Lögberg - 16.01.1936, Blaðsíða 7

Lögberg - 16.01.1936, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. JANÚAR 1936 7 Óveðrið 14. desember gerði mikinn usla. Síðdegis i gær gerði hér aftaka- veður af íiorðri með allmikilli snjó- komu. en lægði. er leið á kvöldið. \ indhraði varð hér mestur 11 vind- stig, en mun hafa verið eitthvað niinni á Norðurlandi. Óveðrið kom ekki á Austurlandi. Bátar hœtt komnir á höfninni. Veðrið var svo mikið i gær, að 35 tonna bát, “Marz”, eign Stefáns Ólafssonar, hrakti fyrir akkeri utan af höfn og að Zimsensbryggjunni. Þegar eigandinn fór. ásamt lögreglu. Wóni, til að festa bátinn. hrakti bát- >nn frá bryggjunni og upp að upu- fyllingunni. Var Stefán um borð, cn komst í land með aðstoð lögregl- unnar. Báturinn mun vera eitthvað skemdur, en ekki vitað hve mikið. Annar mótorbátur, “Vonin,” sem bundinn var við Zimsensbryggjuna, niun hafa laskast eitthvað, er hann slóst við. Margir opnir bátar voru á legunni fyrir framan Verkamannaskýlið. Slóust þeir mjög saman í óveðrinu og þrír þeirra fyltust af sjó og mora í kafi. Þegar tiðindamaður blaðsins kom inn á lögreglustöðina í gærkvöldi, var honum skýrt frá því. að lög- reglunni hefði, meðan veðrið var sem verst, alt af verið að berast fregnir um að börn og jafnvel full- orðna vantaði. Flestir voru þó, sem betur fór, komnir fram litlu síðar. Viða fuku járnplötur af húsum og reykháfur fauk um koll á Bergstaða- stræti 8. Lögreglan bjargar barni, sem lagst er fyrir í óveðrinu. ■ Einn lögregluþjónninn fann 8 ára gamla telpu. sem lögst var fyrir und- ir garði í Vesturbænum. Hafði hún mist húfu sína og vetlinga og leið nijög illa. Eögregluþjónninn bar telpuna heim til hennar og mun hún hafa hresst furðu fljótt eftir volkið. Kvenmaður slasast. Óveðrið skelti kvenmanni við Eimskipafélagshúsið bg meiddist hún í fæti. Drógst hún inn á lög- reglustöðina. — Lögreglan flutti hana heim og sótti lækni handa henni. Þcgar eldur kom upp á Laugaveg 48. Tíðindam. blaðsins er í óða önn að athuga strandgóss óveðursins. hatta þá og húfur, sem fuku af koll- um borgaranna í gær, og eru sem X>skilavarningur í vörzilúm löregl- unnar. Þar eru falleg og dýr höfuð- föt og slitin og forn “pottlok.” Nei, þar hefir ekki verið farið í neinn mannjöfnuð Allir sæta sömu ör- lögum í greipum óveðursins — En alt í einu er tilkynt, að kviknað sé i húsinu nr 48 við' Laugaveg. Og fyrir sérstaka náð fæf tíðindamað- ur blaðsins að verða samferða lög- regluþjónunum, sem fara á bruna- staðinn. Bifreiðin þýtur inn eftir Hverfisgötu í náttmyrkrinu. Ear- þegarnir eru gripnir óljósri eftir- væntingu og ugg. Þegar komið er á brunastaðinn veitir maður fyrst athygli óttaslegnum íbúum hins í- kviknaða húss og næstu húsa, kon- um með flaksandi hár og körlum á skyrtunum. Slökkviliðið er að brjót- ast inn í kjallara hússins, þar sem kviknað hefir i kjötgeymslu. Von bráðar tekst að slökkva eldinn. en ekki mun hafa mátt tæpara standa að húsið brynni, og jafnvel næstu hús. — En þegar búið er að sigrast á hættunni gengur alt sinn vana gang að nýju. Bilanir á sím-a- og raflögnum. Víða urðu í gær bilanir á símalín- um út um land. Sökum veðurvonzk. unnar var ókleift að fá nákvæma vitneskju um skemdirnar. Ennfremur urðu talsverðar bilan. ir á raflögnum innanbæjar og annari háspennulínunni til bæjarins. ' • INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS , / > ■ ' • Amaranth, Man B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota Árborg, Man Árnes, Man Baldur, Man Bantry, N. Dakota.... Bellingham, Wash.... ölaine, Wash Bredenbury, Sask Brown, Man J. S. Gillis Cavalier, N. Daketa... Churchbridge, Sask.. . Cypress River, Man... Dafoe, Sask J. G. Stephanson Edinburg, N. Dakota. Elfros, Sask Foam Lake, Sask ... J. J. Sveinbjörnsson Garðar, N. Dakota.... Jónas S. Bergmann Gerald, Sask Geysir, Man Gimli, Man Glenboro, Man Hallson, N. Dakota .. Ilayland, P.O., Man. . Hecla, Man Hensel, N. Dakota. . .. Hnausa, Man Ivanhoe, Minn Kandahar, Sask J. G. Stephanson Langruth, Man Leslie, Sask Lundar, Man " Markerville, Alta Minneota, Minn Mountain, N. Dak. ... S. J. Hallgrimson Mozart, Sask Oak Point, Man Oakview, Man Otto, Man Pembina, N. Dak .... Point Roberts, Wash.. Red Deer, Alta Revkjavík, Man Riverton, Man Seattle. Wash J. I. Midda! Selkirk, Man W. Nordal Siglunes, P.O., Man. . Silver Bay, Man Svold, N. Dakota Tantallon, Sask Upham. N. Dakota... . Víðir, Man i' Vogar, Man .... V ’l Westbourne, Man.. Wmmpegosis, Man.... Wynyard, Sask VOÐALEGT MANNTJÓN Um 20 manns hafa farist í of- viðrinu á laugardaginn. Óvíst er um 10 manns. í fyrradag og gær bárust hingað fréttir um mörg stórslys. sem orðið höfðu á Vestur- og Norðurlandi i ofviðrinu á laugardaginn. Að minsta kosti má telja nærri fullvíst að 19. manns hafi látið lífiö í ofviðrinu, og auk þess er tiu manna saknað, sem voru á sjó þenn- an dag. Einnig hafa borist fréttir um fjárskaða og meiri og minni skemdir á eignum. Sjö menn farast af Sauðárkróki. Mann skaðarnir, sem er fullvíst um. eru þessir: Bátarnir tveir, sem skýrt var frá á sunnudaginn að vantaði frá Sauð- árkróki. hafa báðir farist. Annar þeirra, Aldan. fanst rekinn í Brim- neskrók í gærmorgun, og lík allra bátsverja eru fundin. Þeir voru þessir: Björn Sigurðsson. formaður, um þrítugt, lætur eftir sig konu og tvö börn. Björn Sigurðsson, ungur maður, ókvæntur. Báðir þessir menn voru af Sauðárkróki. Magnús Hálfdánarson frá Hól- koti á Reykjaströnd; ungur maður. ókværitur. Ásgrímur Sigmundsson frá Fagranesi, miðaldra maður, ókvænt. ur. Á hinum bátnum, Nirði, sem rek- io hafa úr ýmsir munir, voru þessir menn: Sigurjón Pétursson, formaður. ungur maður, ókvæntur. Sveinn Þorvaldsson. ókvæntur. Margeir Benediktsson, ókvæntur, en sá fyrir gamalli fósturmóður sinni. Tveir menn drukna við Elliðaey. Frá» Elliðaey á Breiðafirði fórst bátur með tveim mönnum. Þessir menn voru: Jón Breiðfjörð Níelsson. formað- ur, á fertugsaldri. lætur eftir sig konu og tvö börn. Davíð Davíðsson frá Dvalarkoti í Helgafellssveit, 54 ára gamall, læt- ur eftir sig konu og tvö ung börn, en átti þrjú uppkomin börn frá fyrra hjónabandi. Þrír menn drukna á Hvammsfirði. Bátur af Fellsströnd fórst með þremur mönnum. Báturinn var á leið frm í Seley að sækja kindur. þegar ofviðrið skall á. Á honum voru þessir menn: Valgeir Björnsson, bóndi að Ytra- felli, á sextugsaldri, kvæntur. Hinir tveir voru fóstursynir hans. Guðmundur Magnússon frá Litla- Múla í Saurbæ, 28 ára, ókvæntur. Ólafur Jónsson, unglingspiltur. Maður drukknar í Vestmannaeyjum Á Vestmannaeyjahöfp hvolfdi bát með tveimur mönnum og drukknaði annar þeirra. Guðmundur Guð- mundsson. 23 ára að aldri. Hann lætur eftir sig konu og eitt barn. Maður fellur út af togara og druknar. Aðfaranótt sunnudagsins var tog- arinn Sviði á leið til Aðalvíkur af fiskimiðum. Gekk þá sjór yfir skip- ið, og tók út einn skipverjann, Magnús Guðmitndsson til heimilis við Reykjavíkurveg 29 í Hafnar- firði. Hann var um þrítugt og læt- ur eftir sig konu og tvö börn. Maður verður bráðkvaddur í hríðinni. Björn Þórðarson. bróðir Gunnars bónda í Grænumýrartungu, fór í byrjun hríðarinnar, ásamt unglings- pilti til að gæta f jár. Voru þeir síð_ an fram eftir öllum degi. ásamt fleiri mönnum. að berjast við að hand- sama féð og koma því í hús. Um sexleytið var Björn heima við íbúðarhúsið og hneig þar niður ör- endur. Ekki var þess vart áður, að Björn væri orðinn örmagna. Björn var 56 ára að aldri, mikill atorkumaður. Hann var ekkjumað- ur og á 4 börn uppkomin. Maður verður úti milli Akureyrar og Svalbarðseyrar. Tveir menn fóru í hríðinni áleiðis frá Varðgjá til Svalbarðseyrar. Annar þeirra kom að Grund á Sval- barðseyri kl. 1 um nóttina og hafði þá skilið hinn manninn, Eið Árna- son, eftir örendan rétt ofan við bæ- inn. Eiður lætur eftir sig konu og fimm börn. Slys á Látraströnd. Tveir feðgar, Sigtryggur Hall- grímsson og Hallur sonur hans, af Látraströnd við Eyjafjörð voru á sjó. þennan dag. Hefir báturinn fundist og í honum lík Sigtryggs. Var auðséð á líkinu að því hafði verið hagrætt og er talið víst, að Hallur hafi gert það, og síðan freist- að þess að ná til hygða. Hans var leitað i gær, en engan árangur hafði sú leit borið. þegar síðast fréttist. Manns saknað í Skagafirði. Helgi Gunnarsson frá Fagranesi á Reykjaströnd fór heimleiðis frá Sauðárkróki á lauardaginn. Lenti hann í hríðinni og hefir ekki komið fram síðan, þrátt fyrir mikla leit. Milli Sauðárkróks og Fagraness eru 8 lcm. leið og hamrabakkar á aðra leið. Helgi átti í veðrið að sækja. Óttast um bát frá Akranesi. Vélbáturinn Kjartan Ólafsson frá Akranesi fór í róður á föstudaginn og var væntanlegur aftur síðari hluta laugardagsins. Sást hann und- ir lóðum um kl. 3 þá um daginn. Siðan hefir bátsins ekki orðið vart. f gær leituðu hans tveir tog- arar og nokkrir vélbátar. en árang- urslaust. Kjartan Ólafsson er 35 smál. Sjö menn voru á bátnum. Bát vantar frá Barðaströnd. Á föstudaginn fór bátur frá Arnórsstöðum á Barðaströnd aust- ur að Hallsteinsnesi. Á laugardag- I inn sázt til hans fram undan Sveins- ! nesi og var hann þá á heimleið. Síðan hefir bátsins ekki orðið vart. Tveir menn voru á bátnum. Bœr brennur í ofviðrin,u. Meðan ofviðrið stóð sem hæst | j kom upp eldur í íbúðarhúsinu í j Villingadal á Ingjaldshólssandi og brann það til kaldra kola. Konan og börnin, sem voru heima, gátu bjargast í næsta fjárhús. Fjárskaðar og skemdir. í Vestur-Húnavatnssýlu hefir fé fent víða. en ekki er vitað enn til fullnustu, hversu miklir fjárskað- arnir hafa orðið. Á einum bæ, Vesturhópshólum. hafa fundist 10 kindur dauðar. Á Húsavik braut tvo báta. Á Siglufirði mistu bátar rnikið af lóð_ um. í Vestmannaeyjum sukku tveir bátar á höfninni. Bátur frá Ögur- nesi við ísaf jarðardjúp varð að nauðlenda við Eyrarhlið og brotn- aði i spón. en menn björguðust. “Kjartan Ólafsson” hefir farist Ugglaust þykir nú, að vélbáturinn Kjartan Ólafsson frá Akranesi hafi farist í mannskaðaveðrinu á laugar- daginn. Á bátnum voru þessir menn : Jón Ólafsson, skipstjóri, kvæntur, átti þrjú börn uppkomin. Sonur hans, Alexander, 17 ára. Georg Ólafsson. kvæntur og átti þrjú börn. Þorvaldur Einarsson, ókvæntur, 18 ára. Báturinn var eign Þórðar As- mundssonar. —N. dagbl. 18. des. GÖMUL BÓK Ein allra dýrasta bókin í “British Museum” er biblía frá árinu 1100. Hún er skrifað ágrip af guðspjöll- unum f jórum á latínu. Þegar Hinrik I. sonur Vilhjálms sigursæla var krýndur lagði hann hönd á þessa helgu bók. Síðan var hún notuð við allar krýningar i Englandi til ársinsv 1509, að María I. tók við völdum. Bókin er mesta listaverk, fagurlega rituð með upphleyptri inynd af Kristi á krossinum á fremra spjaldi. Áramót “Árin líða skjótt og vér erum á flugi.” Þá er útskrifuð blaðsíðan Í935. Svo snúum vér við blaðinu og skrifum með hikandi hendi efst á blað 1936. Hvað verður skráð hér á þessu nýbyrjaða ári? Þungbúin ófriðarský eru lágt á lofti um allan heim, sem boða að illviðri sé í nánd. Mannsandinn er óglöggur að sjá langt inn í framtíðina, hversu kænn sem hann annars er, nema við það ljós, sem liðni tíminn lætur oss í té. Er því ekki úr vegi að líta yfir blað- síðu 1935. o sjá livað þar hefir ver- ið skráð á liðna árinu. Hér þarf ekki langt að lesa, þar til auðsætt er að hér kennir margra grasa. Hvílíkar andstæður ! Hér er eins og vitskertur maður hafi verið að verki. Hér er skrifað um'hatur. ofbeldi og strið. I næstu línu um ást bræðralag og frið. Svo er skýrt frá því að nýtt meðal hafi verið fundið, sem lækni hættulega sjúk- dóma, svo er sagt frá því að nýtt eitur “gas” hafi verið uppgötvað sem sé margfalt sterkara og meira bráðdrepandi fyrir bæði menn og skepnur, en áður hafi þekst. Menu fórna lífi sínu til að hjálpa nauð- stöddum meðbræðrum sínum, en aftur aðrir, sem gera það að glæp, að gefa hungruðum manni bita, til að seðja hungur sitt. Hér er líka sagt frá því að hákristin þjóð hafi sent út herflokka sína, til að herja á friðsama og-varnarlausa þjóð, sem ekkert hefir unnið sér til saka, með þeim eina tilgangi að sölsa undir sig lönd þeirra og öðöl, sem hafa verið þeirra eign og heimkynni frá ómuna- tið. Hér er skýrt frá því að líknarfé- lög frá ýmsum þjóðum hafi sett upp hjúkrunarstöðvar á vígvellinum, til að liðsinna þeim særðu og sjúku. án nokkurs tillits til þess, hvaða flokki þeir liafi tilheyrt, eða hvort þeir séu hvítir eða dökkir á hörund. Svo er skýrt frá því, að lofther hafi verið sendur út frá herbúðum hinna kristnu árásarmanna til að fljúga yfir þessar líknarstöðvar og senda niður á þær óteljandi tundurvélar, sem drepa og eyðileggja alt. sem fyrir verður. Hér gerist^ekki þörf að lesa meira. því ekki gefur þessi lestur oss nein- ar glæsilegar vonir um framtíðina. En mörgum mun koma til hugar gamla, gríska máltækið: “When the gods want to destroy, they make ír.ad.” Hér eru tvö öfl að eigast við, annað háleitt og göfugt, en hitt ,trylt og djöfullegt. Látum vorar nýársóskir vera það, að hin góðu og göfugu öflin í heiminum verði yfir- sterkari þeim illu og djöfullegu öfl_ um, sem nú í bráðina virðast hafa yfirhöndina, svo þetta nýbyrjaða ár, megi færa hinu sárþjáða mannkyni frið og farsæld. Á. Guðmundsson. ^ Stundardvöl hjá íslenzk- um prestum Eftir scra Sigurð Ólafsson. Meðan eg dvaldi heima í fyrra átti eg eitt sinn samtal við séra Frið- rik A. Friðriksson, er um mörg ár var prestur hér vestra í þjónustu Sambandskirkjufélagsins og þjónaði um hríð í Wynyard, Sask.. en síðar i Blaine, Wash. Dálitið hafði eg kynst honum vestra, þá nýkomnum til þessa lands. sumarið 1922, og á næstu árum, er hann stundum kom til Gimli. en þar dvaldi eg þá. Ilann var nú. er eg rakst á hann i rign- ingu og dimmviðri ofarlega á Lauga- vegi, siðla kvölds, í lok ágústmánað- ar, rétt í þann veginn að fara tim borð í skip, er flutti hann til Akur- eyrar. Viðdvölin og samtalið gat þvi ekki orðið langt, en gaman var að eiga tal við séra Friðrik, og glaður var hann í viðmóti, f jörugur og bróður. legur og blátt áfrarn, eins og áður fyr. Séra Friðrik er sóknarprestur á Húsavík við Skjálfanda; var hann i erindum við stjórnina. að mig minnir hann segði, og tilefnið var bygging eða væntanleg bygging prestsheimilis á Húsavík. Sömuleiðis átti eg þá og nokkrum sinnum tal við cand. theol. Þorgeir Jónsson. nú prest á Nesi i Norðfirði. er um nokkur ár var í þjónustu Sam- bandskirkjufélagsins, bæði í Nýja íslandi og víðar. Á Gimli dvöldum við séra Þor- geir samtímis urn nokkurra ára bil. Cand. Þorgéir var mér bróðurlegur og ljúfur og var mér ánægja að eiga nokkrar samverustundir með honum, og hefðu þær orðið fleiri. ef hann hefði dvalið í Reykjavík alt af rneðan eg var þar. En á þeim tima var hann i burtu um hrið. Kvöld eitt var eg á fundi Vestur- íslendinga félagsins í Reykjavik, var þar margt manna. eingöngu fólk er lengur eða skemur hafði dvalið vestanhafs. Þar, mætti eg séra Philip Péturssyni frá Winnipeg, er þá var nýkominn heim. til náms. er hann stundaði við háskólann, síðast- liðinn vetur, sem kunnugt er. Hélt séra Philip aðalræðuna það kvöld, og tókst mjög vel.— Símasamtal átti eg og við séra Takob Jónsson, Og sammæltir vor- um við frá Reykjavík til Montreal. En er til kom gat eg ekki farið með þeirri ferð,—dvaldi tveimur vikum lengur til að ná samfundi við fjar- lægan bróður minn. Hinar stuttu og sundurlaumu greinar mínar, undir þessu heiti, eru nú bráðum á enda. — Eg er mér þess meðvitandi að þær eru ófull- komnar á marga vegu. Einhliða munu þær og mega teljast, að því er það snertir. að þær lýsa nærri ein- göngu hinni bjartari hlið, á mönn- um og landinu. eins og hvorttveggja kom mér fyrir sjónir. En þessar stuttu greinar eru sann. ár lýsingar, eins langt og þær ná: á ástandinu eins og það kom mér yfir- leitt fyrir sjónir; á mönnum þeirn, er eg mætti, eins og eg gerði mér grein fyrir þeim, og þeir komu mér fyrir sjónir. — Um öll þau ár. er eg hefi dvalið vestanhafs, hefi eg lesið öll kirkjulegu ritin. sem út hafa komið á íslandi. Hefi eg gert mitt ítrasta til að átta mig á. og fylgjast með margþættum breyting. um sem orðið hafá, einkum á and- lega sviðinu. Eg er nú ekki krítisk- ur eða gagnrýnandi maður að upp- lagi til, kýs helzt og langar mjög til að festa augu mín við hina bjartari hlið á mönnum og málefnum. Eg þarfnast þess og allmjög sjálfur, sem flestir aðrir, að betri hlið mín sá athuguð öðru fremur.— Allir, er eg kyntist heima, sýndu mér kurteisi og vinarþel, vegna þess að eg var Vestur-íslendingur, og einnig sökum þess að eg var milli skyldmenna. frænda og fornkunn- ingja. Hygg eg að flestir þeir, er heim koma héðan að vestan. hafi hina sömu sögu að segja. Eftir jafn stutta 'dvöl og eg átti heima, gæti því tæpast átt við, að eg reyni að gagnrýna stranglega það, sem fyrir augu min bar. Miklu heldur er hugur nrinn fullur aðdá- unar yfir stórfeldum breytingum þeim er orðið hafa — langflestar, að eg hygg — til stórbatnaðar. Á mörum sviðum er um stökk fram- fara að ræða, eins og þeir orða það heima. Hugur heimaþjóðarinnar gagnvart útfluttum samlöndum í Vesturheimi er að því er mér virt- ist samúðarfullur og hlýr. Senuslá- andi dæmi í þá átt get eg ekki látið hjá liða. að minnast á ummæli í fyr. irlestri lir. Árna Pálssonar prófes- sors. er hann flutti í útvarjiið, og nefndi “Vestur-íslendingar.” Erind. ið var þrungið af velvild i okkar garð og glöggur skilningur á stað- háttum, högum og afstöðu Vestur- íslendinga, og á vandamálum þeirra. Með hverju ári sem hjá líður styrkist þessi samúð og bróðurhug- ur, og verður hann þess megnugur að “byggja brú beggja landa á milli”; auknar samgöngur, vaxandi heimfarir Vestur-íslendinga, utan- farir íslenzkra mentamanna til Ame. riku — og aukin samúð með heima- þjóðinni og þjóðbrotinu vestra, eru samvinnandi öfl, í því að tengja hugi saman og styrkja bræðraband- ið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.