeS aS fara þess á leit við ySur, herra rit- stjóri, að þér í samstarfi viS ritstjóra Heimskringlu geriS ráðstöfun fyrir hönd islenzka útvarpsins, til þess aS láta hraðrita nýársávarpiS og nöfn þau öll, er lesin verða í sambandi viS það, og birtið síðan alt í blaði yðar. MeS þeim hætti má vænta þess aS flestum eða öllum þeim íslendingum vestanhafs, sem kynnu aS fá kveðj- ur aS heiman, bærust þær í blöðun- um ellegar með simanum frá kunn- ingjum sínum, er gætu veitt kveðj- unum móttöku. Eg leyfi mér aS biðja yður um aS athuga þetta mál og möguleika « því, aS verða viS þessum tilmælum og senda mér svar ySar svo fljótt sem verSa má með hægfara sím- skeyti. Mun eg þá senda yður sím- leiSis nánar um tilhögun dagskrár- innar. MeS því aS timi til stefnu er í stysta lagi vildi eg mega biðja yður um að liraða athugun og fram_ kvæmdum ySar um þetta efni, svo sem verða má. YrSi um kostnaS aS ræSa út af framkvæmdum ySar í þessu máli, er útvarpiS fúst til aS greiSa liann, en vonast hinsvegar til aS hann verði ekki mikill. MeS vinsamlegri kveSju, Ríkisútvarpið Jónas Þorbergsson ATHS. — ÞjóSræknisfélagiS og ritstjórar blaSanna hafa sett sig í samband viS útvarpsráS Canada viS. víkjandi ofanskráSu bréfi um skil- yrSi til endurvarps, en svar ófengiS enn.—Ritstj. DR. ÖFEIGSSON OG FRÚ HANS KVÖDD Á föstudagskvöldiS var, voru þau Dr. Ófeigur Ófeigsson og frú hans, kvödd með virðulegu samsæti á Royal Alexandra hótelinu hér í borginni, er um sex tugir manna tóku þátt i. Stjórnarnefnd ÞjóS_ ræknisfélagsins átti frumkvæSi að samsætinu, og skipaSi þar forsæti J. J. Bíldfell, formaður félagsins. ASalræSuna fyrir minni heiðurs- HARÐFISKUR * i HarSfiskur! — það er nú matur, maður! MeSan að smjör er til, aS borðinu skal eg ganga glaSur og gera honum beztu skil, tannalipur og handahraður. —HarSfisk og smjör eg vil! MikiS af holdugum harSfiski og grönnum er heimilum vorum fremd Vist er hann hollur maga í mönnum og munninum unaðsemd. Hann heldur i fólki heilum tönnum. —Hvergi er í mínum skemd. ViljirSu heim til húsa ganga, harSfiskinn skaltu sjá. Á skírdag frömdum viS starfið stranga og steinbítinn ristum þá. ÞrjúhundruS létum viS Halldór hanga hjallinum traustum á. Þá töldum viS gefið tækifæri aS taka þann fisk í hlaS. Óvíst aS höndum betra bæri, ef biði þaS forsómaS. Dásamlegt fanst mér að frostiS væri, sem fengjum við eftir þaS. FrostiS er þaS, sem gæðin gefur og gómsæta braSiS hans, en votviðrið þaS, sem verkun tefur og vonir í brjósti manns. Og freðfiskur veriS í heiSri hefur meS höfSingjum þessa lands. MeSan er til af fiski forði, fagurt á kvöldin er. Frá starfinu geng eg greitt að borSi glaSur með sjálfum mér. MeS hrifni og þrá i hug og orði horfi eg á fisk og smér. Gaðmundur Ingi. —Dvöl. gestsins flutti Dr. B. J. Brandson; fyrir minni frú Margrétar mælti Dr. Jón Stefánsson; voru ræSur þeirra hinar skemtilegustu og talandi vott- ur um vinsældir þeirra hjóna. Auk þess tóku til máls Dr. Ó. Björnsson, Dr. Sig. Júl. Jóhannes- son, Soffonías Thorkelsson, Dr. P. H. T. Thorláksson, Ásmund- ur P. Jóhannsson og ritstjóri þessa blaSs, er jafnframt las upp erindi þau til heiSursgestanna, er hér fyljga meS. Mrs. Bergthor E. Johnson afhenti frú Margréti for- kunnar fagran blömvönd. Veizlu- föng voru hin beztu, og margir ís- lenzkir söngvar sungnir. Þau Dr. Ófeigsson og frú hans, þökkuðu bæSi meS hlýjum og vel völdum orS- um, þá sæmd, er þeim hefði auSsýnd veriS með samsætinu, sem og þá góðvild, sem þau hefSu notiS á tveggja ára dvöl sinni meSal íslend- inga vestan hafs. Lögberg árnar þeir Dr. Ófeigi og frú hans allra heilla og blessunar, hvar sem leiðir þeirra liggja, og væntir þess að ísland megi marg- vislega giftu hljóta af starfi þeirra í framtíðinni. STÖRHÖFÐINGLEGT SAMSÆTl / RIVERTON ÞaS er enginn kotungsbragur á neinu, þegar fólkiS í Nýja íslandi efnir til veizluhalda, og eru River- tonbúar þar engir eftirbátar, nema síður sé. Um þaS vitnaði meSal ýmissa eftirminnilegra atburða í þá átt, mannfagnaður sá hinn mikli, er efnt var til í hinu veglega samkomu- húsi í Riverton á fimtudagskvöldið, þann 12. þ. m. í virðingarskyni við Dr. Stein O. Thompson og frú hans. Mun hátt á fimta hundraS manns hafa setiS veizluna. Dr. Thompson á slíkum vinsæld- um aS fagna í læknishéraSi sínu, aS meS fágætum verður að teljast. ÞaS er eigi aðeins aS hann sé ár- vakur og samvizkusamur læknir, heldur er hann valmenni sem þá er bezt getur. Er kona hans, frú Þór- dís, dóttir Gunnsteins heitins Eyj- ólfssonar, honum samhent í þvi öllu, er miðar til sannra samfélagsbóta. Veizlustjórn hafSi með höndum hr. S. V. Sigurðsson fiskikaupmað- ur, og fórst hið skörulegasta úr hendi. Fyrir minni Dr. Thompsons mælti J. W. Morrison frá Selkirk, og sagðist hið bezta. G. S. Thorvald- son lögfræSingur mintist frú Thompson í bráðfyndinni og skemti- legri tölu. Þá bað veizlustjóri hljóðs Sigur- birni SigurSssyni, fyrrum kaup. manni í Riverton, er afhenti Dr. Thompson meS bráSsnjallri, stuttri ræðu, splunkunýjan Ford-bíl, 1936 gerS, er kostaði rúma þúsund dali, sem viðurkenningarvott frá héraSs- búum. Þeir skera ekkert viS negl- ur sér íslendingarnir þarna norSur frá, þegar þeir taka eitthvað í sig. Var þessum einkennilega og sér- stæða liS skemtiskrárinnar tekið með miklum fögnuði. MeSal annara sem til máls tóku, ber að nefna Miss Grace Torrie, J. T. Thorson, þingmann Selkirk kjör- dæmis, frú ValgerSi SigurSsson, S. E. SigurSsson, Hecla, Gisla Einars- son, B. I. Sigvaldason, Gísla Sig- mundsson og Einar P. Jónsson. KvæSi fluttu Dr. S. E. Björnsson, Jónas Stefánsson, Guttormur J. Guttormsson og FriSrik P. SigurSs- son. MeS söng skemtu Fjeldsteds bræður frá Árborg og þeir Valdi Benediktsson og Skúli Hjörleifsson í Riverton. Ungfrú Agnes SigurSs- son var við hljóðfærið. Dr. Thompson þakkaði meS fag- urri ræðu samsætið fyrir hönd sína og konu sinnar, sem og hina verS- mætu og eftirminnilegu gjöf. Þessu ánægjulega samsæti sleit ekki fyr en liSiS var allmjög á nótt. I Kveðjusamsœti Öfeigs lœknis Öfeigssonar og frú Margrétar 20. október 1935. Þeir fara’ ekki allir jafn fimlega að, er frægja sitt þekkingar pund. En Óifeigur læknir er eins fyrir það, ])ó annríkið synji um blund. Með vitsmunafestu hann fægir sinn hníf, því frábær í tækni hann er; sé um það ræða að öryggja líf, hann einbeittur saumar og sker. En veikist hann sjálfur er viðhorfið breytt; þá verður hann rétt eins og eg. Og þá verður hjartað og höfuðið þreytt og Iiúmað um alfaraveg. Eg ber mína þjáning til eilífðar einn,— en Ófeigi vegnar þó skár, því Margrétar-svipurinn samur og hreinn af sjúklingnum þerrar hvert tár. Eg meitla þá stund, sem við áttum hér öll í Óskir hins komandi dags. Og þó að mín trú ekki flytji nein fjöll, hún fært getur eitthvað til lags. Þó fjarlægðir skilji, eg finn að mín þrá er frumtengd við íslenzkan geim; og alt það, sem fegurst eg erlendis sá með Ófeig'i sendi eg heim! Einar P. Jónsson. ,\«»»«^»«^«<»««»«tj»«^«^«^«^«»(»«Ba«Bi>.«síl«!»«»ia«»!» «»»«<»« >«t»«w>«í»A«g»«t»«^sa»»«»Nt«(»<m»ff»«ra«»»f»«»»«B»ii«»»«»»yá<iiwý«ftti

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.