Lögberg - 02.01.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 02.01.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. JANtJAR, 1936. Týnda brúðurin Eftir MRS. E. D. E. N. SOUTHWORTH En — ó, Paul, en svo var mikill söknuð- urinn og sorgin, þegar það fréttist að Marian hefði verið myrt, að enginn virtist veita frá- falli hinna tveggja nokkra eftirtekt, nema fólkið á heimilunum þar sem þeir áttu heima. eg var harn.að aldri, þegar þetta skeði, en það var það reiðarslag á mig, sem eg held að hafi raskað jafnvægi mínu og gert mig reik- ula í ráði alt af síðan. Hún var meira en móðir til mín, Paul; og þó eg hefði verið hennar bam, hefði eg ekki getað elskað hana meir,—eg elskaði hana meir en nokkra aðra manneskju í heiminum. Þegar eg liugsa til þeirrar stundar, þá liggur mér við að trúa því, að eg hafi aldrei fyllilega náð mér síðan Marian dó. Eg hefi fyrir löngu sætt mig við það, sem skeði—veit að hún er sæl með sæl- um—en Paul, eg finn svo oft til þess að það er eitlhvað að mér, liér og þar,” sagði hún og tók annari hendinni á ennið en hinni bendinni á hjarta. “En þú lofaðir, Miriam — hverju lof- aðir þú?” .spurði Paul kvíðafullur. ‘ ‘ Ó, Paul! Eg lofaði að verja öllu lífi mínu til þess að leita uppi og handsama og fá dæmdan þann, sem mvrti Marian og að eg skyldi ekki gefa nokkurri ástartilfinningu rúm í brjósti mínu, eða giftast nokkrum manni, fyr en morðinginn væri hengdur í gálganum og eg staðfesti þetta loforð með hátíðlegum eiði.” “Þetta er alt mjög undarlegt, kæra Miriam.” “ Já, Paul, það er undarlegt, og það ligg- ur á huga mínum sem farg. Það er tvent sem eg vildi óska að geta lyft af hjarta mínu, og ef það væri mögulegt, yrði eg sæl og frjáls, eins og fugl á grein. ’ ’ “Hvað getur það verið, elsku Miriam? Hvaða byrði er það, sem hvílir svo þungt á hjarta þínu, sem eg get ekki léþt af þér?” “Þú getur vissulega getið þér þess til; eg vorkenni bróður okkar svo mikið, að sjá hann alt af sorgmæddan alla daga, það lamar sál mína og eg get ekki notið neinnar ánægju; það er eins og við getum ekkert gert til að gera honum lífið ánægjulegt; hitt er tilhugs- unin um hinn ófullnægða eið: um. þetta tvent snúast allar mínar hugsanir, eins og það standi í einhverju duldu sambandi, og mig hefir meira að segja dreymt um að, ef öðru verður komið til leiðar, að þá sé hvorutveggja fullnægt. ” “Elsku Miriam, þú mátt vera alveg viss um að slíkir draumar og ímyndanir stafa af ofmiklum innisetum og einangrun, afleiðing of mikillar áreynslu á heilann og taugakerfið. Þú verður að reyna að hrista af þér þessa ímynduðu byrði og vera glöð og kát, eins og þú varst.” “Æ, elsku Paul! Hvernig get eg það?” “Það skal eg segja þér. Þú skalt okki vera að hlaða á þig sorgum og hugarkvöl út af j)eim leynda harmi, sem þjáir bróður okk- ar, sem þú hvorki getur létt honum, né læknað, enda mundi honum það mjög ógeðfelt, ef hann vissi að liann með þunglyndi sínu feldi skugga á lífsgleði þína og ánægju. Hvað eiðinn áhrærir, þá eru tvær góðar og gildar ástæður sem algjörlega leysa ]>ig frá honum; í fyrsta lagi: Þú varst barri að aldri, þegar þú varst látin sverja eiðinn og vissir ekki hversu hræðilegt ok þú varst að taka þér á herðar; og í öðru lagi er þér ómögulegt, hversu mikið sem þú leggur í sölurnar að fullnægja því lof- orði. Báðar þessar ástæður losa þig heiðar- lega undan skuldbindingunni. Skoðaðu þetta mál í ljósi veruleikans og allir hinir skuggalegu draumar og ímyndanir, sem veikla huga þinn, munu brátt hverfa; og þú verður glöð og kát, eins og þú varst. Eg skal full- vissa þig um að það er ekkert, sem frekar mundi létta lund bróður okkar og gleðja hann, en að sjá þig glaða og káta. Viltu fara að ráðum mínum?” “Nei, nei, Paul! Mér er það ómögulegt! Eg get hvorki látið samhvgð mína með hon- um og sorgum hans, hindra áform mitt né koma mér til að svíkja mitt hátíðlega loforð. Eg hefi óbifanlega satmfæringu fvrir því, að það sé jnögulegt að koma því í framkvæmd, og eg hafði fullan skilning á því hvers eðlis það var, þegar eg sór eiðinn. Nei, Paul, eg vt*it hverju eg lofaði og eg veit að það er mögulegt að framkvæma það, sem eg tókst á hendur. Eg hefi þessvegna enga afsökun. Eg verð því að halda loforð mitt og koma því í fram- ! kvæmd, sem mér var trúað fyrir; og þú Paul, ef })ú elskar mig, eins og eg veit að þú gerir, })á verður þú að hjálpa mér til framkvæmd- anna, alt hvað þú getur. ” “E'g skal hjálpa þér af öllum mætti, Miriam, í þessu og öllu öðru, að því sem er skynsamlegt og framkvæmanlegt. En hvern- ig get eg hjálpað þér? Hvernig hyggst þú að geta fullnægt þessari skuldbindingu? Þú liefir ekki einu sinni átyllu!” “ Jú, eg hefi átyllu, Paul. ’ ’ “Hefirðu? Hvað er það? Því hefirðu aldrei minst á það áður?” “Vegna þess að mér befir fundist það Iþýðingarlaust. Átyllan sem eg hefi er svo veik, að það mun verða litið á hana sem einkis virði af þeim, sem lítinn eða engan áhuga hafa fyrir þessu máli. ” “Hver er þessi átylla? Þú gerir það þó fyrir mig að minsta kosti, að lofa mér að heyra livað }>að er, svo eg geti gert mér grein fyrir hversu þýðingar mikil hún er.” “Já, eg er að hugsa um að gera það,” sagði Miriam, og hún hóf frásögn sína frá því fyrsta að hún mundi og sagði honum alt sem hún vissi og alt sem hún ímyndaði sér, að stæði í sambandi við það, þegar Marian var myrt, þar niðri við víkina; og að lokum sagði hún lionum frá bréfunum, sem hún hafði í fórum sínum. “Hvar eru þessi bréf nú, Miriam? Hvernig bréf eru það? Hvert er efni þeirra? Mér virðist sem }>au séu ef til vill meira en átvlla, geta verið bein sönnun þess hver morð- inginn er. Mér virðist það dálítið undarlegt, að þau skuli ekki hafa verið rannsökuð fyrir löngu síðan, til þess að komast fyrir í hvaða sambandi að höfundilr þeirra stóð við Marian. ” “Þau voru rannsökuð, Paul, en það er ekki hægt að sjá hver hefir skrifað þau. A meðal þeirra var blaðsnepill, þar sem Miriam er beðin að koma til móts við bréfritarann þetta kvöld, og á þessum stað, sem hún var myrt! En þessi miði gefur ekkert frekar til kynna hver höfundurinn sé, þó neðan undir standi: ‘ Thomas Truman, ’ en eg er sannfærð um að það er dulnefni; auk þessa eru nokkur orð á frönsku neðst á blaðinu.” “Er ekki heldur hægt að glöggva sig á þessum frönsku orðum hver muni hafa skrif- að bréfið?” ‘ ‘ Eg er ekki svo vel að mér í frönsku, að eg geti lesið ógreinilega skrift, sem er miklu verra að ráða fram úr en prenti. En eg held að þau gefi enga ákveðna bendingu, því elsku móðir mín sýndi hr. Wilcoxen það, en hann gerði allra manna mest til þess að leita uppi morðingjann; hann sagði móður minni að þessi frönsku orð gæfi ekki hina minstu bend- ingu um hver morðinginn væri, og hann sagði Iienni, að hver svo sem morðinginn væri, að þá væri það víst, að það væri ekki höfundur bréfsins. Hann beiddi um að fá bréfin, en móðir mín vildi ekki láta hann fá þau; hún áleit það rangt gagnvart minningu Marian, að láta hennar prívat bréf í ókunnugra hend- ur. Hann sagðist sjálfsagt hafa allra manna minstan rétt til þeirra, og síðan hefi eg geymt þau. Móðir mín trúði því staðfastlega, að bréfin væri lykillinn að því leyndarmáli, hver framið hefði hið viðbjóðslega morð; og rétt áðnr en hún dó, fékk hún mér þau, og setti mér það skilyrði, að eg léti þau ekki af hendi við nokkum mann, þar til að þau yrðu notuð sem sönnun gegn morðingjanum, — því livað svo sem hr. Wilcoxen heldur um það, þá var móðir mín sannfærð um að höfundur bréf- anna og sá sem myrti Marian, væri einn og sami maðurinn. ” “Segðu mér meira um þessi bréf.” “Elsku Paul, eg veit ekkert meira um þau; eg sagði þér að eg væri ekki nógu vel að mér í frönsku til þess að lesa þau.” “Það er skrítið að þú skulir aldroi hafa reynt að vita hvert að innihald bréfanna er, með því að fá einhvern til að lesa þau fyrir þig.” “Elsku Paul, þú veizt að eg var barn að aldri þegar mér voru fengin bréfin til varð- veislu, með þeírri ströngu skipun, að eg léti þau aldrei ár minni hendi fyr en búið væri að sanna með þeim hver hafi myrt Marian. Eg samkvæmt loforði mínu, þorði ekki að fá þau neinum til að lesa, bæði var eg hrædd um að þau gætu glatast og svo var það, að enginn sem eg þekki og trúi fyrir þeim, kann frönsku, nema bróðir okkar, en hann var fyrir löngu búinn að segja að þau stæðu í engu sambandi við morðið. Auk þess, margra ástæðna vegna, var eg rög að ónáða hann með því að biðja hann að þýða þau.” “Yeit hann að þú befir bréfin?” ‘ ‘ Eg ímynda mér' að hann viti ekkert um það.” “Eg er viss um,”sagði Paul, “ef Thurs- ton álítur að þau standi í engu sambandi við morðið, því eg hefi svo mikla trú á glögg- skvgni hans og dómgreind, að eg verði þá að breyta um mína fljótráðu ályktun, og líta eins og hann á málið, að minsta kosti þangað til að eg hefi séð bréfin. Eg man eftir því, að það var alment álitið á þeirri tíð, að hún hefði lent í höndunum á einhverjum sjóræningjum, sem komið hefðu að landi þá um kvöldið,— sem líklega hefir verið tilfellið. — En til þess að gera þér til geðs, Miriam, þá skal eg lesa þessi bréf nákvæmlega yfir fyrir þig, ef þú vilt treysta mér til þess, og ef þú þá færð enga ábyggilega bendingu um hver hafi framið glæpinn, þá vona eg að þú finnir þig lausa þeirra skilmála, að lialda áfram frekari leit eftir þessum óþekta glæpamanni, og sem ef til vill er dauður óg enginn veit neitt um. ’ ’ Samtalinu lauk við það að drengurinn, sem sótti póstinn á bréfhirðingastöðina kom inn ög fékk Paul póstpokann, sem hann tók við með mestu áfergju og hvolfdi úr honum á borðið í stofunni. Þar voru mörg bréf til hr. Wilooxen, til Miriam og Paul. Drengurinn fór með bréf hr. Wilooxens upp í skrifstofu hans, sem var uppi á lofti. Miriam fékk bréf frá Alice Morris, þar sem hún tilkynti henni að hún ætlaði að fara að gifta sig, og manns- efnið sitt væri Oliver Murray, ungur lögmað- ur í Washington, og bauð hún Miriam að koma og vera við giftinguna og vera brúðar- meyjan sín. Bréf Pauls voru frá skólabræðr- um lians í læknaskólanum. Þegar þau voru búin að lesa og tala um bréfin sín, kom þjónn inn í stofuna til þess að hressa. upp á eldinn á árninum, og breiða dúk á borðið fyrir kvöld- verðinn. Þegar kvöldverðurinn var tilbúinn og hr. Wilcoxen seztur að borðinu, lagði hann bréf í kjöltu Miriam og sagði henni að það væri frá frú Morris, þar sem hún segði þeim frá hinni fyrirhuguðu giftingu dóttur sinn- ar og beiddi þau öll að koma og vera við gift- inguna. * Miriam sagðist hafa fengið bréf frá Alice sama efnis. “Jæja þá, góða mín, við förum öll til Washington til þess að vera við giftinguna og dvelja þar nokkrar vikur okkur til upplyft- ingar. Það er of einmanalegt fyrir þig, á þessum aldri að vera alt af heima, þú þarft að fá að. gleðjast með unga fólkinu, og sjá þig dálítið um, eg hefi ekki verið nógu umhyggju- samur um þig, barnið gott, eg hefi sökt mér niður í aðrar hugsatiir; en það skal ekki vera svo hér eftir. Þú skalt fá að taka þátt í lífi æskufólksins, sem samsvarar þínum aldri. ” Miriam varð upj)ljómuð af fögnuði, því hr. Wilcoxen hafði ekki oft talað með eins miklum gleðiblæ og innilegleik, og þau Paul og Miriam fögnuðu svo hjartanlega yfir því að sjá hann með gleðibragði. Það var undinn bráður bugur að því að búa undir ferðina það sem nauðsynlegt var, og 1. marz lögðu þau öll á stað til Washing- ton. 32. Kapituli. Þegar hr. Wilcoxen og föruneyti hans kom til Washington, tók það sér aðsetur í gistihúsinu Mansion House. Fjöldi ferðafólks víðsvegar að úr öllum ríkjunum var komið til Washington til að vera viðstatt við innsetn- ingu, eins vinsælasta forseta Bandaríkjanna, sem nokkurn tíma hefir í Hvíta húsinu verið. Undir eins og þess var getið í blöðunum, að hr. Thurston Wilcoxen og föruneyti hans væri komið til borgarinnar, keptust vinir hans um að bjóða lionum heim og fagna honum sem bezt. Kirkjulegir embættisbræður hans heimsóttu hann og buðu honum heim sem heiðursgesti, á heimili sín og prestastefnur, sem haldnar voru í borginni. Alice Morris og frú Moulton, frændkona liennar, sem hún var hjá, heimsóttu Miriam og uppástóðu að hún kæmi til þeirra og væri hjá þeim þangað til eftir að giftingin færi fram; en þetta gestrisnisboð var ekki þegið, vegna þess að þau vildu lieldur vera öll saman í gistihúsinu, eins og þau höfðu ætlað sér. Stórborgarlífið í allri sinni dýrð, var al- veg nýtt og óþekt fyrir Miriam, sem aldrei hafði farið út úr sveitinni sinni, ikto þá til næstu kaupstaða. Hún var komin inn í hring- iðu skemtana af öllu mögulegu tægi, sem hún hafði enga hugmynd um áður. Það sem einna mest dró hana ‘að sér voru lekhúsin, sýning- ar og söfn af öllu tagi, samkvæmissalirnir og sönghallimar; þar sem kvöld eftir kvöld var troðfult af kátu, skrautbúnu fólki, sem virtist ekki hafa um annað að hugsa, en verja lífinu til þess að skemta sér á hvern þann hátt, sem því bezt líkaði. Aftur á móti sótti hið meir alvarlega hugsandi fólk fyrirlestra ýmislegs efnis og kirkjulegar samkomur og bænafundi. Þannig var nég tækifæri til þess að njóta yndis, bæði fyrir unga og gamla, lífsglaða og káta, sorgmædda og beygða; allir gátu leitað þangað sem bezt átti við þeirra sérstöku kringumstæður og lundarlag. Aðra vikuna, sem þau vom í Washington fór fram gifting þeirra Alice Morris og Oliver Murray. Miriam var brúðarmeyja, en dr. Douglas brúðgumasveinn, en hr. Wilcoxen fram- kvæmdi giftingarathöfnina. Frá því hr. Wilcoxen kom til borgarinn- ar liafði hann stöðugt verið að gera prests- verk. Frægð hans sem m.entamanns og ræðu- skörungs hafði verið þekt í Washington og víðar, löngu áður en hann kom þar, og eftir að hann kom til borgarinnar, hafði hann óaf- látanlega verið fenginn til að prédika og flytja fyrirlestra. Það var ekki til að auglýsa sig eða fyrir neina hégóma virðingargirni sem Thurston gerði svo mikið að því að prédika í kirkjum borgarinnar, heldur var það fyrir bænarstað presta og safnaða, sem langaði til að heyra hann, sem svo mikið orð fór af, sem ræðu- manni og sem einnig var þektur að því, að milda liina ströngu rétttrúnaðarkenningu og boða frjólsari og mannúðlegri trúarbrögð. Fólkið sóttist eftir að heyra til hans, svo allstaðar var húsfyllir þar sem hann flutti ræðu, eða fvrirlestur, og blöðin voru sammála í að hrósa mælsku hans og andagift. En öll sú dýrð og sómi, sem honum var sýndur án þess hann sæktist eftir neinu slíku, megnaði ekki að draga hann að borgarglaumnum, því hann fór þaan burtu þreyttur og sorgmædd- ur eins og hann var þegar hann kom þangað. En það var eitt, sem um fram alt annað dró að sér hug hans og athygli, og það með því undra afli, að hann gat ekki um annað liugsað; það var eins og sætur englasöngur, svo kyrlátur og mildur, en sem þó bergmálaði frá einum stað til annars,—það var stúlku- nafn,—nafn ungrar, elskulegrar stúlku, auð- ugrar og mikilsvirtrar, sem Iiafði helgað sjálfa sig, starf sitt, gáfur og auð, til líknar líðandi og umkomulausum smælingjum mann- félagsins. Fólk talaði um þessa fallegu, góðu og gáfuðu, tilþrifamiklu, ungu stúlku með lotn- ingu og aðdáun, eins og yfirnáttúrlega veru; hún hafði stofnað skóla og heimili fyrir mun- aðarlaus börn, hún hafði með frjálsum sam- skotum safnað saman stórri peningaupphæð, til þess að kaupa fyrir stóra landspildu í Ameríku, til þess að stofna þar nýlendu fyrir fátæklinga frá Lundúnaborg. Fólk talaði um hana með djúpri lotningu; liún var í hugum þeirra, sem höfðu heyrt um hennar mörgu og kyrlátu góðverk, eins og vermandi sólargeisli, sem þíddi klakann og kuldann úr sál mann- anna. Nafn þessarar ungu stúlku varð Thurs- ton Wilcoxen hin dularfylsta ráðgáta; liann las með brennandi áhuga alt sem hann sá skrifað um liana í blöðunum, hann lilustaði með gaumgæfni eftir öllu sem fólk sagði um hana. Það, sem honum þótti undarlegast var, að hún hét sama nafni og lians elskaða og þráða, en mista Marian. — Það var mjög und- arlegt, en það var þó ekki það undarlegasta, heldur hitt, að skaplyndi Iiennar og persónu- leiki, svaraði alveg til þess, sem haft hafði hans elskaða Marian. Þegar hann lieyrði tal- að um hin ýmsu góðverk er hún gerði, sagði hann í hjarta sínu: “Ilversu líkt Marian minni? Einmitt það sama hefði Marian mín gert, ef hún hefði verið fædd til stórra erfða, eins og þessi stúlka hefir verið.” Nafnið var að vísu mjög algengt, en‘það einkennilega var, að bæði það og hinn göfugi persónuleiki hennar, skyldi í öllu nákvæmlega samsvara hans horfnu Marian, vakti þá hugs- un hjá honum, að þessi dygðum prýdda stúlka, hlyti að vera skyld hans elskuðu Marian. Það var eins og allur liugur hans drægist að þess- ari ókunnu stúlku, með ómótstæðilegu afli; og hasn einsetti sér að sjá hana og kynnast henni eins fljótt og hann gæti hugsað upp við- eigandi erindi til fundar við hana. Hann lifði þannig tvöföldu lífi—hið ytra var líf starfs og athafna, hið innra lifði Iiann í hugsunum sínum, söknuði og sorgum. Miriam og Paul héldu að hann væri svo hjart- anlega glaður og ánægður, yfir öllum þeim margvíslega heiðri, sem honum var sýndur, og því mikla frægðarorði, sem blöðin báru um hann út um alt landið, svo þau voru hæst ánægð og leituðust við að nota tímann sem bezt til að taka þátt í samkvæmislífinu, með- an þau dveldu í borginni. Miriam var mest með Alice Murray vin- konu sinni og uppeldissystur. Það var einn morgun, þegar Miriam kom að heimsækja Alice, að liún bað hana að koma upp í svefn- herbergi sitt; þegar þær höfðu fengið sér sæti, sagði Alioe eins og hálf óttaslegin. “ Veiztu, Miriam, það er nokkuð—svo af- skaplega undarlegt—sem hefir legið á huga míuum, og sem mig hefir langað til að segja þér, en eg hefi ekki haft tækifæri itil þess, því Olli eða einhverjir hafa alt af verið viðstadd- ir. En Olli er í réttinum að flytja mál í morgun og mamma fór eitthvað út í borgina að sjá kunningja sína, svo við höfum bezta na;ði til þess að tala saman. ” Miriam horfði undrandi á hana og beið þess að hún tæki aftur til máls. “Hvornig í ósköpunum stendur á því, að þú spyrð mig ekki hvaða leyndarmáli eg búi yfir? Það er eins og þér sé sama um það, þú hefir enga forvitni á því, svo það er hreint ekkert gaman að segja þér leyndarmál. Segðu mér hvort þú vilt heyra ]>að, eða ekki? Eg get sagt þér að það er býsna mikil opinberun, og er þér talsvert viðkomandi líka! ’ ’ “Jæja, hvað er það þá? Jú, eg vil fá að heyra það!”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.