Lögberg - 02.01.1936, Blaðsíða 5

Lögberg - 02.01.1936, Blaðsíða 5
LÖG-BERG, FIMTUDAGINN 2. JANÚAR, 1936. 5 góð ráð dýr. Sáuin við okkur ekki annað fært en að leggja á hraunið. Komumst við alla leið og varð ekki að slysi. Nú víkur sögunni að Bessa. Hann jiaut áfram eins og kólfi væri skotið á heimleið að Austur- hlíð. Sást það til ferða hans, að þegar hann nálgaðist iæk nokk- urn, sem rennur nærri leiðinni, að hann setti sig í lækinn þar sem hann er dýpstur; sentist hann upp úr læknum og í moldarborð þar nærri og velti sér, tók síðan á rás heim að Austurhlíð; hljóp hann yfir vallargarðinn eins og sléttan völl, þótt hár væri; stökk hann yfir heysæti og hvað sem fyrir var, skimandi í allar áttir cins og hann væri að horfa eftir liúsbónda sínum; hélt hann strik- ið heim á hlað, stanzaði við bað- stofuglugga og gerði vart við sig með því að hneggja. Guðrún kona Hjartar var í baðstofu og Hjörtur. Leit hún út um glugg- an er hún heyrði til Bessa og þóttist hún sjá hann fyrir utan. Gekk þá Hjörtur út og var Bessi þar kominn. Blés hann þungan, var löðrandi af svita og stóð af honum hitamökkur. Var hann aurugur upp á eyru og hékk nið- ur, sýnilega uppgefinn; barst hann við hið versta. Gekk nú Eyvindur sonur Hjart- ar að og allir aðrir til að skoða ásigkomulag Bessa. Þótti öllum þetta mikil undur og leiddu menn margar getur að því hver myndi hafa leikið hestinn svona hart. Var nú Bessi leiddur að stalli og honum gefin nýslegin taða. Undi hann við hið bezta. Get eg vel ímyndað mér að Bessi hefði hleg- ið í hjarta sínu, hefði hann getað gert sér grein fyrir þeim vand- ræðum, sem hann kom okkur i. Eg læt nú Bessa una við krásir sínar um stund og vík að okkur félögum. Við héldum alla leið heim að Hrauntúni. Var okkur vel fagn- að, því fólk var orðið hrætt um okkur. Var okkur sagt að hest- arnir væru fundnir, sem við átt- um að finna. Sögðum við ferða- sögu okkar, og vorum átaldir harðlega fyrir hests-tökuna. Hélt eg síðan heim. Seinna um kveldið kom Guð- mundur félagi minn til mín og sagði mér, að nú væri verra í efni—myndi eiga að gera ítarlega rannsókn um hcsts-tökuna. Gat 'hjarta,” scgir Paul Morand. og uggandi mjög út af þessu í ar í Evrópu, en á milli þeirra vandræðamáli. Forðaðist eg að jkoma hestavagnar, sem minna á, koma fyrir augu Bessa, og ásetti að þrátt fyrir alt er maður á mér að fara ekki í kirkju, en eg ; líalkan, en ekki langt frá Rúss- varð að fara, hvort sem eg vildi eða ekki. Hlaut eg sæti hjá Hirti; var ekkert sæti, sem eg hefði síður kosið. Mun eg hafa numið lítt af ræðu prestsins. Eftir messu var mönnum boðið inn í baðstofu og gefið sætt kaffi og brauð. Voru þar auk prests- ins Hjörtur í Austurhlíð og aðrir vildarmenn og konur sveitarinn- ar. Vakti nú Hjörtur máls á stuldi Bessa; ræddu menn um það fram og aftur. Sagðist Guðmundur hróðir Hjartar hafa séð mann á gangi á heiðinni; fylgdi honum hundur og kvaðst hafa þekt að það var fjárhundur minn; til- greindi hann stað og stund þegar hann sá manninn. Þótti mörgum böndin berast að mér, en aðrir andæfðu. Eg var nú kallaður inn í bað- stofu og spurði Hjörtur mig um ferðir rnínar á heiðinni; spurði hann hvort eg hefði ekki tekið Bessa til að hvíla mig á. Neitaði eg að hafa tekið hann. Var þá gefið í skyn að það hefði sést til Iandi. Hestarnir eru með rauða slaul’u í enninu, til verndar gegn “illum augum.” Á ökusætunum sitja “ökuþórarnir” í dragsíðum flauelskápum bg með breitt belti um sig miðja. Þetta eru hinir nafnkendu “muscals.” Þeir eru allir úr einkennilegu trúarfélagi og geldingar, samkvæmt lögum þess félags. En þeir eru þó heim- ilisfeður og eru ekki geltir fyr en þeir hafa átt eitt barn. Bukarest er nafntoguð fyrir það hvar þar séu fagrar konur. Þær, sem maður mætir á Calea Victoriei, eru af öllum sauðahús- um, og margar af þeim eru því of mikið málaðar, en flestar eru með svört augu, svart hár, fallegt hörund, fallega fætur og bera sig eins og drotningar. Hattar þeirra svara vel til hinna óteljandi ein kennisbúninga, sem sjá má í göt- unni. Daglegir einkennisbúning- ar rúmenskra liðsforingja eru mjög skrautlegir, þó tekur yfir þegar þeir fara í sparibúningana —eins og á afmæli konungsins um daginn. Og þeir kunna að ferða minna, og var tilgreindur j bera einkennisbúninga, ekki síð- staður og stund. Sagði eg að það j ur_ en hinii ítölsku frændur væri fjarstæða, að það hefði ver- j Þeirra- ( Yfirleitt má sjá mynd auðlegð- ar og óhófs í Calea Vi&oriei, þeg- i eg, því eg hefði þá verið á ferð austur hjá Eystrihálsi, sem er óravegur þaðan. Tók nú heldur ar mest er þar um fólkið, en þó að harðna ræðan. Sagði eg að skýtur þar víða í tvö horn: þar Magnús í Miðhúsum gæti horið erl> herfættir blaðasalar í ógur- um það, hvort eg segði ekki satt. jlegum görmum og með háar Var Magnús kallaður inn, og skinnhúfur á höfði, óþriflegar sannaði hann sögu mína, og að Sigaunakonur með sígarettu upp Guðmundur hefði alls ekki getað 1 ser og hlóm í höndum. Búkarest er, miklu fremur en Búdapest, b o r g Sigaunanna. Þangað komu þeir á 13. öld, ham- ingjan ma vita hvaðan, ef til vill frá Egyptalandi, frá Úral, eða frá Indlandi. Lengi voru þeir þræl- ar, en fyrir hundrað árum var þeim veitt frelsi að nafninu. Enn eru þeir þó hin fyrirlitna mann- félagsstétt, ekki vegna þess að þess, að Eyvindur á Austurhlíð hefði komið með því augnamiði að grenzlast um þetta, en fór jafn nær^heim aftur. “Það á víst að komast að þessu i kvrþey; mun Guðmundur í Austurhlíð hafa orðið var ferða minna um heiðina, en halda að það hafir verið þú. Skaltu nú standa þig vel og neita þvi, að þú hafir verið á ferð þar sem Guðmundur sá manninn á þeim tíma, sem hann segir. En þú verður að gæta þess að minnast ekkert á mig, annars er málið tapað.” Þegar eg var spurður um hests- tökuna, svaraði eg með því að spyrja, hvort menn teldu líklegt, að eg hefði náð Bessa, sem aldrei leyfði neinum að koma nálægt sér utanréttar, og hvort þeir teldu það líklegt, að eg myndi hafa þor- að að fara á bak slíkum fjör- gapa? Var eg ekki spurður um þetta frekar; þóttust menn sjá, að eg væri ekkert riðinn við það mál. Hétum við Guðmundur hvor öðrum fullum trúleika i þessu og skilduin með vináttu. Næsta sunnudag var enn rætt i Austurhlíð um meðferðina á Bessa. Lagði Hjörtur það til, sem hafði lagt fátt til þess máls, að bezt myndi að sleppa því máli; sagði að klárinn væri nú jafn- góður og hann væri nú við hend- ina fyrir vikið. Andæfðu menn og sögðu að þetta væri eftir honum, sem vildi gera gott úr öllu. Mun hafa valdið tillögum Hjartar ekki aðeins geðprýði hans heldur og líka það, að hann þóttist þess viss, að lítt myndi vinnast við frekari aðgerðir. Hefði verið jafngott að hlíta tillögun Hjartar, eins og kom á daginn. Aðrir töldu ófært að láta hestaþjófinn reka undan óhegndan. Það var messað í úthliðar- kirkju þennan dag; var veður gott og fjölment við kirkju; var þar og Hjörtur og heimilisfólk hans. Mjög var mér órótt þcnnan dag séð mig eftir því sem hann hélt fram. Kvaðst Magnús telja það lítinn vegsauka fyrir menn, að vera að reyna vefja óharðnaðan ungling og hregða honum um það, sem hann ekki hefði gert. ónýttist nú málið fyrir þeim sem vildu bera á mig sakir; þótti auð- sætt að eg væri laus við þær. Varð eg ekki lítið feginn að sleppa úr þessum vandræðum. j þeir kfæðast í litsterka larfa eða En heldur kólnaði vináttan 1 pokadruslur, ekki vegna þess nieð okkur Bessa upp frá þessu. að þeir voru út af fyrir sig og --------------------- j unnu þau verk, sem engir aðrir vildu líta við, heldur vegna þess að þeir voru af öðruin kynþætti. | Sigaunar skiftast í ýmsar stétt- þar ir: hljóðfæraleikendur eða “laut- öllu ari” (menn sem syngja heilla- jsöngva, eins og hinir suð-frönsku Hann hefir rétt að mæla. ,trouhadorar), “oursaris” eða Bukarest er fremst, skrautleg- (bjarnatemjarar, og “lingurari” ust og þar er fjörugast líf í öllum ^ eðu málinsmiðir, sem gera við höfuðborgum Balkanríkjanna, Potta og pönnur og smíða pjátur- enda þótt hún sé austust. Belgrad muni. Sigaunaborgin “Bukarest er eina borgin sem menn hlæja enn af i. kappkostar að verða evropeisk stórborg, Sofia hefir ekki gert Yfir sigaunum er konungur, Mikael II., sem kosinn var fyrir neina tilraun til þess—Bukarest j tveimur árum á ráðstefnu skamt er orðin það fyrir löngu. frá Varsjá. Þar greiddu fulltrú Er Bukarest þá gömul og fögur borg? Hún hefir eyðilagst í jarð- skjálftum, eldi og af ránum, svo að það er ekki mikið eftir af því gamla. Carol I. af Hohen- zollern hefir sett sinn svip á borg- ina. Nú er alt bygt í funkisstíl, eins og í öllum nýtísku borgum. Og mikið cr bygt. Alla þá pen- inga, sem Rúmenar geta ekki flutt lir landi nota þeir til þess að byggja fyrir. Og nóg er land- rýmið. Borgin er að flatarmáli jafnstór París. Þar eru 700,000 íbúar, og þeim fjölgar stöðugt. En Bukarest er líka höfuðborg Stór- Rúmeníu, þar sem nú eru 20 miljónir íbúa. Hjá Athenée Palace getur að líta svip borgarinnar, alveg eins og hjá Palace í Madrid. Stjórn- málamenn stinga saman nefjum, hlaðamenn sitja um menn til þess að ná tali af þeim, þar eru haldn- ar ráðstefnur og stefnumót, þar fær maður bezta viðkynningu af þessari þjóð, sem bæði er bjart- sýn og svartsýn, en aldrei smá- smugleg. Þar finnur maður, að maður er í latnesku ríki. Og svo held eg út í Calea Vic- toriei, í brennandi sólskini, sem blindar mig nærri því eins og alt litaskrautið, sem geislarnir falla á. f þessari þröngu götu, sem nær frá konungshöllinni til þjóðleik- hússins, iðar ótölulegur mann- grúi fram og aftur. Og hvar sést annað eins litasafn? Fólkstraumurinn fer ekki að- eins eftir gangstéttunum, heldur einnig eftir götunni sjálfri. Það er rétt svo að bilarnir komast á- frarú, og láta þeir þó til sín heyra. Það eru “lúxusbílar,” Hispano Suisa og Rolls Royce, dýrustu bíl- arnir atkvæði með fingraförum. Konungurinn er á sífeldum flæk- ingi, en hefir fulltrúa í hverju landi. Hann hefir nú í huga að safna öllum Sigaunum saman og fá leyfi Breta til þess að þeir megi stofna sitt eigið ríki á bökkum Ganges í Indlandi. Enn eru Sigaunar stöðugt á ferli fram og aftur, eigi sízt í Rúmeníu. Ekki eru þeir vinsæl- ir—þegar eg var að taka mynd af tveimur Sigaunablómasölukonum fyrir utan gistihús mitt, sagði maður, sem fram hjá gekk: “Þér ættuð heldur að skjóta þær!”— en það verður varla koinist af án þeirra, í Rúmeníu að minsta kosti. Þeir hafa þar sitt hlutverk að vinna á ýmsum sviðum: við skírnarveizlur, giftingar og jarð- arfarir eru það ætíð Sigaunar, sem leika á hljóðfæri. Og það kunna þeir. Um alla Búkarest hljóma Sígaunalög og breiða feg- urð yfir borgarlífið. Og þar sem matreiðsla er svo góð í rúmensku veitingahúsun- um, þá getur verið að Sígaunar eigi ekki minst af hróðrinum. Því að þeir eru snillingar í mat- reiðslu. í Búkarest eru mörg góð veit- ingahús, og þar er góður matur og ódýr. Fyrst fær maður sér eitt glas af “tsouica,” sterku og bragðgóðu plómubrennivíni og borðar með svarta olíuviðará- vexti, eða kávíar. Því að nóg er til af káviar í landinu. Og hann er ekki síðri en sá rússneski og er ein aðal litflutningsvaran. Svo koma óteljandi réttir, ekki allir rúmenskir heldur rússneskir, tyrkneskir, búlgarskir og ung- verskir. Einn réttinn verður þó að nefna, því að það er þjóðar- rétturinn og heitir “mamaliga”— nokkurskonar grautur, sem etinn er í öll mál. . Enda þótt nóg veiðist af fiski í Dóná og Svartahafi, borða Rúm- enar mestmegnis kjöt og drekka með sín ágætu vín, reykja sínar ágætu sígarettur og drekka svo tyrkneskt kaffi á eftir. Þeir lifa vel í mat og drykk í Rúmeníu. Og það er einkennilegt og margbrotið líf á veitingastöðun- um. Þar er nú inasað! En þegar Sígaunarnir leika “l’Alonette,” svo að manni finst maður heyra og jafnvel sjá lævirkjann sveifla sér syngjandi upp í sólþrungið loftið—þá þagnar alt mas og klið- ur í veitingasalnum.—(úr frétta- bréfi frá Búkarest).—Lesb. Mbl. Hellar í Hvolhrepp Eftir Bergstein Kristjánsson Þinghúsið Eitt af því marga einkennilega, sem gefur að líta í hinni fjöl- breyttu náttúru íslands eru hell- arnir. Þeim má skifta í tvo aðal- flokka eftir uppruna, hraunhella og hella í móbergi eða grágrýti. Hraunhellarnir fara ekki dult með uppruna sinn, það er ekki neitt vafamál að þeir eru til orðn- ir á þeim tímum, sem vellandi hraunflóð æddi yfir jörðina og eyddi öllu lífi sem á vegi þess varð. En i köldu loftslagi hefir hraunbreiðan storknað fyr á yf- irborðinu og hafa þá myndast stærri og smærri hellar og gjögur. En um uppruna hinna hellanna er meiri vafi, þó sennilegt sé að flestir þeirra séu höggnir af mannahöndum og notaðir sem hús fyrir fénað og máske lólk, þegar fátæktin sat í öndvegi og húsaviður var dýr og máske ófá- anlegur, Það er ekki meining mín með þessum línum að ræða frekar um uppruna hella yfirleitt. Til þess skortir mig hæði þekkingu og skarpskygni fornfræðingsins. En það sem eg vildi hér ræða um, eru þrír sérstakir hellar. Tveir af þeim voru grafnir upp haustið 1904 á æskuheimili mínu, en sá þriðji hefir lengi verið notaður sem hús. Fyrir ofan bæinn á Árgilsstöð- um voru í æsku minni tvö hellis- gjogur, sem nefnd voru Grýlu- hellar, enginn gat hugsað að neitt væri merkilegt við þau, annað var að vísu djúpt og dimt og höfð- um við krakkarnir oft að leik að láta steina velta inn um munnann og ofan í myrkrið, og það var nokkuð dularfult í okkar augum að hellirinn gleipti steininn en var eftir sem áður þögull og kald- ur. Hitt gjögrið var svo grunt að það olli okkur ekki neinum geig, því við gátum fyrirhafnar- laust séð í botn þess. Ekki veit eg hvað því olli að hellar þessir fengu þetta draugalega nafn, mætti þó geta þess til, að það hafi verið til þess að fæla ung- viðið frá þeim, þvi í þá var ýmsu fleygt, sem börn gátu skaðað sig á, svo sem járnarusli og glerbrot- Um. En hvort sem nafn hellanna hefir verið haft svo draugalegt í þeim tilgangi eða ekki, þá er það víst að það átti sinn þátt í því, að þegar rökkva tók sneiddum við hjá þessuin stöðum og fórum hljóðlega i návist þeirra, enda var ekki sparað að segja okkur af huldufólki sem hyggi þar í hólum og hæðum, og vissast væri að gera þar ekki jarðrask, en réttast að láta sér þar ha'gt og prúðmannlega. Þannig höfðu þessi hellisgjög- ur staðið þögul ár eftir ár og eng- inn raskað ró þeirra, eða forvitn- ast um fortið þeirra, og svo mundi enn vera, ef viss atvik hefðu ekki, árið 1904, orðið til þess að þau voru krafin til sagna um fortíð sína eftir sennilega alt að 100 ára þögn. Skal nú stuttlega frá því sagt. Eins og kunnugt er var fyrir- skipuð kláðaböðun á sauðfé um Suðurland veturinn 1904—1905 undir yfirstjórn Myklestad hins norska. Þetta þóttu þá mikil tíð- indi og ill, því þá höfðu menn aðra skoðun á sauðfjárböðun en nú. En verst þótti þetta á þeim jörðum, þar sem mest var trevst á útigang og því ekki hús til fyrir nema nokkurn hluta fjárs- ins. Þeir, sem þannig var ástatt fyrir, urðu því að byggja hús fyrir féð, því ekki kom til mála að hafa það úti eftir böðunina. Faðir minn var einn þeirra manna, sem þurfti að bæta við fjárhús sin; vantaði hann liús fyrir nálega 70 fjár. Bvgði hann hús fyrir 35 en afréð að freista að grafa upp Grýluhella og hýsa þar afganginn. Eg man þó að móðir mín latti þeirra verka, en ekki tjáði það, enda fylgdi hún því ekki fast eftir, en sagði að altaf hefði legið sá orðrómur á hellunum og hólunum umhverfis, að ekki mætti hreyfa þar við neinu. Slik trú er ekkert eins- dæmi hér á landi, heldur eru þeir staðir óteljandi, sem svona orð liggur á. Og þó engin skyn- samleg rök bendi til þess að slík- ur orðrómur sé að neinu hafandi, vil eg ekki láta þess ógetið, að næstu árin á eftir, varð fjöl- skylda okkar fvrir þungri reynslu. Hellarnir, sem grafnir voru upp, voru tveir, og skal þeim nú lýst í stuttu máli. Annar hellirinn mátti heita að væri á jafnsléttu; var grafið nið- ur í hann í munnanum svo sem mannhæð niður og dálítið inn i hann, hvelfing var flöt og vatn sótti að honum, einkum að glugg- anum, sem var í norðurenda hans, en munni mót suðri. Þeg- ar komið var lítið niður var kom- ið niður á sauðfjárskán, og var hún mjög þykk, er því liklegt að sauðfé hafi leitað þar skjóls, án þess að vera beinlínis hýst þar, og hafi því ekki verið hirt um að stinga hellirinn út. Þessi hellir reyndist ekki hæfur til að geyma í fé, hann lá svo lágt, og sótti að honum vatn. Hinn hellirinn var grafinn upp og notaður fyrir 30—40 lömb. Hann var í hól lítið eitt upp í brekkunni og snéru dyr i vestuf en gluggi í suður, því op var á báðum endum. Að innan var hann mjög fallegur, beinir veggir og kúpt hvelfing. Inst í honum var lítill afhellir, en ekki var hann tekinn til nota þvi hvelfing hans lak. Nokkuð bar á vatni í hellinum og var því gert í hann lokræsi. Við það verk kom það í Ijós að klöpp var líka í botnin- um, en þegar verið var að byggja þetta lokræsi, kom það í ljós, að áður hafði verið lokræsi í hellin- um og við enda þess dálítil vilpa sem vatninu var ætlað að síga niður iir. Yfir henni lá hella og undir brúnum hennar sást móta fyrir fjórum spýtum, sem voru svo fúnar, að aðeins sást að verið hafði tré. Af skán var litið í hell- inum en þó nóg til þess að bera þess vitni að í honum hafði verið geynit sauðfé. Þessi hellir var notaður fyrir sauðfé í þrjá vetur. En strax sem hætt var að halda honum í horfi, fór að falla að honum mold, og mun hann nú lita svipað út, og áður en hann var grafinn upp. Hinn hellirinn fyltist strax af mold og markar nú varla fyrir honum. Þegar hellarnir voru grafnir upp var móðir mín 56 ára. Þá var og á bænum föðursystir henn- ar í hárri elli. Bæði þær og feð- ur þeirra höfðu alið allan aldur siniT á Árgilsstöðum og mundu þær ekki eftir að hafa heyrt getið um að hellarnir hafi verið not- aðir. Þriðji hellirinn, sem eg vildi geta um, er í litlu gili í túninu á Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Af kunnugum er mér sagl, að stærð hans muni vera 12x8 m. og vel manngengur í miðju. Einkcnnilegast við hann er það, að hann var um langt skeið notaður sem þingstaður Fljóts- hlíðinga, og það er ekki lengra síðan hann var lagður niður sein þingstaður en svo, að tveir öld- ungar, þeir Jón Bergsteinsson fra Torfastöðum og Auðunn Jónsson á Eyvindarmúla voru þar fyrst kosnir í sVeitarstjórn 1894. En báðir þessir menn tóku mildnn þátt í stjórn sveitarinnar næstu áratugi, og sýndu þar fágæta vitsmuni og drengskap. En um þetta leyti mun þing- staðurinn hafa verið fluttur að Teigi og þinghús hygt, en hellir- inn síðan notaður fyrir sauðfé. Ef við svo að síðustu rennum huganum til manntalsþings í Fljótshlíð fvrir 1894 og höfum i huga þær kröfur sem nú eru gerðar til slíkra samkomustaða, verður munurinn undraverður, og okkur flýgur ósjálfrátt í hug, að þá væri vel ef drengskapur og vitsmunir þeirra manna, sem fara ineð vandamál almennings tæki svo skjótum framförum. Við sjáum hellirinn með ein- um glugga á öðrum enda hjá dyr- unum og hurðarfleka lagðan fyr- ir dyrnar. Yzt í hellinum er sæmileg birta, þar er borð sýslu- manns. Innar í hellinum er skuggalegt og sitja menn þar á trébekkjum og þ. h. Sýslumað- ur kallar menn fram til að greiða gjöld sín, og koma þeir til hans að borðinu fram úr skugganum, og greiða það sem þeim ber í smjöri, tólg, skinnum eða öðr- um landaurum. Vörurnar eru þarna vegnar og metnar og siðan fluttar að heim- ili sýslumanns. í Fljótshliðinni munu hafa ver- ið 50—60 bændur, svo gera má ráð fvrir að þetta þinghald hafi tekið nokkuð langan tima, og ver- ið talsvert umsvifamikið verk og vörurnar sem inn komu að sama skapi fyrirferðarmiklar. -^Lesb. Mbl. Otvarp frá Islandi Klukkan 7 í kveld (gamlárskveld) verður útvarpað frá Landakots kirkju í Reykjavík áramótakveðju, yfir National Broadcast WJZ stöð, 760 kilocycles. Þessi frétt nær ein- ungis til þeirra Winnipeg íslendinga, er fá Lögberg í dag (þriðjudag). FRA ISLANDI Afturelding 6. tbl. II. árg. er ný- lega komið út. Flytur það m. a. grein, sem nefnist “Abessinía og ó- vissan.” — Ritstjóri og útgefandi er Eric Ericsson, trúboði, Vestmanna- eyjum. ----- Finnur Níelsson. skósmiður á Siglufirði, er byrjaður á nýjum skó. iðnaði. Býr hann til trébotnuð vað- stígvél og tréskó. — Vörur þessar líta fullkomlega út fyrir að jafnast á við erlendar vörur samskonar. Lik Hannesar Sigurðssonar frá Hjarðarhafa á Jökuldal fanst í fyrrakveld á afdcepslausum mel á brún Jökuldalsheiðar. — Hiannes hvarf úr smalamensku 28. nóv., sem fyr er getið. Hann virðist hafa ver- ið á réttri leið heim til sín, er hann lézt. Atkvæðagreiðslu um sérveitingu til rafvirkjunar á Siglufirði lauk í gærkveldi. — Alls greiddu atkvæði 653 af 1,444 á kjörskrá. Með sér- leyfi voru 383, en á móti 281. Fjög- ur atkvæði voru ógild og fitum seðl- ar auðir. —Vísir 16. nóv. Eitt gamalt ár enn hefir horfiÖ vit yfir sjóndeildar- hring tímans. Annað nýtt ár blasir við framundan oss. Um leið og hið nýja ár, 1936, fer í hönd, grípum vér tækifærið til þess að láta Islendingum í Canada í ljós þökk fyrir viðskifti þeirra á liðnu ári, og ár- unum þar á undan. Megi hin sömu, ánægjulegu sam- bönd haldast við á nýja árinu og á öllum komandi árum. Og svo færnm vér öllum íslendingum í þessu landi vorar einlægustu óskir um hamingju og vel- sæld á nýja árinu. EATON'S

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.