Lögberg - 02.01.1936, Blaðsíða 2

Lögberg - 02.01.1936, Blaðsíða 2
2 LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 2. JANÚAR, 1936. Á landmærum Austur- ríkis og Þýzkalands Eftir Knút Arngrímsson. Þar sem landamerkjalínan milH Þýzkalands og Austurríkis sveigir lengst til suðausturs, ættu menn að geta fundiÖ á kortinu nafnið Eerclitesg'aden. En þaÖ er land- svæði er telst til Þýzkalands, og sama nafn ber stærsti bærinn í þessu héraði. AÖ þvi liggur aust- urrískt land á þrjá vegu, og fljótt á litið mætti álykta, að þessi útskagi þýzkrar landareignar væri afskekt- ur og lítt færður í frásögur. En samt liggja til þess ýmsar orsakir, að þegar Þjóðverjar eru spurðir um, hvar fegurstu staðanna í landi þeirra sé að leita, tilnefna þeir undantekn- ingarlitið þetta hérað og þá sérstak- lega stöðuvatnið Konungsvatn (Königssee) og umhverfi þess. í Múnchen er þetta nafn svo að segja á hvers manns vörum, og við höfum ekki dvalið nema fáéina daga þar í borg, er við vorum orðin sann- færð um, að við mættum ekki það- an fara, svo við hefðum ekki séð Konungsvatn. Þangað er þriggja til f jögra stunda ferð með járnbrautar- lest frá Múnchen, og í fyrrahaust bauðst okkur tækifæri til að bregða okkur þangað, en við vorum þeirrar skoðunar, að betra væri að fresta þeirri ferð til vorsins. Og um hvíta- sunnuleytið í vor, er við dvöldum i sveitaþorpi einu á láglendinu norður af Berchtesgaden, bauðst okkur loks annað tækifæri til að sjá þessar rómuðu stöðvar; tveir Þjóðverjar, er voru kunnugir á þessum slóðum buðu okkur að fara þangað með sér í bíl, og tókm við því kostaboði. Heilan dag, frá sólarupprás fram í rökkur, vorum við á ferðinni um Berchtesgaden-héraðið. Við skoð- uðum Konungsvatn, og fanst mikið til um fegurð þess. Við fórum ofan í saltnámu hjá bænum Berchtes- gaden og fórum langar leiðir um völundarhús það, sem menn hafa grafið þar mörg hundruð metra inn í f jallið. Og ýmsa aðra merkilega staði þar í grendinni sáum við þenn- an dag. Eg mun nú leitast við að lýsa í eftirfarandi köflum því helzta, sem við sáum þarna í undralandinu, þar sem Austurríki og Þýzkaland mætast. Þjóðsagan um Unterberg. Meðan billinn brunaði suður ás- ótt undirlendið, beint inn i útbreidd- anfaðm Alpanna, sögðu samferða- mennirnir okkur sögur og munn- mæli, sem tengd eru við f jöllin, sem blasa við í suðri og austri. Þau munnmæli hafa geymst svo öldum skiftir á vörum sveitafóll<s í Aust- ur- Bayern. Þeir sögðu okkur t. d. af dvergum, sem áttu að hafa búið í Teisenberg, og mintu þær sögur á íslenzkar huldufólkssögur. En mest þótti okkur koma til sögunnar um Unterberg. Það fjall stendur á landamærum Austurrikis og Þýzka- lands. Það er eins og kista í laginu, og eru þar marmaranámur. Ein- hverntima fyr á öldum urðu til þau munnmæli, að andi Friðriks keisara Rauðskeggs (Barbarossa) byggi í þessu fjalli. En þegar öll þýzka þjóðin sameinaðist í eitt ríki, myndi Rauðskeggur ganga út úr fjallinu og taka sér veldissprotann í hönd, og yrði það upphaf mikillar gull- aldar. (Aðrir hafa hér Karl keisara i hinn mikla i stað Friðriks Barbar- | ossa, en hann er talinn stofnandi klaustursins St. Zeno, sem stendur vestan undir fjallinu). Bráðlega eru við komin inn á millj Alpanna. Vegurinn liggur eftir bugðóttum dölum milli brattra skógi l klæddra kalksteinsf jalla. Við létt- I um ekki fyr en við Konungsvatn. I Þetta vatn liggur í þröngum og löngum dal, 602 metra yfir sjávar- 1 mál. Lengd þess er 8 km., breidd- j in til jafnaðar x km. og mesta dýpi 180 metrar. Klukkan er rúmlega átta um morguninn, er við komum að norð- urenda vatnsins, þar sem lystiskip leggur af stað til að flytja fólk eftir ( vatninu. Við komum mátulega til þess að vera með því í fyrtu ferð- inni. Sólskinið baðar vesturhliðarn- ar, en koldimmur skuggi grúfir enn yfir austurhlíðum dalsins. Meðan fleytan klýfur lygnan og dimm- ’ grænan vatnsflötinn, virðum við fyrir okkur fjöllin, sem standa á verði sitt hvoru megin við dalinn. Þau eru lægst við norðurenda vatns. ins, — aðeins 12—1300 metrar, en því sunnar sem dregur, því hærri verða tindarnir. Hæstur þeirra er ^ Watsmann 2,714 metrar. Hæð hans yfir Konungsvatn er álíka og öræfa- | jökuls yfir sjávarmál. Víða eru fjöllin svo brött, að ! gróður .hefir ekki fest þar rætur j Blasir þar við Ijósgrár kalksteinn- J inn, og fram af þverhýpinu fossa j f jallalækir. Einn þeírra rnyndar yfir j 800 metra háan foss. En þar sem I brattinn er minni, klæðir skógur hlíðarnar, — barrtré og lauftré neðan til, en síðan verður grenið eitt síns liðs, en þar sem því sleppir, klæðir lágvaxin og kræklótt “Alpa- fura” (Latsche) hæstu stalla og á- vala kolla. Þannig skiptast á í f jöll. unum ljósar kalksteinsskellur og dimmgrænt skógarflos. En í hæstu fjöllunum í dældum og dokkum sitja fannir. Á nokkrum stöðum bera fjallahlíðarnar þess merki, að snjóflóð hafa fallið þar að vetrinum og rifið upp trén með rótum. Á nesi, sem gengur fram í vatnið að vestan, standa veiðihöll og klaust. urkirkjan Et. Bartholomá, hvort- tveggja bygð á 17 öld. Rauð hvolf- þök kirkjunnar spegla sig í vatninu og sjást langt til. Fyrrum þótti þessi staður helgur, og voru farnar þang- að pílagrímsferðir. í vogi einum þar sem gríðarhátt standberg gnæfir við himin, nemur skipið staðar. Leiðsögumaður grip- ur lúður og leikur á hann brot úr lagi. Brátt endurómar standbergið tónana, og litlu síðar “kveður við sama tón” í klettunum hinu megin við vatnið, og þannig heldur berg- málið áfram, þangað tll lagbrotið heyrist í sjöunda sinn einhversstað- ar hátt uppi í hlíðunum. í öðrum vogi er hægt á ferðinni. Upp frá honum gnæfir klettavegg- ur, sem ýmsum verður starsýnt á. Það er einna líkast því, að náttúran hafi byrjað að móta þarna í bergið margvíslegar myndir manna og dýra, en hlaupið svo frá öllu hálfgerðu. Vogurinn nefnist Málaravogur, vegna þess hve margir málarar hafa spreytt sig á að rnála þennan kletta- vegg og útsýnið þaðan yfir vatnið og fjallahringinn. Við suðurenda vatnsins legst skip- ið að bryggju. Ferðafólkið dreifir sér. Sumir stefna til fjalls, fneð stafi í höndum og naglrekna skó á fótum. Aðrir reika meðfram strönd- inni og upp eftir grasigróinni ákriðu, sem hefir fylt upp dalbotninn á all- breiðu svæði. Innan við skriðuna er 1 litið stöðuvatn, sem heitir Obersee I (Efravatn). Skriðan féll á miðeld- um úr vesturf jallinu og skildi Efra. j vatn frá Konungsvatni. Enn þá sézt í fjallinu örið eftir áverkann, sem j því var þá yeittur. Þegar hér var komið ferðinni, var orðið svo áliðið, að sólskinið j baðaði báðar hliðar dalsins. Og þá var þess ekki heldur langt að bíða, að steikjandi hiti yrði þarna inni i skjólríkum dalbotninum. Dagg- perlurnar á grasinu leystust upp í skyndi, og eðlurnar komu á kreik. Skræpótt á lit og frá á fæti skopp- uðu þessi fjörugu dýr yfir steinana. Og í grasinu hlykkuðust stálormar og leituðu sér að æti. En höggorm sáum við engan í þessari Paradis Alpanna. Fyrir þá, sem hafa gaman af að ! j sjá samansafnaðar á tiltölulega litl- um bletti flestar þær plöntutegundir sem einkenna gróðurfar Alpanna, er þessi dalbotn sannnefnd gullkista. Og til þess að svo megi verða fram- vegis, hefir þetta landsvæði verið friðað. Það er þjóðgarður (national park) til verndar suðurþýzkum jurtagróðri, ásarnt tveimur svæðum öðrum (Karwendel-f jöllum og Am- mergau ölpum). Mönnum er bann- að að slíta þarna upp blóm eða brjóta kvisti af trjám, og mér þætti ekki ólíklegt, að því boði væri yfir- leitt hlýtt. Hreinleikur þessara smágerðu fjallablóma og kyrðin, sem ríkir í þessum óbygða f jalladal vekur hjá manni þá tilfinningu, að þarna sé heilög jörð, sem aðeins rnegi horfa á og dást að, en ekki ó- hreinka né spilla. Á leiðinni til baka með skipinu, hefir annar samferðamaður okkar, sem ferðast hefir um Noreg, orð á því, að Konungsvatn minni sig á suma af norsku fjörðunum. En mér verður ósjálfrátt að gera saman- burð á fjöllunum þarna og fjöllum á íslandi. Sæbröttu fjöllin á Vest- fjörðum eða Auðstfjörðum koma þar helzt til samanburðar. Fossandi lækir, fannir. og klettaveggir, eru báðum sameiginleg. En annað flest er ólikt. Strandfjöllin okkar, þar sem hvert blágrýtislagið Hggur yfir öðru, eru dimm og drungaleg í sam. anburði við þessi björtu kalksteins- f jöll með skógarspildunum. Þau eru alvarleg — næstum þunglyndisleg á svip í samanburði við þessar hlæj- andi, sólböðuðu hlíðar, — en þó fögur — á sinn eiginn hátt. — Og meðan eg leitast við að gefa föru- nauturn okkar hugmynd um blágrýt- ishallir landvættanna á ættjörð minni, hægir skipið á sér, og ferð- inni um Konungsvatn er lokið.— Berchtesgaden. Vi& höfðum ekið viðstöðulaust gegnum bæinn Berchtesgaden á suð. urleið um morguninn. Nú höfum við þar all-langa viðdvöl. Þessi bær hefir hátt á 4. þús. íbúa. Flest bús- -íiuiniiiiiiiiu irannnERiiniiiiiBnsniraiiiinntnnRBiniiiiiniiitniinBiiiiinfliRiBiiiiiBRiniiiiiiiraBBiMBiiRifliwiiitiiinninninitniinoiiDnniRiinniioiiiiniinnnnniiiinniiinnnniiiniiiiininniiiiniiinniinnniiiniiinnintiiuitniiniiHinninininniiniinniiii^^ I THOSE WHOM WE SERVE I IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS BECA USE— OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER WE DELIVER. COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE WINNIPEG PHONE 86 327 UlilllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllUllllllllllllUIIIIIIIIII p- in standa á hjalla í f jallshlíð, er veit að djúpum dal. Fljótt á litið sjást þess lítil nterki, að íbúar bæjarins séu dalabændur, skógarhöggsmenn, tréskerar og saltnemar, því það er ferðafólkið og sumargestirnir, sem setja svip sinn á bæjarlífið. Hvert sem litið er, verða veitinga- og gisti- hús á vegi manns. En í veitinga- sölunx þeirra sézt naumast nokkur maður. í annari eins veðurblíðu og ríkir þennan dag, setjast menn held- ur að snæðingi i skugga kastaníu- trjánna í görðunum utan við veiv ingahúsin. "Undirheimaför” Rétt hjá bænum er opið á salt- námu, sem grafin hefir verið langar leiðir inn í fjallið. Svo lengi, sem rnenn hafa sögur af, hefir verið grafið þarna eftir salti, og nú er heilt net af neðanjarðargöngum undir fjallinu í allar áttir. Vissan hluta námunnar fá ferðamenn að sjá, en þó ekki þann hluta, setn nú er verið að vinna í, og fylgdarlaust er engum slept þar inn, enda lítil eftirsókn í því að villast um þetta völundarhús, hver veit hve langt inn í f jallið og verða þar ef til vill hung- urmorða. Framan við námuopið eru öllum fengin hlífðarföt og húfuskupla til þess að verjast saltvatnsdropum, sem alt af má búast við að leki ofan á menn, þegar inn í námuna kemur. Síðan er heilli tylft af þannig “gölluðu” fólki raðað á vagn einti lágan og spaugilegan í laginu. Geng- ur hann eftir spori, og setjast menn klofvega á hann og halda sér hver í annan. Brunar vagninn síðan af stað inn í göngin. Brátt verður kolniðamyrkur, og er haldið þannig áfram í nokkrar mínútur. Loks sézt dauf ljósglæta framundan og er þá nurnið staðar, og eru menn fegnir að stíga af vagninum. Menn eru staddir i víðri hvelfingu, hálfan kíló- meter neðan við yfirborð jarðar. Ljósker meðfram veggjunum lýsa upp þennan tröllasal, þó ekki betur en svo. að bleik andlit fólksins, virð- ast svífa í lausu lofti. Síðan er haldið fótgangandi gegn- unx líý og ný göng úr einu hólfinu i annað. Veggir þessara jarðhúsa eru dökkgráir á lit. Saltið er blandað ýmsum öðrum efnum. Þar sem nýlega hafa verið höggnar flís- ar úr berginu, stirnir þó í saltkryst- alla. En við áhrif saggans i loftinu hverfa þeir þegar frá líður. Svo dökt er alt á litinn, að maður gæti eins vel haldið, að þarna væru kola- eða járnnámur en ekki salt. Það er ekkert sem minnir á hinar al- kunnu lýsingar af saltnámunum í Wieliczka í Galiziu. Fylgdarmaður heldur langar og fróðlegar ræður um saltnám fyr og nú á þessum stöðvum, en vegna ó- nógrar birtu eru engin tök á að skrifa hjá sér tölur og aðra punkta, sem eru óhjákvæmileg uppistaða þess fróðleiks. Minnisstæðar verða lýsingarríar af þvi, hvernig menn tóku vatnið í þjónustu sína við saltvinsluna. Það er meðal annars með þeim hætti, að vatni er hleypt í hólf og göng ein- hvers hluta námunnar, og er það hefir leyst saltið úr berginu í veggj- um þessara hólfa, er því veitt eða dælt burt. Er svo vatnið hitað og látið gufa upp. Situr þá saltið pftir. Við komum eftir all-langt göngu- lag inn í feyki-vítt hólf. Þar er 200 metra löng þró og um 100 metra breið, full af vatni. Þangað eru leiddar vatnsæðar, sem opnast hafa hér og þar í námunni, og þaðan liggur svo afrensli í víðum pípum út úr fjallinu. Bjarminn af ljóskerum. sem raðað er meðfram veggjum hólfsins speglast í vatnsfletinum, og allmikið eykur það á æfintýrablæ þessarar farar, að ferðafólkið er ferjað á bát yfir vatnið. Loks komum við þar, sem vagn bíður okkar, samskonar og sá,, er flutti okkur inn í námuna. Og aft- ur er ekið eftir dimmum og þröng- um göngum, sem auk þess eru krók. ótt, og þegar maður kemur loks út i sólskinið, fær maður ofbirtu í aug- un og endalausan hnerra. Einkaheimili rikisforingjans. Við höldum síðan frá Berchtes- gaden yfir háls og eftir hlíð og nem- um staðar eftir rúman stundarfjórð- ung, þar sem víðsýnt er yfir dal og hæðir til snæviþakinna fjallatinda. Þroskamikill greniskógur klæðir hlíðina á stóru svæði, en í rjóðrinu eru akrar og engi. í einu rjóðrinu stendur hús. Það er í öllurn atrið um eins tilsýndar og sveitabæirnir þarna í dölunum. Neðri hluti þess er hlaðinn úr rauðum múrsteini, en eðri hæðin úr timbri. Þakskeggin eru breið og ofan á þakflögur úr tré er smekklega raðað steinum, eins og altitt er þar um slóðir. Það er naumast nokkuð álengdar að sjá, sem gæti komið manni til að halda, að þarna byggi-ekki einhver yfir- lætislaus dalabóndi, er hyggi skóg sinn og hirti kýr sínar sjálfur. En samt er eigandi og ábúandi jarðar- innar enginn annar en rikisforing- inn, Adolf Iiitler. All-löngu áður en hann konxst til valda, hafði.hann eignast þetta býli. Milli þess sem hann fór sínar póli- tísku herferðir um landið, hafðist hann þarna við og hugsaði ráð sitt. Og nú eftir það, að þjóðin hefir falið honum alræðisvald, flýgur hann frá Bérlín eða Múnchen þarna suður öðru hvoru. Kunnugir segja, að í hvert sinn er hann eigi við örð- ugustu vandamál að glíma, leiti hann sér næðis til umhugsunar á þessum fagra og kyrláta stað. Víðsvegar um þýzka ríkið standa glæsilegar hallir frá dögum konunga og keisaravalds, sem þessurn mikil virka valdhafa myndi í lófa lagið að láta “skinna upp á” og gera að einkaheimkynni sínu. En hann heldur í þess stað trygð við þetta sveitabýli og gerir þar í tómstundum sínum gælur við hund sinn eðá geng- ur á f jöll. Yfir landamœrin. Við leggjum krók á leið okkar suður eftir þröngum dal, sem áin Saalaoh rennur eftir. Landamsérin milli Þýzkalands og Austurrikis l'ggja þar þvert yfir dalinn. Hjá þorpinu Melleck liggur girðing yfir veginn. Þar standa þýzkir landa- mæraverðir. Þar verða samferða- menn okkar og bíllinn eftir, en við leggjum af stað fótgangandi “inn í Austurríki.” Handan við djúpt ár- gil standa austurrisku landamæra- verðirnir. Þar er önnur girðing yfir veginn. Þeir brosa góðlátlega, er við segjum þeim, að við höfum ekki viljað láta okkur úr greipum ganga fyrsta tæki- færið til að stíga fæti á austurríska landareigln, enda þótt ekki sé til annars en bregða okkur spölkorn inn í dalinn.— Við reikum þarna urn all-langa stund, og eiginlega ber ekkert nýtt fyrir augu. Dalurinn er sá sami, hvort sem hann heitir þýzkur eða austurrískur. Fjöllin eru skellótt og snarbrött, svo vel mætti búast við, að þau hrynji ofan í dalinn ein_ hvern daginn. Hér eru engin náttúrleg landa- rnæri og því siður þjóðernisleg. í þorpinu Unken inni í dalnum, er fólkið ekkert frábrugðið fólkinu í Melleck úti í dalnum. Mállýzkan er hin sama, svipur fólksins og sið- ur þeir sömu. Manni liggur við að halda, að munurinn sé sá einn, að vegunum er ver haldið við Austur- ríkis-megin. Nú er það vitanlega rangt, að hafa í frammi nokkrar fullyrðingar um alla landamæralínuna milli Þýzkalands og Austurríkis — frá Bodenvatni og Dóná — bygðar á því einu, er fyrir augu ber í þess- um þrönga fjalladal. En við kom- umst ekki hjá því þennan dag, að verða vör við ýmsa þá meinbugi, sem nú eru á sambúð þjóðanna sitt hvoru megin við þessi landamæri. í Melleck, Þýzkalandsmegin, sitja samferðamenn oklcar, Þjóðverjarnir og horfa með söknuði yfir til fjalla- hringsins Loferer Steinberge, sem lokar fyrir suðurátt með jökultind- um sínum. Stjórnárvöldin í landi þeirra banna þeim og öðrum þýzk- um þegnum — nema með sérstakri undanþágu, að stíga fæti inn á aust- urríska landareign. Tildrög þess banns voru þau, að þýzkum þjóð- ernisjafnaðarmönnum var borið á brýn, að þeir rækju undirróðurs- EF ÞÉR KENNIÐ MAGNLEYSIS, NOTIÐ NUGA-TONE pau hin ýmsu eiturefni, er setjast a8 í llkamanum og frá meltingarleysi stafa, verða að rýma sæti, er NUGA-TONE kemur til sögunnar; gildir þetta einnig um höfuðverk, o. s. frv. NUGA-TONE vísar ðhollum efnum á dyr, enda eiga miljðnir manna og kvenna þvl heilsu slna að þakka. Kaupið aðeins ekta NUGA-TONE I ábyggilegum lyfjabúðum. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50e. starfsemi í Austurríki. Þýzka stjórnin vill forðast alt, sem geíið getur tilefni til slíkra ásakana. Sam- eining Þýzkalands og Austurríkis var þó æskuhugsjón Hitlers og eitt af stefnumálum flokks hans. En Austurríkismegin við girðing- arnar, kvað það kosta ekki rninna en hálfsmánaðar fangelsi að segja Heil Hitler! En þó er austurrískum þegnum frjálst að bregða sér til Þýzkalands, og þar láta margir þeirra hispurs- laust í ljós fylgi sitt við sameining- una. I fyrravetur gekk í Vínarborg sú fyndni manna á milli—í lægri nót- um,—að líkja Schussnigg, hinum raunverulega einvalda Austurríkis, við Pontíus Pílatus, því með þeirn væri það sameiginlegt að fara með skattlandsstjórn fyrir Rómverja í “gyðinglegu” skattlandi. Vildu þeir, sem fyndninni fleygðu á milli sín, lýsa þeim staðreyndum á kaldhæð- inn hátt, — að valdhafar Austur- ríkis væru umboðsmenn Rómverja (þ. e. ítala og Frakka), en Gyðing- arnir i Vinarborg væru þeir einu, er stæðu upp úr f járhagslega i rík- inu. "Heil Hitler!” Niðri í dalnum Þýzkalandsmegin mætum við hverri fjölmennisbif- reiðinni eftir aðra. í bifreiðunum er fólk á skemtiferðalagi, — gáska. fullur æskulýður, sem leikur við hvern sinn fingur. Merkin á bifreiðunum og mál- hreimur fólksins segir til sín: Það eru ungir Vinarbúar i Alpaför. En hvar sem þeir inæta einhverj- um á veginum, heilsa þeir með út- réttri hendi að hætti þjóðernisjafn- aðarmanna og hrópa “Heil Hitler!” Er þetta aðeins gamla sagan, að mest þykir garnan það, sem meinað er. Veita þessir tilburðir, sem Vín. arbúunum eru stranglega bannaðir heima fyrir, en leyfilegir—og meir en það—þarna megin við merkin, samskonar skemtun og þá er ýmsir hafa af að brjóta leirtau í Tivoli? —Eða brjótast þarna upp blossar af falinni eimyrju undirokaðra áhuga- mála — hugsjónum austurríska þjóðernisflokksins, sem flekkaði illu heilli hendur sínar í blóði Dollfuss á síðastliðnu ári PAnnaðhvort — ef til vill hvorugt. En Vínarbúarnir hrópa Heil! Bif _ reiðarnar bruna eftir pallsléttum brautum. Sólgylt fjöllin standa á höfði í rjómalygnum vötnum, og árnar glitra eins og bráðið gull. Við förum fram hjá hlíðum Reit- er Alpanna. Þar var það herlið æft fyrir heimsstyrjöldina miklu, sem barðist á f jallavígstöðvunum. Og þar myndu enn verða æfðar þær lið- sveitir, sem sendar yrðu út í orra- hríð, ef ófriður brytist út milli Þjóð- verja og ítala. Og hægt og hægt læðist inn í huga manns—þrátt fyrir hrifninguna af allri Alpadýrðinni— sársaukablandin meðvitund um að þarna—á þessum undurfögru stöðv. um — er einn viðkvæmasti blettur Evrópu, landamæragirðingar, sem orsakað geta nýja skálmöld og hrak- ið hvítar þjóðir á heljarþröm, — ef sömu stefnu verður haldið í við- skiftum þjóða framvegis eins og hingað til. Og i ferðálok verður mér litið til baka af hásléttunni suður til fjall- anna, þar sem landamæraf jallið Untersberg rís eins og tröllaukið skrín. Og mér finst það nú enn merkilegra að þau munnmæli, sem förunautar okkar sögðu okkur um morguninn, skyldu myndast um þetta f jall, löngu áður en það ástand skapaðist, sem nú ríkir sitt hvoru megin við þýzk-austurrisku landa- mærin. —Lesb. Mbl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.