Lögberg - 26.12.1935, Blaðsíða 5

Lögberg - 26.12.1935, Blaðsíða 5
LÖGrBERG, FIMTTJDAGINN 26. DESEMBER, 1935. 5 á, ilt árferði og litlar tekjur, svo að þröngt varð í búi og dimmar horf- ur framundan með stóra fjölskyldú. Það var hart fyrir hann meðal annara hluta, að þurfa að neita sér um að kaupa nauðsynlegar fræði- bækur hvað þá útlend skáldrit, og fyrir hann, sem var annar eins bréf. ritari, var t. d. ömurlegt, að þurfa að takmarka bréfaskriftir til kunn- ingja vegna frímerkjaleysis — þó stundum gæti hann syndgað upp á náðina og fengið krít á pósthúsinu. Út úr þessu greip hann oft van- metatilfinning og honum leið illa og hann talaði um sin vandræði við drottinn, en það dróst — að úr rættist. Mikið hefði honum þótt gaman þá, — þegar hann að venju einn sunnudaginn stóð fyrir altarinu í háiftómri Akureyrarkirkju, fyrir ca. 40 árum, og sá unga fólkið þeysa framhjá glugganum og heyrði skot- hvelli fram á Polli, þar sem hinir og þessir panfílar voru að skjóta dýr og fugla, í stað þess að fara í kirkju — já, mikið hefði það glatt hann þá, ef lítill engill hefði kornið upp á altarið og hvíslað því að hon- um, að von bráðar skyldi alt lagast (og engillinn meinti, að það yrði kringum 11. nóv. 1935, en hjá engl- unum eru 40 ár örstutt stund og dauðinn ekki til). —Hugsum okkur svo að engill- inn hefði sagt, að þá myndu kirkjur landsins fyllast af fólki, sem kæmi til að hlusta á sálma sungna, — ein. göngu hans sálma, og ræður fluttar af öllum prestum landsins, allar í hans anda. Og samkomuhús lands_ ins mundu einnig verða f jölsótt, þvi þar yrðu einnig ræður fluttar af listfróðum, snjöllum leikmönnum til að róma skáldskap hans. En þar á ofan mundu menn víðsvegar um land, úti um sveitir og uppi í afdöl- um, sitjandi á rúmum sínum inni í baðstofum, geta hlustað á sönginn og ræðurnar frá kirkjunum og sam- komuhúsunum á Akureyri og i Reykjavík, og heyrt alt eins greini- lega og ef allir sætu saman í sömu kirkju eða satnkomusal, og þett’. væri að þakka því furðutæki, sem þá væri f-undið og radio nefnist eða út- varp. Þetta hefði honum þótt álíka skáldlega æfintýralegt og skemti- Iegt frásagnar eins og þegar hann fyrst las í Eddu um Óðinn, sem sat í Hliðskjálf og sá um heim allan og um Heimdall, sem heyrði ull spretta á sauðum og gras á jörðu. Því þetta svipaði nokkuð til þess, sem hann sjálfur hafði í spaugi skrifað vini sínum E. O. Briem 1878. Hann var að segja honum frá nýjustu stór. tiðindum frá útlöndum um upp- götvun ritsímans og talsímans og fónógrafsins. En til smekkbætis hafði hann þá diktað upp úr þeirri frétt, að enn væri fundið nýtt furðu- tæki, er hann nefndi þanatófón eða á íslenzku helgjöll og mátti með þvi tæki vekja menn upp frá dauðum. Um þetta getið þið lesið í Bréf- um föður míns — og skulum við um leið minnast þess, að skáldin sjá í anda, það, sem þúsund árum síðar uppgötvast af vísindamönnum, og stundum fyr. Hugsum okkur loks, að engill hefði glatt hann á því, að bráðum þyrfti hann ekki að kviða bókaleysi, því heilt bókasafn, fult af allskonar bókum yrði beinlínis bygt handa honum. Og — viti menn — frimerki skyldi hann um sama leyti fá, — eins mörg og hann einu sinni vildi. Þetta datt mér í hug þegar eg á dögunum fékk send, mér til mikillar ánægju, hin nýju frímerki, sem póst- stjórn íslands hefir verið svo elsku- leg og hugulsöm að láta prenta með mynd af föður mínum—eins og í afmælisgjöf — honum til heiðurs. “Guðirnir mala seint, en mala vel” var máltæki, sem faðir minn oft vitnaði í. Bænir hans hafa verið heyrðaf. Óskir hans hafa uppfylst. Að fátæktin þvarr og gerði ekki föður mínum eða fjölskyldu hans nein varanleg spjöll, — það var að þakka því, að hann átti góða og ráð- deildarsama konu og ágæta rnóður barna þeirra. Blessuð veri minning móður minnar. , Eg minnist föður míns líkt og Hallfreður skáld Ólafs konungs, er hann sagði: “hann var menskra manna mest gott,” en eg elska minningu móður minnar engu síður, — og segi um hana líkt og f aðir minn sagði um sína móður: “þvi hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr Paradís, hjá góðri og göfugri móður?” I Eg hefi oft hugsað sem svo: Eg veit ekki hvað um föður minn hefði orðið ef hann hefði ekki haft móð- ur mína til að stýra búi sínu, bæði meðan það var stórt og ríkmannlegt eins og í Odda, og þegar það var minna og fátæklegt eins og fyrst framan af hér á Akureyri. Mér finst beinlinis að hann ætti henni að þakka “hús og heimili, fæði, klæði og skæði,” eins og Lúter orð- ar það. Henni var það öllum öðrum fremur að þakka, að hann gat notið sín sem prestur og skáld. “Skáldin eru skáld,”—þeirra ríki er ekki nema að nokkru leyti af þessum heimi. Þau eru annað slag- ið uppi í himninum, líkt og Schiller hefir sagt í einu kvæði sínu — af því guð býður þeim oft að koma og spjalla við sig: “en ef þig langar meður mér í mínum himni að eiga vistir, hann æ skal standa opinn þér svo oft þig þangað vitja lystir.” (Þýðing Svb. Egilsson). Skáldin eru skáld, en engir gróða- menn eða búhöldar og mega ekki vera að því að sinna neinni búskap- arsýslu. Þau eru svo oft— “að leikum með liðnum og ljósálfum muna.” Þessvegna líka eins og úti á þekju i jarðneskum efnum. “Alténd ertu skáld!” segir mál- tækið — og mig minnir eg heyrði móður mína segja það stundum við pabba. Stuttu eftir andlát hans fékk hún mörg hluttekningarskeyti og bréf frá vinum víðsvegar að. En þar á meðal var eitt bréf, sem henni þótti vænst um og við börnin geymum [ það enn.— Það var frá séra Magnúsi Helga- syni, þáverandi kennaraskólastjóra, gömlum virktarvini frá Odda-árun. um. Hann segir þar eftir nokkur ástúðleg minningarorð um föður minn: — “En nú langar mig, að þakka yður frú Guðrún, alt, sem þér hafið verið honum, skáldinu og prestinum, um samvistardagana. Þar hafið þcr sí og æ verið að greiða honum þakkarskuld allra okkar ís- lendinga, og fyrir það stöndum við allir í skuld við yður. — Hjartans þökk fyrir hvað þér gerðuð það vel!” —Ef þið góðir áheyrendur viljið hugsa líkt og séra Magnús í þessu máli, vil eg biðja ykkur gjöra svo vel, að heiðra minningu móður minnar með þvi að standa upp. Svo langar mig enn að segja þetta: Um leið og við minnumst móður minnar — vil eg biðja ykkur, að minnast sameiginlegrar móður okk- ar allra, fósturjarðarinnar. Mér finst faðir minn hvísla að mér, að gera það fyrir sína hönd með þessum orðum Breiðaf jarðar- skáldsins, fyrirrennara hans, — Eggerts Ólafssonar, sem sagði: “ísíand ögrum skorið eg vil nefna þig, sem á brjóstum borið og blessað hefir mig, fyrir skikkan skaparans blessað vertu blessð sé blessað nafnið hans.” Lifi fósturjörðin! —Lesb. Morgunbl. Listmálari, sem var að mála á Vestfjörðum, fékk mjólkurglas hjá bónda einum. Þegar hann hefir lokið úr glasinu, spyr hann hvað það kosti. “Ekki neitt,” svaraði bóndi, “en þér megið svo sem mála eina m'md fyrir það, ef þér viljið.” Kirkjan og fólkið Samtal Við Séra Árna Sigurðsson, Fríkirkjuprest —Hvað er kirkjan og hvað er guð, frá sjónarmiði ungu prest- anna? spyrjum vér séra Árna Sigurðsson. “Eg get aðeins svarað fyrir mig. Hvað guð er í trú kristinna manna, tekur fyrsta grein trúar- játningarinnar skýrt fram, og hana kunna víst allir. Eg get ekki lýst guðshugmynd minni j öðruvísi eða betur en þar er gert , i fáuin orðum. Að öðru leyti | lýsum vér prestar á hverjum | sunnudegi guðshugmynd vorri í kirkjunum. Þeir, sem vilja vita 1 nánar um guð frá sjónarmiði kristinnar kenningar, eru lijart- I anlegavelkomnir í kirkju á hverj- um sunnudegi. | —Hvað er kirkja? Hún er fyrst og fremst samfélag þeirra, sem trúa á guð fyrir orð Krists. Hin sanna kirkja er samfélag trúaðra. Sem ytri stofnun telur kirkjan ' innan sinna vébanda alla, sem skírðir eru að kristnum sið. En kirkjan er i eðli sínu viðfaðma eins og elska guðs. Hún býður til sín öllum, eins og Kristur gerði. Bænin Hefir Verið Hjálp Min Á Úrslitastundum —Trúið þér á mátt bænarinn- 1 ar? { Þessi spurning lætur mér dá- [ litið einkennilega í eyrum. Fyrst {og fremst vegna þess, að ef eg hefði ekki reynt mátt bænariiinar ^sjálfur, væri eg ekki neitt. Bæn- in hefir verið hjálp mín á úrslita- ; stundum ævinnar og ineginstyrk- ur í öllum örðugleikum starfs míns. Og eg hefi séð mátt bæn- 1 arinnar í lífi fjölda annara {manna. Það, sem eg hefi bæði ■ reynt og séð, er mér ekki aðeins i trú, heldur vissa. Æskan og Trúmálin | —Hver er afstaða æskunnar í landinu til kirkjunnar? I —Allir, sem þekkja sögu krist- innar kirkju, vita, að æskan hef- ir löngum látið hinum eldri það eftir, að vinna að andlegum mál- um. Hennar hugur og hjarta ! snýr einkum að þessari veröld, | fegurð hennar og fjölbreytni. Á- hugi hennar beinist að hinu ytra lífi fram eftir aldri. Jafnvel trú- arhæfileiki hennar beinist fyrst framan af að því, að trúa og vona á betra og bjartara líf á þessari jörð, en nú er. Hlýtur kristin kirkja að eiga fulla samleið með æskunni í því efni, því að ejtt af hlutverkum kristinnar kirkju hlýtur að vera það, að skapa börnum guðs sæmi- legt mannlíf á jörðinni. — Æsk- unni hér á landi er stundum bor- ið það á brýn, að hún sé andstæð kristinni kirkju. En eg veit, að svo er ekki alment. Hinsvegar er úr vissum áttum reynt að gcra æskuna fráhverfa kirkjunni, eða telja henni trú um, að hún sé það og hljóti að vera það. En þessi viðleitni ber engan varan- legan ávöxt. Þegar aldur og lífs- reynsla vex, verður þrá manns- andans eftir guði og ódauðlegu lífi að fá fullnægju. Og þá sér æskan og skilur, að enginn er slíkur leiðtogi sem Kristur. Hann fullnægir hinni eilífu þrá. Og æskan fylkir sér smátt og smátt undir merki hans. —Fylgja trúleysisstefnurnar í landinu nokkuð sérstökum póli- tiskum flokkum innan þjóðfél- agsins? —Innan allra stjórnmálaflokka eru bæði trúaðir og vantrúaðir, enda snýr kirkjan sér jafnt til allra, býður öllum leiðsögn sína, og væntir samstarfs allra. Hins- vegar er það alkunna, að opin- berar árásir, sem gerðar hafa ver- ið og eru á kirkju, guðsþjónustu- hald, prestastétt, á einstaka presta persónulega, og á trúar- brögðin yfirleitt, hafa einkum komið frá nokkrum þeirra rit- höfunda, sem kalla sig “róttæka.” En jafn kunnugt er mér hitt, að fjöldi manna, sem telja sig rót- t æ k a i stjórnmálaskoðunum, kunna þessum rithöfundum eng- ! ar þakkir fyrir kirkju og kristin- ! dóimsfjandskap þeirra, og fara um hann hörðum orðum við 1 tækifæri. Ritröfundar þ e s s i r | tala þvi ekki í nafni neins þess I stjórnmálaflokks, sein tekið er !mark á í landsmálum. i Menn af öllum Flokknm Sækja Póátið peninga tryggilega Er þér sendið peninga með pósti, skuluð þér nota Royal Bank ávís- anir. Það verður bæði sendanda og viðtakanda til hagsmuna og þæg- inda. Kaupa má bankaávísanir í hverju útibúi bankans í dollurum og sterlingspundum. ROYAL B A N K O F C A N A D A Kirkju —Koma í kirkju menn af öll- um flokkum, einnig kommúnist- ar? —Já, eftir því sem eg bezt veit, koma allra flokka menn i kirkju. Og mér er ánægja að taka það fram, að kirkjulegur áhugi manna i mínum söfnuði, fer ekki eftir neinum flokkamörkum. —Skyldi unga fólkið, sem dansar á Hótel Borg á kveldin, sækja kirkjurnar mikið? —Eg þekki að vísu ekki neitt sérstaklega þennan hluta unga fólksins. En sennilegt þykir mér, að það sæki ekki kirkjur fyr en það fer að fá leiða á Hótel Borg og öðrum þess háttar stöðum. Kirkjugöngur og setur á gilda- skálum samrýmast illa. Ungu mönnunum finst presta- stéttin Vera Vanmetin—og Vilja Ekki Vera Prestar —Hvers vegna vilja svo fáir ungir menn verða prestar? —Eg skil það ekki vel, svo veg- legt sem prestsstarfið er, marg- breytilegt og þroskandi, og auð- ugt af tækifærum til að verða öðrum að gagni. Sennilega finst ungu mönnunum svo illa búið að þessari starfsmannastétt þjóðfél- agsins, og hún í alla staði van- metin. Annars treysti eg mér ekki að svara þessari spurningu frekar að svo komnu. — Myndu trúvakningastefnur meðal stúdenta og mentamanna geta breyt þessu? —Já, mjög líklega, ef dæma mætti eftir áhrifum Oxford- hreyfingarinnar á Englandi og Norðurlöndum. Of Fáir Prestar í Reykjavik —Hvernig er að vera prestur hér í Reykjavík? —Það hefir marga ágæta kosti. En starfið er löngu orðið ofur- efli þeirra þriggja manna, sem ætlað er að vinna það. Hér þarf nýja hreyfingu. fleiri kirkjur og presta, ineira leikmannastarf. —Hvernig er samvinnan við hina prestana i bænum? —Hún er ágæt, enda er ekki unt að hugsa sér betri samverka- menn. Svipleg Slys —Hvað er örðugast i prests- starfinu hér? —Það eru slysin sviplegu og hörmulegu, sem prestunum er ætlað að tilkynna, og önnur sorg- arreynsla mannanna, sem prest- um er ætlað að hafa afskifti af. —Hvaða prestsverk er yður hugþekkast að inna af hendi? Liklega giftingar? —öll prestsyerk eru hugþekk, og þó einkum skírn ungbarna og gifting hamingjusamra brúð- hjóna. En hvergi hefi eg átt var- anlegri ánægjustundir, en í und- irbúningstímum með fermingar- börnum mínum. Eg segi Börnum að Biblían Kenni Ekki Náttúrufræði —Talið þér nokkurntíma um sköpunarsöguna við fermingar- börnin? —Auðvitað. Um leið og eg segi þeim að biblían sé ekki kenslubók i náttúrufræði, og minnist á helztu tilgátur vísind- anna um uppruna heimsins og líftegundanna á jörðinni, legg eg áherzlu á þann sannleika, sem hin gamla sköpunarsaga flytur, og ckki breytist, að alt á uppruna sinn í almættisorði skaparans. —Hvað mvndi vera kristin- dómi i landinu mest hjálp? —Af mörgu, sem telja mætti, vil eg nefna eitt: Einlæga og hug- heila samvinnu milli kirkjunnar og kennarastéttarinnar. —Hvað vilduð þér láta ein- kenna starf yðar og presta yfir- leitt? —Það sem Páll postuli segir: Ekki svo sem vér drotnum yfir trú yðar, heldur erum vér sam- verkamenn að gleði yðar.”—S.B. —Mbl. 26. nóv. Bóndi nokkur kom á veitingahús í Reykjavík, og bað um eitthvað að borða. Þjónninn rétti að honum matseðil- inn, og spurði hvort hann vildi ekki lesa. Bóndi ýtti frá sér matseðlinum og sagði: —Fyrst vil eg fá eitthvað að borða, svo les eg. ♦ Borgið LÖGBERG! MANNSKAÐI A ISLANDI Símskeyti það, sem hér fer á eftir t islezkri þýðingu, birtist í blaðinu Winnipeg Free Press þ. 19. þ. m.: “Reykjavík, þann 18. desember. Tuttugu og sex menn druknuðu eða frusu í hel á laugardaginn var i af- taka byl, er geysaði þá yfir landið. Til tuttugu manna óspurt enn.” í nýkomnum blöðum heiman af íslandi frá því um miðjan nóvem- ber, er þess getið, að séra Friðrik Hallgrímsson dómkirkjuprestur hafi um það leyti meiðst all alvarlega, og að hann Iiggi enn rúmfastur all- hættulega veikur. Síðustu blöð að heiman láta þess getið að Benedikt S. Þórarinsson, kaupmaður í Reykjavik, hafi verið kjörinn heiðursdoktor i heimspeki við háskóla íslands. Benedikt er bókvís maður og fróður um margt, og ánafnaði háskólanum ekki alls fyrir löngu álitlega minningargjöf. Munu fáir leikmenn eiga annað eins bókasafn og hann. Benedikt er ætt- aður af Austfjörðum. Þeir prestarnir séra Jóhann Bjarnason, séra B. Theodore Sig- urðsson og séra Bjarni A. Bjarna- son, voru staddir í borginni i vik- unni sem leið. Fínasta karlmanna skóbúðin í Canada í GLEÐILEG JÓL OG NÝAR! THOMSON & POPE The Man’s Shop 3791/2 PORTAGE AVENUE i t ■ t r í SCOTT BATHGATE COMPANY LIMITED Importers and Commission Merchants óska íslendingum gleðilegra jóla og farsæls nýárs ! 149 NOTRE DAME AVE. EAST ALT, SEM GOTT ER í NÝJU GLÓALDINI, ER LÍFRÆNT OG NÝTT í FLÖSKU AF aege Crash ‘ Dér sannfcerist um það” •: ■ sv; I I b

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.