Lögberg - 26.12.1935, Blaðsíða 7

Lögberg - 26.12.1935, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. DESEMBER, 1935. 7 “Canadian Overtones,, Svo heitir nýútkomin bók, eftir Watson Kirkconnell prófessor. Hún inniheldur íslenzk, svensk, norsk, ungversk, grísk, itölsk og Ukranisk ljóÖmæli, sem prófessor- inn hefir snúið á enska tungu. Auk ljóðanna drepur höfundurinn á landnámssögu hvers þjóðarbrots, og getur helztu æfiatriða þeirra ljóða- smiða, er hann þýðir kvæði eftir, telur upp bækur þeirra og segir álit sitt á hverjum fyrir sig í fáumi orð- um. Hann þýðir kvæði eftir 15. ís- lendinga, 5 Svía, 1 Norðmann, 3 ungverja, 1 ítala, 1 Grikkja og 17 Ukraniumenn. Eins og fyr setur hann íslendinga í öndvegið. Og telur þá standa fremsta í ljóðlistinni; eru þeim helg. ar liðugar 40 bls. af 104. Sumir halda því fram að ljóð verði eigi flutt af einni tungu á aðra, svo vel sé. Má víst lengi um það þrátta og verða þó litlu nær. En þó mundu nú bókmentir okkar verða mun fátækari ef burt væri kipt öll- um Ijóðþýðingum. Það er vist, að hver tunga á sína sál, eða kjarna, sem ekki verður fluttur. En snjall- ir þýðendur geta flutt anda og hug- blæ ljóða af einu máli á annað, þó þeir verði stundum að nota orð og hugtök, sem ekki eru í frumkvæð- inu. Eg hygg að prófessor Kirk- connell eigi þar fáa sína líka. Fá- kunnandi og ósnjöllum mönnum eins og mér nærri sundlar við að hugsa um þá leikni og ljóðskygni, sem til þess þarf að þýða ljóð úr sjö tungu- málum hvað þá fleiri. Vitanlega get eg ekkert sagt um þýðingarnar nema á íslenzku kvæðunum. Þær eru margar ágætar, t. d. þýðing hins einskennilega og bráðsnjalla kvæðis G. J. Guttormssonar “Býflugna- ræktin.” Vil eg hér aðeins tilfæra fyrstu vísuna: Á islenzku er hún svona: “Hugsjóna minna hunangsflugur Hafði eg um minn lífsins vetur Lokaðar, náttaðar nótt og degi Niðri í kjallara sálar minnar.” Á ensku: “Honey-bees of my high ideals Have I imprisoned in this my winter Night and day in the chilling dark- ness Down in the cellar beneath my spirit.” Það hefði verið freistandi að birta alt kvæðið, en rúmsins vegna er það ekki gert. Mér finst eg sjá svip og einkenni Guttorms gegn um ensku orðin. í þessari þýðing er haldið stuðla setning og höfuðstafa, sem í isíezkum kveðskap, og verður ekki sé.ð að þýðandinn taki það neitt nærri sér, eða þurfi neitt að þvinga málið, en það eykur eigi lítið á hljómfegurð kvæðisins. Víðar, í þessum þýðingum, hefir sömu reglu verið fylgt, og hefir oftast tekist vel, þó er á stöku stað sá galli að stuðlar eru settir of framarlega í ljóðlínu, eins og t. d. Vark as jfeel blue ice has raged stamping on thy root’s retreat” en ekki er þetta nema í fáum stöð- um. Ekki veit eg hvort það er fyrir það hve handgenginn prófessorinn er orðinn íslenzkum ljóðum, að mér finst bregða fyrir stuðlum hjá hon- um, oftar en títt er í ensku máli; t d. i þessari vísu eftir Tetiana Kroitor (Ukrainian) : “Sometimes the /ute in /aughter spoke, Sometimes in grief complain’d; At /ast the trembling /ute-string broke, And only on remain’d.” í þessari visu er fyrsta og þriðja ljóðlína stuðluð, en höfuðstafur eigi settur í aðra og fjórðu Ijóðlínu eins og tíðkast í islenzkum ljóðum. Prófessor Kirkconnell ritar for- mála fyrir bók þessari og er hann að mínu áliti bæði merkilegur og lærdómsríkur. Merkilegur vegna hinnar hreinskilnu og djörfu af- stöðu, sem hann tekur gagnvart hin- um mörgu og misháttuðu þjóðern- um, hér í landi, og hve glöggur hann er á hin andlegu verðmæti, og hið raunverulega þjóðgildi. Hann segir meðal annars. “Ekkert er jafn inn- antómt og ófrjótt eins og sá maður, sem neitar ætt sinni og uppruna. “Hundrað prócenta” Amerikanarnir (eða Canadamennirnir) eru vana- lega menn, sem reyna að leyna ætt sinni og uppruna, en hampa þjóð- hollustunni, vegna þess að þeir halda að það borgi sig betur. En frá slíku ættjarðarástar laustlæti er sízt að vænta göfugra ávaxta. Því miður er ýtt undir þennan andlega lausa- leik af mörgu enskumælandi fólki með þeirri heimskulegu hugsun að útlendur uppruni, sé eitt af einkenn- um hinna óæðri. En hver sem þannig hugsar, er andlegt skrípi, hvort sem hann kann að vera lög- fræðingur, yfirhershöfðingi eða biskup.—” Eg held að bæði við og aðrir útlendingar hér höfum gott af að kynna okkur þennan hugsunar- hátt. Við mundum þá kannske saga sinn bútinn af hvorum enda þjóð- ernis-vitundarinnar, dríldnina og gorgeirinn öðru meginn, en auð- mýktina og sleikjuháttinn hinum megin. Ekkert af þessu á neitt skylt við hina tignu sjálfsvirðing, sem þeim sálarþroska er samfara, er menn læra rétt að meta þjóðleg verð. mæti, en slíkur sálarþroski er and- legt aðalsmerki, hverjum manni, hvort sem hann er prúðbúinn eða tötrum klæddur, og sá sálarþroski einn er fær um að framleiða hina sönnu ættjarðarást, sem lítur til þjóðar sinnar og uppruna sömu aug- um og barn til móður, og til manna af öðrum þjóðernum, sem frænda og vina. II. Fyrir ári síðan skrifaði eg nokk- ur orð um bók Kirkconnells, Icelan- dic Canadian Poetry. Gat eg þess þá að sú afstaða er hann hefir tekið gagnvart okkur útlendingunum mundi ekki almenn meðal hérlendra manna. Og ekki líkleg til að fá miklar undirtektir. Nú, meðan eg er að skrifa þessar linur berst mér í hendur yfirlit yfir “Canadian Over tone” ritað af öðrum háskólakenn- ara hér í Winnipeg (W. T. Alli- son). Yfirlit þetta er að vísu ofur meinlaust og kurteist í allan máta. En ekki dylst það að höfundurinn efast um að von sé spámanns frá Nazaret, eða að slíkur spámaður mundi jafnsnjall þeim, sem kæmi frá borg Davíðs. Og er ekki laust við að meðaumkunar kenni í hinu lærða og prúða máli höf. yfir þvi, að embættisbróðir hans (prófessor Kirkconnell) skuli hafa látið heill- ast af þessari útlenzku. Og með þögulli hæversku er gengið fram hjá efni formálans, þar sem Kirkcon- nell vill vekja athygli mentamanna á því að það mundi canadiskri þjóð- menning andlegur gróði, ef betur væri hlynt að þeim menningararfi, er útlendingarnir flytja með sér og eru fúsir að leggja á altari síns nýja fósturlands. III. Við ísle&iingar ættum að taka vel á móti þessari bók, kaupa hana og lesa. Ekki aðeins vegna þeirra lofsorða, sem hún flytur okkur; heldur vegna þess að hún er spor í áttina til að græða þær auðnir, sem eru milli hinna ýmsu þjóðerna. Og hvöt til þess að varðveita fjársjóðu, sem nú er búin glötun, ef ekkert er aðhafst. Bókin er prentuð hjá Columbia Press og er til sölu hjá útgefandan- um, prófessor Watson Kirkconnell, 972 Grosvenor Ave., Winnipeg, og kostar $1.00. Hjálmar G íslason. jj Austfirzk stúllca kom inn i 1 sölubúð og hað um tvö pund af strausykri. “Það heitir nú kíló,” svaraði búðarmaðurinn. “Jæja, látið mig þá hafa tvö pund af kíló,” svaraði stúlkan. Sönglistin Hljóma sönglist, hljóma þú, heimsins yfir hygðir allar.— Eg veit það, heiðraði lesari, að þú kannast við þessi orð, og mörg önnur orð sönglistinni áhrærandi, sem er, eins og allir vita, tryggasta lífsgleði, sem hægt er að afla sér. Sú gleði verður aldrei frá þér tekin, hvernig sem alt veltur. Sönglistln verður þér hinn trúasti förunautur alt í gegnum lífið,—trúasti föru- nautur allra lista. I ýmsum ljóðabókum finnum við yfirmáta elskuleg kvæði um söng- listina. Það virðist því sem vegir þeirra liggi viða saman, skáldsins og söngmannsins, enda hvorttveggja fagurt; ekki ósvipað tveim fögrum systrum, sem ekki eiga eða mega skilja. í ljóðabók sinni Hörpu, eftir Baldvin Bergvinsson (móðurbróður minn), fer hann þessum orðum um sönglistina: Eg elska þig sönglist, eg elska þinn frið, og aldrei mun því lifið mig skilja við þig. Þú leiðir minn anda í ljósanna geim og lífgar það sem fölnar i gleðinnar heim. Þú hjarta mitt friðar, þá hrygðin það sker, með helgum töfrasprota, sem kröft- ugur er. Þú friðar mitt hjarta og léttir upp lund, þá lífið er mér byrði og döpur er stund. Þú kallar mig burtu frá svíðandi sorg og svífur yfir harmsjó að gleðinnar borg. Þú sælu mína vekur með sætasta hljóm og sýnir mér þín himnesku ódáins blóm. Þú hreifst mig í bernsku, já, barnið svo smátt, eg blíðkast við þinn indæla töfrandi mátt. Já, þegar eg hljóður og harmþrung- inn er þá hefir þú mig fljótast á burtu með þér. Ó, heill þínum krafti eg kveð þig með söng, þú kvaddir mig til fylgdar um æfinnar göng. Og þegar að brjóst mitt er freðið á fold og fölnuð er mín lifsrós og beður minn mold, Þá bið eg þig hjartkæra blíða söngs- ins sál, að syngja yfir gröf minni burtfarar mál. Þá kveður mig síðast í heiminum hér, sem hjarta mínu tryggasta lífsgleð- in er. Nú í þessu yfirtaks fallega kvæði er allmargt talið upp, það sem söng- listinni er viðvíkjandi, og hvað hún kemur þér að miklu haldi pg eigin- lega á öllum tímum og öllum sviðum æfinnar virðist vera læknirinn all:a meina. Kæru foreldrar litlu barn- anna, hér er áreiðanlega fagurt og ljúft verkefni: að kenna þeim söng, enda veit eg að það er víða gert og sumstaðar ágætlega vel. Eg álít að það sé sá mesti arfur, sem barnið gæti fengið úr heimahúsum. Sem eðlilegt er, þá er það töluvert mis- munandi að kenna litlu börnunum sönginn. E)g hefi dálítið fengist við það sjálfur. Og þeim tima er áreiðanlega vel varið, enda kemur það fljótt i ljós hjá barninu sjálfu, að sönglistin á heima í hjarta þess. Þú veizt hvað þau hlusta með mik- illi ánægju á sönginn, og ekkert sef- ar eins fljótt grát þeirra og sölt tár, eins og þegar mamma situr með þau og syngur, og þótt rödd barnsins sé í fyrstu eins og ótamin, þá er undra- vert hvað fljótt sá litli rómur breyt- ist í háan og hvellan róm, sem oft skarar fram úr fullorðnu fólki. Þið foreldrar, sem hafið kent börnunum INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man......................B. G. Kjartanson Alcra, N. Dakota.................B. S. Thorvardson Árborg, Man.....................Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man........................Sumarliði Kárdal Baldur, Man...........................O. Anderson Bantry, N. Dakota................Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash................Thorgeir Símonarson Blaine, Wash.....................Thorgeir Símonarson Bredenbury, Sask.................................S. Loptson Brown, Man.............................J. S. Gillis Cavalier, N. Dakata..............B, S. Thorvardson Churchbridge, Sask.....................S. Loptson Cypress River, Man....................O. Anderson Dafoe, Sask........................J. G. Stephanson Edinburg, N. Dakota.............Jónas S. Bergmann Elfros, Sask................Goodmundson, Mrs. J. Hi Foam Lake, Sask ..............J. J. Sveinbjörnsson Garðar, N. Dakota..................Jónas S. Bergmann Gerald, Sask............................C. Paulson Geysir, Man.....................Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man...........................F. O. Lyngdal Glenboro, Man.........................O. Anderson Hallson, N. Dakota................S. J. Hallgrímsson Hayland, P.O., Man...........................Magnús Jóhannesson Hecla, Man...................................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota.....................John Norman Hnausa, Man. ...................... B. Marteinsson Ivanhoe, Minn.............................B. Jones Kandahar, Sask.................. J. G. Stephanson Langruth, Man.....................John Valdimarson Leslie, Sask....................................Jón ólafson Lundar, Man.........................Jón Halldórsson Markerville, Alta.................................O. Sigurdson Minneota, Minn.............................B. Jones Mountain, N. Dak..................S. J. Hallgrimson Mozart, Sask...................J. J. Sveinbjömsson Oak Point, Man......................A. J. Skagfeld Oakview, Man....................................Búi Thorlacius Otto, Man...........................Jón Halldórsson Pembina, N. Dak...................Guðjón Bjarnason Point Roberts, Wash....................S. J. Mýrdal Red Deer, Alta........................O. Sigurdson Reykjavík, Man........................Arni Paulson Riverton, Man.................................Björn Hjörleifsson Seattle, Wash..........................J. j. Middal Selkirk, Man........................... W. Nordal Siglunes, P.O., Man..........................Magnús Jóhannesson Silver Bay, Man.................................Búi Thorlacius Svold, N. Dakota..................B. S. Thorvardson Tantallon, Sask...'................ J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota................Eiuar J. Breiðfjörð Víðir, Man......................Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man...................................Magnús Jóhannesson Westbourne, Man.................................Jón Valdim'arsson Winnipegosis, Man.............Finnbogi Hjálmarsson Wynyard, Sask......................J. G. Stephanson söng munuð æfinlega minnast þeirra tíma með þakklæti miklu og gleði. Eg segi hér aftur, að það sé betri arfur en gull og silfur, sem við þó oft hálfdrepum okkur fyrir, þvi gull og silfur vill glatast, en það sem ungur nemur, gamall temur, og á engum listanna sviðum á það betur við en sönglistarinnar. Eg kom á lítinn sveitabæ nú í sumar sem leið. Stálpaður drengur benti mér á gam. alt orgel þar inni. Eg fór að fara fingrum um það, en gekk mjög illa. Gamall karl sat þar stutt frá og seg_ ir við mig: “Þú kant ekki að fara með þetta orgel; það vantar sjö nót. ur að sönnu, en að öðru leyti er orgelið ágætt.” Karl kemur skjögr- andi og fer að spila, og sá eg þá fljótt að hann var enginn viðvan- ingur. Eg reyndi að syngja með, og eftir því sem karl spilaði lengur eftir því hækkaði hann í sætinu. Það vissulega tognaði úr honum betur og betur. Svo söng hann allvel líka. Má hér segja, að andinn getur haf- ist hátt, þótt höfuðið lotið verði. Þá kannist þið öll við þetta fagra vers og lag: Hljóma sönglist, hljóma þú heimsins yfir bygðir allar, hátt með von og helgri trú hrífa þínar raddir snjallar. Töfrasproti tóna þinna tendrar líf úr hörðum stein, Stillir tár og mýkir mein, lyftir sál til ljósheimkynna.” Og að endingu þetta vers: Þú ert drotning lífsins lista, þér lýtur gervöll jarðardrótt, í faðmi þínum fá að gista, eg feginn vildi hinstu nótt. Þitt vald er lækning veikra lýða, þú vekur, sönglist, blíðust tár, þú friðar hann, sem hér má stríða og hjartans græðir duldu sár.” Þannig græðir, svalar og vermir sönglistin á liðnum tímum og mun gera um komandi aldanna raðir. A. Johnson, frá Sinclair, Man. Frímann Hannesson Frímann Hannesson var fæddur árið 1857. Hann var sonur Hannes- ar Hannessonar Þorvaldssonar frá Reykjaihóli í Seiluhrepp í Skaga- firði. Þau komu til Ameríku árið 1888. Fyrstu tvö árin dvöldu þau i Winnipeg. Þaðan fluttu þau til Mountain, N. Dak. Þar misti hann konu sína. Hafði þeim orðið tíu barna auðið. Tvö þeirra dóu í æsku, og ein dóttir uppkomin er Snjólaug hét. Þau, sem lifa föður sinn eru: Steinunn, Jóhannes, Guðrún og Hólmfríður, öll til heimilis í Mouse River bygðinni; Victor i Flint, Micnigan og Valdimar og Helga að Mountain, N. D. Laust fyrir aldamótin giftist Frí. mann í annað sinn. Seinni kona hans var Ingibjörg Jónsdóttir frá Syðstumörk, systir Sigurðar Jóns- sonar “hins sögufróða” sem lengi bjó nálægt Bantry, N.D., og er vel kunnur lesendum íslenzkra rita vestan hafs, nú dáinn fyrir nokkrum árum. Þau hjón eignuðust tvo sonu. Annar þeirra dó í bernsku. Hinn, Sveinbjörn að nafni, er búsettur í Chicago. Einn albróðir átti Frí- mann, þann er Hannes hét. Er hann dáinn 1897. Var hann faðir Marino Hannessonar lögfræðings í Selkirk, Manitoba. Einn hálfbróðir Frí- manns er enn á lífi: heitir hann Valdimar Pétursson, búsettur ná- lægt Minneapolis, Minn. Frímann heitinn átti heima i Mouse River bygðinni síðan um aldamót. Síðustu tuttugu árin dvaldi hann hjá Guðrúnu dóttur sinni og manni hennar, Theodor Kristjáns- syni. Á heimili þeirra naut hann hinnar beztu umhyggju til hinstu stundar. Hann andaðist á skírdag, i8. april s. 1., og var jarðsunginn frá kirkju sveitarinnar, sem hann hafði lengi tilheyrt, á páskadaginn þann 21. s. m. Þýzkur prestur. séra F. F. Ott jarðsöng. Er nteð Frí- manni vandaður maður og vinsæll genginn grafarveg. V. J. E. Baldvin Kristinnsson Hafstein Baldwin andaðist eftir alllanga legu, að heimili móður sinnar og hálfbróður í Blaine, Washington, 30. október s. 1. Hann var fæddur að Hvanneyrarkoti við Siglufjörð 15. september 1877. Foreldrar hans voru þau Kristinn Hafstein og Gunnvör Baldvinsdóttir, nú Mrs. Hallson. Hann fluttist með móður sinni og stjúpföður til Ameríku, árið 1883, og ólst upp hjá þeim ná- lægt Hallson, N.D. Síðar fluttist f jölskyldan til Lundar, Manitoba og dvaldi þar nokkur ár. Loks lá leið þeirra Hallson hjóna til Blaine; fluttist Baldwin þá til Vancouver, B.C., og átti þar heima siðan. Var hann fluttur veikur á heimili Joe Hallsons bróður síns í Blaine, og dó þar eins og fyr er getið. Auk móð- urinnar og bróðurins, sem fullu nafni iheitir Jóhann Pétur Hallson, eru þrjár hálfsystur Baldwins á lífi, Kristín, Mrs. Einar Oddson, Bell- ingham, Wash.; Rúna, Mrs. Gladu, Blaine; Jóhanna, Mrs. R. W. Brown, San Diego, California. Jarð- arförin fór fram frá útfararstofu Blaine bæjar, 1. nóv. undir stjórn séra V. J. Eylands. Baldwin var talinn góður verkmaður, og öllum velviljáður. V. J. E. Guðrún J. Benediktson Þótt bráðum sé nú ár liðið siðan Guðrún Jónsdóttir Benediktson leið, er minnig hennar ljós og lifandi í hugum samferðamanna hennar, og söknuðurinn enn sár þeim, er mest mistu við fráfall hennar. Guðrún heitin var ein af þeim konum, sem ekki láta mikið á sér bera utan heimilisins. Er stundum svo hljótt um slíkar konur að naumast er eftir þeim tekið fyr en þær eru horfnar af sjónarsviði lífsins. En þótt Guð- rún væri meðal hinna “hæglátustu í landinu,” var hún gædd hinum gull- vægu hæfileikum góðrar eiginkonu og ástríkrar móður. Hún var fædd að Hömrum í Þverárhlið á Islandi 2. október 1879. Á unga aldri var hún tekin til fósturs af Ólafi bónda og Þorgerði konu hans að Kaðals- stöðum i Borgarfirði. Þar átti hún heimili unz hún fluttist, ein síns liðs, til Ameríku, árið 1900. Af skyldmennum heima á ættjörðinni átti hún þá þrjár systur og eina fóstursystur. Fyrst dvaldi hún nokkur ár í Winnipeg, en fluttist svo til Mouse River bygðarinnar í Norður Dakota. Þar giftist hún Gísla bónda Eyjólfssyni árið 1908. Þau eignuðust sjö börn. Eitt dó í bernsku. Þau, sem lifa, talin eftir aldri, eru Júlíana, Leifur, Ólöf, Sól- rún Þuríður, Jónína Ruby, Gunnar August.. Guðrún veiktist skyndilega af lungnabólgu og dó 25. janúar 1935. Var hún lögð til hvíldar í grafreit bygðarinnar. Séra R. T. Wanberg, norskur prestur, talaði yfir moldum hennar. Æfi Guðrúnar var þannig ekki viðburðarík. Henni féll í skaut hið almenna hlutskifti móðurinnar, sem annast heimili sitt og börn með trú- mensku og hógværð. Hið mesta lof sem hægt er að bera á nokkra konu er það, að hún hafi verið góð og guðelskandi móðir. Það lof á Guð- rún nieð réttu. Hún var vönduð kona i öllu dagfari. öllum, sem kyntust henni var því hlýtt til henn- ar. Hún sóttist ekki eftir vináttu annara að fyrra bragði, en var.þó vinsæl. Hún var, þótt komin væri á fullorðins ár, ennþá hið feimna, íslenzka sveitabarn, hreinhjörtuð og trygg- V. J. E. Fátækur bóndi átti tólf börn. Þegar það þrettánda bættist í hóp- inn, sagði sóknarprestur hans, fullur vandlætingar: “Hvenær ætlið þér að h.ætta þessu, Jón minn?” “Hvenær haldið þér að Guð hætti að skapa, prestur minn?” spurði bóndi hógværlega.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.