Lögberg - 26.12.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 26.12.1935, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 26. DESEMBER, 1935. Xóffberg GefitS tlt hvern fimtudag af THJ) COLXJMBIA PRE88 LJMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOft LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Vrrtí t3.00 um áríS—Borgist fyrirjram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Straumhvörf t eitt skiftið enn er aS því komiS aS vitar hverfanda árs slokni vit, og kveikt verSi á öSr- um nýjum í staSinn. Minningar, ýmist svip- Ijúfar eSa saknaSarkendar, fylgja gamla ár-- inu úr hlaSi. HiS komanda ar, þó skamt sé til upphafs þess, er þykkum slæSum óvissunn- ar huliS; þó mæna þangaS engu aS síSur miljónir manna og kvenna björtum vonar- augum, því ljóst er þaS lýS öllum, aS hvernig svo sem lukkuhjól þess snýst, þá verSur reifa- barniS, áriS 1936, verSmætur dropi í framtíS- arinnar mikla megin sæ; dropi, sem haf fram- tímans má meS engum hætti án vera. Hvert nýtt ár hlýtur ógr>Tmin öll af ó- ráSnum draumum í vöggugjöf; hvernig fram úr þeim ræSst, er ávalt aS ósegjanlega miklu leyti undir oss sjálfum komiS; hvernig og meS hvaSa hjartalagi aS vér gefum oss viS þeim hinum ýmsu, mikilvægu málefnum, er iirlausnar bíSa. Hví ekki aS setja markiS hátt, því ávalt er nægur tími til þess aS slaka til eSa hrapa. ViS áramót þau, sem nú fara í hönd, sem og reyndar vafalaust öll önnur straumhvörf, blasa hinar ýmsu ldiSar lífsins næsta mis- jafnt viS auga einstaklingsins.— “Einum lífiS arma breiSir, öSrum dauSinn réttir hönd. Veikt og sterkt í streng er undiS, stórt og smátt er saman bundiS.” VitaS er þaS, aS ýmsir felli sölt saknaSar- tár nú um áramótin, er náttvængjuS sorgin flögrar yfir heimilum þeirra sakir ástvina- missis, örbirgSar eSa vanheilsu. Slíkt skal verSa hlutskifti komandi árs, ef alt skeikar aS sköpuSu, aS veita þeim, sem þannig er ástatt fyrir fulltingi sitt, og hvetja þá endur- hresta til fylgdar á ný viS lífiS og hinn mikla eilífSartilgang þess. Enn er sungiS, prédikaS og ort um friS á jörSu, og enn eru blóSfórnir færSar hinum óseSjandi goSum herneskjunnar. Um jörSina og auSæfi hennar er barist sýknt og heilagt; jörSina sjálfa, sem allir aS réttu lagi eiga jafna hlutdeild í; jörSina, móSur alls og allra. # # * Ekki getur hjá því fariS, aS hugsandi mönnum renni til rifja sögur þær af örbirgS og allsleysi hér og þar innan vébanda þessa fylkis, er birst hafa undanfama daga í blaS- inu Winnipeg Free Press, í sambandi viS f jár- söfnun RauSakrossfélagsins, er aS því lýtur aS bæta úr bráSustu þörfunum. 1 fæstum til- fellum, er þessum olnbogabörnum mannfé- lagsins sjálfum um aS kenna; heldur valda því óviSráSanlegar ástæSur í mörgum tilfell- um, svo sem uppskerubrestur, hvernig til hef- ir skipast, auk meingallaSs viSskiftafyrir- komulags og ranglátrar skiftingar auSs og iSju. Margur fátæklingurinn er meiri maSur en auSmaSurinn, og ríkur í sinni fátækt. Sígildur er hann sannleikurinn í eftir- farandi ljóSmáli Robert Burns, er séra Matt- hías svo meistaralega íslenzkaSi: “Því skal ei bera höfuS hátt í heiSurs-fátækt þrátt fyrir altf Svei vílsins þræl; þú voga mátt aS vera snauSur þrátt fyrir alt, þrátt fyrir alt og þrátt fyrir alt, þreytu, strit og basliS alt, alt hefSarstand er mótuS mynt en maSurinn gulliS þrátt fyrir alt.’’ Á engu ríSur hinu komanda ári meir, en hreinskilnum, drenglunduSum mönnum; mönnum, er setja sannleikann öllu ofar, meS þá bjargföstu lífsskoSun, aS hann einn geti veitt mannkyninu frelsi — og friS. - Megi hiS næsta, ófædda ár, verSa vakandi vútni aS bálför úlfúSar, tortryggni og hefnd- arhyggju, en greiSa í þess staS sólskini og sættarhug veg inn aS sérhverju mannlegu hjarta! Mackenzie King MAÐURINN OG AFREKSVERK HANS Eftir John Lewis. (Sig. Júl. Jóhannesson þýddi) í síSasta blaSi birtust fáein inngangsorS frá mér, en nú byrjar bókin.—Þýðandinn. FORMALI. LeiStogi stjórnmálaflokks er æfinlega þeim lögum háSur aS eiga stöSugt í vök aS verjast fyrir árásum andstæSinga sinna. ÞjóSin hefir því venjulega fullkomiS tæki- I færi til þess aS kynnast öllu því í fari hans og framkomu, sem miSur má fara—kynnast því í stækkaSri mynd. ÞaS sýnist því vera sanngjarnt og sjálf- sagt aS vinir hans og hliSstæSingar máli af honum aSra mynd, sýni hann eins og hann kemur þeim fyrir sjónir, sem bezt og nánast hafa þekt hann. En í því sambandi mætti spyrja hvort til- raun ætti aS gera þess á meSan maSurinn er enn á lífi. Svar viS þeirri spurningu er aS finna í sértega skemtilegri bók. Hún er eftir John W. Dafoe, hinn fræga ritstjóra Winnipeg Free Press og heitir: ‘ ‘ Laurier, hugleiSingar um canadisk stjómmál.’’ Dafoe vitnar þar til þessara alkunnu orSa: “Enginn getur felt réttlátan dóm um lif- andi mann: AnnaShvort verSur dómurinn of vilhallur .sökum vináttu og samhygSar, eða hann verSur sleggjudómur vegna skamjnsýni og afbrýSi.” Ilér er vel að orði komist; samt verður því ekki mótmælt, aS jafnvel eftir aS menn eru komnir undir græna torfu kennir oft hlut- drægni og hleypidóma í æfisögum þeim, sem eftir þá eru skráðar. Sagnaritarinn skipar sér—ef til vill óafvitandi—í flokk meS eða móti dánum leiðtogum og berst fyrir eða gegn málefnum, sem fyrir löngu hafa unnist eða tapast. Vér höfum ef til vill ekki veitt því eftir- tekt að bæði speki og góðvild felst í orðum ritningarinnar þar sem hún segir: “Dæmið ekki.” ÞaS er svo undur erfitt — ef ekki of- dirfskufult — að reyna að virSa eða vigta hæfileika og mannkosti, svo aS hvergi sé réttu máli hnekt eða hallaS. Það er ef til vill betra fyrir sagnaritar- ann að setja sig ekki í dómarasæti, heldur einungis að segja söguna, eins og hún kemur honum fyrir sjónir en eftirláta þaS lesend- unum að fella þá dóma og draga þær álykt- anir, sem þeim þóknast. Æfisögu atriði lifandi manna hljóta að verða aS ýmsu leyti ófullkomin; en þrátt fyrir þaS er þjóSinni þaS nokkurs virSi aS vita hvaSa álits leiStogar hennar njóta meSal þeirra, sem þeim eru handgengnir á meSan þeir eru sjálfir á lífi. Og ef svo fer aS of mikið gætir vináttu áhrifa, ber þess að gæta að fullkomlega vegur þar á móti það sem of er sagt frá hinni hliðinni, í staShæfingum and- stæSinganna. Menn, sem meS opinber mál fara í landi þar sem flokkaskipun ræSur eins og hér, eiga í sífeldu stríSi og leiStogarnir standa þar fremstir í skothríSinni sem stöSugt dynur á þeim. Líf þessara manna er erfitt og þreyt- andi; um þaS geta blaSamenn bezt boriS, því þeir eru þeim .oft handgengnir. Þetta á jafnt við leiðtoga beggja flokkanna. Þegar leiðandi stjórnmálamenn deyja, er oftast fylgt heilræðinu forna, þar sem því er haldið fram, að um hinn látna megi ekkert annaS en gott segja. ViS því er hætt þegar vinir dæma, aS um of sé lofaS, en eitthvaS er þó líklegt aS þeir segi, sem sanngjarnt er aS viSkomandi heyri á meSan hann dvelur vor á meSal. Yfirleitt er dómum manna hætt viS því að dýpka skuggamyndimar meira en góðu hófi gegnir; er það sökum þess að aðfinning- ar vekja fremur eftirtekt og ná betur eyra f jöldans en lof eða hrós. 1 aðfinslunum geta rithöfundarnir betur notið sín með háði og smánaryrðum, en einmitt í því felst eitthvaS þaS, sem mest hefir aSdráttaraflið fyrir f jöld- ann. Hann vill finna bragð að því, sem á borð er borið. Eins og eg sagSi áSur á alt þetta jafnt heima um menn allra flokka; lítil hætta er á því aS þeim sé hrósaS um skör fram í lifanda lífi, sérstaklega nú á dögum þar sem hetju- dýrS og leiðtogadýrkun er svo aS segja á förum og ljóskóróna aSdáunarinnar er nú hlífSarlaust rifin af höfSi hvers dýrSlingsins á fætur öSrum, sem uppi var á dögum Victoríu drotningar. Yfir höfuS má með sanni segja að leið- togar canadisku þjóðarinnar hafi staSið vel í stöðu sinni. Framh. Steingrímur læknir minnist Matthíasar föður síns Rœða haldin í lok 100 ára minw- ingarhátíðar Matthiasar Joch- umssonar á Akureyri, 11. nóvember 1935. ■ Mér er skylt og mér er ljúft, að þakka Matthíasarnefnd Stúdentafé- lags Akureyrar fyrir mína eigin hönd og fyrir hönd systkina minna og barna þeirra, fyrir að hafa boð- ið okkur að vera viðstödd hin stór- myndarlegu þrídægra hátíðahöld, til minningar um föður minn. Við dáumst að dugnaði Stúdenta- félagsins, sem átt hefir upptök bæði að hátíðahöldunum hér í bæ og öðr- um svipuðum víðsvpgar um land, og ekki síður dáumst við að framtaki þess að því, að koma upp Bókasafns byggingu hér á Akureyri, sem veg- legum minnisvarða til heiðurs skáld- inu. Svo óvenjulega mikil og ástúðleg eru þau virðingarmerki og sú sam- úð, sem föður mínum vottast nú af alþjóð á ioo ára afmæli hans, að leitun mun á dæmum þess meðal nokkurra þjóða, að nokkru skáldi eða nokkrum andlegrar stéttar manni hafi svo stuttu eftir andlátið verið sýndur meiri sómi. Sem eðlilegt er gleður þetta okk- ur, börn hans og ástvini ósegjanlega mikið. Þegar eg nú íhuga alt, sem hefir gert verið föður mínum til sæmdar, finst mér sem hann hafi fengið heit. ustu óskir sínar uppfyltar. Eða — við getum orðað það þannig: Bænir hans, sem hann fyrir mörgum árum bar fram við guð sinn, hafa nú ver- ið heyrðar: Þjóðin hefir alment viðurkent, að hann hafi þjónað henni afburða vel, bceði sem skáld og sem kennimaður, en það var það sem í hann bað um. Sem drengur bar eg ekki skyn á | verðmæti hins andlega starfs föður mins, hvorki sem skálds eða prests. Það var fyrst á stúdentsárum mín- um að eg fór að hafa gaman af að kryf ja ljóð hans til mergjar og síð- an hefi eg aldrei orðið leiður á að lesa þau aftur og aftur. Öllu betur komst eg fljótt upp á að meta frjáls- lyndi hans í trúarefnum, hina sívak- andi sannleiksleit hans og óbeit á gömlum kreddum. Eg skildi það vel að það átti einnig við hann sjálfan er hann orti um vin sinn séra E. O. Briem: “Sannleik að sinna sannleik að finna sannleik að inna var þín sífeld vinna.” Og hann talaði frá eigin hjarta er hann sagði ennfremur: “Leitt er ljóss þjónum að lúta falstónum, dogmum dulgrónum, dauðum hugsjónum.” Eg ætla nú ekki að fjölyrða um skáldskap föður mins við þetta tæki- færi, því margir mér færari hafa orðið til þess við þessa minningar- athöfn, en eg vil trúa ykkur fyrir þessu: Að mér þykir ætíð sérstakur un- aður að því og uppbygging að lesa hetjuljóð og harmsöngva föður míns kernur til af því, að eg þá finn mig bókstaflega kominn í félagsskap góðra,-göfugra anda. Eg finn þá, það sem hann fann svo oft, og segir i erfikvæðinu sem eg nefndi: “Víst eru oss nærri verurnar hærri stignar frá stærri stöðvum til smærri.” Og enn sagði hann, — og þeim orðum vil eg nú beina til hans sjálfs: “Nálægur ertu, nærri mér vertu, samur enn sértu, sál mína hertu! Ertu’ ei hér inni, innst í salkynni, með veru þinni, í vitund minni?” Þegar faðir minn var prestur í Móum á Kjalarnesi og seinna i Odda á Rangárvöllum, þá var svo að segja ætíð vel sótt kirkja hjá honum. Fólkið í báðum þeim prestaköllum var yfirleitt guðhrætt fólk og guðrækið upp á gamla vísu og trúði á trúna, sem nauðsynlegasta sáluhjálparatriði bæði þessa heims og annars. Messuföll komu varla fyrir. Það voru í hæsta lagi grenjandi stórhríð- ar, sem einar hömluðu fólki frá að koma til kirkju. Þessa kirkjurækni fólksins og hlýðni þess við prest sinn, mat fað- ir minn mikils og gleymdi því aldrei. En þegar hann í von um stærri söfnuð, meiri tekjur og stærri verkahring hafði sótt um og fengið Akureyrar-prestakall, urðu það hon- um sár vonbrigði í rnörg ár framan af, hve tekjur urðu miklu minni en hann hafði búist við, en einkum tók hann sárt hve kirkjurækni hér nyrðra var tiltölulega miklu minni en syðra. Guðhræðslan svo sem engin og guðræknin minni og trúin á trúna fór rénandi ár frá ári eins í þessu prestakalli eins og svo mörg- um fleirum víðsvegar um landið. Þvi, er það ekki þannig, að trúrækn. in fari rénandi í landinu jafnframt því, sem guðhræðslan hverfur, líkt og hjátrú rénar með myrkhræðsl- unni ? Messuföll komu að vísu sjaldan fyrir í Akureyrarkirkju, því faðir minn vildi ekki gefast upp þó fáir kæmu. En honum sárnaði að sja tóma bekki og aðeins sama trufasta hópinn, en unga fólkið heima í iðju- leysi og kæruleysi um kristindóm um hámessutímann. Það var aðeins á stórhátíðum, sem vel var sótt kirkja; einkanlega jól- um. Þá var hún troðfull. En þá kom fólkið mest fyrir siðasakir, sumt að sýna sig og sjá aðra og sumt til að fá betri lyst á jólamatnum á eftir. Margt fólk kom aðeins þetta eina skifti ársins til kirkju, líkt og áður tiðkaðist að margir lauguðu líkamann einu sinni á ári — einmitt á jólunum, eða Þorláksmessu. — En næst hinni lélegu kirkjurækt safnaðarins tók föður minn sárt hve litils hann var metinn sem skáld, hér framan af. Og svo bættist ofan i BARGAIN HOURS FOR LONG DISTANCE TELEPHONING ON STATION - TO - STATION CALLS The night Station-to-Station rate extends from 7.00 p.m. Saturday, all day Sundays, to 4.30 a.m. Monday. Make your week-end out-of- town visits by Telephone, using the Station-to-Station service . . . . You get the benefit of the low night Station-to-Station rate. SOMEONE - SOMEWHERE WOULD LIKE TO HEAR YOUR VOICE Manitoba Telephone System The special low rate on Sundays is in effect only in Manitoba.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.